Heimskringla - 16.10.1902, Blaðsíða 2

Heimskringla - 16.10.1902, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 16 OKTÓBER 1&02. Beiiskringla. PUBLMHED BY Tbe Heimskringla News & Publishing Co. Verð blaðsins í GanadaogBandar t'2.00 um árið (fyrir fram borgað). Sent til íslands (fyrir fram borgað af kaupend- um blaðsins hér) $1.50. Peningar sendist i P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Odrer. Bankaávísanir á aðra banka ení Winnipeg að eins teknar með affðllum. K. I.. Itnldwinson, Editor tk Manager. Office : 219 McDermot Ave. P.o. BOX 1*8». / Islenzkan í œðsta veldi. Gleðiefni hlýtar það að vera fyrir landa vora hér vestra, og eins þá sem búa heima á íslandi, að ís- lenzk tunga er nú viðurkend sem eitt af aðal tungumálunum sem tðl- uð eru hér í fylkinu, og af stjórnar nefnd Manitoba University hér í Winnipeg tekin formlega inn á kensluskrá þess sem ein af aðal námsgi einum þess; ekki beint sem skyldunámsgrein, þvf að latinaer hið eina tungumál, sem er bein skyldu námsgiein á skólanum. Heldurerís lenzkan tekin þarsem kjörnámsgrein á sama hátt og gríska, þýzka og franska. Hver stúdent sem á há skólann gengur, or skyidur að læra latínu, og ásamt henni 2 af eftir- töldum tungumálum: grísku, frönsku, þýzku eða íslenzku. Með kenslu móð urmáls vors á háskólanum fylgir ogað sjálfsögðu nám fslenzkra bókmenta, og með þessu er trygging fengin fyr- ir því að hinn íslenzki þjóðflokkur í þessu landi með tungu hans og sögu og bókmenium getur ekki hoifið “eins og dropi 1 ejóinn” í framtfð- inni svo framarlcga sem fólk vort hér sýni nokkra viðleitni til þess að halda þjóðerni eínu lifandi hér vestra. með þeesari ákvörðun há skólans er íslenzkt þjóðerni heiðrað meira en áður hetír verið gert í Can- ada. Það er með þeesu gróðursett setn einn óafmáanlegur limur á há- skólastofnunum landsins, og með þeim ásetDÍngi að því skuii þar við- haldið I framtíðinni. Sá breyting fsl. kyrkjufél. um stefnu ísl. háskóla í Manitoba heflr endað með því að islenzkan heflr nú náð þeirri viðui kenningu að vera talin jafngild (fðium helzu útlendum tungumálum hér vestra. Enginn efi er á því að kyrkjufélagið hefir átt mestm þátt í að koma þessu í framkvæmd og á verðugar þakkir skildar fyrir það, Strax og nefnd kyrkjufélagsins sá að möguleikinn tii að korna á tót Í3lenzkum háskóla hér yestra var í svo mikilli efnalegri fjarlægð almennings, að ekki voru tiltöfc að eyða lengri tíma eða kröff- um í þá tiliaun, þá breytti nefndin stcfnu í málinu samkvæmt tillögnm ýmsra málsmetandi manna þannig að fá setta kensludeild f íslenzku við einhvern af College-skólum þessa bæjar. Wesley College háskólinn bauð bezt kjör og samdi við nefndina um ísl. kenslu þar á síðastl. vetri, sú tilraun tókst svo vel fyrir aðsókn fsl. nemenda að þeim ekóla, að háskóla ráðið helir nú gert mái vort að fastri námsgiein á kensiuskrá sinni. Lfk- legt má nú samt telja að þessu hefði ekki oiðið framgengt ef ekki hefði verið öfiug grundvallarskilyrði fyrir hendi, svo sem þau, að þýzkir fræði- menn, i-em mest og bezt skyn bera á íslenzka tungu og þýðingu hennar lyrir forna sögu og fræði, eru allir á eitt síttir um að ísl. nám sé nauð- synlegt til þess að geta nákvæmlega kynst lorn Norðurlartda