Heimskringla - 12.02.1903, Qupperneq 3
HEIMSKKINGLA 12. FEBRÚAR 1903
nefnir. Höfundur getur verið skáld
þótt þetta kvæði beri þess ekki vott.
“Forvitni drengurinn’’ er Sósial
istasaga öllum skiljanleg, en kjarn-
inn (Moral) ekki af öllum viðurkend
ur, vegna síngirni þeirra.
“Aðfangadagur” er sláandi sögu-
dæmi af ofmörgum atvikum í lííi
drykkjuslarkaranna. í>að er eins
satt og það er ljótt, og er þó svo Ijótt
að þeir, sem sú skylda hvílir ef til
vill þyngst á, að benda á hættulegt
samneyti við vonda félaga á siðspill-
ingarstöðum, kynoka sér sumir yið
að beina flngri í þá átt — Bvoþeir
verði ekki álitnir óhreinkaðir af at-
hæfi því og framferði. sem á sér þar
stað? og svo, að eigi verði heldur
sagt að þeir spilli fyrir stofnuninni
né skerði rétt einstaklinganna!
Staðurir.n, sem sagan myndast á
er einn af aðal aðdráttarstöðum fyrir
íslenzka óreglumenn hér í bænum.
Þeim er líka illa við þessa sðgu.
“Tvö leyndarmál”, er góð barna-
saga, og fer vel í blaði um jólaleytið.
“Nýár” er Ijóst dæmi þess, að það
er hægt að setja fram skáldlega
hugsun án þessað setja hana í “rím”.
Það þyrftu þeir að athuga, sem altaf
eru að bögglast við að yrkja, en vita
eigi hvað “kveðandi” er, né annað
sem með þarf til að klæða hugsunar-
mynd þeirra í.
Partur úr fyrirlestri um
Andatrúarfi æði,
Eftir A. K. Wallace, F. K. S.
“Eg skal nú á fám orðum telja
upp hinar ýmsu hliðar á þessum
andasjónar fyrirburðum, og svo at-
huga samband þeirra við kenning-
uua um annað líf.
Það má skifta þessum anda fyrir-
burðum f 2 aðalflokka, hina eðlis-
fræðis- eða likamlegu, og hina sálar-
legu. Hinir fyrtöldu fela þó í sér,
engu síður en hinir síðarnefndu, sál-
arlega starfsemi í framleiðslu þeirra.
í fyrra flokknum éru hinir einföldu
líkamlegu fyrirburðir, sem fela f sér
margskonar afleiðingar, svo sem
hljóð á öllum 8tigum frá fínasta
banki til stærstu sieggjuhögga, og
sem áreiðanlega eru ekki framleidd
með mannlegu aflí. Þar næst er
þyngdarmunur hiuta, sem oft heflr
verið sannaður. Eg hefi oft sóð, 1
félagi með hinu fræga meðalfæri
(medium) herra Home, stórt borð,
matborð, vigtað í fullu dagsljósi, þar
sem ekkert tækifæri var til þess að
gera missýningar, og þetta borð vigt-
aði svo misjafnt, að munaði frá 30
til 40 pundum á þyngd þess. Svo
eru og fyrirburðir ýmsra hluta, sem
hreyfast án manna valda, svo sem
stólar, borð og hljóðfærl. Þetta eru
þeir alþektu fyrirburðir, sem allir
þeir kannast við, sem hafa veitt
andatrúarfræðinni nokkra eftirtekt.
Og enn undariegra er það, þegar
ýmsir hlutir eru hreyfðir eða fluttir
úr einum stað f annan, svo sem blóm
og aldini, og einnig hafaaðrir hlutir
verið færðir á þenna undarlega hátt,
svo sem bréf og aðrir slíkir smáhlut
ir, er hafa verið fluttar langar leiðir,
stundum nokkrar milur vegar. Og
auk þessa eru og aðrir fyrirburðir,
sem vér böfum sögur af frá elztu
tímum, svo sem að lyfta lifandi lík
ömum frá jörðu og stundum að flytja
þá til alilangan veg. Þetta hefir
margoft vetið gert undir misjöfnum
kringumstæðum, og jafnvel lifandi
menn hafa verið meðal þeirra, sem
fluttir hafa verið á þenna hátt; t. d.
