Heimskringla - 25.09.1902, Side 1
XVI. ÁR WINNIPEG MANITOBA 25. SEPTEMBER 1902. Nr. 50.
Fregnsafn.
Markverðustu viðbnrðir
hvaðanæfa.
—Lord Salisbu*y er sagður hættu
lega veikur í Sviss. Sent heflr yer-
ið til Englands eftir læknum til að
■tunda hanu þar.
—Kjötsalar í Dawson City hafa.
gengið f bandalag—myndað * Trnst“
—til þess að ná elnveldi á kjöt- og
gripasölu f Klondike-héraðinu. Bfi-
ist við að kjöt hækki þar í verði.
—Conger. sendiherra Bandarfkj-
anna; sendír Washingtonstjórninni
þær fréttir írá Kína, að Boxarar séu
f undirbúningi með að hefja uppreist
lem ekki verði umfangsminni en sú,
er þeir hófu árið 1900, og að orsök-
in til þessa nýja ófriðar sé aðallega
skattar þeir, sem nú séu lagðir á
þjóðina til þess að borga herkostnað
■tórveldanna.
—70 ára gamall bóndi í Brandon-
héiaðinu skaut í sfðastl. viku tilvon-
andi brúðhjón, sem keyrðu inn á
land hans til þess að skjóta þar
fugls. Konan er sögð dauð, en mað-
arinn hættulega særður. Bóndinn
drap sig sfðan á eitri af afioknum
glæpnum. Astæður fyrir þessu eru
þær, að ýmsir sem fara út til fugla-
▼eiða, hafa í leyflsleysi skotið á
landi karls í forboði hans, og hann
þoldi ekki yflrganginn lengur.
—Allmikil óánægja hefir orðið á
Porto Kico og Filipseyiunum út af
þvf að Commissioner of Immigration
f Washington heflr látið það boð út
ganga að stjórnin skoðaði eyjar-
ikeggja sem útlendinga, þrátt fyrir
það þó eyjar þeirra séu orðnar part-
»r af Bandaríkjunum og undir
stjörnu og randa fánannm. Inn-
flutninga Commission heimtar af
eyj rskeggjum landgöngutoll og
lætur það að öðru leyti beygja sig
undir reglur, sem ekki er beitt við
þegna ríkisins.
—100 þús. ekrur af landi f norð-
vesturhéruðunum voru í síðustu
viku seldar fyrir hálfa miilíón doll-
ars til Bandaríkja auðmanna.
—White Star lfnuskipið Oceanic
gerði nýlega þá fljótustu ferð, nem
farin hetir verið yflr Atlantshaf.
Ferðin frá Queenstown til New York
var gerð á 5 sólarhringum, 16 kl.
stundum og 42mínútum.
—Fréttir segja að eignir Portu
gals f Suður-Afrfku, þar með Deia-
goa flóinn verði bráðlega seldar í
hendur Breta til eignar og umráða.
—Ræningi einn í Skagway, Al-
aska, gekk inn í banka þar í bænum
kl. 3 þann 16. þ. m. Hann bar
skammbyssu f annari hendi og
dynarnit kúla í hinni- Hann heimt
aði $20,000 í peningum, eða hann
sprengdi bankann í loft upp. Tveir
bankaþjónar voru í húsinu, annar
þeirra náði byssu og ætlaði að mæta
ræningjanum, en þá henti hann kúl-
unni í gólfið. Þjónarnir komust ó-
skemdir út um glugga, en hú ið
sprakk og ræninginn með því. Fólk
sem bjó upp á lofti f byggingunni,
sprakk f loft upp með húsinu. Annar
handleggur ræningjans rifnaði af
honutn og hausinn brotnaði. Bank-
inn misti $1000 f gullsandi, er þar
lá á borðunum, en tapaði að öðru
leyti engu.
— Ameríkanskir tóbaksgerðar-
menn hafa um marga mánuði verið
að keppa við brezka tóbaksgerðar-
ir. enn um sölu á vörum sínum f Bret-
landi. Amcríkanir hafa tapað7| milí
ón dollars á þessari keppni í aug-
lýsingum og verðlaunagjöfum og á
því að selja hvert pund af tóbakinu
8 centum ódýrara en nemur fram-
.eiðslukostnaðinum. Hvort Amer-
ikanir vinna svo að þeir nái tóbaks-
verzlun Breta á vald sitt, er enn þá
óséð, en enginn fjárútlát á að spara
til að fá því framgengt, ef það er
með nokkru móti mögulegt,
— Rán var framið í Frakklands-
banka í Paris þann 12. þ. m. Það
nam 220,000 frönkum. Þetta er
fyrsta rán, sem framið heflr verið á
þeim banka sfðan hann var stofnað
ur fyrir meira en 100 árum. Þjónar
bankans eru grunaðir um glæpinn.