bókmentum. Anriað atriði, sem sjálfsagt hefir átt stóran þátt í þessu, er það að Is- lendingat, sem búiiir eru að búa hér meii en fjórðung aldar, hafa með albi fVamkomu sinni sannfært hér- lei du þjóðina um að þeir væru ekk- e t. ú. hrak mannfélagsins, heldur þveit á móti væru gæddir góðum hætlleikuin, og þeir ísl. námsmenn, eem hér hafa gcngið á háskólana hafa levnst námhæfari en aðrir nem- e idurog vanalega hlotið hi verð- laun við prófln, alt þetta hefir aukið álit á þjóðflokknum í heild sinni og vakið eft'rlekt mcntamanna á hon um. Svo er og þess að gæta að vér erum orðnir allfjölmennir í Vestur Canada og að líkindi eru til að tala ísl. nemenda fari hér árlega vaxandi og þess vegna eigum vér fulla heimt ingu a því að ísienzkunni sé gert' eins hátt undir höfði eins og þjóð- málum annara útlendinga f landinu. Það var og vitanlegt að ísl. hafði verið tekin upp á kensbiskrá rikis- h'iskólans í Norður-Dakota, þar sem eru færri íslendingar en í Manitoba, og því lítil ástæða til að synja henni sætis með öðrum málum á skólum hér nyrðra. Prívat þankar. i Til eru þeir meðal íslendinga som hafa þá skoðun að Vestur-ísl. blfjðin séu miður áreiðanleg og að engu þeirra sé eiginlega trúandi. Að sá lesandi sem vill draga sann- út úr þeim, verði að lesa þau öll, og trúa svo engu þeirra nema að litlu leyti, en synda þannig millivegin að skapa sér bkoðun bygða á saman- burði missagna allra {>eirra, Þetta vitum vér að er almenna skoðunin þegar um pólitisk mál er að ræða, og það er einnig skoðun að því er snertir ýms önnur mál. Að vísu eru ritstjórar blaðanna ekki vændir þess að vera ósannsöglari menn en alment gerist, utan skrifstofu blað- anna, en því er haldið fram af sum- um að þegar þeir setjist þar á rök- stólinn þá sé það hlutverk þeirra að segja ósatt, að meira og minna leyti, í flestum málum er þeir geri að um talsefni, eða að haga svo orðum að almenningur aívega leiðist frá rétt- um skilningi málanna; en þessu er ekki f>annig varið. Rit3tjórarnir reyna yflrleitt til þess að segja það eitt sem þeir áiíta satt og rétt, og þegar þá greinir á um málin, þá er það af þvl að þeir geta ekki skoðað þau frá sama sjónarmiði án þess þar búi nokkur undirhyggja undir, eða svo skoðum vér að þessu sé varið. Hitt er annað mál að ritstjórarnir láta ótalað urn sum þau málefni sem þó væri einkar nauðsynlegt að ræða en sem reynsla er fengin fyrir að lesendur og kaupendur blaða þola ekki að séu rædd. Það er eitthvað það í eðli fslendinga sem gerir þ'i fráhverfa því að vilja hlusta á það, sem ábótavant er í fari þeirra og það þó þeir viti af því og kannist við það f prívat sam- tali, þáer þeim þó illa við að hreyft sé við því í blöðunum. Svo er og það stefna blaðanna að minnast sem minst eða helzt ekki á það sem oiðið g;æti til þess að hnekkja góðu áliti íslendinga hér í landi, og það skoð- um vér virðingarverða stefnu blað anna, hitt er annað mál hvort sú stefna miðar nokkuð til þess að afmá það í fari þjóðflokksins, sem þó ætti og þarf þaðan að hverfa hið allra bráðasta. Islenzku blöðin ganga nálega aldrei í berhögg við einstakl- inginn, en liérlendublöðin gera það daglega og enginn tekur til þess, það þykir bara sjálfsagt ‘‘að þess sé getið sem gert er.” Hérlendu blöð- in