skal ég skýra frá einkar markverð-
um viðburði af þessu tagi, sem ég
var sjálfur viðstaddur, af því að
hann vildi til þegar ekkert meðal-
færi var viðstatt. Það var í húsi
vinar míns í Lundúnum. Hann var
listamaður og hann og fjölskylda
hans héidu andatrúarsatnkomur einu
sinni í viku hverri. Það vildi svo
til, að sá sem vanur var að vera
meðalfæri á þessum samkomum var
fjarverandi og veikur, svo að dóttir
vinar míns var notnð sem meðafœri,
og hún hreyfðist á einkar undarleg-
an hátt um |alt herbergið. Eins og
vant er á þessum samkomum slökt
um viðöll ljósiti I herberginu. í
þetta fskifti var stúlkan sett milli
bróður hennar og annars manns, er
sinn hélt í hvora hendi Já henni.
Eftir dálitla stund . kallaði annar
þeirra upp: “Hún er farin“. Ljósin
voru kveikt 1 svíphendingu, og þá
sást að stúlkan hafði flutzt alllangan
veg og lá endilöng á gólhnu og föt
hennar svo laglega lögð að henni, að
hún lá þar þægilega. Þetta gat hún
ekki hafa sjálf gert undir kringum-
stæðunum, og á svo stuttum tíma.
En markverðaraen alt þetta, og ó-
mögulegt öllum mannlegum krafti
að ,orka er það, að hnýta hnút á
smeigreipi, eða að taka peniuga út
úr innsigluðum kassa, eða að smeiga
málmhringum upp á möndla, sem eru
langtum gildari en hringarnir eru
víðir og langt of stórir til þess að
hringarnir geti orðið settir þar á
nokkurn náttúrlegan hátt, Alt þetta
skeði f björtu dagsljósi, í viðurvist
Zoellner og tveggja félaga hans og
hann hefir skýrt frá þessu mjög ljós-
lega I bók. sem flestir yðar þekkið.
í annað skifti kom ’það fyrir sem er
mjög undarlegt, að einn hlutur leið
gegn um annan hlut, án þess að
nokkur ummerki sæust. Eg hefl
s]álfur oft séð í ljósbirtu göngustafi
og vasaklúta líða gegn um glugga-
blæjur, og þegar blæjan var skoðuð
strax á eftir, þá sást engin breyting
á henni; alt var heilt, eins og ekkert
hefði við hana komið.
Þetta styrkir oss að skilja ýmsa
aðra undarlega fyrirburði, sem dag-
Iega koma fyrir í mannlíflnu og með
þessu ern upptaldir hinir einfaldari
eða líkamlegu lyrirburðir.
Svo höfum vér líkamlega fyrir-
burði sameinaða sálarlegum fyrir-
burðum, svo sem ritun og uppdrátt.
Þetta er nú orðið svo velþekt og
vanalegt, að hver sem vill, getur átt
kost á að athuga það og sjá með eig-
in augum. Þetta kemur fyrir á
ýmsan hátt og undir ýmsum atvik-
um. Órituð blöð, sem íleygt er á
gólf eru tekin upp eftir örfá augna-
blik, þá útrituð, og blöð, sem órituð
eru lokuð í hylki, eru útrituð þegar
þau eru tekin þaðan, og andaskrift
birtist á veggjum og loftum, þar
sem engin maður getur komist að
Svoer og ritað á spjöld meðan þau
liggja saman og oft meðan á þeim er
haldið og í viðurvist áhorfenda. Oft
er það langt mál, sem þannig er rit
að,og stundum eru það prívat upp-
lýsingar, viðkomandi þeiin sem lesa
skriftina. Oft eru slíkar ritanir á
tungumálum, sem meðalfærið ekki
skilur, og sem oft reynist örðugt að
fá útlagt, en vanalega ,má þó ráða
fram úr þeim og reynist það þá ætíð
að vera eitthvert ákveðið tungumál'.
