Heimskringla - 18.09.1902, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 18. SEPTEMBER 1902.
Hortittir finnast hjá góðum
skáldum, svo sem í passfusálmun-
um t. d. og eru þeir engin sönnun
þess, að höfundurinn sö ei skáld,
heldur þess að galli sé á formi hans
eða ytra frágangi ljóðanna.
Hortittimir í kvæði M. M.
eru ‘'hýran,”—-(hýran yfir vog og
fjörð), “hrein”—(viðkvæm endur-
minning hrein) og “hreinan”—
(hreinan fögnuð veitir oss. Og
veit ég að þú ert svo lesinn í ís-
lenzkum skáldskaq, að þú finnur
og sér að þessi áminstu orð, er ég
nefni þama hortitti, koma ei fyrir
f ljóðum vorra betri nútíðarskálda
i þeirri orðaröð, sem í kvœði M. M.
En ef þú getur sýnt mér þess dæmi,
skal ég afsala mér þessum $15.00.
Svo ætla ég til reynzlu að
Lenda þér á, hvað Jónas skáld
Hallgrímsson hefir að segja um
málleysur bögumæli (ambögur) og
hortitti, í Fjölni, þar sem hann
minnist á Tístransrímur Sig. Breið-
fjörðs. Hami telur bögumæli
“steina dauðr,” “tala frá,” “þénar,”
“sængurbali,” (það minti mig á
“bemskubala” hjá M. M.) “sáng,”
til að geta rímað það við “váng.”
Um hortitti segir hann: “Hor-
tittimir em óþrjótandi. Þeir úa
og grúa, svo enginn maður getur
talið þá. Leirskáldin hafa nokk-
'urskonar lag á, að troða þeim inn f
hverja smugu á öllu, sem þeir
kveða, og einkum era þeir hnask
ari en frá verði sagt, að ná mátu-
lega löngum lýsingarorðum (ad-
jectives) og keyra þau inn f götin á
erindunum, en hirða aldreigi hvað
þau f>ýða.” Hör kem ég með sýn-
ishom af þvf, hvað hann nefnir
hortitti: “Blíður,” “dyggur,” ‘dýr,’
“frfður,” “frjáls,” “góður,” “hýr,”
“hress,” “kátur,” “mætur,” “sátt-
ur,” “skfr,” “trúr,” “vitur,” ‘kerind-
ur,” nefndur,” -‘sagður,” “téður,”
“þekktur.”
Svo má til samanburðar benda
á helztu hortitti sem E. Jochums-
son flaskar á. Þeir eru: “Lœrður,”
“trúr,” skfr,” “skírður,” o. s. frv.
Þetta eru svo sem ekki ljót orð, né
meiningalaus, en fyrir meðferðina
verða þau að hortittum.
I orðabók Olesby’s er orðið
hortittur þýtt þannig (ég tek orð-
rétt upp úr bókinni): Hortittur,
m. a stop-gap, Grerm. lucken
busser, Dan. fylde kalk. Fil. x 286.
Og í orðabók Websters er þýðing-
in yfir stop-gap: That which closes
or fills up an opening, gap or
chasm. (Það sem fyllir up rifu eða
glufu, _ fleigur.)
Eg er búinn að eyða lengri
tfma en ég hafði ætlað, í að útskýra
þér þessa liortitti, og meina ég ekki
með þvf, að gera lítið úr þekkingu
þinni á f>ví máli, heldur að gera
það sem ljósast fyrir lesendum
Hkr. svo þeir liafi tækifæri að sjá,
að ég var ekki að tala út í bláinn,
er ég mintist á hortittina um dag-
inn. Ég legg líka sérstaka áherzlu
á f>að, að menn skilji ei svo grein
mfna, sem hún sé nokkur árás á M.
Thomas
Black,
131 Bannatyne Ave.
WINNIPEG MAN
Head quarters for
Metallic Roofing,
SicJing and
Seiling Plates.
Vér höfum allskyns birgðir af
málm-skrautskífuni til að þekja
loft og veggi húsa, utan og innan.
i<
“Flor de Albani.”
NÝIR VINDLAR
Vel tilbúnir, ljúfir og heilsustyrkj-
andi, úr Havanblöðuui 02: Sumatra-
umbúðum.—Allir vel þektir kaup-
menn hafa þá til sölu. Próflð þessa
agætu vindla.