geta staðið við að haida þessari stefnu, að láta einstaklinginn sjá sig eins og aðrir sjá hann; en ef íslenzku blöðin ætluðu að gera það, þá mundi það verða bráður bani þeirra, því að hver einstakur kaupandi, sem höggv- ið væri of nærri — og hversu réttlát- lega sem það væri gert—mundi segja upp hlöðunura og fá einnig vini sína til að gera hið sama, sú heflr raun verjð að undanförnu og sú mun raun verða um nokkurn ókominn tíma. Það er kaupenda missirinn, sem blöðin fslenzku óttast og mega óttast; því fyrir kaupendafæðina mega þau ekkert missa. En hérlend blðð standa alt öðruvísi að vígi, kaup endamergðin er þar svo mikil að þau munar ekki um þó nokkrir skerist úr leik það eru altaf nógir sem koma f staðin. Svo er og þvf varið að enska þjóðin er uppalin við það frá blautu barnsbeini að gengið sé perónulega nálægt eiustaklingum I blöðum, þegar svo ræður við að horfa, og hún finnur ekki eins sárt til þess eins og Islendingar, en telur það bera sjálfsagt að þetta eigi svona að vera. íslendingar eru þar á móti uppaldir við það sem hér í landi nefnist blaðalegt ófrelsi og kunna því illa við að þola það sem hér- lendu blöðin daglega bjóða hérlend- um borgurum. Þetta þarf að lagast. Fólk vort verður að læra að þola það að sannleikinn sé sagður um það, eins þá þegar einhvers virðing er við það í veði, eins ogþegar hið mót setta á sér stað. Þá fá blöðin sfna sönnu þýðingu þegar þau vita sér fært að segja allan fannleikann án ótta um að verða fyrir það leidd á höggstokkiun. Peace River-héraðið. Á þessum tfma, þegar alt útlit er fyrir landþrengsli í Manitoba og Assinniboia innan fárra ára, nema fyrir þá, sem hafa nægileg efni til að kanpa bójarðir með slfeldlega hækkandi verði, þá er ekki úr vegi að beina athygli hraustra og fram- gjarnra íslendinga að landsvæði þvf í Canada, sem nú býður bezta fram- tíð, þeim er þangað flytja, af nokkru héraði sem vér þekkjum til; en það er Peace River-héraðið I Athabasca. Hra. E. Stewart, umsjönarmaður skóglendis f Canada, heflr nýlega feiðast um hérað þetta og gefið svo látandi lýsingu af þyí í samtali við fréttaritara “Free Press” hér f bæn um. “Ég fór frá Edmonton 100 mfl- nr norður til Athabasca Landing og þaðan með bát upp Athabascaána og eftir læsser Slave ánni upp að fjarri enda Lesser Slave vatnsins. Þar hefir Hudsonflóafélagið verzlunar- stöð. Þaðan fór ég 80 mílur norður þar til ég lenti í Peace River Land- lrig á Peace Kivc- árbakkanum. Ég hafði búist við að sjá fagurt land og ég sá líka mikið af ágætu akuryrkju landi þar nyrðra. Landið er ágætt um 35 til 40 mílur vegar norður frá Edmonton, en svo kemur 20—30 mílna breið spilda, þar sem land er léttara og nokkuð sendið; en verður aftur betra þegar dregur nær Atha- basca Landing, og mér var sagt að með fram veginum til Lesser Slave vatns, sem er vestar en leið mín lá, þá sé landið þar mjög ágætt og alt jafnt að gæðum. Ég sá að það var mjög gott með fram Lesser Slave-. ánni og Lesser Slave-vatninu og mér gaf'st ágætt tækifæri til að athuga landíð milli þessa vatns og Peace árinnar og sú landspilda öll var ó- brotið ágætisakuryrkjuland undir áhrifum hinna svo nefndu Chinook vinda. Vetrar eru þar ekki harðir og þar má sá snemma að vorinu og hveiti þroskast þar 