Heimskringla - 11.09.1902, Síða 1

Heimskringla - 11.09.1902, Síða 1
XVI. ÁR WINNIPEG MANITOBA 11. SEPTEMBER 1902. Nr. 48. FIRST NATIONAL 8ANK. K. B. VAN SLYKB, FOKSETI. M. B. FULLEK, VARA-FORSETI. Madison, Wis., 14. Jan. 1902 John A. McCall, Esq. President, New York City. Kivri herra:— Vér hefum fengið simdurliðaða skýrslu yðar fyrir síð- astliðið ár. Vér getum ekki annað en dáðst að vexti félagsins, sem skýrslan áreiðanlega sýnir, og sem ekkert annað félag jafnast við. Ver tökum eftir þvf, að eignir þær, sem félagið hefir stofn- að fé sínu f, hafa hækkað að mun í verði og eykur það trygg- ingu allra viðskiftamanna þess, með því eignirnar eru alíar af beztu tegund. Og satt að segja höfum vér í uhdanfarin nokkur ár haft skýrsÍur yðar sem fyrirmynd í vali okkar á eignum sem bankinn hefir varið peningum sínum í. New York Life óbyrgðarfélagið getur vel staðið við að segja allan sannleikan um starf sitt. Alt of margar ábyrgð- arstofnnair segja bara part af sannleikanum. Yðar með virðineu. N. B. VAN SLYKE. forseti, C. Olaffion, J. <>. .Tlorgaii. Manajter, AOEKT. GRAIN EXCHANOE BUILDINO, NV I JST JST IPE <3- . Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. —Hveitiuppskeran í Norður-Da- kota er áætlað að veiði í Ar 55 millí- ónir bush., og 25 millíónir bush. af, hör. Allur landbénaður þar er sagðnr bezta ástandi. — Brezku mentam&lamennirnir sem um tíma hafa verið að ferðast um Canada, láta svo vel af land- bönaðinum hér, að þeir hafa kevpt landspildu mikla hjá Red Deer, Tilgangurinn er að setja þar upp kenslubú fyrir brezk ungmenni, svo þau geti l»rt þar landbfinað áður en þau taka sér heimilisréttarlönd. —fyrstu kosningar til Dominion- þingsins fara fram í Yukon-hérað- inu þann 2 Desember næstkomandi. Governor Ross er talinn líkiegasti maður til að sækja um kosningu und irmerkjum tLiberala. —Ottawastjórninni hefir verið til kynt að 2 hópar af Böa-bændum séu væntanlegir til Canada innan tárra vikna til þess að skoða land. Stjórnin ætlar að leiðbeina þeim í öllu, sem hfin getur, er þeir koma. —Maður einn í St. Paul féll úr loftfari 400 fet til jarðar f síðastl. viku. Hann meiddist mikið, en þó telja læknar honnm lffvænt. —Manitobastjórnir. hefir höfðað m&l móti ríkisstjórninni, til þess að fá rúm $244,000 af skólafé fylkisins, er hún segir að Ottawastjórnin haldi ranglega frá fylkinu. —Roosevelt forseti varð fyrir því slysi þann 3. þ. m., að rafmagns brautarvagn í Pittsgeld, Mass., rakst á kerru, sem forsetinn var í og velti henni um koll og braut hana. 2 þeirra manna, sem með forsetan- um voru, meiddust svo að þeir mistu líílð, en foreetinn meiddist á höfði, þó ekki hættulega. Hann heldur á- fram fetðalagi sínu þrátt fyrir slysið en breytingnokkur verður á tím- anum, sem har.n kemur á ýmsa viðkomustaði. —Kornuppikeran í Minnesota er talin að vera í haust frá 20—25 bush. hveiti af ekru., 15—20 bush. af hör, 50— 80 bush. af korni og höfrum 200 til 300 bush. af kartöfl- um, og aðrar korntegundir að sama skapi. Sömuleiðis er heyræktun talin ágæt í ár og öli griparækt og smjörbú í bezta lagi. —Frétt frá Cape Town, Suður Afrtku, segir