Heimskringla - 16.10.1902, Blaðsíða 3

Heimskringla - 16.10.1902, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 16. OKTÓBER 1902. gefa neitt til hans, [>ar sem þessir höfðingjar fóru að flestu óformlega að athöfnum sfnum og undir eins ómannlega, sem frekast mátti af þeim herrum vænta.—Eg vona nú, herra ritstj., að þér sjáið hvemig i öllu félagslífinu liggur hér f Sion. Ég bið yður að misvirða ekki þó ég hafi verið nokkuð langorður um þetta, en alvanir fréttaritarar hefðu þurft að vera. Vonandi að þér Ijá- ið þessum línum rúm f Hkr. Bjarni J. Johnson. Sumarlaust ár—1816. Blaðið “Tellamook Herald,” gefið út í Tellamook, Oregon U. S. 18, Sept. síðastl., segir: “Einn af lesendum blaðsins “Washington Post’’ hefir sent því dagbók frá árunum 18 LG og 1817, sem sýnir að ekkert sumar var á Arinu 1816.” “Sólin virtist vera hitalaus og öll náttúran var sveipuð kuldahjúpi. fólkið var óttaslegið og taldi heims ■endir nálægan, og prestar fluttu ræður og bænir í f.llum kyrkjum, um tíðarfarið, og lærðir spekingar þeirra daga reyndu að gefa vísinalega giein fyrir þessari breytingu á eðlislög- málinu. Veturinn 1816 og 1817 var afarkaldur í Evrópu, en byrjaði talsvert hlýrri I Ameríku svo að hann gaf engan fyrirboða komandi árstíðar. Janúar var svo hlýr að eldar voru tii óþæginda í húsum manna en þó kom nokkurra daga kuldakast í Febrúar, annars var sá mánuður yfirleitt svo veðurblíður að •engum datt f hug að næ ta sumar mundi verða þjð kaldasta í minnum |»á elztu manna. Marz gekk í garð með ofsa kulda stormum, en hiýnnði nokkuð við enda mánaðarins. Apríl byrjaði með hlýju bjartviðii, en end aði með kulda, snjófalli og ísalögum ■og Maí, sem vanur er að vera hlýr og færa blóm og jurtir í sumarskrúða var afar frostharður svo að þau blóm og jurtir, sem áður höfðu sýnt Iffs mark frusu og skrælnuðu. Korn vara fraus og ónýttist á ökrunum, menn fóra að hugsa um að plægja og sá að nýju, en frostin hömluðu, íslagið varð \ þurnl. á þykt á öllum ökrum. Júní var mánuður fsa og oyðingar og frostmælirinn var jafn- an mörg stig fyrir neðan frostmark. Jafnvel f Suðurríkjunum var öllum tilraunum til sáninga hætt. Frost, ís og snjór voru daglegir atburðii allan mánuðinn yfir alt landið og all- ar tegundir jarðargróða eyðilögðust algerlega. 10 þuml þykkur sujór féll f Vermont ríkinu í Júní, 7 þuml. snjór f Maine og 3 þuml. snjór í Massaclmsetts og New York ríkjun- um. Júlfmánuði fylgdu einnig frost og ísar og 4 Júlí lá ís á öllum ám og vötnum alt suður að Virginia. Þann mánuð dó algerlega öll koinvara á ökrum landsins nema f allra syðstu ríkjunumum. og þar varð uppskeran lítil. Það var vonað að Ágúst mán- uður yrði nokkru hlýrri en undan- gengnir mánuðir. En þetta varð <ekki heldur, frostin meiri og ísalögin Thomas Black, 131 Bannatyne Ave. WINNIPEG MAN- Head quarters for Metallic Roofing Siding and Seiling Piates. Vér höfum alskyns birgðir af málm-srautskífum til að þekja loft og veggi húsa, atanoginnan. þykkri en áður höfðu þau orðið. Fréttir frá Evrópu sönnuðu að ástand ið var þar í mörgum stöðum eins og í Ameríku, og brezku blöðin sögðu það ár verða skiáð í söguna sem “sumarlausa firið.” Það liila korn sem óx í Suðurrfkjunum yar nálega eins mikils virði á markaðinum eins og jafnþyngd þess í gulli, og bænd- ur urðu að nota það korn sem vaxið hafði sumarið 1815 til útsæðis 1817. Útsæði var nálega ófáandi, og það sem fékst