2 vikum fyrr en í Edmonton héraðinu. Eítir öllum npplýsingum er ég fékk þar vestra, þá trúi ég að Grand Praiiie, suður frá Peace ánni og vestur af Smoky ánni, sé rétt nefnt “hin ágæta slétta.” Þar er hin fegursta landspilda, um 80 mílur á iengd og ef til vill eins breið. Land það heflr gnægð vatns og nokkur stöðuvötn og ágætan jarðveg, og þaðan sjást Klettafjöllin. Þessi spiida er talin ein af ágætustu hér- uðum vesturlandsins. Alskyns garðávextir, sem ég sá vaxa þar, vaxa einnig hjá Lesser Siave-vatni. Á prestsetrinu þá sá ég jarðepli af beztu tegund og þar heflr hlotið að vera stórmikil uppskera því þau voru vel sprottin og farið að neyta þeiria þann 9. Júlí; einnig sá ég water melons vaxa á katólska prests setrinu og presturinn sagði þær yxu þar vel. Svo sá ég og tobak, pump kins og lndian corn vaxa þar vestra. Þar er þakspóna- sögnnar- og mölun ar milla, og niður með Peace ánni hjá Fort Vermillion hefir H. B. fél. bygtmölunarmillu, sem lýst er með rafafli, sem getur malað 100 tunnur mjöls á dag. Þessi milla verður sett í hreyflngu innan lítils tíma, ef hún er ekki þegar byrjuð að mala. Poplar og Spruce eru helztu viðar- tegundirnar þar vestra, mest af hvítu poplar; það er stórgerður við- ur hæfur til sögunar; en tii sölu er spruce viðurinn talinn betri. Það er góð viðartegund og nægilega stór. af þessum við eru nægilegar birgðir bæði með fram ánum og við rætur Klettafjallanna. Mcst er af timbri fyrir norðan Saskatchewan ána, en þar eru og líka stórir landflákar al- veg skóglausir.” Þessi lýsing bendir á að þar vestra sé gnægð af góðu landi til á- búðar; svo er og vitanlegt að ýmis- konar málmar og salt, kol og o’fa eru þar víða. Yíirleitt heflr landið öli þau skilyrði, sem útheimtast til að gera það að ágætum bústað með beztu framtlðarhagjmuni fyiir hvern þann, sem kemur þangað í tíma, á meðan hægt er að velja úr landinu. Þess má ekki vænta að landar vorir flytji þangað í stórhópum um nokk urkomandi ár, en leiðinlegt væri að þeir létu alt það hérað ganga sér úr greipum, eins og þeir hafa geit með Edmonton héraðið, og víst má telja að ef nokkrir hraustir íslendingar flyttu þangað vestur með þeim á- setningi að setjast þar að, þá munu næstu 10 árin sanna að þeir hefðu stóran hag af þ í fyrirtæki. Þar er enn þá opinn og óhindraður akur fyrir alskyns framkvæmdir, og hygn- ir atorkumenn mundu á því tímabili ná þeirri fótfestu í landinu. sem gæfi þeim efni og áhrif er fram líða stundir. Kostnaður verkfalla. Alþýða manna hefir óljósa hug- mynd um það að verkföll séu kostn- aðarsöm og hafl yflrleitt illar afleið- ingar í för með sér, þó á hinn bóginn þeim fylgi vanalega sá hagnaður að kaup verkamanna fari stöðugt nokk- uð hækkandi, og sá hagnaður er al- þjóðlegur. Því að áhrifin eru ekki eingöngu þau að auka laun vinn endanna, heldur hefir það líka lífg- andi áhrif á iðnað og verzlun, því að þess hærri sem laun verkamanna eru, því meir verja þeir til almennra nauðsynja og lílsþæginda. Verka- deild Bandaríkjastjórnarinnar heflr nýlega geflð út einkar fróðlega skýrslu um tölu og kostnað verkfalla f Bandaríkjunum í síðastl 20 ár, síð an 1881. Á þessu tímabili hafa 22,793 verkföll orðið í Bandaríkjun um og hafa 6,105,694 verkfalls- menn tekið þátt