Heimskringla - 11.09.1902, Side 2

Heimskringla - 11.09.1902, Side 2
HKIM3KRINOLA 11. SEPTEMBKR 1903. Beimskriiigla. PUBL.I8HBD BY The HeimskrÍDgla News 4 Pablishing Co. Verð blaðsins i CanadaogBandar tl.50 árið (fyrir fram borgað). Sent til íslands (fyrir fram borgað af kaupend- um blaðgins hér) tl.OO, Peningar sendist í P. 0. Money Order Registered Letter eða Express Money Odrer. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. K. L. Knldwinson, Editor & Manager. OflSce : 219 McDormot Street. P.o. BOX Föðurlandsást, Svo segja ekki allfáir af lfind- um vorum og frænduin á Islandi að margt sé oss illa gefið Vestur- íslendingum, en lakast sé |>ó það við oss að vér hdfum enga ffiður- landsást. Hfifum jafnan opin aug- un fyrir fillu því er lakast megi telja við ísland, svo sem óblíðu náttúrunnar, ófrjófsemi landsins og óhagstæða veðráttu og einangran eyjarinnar frá hinum frjófsamari framfara og menningar meiri um- heimi, Að vér höfum enga trú á framtfðar framför eða velmegun þar heima, berum kaldan hug til als f»ess, sem [>ar er fáanlegt og þykjumst of góðir til að eyða æfi vorri og kröftum í þarfir föður- landsins. Þess vegna flytjum vér burtu, það sé hið sanna óræktar- merki þessara t/ndu sona og dætra landsins. Að vér verðskuldum enga velvild þjóðarinnar fslenzku og að vér séum henni eiginlega til van- virðu og tjóns, Erigan dóm ætlar Heimskringla að leggja á réttmæti þessara skoðana, en að eins minna frændurna heima á það, að þeir eru afkoméndur þeirra manna, sem sögulega er sannað að höfðu hin sömu einkenni og þeir ísl., sem flutt hafa frá íslandi Vestur um haf. Aldrei hefði íslenzk [>jóð vérið til, ef ekki hefðu hinir hug- djörfu og ærustoltu Norðmenn yfir- gefið föðurland sitt og tekið sér bólfestu á íslandi. Þeir höfðu ekki næga föðurlandsást til að haldast við í föðurlandi sfuu.og [>að er arf- taka þeirra. einkenna forfeðranna, sem hefir sveiflað stónnn hluta hinnar fslenzku [>jóðar vestur á Ameríkuslétturnar. En er það nú áreiðanlegt að þessir vesturflutningar séu sprotnir af skorti á föðurlandsást, eða er það vottur um ástar eða velvildar- skort til landsiris, að vaxandi [>ekk- ing pjóðarinnar hefir sýnt henni og sannað að önnur lönd eru auðugri en föðurlandfð og að skilyrðiu fyrir vellíðan fólks eru bagfeldari f Vest- urheimi heldur en á Islandi, og að þessi sanntæring hefir skapað vest urfarahuginn f þjóðinni. Og er það ekki einnig víst að f inannlegu brjósti búi önnur enn þá sterkari ást, ástin til sjálfs sfn, og til ætt- ingja og afkomenda og að það er þessi ást sem knýr fólk til að leita Iffsins gæða fyrir sig og sfna, þang- að sem þeir vita að [>au fást í ríku- Iegri mæli en á fcðurlandinu. En hvað er nú annars “föður- landsást” er það hin hlýja hjartan- lega vinartilfinning fyrir landinu sjálfu, án tillits til fólksins, sem á þvf býr. Eða er ást þessi innifalin f þvf að einblfua á landið að eins sem bústað forfeðranna, svo að all- ur umheimur sé útilokaður frá at- hygli þjóðariunar, og af hvaða á- stæðum ber fbúum landsins nokkur skylda til að elska það land, sem frá náttúrunnar hendi er með þeim lökustu í heimi, fram yfir önnur lönd, sein eru enn [>á rneiri hag- sældakostum búin ? Ekki höfum vér orðið varir við að það væri f eðli íslendinga að efska þá menn eða konur mest rem reyndust þeim lakast, heldur þvért á móti hafa þeir borið, og bera jafnan, eins og öllu manneðli er uieðfætt, hlýjastan hug og mesta ást til þeirra, sem reynast þeim Ix;zt á lífsleiðinni. 