— Kjötniðursuðumenn f Banda-
rfkjunum hafa gert samsteypu.
“Trust" þeirra á að byrja félagsbú
sitt með höfuðstól, er nemi 25 sinn-
um samlögðum gróða allra félag-
anna á síðasta ári. Þeita “Trust“
hefur göngu sfna þanu 27. þ. m., og
er talið að verða eins áhrifamikið og
stálgerðarfélagið míkla.
—Eitt sæti eða meðlims réttindi
til að sitja á samkomum hlutabréfa-
samkundunnar (Stock Exchange) í
New York var nýlega selt fyrir
$81,000 og að auk $1000 borgun
sem inngöngueyrir. Fyrir 7 árum
kostnði að eins $13,500 að fá inn
göngu f þetta félag.
^-Landstjórir.n yflr Manchuria
hefir gert þá tilskipun, að hýða skuli
hvern þann mann 100 svipuhögg,
sem verði uppvís að því að spila fyr-
ir peninga þar f landi. Sama hegn-
ing gengur einnig yfir hvern þann
húsráðanda, er leyfir peningaspii í
húsi sínu. Eftir hýðinguna skal og
gera þá seka útlaga úr landinu.
— Póstflutningur með rafmagns
vírumeru að komast á í Italín. Vél-
fræðingur einn að nafni Pisciáelli,
hefir uppgötvað aðferð til þess að
senda bréfsenuingar í Aluminium-
kössum eftir fráðum strengdum á
stólpa. Sendingarnar ganga 248
mílur á kl.stund. ítalfustjórnin hef-
ir sett konunglega nefnd til þess að
athuga mál þötta. Reynist staðhæf-
ingar vélafræðingsins áreiðanlegar,
þá ætlar stjórnin tafarlaustað taka
upp þessa póstsefidingaaðfeið. Upp
götvarinn býður fé við því að send-
ingarnar geti gengið eins og hann
segir og er viðbúinn að sýna nefnd-
inni það.
—Spánverjar hafa gengið í banda
lag til sóknar og varnar með Frökk-
um. Sagastastjórnin sér nú að ef
Spánn hefði átt aðrar þjóðir að baki
sér um það leyti, sem það átti í ó
friðnum við Bandaríkin, þá er óvíst
að það hefði tapað öllum eyjaeign-
um sínum. Það er því álitið nauð-
synlegt að gera nú fóstbræðralag
við einhverja af stórþjóðunum og
kaus sér félag við Frakka.
—Sex hundruð vfsindamenn’ og
vélfræðingar á Frakklandi héldu
þing mikið í Grenoble íþessum mán
uði til þess að ræða um notkun á ám
þeim og lækjum, sem hafa uppsprett
ur sínar í fjöllum uppi og renna ó
notaðar ofan fjallshlfðarnar til sjáv-
ar. Fundurinn komst að þeirri nið-
urstöðu að mynda skyldi félag til
þess að frainleiða rafafi úr vötnum
þessum, er svo inætti nota til þess
að knýja verkvélar f hverju einasta
vei kstæði í landinu og væri þá eng-
in þörf á koluin lengur til þeirra
nota. Enda væri uú kolabyrgðir
landsins því nær að þrotum komnar.
—Stanley Spencer sigldi nýlega
yfir 30 mflur í loftfari, er hann sjálf-
ur hafði gert, yfir Londonborg.
Hann stýrðitfari sínu í ýmsar áttir
og lét það fljúga vel upp f vindinn,
og tókst það alt ágætlega. Telja
menn nú vfst að stýra megi loftför-
um eftir vild.
—Englands drottning er um þess-
ar mundir í kynnisför til föður síns í
Danmörku, f fyrsta sinni sfðan hún
varð drottning, og var henni fagnað
sem stöðu hennar sómdi.
— Svertingjafundur mikill var
haldjnn í 'fcBirmingham í Alabama
$ann 19. þ. m. Einhveijir urðu
ósátt.ir[á fundinum og tóku að berj-
ast. Fát mikíð kom þá á fundar-
menn og endaði með því, að 86
svertingjar létu þar lffið, en yfir 80
særðust.
