Heimskringla - 05.02.1903, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 5. FEBRÚAR 1903
PUBLISHBD BY
The Heimskringla N'ews 4 Pabiishing Co.
Verð blaðsins í Canada og Bandar $2.00
dih árið (fyrir fram borgað). Sent til
íslands (fyrir frana borgað af kanpend-
um blaðsins hér) $1.50.
Peningar sendist i P. O. Money Order
Registered Letter eða Express Money
Odrer. Bankaávísanir á aðrabanka en i
Winnipeg að eins teknar með afföllum.
K. I/. Baidwinson,
Editor & Manager.
Office : 219 MoDermot Ave.
P o. BOX
Treason.
Landráð lieitir f>að á íslenzku.
Landráð er sá glæpur, sem talinn
er að yfirgnæfa alla aðra glœpi
meðal siðaðra f>jóða. Flestir hafa
heyrt talað um landráð og hafa <5-
ljósa hugmynd um þýðingu orðs-
ins, en lengra nær sú þekking ekki.
Þess vegna setjuin vér Tiór stutt-
lega fram setta sfigu málsins og
þýðingu orðsins “Treason”, svo að
landar vorir geti framvegis betur
áttað sig á f>ví hvað landráð eru í
augum laganna.
Það var fyrst á díigum Alfreds
Englakonungs, að mótþrói mót
veldi og stjórn konungs var skoð-
uð varhugaverð breytni, og ósam-
boðin framkomu góðra borgara.
En það var ekki fyr en á dögum
Játvarðar III. Englakonungs, að
landráð voru skoðuð sem sérstök
tegund stórglæpa. Hin lagalega
skýring þessa glæps er sú sama í
lögum f dag eins og liftn var rituð
á frönsku á þeim dögum, og sam-
kvæmt f>vf er borgari eins lands
talinn sekur, sem landráðamaður
“þegftr hann í huga sfnum bruggar
dauða vors herra, konungsins, eða
drottningar hans eða elsta sonar
þeirra, ríkiserfingjans, eða ef hann
hefur stríð á hendur konunginum
og ríki hans, eða hefir félagsleg
samtök með óvinum konungsins í
rfki hans, veitandi þeim aðstoð og
huggun í rfkinu eða annarstaðar,
og með þvf örfa þá til opinberra
verkana á móti “{>jóð sinni og rfki”.
Þetta voru landr&ð á 14. öldinni og
þetta eru landráð nú á dögum eins
og þá, Ætíð sfðan lögin ákváðu
þetta að vera stórglæp, “High
Treason”, • þá hefir hegningin við
honum verið lfflát. A fyrri dögum
. var það lfflát framið á ýmsan mjög
hryllilegan hátt, svo sem með f>ví
að skera limina af mönnum eða
með þvf að rista. f>á á kvið, eða að
afhöfða |>á, eða að brenna f>á á l>áli.
Konur sættu sömu dómum og
karlar. Það eru ekki liðin meir en
70 ár sfðan kona var brend á báli
fyrir landráð, og fyrir minna en
tvö hundruð árum voru konur rist-
ar á kvið eða aflimaðar fyrir slfka
glæpi. Þessi voðalega hegning var
rðttlætt með þvf að sjálfur kon-
ungurlnn væri persónulega bezt
vemdaður með þvf að gera hegn-
inguna sem grimdarlegasta og ótta-
legasta, og í öðmlagi vegna þess
að þessi glæpur væri algerlega sér-
stakrar tegundar f f>vl að hann 1/ti
að því að ónýta alla þjóðarlöggjöf-
ina. Þess vegna var það, að
bmgga dauða konungsins og eyði-
ing ríkisins talin sjálfsögð dauða-
sfik. Með f>ví lfka að á þeim dög-
um voru það jafnan f>eir. sem
landráð frömdu, sem sjálfir hugðu
að komast. til valda ef þeir gátu
ollað dauða konungs. Það var tal-
ið áreiðanlegt að ef nokkrum land-
ráðamanni væri lff gefið, þá mundi
þjóðin brátt hætta að lfta á glæp-
inn sem glæp, og valdgjarnir menn
mundu telja sjálfsagt að fremja
landráð hvenær se.m þá lysti. Sfðar,
á dögum Henry VIII, voru það
talin larulráð. ef einhver neitaði að
kveða upp álit sitt um það hver,
við dauða eins konnngs, ætti að
verða næstf konungur; og eins ef
maður varðist [>vf að vera hand-
tekin af lögreglunni fyrir einhverja
ákæru (>g jafnvel ef maður lét f
ljós óánægju sfna með stjómarfyr-
irkomulag landsins. En þetta
þröngsýni varð br&tt að rýma fyrir
frjálslegri skoðun alþýðunnar.