8ama reglan ætti að vorri hyggju að eiga við lönd þjóðanna. Eitt land er hvorki betra né lakara fyrir það þótt forfeðumir hafi íœðst þar, lifað og dáið. Landinu er sjálf- sagt alveg sama hvort nokkur fæð- ist eða býr á því, eða als enginn, og þess vegna er þetta sem almenn- ingur f athugunarleysi nefnir “ætt- jarðarást” í raun réttri meira hug- arburður en virkileiki. 011 óbrjál- uð skynsemi mælir með þvf að maðurinn láti sér annast um það sem veitir lionum mest lífsins gæði, og að hann elski það land mest sem veitir honum mestan arð af vinnu hans, og þar sem hann fær bezt borgið lffl, framför og velsæld barna sinna og annara aðstand- enda. Sanngimin er innifalin f því að láta alla njóta sannmælis og að virða og meta mest hvað það sem gagnlegast er, hvort heldur það er fyrir einstaklinginn, þjóðfélagið eða mannfélagsheildina. Hvert það land, sem bezt elur sfna þjóð, á eftir sanngiminnar lögmáli mesta kröfu til virðingar als mannkyns- ins, og það land, sem á minsta kröfu til virðingar eða ástar fbúa sinna eða annara, er það landið sem lakastan arð veitir fyrir atorku fbúanna. Af þessu leiðir eðlilega það, að ættjarðarástin, að svo miklu leyti sem hún er réttlætanleg, á að vera sterkust hjá þeim þjóðum sem byggja beztu löndin, og þá að sjálf- sögðu minst hjá hinum, er byggja þau löknstu. Að þvf er mál þétta snertir okkur íslendinga, þá er það eðli- legt að sá hluti þjóðarinnar, sem flutt hefir vestur um haf, elski Amesfku meira en Island, af því að hún hefir farið svo óendanlega miklu betur með þá yfirleitt heldur en föðurlandið. Og svo er þess að gæta, að Ameríka er nú orðið föð- urland margra þúsuuda ungmenna af íslenzkum ættstofni, og er þvf þeirra föðurland, eins og hún er fósturland feðra þeirra. Til er að vfsu fjöldi meðal Vestur-Islend- inga, sem unna gamla íslandi all- mikið, en ekki nóg til þess að vilja búa þar, og ekki nóg til þess að láta það njóta arðsins af erfiði sfnu eða áhrifum. Enda verða áhrifin jafnan smá, þar sem framkvæmdin er 1 beinni mótsögn við játningu varanna. Framkvæmdin liggur í því að eyða dögunum utanlands eg þá verður hjartað og hugurinn sjálfsagt þar einnig. En öllum undantekningarlaust kemur þeim saman um það að óska þjóðinni á Islandi als góðs gengis. Þar kem- ur fram þjóðarástin. eða velvildin og vinahugurinn til þeirra allra sem þar búa, óskin um það að f ó 1 k i n u megi líða þar sem bezt, en ástia til landsins — ættjarðarást- in—hú er hverfandi hugsjón, sem margur þeirra lætur sér fátt um finnast. Með vaxandi mentun og menningu Vestur-íslendinga má sennilega búast vfð því að ástin til Islands—sem lands— dofni, og að ástin til fólksins á Islandi dafni að sama skapi, bæði vegna þjóðemis- skyldleika, og hins, að eftir þvf sem menn ná hærra sönnu menta- stigi eftir því vex velvild þeirra til mannfélagsheildarinnar. Sjóndeild- arhringurinn vex og