kostaði $5.00 bushelið Síðasti sumarmánurinn Var hlýr framan af, en frosthörkur miklvr þann 16. Ágúst neyddi fólk til að fara í vetrarföt sín. Október var allur kaldur svo að mælirinn steig sjaldan yfir 30 gráðu markið, og Nóvember var afskaplega kaldur. En Desember var, þó undarlegt viið íst, hlýasti mánuður ársins. Þetta sumarleysi orsakaði hækkun allrar vöru svo að hún komst í áður óheyrt verð. Það var ómögulegt að fá garðávexti fyrir nokkra þeninga. Mjöl seldist árið 1817 fyrir $13.00 tunnan, og algengt verð á því í Englandi var 97 shillings fyr hver 28 pund, eða 83c pundið." Sama ár var korntunnan 20 dali á Akureyri á íslandi. Hessian Fly í Manitoba. Akuryrkjdeildín f Ottawa biður Hkr. að birta eftirfylgjandi grein. Hessian Fly hefir á ný gert vart við sig í Manitoba og ollað skemdum á sutnum stöðum, einkan- lega hjá Wawanesa og Roundthwaite í Brandon héraðinu, og hjá Teesbank 0 g Stockton í Macdonald-sveit. Fluga þessi á unga tvisvar á firi í Ont- ario-fylki. Sfðsáning er bezta lækn- ingin ogþví var fylgt alment þar f fylkinu í fyrra og með bezta árangri. I Manitoba ungar þessi fluga út að eins einusinni á firi, af því að þar er að eins ein firleg hveitiuppskera. Dr. James Fletcher, skorkvikinda- f ræðingur Dominionstjórnatinnar, tel ur víst að Ilessianflugan haldi sig eingöngu á þeim stöðum í Manitoba sem hún getur lagt eggjum sínum á sumrin í strfistakka. Lækningin við þessu er einföld og sé henni fylgt þá þarf ekki þessi vargur að verða hveitibændum að tjóni. Flugan hefzt aðallega við yfir veturinn í “stubble” ökrum bænda þar semkven- flugan getur lagt eggjum sínum fi vorin þegar líf kemur í plöntuna. Sé stuble plægður á haustin eða brendur og stráið gefið gripum eða brent fiður en ungarnir skríða úr eggjunum á vorin, þá eyðist flugan við það. Þess vegna ættu bæudur að brenna alt strá sitt á haustin og einnig alt rusl frfi þreskivélum sfnum. verður því ekki neitað að hann hefir laglega upphæð afgangs til skemt- ana 0g lífsþæginda. Bústaður séra Bjama Þórarins- sonar er nú nr. 5547 Yong Street, D. W Fleury & Co. UPPBOÐSHALDARAR. «49 POBT-GK AVF, selur og kaopir Dýja og ga.nia hús- inuni og aflra hluti. einnig skiftir hús- munum við þá sem þess þurfa. Verzlar einniv með lönd. gripi og alskonar vörur. TELEPHONE 1457. — Oskar eftir viðskiftum Islendinga, Inntektir og útgjöld Breta. konungs. Edward Bretakonungur hefir 470 þúsund punda firlega Inntekt frfi ríkinu, sú upphæð er 85,000 pund meiri en goldin voru Victoriu drotn ingu á firi meðan hún lifði. En þess utan hettr konungur 60,000 punda árfega inntekt af Lancaster hertoga- dæminu, svo að hin opinbera ár- lega inntekt hans er £530,000, eða $2,650,000. Margur kann nú að ætla þessa upphæð fremur ríflega, þegar þess er gætt að hún er ætluð að eins til eins árs forða fyrir húshald konungs. En svo er þess að gæta að útgjöldin eru allmikil sem konungsstöðunni fylgja. Til dæmis má nefna að húshaldið kouunglega er í þremur deildum, það er að segja “Lord Steward,” “Lord Chamberlain” og “Master of the Horse”-deildirnar. Fyrstadeild- in kostar £29,000 á ári, og af þeirri upphæð eru £13,365 verkalaun. Önnur deildin kostar £59,000 á ári, og þriðja deildiu kostar £20,000. Allar þessar deildir kosta samtals £117,000. En þess ut^n eru um £150,000 fyrir almennan kostnað. við hús'naldið og þess utan eru £10,500 borguð til sendisveina konungs og er það talinn sérstakur kostnaður. Als er því húshalds kostnaðurinn sem næst $1.387,500, eða um helfing þesi fjár sem ríkið veitir konungi árlega, En samt Þeir eru aðlaðandi, Ég legg áherzlu á að gera brjóst sykurinn aðlaðandi, bœði í útliti og að gæðum, GÓMSŒTIR “CREAMS“ EFNISRÍKT “CHOCLATE. HOLLIR “TAFFIES“, HREINN “BRJÓSTSYKUR“. Selt f stór- eða smákaupum, í skrautkössum. Munið að sérhver moli er gerður af beztu tegundum og hreinasta efni. Takiðeinn kassa heim. Bezta brauð í borginni og ódýrt, H. J. BOYI>. 