Allir sáu að óánægja ineð stjómar-
far í landi var ekki sprottið af hatri
til þjóðarinnar, heldur eins vel
eða fremur af ást til liennar og
umhyggju fyrir þvf að hun mætti
bfta við sem frjálslegust lög, sem
svo miðuðu til að gera hana sem
ánægðasta með land sitt, og alt á-
sigkomulag f [>vf. Nft er þvi land-
ráðasökin eingöngu sú. sem að
framan er getið að sé f lagaákvæð-
um Brera, að hefja strfð mót rík-
inu, eða að vinna að því að eyði-
leggja stjómarvald ríkisins eða að
vinna að [>ví að fá konunginn eða
hans fjölskyldu ráðin af dögum.eða
að eggja og örfa með orðum eða
verkum, félag þeirra manna, sem
þektir eru að því að vilja koll-
varpa landsstjóm og lögum rfkis-
ins, I þessu landi sem svo
margt er af útlendinguin frá öllum
álfum heimsins, og á meðan verið
er að steypa eina sameiginlega og
samhuga þjóðarheild úr þessum
ýmsu efnum, þá virðist nauðsyn-
legt að beina athygli borgaranna
að lögum eins og þessum, svo að
þeir skilji hvers ríkið væntir af
[>eim.
Styrkveitingarmálið
Ekkert þjóðmál hefir verið
eins mikið rætt f öllum blöðum
þessa lands f síðustu nokkrar vik-
ur, eins og styrkveitingarmálið til
Grand Tmnk Trans Canada braut-
arinnar, sem f orði er að bygð verði
í nálægri framtíð alt vestur að
Kyrrahafi. Grand Tmnk brautar-
félagið er elsta járnbrautafélagið f
Canada, og ef til vill llka auðug-
asta félagið. Brautir þess liggja
víðsvegar um Quebec og Ontario
fylki og í Bandaríkjunum, alt inn
í [Chicagoborg. En aldrei hefir
[>að litið við Manitoba eða Norð-
vesturlandinu fyrr en nú, að það
hefiropnað augun fyrir því, að hér
sé framtíðarland auðugt af málm-
um, timbri, fiski og alskyns jarðar-
gróða. Það er [>egar sannað svo
að enginn mælir lengur móti því,
að í Manitoba og Norðvesturhér-
uðunum f Canada er betra hveiti-
ræktarland, heldur en f nokkrum
öðrum þektum bletti á jarðrfki, að
hver ekra lands gefur h«'r af sér að
jafnaði fleiri bush. hveitis af ekm
og af betri tegund, heldur en nokk-
urt annað þekt kornræktarliörað.
Þetta er ljóst, ekki að eins þeim.
sem nokkra þekkingu hafa á kom-
ræktarhémðum heimsins oglesið
hafa samróma vottorð frá yfir 100
hveitim'ilunarmylnu eigehdum á
Bretlandi, sein segja að þeir noti
Manitobahveiti að eins til þess að
blarida og bæta hveiti frá öðrum
löndum, svo [>að seljist með hærra
verði á markaðinum. Þetta meðal
annars veldur [>vf, að innflutningur
inn f land þetta -og eftirsókn eftir
landi hér fer svo óðfluga vaxandi,
að það getur ekki verið um nema
nokkura ára tfma að ræða [>ar til
land þetta er orðið upp bygt. Eig-
endur Grand Trunk brautarinnar
hafa opnað augun, eins og aðrir
upplýsir menn, fyrir þessum sann
leika, og þess vegna hefir félagið
ákveðið að byggja, eða öllu heldur
að lengja braut sfna áfram vestur
alla leið til Kyrrahafs. Samkvæmt
gamalli siðvenju biðja þeir rfkis-
þingið um fjárstyrk til þessa fyrir-
tækis, og það er málið, sem valdið
hefir þeim blaða umræðum, sem að
framan er getið. Frá felagsins
hálíu er því haldið fram, að Grand
Trunk félagið eigi sömu siðferðis-
heimtlng á styrk til þessa fyrirtæk-
is eins og þau féiög, sem að undan-
förnu hafa fengið styrk til brauta-
bygginga f vestur-Canada, og það
>ví fremur, sem f>að býst við að
leggja þessa braut sína um óbygt
land, nálega alla leið norðan við
alla núverandi hvftra manna bygð,
svo sem norðan við alt Winnipeg-
vatn og þar vestur.