stormur hafl drekkt 70 manna í Algoa Bay þann 1. þ. m. Ýms skip brotnuðu við kletta f ofveðrinu og fólk fekk ekki bjargað sér. — 200 manna bafa beðið bana af jarðskjálftum sem urðu & Bermunda eyjunum fyrra laugardag. — Sambandsnefnd verkamannafé laganna á Englandi hafa með at- kvæðagreiðslu á opinberum fundi lýst þvl yflr, að Búastríðið hafi í þeirra augum verið ranglátt strfð, og að England hafl haflð það að á- stæðulausu. —Tyrkjasold&n hefir afturkallað ýms ákvæði, er hann hafði gert gagnvart Armeníumönnum. Þykir betra að egna þá ekki of mjög til reiði, og óskar friðar þar í landi. —Timbursmiðir í New York hafa gert verkfall; ‘þeir heimta $4,50 á dag, í stað $4, sem áður “var vana kaupgjald, —Brezka stjórnin heflr 'nú loksins lagt fyrir þingið f Lundúnum skýrslu um herafla sinn í Búastríð- inu, á þessa leið: Setulið Breta í Suður-Afrfku þann 1. Ágúst 1899 var 318 foringjar og 9,622 hermenn; hjálparlið sent suður frá þeim tíma til 11. Október, þegar stríðið hófst, nam 12,546 manna, og frá þeim tfma til 31. Maí 1902 semdi stjórnin suður 386,081 manna, auk 52,414, sem gengu f herþjónustu í Suður- Afrfku. Svo að alls höfðu Bretar á vígvellinum í þessum ófriði 440,981 manna. Þessi skýrsla telur að mann fall Breta hafi orðið alls 5,774 falln- ir á vfgvelli, 23,029 orðið óvígir af sárum og 16,168 hafi dáið af sárum eða sjúkdómnm. Ekki getur skýrsla þessi um hvað verið hafi allur kostn- aður Bre ta í tilefni af stríði þessu, enda ekki séð fyrir endann á þeim kostnaði enn þá. — Verkamannaþing mikið hefir nýlega verið haldið á Englandi. Að- alumræðnefni þess var um það, hvort verkamannafélögin ættu að gera sig ánægð með geiðardóma í ágreiningsmálum sínum við vinnu- veitendur. Atkvæði féllu svo, að 961,000 voru móti gerðardómum, en 303,000 atkv. með þeim. Þetta ákvæði brezku verkamannanna er ein af þeim átyllum, sem kolanáma- eigendur í Pennsylvania hafa nú til þess að neita að enda kolaverkfallið þar. Önnur ástæðan er, að náma- eigendum sé ekki hægt að hækka laun n&mamanna vegna þess að þ'i yrði kolin úr námum þeirra dýrari en úr öðrum námum, og með þvf sé allur sá atvinnuvegur, sem þetta námafélag ræður yflr, algerlega eyðilagður. —Kosningar fóru fram i Dan mörku þann 3. þ. m. Stjórnin vann sigur svo að hún hefir stóran meiri- hluta í landsþingiuu og þar með er það víst, að eignir Danaí Vest-Inda eyjunum verða seldar Bandaríkjun- um, eins og um var sarnið. —Kolanámaeigendur í Wales á Englandi sendu um síðustu helgi 8000 tons af harðkolum til New York. Fféttin segir kol verði frarn- vegis send vestur eins ör t og skip fáist til að flytja þau, þar til verk- fallið í Pennsylvania sé um garð gengið. —Ekki er alt friðsamlegt á Fil- ipseyjunum enn þá. Uppreistar- menn réðust nýlega á þorp eitt á Luzon eyjunni. Þeir vorunær 200 að tölu. Drápu þeir þar 2 konur og meiddu maiga aðra í þorpinu, en lögregiuliðið Bandarikíahermenn, sem þar voru, ráku fjandmenn þessa af höndum sér. Síðan hefir Banda- ríkjaherliðið náð 700 manns, sem grunaðir eru um að hafa verið í sam særinu, og halda þeim f varðhaldí þartil mál þeirra verður rannsakað fyrir