í þeim. Af þess- um verkföllum, sem beinthafa verið gerð af verkamannafélögum, hafa 52% unnist og 13 per centendað með samkomulagi, sem hafði { för með sér aukinn hagnað fyrir verkamenn. Svo er reiknaðnr kostnaður þessara verkfalla, f vinnulaunatapi og tapi f ágóða á verzlan, og er sú upphæð ftilin als^lö mill. doll. Af þessari upphæð er talið að 305 mill. dollars sé verkalaunatap, og 141 mill. doll. sé tap vinnuveitenda, eða sem næst einn þriðji als tapsins Skýrslan tekur og það fram að kostnaður verk- falla sé í raun réttri miklu meiri en tölurnar sýni eða geti sýnt, vegna þess að ekki sé mögulegt að gera á- ætlun um það tap sem orsakist af þeirri óhægð bem almenningur líði við verkföllin, eða þeim aukakostn- aði sem almenningur verði fyrir í tilefni af vörubækkun meðan é verk- föllunum stendur 'og nokkru eftir þau, ásamt með verzlunardeyfð yflr leitt. Skýrslan sýnir að verkíöllin hafi f för með sér, ekki að eins aukið verð þess varnings sem hefir beint samband við þau, heldur einnig aukið verð á öðrum varningi, sem mögulegt sé að okra með í tilefni af verkföllunum, tíem dæmi upp á þessa staðliæfingu er þess getið að í tilefni af harðkolaverkfallinu séu einnig linkol tvöíöiduð í verðiá sum- um stöðum, án þess þó að laun námamanna í linkolanámunum séu hækkuð frá því sem var undir lægra verðinu. Og þetta er mögulegt af því að eftirspurnln eftir linkolum eyk*t að réttri tiltölu við ómöguleik ann að fá harðkol; og af þessu leiðir einnig aukið verð als eldsneytis og alþýða manna, jafnt ríkir sem fá- tækir, eru þannig undir okurfargi auðkýflnga meðan á verkföllunum stendur. í slfkum tilfellum er ekki mögulegt að meta þann skaða, sem öll þjóðin verður fyrir. Og það er aðallega þessi hlið málsins, sem al- þýa manna í f jarlægum héruðum frá sjálfum verkfallastöðvunum flnnur mjög svo alvarlega til. Eu þetta er sá skattur, sem þjóðirnar verða að gjalda fvrir reikningsjöfnuðinn, ef svo má nefna það, milli auðs og vinnu & vissum tímabilum. Þessi skattur er afar tilfinnaniegur og þess tilfinnanlegri sem hann verður þess meiri álrersla verður væntanlega lögð 4 það, af hagfræðingum þjóð anna, að komast að einhverjum sann- leika sem geti orðið grundvöllur til framtíðar samkomulags milJi auðs og erviðis. Þetta er sú ráðgráta sem margir hæfustu menn þjóðanna hafa rækiiega hugsað um á liðnum árum, og þótt enn þá sé hún ekki ráðin þá er ekki óbug3andi að úr henni verði leyst í framtíðinni. Þjóðeign virð- ist oss vera meðalið sern nær en nokkuð annað gæti ráðið bót á því sem nú veldur mestum ágreiningi milli vinnenda og verkveitenda og sem orsakar öll, eða vel fleit, verk föll nútfmans með þeirra skaðlegu afleiðingum fyrir almennings hags- muni. I ríkisráði svo heitir lítill bæklingur sem meist- ar'i Eiríkur Magnússon f Cambridge hefir samið og sent eitt eintak af til Heimskringlu. Bæklingur þessi er ritaður til að andmæla því ákvæði í hinni nýbreyttu stjórnarskrá Idands, sem alþingi hefir f sfðastl Júlímfin. samþykt í einu hljóði, að ráðgjafl fs- lands beri mál þess upp fyrir. kon- ungi í ríkisráði. Þetta segir Mr. Magnússon sé að “þau afskifti af athöfn löggjafarvalds og fram- kværndarvalds konungs og íslend- inga sem ríkisrfiðið hefir leyft sér að hafa