WESTERN CIGAR FACTORY
Th»». I.ee, eigandi. 'WXJSTISrXFE1C3--
Uppskeru-vinnendur.
ADVOETJET TIIL IB-ÆLISriDAk.-
Markússon, eða á nokkurn hátt til-
raun til að gera lítið úr honum
sem skáldi. Því ef ætti að fara að
toga svona hvert ljóð er prentað er,
þá yrði margur hortittur og marg-
ur rímgallinn og mörg málleysan
og smekkleysan fyrir utan hugs-
unarvillur og alslags heimsku, sem
ljóð vor eru full af bæði austan
hafs og vestan.
Svo er nú næst orðið “fjærri”
sem þú nefnir “fyrstu stigbreyt-
ingu” af atviksorðinn “fjær”. Ja,
svo lengist lærið sem lífið, sagði
kerlingin. Þar kennir þú mér nýj-
an lærdóm í málfræði. En ég lærði
þetta öðravfsi. Mör var kent að
nefna það stigbreytingu (hvorki
fyrstu né síðustu) að beygja lýs-
ingarorð og atviksorð, og eru stig-
in 3, var mér líka kent öðruvísi
að raða niður en þú. Stigin nefn-
ast frumstig, miðstig, yfirstig.
Beygist því orðið “fjarri” þannig:
fjærri, fjær, fjærst, en ekki eins og
þú raðar því f Hkr. Þú nefnil. sett-
ir miðstig fyrst, en svo er það nú
máske eins gott, þegar það er orðið
að vana,—hefð. Dr. Lud. F. A.
Wimmer, háskólakennari f Khöfn,
beygir þetta orð í málmmyndalýs-
inng sinni svo: fjarri, fyrr, first.
En hann getur þess jafnframt f
athgr. að nú hafi þnð myndina
fjærri, fjær, fjærst. Er það því að
svo miklu leyti rött hjá þér, að það
er svo ritað af mörgum, en þó álit-
ið miður rétt, þar eð það var upp-
ranalega hins vegar. Bvo hefir
Bjöm Jónsson, ritstj. Isafoldar það
f Stafsetningarorðbók sinni og rit-
ar hann það “fjarri” og a en ei æ
í öllum samtengingum þess. Er
þetta þó Blaðmannafélags réttritun-
in sem Hkr. tók upp ásamt Lög-
bergi, Sama má finna í réttritun-
arbók H. Kr. Friðrikssonar, hann
segir uppranann vera “fjarri” og
telur það réttara en “fjærri” enda
þó að a hafi breyzt f æ í framburði,
f ýmsum orðum, Er það eigi að
sfður rangt, þar eða a gétur engu
hljóðvarpi valdið. Að þessu ættir
þú vandlega að gæta, og rita sem
bezt í samræmi við hina nýju rétt-
ritun, sem bæði þú og mnrgir aðrir
G. R. STEELE FURNITURE CO.
Serstakt a morgun.
99c
AA eins 5 setustof,.ibo''ð
24 x24 þumt, plata, (tylt
eða eibareða nmhoirony
niálud, vanaverð $2 75
Borðin á uiorgun ..
Að eius 7 steik eikar
borð með 18x 18 plötu
fagurlega fáguð, vauav.
$2.00 sérstakt á morgun
$1.45
$1.25
Að eins 6 stofuborð I9x
19 plata. gylt.eikar eða
mahoeony fáguð, vana
verð $2.00, á morgun..
Að eins 3 borð 18x18
með skrautgerðulagi,
einkar fðgur gylteðal
eikarfáguð.vanav. 82.00J
á moi gun
QŒTID AD NŒSTU AUGLYSINGU.
Vér iánum ef þér æskið.—Þér giftist—vér fiðrum hreiðrið.
The C. R. Steele Furniture Co.
Gegnt C. N. Station - - 298 Main Street.
liafa tekið upp. Það er ekki nóg
að segjast fylgja vissri reglu, en
hræra svo öllu saman og gera úr
þvl regluleysi.—(Framli.).
Peninga
get ég lánað á móti veði 1 fasteign-
um með eins lágri rentu og góðum
borgunarskilmálum og hægt er að fá
þá nokkurstaðar. Þeir, sem þurfa
að fá peníngalán, eða endurnýja
gamalt lán, geta sparað sér peninga
með því að flnna mig, eða skrifa eft-
ir upplýsingum áður en þeir taka lán
hjá öðrum.