En blöðin og einstakir menn
sem látið hafa til sfn heyra um
ætta, segja hiklausf að rfkið ætti
engan styrk að veita til þessarar
brautarlagningar, af þvf, 1.: að eng
inn flokkur manna f ríkinu hafi
beðið um framlenging brautarinn-
ar vestur, heldur sé það uppátæki
sjálfra brautareigendanna, gert að
eins f því skyni, að ná nokkrum
millfónum úr ríkissjóði f sfna eign.
2. að engin þörf sé að svo stöddu á
brant f þeim bluta ríkisins, sem
íún er ákveðin að leggjast um, þvf
að þar sé enn þá engin bygð og
engir atvinnuvegir. 3. Sá hluti
vesturlandsins, sem nú er bygður
bændum, hjarðmönnuin, málm-
grafendnm og öðrum framleiðend-
um, sé svo vel settur með sfvax-
andi jámbrautum og jámbrauta-
greinum, að það nægi þeim parti
landsins í bráðina. 4, að sá hluti
ríkisins, sem nft er bygður, liafi
ekkert gagn, beinlfnis eða óbeinlín
is, af framlenging Grand Trunk
brautarinnar á þeim stað, sem
lagning hennar er fyrixhuguð, og
5., að rfkið sé nú sannað að vera
svo frjófsamt og náttftruauðugt að
það sé ekki lengur nein sanngjöm
ástæða til þess að rfkið styrki slíkt
fyrirtæki. Það er bent á að alt
öðru máli hafi verið að gegna þeg-
ar rfkið var á fyrri dögum lftt þekt
og þunnskipað landnemum og
framleiðsla öll í bernsku og alls ó-
viss. þá hafi verið nauðsynlegt að
styrkja brautafélög með fjárfram-
lögum og öðram hlunnindum og hafi
[>að verið gert til [>ess að byggja
upp landið og gera það aðgengi-
legt fyrir landnema og auðmenn
að leggja efni sfn í framleiðslu-
stofnanir. Slfk styrkveiting hafi
verið innstæðufé lagt til eflingar
landinu; en nú sé komið að [>eim
tíma að þjóðinni beri að fara Jið fá
arð af þvf fé á þann hátt að stofn-
unum sé nú komið á fót og járn-
brautir bygðar og landið bygt upj>
á annan hátt, án frekari styrkveit-
inga af opinbera fé. Ottawastj.
hefir látið þess getið að Grand
Trunk félagið fái enga landveiting
f>ó }>að byggi braut sfna vestur. En
sennilegt f>ykir f>að sanit að rfkið
veiti því einhvem fjárstyrk, en
ekki verður með vissu neitt um
það sagt hve mikill sá styrkur
verður; enda ekki fullkomlega af-
ráðið hvar brautin á að leggjast.
Almenningsálitið er sterklega með
þvf að YesturCanada sé nú komið á
[>að framfaraskeið að járnbrautar-
félög muni hér eftir vera fús til að
byggja brautir hér um landið án
nokkurs stjórnarstyrks, og f-að má
fullyrða að framfarir landsins haldi
stöðugt áfram hér eftir, þó ríkis og
fylkjastjómir taki algerlega fyrir
allar beinar peninga- eða land-
styrksveit.ingar til brautafélaga.
Þau munu fús að byggja brautir
sinar eingöngu vegna þ'ess að það
borgar sig fyrir þau að gera [>að,
eftir þvf betur, sem fólksfjöldinn
eykst í landinu.
Harvard háskóla bréf.
(Niður!.).