—Capt. Krie Unge og fylgdar-
maður,^hans fóru nýlega í loftfari
nllægt Stokkhólmi f Svíaríki. Ixifi-
farið sprakk, er þeir voru 2 mílur
uppi 1 loftinu, en þeir komu samt
niður ómeiddir. Þessir sömu menn
höfðu áður feiðast í loftbát 21. Júlí
sfðastl. 540 mflur á 14^ kl.stund.
—Frakkar eru að koma á vírlaus-
nm hraðskeytum milli Frakklands
og Martinique og Guadeloupe eyj-
anna. Þykir ótrygt að reiða sig á
sjóþráðinn ar á milli, sem bilað
hettr tvívegis, þegar mest reið á að
hann væi i í góðu lagi.
— Capt. Sverdrup kom nýlega úr
heimskautaferð sinni og lenti i Stav-
anger í Noregi 1 skipinu Fram, eftir
4 áia veru f heimskautafsnum. Skip-
ið hefir legið fast í ísnum allan þenn
an tíma, og segir Capt. að ekki hafi
verið mögulegt að sprengja ísinn
svo að skipið losnaði, fyi en i síðastl.
Júlf, að sunnanstiaumur rak bann
svo til að skipið losnaði, En af þvi
að gufuvélar þess höfðu gengið úr
lagi, þá varð hann að sigla skipinu
á vanalegan hátt, þar til hann náði
höfn í Stavanger.
—Drottningin í Belgíu andaðist
viðmatboið sitt að kveldi þess 19.
þ. m. Hún varð bráðkvödd.
—Bretastjórn hefir ákveðið að
nýiendurnar I Suður-Afriku skuli
borga $400 millíónir af herkostnaði
Breta þar syðra. Þungar álögur
verða lagðar á allan n&maiðnað, og
ýmsar skorður settar við frjálsum
viðskiftum, heldur seld leyfi til að
reka þau, svo að fé hafist með því
móti saman í herkostnaðarskuldina.
Nægur tfmi verður þó veittur til að
hafa fé þetta saman, því að Bretar
búa9t ekki við að setja álöguvélina i
fulla hreyfingu fyr en eftir 2—3 ár.
Síld hefir selzt erlendis í vor og
sumar, frá 12 til 25 kr. tunnan.
Fisknr í háu verði, málfiskur, bezta
tegnnd, 58 kr. Sm&fiskur 30kr.
Talið að verðið fari lækkandi. —
Sláturfé f kaupstiíðum á Norðurlandi
mcð lfku verði og í fyrra.
Kvennaskólinn á Blönduós hefir
4 kennara. Kensla frá 1. Okt. til
14. Maf, kostar 135 kr. Bókleg og
verkleg mentun er þar kend; þar
með enska.
Steingrfmur læknir Jochumson er
orðin aðstoðarlæknir á Akureyri.
Þetta embætti talið nauðsynlegt
vegna spítalans þar, sem krefst þess
nú að einn læknir sé þar stöðugt, en
annar þarf að sinna aðkomandi kröf
um sem oft heimta ferðalög og
burtuveru úrbænum umlengri tíma.
Tíðartar ilt, kalt og óþurkasamt.
í bvr jnn Ágúst snjóaði f fjöll nótt
eftir nótt og hörkufrost var ofan að
sjó eina nóttina. Töðuhey óhirt hjá
flestum f grend við Akureyri um
þann tíma.
Afii á Akureyrar skipum er komu
þar á höfn í byrjun Ágúst sfðaetl. var
Föcix (Fr. M. Kristjánsson) 2600
fiskjar. “Aage“ (Höffner) 75 tunnnr
lifrar. “Fliink“ (’) 8000 flskjar.
“Tjörn“ (Þorv. dönsk) 4500 fískjar.
Talisman1- (Chr, Havsteen) 11000
flskjar. “Æskan“ (”) 43 tn. lifrar.
Kierstine“ (Gránufél. 22 tn. lifrar.
Látinn er í Reykjavík 1. Ágúst
Jens Pétur Thomsen, 53 ára. Hann
var lengi kanpmaður í Keflavík og
síðar í Búðardal.
ISLAND.
FIRST NATIONAL BANK.
N. B VAN SLYKB, FORSETI.
M. E. FULLER. VARA-FORSETI.
Madison, Wis., 14. -Jan. 1902
John A. McCall, Esq. President,
New York City.
Kœri herra:— .