S. tifndmiiiidMOH,
HENSEL N. D.
Ke nnara
vantar við Geysirskóla frá 1. Októ-
ber til 16. Desember næstkomandi
(2J mánuð). Umsækjendur tiltaki
hvaða mentastig þeir hafa, ásamt
kaupupphæð er þeir vilja fá. Sér-
staklega er æskt eftir 3d eða 2nd.
próf kennara. Tilboð verða með-
tekin af undirrituðum til 17. Sept-
ember, kl. 12 á hádegi.
Geysir, Man., 25. Ágúst 1902.
Bjarni Jóhannsson,
ritari og féhirðir.
Ódýr matur á
Oak Point.
Thorsteinn Thorkelsson selur þar
út úr búð 8inni fyrir peninga út í
hönd:
20 pd. af röspuðum sykri.... $1.00
22 “ “ púðursykri......... $1.00
16 “ “ molasykri......... $1.00
18 “ “ hrísgrjónum....... 1.00$
3 “ “ beztu rúsínum.... $1.00
9 “ “ bezta kafifi...... $100
10 “ “ næst bezta kaffi... $1.00
Ham I2^e. pd., kúrinur lOc. pd.,
sveskjur 4 pd. 25c., 1 punds Baking
Powder könnur, 2 fyrir 35c. Allur
fatnaður og fataefni með tiltölulega
lágu verði. 0g aðrar yörur sem til
eru í búðinni með mjög niðursettu
verði.
Hveitimjöl, bezta tegund $2.10,
næst bezta tegund $2,00 hver sekkur.
Bústaður séra Bjama Þórarins-
sonarer nú nr. 527 Yong Street
------ne--------
Akuryrkjadeild fylkissljórnarinnar hefir sent uppskerufregnritum sínum
eftirfyljandi spurningu :
“Hve marga kaupamenn þarfnast bændar J þinu “Township” yir
uppskerutímann” ? Svörin ern nú sem óðast að koma. Til staðfestirgar
þeim svörum þá er nú verið að senda eyðublöð til allra yagnstöðva um-
boðsmanna í fylkinu, til uppfyllingar af bændum.
FREKARI RÁÐSTAFANIR FRÁ BÆNDANNA HÁLFU
ERU NtJ NAUÐSYNLEGAR.
Stjórnardeildin og járnbrautafélögin munu gera alt, sem mögulegt er,
til þess að útvega kaupamenn, eins og að undanförnu. Þessir menn
verða fyrst fluttir til Winnipeg frá austurhéruðunum fyrir $10.00 og fri
ferð frá Winnipeg til hvers þess staðar í fvlkinu, sem vinna skal í. Á-
byrgðin á þvi að ráða þessa menn í Winnipeg er lögð á bændurna sem
þurfa kaupamenn. Bændur ættu því tafarlaust að halda opinbera fundi í
bvgðarlögum sínum, sem næst járnbrautarstöðvum, og velja sendimenn
til að koma til Winnipeg og ráða mennina. Bændur sem þannig senda
menn ættu að skjóta saman í ferðakostnað þeirra ($1.00 frá hverjum mun
nægja) sem sendir eru, og sendimenn ættu að koma til Winnipeg einum
degi áður en mennirnir koma að austan. Bændur ættu að útbúa sendi-
menn sína með greinilegar skýrslur um hve marga menn þeir þurfa og
hvaða kaup þeim verði borgað. Tveir kaupamanna hópar eru þegar
fengnir, og fer sá íyrii frá Toronto þann 19. Ágúst en hinn síðari 9. Sept-
ember. Akuryrkjudeildin mælist til til þess að sendimenn frá hinum
ýmsu stöðum fylkisins gefl sig fram á akuryrkjudeildar skrifstofa fylkis-
stjórnarinnar og skýri þar frá nöfnum sfnum og hve marga menn þeir
þurtt að ráða í uppskeruvinnu, og að þetta sé gert iyrir 19. Ágúst. Sendi-
menn verða og að enkurtaka þetta verk sitt þremur vikum síðar til þesa
að fá menn til að “stakka” og þreskja hveitið. Þetta er sú eina að-
vörun, sem bændum verður gefln uin það hvað þeir verða að gera til þesa
að fá mannhjálpina. Ef bændur í einhverju héraði vanrækja að sinna
þessu, þá er ábyrgðin þeirra ef þeir fá ekki næga vinnuhjálp. Sendi-
menn til Winnipeg eru vinsamlega beðnir að snúa sér til J. J. Golden á
akuryrkju- og vinnuskrifstofu stjórnarinnar 617 Main St. Winnipeg.