422 og 579 Main St. M. Howatt & Co., FA8TEIGN A8ALAR. PENINGAR LÁNAÐIR^ 205 Mclntyre Block, Winnipejj. Vér hötum mikid úrval af ódýrum lóðum í ýmsum hlutum bæjarins. Þrjátíu og átta lóðir í einni spildu á McMicken og Ness strætum, fáein á McMíllan stræti i Fort Rouge og nokk- ur fyrir norðan C. P. járnbrautina. Vér ráðleggjum þeim, sem ætla að kaupa að gera það strax, því verðið fer Stöðugt hækkandi. Vérhöfum einnig mikið af löndum bæði unnin og óunnin lönd um alt fylk- ið, sem vér getum selt með hvaða borg- unarmáta sem er; það er vert athug- unar. Vér lánum peninga þeim mönnum em vilja byggja sín hús sjálfir. M. Howatt & Co. “Flor de Albani.” NÝIR VINDLAR. Vel tilbúnir, ljúfir og heilsusfyrkj- andi, úr Havanblöðuui og Sumatra- umbúðum.—Allir vel þektir kaup- menn hafa þá til sölu. Prófið þessa ágætu vindla. WESTERN CIGAR FACTORY Thoa. l.ee, eigandi. WXJST 2STX Gh. flANITOBA. Kynnið yðnr kosti þess áður en þér ákveðið að taka yður bólfestn annarstaðar. íbúatalan i Manitoba er nú................................. 260.000 Tala bænda í Manitoba er.....................................35,000 Hveitiuppskeran í Manitoba 1889 var bushels.............. 7.201,519 “ “ “ 1894 “ “ ............ 17,172.888 “ ‘ “ 1899 “ “ . ...........2'i ,922,280 Tala búpenings i Manitoba er nú: Hestar.................. 1C2.7O0 Nautgripir............. 280 075 Sauðfé.................... 35.000 Svín...................... 70.000 Afurðir af kúabúum í Macitoha 1899 voru................... $470,559 Tilkostnaður við byggingar bænda í Manitoba 1899 var..... $1,402,800 Framfðrin i Manitoba er auðsæ at fólksfjðlguninni, af aubntm afurðum lanasins.af auknum járnbrautum, af fjölgun skólanna, af va 1- andi verzlun, af vexti borga og bæja, og af vaxaadi velliðan almennings. í siðastliðin 20 ár hefír ræktað land aukist úr ekrum........... 50 000 Upp í ekrur................................ .................. 2,500 000 og þó er siðastnefnd tala að eins einn tíundi hluti af ræktanlegu landi í fylkinu . Manitoba er hentugt svæði til aðseturs fyrir innflyténdur, þar er enn þá mesta gnægðaf ágætum ókeypis heimilisréttarlöndum og mörg uppvaxandi blómleg þorp og bæir, þar sem gott er til atvinnu fyrir karla og konur. t Manitoba eru figætir frískólarfyrir æskulýðinn. f Manitoba eru mikil og fisksælveiðivötn sem aldrei bregðast. í bæjunum Winnipeg, Brandon, Selkirk og fleiri bæjnm mun nú vera vfir 5,000 tslendingar. og í sjö aðal-nýlendum þeirra í Manitoba, eru rúmlega aðrar 5,000 manna. Þpss utan eru í Norðvesturhéruðunum og British Columbia um 2,000 fslendingar. t Yfir ÍO milllonár ekrur af landi i nanitoha. sem enn Þ* hafa ekki verið ræktaðar, eru til sölu, og kosta frá $2.50 til $6.00 hver ekra, eftir gæðum. Þetta land fæst með vægum kaupskilmalum. Þjóðeignarlönd f öllum pörtum fylkisins, og járnbrautarlönd mefl fram Manitoba og North iÝestern járnbrautinni