frammi í algerðri laga óheim- ild hingað til, veitir þingið ráðinu rétt til að framkvæma héðan af eftir lögum gefnum út a f alþingi.” Þetta fikvæði frumvarpjins sem náði samþykt alþingis, telur Mr. Magnús son að vera “stjórnarskipunarlaga og landsréttindalega einbera lok leysu” og skorar hann því á Is lendinga að fella burtu úr frumvarp inu orðin: “í ríkisráði.” Aðal- brennipnnkturinn í bæklingi Eiríks er sá, að ráðgjafl íslands ætti að hafa rétt til að útkljá um hin sér- siöku málefni íslands við konung, án nokkurra afskifta frá hfilfu ríkis- rfiðsins danska. En með samþykt sfðasta þings telur hann Islendinga hafa kastað frá sér þeim réttindum vflr sérruálum sfnum, sem þeir hafa haft að undanförnu. Hann vill því láta næsta alþingi fella frumvarpið. Til Islands. Ástkæra eyjan mín kalda,ég ann þér þó sérta mér fjær, Þó brotui’ á þér brimþrungin alda, blómið þar fegursta grær, Vindarnir vestiænu flytja mín vinar orð Iiinstu til þín. þar blómin I sólbrekku sitja, og sjá hvernig mannlífið dvín. Þeir erfiljóð eftir mig syngja, og óma með sorgblöndnum róm. Um hjörtu, er höggormar stinga, og hrífa 4 burt vonanna blóm. Þeir kossinn minn fjólunni flytja, og líflinum strjúka um brá, er bnípin og bugsaadi sitja, og harmana hvort öðru tjá. Astkæra evjan mín kalda, auðnist þér framtíðin góð. Áfram og upp á við halda. Alvald- ur blessi þín jóð. R. J. Daviðson. 8PANISH FORK, UTHA, 12. Sept„ 1902. Herra ritstj. Hkr. Þar eð svo margir hafa ritað héðan um Islendingadagshalðið 2. Agúst, f>á held ég ekki úr vegi að ég sendi yður þessar fáu lfnur, J>ar sem sagan er ekki hálf sögð, og líka þar sem ég álít að málefnið snerti mig eins og aðra, f>ar sem ég hefi verið meira og minna við það riðinn að undanförnu. Eins og f>ér munið eftir, herra ritstj., var forstöðunefnd kosinn í vetur eins og vanalega en ekki í sumar, eins og segir í greinarstúf B. R. í Dagskrá og byrjar þar sag- an eins og hún hefir gengið; f f>á nefnd var kosinn E. H. Jonnson forseti, B. Rúnólfsson varaforseti, B. J. Johnson skrifari, B. B. Sveinsson féhirðir og 5 meðráða- menn, f>á strax tók forseti og nefnndin til starfa, f>ví hún hafði lög til að vinna eftir. Fólkið sam- f>ykti lög í 12 liðum og voru þau meðal annars þannig, að förstöðu- menn íslendingadagsins skyldu reyna af ítrnsta megni að safna saman nægum peningum á meðal landa, til að koma npp laglegu samkomuhúsi, sem skyldi vera al- menuingseign og bygt á hentug- ugum stað i bygð landa vorra. Þar eð nefndin hefir séð þess brýna nauðs/n, bæði fyrr og síðar í sam- bandi við Þjóðmenningardagshald- ið, og svo lestrarfélags samkomur og í einu orði að segja, fyrir alt það, sem gæti orðið til að glæða og viðhalda þjóðlffi Islendinga f fæssu bygðarlagi, f>ar sem vér erurn hör svona margir og ekkert samkomu- hús er til á meðal vor, nema íveru- hús, því ég fráskil þessa 2 helgi- dagshjalla, sem náttúrlega eru inn- vfgðir þessa heims höfðingja til dýrkunar, en ekki ]>jóðminningar {>arfa vorra. Nú, f>ar sem forstöðunefndin gerði þessa tilrami, og með bágum undirtektum meirihluta fólks var drepið, svo með þessu og ótal skrftlum, sem hér em algengar og alþektar f>eim, sem hér eiga heima og ekki er á pappfr . setjandi að {>essu siuni. Eftir að hafa heimsótt