HUGH McKELLAR,
SKRIFSTOFOSTJÓRI AKURTRKJU OO INNFLUTNINGADEILDARINNAR.
THE HECLA
eru beztu, ódýrustu ojjeyösluminstu
hitunarvélar sem gerðar eru þ»r
gefa mestan hita með minst im
eldivid. Eru bygðar til ad endast
og vandalaust að fara með þ*er.
Fóðursuðu katlar fyrir bændur
gerðir úr bezta járni eða stáli, ein-
mitt það sem þér þarfnist. Bið.lð
árnvörusala yðar um þá, þeir selj*
allir vörur vorar.
CLARE BRO’S «Sc Co.
?rks niðjur: Winnípeá
RESTON, ONT. Box 1406,
220 Mr. Potter frá Texas
honum, ætlaði að gera út af við sig með öllu
móti í viðureign þeírra. Má xera að svipaðar
tilfinningar hafi vaknað hjá Arthar, er hann sat
þarna andspænis hooum. Hann hugsaði um
hvernig hann ætti að gefa föður sinum játning-
arnar um tvö giftingarmál í einu, nefnilega bæði
systur sinnar og sitt eigið. Eftir fáein augna-
biik réði hann af að segja honum fyrst frá trú-
lofun systur sinnar, og vita hvernig hann tæki í
það, ogsiðan skyldi hann segja honum frá sín-
um kvonbænum.
En í þessum svifum rauf Percy Lincoln
þðgnina, með því að segja: “Þú skildir við
Ethel í Paris. Hún hefir ekki skrifað mér í
seinni tíð. Hún er þó vðn að gera það. Hvað
hefir hún haft fyrir stafni?"
I Hún var að skoða x’arnínga í Paris”.
“Varnlngana?”
‘•Já. Það ei það sem allar stúlk tr gera i
Paris Ida—það er ungfrú Potter”. Arthur
ætlaði strax að lenda i bobba, cg var auðfundið
að eitthvað lá á bak við það, að honum varð ó-
vart að nefna hana Idu.
“Núnú, Ida,—það er ungfrú Potter”, mælti
faðirinn hlæjandi en sonnrinn roðnaði. “Hún
er eflaust inndæl stilka. Hvað hafðist hún að?”
‘ Ó, hún var að skoða varning í búðunum
lika”.
"En hvað starfaði frúin, lafði Sarah Anner
ley? Var hún að ganga um búðir líka. Var
hún, sem nýlega ea orðin ekkja, farin að bera
sorgina betur”.
“Alls ekki".
Mr. Potter frá Texsa 22 L
“Látalæti”, kallaði lávaiður L'ncoln, ,‘Fáir
héldu að hún ynni manninnm á meðan hann
lifði”.
“Ég hugsa að hún nrmndi taka biðli nú".
“Þessnm ríka Ástralíumanni, líkiega, aðég
hugsa”, mælti eidri Lincoln, um leið og hann
stóð i. fætur, og fór að gæta að út nm glugga
hvaðeimskipinu frá Boulogne liði.
“Það held ég núekki”, svaraði Arthur með
ókyrð
“Einmitt það. Því ekki?” mælti eldri lög-
fræðingurinn og endurspurði son sinn: “Þvkir
henni ekki vænt um hannV"
“Spurðu mig ekki um það. Eg get ekki
mælt ástir stúlkna og ekkna á sama mæli-
kvarða. Mér finst stnndum hún hata hann og
stnndum er ég hræddur um að hún elski hann”.
"Hræddur um að jhún elski hann?" mælti
hann um leið og haan leit fljótlega til fsonar síne.
“Þú munt þó ekki unna henni sjálfur, Arthur?"
“Nei, en ég vildi að hún elskaði hann ekki”.
“Svo er það. Þvi ekki?”