dómstólunum. —Kolanámaverkfallíð í Pennsyl- vania stendur enn yflr. Verkfalls- menn fá $300 þúsund ,bjálp viku- lega frá verkafélögum í Bandaríkj unum, en sú upphæð er talin langt of lftil, til þess að halda þeim 140 þúsundum námamanna, sem nú eru atvinnulausir, og fjölskyldum þeirra við llfið til lengdar. Nokkur hundr uð manna hafa þegar tekið að vinna f sumum námunum og mörg hundr- uð kolavagnar eru nú daglega hlaðn ir þar og sendir út um alt land. Talið er vist að þess verði ekki langt að bíða að verkfall þetta verði endað á einhvern hátt. Heimenn eru nú notaðir til að vernda þ& sem farnir eru að vinna í n&munum, fyr- ir yflrgangi og árásum verkfalls manna. —Tveir Galiciumenn komu hing- að til Man. fyrir 2 árum, þá alls- lausír, og hafa grætt svo fé hér vestra, að þeir hafa nú lagt af stað til Galiciu til að sækja fjölskyldur sfnar og ^koma þeim út hingað á næsta sumri. Þessir menn kváðust haf grætt hér fé á dagiaunavinnu fram yfir allar vonir og gæta því nú borgað öll nauðsynleg fargjöld og annan kostnað fyrir fólk sitt vestur hingað. —Mesta ekla er nú & vinnumönn- um hér íJManitoba. Bændur fá ekki nær þvi alla þ& bjálp sem þeir biðja um, og í bæjum er einnig mesta mannekla. í sumum tilfell- nm er nú farið að bjóða algengum útlendura verkamönnum $2 á dag og fæði. — Fréttir frá Svíaríki segja að þessa árs kornuppskera sé að mestu eyðilögð vegna votviðra, og svipað ar fréttir berast frá Noregi og Dan- mörku. —Edward konungur og drottning hans gerðu sér ferð til að heimsækja gamla Andrew Carnegie f Skibo- kastala á Skotlðndi í sfðustu viku. Þau höfðu þar máltíð og dáðust mjög að húsum karls og skrautgarð inum umhverfis þau. —807 kolanámaverkfallsmenn í Dorcaster á Englandi voru sektaðir $30 hver fyrir að yflrgefa vinnu í námunum án fytirvara. —Vábrestur f kolanámn á Eng landi vaið 40 manns að bana þann 6. þ. m. Um 120 manna unnu í námunni. —Frakkar eru að byggja nýjan hermannaskóla í borginni Toulon. þegar þeir voru að grafa fyrir grund völl hússins, komu þeir niður á mannabúka. Leftin sýndi að þar voru yflr 1000 manna grafnir. Þeim hafði verið raðað í kesti kistulaus- um. Það er álitið að þetta séu leif ar þeirra er féllu f uppreistinni, sem þar varð árið 1793. —Boxarar f Kfna hafa neglt npp áskoranir á ýmeum stöðum um að drepa nú tafarlaust alla útlendinga í Kínaveldi. Þess7 áskorun er gerð f tilefni af því að stjórnin þar er far in að heimta skatta af landsbúum til þess að borga herkostnað stórveld anna, sem þar hafa verið um síðastl- 3 ára tíma, og enn fremur af því, að byrjað var 4. þ. m., að byggja Canton Hanken járnbrautina, se.m Boxurum er afar illa við, eins og öll önnur nýmæli og framfarir þar í landi. —Akuryrkjudeild fylkisins segir að eun þá sé nauðsyn á 6000 kaupa mönnum i uppskeruvinnu og ef að þeir fáist, þá sé mögulegt að vernda þessa árs uppskeru á tveggja mán- aða tíma. Jón Antoníu3 Þorssteinsson. Þú sigldir um marnlífsins myrkasta svið, þó má enginn líkja þér örendum við það ski|i, sem að brotnaði’ á skeri, frá miðju þfns un«dóins var bliknuð þfn brá og bygging þins líkama aumlegog smá en sál þín var ‘‘gullþingí