eru til sölu. Skrifið eftir nýustu upplýsingum, kortum o. 8. frv. alt ókeypis, tii HON. R. P KOBLIIV Minister of Agriculture and Immigration, WINNIPEÖ, MANITOBA. Eða til: Josieph B. Skaptason, innflutninga og landnáms umboðsmaður. Hefurðu gull-úr, gimsteinshring, gleraugu eða brjóstnál ? Thordnr Johnson Si95i llain St, hafir fulla búð af alskyns gull og silfur varnivigi. og selur þaðmeð lægra verði en að. ir. Hreinsar úr fyrir $1,00 og gefur eino árs ábyrgð. Komið, sjáið, skoðið og sannfær- ist. Staðurin er: 2954 111AIIV STREET- Thordur Johnson. Bonner & Hartley, Lögfræðingar og landskjalasemjarar 494 Jlnin 8t, -- - Winnipeg. R. A. BONNBR. T. L. HARTLBV. (Janadiiiu facific [^ailway Fljotusta og skemtilegusta Ieidi AUSTUR^ VESTUR TORONTO, MOTREAL, VACOUVER, SEATTLE. CALIFOIíMA KÍNA. 0g til hvers annarfstaðar á hnettinum sem vera vill. Allar upplýsingar fást hjá Wm. STITT C. E. McHPERSON aðstoðar uinboðs- aðal umboðsmaður maður farþega farþegalestanna. lestanna. WINNIPEG. 252 Mr. Potter frá Texas og óþokanlegur að járnbrautarfélögin gætu ekki keypthann.og semsýslum. er hann svo duglegur, að enginn verður hengdur án dóms og laga, og það er tneira en smáræði í Texas”. Þessu síð- ustu orð mælti Ida svo heimkyanilega, að bug- myndin um réttvísina iTexas kom Arthur til að lita upp hissa. Eftir stutta þögn hélt hún áfram: “Allir segja að ég hafi andlitsfall og—jæja þá—”, hún roðnaði—, “og vöxt frá móður minni, en ég held að ég hafi hjartað frá föður minum. sem hefir fóstrað mig með eigin höndum og hefir ver- ið mér bæði móðir og faðir—þessa munaðarleys’ ingja—eins og hann er vanur að nefna mig”. Hún gat ekki sagt meira lof um föður sinn því í þessu heyrði hún rödd hans koma út um opna gluggann á kaffistofunni. Það skrjáfaði f gilkinu ogþautí klæðunum, þegar Ida þaut frá Arthnr inn í hótelið, og með gleðiróm, gleöitár- um og sætum kossi.og sem gyðjanhægverskaféll hún í faðm þessa sólbrenda manns, sem ör og lffsbarátta einkendu, semuppgjafa hefmann af slóttunum 1 Ameríku. Hann þrýsti henni að hjarta sór, að því hjarta, sem að eins barðist fyrir hana. Lýsing af slikum fundi er ómögu- leg. Arthur hélt að návera sin hefði ekkert að þýða við fundi þeirra feðganna, og stóð því út á stræti á meðan þau fr.ndust inn i höllinni og var að hugsa um auðlðgð tilvonandi tengdaföður sins. En hugsanir hans um það urðn ekki lang- gæðar, því lafði Sarah Annerley og Errol komu iil hans. Hann hugði á þaueins og ekkert væri Mr. Potter frá Texas 253 um að vera. Svo datt honum alt í einu i hug, og mælri við sjalfan sig: “Hver skollinn. Þessifrú elskar Errol. eða það litur svo út. Mér þykir vænt um að Ethel er ekki hér nú til að sjá það. Undarlegt er að ég hefi ekki tekið eftir þessu fyrri”. Meðan þau voru í Venice, og á ferðinni um Frakkland, þá tóku þau Arthur, Ida, Karl og Ethel ekki eftir nokkru, því þau bjaggu að sin- um eigin ástardraumum, og unaðsstundum, Og veittu öðrumekki eftirtekt, Það var því auð- velt fyrirlafði Sarah Annerley að dylja tilfinn- ingar sinar fyrir þeim. En enjin nema hún vissi þær harmkvælastundir, sem hún hafði lifað marga nóttí svefnherbergi sínu þenna tiraa, og þeðeintal sem hún átti við sjálfa sig. Hún gat dulið það alt á bak við sjálfstraust. Hún hafði mál að segja Errol og tala um við hann og því höfðu þauekki farið beina leið inn í hótelið Það var síðasti timi að tala við hann þarna og hún vissi