víkkar svo að þeir læra að skilja að allir þjóð- flokkar em f raun réttri meðlimir af sömu fjölskyldu og að öll lönd em partur af sömu jarðskorpunni. Allur heimurinn er þeirra föður- land, ef svo má að orði kveða, og þeir unna mest þeim blettinum, hvar sem hann er, sem veitir íbú- um sfnum fullkomnasta hérvistar- sælu, andlega og llkamlega, Þetta finst oss vera sú rétta skoðun, og í beinu samræmi við mannlegt eðli og heilbngða vitsmuni, þess vegna finst oss það einkar ranglátt að væna sífeldlega þá menn alla skorti á föðurlandsást, sem fyrir ýms atvik lffsins finna sér og sfn- um henta það bezt að flytja úr landi og ala þar aldur, sem reynslan hefir sannað, að þeir með atorku sinni og forsjá, hafast bezt við og ná mestum þroska. Einokunarvaldið í Eandaríkjunum. Svo segja blöðin að engum for- seta hafi verið jafnvel fagnað í borg inni Providence í Rhode Island rík- inu, eins og Roosevelt, þegar hann kom þangað á laugardaginn var og talaði um einokunarvaldið f Banda- ríkjunum, frammi fyrir 15,000 til- heyrendum. Meðal annars í þeirri ræðu tórust forsetanum orð um auð félögín á gessa leið: “Þegar auðfélögin, og þó sér staklega þau félög sem hafa það fyr- ir markmið að hafa einveldi á fram- leiðslu og verði á vissum varnings- tegundum, gerast svo máttug að al þýðunni stendur stuggur af eða er hætta búin af þeim; þá er tlmi til þess kominn fyrir ríkið að taka í taumana og að láta þessi félög skilja að þau eru í raun réttri þegnar rík- isins eins og hver annar einstakl- ingur, og að þau erða að beygja sig undir vilja og löggjöf og umsjá ríkisins. Þá er og líka full þörf á slíkri umsjá af rikisins hálfu, þörf á því að fulltrúar þjóðarinnar setji þær lagaskorður við starfsemi þess ara félaga að gerðir þeirra séu jafn' an kunnar almenningi, Hvenær sem þessi félög gerast svo afar sterk I okkar landí að þau geti unnið mik ið til almennings heilla, og þá lfka stundum það sem ekki er tfl þjóð- legra hagsmuna eða þrifa. Þá er þýðingarlau8t að halda þvf fram að ekki sé þörf á tilsjónarlegri afskifta semi ríkisin, því að vér höfum dag- leg dæmi þess mótsetta. En í okkar landi eru margir örðugleikar því til fyrirstöðu að hægt sé að fram- fylgja slfkri ríkisumsjá með þessum íélðgum, vegna hinnar einkennilegu skiftingar á stjórnarvaldinu. Þegar Framleiðsla og viðskiftafæri lands ins voru óbrotnari en þau nú eru, þá var ekki nauðsyn á mikilli um- sjá með þeim af ríkisins hálfu, og engian efi var þá á því hvar stjórn- arskráarlegt vald stjórnarinnar væri. En nú eru kringumstæðurnar orðnar svo margbrotnar að það er orðið örðugt að mynda laga ákvæði sem reynast fullnægjandi; og reynslan er sú hjá oss að ríkisframkvæmdavald ið heflr reynst ónóg og reynist ef til vill æfinlega ónóg til þess að geta ráðið fulla bót á þessu. Það er sann færing mín að þjóðin verði að taka sér vald til þess með lögum að stjórna starfsemi auðfélaga, og ef sú verður raun á að stjórnarskráin leyfl ekki nauðá^nlegt lagasmíði í þessa átt, þ(h verður að fá nauðsynlega stjórnar- skráarbreyting, til þess að gera það. Sú fyrsta nauðsyn viðvíkjandi sam- bandi einokunarfélaga, “trusts,” er að koma þeim undir umsjón ein hvers ráðanda, ekki