Vér hefum fengið sundurliðaða- skýrslu yðar fyrir síð-
astliðið ár. Vér getum ekki annað en dáðst að vexti félagsinsÆ <
sem skýrslan áreiðanlega sýnir, og sem ekkert annað félag^ I
jafnast við.
Vér tökum eftir þvf, að eignir þær, sem félagið hefir stofn-T
að fé sínu f, hafa hækkað að mun í verði og eykur það trygg-T
ingu allra viðskiftamanna þess, með þvf eignimar eru allarj j
af beztu tegund. Og satt að segja höfum vér í undanfarin <
nokkur ár haft skýrslur yðar sem fyrirmynd í vali okkar á
eignum sem bankinn hefir varið peninguin sfnum f.
New York Life ábyrgðarfélagið getur vel staðið við að
segja allan sannleikan um starf sitt. Alt of margar ábyrgð-
arstofnnair segja bara part af sannleikanum.
Yðar með virðingn.
N. B. VAN SLYKE. forseti,
C. Olafson, ,1. 1«. .Tlorgan. Manager,
AGENT. ORAIN EXCHANGE BUILDING,
YA7 I 3ST 3ST IPEG.
Þingmenn Skagfirðinga, Skúli
Thoroddsen og Sigurður Stefánsson,
hafa krafist þess í bréfi til amtmanns
ins yfir Suður- og Vesturamtinu, að
skipaður verði óvilhallur dómari f
ísafjarðarsýslu til þess að halda á-
fram rannsóknum þeim er sýslum.
H. Hafsteinn heflr byrjað út af
kosningu nefndra þingmanna. Jafn
framt hafa þeir krafist þess að rann.
sökuð verði fj'ireyðsla II. Hafsteins
og fylgdarmanna hans við þessar
kosningar, og segja þeir Sk, og Sig,
að í alraæli sé að Hjálmari bónda
Jónssyni í Stakkadal f Sléttuhreppi
hafl verið boðnar 50 kr. til kjörfylg-
is við HaLt. Amtmaður verður v ið
þeim tilmælum að víkja Hafst. úr
dómarasæti í málum þessum, en lof-
ar engu um að rannsaka fjárevðslu
hans í kosningunum. Þeir Skúli og
Sig. eru ekki ánægðir með svar amt-
manns og hafa skotið málinu til ráð-
giafans í Danmörku.
Reykvíkingar héldu hátíð miala
2. Ágúst f sumar. Ræður, kvæði,
kappreiðar á hestum og hjólum f<5ru
þar frau, svo og lifandi manntafl o.
fl.skemtanir. Ungfrú Olafia Jóhanns-
dóttir hélt ræðu fyrir minni Vestur-
Islendinga, og Jón Olafsson orti
kvæði fyrir minni þeirra, er sungið
var á þjóðhátíðinni. Er það í fyrsta
sinni sem minni Vestur-fslendinga
hefir átt svo mikla þátttöku í þjóð-
hátíð íslendinga á íslandi, og ernm
vér þeim þakklátir fyrir það.—
Þenna sama dag var og lagður blóm
sveigur á gröf-lóns sál. Sigurðsson-
ar, at Lárusi Bjarnasyni og nokkrum
fylgjendum hans. En misjafnlega
hafa blöðin af þvf látið, sem þó
hefði ekki átt að vera,
Fjallkonan sel^ séra Óiafi Ólafs-
syni f Arnarbæli, frá næstkomandi
nýári. Þessi nýi eigandi og vænt-
anlegi ritstj. er talin einkar ritfær
maður og alkunnur að frjálslyndi
og þjóðrækní.
Mjaltakensla er kominn á í búnað-
arskólanum á Hvanneyri og er hfin
ókeypis og stendur yfir 6 til 8 daga.
Karlmenn ættu að læra að mjólka,
jafnt og konur.
REYKJAVÍK 20. ÁGÚST 1902.
Kæra Heimskringla!
Þegar ég skrifaði þér síðast var
ég f kaupmannahöfn; nú er ég kom-
inn til Reykjavíkur. Ferðin frá
Kh^fn og hingað tók 10 daga: hér
um bil jafnlengi og ferðin frá New
York og til Khafnar, en þó er vega-
lengd sú um 4000 mílur, en Milli
Khafnar og íslands að eins 1000. En
svona fljótferða eru dönsku damp-
skipin, sem send eru til Islands. Þar
við bætist þetta hápraktiska fyrir-
komulag Dana, að hvert póstskip
verður að fara frá Höfn vestur til
Skotlands og sfðan til Færeyja, þar
sem það er að dunda vanalega einn
tvo eða fleiridaga, ogsvo sfðast til ís-
lands. Mér leið illa á þeirri ferð,
bæði vegna þess að við hreptum hina
verstu storma og stórsjó og svo er
mjög leiðinlegt að ferðaot með
dönsku skipunum á annari káetu.