Einn vinur minn í Lundúnum fekk
þannig skrift án hjálpar nokkurs
meðalfæris, og á máli, sem enginn í
húsir.u skildí, sem hann Játti mjög
örðugt að fá útlagt, þar til kristni-
boði einn íráSuðurhafseyjunum gat
útlagt það, og reyndist það að þá
vera ákveðið tungumál og málfræðis
lega rétt framsett. Annað einkar-
markvert atriði er litskrift á þeim
stöðum, sem engir litir eru til staðar
til þess að geta framleítt hana. Upp
drættir í ýmsum myndum verða og
sýnílegir; sumir eru sýnilega gerðir
með bleki eða ritblýi eða birtast með
iitum, Margir hafa verið gerðir með
“water colors11 og þegar þeir voru
handleiknir voru þeir votir, aðrir
eru málaðir með ollumáli, og
til eru dæmi, sem sanna að maður
hefir meðan hann beið og horfði á,
fengið framleidda mynd á spjaldi,
sem hann sjálfur lagði til, eftir að
marka það, svo að englnn efi gæti á
því leikið að spjaldið væri hans, en
ekki eftirlíking. (Meira).
Kveðjuorð.
Nfkominn til Winnipeg úr ferð
minni vestur til Argyle-bygðar,
bið ég hinn heiðraða ritstjóra Hkr.
að ljá þessnm línum rúm í sínu
heiðraða blaði.
Ferð mln þar vestra varð mér til
stór mikillar ánægju, ég sá að hag-
ur manna þar yfirleitt stendur í
blóma, og um leið varð ég þess var
að íslenzka gestrisnin er þar ó-
gleynul og mun ég sem gestur
þeirra ekki hafa verið nein undan-
tekning. Mérerljúftog skylt að
þakka öllum, sem ég þar heimsótti,
fyrir hinar ljúfu og hlýju viðtökur,
sem mér voru sýndar hvervetna, en
sér f lagi er ég þeirri bygð f>akk
látur fyrir að geyma fslenzka gest-
risni f svona stórum stfl innan sinna
vebanda; og bið ég drottinn að
blessa svo efni þeirra þar, að [>eir
eigi hægt með að halda áfram því
byrjaða verki.
p. t í Winnipeg 29. Jan. 1803.
Þorsteinn Jóhannesson.
Peningagjöf til Winnipeg-spft.
alans, frá ungum stúlkum að Hecla
P. O., Man., að upphæð $14,25.
hefir send verið Hkr. til afhending-
ar. Þetta er vfst með fyrstu gjöf-
um, ef ekki algerlega fyrsta gjöf,
sem komið liefir frá Nýja Islandi
| til spítalans, og eiga ungu stúlk-
Eg finn mér breði ljúft ok skylt að
frera hinu heiðraða Forestersfélagi,
Fjallkonunni, milt innilegasta þakklæti
fyrir alla þá góðn oí göfugu hjálp, sem
það hefir veitt mér víð fráfall konunar
minnar sAl E'iki einungis hefir þetta
félag gie tt roér að fullu lífsábyrgð þá,
sem konan mín sál hafði þar, að upp
hæð $500 00, heldur hefir félagið gefið
mér töluveiða peuingaupphæð þess ut-
an. Einnig þakka ég öllum þeim, se n
á einn ou annan hátt hafa veitt unér
hjalp og hluttekning í sorg minni. Eg
vona að framkoma ofannefnds félags
eagnvart, mér, verði því góð auglýsinsr
framvegis og að sem flestir læri að
meta gæði og gagnsemi þess.
Winniþeg, 10. Febr. 1903.
ALBERT JÓNSSON.
SÆLGÆTISLEGA EFNIS-
GODUR OG ILMSŒTUR
The T. L. “Cigar”
Það er vinsæl tegund, sem heflr áunnið sér hylli
og vináttu vegna verðskuldaða eiginleika. Þús-
undir reykja nú þessa ágætu vindla.
REYKIÐ ÞÉR ÞÁ?
í WESTERN CIGAR FACTORY
A Thos. læe, cigandi, -WIJSriSriFHlO.
HNNN'
/Á
Qrand “Jewel“
4 STÆffÐlR AF VIÐARSTÓM ÁN
VATNSKASSA.
3 STÆRÐIR AF KOLASTÓM ÁN
VATNSKASSA.
4 STÆRÐIR AF VIÐARSTÓM
MEÐ VATNSKASSA.