gleri". Oi hún þurfti’ að skifta um hæli sem fyrst og hverfa úr lfkamans fanrelsis vist og lyfta sér glöð uppf geiminn; hún var fyrir mentun svo meðtækileg og mændi með lotningu fram á þann veg, sem liggur { himneska heiminn. Þú leist ekki’ á sorgina sjónauka gegn, varst sanngjarn og réttsýnn og trú lyndur þegn, Og valdir þér göfuga vini; þig aldrei á sker vegna skammsýni bar, þú skoðaðir mannlifið eins og það var f anda þfns X-geásla skini. Og þar til þú bugaðist, bróðir, og félst, þú barðist við dauðann og kjark þín- hélzt, sem Grettir við volduga vominn; en það var i vor að mér fluttist sú freen, er flaug inig sem hrellandi kaldsvali Bef?ni að krossmessa þín væri komin. Þvf oss, sem þig þektum, til þfn var svo hlýtt og það finst mér yera í sögunni nýtt, þú varðst ekki vinsælli genginn. Ég veit að þig leiðir nú engill við arm, og oft verður ta'að með gleði og harm um andaða íslenzka drenginn. G. J. G. Vér viljum leiða athygli les- euda vorra að auglýsingu þeirri, er síðasta blað vort flutti frá Mr. J. Obed Smith, Commissioner of Immigrat- ion. Hann býðst til að taka við far- gjöldum til íslands og er öllum ein- sætt að nota milligöngu hans, sem fargjöld senda. Að vfsu er töluverð óánægja í mönnum út af meðferð á fargjöldum, sem greidd voru inn á skrifstofu Mr. Smiths sfðastliðið haust og vetur, þvf megninu af þeim var ráðstafað svo vfsdómslega að menn- irnir, sem fargjöldin áttu að fá, urðu að fara á mis við fljótasta og ódýr- ast.v flutninginn og sæta dýrara fari í staðin, o g ónotuðum fargjöldum kvað skrifstoían eiga bágt með að skila. En menn þurfa þó ekki að láta þetta fæla sig frá að trúa Mr. Smith íyrir fargjöldum sínum, því í auglýsingunni er lofað að láta það ekki koma fyrir aftur, og er óhætt að reiða sig á það. Á íslandi hefir línu agentinn gert sér fargjaldsgreiðendur hér að féþúfu, með því að reikna fargjalds- þiggjendum dallarinn lægra en vera ber; í auglýsingunni er lofað lagfær- fng á þessu, og bezta ráðið við slík- um fjárdrætti er að nota milligöngu Mr. Smiths, þvf hann sendir far gjöldin til Mr. S. Brynjólfssonar, sera mun láta sér ant um hagsmuni vesturfara í hvívetna. CHARLES TOWN, West Virginia, 29. Ágúst 1902. Ritst. Hkr.:— Má ég leiða athygli þess íslend- ings, sem láir Sunnanmönnum að þeir vilja ekki sitja til borðs með svertingjum, að eftirfylgjandi frétt, ogenn lremur að minna hann, að f öllum Suðurríkjunum heldur hvfta fólkið — sem s-jálft var eitt sinn í þrælahaldi — svertingia handverks- menn, til þessað vinna fyrir sig. En hvergi f Norðurríkjunum (hinum gömlu fríríkjum) er svertingjum leyft að ganga í handverksmanna- *lög. Komið suðr og sjáið* * fyrir yður sj&lf. Gec. Wilson. Lexington, Missouri. “VILJA EKKI VINNA MEÐ SVERTINGJUM. Verklallsmenn tilkjrnna stálfélag- inu að það megi ekki taka svertingja í verkstæði sín. LeCanon, Pa., 29. Ágúst. 