í Cambridge, eins og ég hef
þegar sagt, eru margir skerntii arð-
ar og “parks”, en flestir eru þeir
vestur ftr bænum og liggja upp til
hæðanna, sem hér eru tyrir vestan;
einn er þó hér inn í miðjum bæn-
um rétt undan háskólanum, í
honum stendur rninnisvarði um þá,
sem féllu í þrælastríðiuu og voru
héðan ftr bænum; en hvorki er þessi
garður stór eða tilkomumikill. Hér
6t með Charles ánni er þó garður,
sem tekur öðrum fram í báðum bæj-
unum, það er garður hinna dauðu,
eða “Mt. Auburn Cemetary,” sem
hann er nefndui. I þessum garði
hvíla þeir LoDgfellow, Lowell,
Holmes og Aggazis, auk fjölda ann-
ara, sem eru höfundar þess bezta, er
Bandaríkin eiga.
Grafreilur þessi er lagður eins
og bær í smá ferhyrninga með stræt-
um á milli. Grafirnar eru nftrner-
aðar eftir strætunum svo hægt er að
vita hvar hver á heima. Longfellow
hvflir nft á Indian Ridge en ekki man
ég hvaða nftmer og hef ég þó komið
að gröflnni. Skamt þaðan á öðru stræti
eru þeir aðrir samverkamenn hans
og hvílast allir eftir dagsverkið. f
æssum grafreit, eða ekkí alllangt
frá honum, er álitið að nokkrir lard-
ar vorir hvíli, er komu hingað til
lands í kringum árið 1,000. Maður
að nafni E. N. Korsford, er var um
langan tíma piofessor í efnafræði hér
við háskólann, en er nft fyrir stuttu
látinn, hefir gert miklar rannsóknir
á þessu svæði og áleit hann að hann
hefði fundið tóftabrotin af hftsum
Leifs og þeirra félaga. Hann heflr
ritað margar bækur ura þessar rann-
sóknir sínar og gert samanburð við
fornsögurnar, og segir hann svæðið
milli Cambridge og Watertown sé
þar, sem bjrgð Islendinga hafi stað-
ið. Þessa staðhæflngu sína byggir
hann 1. á rannsóknum sínum, sem
beri að öllu saman við sögurnar, 2.
landjuppdráttum þeim, sem gerðir
voru um og nokkru eítir 1,500, 3. á
lengd dags og nætur, er sögurnar
segja að verið hati f Vínlandi þi
skemstur var dagur. Styztur sól
argangur er hér rftmir 9 tímar og
eltir því sem sagt er frá að meiri
væru jafndægri á Vínlandi en bæði á
íslandi eða á Grænlandi, því sól
hefði náð dagmálastað og eykturn þá
skemstur var dagur, og eftir því
sem Snorri Sturluson segir fiá um
eyktamálin íslenzku, að á fyrsta
vetrardag hafi sól sezt f eyktastað f
Reykholti, (eða eftir því, sem síðar
hefir yerið talið kl. 4.30), þá segir
Korsford að enginn vafi sé lengur
með afstöðu Vínlands, því eftir þess-
um tímareikningi sé auðvelt að
finna hvar þeir Leifur og hans menn
hafl verið veturinn er þeir voru í
Vínlandi, enda bendi lýsing landsins
í sögunuru á þennan stað. og engan
annan. Allir þeir uppdrættir, er
gerðir voru yfir það, sem nú er Ný-
Englansiíkin, á 16. öldinní, kölluðu
svæðið umeverfis Boston Norarnbega,
sem Kojsfo -d segir að sé bögumæli
fyrir Norvega, og færi það heim
sanninn um að öll Evrópa hafi vítað
um Norðinenn og landnám þeirra
hér. Korsfoid heldur því fram að
hér hafi veiið stór íslenzk bygð og
þeir hafl kallað plássið Norvega.
Hann álítur að öll grænlenzkabygðin
hifl flutt sig hingað, og því til sönn-
unar segir hann að þeir, sem fyrst
komu hingað af Englendingum og
Spinverjum hafi orðið varir við
hvíta inenn hér fyrir í landinu, er
hafi tekið Indíánum fram í öllu o. s.
fry. Eg hef ekki tfma til að tína
alt það til, sem Korsford færir fram,
sem sannanir fyrir máli sínu, en það
var fyrir hans meðmælí og drjág
fjárframlög að Leifsmyndastyttan
var sett upp í Boston, og svæði það,
sern hann áleit að hús Leifs hefði
staðið var umgirt og þar lögð stein-
tafla, sem grafið er á: “Hér reisti
fyrst Leiíur Eiríksson hfts sitt árið
1002”. Það var einnig Korsford að
þakka að stórt landfiæmi hér fyrir
vestan, þar sein hann sagði að Nor-
umbega þorpið liefði verið var gert
að almenningseign og k.allað “Nor-
umbega Park”. Aðalbækurnar, sem
Korsford hefir skrifað um þetta eíni
eru: “The Landfall of Leif Eríks
son” og “The Defences of Norum-
bega”. Og það mun einnig hafa
verið dóttir Korsfords, sem kona
óseps Skapasonar kendi íslenzku nú
fyrir nokkrum árum siðan, og sem
ferðaðist með henni um Danmörk,
Skandinaviu og ísland.