Maturinn vondur og plássið auðvirði
legt—líklega ekkert betra en á þriðja
plássi á ensku línunum. Við kom
til Reykjavikur að kvöldi hins 4.
Ágúst og vorum þannig tveim dög-
nm of seinir að ná í íslendingadag-
inn, þjóðhátiðina er hér var haldin
2. þ. m. og hafði verið mannfleiri nú
en nokkru sinni áður — enda engar
áfengis veitingar leyfðar.
Ég hafði hlakkað til að sjá ís-
land og höfuðstað þess, og hvað ís-
lard snertir varð ég fvrir engum
vonbrigðum, því fegurra útsýni er
víst óvíða til, að minsta kosti ekki
þar f Amerídu er við búum. Eg
minnist ekki að hafa séð nokkurstað-
ar fegurra sólsetur en hér, þegar sól-
in er að sfga til viðar og gyllir upp
allan jökulinn, þar til hann sýnist
sem eitt logandi e’dhaf. Þá er Esj-
an, að norðanverðu, all tilkomumikil
þótt ekki sé hú hátt fjall. En þótt
menn verði ekki fyrir vonbrigðum
hvað útsýnið snertir, þá er alt öðru
máli að gegna með höfuðstaðinn
sjálfan. íveruhúsin eru flest afar-
ósmekkleg og ljót, að minsta kosti
að utan. Flest eru þau klædd að
utan með járni. sem gerir þau enn
þá ljótari og afkáralegri, auk þess
sem húslagið sjálft er mikið óvið-
feldara en við höfum vestur frá.
Bankahúsið er hér um bil eina húsið
í öllum bænum, að einum eða tveim-
ur prívathúsum undanskildum, er
Jýsir nokkurri smekkfegurð.
Það vill svo vel til að nú situr
suka alþing hér um þessar mundir
og hef ég því haft tækifæri að sjá
og heyra beztu menn landsins, þvf
ætla má að íslendingar, sem aðrar
þjóðir, sendi ekki aðra á
menn á þing. Þar má ifka sjá
marga tilkomumikla og greindar-
lega menn og eru þessir helztir:
Klemens Jónsson, sýslumaður á
Akureyri og forseti neðrideildar al-
þingis; séra Þórhallur Bjarnarson,,
forstöðumaður prestaskólansí Reykja
vfk; Guðlaugur Guðmundsson sýslu
maður, að sögn mælskasti þingmað-
ur -á þessu þingi; séra Sigurður
Stef&nsson f Vígur, þingm. ísfirð-
inga; Stefán Stefánss, kennari á
Mððruvöllum; Þórður Thoroddsen,
lækni; Lárus Bjarnason, sýslumað-
ur Snæfellinga og leiðtogi heima-
stjórnarflokksins; og svo hinn ó-
gleyraanlegi Þjóðólfs ritstjóri Hannes
Þorsteinssou. AUir eru þessir f
neðri deild. Ilinn eini efrideildar
þingmaður, er mér fanst nokkuð
kveða að, við umræður í þeirri deild,
var Skúli Shoroddsen sýslumaður,
þingmaður Isflrðinga. Aliir þessir
menu eru 'el málifarnir og tala
mjög skipulega.
Þyðingarmesta málið fyrir þessu
þingi var stjórnarskrármálið og um
það voiu litlar umræður; var sam-
þykt írumvarp stjórnarinnar í einu
hljóði; svo að öll líkindi eru nú tilað
Islendingar fái innan skams þá stjórn-
arbót er þeir svo lengi hafa barist
fyrir. Það mál er heitastar umræð-
ur vakti, var málið um skifting ísa-
fjarðarsýslu í tvö kjördæmi; flutn-
ingsmaður þessa máls var Lárus
Bjarnason og mælti hann með skift
ingunni og reyndi til að færa saun-
anir fyrir réttlæti krölu sinnar, en
mistókst það aigerlega, þó hann í
því máli talaði bæði skipulega og
með stillingu. Honum svaraði séra
Sigurður Stefánsson í Vígur og fór
hann ómjúkum orðum um sýsln
manninn, um leið og hann rökstuddi
mál sitt og sýudi fram á hve ranglátt
málið var og af hvaða rót það væri
sprottið. Færi skiftingin fram fyrir
næstu kosningar, var hér um bil vist
að llannes Hafstein mundi kosinn
þlngmaður fyrir vestursýsluna ánjð
1903, en annars óvíst ef skifting
unni væri frestað. Réttlátast væri
þess vegna að fresta þessu máli.