að það var lika siðasta tækifæri fynr sig að inna skyldur sínar af hendi við hann. Ef hún segði honum ekki þarna hvers vegna að hún hefði farið til Egyptalands að leita nð honum, þá mundi hún aldrei geta það. Aldrei mundi hún voga sér að játa þann sannleika fyrir honum. Þegar hún var að hugsa um þetta, gaf hann henni tækifæri, að sefa hugarkvalir sínar. Það lá undurvel á honum, erhann mælti: “Kæra lafði Sarah”, sagði hann; “ég hefi oft verið i vandræðum yfir því, hvernig ég ætti að fulllauna þér umönnun bína að aðhjúkrun og líf- gjöf”. 256 Mr. Potter frá Texas “Á hún?” hugsaði lafði Sarah Annerley. Ég vildi ekki skifta við hana, Hún gerði sig eins blíða og ástúðlega eins og henni var frektast unt, og beitti bæði viti og mentun sinni til að hafa áhrif á Ástralíumanninn. Hann undi sér lika vel með henni, þótt hann vissi af kærust- unni á eftir sér með Van Cott. En Ethel sá hvað um var að vera, og nú í fyrsta skifti var hún afbrýðis3öm. Það dró heldur ekki úr hræðslunni, að Van Cott var að þvaðra ýmislegt, þvi hann var bál- vondur út af því, að Arthur hafði tekið Idu frá honum á þilfarinu. “Einmitt þegar henni var farið að þykja vænt um mig; svei mér þá ef það var ekki”. Hann var reiðubúinn að hefna þessa óréttar á systir Arthurs, og notaði *þvi öil meðöl til að erta hana og storka henni. “Ó, er hún ekki alveg sjóðandi vitlaus eftir honum”, hvislaði hann að Ethel. “Sjáðu; þarna færðu að sjá það með eigin augum, Ég hefi afdrei vitað það, að frúin hefði svona töfrandi björt augu fyrri. Hún breytti ótuktarlega við mig. Ég vona hún verði auðsveipari við hann, Hver ólukkinn! Síðasta ævintýrið hennar bitur höfuðið af öllum hiuum, Heldurðu það ekki, ungfrú Ethel?” “Þú heldur að hún elski hann?” spurði hún með andköfum og i svo aumkunurverðu ástandi, að ef Van Cott hefði átt tilfinningu til, þá hefði honum brugðið. “Það veit ég fyrir víst, Ég legg heiður minn við, að ég er viss um það”. Mr Potter frá Texas 249 drambsamir fyrir okknr sjálfir. Ég elska og virði föður minn. Ég tengist engri ætt eða fólki, sem ekki gerir það sama. Hann er sá trúverðasti maður á jörðinni”. Elskan logaði úraugura þessarar fögru stúlku, þegar hún tal- aði máli föðnr sins, þótt hann væri ómeutaður maður. Ákafi hennar hafði áhrif á Arthur, Hann flytti sér því að segja: “Ég veit það fyrir víst að faðir minn er svo göfugur maður, að hann virðir föður þinn, ungfrú Potter". Síðan hneigði hann síg, sem fyrir hertogafrú. "Faðir minn skal biðja föður þinn á morgun um þig mér til handa. Hvað ætlarðu þá að gera í málinu. þeg- ar faðii þinn hefir gefið honum sambykki sitt?” Hún hneigði höfuðið, hugsaði sig ofurlitla stund og mælti: “Þú getur beðið eftir svari minu þangað til það er búið”. “Áégaðbiða, þangað til ég veit alt um svör föður þíns. Eg er búinn að heyra hann tala og veit svar hans”, 1 ‘Með málróm föður mins í eyrunum biður þú mín þér til konu. “Þú mátt kyssa mig strax. ef þú vilt”. Um leið og hún hrópaði þessi orð, fleygði hún sér í fangið á Arthur, og kysti hann mjög innilega. Það er óvíst hvort hann hefði ekki alveg gleymt þvi að komast í land, ef ekki hefði þrumand; rödd greujað; “Allir í land”. Þau flýttu sér upp stigann og fram að skip- stiganum, Og aldrei hefir sælari persóna eða ástúðlegri, stigið út bát á land, en Ida Potter. Og það var ekki einasta að Arthur starð i hug-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.