Það þýðir ekki að íara að lýsa
háskólanum hér, þars það heflr alla-
reiðu verið gert af manni, sem öðr-
um fremur var tjl þess fallinn Þó
er ein deild hans, sem ég mætti
kannske minnast á í fáum orðum,
nefnilega tungumáladeildin ger-
manska. I þessari deild er mál vort,
íslenzkan kend, samhliða íorn sax-
nesku og forn Há-þýzku. Oll þessi
mál eru álitin töluvert ervíð en þó
áríðandi fyrir þá, sem vilja kynna
sér siðmenningarsögu germönsku
þjóðanna, enda tilheyra þau öll efsta
bskk háskólans, “The Graduate
School”. íslenzkan vard innleidd
hér sem kenslugrein nft fyrir eitt-
hvað 15 árum siðan, og var fyrsti
kennarinn í henni Dr. Bierworth,
sem nú kennir forn-saxnesku. Árið
1898 tók sá við íslenzkunni sem úft
kennir bæði hana og norskuna, Dr.
Scbofield. Hann er Englendingur
að ætt, en las íslenzku og norsku við
h iskólana í Khöfn og Kristianiu. í
sambandi við germanska bókasafnið
er stórt og vandað íslenzkt bóka-
safn og sagði Dr. Schofield mér að
$400 á ári væri varið til íslenzkra
bókakaupa og rita er snertu ísland
eða íslenzkar bókmentir. Tilsögn f
íslenzku er veitt hér annaðhvort ár,
líkt og í hinum öðrum germönsku
fornmálunum, og geta þeir sem vilja
og í öðru hafa fullnægt kröfum
“Graduate” skólans, valið íslenzku
ekki eingöngu sem grein, er þeir
veiða að taka umfram það, sem ann-
ars er ákveðið, heldur sem sitt aðal
“stftdium”. Af þessu má sjá að ís-
lenzkan er hér viðurkend sem hver
önnur háskólagrein, og sft ekki af
aftari endanum, þars þrátt fyrir all-
an hávaðan í haust um viðurkenn
ingu íslenzkunnar við Manitobahá-
skólann, þá heflr þar engin viður-
kenning fengist enn.
Það er annars töluverð gáta
hveruig gat staðið á til eru þeÍTra
dálka er kornu í Winnipegblöðunum
í naust um viðurkenningu íslenzk-
unnar við Manitobaháskólann, þar;
i
sem tilefnið auðsjsanlega var ekki'
annað en að nemendur þar mega nft
velja um íslenzku móti frönsku og
þýzku í næst síðasta ári barnaskól
ans, eða sem sama er, í fyrsta ári
undirbftningsdeildar ■‘College’s”-ins,
(sem svarar öd>-u ári í “Collegiate”-
skólanum), en þó svo að eins að þeir
nái þeim “þekkingartakmörkum” f
hverju málinu sem er, sem þeir
sleppa vegna íslenzkunnar, áður en
út ftr barnaskólanum er faiið, það er
að segja áður en inn í hflskólaun er
farið, svo alt svo við háskólann er
íslenzkan e kjt i kend. Þessi ís-
lenzku kensla, sem uú er í Winni-
peg er því ekkeit nema nokkurs-
konar hjáleigu hokur sem i ekið er í
sambandi við barnaskólann og við-
urkend í sambandi við hann f als
einum bekknum og þar með er sag-
an öll.
Cambiidge, Mass., 27. Des. 1902.
Rögnvaldur Pktursson.
Minnisvarði
yfir Gest Pálsson.
Fyrsta hefti af ritverkum Gests
Pálssonar er nú loksins komið út,
og hingað suður til vor. Þetta
hefti er mjög snoturt og sýnir yfir
höfuð, að útgefendurnir hafa ekki
látið neitt ógert, sem í þeirra valdi
stóð til þess að gera bókina sem
aðgengilegasta fyrir kaupendur.