að eins f orði kveðnu heldur f virkileika, svo að þau verði að lúta ákvæðum hans og sem hann hafl vald til að láta hlýða. Að minni byggju ætti slíkur ráðandi að vera sjálf þjóðin eða þjóðstjórnin. Þegar hún hefir feng- ið fult vald, þá getur 'nún beitt þvf valdi til þess að lagfæra rangindin og koma f veg fyrir illar afleiðingar þeirra. Hið fyrsta verk sem það vald ætti að koma í framkvæmd ætti að vera það, að öll starfsaðferð þess ara félaga verði gerð opinberlega, þannig að almenningur ætti jafnan kost á að vita hvað þau eru að fjam- kvæma og hvernig þau starfa. Dags- Ijósið er hinn mesti uppgötvari illra athafna, og slík opinberan mundi } sjálfu sér nægja til þess að hefta leynilegar framkvæmdir þessara fé laga, sem fólk nú svo alment kvartar undan, og þar sem grunsemi liggur á félögunum, þá mundi hún alger- lega hverfa undir slíkum lögum. Þegar svo búið vtwi að koma þessu i verk, þá mætti taka frekari ráðstaf- anir til þess að lögbinda starf slíkra félaga.” Þe3si ræðustúfur bendir á það, að Roosevelt forseti ekki að eins kannist opinberlega við skaðsemi þá sem þessi samsteypa auðfélaga hefir f för með sér, heldur sé honum ant um að þingið ráði bót á því með laga ákvæðum og jafnvel með stjómar- skráarbreytingu ef það er nauðsyn- legt til þess að koma tilsjón með þessum félögum í framkvæmd. Hann mun mega búast við öfl- ugu fylgi þjóðarinnar í þessu máli, og þar sem það er sýnilegt að hann ætlar að gera þetta að einu aðal at- riði í forsetakosningabaráttu siuni, þá er sennilagt að hann finni ástæðu til að vænta sigurs í næ3tu_ kosn- ingum. Inngan^s ræða flutt af hra. John Evanson, forseta þjóðminningardags íslendinga í Spanish Fork 2. Ágúst 1902. Heiðruðu landar og vinir, sem hér eru til staðar á þessum degi. Það er orðið að veDju (fyrir nokkur und- anfarin ár) meðal íslendinga, sem hafa tekið sér bólfestu í þessu landi, að halda sinn þjóðminningardag 2. Ágúst, til hátíðlegrar endurminning- ar vors ástkæra föðurlands, og sem nokkurskonar framhald af þeirri miklu þjóðháttð sem haldin var 1874 og sem helguð var þeim mikla þús- undára afmælisdegi landsins, sem talið var frá þeim tíma þá Ingólfur Arnar bur fyrst setti sinn fót á það skógivaxna og laufgræna land, sem þá flaut í mjólk og hunangi. Þar sem dýr, fuglar og fiskar höfðu lifað í friði og ró um þúsundir ára. Þar sem ekkert var til að raska þeirra rósemi. Það sem gerir þenna dag svo hátíðlegan og dýrmætan í vorri end- urminningu er það, að hans hátign konungurinn I Danmörk heiðraði landið með nærveru sinni, og sem þá gaf þeirri fslenzku þjóð þá stjórn arbót sem verið heflr í löggildi frá þeim tíma. Jafnvel þótt það yrði hlutfall vors föðurlands að vera sett á þann part hnattarins, þar sem óblíða nátt úrunnar sviftir landið þeim gæðum og frjófsemi, sem önnur þjóðlönd hafa orðið aðnjótandi, þá getum vér þó ekki hjálpað, heiðruðu landar og vinir, að það er nokkurskonar elsku og lotningar tilðnning sem streymir gegnum vort blóð og hjarta þegar vér hugsum um þann margbreytta og yndæla fuglasöng, sem hljómaði fyrir vorum eyrum f vorblfðu nátt- úrunnar. Þegar vér hugsum um þær Iitfögru liljur og rósir, sem nátt úran framleiddi úr