3 STÆRÐIR AF KOLASTÓM
MEÐ VATNSKASSA.
(Irand Jewel Mtor eru votir
beeztu auglýsendur, þegar þér
kaupið stó,— kaupið þá beztu, þá
sem er fyllilega trygð, þásera heflr
viðurkenningu.—Odýrleiki ætti ekki
að vera eina augnamiðið. Bezta
stóin er ætíð ódýrust- Allar stærðir
til allra nota.—Seldar alstaðar, biðjið
kaupmann yðar um þær.
Yflr 20,000 nú í stöðugu brúki,
gerðar af:
THE BURROW, STEWART & MILNE COMPANY, u*™.
(Elstu stógerðarmenn í Canada).
Seldnr af eftirfylgjandi verxlnnannönnnm:
Winnipeg, 538 Main St....Anderson & Thomas. Baldur, Man.....Thos. E. Poole.
Giadstone, Man.... Williams Bros. Gimli, Man....H. P. Tærgesen.
Red Deer, N. W. T....Smith & Gaetz. Wapella, N. W. T.... J. W. Sutherland.
Whitewood, N. W. T.....J. L. Lamont. Selkirk, Man... .Moody & Sutherland.
Yorkton, N. W. T.....Chas. Beck. Beausejour.... J, E. Dugaard.
Glenborw... .Doig & Wilcox. Langenburg... .W. B. Lennard.
Saltcoats....T. E. Bradford. Stonewall.... West Montgomery.
Toulon....F. Anderson & Co.
Skriflð eftir 40 blaðsíðu bók, send yður kostnaðarlaust meðan þær endast. Þær gefa þarflegar búskapar
bendingar. Bækur vorar íást hjá þeim, sem selja stórnar, eða hjá aðal útsölumönnum í Manitoba og Norð-
vesturlandinu, Merrick Anderson & C»., Winnipeg.
umar í Mikley þökk og heiður fyr-
ir velvild sfna og framtakssemf í
þessu efni. Sjúkrahúsið er f>ess
virði að því sé haldið við, og vér
vonum að Ný-íslendingar athugi
nauðsyniua á þvf að senda fram-
yegis árlega þann skerf, sem þeir
mega hæglega missa til þessarar
stofnunar, eins og aðrar sveitir í
fylkinu hafa gert sér að reglu að
gera. Bréf ungu stúlknanna ersvo
“Yið ungu stúlkumar í Mikley
héldum skemtisamkomu 31. Jan.
siðastl. og ágóðanum höfum við á-
kvarðað að verja til styrktar al-
menna sjúkra spítalanum í Winni-
peg. Við sendnm yður peningana
og biðjum yður að gera svo vel og
koma þeim til skila.
Nokkrar ungar stúlkur“.
Hefurðu gull-úr, gimsteinshring,
gleraugu eða brjóstnál ? Thordur
JoIiiimoii 292 Klain St, hefir fulla
búð af alskyns gutl og silfur varnikigi,
og selur þaðmeð lægra verði en að ir.
Hreinsar úr fyrir $i,00 og gefur eino
árs ábyrgð.
Komið, sjáið, skoðið og sannfær-
ist. Staðurin er:
293 in AIW STREflT.
Thordur Johnson.
D. W Fleury & Co.
UPPBOÐSHALDARAR.
24» PORTittK AVE.
selur og kaupir nýja og gamla bús-
muni og aðra hluti. einnig skiftir hús-
munum við þá sem þess þurfa. Verzlar
einnig meðlönci.gripi og alskonar vörur.
TELEPHONE 1457. - Oskar eftir
viðskiftum Islendinga,
Fe r ðaáætl un
Póstsledans
railli Ný-tslands og Winnipeg
Sleðinn leggur & stað frá 605 Ross
Ave, kl. 1 hvern sunnud.. kemur til Sel-
kirk kl. 6; fer frá Selkirk kl. 8 ámánud—
morgna; kemur tjl Gimli kl. 8aðkv.;
fer frá Giroli á þriðjud.m., kemur tlí
Icel, Riverkl. 6.; fer frá Icel, River
kl. 8 á fimti d.ra., kemur tilGimli sarod.