Það er ekki tilgangur minn að
syngja lof, hvorki um ritverk Gests
Pálsonar, því að frægir vísinda-
menn og skáld heimsins era búnir
að kveða upp sinn dóm um þau,
fyrirlöngu, né um útgefenduma,
þó að [>eir gerðu skyldu sína með
því að gera fttgáfuna sem bezt ftr
garði, sem föng voru til. Bókin
er nú fyrír almennings augum, svo
sérhver sanngjarn maður getur
dæmt hana eftirverðleikum.
Ég rita þessar fáu lfnur f tilefni
af auglýsingu frá herra Sigfúsi Ev-
mundssyni,sem stendur í Lögbergi,
að nú sé‘ verið að gefa út ritverk
Gests Pálssonar heima áíslandi,
og að þau verði bráðum til sölu á
bókamarkaðinum. Þetta er svo
einstakt, að þess munu ekki dæmi
með útgáfu íslenzkra bóka, að nokk
ur bók hafi verið gefin út á tveim-
ur stöðum af tvennum útgefendum
alveg á sama tfma.
Tíu ár liðu frá þvf að Gestur
Pálsson lagði niður pennan og
lauk starfi sfnu. Enginn Islend-
ingur, hverki austan hafs né vest-
an, hafði hreyft eina taug. til þess
að gera honum þannsóma að safna
ritverkum hans, sem öll voru á víð
og dreif, óg mörg, sem aldrei höfðu
verið prentuð,eða að reisa honum
minnisvarða, sem hver önnur
mentuð f>jóð mundi hafa gert, ef
hann hefði verið hennar sonur.
Fyrir rúmum tveimur árum
bundust þeir f fclag Mr. Arnór
Amason í Chicago og Mr. Sigurð-
ur Júl. Jóhannesson, sem þá var
að stunda nám hér, til [>ess að
safna samanöllum ritverkum Gests
Pálssonar, bfta [>au undir prentun
og gefa f>au út. Allur ágóði af
sölu bókarinnar átti að ganga f
sjóð, sem verja átti til þess að reisá
skáldinu minnisvarða; þessa fyrir-
ætlan sína auglýstu þeir félagar,
þá þegar, f öllum íslenzkum blöð-
um. og munu þau öll hafa tekið
hana upp að undanteknu einu
blaði f Reykjavík. Enginn mælti
á móti þessu fyrirsæki opinber-
lega, en allir, sem nokkuð heyrðist
frá, lögðu gott til málsins.
Mr. Arnór Ámason og Mr. Sig.
Júl. Jóhannesson byrjuðu þegará
starfi sínu, að safna ritverkum
Gests. Starf þeirra félaga var
miklum erviðleikum bundið, sök-
um fjarlægðarinnar milli þeirra og
Islands og Danmerkur, þar sem
skáldið starfaði mest og lifði lengst
æfi sinnar. Það sýnir best hve
dyggilega þeirfélagar hafa unnið
að starfi sfnu, að á tiltölulega stutt
um tfma,hafaf>eir safnað svo miklu
af ritverkum skáldsins, að það fyll-
ir sextiu stórar arkir f átta blaða
jroti, og fyrstu seytján arkirnar
komnar út mjög vel ftr garði gerð-
ar frá þeirra hendi.
Svo keniur auglýsing frá Islandi,
að ritverk Gests Pálssonar séu nú
reiðubftin til jþess að skreppa út úr
einhverri prentsmiðju þar heima.
Þitð er tvent athugavert við þessa
auglýsingu. 1. Hvernig er það
hugsanlegt, að allar sögur Gests
Pálssonar, ásamt ljóðmælum hans
og æfiágripi, komist á 24 arkir
heima á Islandi; ef að ritverk hans
fylla 60 stðrar arkir hér vestan
liafs? 2. Hví auglýsir hra 8ig-
ffts Eymundsson þetta ekki fyrr
en bókin var skroppin út úr prent
smiðjunni? Ég veit að það tekur
mánuð að minsta kosti að binda í
band heila bókarfitgáfu, heima á
Islandi; og hví auglýsir hann ekki
f hverjum tilgangi bókin sé gefin
út? í fyrsta lagi: Þá hlýtur ís-
lands útgáfan af ritverkum Gests,
að vera ekkert annað en hrafl, þvi
þó að öllum fyrirlestrum skáldsins
væri kastað, sem er óhugsanlegt
að nokkrum útgefanda mundi til
hugar koma, þá yrði meira eftir en
á 24 arkir. I öðra lagi. Það hefir
verið regla að auglýsa nýjar bæk-
ur mánuðum, stundum ári eða ár-
um áður en þær komu út prentað-
ar. Einnig heflr verið regla að
auglýsa liver sé útgefandi að
henni, og undir þessum kringum-
stæðum, þá sýnist að það hefði átt
að gera almenningi kunnugt i
hvaða tilgangi bókin var gefin út,
f>ar heima á Fróni, hvort ]>að var
gert í f>eim tilgangi að hjálpa til
þess að reisa skáldinu minnisvarða,
eða var það gert til þess að hindra
það fyrirtæki f bráð?