skauti sfnu. Þegar vér hugsum um þær kristalsár sem streyma niður af fjöllunum. Þegar vér hugsum um þau snjóþöktu fjöll, sem rétta sfna hvitfölduðu tinda hátt upp í himingeiminn. Þegar vér hugsum um þær fornaldarhétjur sem bygðu landið, hem hötuðu á- nauð og harðstjórn, en elskuðu fram för og frelsi; þegar vér hugsum um að bókmentir og vísindi, að fornu og nýjur, ásamt fornaldarsögum Norð urlanda, heflr verið varðveitt sem ó- forgengilegur arfahluti landsins, svo sá mentaði heimur heflr orðið að við- urkenna að ísland er það sögurik- asta land á yflrhorði hnattarins. Þegar vér hugsum um sögu landsins, þá er svo margt sem fyllir hjartað með lotningu og virðing, sem ekki kemur svo augsýnilega í Ijós f vorri daglegri umgengni hver við annan, en sem sýnir sig í sinni full- komnu mynd á þessum vorum þjóð minningardegi. Þegar vér komum saman til að tala fyrir vorri upp vaxandi kynslóð viðvíkjandi sögu landsins, vfðvíkjandi vísindum, að fornu og nýju. já, til að syngja vora þjóðsöngva, þá finnum vér oss tiiknúða, sem sannir föðurlandsvinir, með norrænu blóði í vorum æðum, að undirtaka með fornskáldinu og segja: "Eldgamla ísafold” o. s frv. Ó, ísland, vér minnumst þín á þessum degi, 2. Ágúst 1902, þú með- tekur fiá þínum sonum og dætrum i fjarlægum landsálfum, heilla og lukkuó8kir. Þín börn blessa þig í sfnum huga og biðja að alheimstjór- inn geymi þig sem meDjagrip f tölu þjóðanna. Vér getum ekki hallmælt þér þótt nokkrir af þínum börnum hafl hallaðsér frá þínu brjósti og hafl yfirgefið þig, en leitað sér bústaðar í þessu landi, þar sem náttúran fram- leiðir meira og ríkulegra úr skauti sínu, þar sem veðurblíða, jarðar- gróði, gull og silfur og aðrir dýr- mætir málmar, já, yflr höfuð að tala allir þeir hlutir, sem útkrefst til að gera þjóðirnar sælar, er framleitt í ríkulegum mæli. Þar sem þúsundir af vorum landsmönnum, bæði í Can- ada og Sambandsríkiunum hafa á þessum degi safnast saman með söngum, ræðuhöldum og hljóðfæra- slætti, allir f því sama augnamiði, Vér setjum til síðu allan pólitiskan misskilning, allan trúarbragða á- greining, vér komum saman sem ís- lendingar, útsprungnir af einum og sama stofni, Sem Islendingar heils- um vér hver öðrum, sem íslend- ingar syngjum vér vora þjóðsöngva, sem íslendingar komum vér fram á þessum ræðupalli og tölum á voru móðurmáli, sem er eitt af [>eim feg urstu þjóðmálum heimsins. Jafnvel þó þessi dagur sé sér- staklega helgaður endurminningu Islands, þá liggja þó aðrir partar hnattarins oss nær hjarta, vér endur- minnumst Utah, þar sem nokkrir af vorum landsmönnum tóku sér bústað í 1855 — 6, sem urðu að feiðast yfir veglausa eyðimörk, og aka sfnum matvælum og farangri f hjólbörum yfir 1000 mflur. í Utah er fólk frá flestum þjóðum jarðarinnar. Vor íslenzki þjóðflokkur hefir margtald ast svo, að f dag er laufskáli þessi fullur af fólki sem er af íslenzum þjóðstofnf. Þó vor íslenzki þjóð- flokkur sé fámenuur, þá eru fiestir sjálfstæðir menn og hafa áuunið sér hylli og álit fyrir starfsemi, þrifnað og sparsemi. Eins og kunnugt er komum vér hingað allslausir, mál- lausir og skuldugir, og þektum ekki þá atvinnuvegi er vér yrðum að stunda. En með starfsemi