300 meon, sem tilheyra amer- iska verkamannafélaginu og vinna I verkstæðum járn og st&l-félagsins, og sem verið hafa á verkfalli sfðan í Maí sfðastl. héldu fund í dag, Á fundinum var samþykt að tilkvnna félaginu að ef svertingjar þeir sem fluttir voru frá Reading snemma í þessari viku, verða ekki reknir úr vinnu innan 24 kl. stunda, þá hefji allir þeir verkamenn félagsins, sem enn þá eru við vinnu, tafarlaust taf- arlaust verkfall, svo að öll verk- stæði félagsins verði að stöðva verk og þar með missi fél. 1,200 menn og pilta. Sheriff H. B. Carpenter heflr svarið 15 auka lögregluþjóna í em- bætti.” Þann 15. Ágúst sfðastl. lagðiég af stað til Álftavatnsnýlendunnar, er ég hafði mikið heyrt l&tið af, í er- indum unitariska frfkyrkjufélagsins fsl., og náði þangað að morgni hins 16. s. m. Strax og ég kom f bygð- ina, sá ég að ekki mundi ofsagt af nýlendunni yiir það heila tekið, þvf alstaðar þar sem ég kom voru menn glaðir og hinir skemtilegustu heim að sækja, og alment ánægðir yflr plássinu og kjörum sínum. Þó áttu margir ervitt með að ná upp öllu því heyi, er þeir þurftu, og margir sögðust þurfa að fara langar leiðir frá heimilum sfnum til þess að heyja vegna þess hve blautt væri á þeirra eigin löndum, er alt stafaði af flóð- unum I vor. Á meðan ég dvaldi í bygðinni, héltég aðallega til hjá þeim hjónnm Jóni kSigfússyni (Olson) og Soflu konu hans, þar sem kunningi minn Þorvaldur Þorvaldsson er til neim- ilis. Það er mjög skemtilegt heimili ogheflrÞorv. ekki valið af verri endanum þegar hann tók sér þar bólfestu, enda kom okkur vel saman um það, að þar væri gottað vera, og ekki sfzt fyrir skólastráka, er komn-. ir væru í hor eftir veturinn af vök- um or skrudduþönkum, enda var það ekki nein “a-þrfori‘“‘ hugleiðing, þvf Þorv. er nú þegar 18 frjórðungar Annars er framleiðsla á heimilinu þar öðru þessu lfk, eftir því sem Þorv. sagði mér, sem mjög er kunn- ugurísínu skólahéraði. Auk þess þar sem ég var til heimilis, kom ég til þessara: Guðm. Guðmundssonar, Jóns Sigurðssonar, frænda Jóns Jóns sonar alþingism. frá Sleðbrjót, og Högna Guðmundssonar. Alla þessa var mjög skemtilegt heim að sækja, og töfðum við Þorv. þar fram & nótt Norður við Cold Springs kom ég til Magnúsar Björnssonar járnsmiðs, er einu sinni var á Hallson, N. D., - en fluttist þaðan til Narrows en varð að flýja heimili sitt þar sökura fióða. Hann heflr nú sezt að hjá Cold Springs og keypt sér þar land Lftið skröfuðum við Magnús um búskap inn.enmargs var að minnast frá gamalli tíð f Dak. Hjá þeim hjón- um var ég í þrjá daga og var þar Hallson bragur á öilu, en allir vita hvað það þýðir, því Hallson er fyrir myndar plá sið í Dak. Þar í ná- grenninu kom égtil veizlunarmanns Jóns Líndal, og til Stefáns Gutt- ormssonar, er kennir skóla þar. Stef án er til heimilis hjá þeiiu hjónum Magnúsi og Þuríði Gíslason. Þar var ég tvær nætur og sýndi Stefán mér skólaverkið sitt fyrir næsta vetur. Hann er nú búinn raeð það alt og er nú farinn að reikna út dæmin, er hann býzt við að hafa seinasta árið sitt í Wesley. — Stef&n er sjálfsagt einhver sá langmesti “mathemati ciaD“, sem íslendingar eiga hér vestra, og hræddur er ég um, að sá þyrftiað hafa einhver “þekkingar takmörk að neðanverðu“, er ætlaði að hafa full not af þvf sem hann fer með stundum. Þann 22. Ágúst keyrðuu við Þorv. til 8hoal Lake bygðarir.nar og hittum þar Þorberg bróður Þorv., er