Eitt ervíst. Enginn fslenzkur
rithöfundur, af samtíðarmönnum
Gests Pálssonar, skreytti íslenzkar
bókmentir með fegurri gimstein-
um en einmitt hann: minning
skáldsins lifir f hjörtum þjóðarinn-
ar eins lengi og íslenzk tunga er
töluð, og nafn hans verður uppi á
meðal mentaðra þjóða um ókomn-
ar aldir, þar éð bftið er að þýða
mörg af beztu skáldritum hans á
ensku og J>/zku. Þess vegna yrði
það oss til eilffrar háðungar, ef að
vér, sem vorum samtíðarmenn
skáldsins, sæum ekki sæmd vora f
að styðja að þvf með ráði og dug,
að Gesti Pálssyni verði reistur
minnisvarðí sem allra fyrst, og
WTnnipeg útgáfan af ritverkum
lians gefur mönnum kost á að fá
þau öll, sem Islands útgáfan getur
ekki gert; þar að auki er það hið
bezta tækifæri fyrir íslenzku f>jóð-
ina, bœði austan hafs og vestan, að
leggja sinnskerf til minnisvarðans,
með því að kaupa öll ritverk skálds
ins.
Chicago, 23. Jan. 1903.
[S. Magnus.
Heimskur og' illa vaninn.
Sig. Júl. Jáhannesson hefir feng-
ið mjög ilt uppeldi, eða hann hefir
verið svo illa innrættur að ómögu-
legt hefir verið að kenna honum
góðra manna siði, eða hvortveggja,
f>að sannar hann með ruddalegum
rithætti f Dagskrá 20. Jan. sfðastl.
Sig. Júl. Jóhannesson er óráð-
vandur* [>að sannar hann fyrst
með þvf að gefa í skyn að ég hafi
á North-West Hall 13. Jan. síðastl.
flutt skammaræðu um Kristján
Jónsson og Einar Hjörleifsson, þvf
ég ræddi hvorki last né lof um eina
einustu lfnu, sem [>eir hafa ritað, í
bundnu eða óbundnu máli.
Sig. Júl. Jóhannesson sannar
aftur að hann er óráðvandar, með
því að segja að ég vilji láta yrk ja
“helzt með blótsyrðum og svardög-
um,” þvf slíkan vilja lét ég ekki f
ljós; og í fleiri tilfellum sannar
hann óráðvendni sína í sömu grein
Sig. Júl Jóhannesson er grunn-
hygginn, það sannar hann með því
að fmynda sér að trúarjátning hans
sjálfs verði nokkuð nær mfnum
,anda, þó hann snúi henni uin; nei,
hún er jafn óaðgengileg og ógeðs-
leg hvort sem rétthverfan eða rang-
hverfan snýr að manni.
S. B. Brynjolfson.
*) Nei, ég á ekki við það þó fáein
hundruð krónur, sem aðrir áttu hyrfu é
úr vörslum hans heima í Reykjavík,
því hanu hefir sjállur nert svo gjieini-
leg skil fyrir því i Heimskrin«lu, að
það var eðlileut að þær hyrfu, þar sem
hann var ‘ Aðal umboðs raður fyrir
hfsábyrgðarfélaKÍð Star á íslandi, rit
stjóri blaðsins Dagskrá, ritstjóri bai na-
blaðsiiis Æskan, keuriari við Alþýðu-
skólann í Reykjavík, las heimspeki við
pi estaskólanu o« tók þar próf urn votið
og í-egndi þar að auki ýmsum störfuin
öðrum”. Höf.
I