og dugn- aði hafa menn keypt 6ér akurlönd og bygt upp heimili. Sá fyrirlitn- ingarandi, sem var að nokkru leyti ríkjaudi (tilheyrandi Íslendíngum) er að öllu leyti útdauður. Margra ára reynsla heflr sannað að íslend- ingar eru heiðarlegir, ærlegir og uppbyggilegir menn í borgaralegu tilliti. Vor börn og afkomendur vilja halda átram að blómgast og margfaldast, þar til þeir verða að lítilli þjóð í þessum friðsælu fja.ll- anna dölum, sem nefnist Utah. Ó, þú Utah, sem ert sú síðasta og bjartasta stjarna á þeim amerfk- anska Sambandsrfkja fána, þú, sem alt að þessum tfma hefir verið frí við þær landplágur og eyðileggingar, sem hafa tekið bæði líf og eigíndóma á mörgum pörtum jarðarinnar, þú sem ert rfkari af gulli og silfri og alskonar dýrmætum málmi, já, öllu sem er ynndælt og íagurt, já, rík- ari en öll önnur fylki í þessu landi; lifi þinn heiður og prfs, sem ódauð leg endurminning þeirra marg- breytttu gæða sem uáttúran fram- leiðir úr skauti sínu. Heiðruðu landar og vinir, í um- boði forstöðunefndar íslondingadags- ins þakka ég ykkur öllum, yngri sem eldri, fyrir þá hjálpsemi og ein- ingu sem allir hafa auðsýnt með að gefa peninga, vinna að og undirbúa alt sem með þurfti fyrir þenna vorn þjóðminningardag. Láium oss gleðja oss f friði og einingu, fyrir utan all- an misskilning og flokkadrátt. Vér erum ein þjóð og eignm að vera sem einn maður: Það er vort ætl- unarverk að uppihalda íslenzkri þjóð- minning, tungumáli og bókmentum. Sem forseti dagsins segi ég alla velkomna til að taka þátt í þeim læðuhöldum, söngum, hljóðfæraslætti og dansleik, sem voit dags prógram kallar fyrir. / Aríðandi bendingar. Eitt af [>vf sem ætti að vera aðalumhugsunarefni verkal/ðsins, hvort [>að er karl eða kona, er það, með hvaða ráðum hægt sé að koma á meiri jöfnuði milli ýmsra iðnað- arstétta. Oss er [>að öllum mjög vel kunnugt, að sumir handverks- menn, sem þó um leið mega kallast daglaunamenn, vinna fyrir meira en helmingi hærri launum, heldur en þeir sem vinna með þeim. Þeg- ar maður fer að hugsa um þetta dálftið grandgæfilega, þá er það auðskilið að slfkt er alveg ranglátt. Eg skal t. d. benda á hinn geysi- mikla mismun, sem er á launum þeirra manna, sem hlaða veggi úr múrsteini eða grjóti (múrara og steinhöggvara) og manna þeirra, sem færa að þeim efnið. Þessir handverksmenn hafa hér um slóðir frá 45 til 52^c, á kl. tfmann, en hjálparmenn þeirra frá 17| til 20c. á kl.tímann.—Það liggur ekki í því að múrarar og steinhöggvarar hafi lagt svo mikið f kostriaðinn til að læra iðn sfna, eða að verkfæri þau, sem þeir þurfa að brúka, kosti svo mikið, Nei. það kemur af því. að þessir handverksmenn hafa bund- izt svo sterkum bræðrafélagsskap, að ekkert afl er nú til, sem geti eyðilagt þann félagsskap. Félags- skapur þeirra er að því leyti í anda og samræmi jafnaðarmanna, að þeir vinna allir fyrir sömu launum, og þurfa því ekki að öfunda hver annan. Þeir hafa brotið þar að nokkru leyti á bak aftur auðkýfing ana. þvf það gerir engan mismun, liversu mikill auðmaður það er, hversu mikla laungun hann hefir til þess að nota þessa iðnaðarstétt fyrir þræla sína eða féþúfur, þelr verða að borga þeim þessa upphæð á