fólkið og komist, að hvað var vilji meiri hlutaus, f>á kallar forsétinn E. H. Johnson nefndina saman í þriðja sinni, og lugði hann þar málið formlega fyrir nefndina, og eftir að hún hafði rætt málið og afstöðu þess á marga vegu, þá kom þar að, að meiri hluti af nefndinni áleit betra að halda ekki Þjóðhátíð f ár, með sama fyrirkomulagi og að undanfömu, heldur að hvíla sig f ár og safna saman n/jum kröftum og meiri einingu en hefir átt sér stað að undanförnu. Þetta var af meirihlutanum sam|>ykt, en ekki af einum manni. Vér höfum allir í f>essu bygðarlagi verið fyrir 2. Ágúst að undanfömu og erum enn þá, en vér erum ekki skuldbundn- ir til að hafa daginn ár hvert, altaf á sama hátt, þvf getur enginn neit- að, að þeir sem að erviða í því að byggja laufskála hingað og þang- að á hverju ári, og margt óf>ægi- legt umstang og peningakostnaður sem að hátfðarhaldi voru hefir ver- ið samfara. Og svo þegar dagur- inn er liðinn* er ekkert til af vinnu eða peningum þeim, sem nefndin hefir tillagt og fólkið, sem munar talsverðu á ári hverju, og getur ekki lýst öðra en líkamlegri skammsýni, og œttum vér ekki að vera að glfma við svoleiðis ómynd f framtfðinni. Þetta, sem hér er talið, eru þær orsakir sem vér höfum til þess að hœtta við íslendingadaginn í ár. Þegar fólklð frétti að við ætluðum ekki að halda Þjóðhátfð, fór það hamföram og skoraði á varafor- seta B. R. að kalla almennan fund og kjósa nýja framkvæmdarnefnd, og varð hann fijótt við tilmælum þess, og var svo sent út fundarboð til allra og sóttu landar þann fund óvanalega vel. Sk/rði þar forseti B. R. fólkinu frá til hvers fundur- inn var o. s. frv. Herra E. H. Johnson skýrði þar fólkinu frá starfi nefndarinnar og sagði satt og rétt frá öllu, og gat enginn skynberandi maður haft neitt út á það að setja, Fólkið vildi reka E. H. Johnson frá for- setatigninni og kjósa nýjan forseta, til endurgjalds fyrir alla hans frammistöðu nú í undanfarin 5 ár og þar á ofan að hann er eini mað- urinn, sem kom í verk Islendinga- dags haldi hér hjá oss og auk f>ess hefir á liverju ári unnið vel tvöfalt verk á móti kverjum óðrum í nefndiuni og utan nefndar, bæði með peningum og öðru; og f einu orði sagt, þektist hér ekki ánnað félagslíf en eintóm kyrkja, og þá getið þér ímyndað yður hvernig f>að muni hafa verið. Þessi fund- ur varð til einskis, og var oss sagt að nokkrir af prestastéttinni og fleiri höfuðpaurar hafi tekið hönd- um saman og sent út leynifundar- boð, sem hér eru [>ó ekki algeng, en {>ar sem ég og fleiri voru ekki boðaðir á þá samkomu, þá get ég ekki sagtneitt af gerðum feirra, en gegn um sannorða og skynber- anði menn er oss sagt, að {>ar hafi liafi verið sett af stokkunum nefnd og urðu þar f vali sumir af f>eim, sem áður unnu að að salta daginn. John Einarsson hafði hlotið {>ar æðsta sæti, forsetasætið, og það næsta B. R. og R. Rúnólfsson skrif arf og féhirðir Ketill Eyjólfsson, og svo 5 meðráðamenn. Ekki hef- ir oss verið sagt, að John Hreins- son hafi verið kosinn fyrir forseta, eins og Dagskrá skýrir frá. Eg ætla ekki að ségja meira um þessar aðfarir núna nema f>að, að ég virti ekki þessa forstöðunefnd {>ess að sækja daginn og heldur ekki að

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.