Eg var nú búinri að vera rúma
viku í Reykjavík og mér var farið að
leiðast að hlusta á þingmennina, svo
ég af réð að fara austur til Þingvalla
í nokkra daga og iðrast ég als ekki
eftir því. Það er næstum þvf til
vinnandi að fara frá Ameríku til Is
lands bara til þess að sjá Almanna
gjá, þetta stórkostlegu undraverða
verk náttúruunar. Þegar ég á síð
astl. vetri ferðaðist gegnum Kletta
fjöllin, dáðist ég að þeim mannvirkj
um er rutt höfðu burt stórum hömr
um og búið til braut gegnum kletta
bergið, ekki ósvipað því sem hér á
sér stað, en það er sá stóri munur
hér á, að f öðrum staðnum er alt
unnið af manna höndum með ærnum
kosthaði; í hinum er alr unnið af
náttúrunni sjálfri kostnaðarlaust.
Þegar ég skrifa þessar línur er ég
staddur í “Valhöll,” gistihúsinu &
Þingvöllum , og get ég frá því séð
“þar sem að Öxará rennur, ofan í
Almannagjá,” og jafnvel “lyngið
á Lögbergi helga, er blámar af berj-
um hvert ár, börnum og hröfnum að
leik.” Ég get ekki stilt mig um að
setja hér fáein orð eftir Sigurð Guð-
mundsson málara, um Þingvöll við
Öxará, hann segir:
“Það mun ver óhætt að fullyrða
að Þingvöllur sé af náttúrinni sá
stórkostlegasti, fjöibreyttasti og
þe is vegna sá fegursti staður á ís-
landi. Því enginn staður á fslandi
sameinar eins aðdáanlega allan svip
Islands, hér er sýnishorn af öllu því
hclzta. Hér aru fjöll, jóklar, gj&r
og graslendi, hamragarðar og hraun,
ár og fossar, slétt’endi, brekkur og
skógur og vatn, hér vanta einungis
hveri og laugar. Að sunnanverðu
er Þingvallavatn, það mesta vatu á
Islandi, og er enn fegurst að sjá
suðurfjöllin í því á kyrru sumar-
kveldi; að austan og vestan umgirða
staðinn ákaflega háir hamragaftar,
er ganga neðan fiá vatr.i og alt upp
til fjalla, sá eystri er lægri og óreglu-
legri, og lítur út frá Þingvöllum sem
eins og svartur múrveggur, sera er
langt í burtu Þesn hamragirðing
er eystri barmurinn á Hrafnagjá,
sem er
vestari
Vestri hamragarðurinn er langt-
um hærri og reglulegri, og gnæflr
við himininn, eins og svartui múr-
veggur, það er Almannagjirhamar-
inn vestri.
langtum hærri en sá hinn
Til að auka enn meir fegurð
Þingvallar, veittu forfeður vorir
Öxará ofaná Þingvöll, og er það ekki
alllítil pvýði, að sjá hvítfreyðandi foss-
inn steypast ofan af svörtum hamra-
garðinum, þar sem vegurinn liggur
ofan á sjálfan Þingvöllinn; það er
eins og fossinn sé settur þar upprun-
alega til að bjóða gestum velkomn-
um á þenna fagra stað. Að norðan
er Þingvöllur umgirtur af fjöllum,
vestast eru Súlur, síðan Ármannsfell
og austast er fjallið Skjaldbreiður;
úr þvf f jalli hettr alt Þingvallahraun
runnið til forna, og má það heita
móðir Þingvqllar. Á sumrin er fjall
þetta alt þakið hvítum jökuldílum,
er sjaldan bráðna algjörlega burtu,
því náftúran hefir keyrt þá fast inn f
f allið. Þessi litur fjallsins og lögun
þess, sem líkist mest smeltum törgu-
skildi á hvolfi, hefir getíð því nafnið
Skjaldbreið, sem Jónas Hallgrímsson
kvað”:
“Fannaskautar faldi háum
tjallið, allra hæða val,
hrauna veitir bárum bláum
breiðan fram um heiðardal.
Liingu hefir Logi reiður
lokið steypu þessa við;
ógna skjöldur bungubreiður
ber með sóma réttnefnið.”—
I. B, Bóason.