kennir þar skóla. Hann heldur til hjá hjónum þar skamt frá skólnnum, Birni Jónssyni og konu hans. Þar settumst við Þorv. upp og vorum þar fram á sunnudagskveld. Þar var engu síður gott að vera en þar sem Þorv. á heima, og eru þeir séðir Skagfirðingarnir að komast alstaðar inn á beztu heimilin. Björn er hinn allra skemtilegasti, og að mér var sagt, einn af beztu söngmönnum í bygðinni. Hann er einnig bóka- vörður fyrir lettrarfélag,, er Isl. hafa þar. í því standa Shoal Lake búar lramar Álftvetningum, að þeir hafa lestrarfélag, er Álftvetningar hafa ekki. Þar í nágrenninu kom- um við iil Sigurðar Eyjólfssonar og Kristjáns Vigfússonar. Þeir tóku okkur ágætlega og borðuðum við miðdagsmat hjá Sigurði. Sigurður var í miklum önnum þegar við kom um, en þó settist hann niður og ræddi við okkur lengi, þangað til við s&um að ekki dugði að gera hann verklausann, þóttvið værum lítið að gera, og fórum því af stað, en sáum eftir að hafa ekki getað tafið þar leDgur. Til Kristjáns komum við að kvcldi til og ræddust þeir Þorv. við fram á nótt um margt, er þeir þektu báðir. Sunnudaginn þann 24. flutti ég messur sinhvoru megin við Shoal Lake og voru þær vel sóttar. Austan megin vatnsins sá ég marga, er ég þekti frá Dakota, I Álftavatnsbygðinni messaði ég tvisvar, sunnudagana þann 17. og 31. Ágúst, og var vel sótt í bæði skiítin, en einkum þó sfðari sunnu- daginn. Strax eítir messu lagði ég afstað áleiðis hipgað ojr fekk keyislu með Kr. Breckman, er var að ttytja frændfólk sitt inn til Reabui n. Á leiðinni til Reaburn stönzuðum við hjá Þorsteini kaupm. Þorkelssyni, sem mörgum er að góðn kunnur hér í bænum, og fengum þar beztu við- tökur. Þau hjón kunna vel við sig þar og sagðist Þorsteinn hafa mikia verzlun. Hann á von á að járn- brautin, sem leggjast á þangað út eftir, fari engan óra veg fyrir austan búðina. Um nýlenduna yflr það heita tek- ið get ég lítið sagt annað en það, að hún er talleg. Samt er það vafa- samt hvort nokkurn tfmagetur orðið þar mikil hveitirækt, því landið er svo grýtt og flest.nokkuð mýrlent, en þar verður vafataust tramtíðar engi og gott íyrir kvikfjárrækt, einkum og helzt ef hægt yrði að gera við því að ekki flæddi þar, eins og gert hefir nú undanfarin ár, Ég ætia svo ekki að orðlengja þetta meira, en þakka öllum.fyrir góðar viðtökur og gestrisni, og hvað þeir tóku mér og máli mínu vel, og óska þeim ðllum góðs vetrar og á- batasams árs, og vona að sú lífsskoð- un nái vexti og viðgangi meðal þeirra, sem gerir líttð að alvöruefni, en þo ekki að byrði, sem veitir þeim óbifanlega trú á að alt það sem er gott og göfugt f sálum iranna eigi að varðveitast fremur en úreltar lagasetningar frá útkuluuðum öld- um. Rögnv. Pétursson. Winnipeg, 4. Sept. 1902. Peninga get ég lánað á móti veði f fasteign- um með eins lágri rentu og góðum borgunarskilmálum og hægt er að fá þá nokkurstaðar. Þeir, sem þui-fa að fá peníngalán, eða endurnýja gamalt lán, geta sparað sér peninga með því að flnna mig, eða skrifa eft- ir upplýsingum áður en þeir taka l&n hjá öðrum. N. Gudmundáon, HENSEL N. D.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.