hvern kl.tíma, sem þeir vinna fyrir þá, og þar að auki verða þeir að.haga sér við þá eins og siðaða menn. Það duga engin þrælatök á þeim, eða hávaði, blót og formæl- ingar. Nú eins og það er auðséð, hvað þessir handverksmenn geta komið til leiðar fyrir sig, til þess að bæta kjör sín og til þess að vera ekki eins og undirokaðir þrælar auðvalds og misindis verkgefenda, með þvf að bindast sterkum og góðum félagsskap, eins ætti það að liggja í augum uppi, að þeir er vinna með þessari iðnaðarstétt, ættu einnie með samskonar ráðum að geta bætt dálftið kjör sfn’. Það er nú þegar byrjað á þvf, að reyna að bæta úr þessum mikla mismun. sem ég benti 4 hér að framan, með því að mynda félags- skap (bræðrafélagsskap), er heitir “Winnipeg Building Laborers Union", og var fyrsti fundur þess f byrjun Júnf. Voru það menn frá “Trade and Labor Council“ og múrurum, sem gengust fyrir mynd un þessa félags. Við höfum þeg- ar fullkomið loforð frá múrurum og steinhöggvurum, að þegar við höfum að minsta kosti 100 með- limatölu, skuli þeir standa öflug- lega með okkar félagsskap, að því leyti að vinna ekki með öðrum en þeim, sem tilheyra “Winnipeg Buflding Laborers Union“. Eg ætla þvf að leyfa mér, að skora á ykkur, heiðruðu landar, sem vinnið á byggingum, eða að lfklegt sé að þið eftirleiðis gerið það, að láta það ekki dragast lengi fyrir ykkur að ganga f félagið “Winnipeg Building Laborers Union“, þvl það er enginn efi á því, að það er ykkur fyrir beztu. Það kostar núna eins eg stend u' að eins 50c. að ganga í það, en áður langt um líður hækkar inn- gangsgjaldið að mun. Mánaðar- gjald er 25c. og I5c. um vetrar- mánuðina, sem borgast í byrjun hvers mánaðar. Fundir eru haldn- ir annaðhvert föstudagskveld á Trades Hall á horninu 4 Main og Market Sts, uppi yfir Inmans apóteki. Áform félagsins er, að þeir sem vinna á byggingum með múr- urum, 8teinhöggvuruin og vegg- kölkurum, hafi ekki minna kaup en 25c. 4 kl.tímann, og helmingi meira fyrir yfirtfmavinnu. Það er undir öllum kringum- stæðum árfðrndi, að félag þetta verði orðið fullsterkt með byrjun Júnfnánaðar næstkomandi, [>vf þá þarf félagið að gefa “Contractors" vísbendingar um livað það fer fram á, bæði með kaup og ýmislegt annað, Einnig þurfa múrarar, steinhöggvarar og veggkalkarar, að vita hvað fjölmennir við erum, þvf ef við liöfum þá að minsta kosti 100, þá tilkynna [>eir að þeir vinni ekki með öðrum en “union ‘- mönnum. J. P. Ísdal. Jólablöðin. Þegar ég las nú f siðustu Hkr., 28. þ. m„ tilkynning um efni í væntanlegt næsta jólablað, þá duttu mér í hug jólablöðin síðustu. Þeirra hefir lftið verið minst. Samt eru þau hreín vinargjöf og hafa meira bókmentalegt gildi en hin önnur blöðin, sem aðallega fjalla um fréttir og fróðleik yfirstand- andi tfma, Ekki er það samt f þeim tilgangi að ég tek pennann að ég ætli mér að fara að skrifa um þau ritdóm, .og líklega fáir, sem treystu mér svo mikið til þeirrar skarpskygni* að þeir legðu mikið upp úr slíkn. Það eitt mætti ég segja, að þau voru öll góð ogmynd arleg og vel gefin og ættu útgef- endurnir þakkir skilfð. Mér þótti helzt til mikiðaf Ijóðagerð í Hkr.,

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.