Nú bauðst Arthur tækifæriðjtil að segja föð-
ur sinum frá trúlofun Ethels, og hann notaði
það lika. “Af þvi að sá maður, sem þú hefir
verið að tala um, er trúlofaður Ethel”,
Gamli dómarinn snerist á hæli yið gluggann
oe mælti með andköfum: “Dóttur minni. henni
Ethel”! Um leið og haun slepti síðasta orðinu,
hueig hann ofan i hægindin aftur. Af því að
hann var æstur, þá fanst honum sætið ekki
jafn þægilegt og áður. Þegar hann var búinn
að stara á son siun um stund, sem var að fitla
242 Mr. Potter frá Texas
fcðgangur til kynnn, að bálið á sléttunni
mundi gera matnum fljót skil.
Arthur Lincoln gekk fratn að dyrunum og
ypti stórhöfðinglegu öxlunum all-vandræðalega.
Hann lét hurðina svo hart aftur að undir tók i
húsinu, svo hinn kynlegi málrómur úr kaffistof-
anui heyrðist ekki þangað, sem þeir feðgarnir
sátu. Faðir hans mælti nú alvarlegur: “Hvern
ig hefir þetta aitsamau gengið til. Arthur? Þú
skrifaðir mér ekki eitt orð uiu það, og Ethel ekki
heldur”.
Þessi siðasta ræða ætlaði alveg að gera Arth-
nr ráðalansan en hann vildi samt halda upp
svötum fyrir systur síns, sem ekki var viðstödd,
Hann svaraði því: “Heyrðu faðir minn vertu
ekkí strax uppnæmur af þessu v;ð Ethel. Það
bar svo fljótt að”.
‘Fljótt að?”
“Já. Eins og fú I'eizt mættum við lafði
Sara Annerley og Errol i 4Venece, að eins fyrir
mánuði síðau”.
Faðir hans greip fram i fyrir honum: “Err-
ol I Ég kannast sannarlega víð nafDÍð, Jhvernig
semá'þvi stendur. Eg hefl þekt mann með
þessu nafni". Hann virtist hugsa um þetta af
öHum kröftum ’eitt augnablik, ov mælti siðan:
'Gerðu 8vo vel og halt'. áfratu. Eg bið þig af-
sökunar".
“Jæja þá. Hann var með lafði Sarah Ann-
erley. Hann var nærri þvi dauður af sárum, er
hann fekk þegar hann varði lafði Sarah Anner-
Wy í Egyptakudi. E i á 'meðau hann lá i sárura
Mr. Potter frá Texas 217
legt var, eftir margra raánaða fjarveru, Én þá
segir eldri Lincoln við son sinn: "Hvar er Eth-
el?”
“Hún kemur frá Boulogne með eimskipinu
núna, lafði Sarah Annerley og ungfrú Potter.
Ég fór á undan þeiin úr Paris i gærkveldi til að
sjá um að sumathöllin yrði í góðu standi þegar
þær koma”.
“E'mskipid verður koraið hingað eftir tut-
tugu minútur, lávarður miun”. greip Lubbins
fram i. og beygði sig nú dýpra en nokkru sinni
áður, ug velti orðinu "lá v a r ð u r" Jeins lengi
um munnirm á sér og hann frekast gat, eins og
það væri svo sætt. og ylmandi, að hann vildi
hreint ekki inissa það út fyrir varirnar, og veif-
aði pentudúk, sem hann hélt á i allar áttir, eins
og hana vildi upphefja og fegra þetta stóra
nafn.
“Komdu þá inn með mér og segðu mér alt
um ferð þíua, Arthur”, raælti lávarðurinn, um
leið og hann lagði heudina á herðarnar á syni
síuura mjög hlýlega, og fylgdi honum inn ísetu-
stofu. sem aðskilin 1 var frá kaffistofunni með
gangi, er lá á millum þeirra.
Um leið og þeir gengu »inn ( setustofuna,
heyrðu þeir skrítna og undarlega hvinaudi nef-
hljóðsrödd, innan úr kaffistofunni og líktist hún
nokkuð málkækjum þeim, sem tíðkast i suð-
vesturríkjum Bandarikjanna. Þessi rðdd var
Stundum hörd og stundum mjög mjúk.
Þeir heyrðu þessi orð: “Labbins gamli fé-
lagi, ar þá huugt að fá sór matarbita tafarlaust?