Fer fráGimli kl. 7,30 á föstud.w., kem-
ur tll Selkirk kl. 6 sama kv.; laugard.
kl. 8 frá Sslkirk til Winn>peg. — Herra
Runólf Bensou, sem knyrir póstsleð-
ann, er að finna að 605 Ross Ave. &
laugard. og sunnud., og gefur bann all-
ar upplýsiucar ferðalaginu viðvíkjandi.
MILLIDQE BROS.
West Seliiirk.
3/2 Mt. Potter frá Texas
Hún sýndi honum svo innilega ást ogalúð,
að engin kona hefði getað gert það betur.
Hann varð rólegur og hugsandi, vék henni
með hægð frá sér og mælti: "Elskan min, ég
hiýt að leyna máli föður míns fyrir heiminum.
eins og mér er unt. Það má ekki fara út á milli
fjöldans”. Hann þagnaði alt í einu. en hélt á-
fram eftir augnablik “Gerðu mér þetta ekki
svona erfitt. Láttu mig ekki gle/aia loforði
mínu viðföður þinn, fyrir faðmíög þín. Við
hvert orð sem ég tala við þig, brýt ég heit min
við hann”.
Hann gekk kurteislega fram fyrir iafði 8ara
Annerley, sem var sjónar og heyrnar vottur að
öllu þessu, og mælti með titrandi röddu: “Lafði
Sarah Annerley, þú ert búin að skilja mig frá
kærustu minni, sem ég ann heitara en öllu öðru
á jarðríki”.
Hún mælti við sjálfa sig: “Loks hefir mér
tekist það”.
Því næst mælti hann. svo tæplega heyrðist:
“Ethel. Það er að eins um eitt að velja, að
þú fáir að heyra þau orð frá vörum mínum og
það er, að faðir minn verði sýknaður af kæru og
dómi”.
“Þá eru þau skilin um alla eilífð”, greip
lafði Sarah Annerley fram í.
Þessi orð gerðu Ethel óða. Hún hentist yf-
irtil Errol. eins og brjáluð manneskja. * U u alla
eilífð”! Karl. yfirgefðu mig ekki að fullu og
öllu. Heyrirðu nú hversu heitt ég anu þér.
Ef heimuriun getur ekki umgengist þig, þ& fer
ég úr heiminum með þét”.
373 Mr. Potter frá Texas
“Ey^ilegðu mig ekki”, mælti Errol öaugur.
“Hyar sem þú átt heimili, þar á ég heima líka,
hér á eftir”.
Meðan hann mæltí þessi orð, yar hann titr-
andi og skjálfandi í faðmlögum ungfrú Ethel,
en fyrir þessi orð varð hún honum þúsund sinn-
um kærari, en nokkru sinni áðr.r.
“I hamirigju bænum vægðu mér. Hafðu
meðlídun með mér, svo ég þurfi ekki að brjóta
loforð mitt við föður þinn”.
Hann reikaði frá beuui. “Ég er ekki svo
e'gingjarn, að ég vilji eyðileggja rnannorð
mitt í félagshfinu”. Hauu ætlaði að ganga
burtu, en hún náði í hann áður en hann komst
að hurðinni, og bað innilega:
“Karl, yfirgefðu mig ekki! Láttu ekki
þessa k o n u bara sigur úr býtum”.
Þetta skeði í Októbermánuði, og þá eru ætíð
fáir gestir á þessu hóteli, svo það vcru engir,
sem sáu eða heyrðu þetta uppistand á skrifstof-
unni. En Arthur kom í þessu inn i hótelið og
heyrðj tilsystur sinnar, svo hannrauk tafarlaust
inn í stofuna. Hann neyddi hana til að setjaet
niður, og mælti í móði: “Hvað gengur hér á?
Þvi kastar þú þér á offurstallinn fyrir þessum
manrii, Ethel? Ég verð að fyrirverða mig fyrir
Þík”.
"Nei, nei, hann ann mér, og þú skuldar hon
um afsökun”.
Eu sigurbrosið, sevn lók um varir lafði Sarah
Annerley, kom houuis til að segja enn þá hærra
en systir hans:
“Biðja hann afsökunar, þegar ég heyrði þig
366 Mr. Potter frá Texas
hrædd við tómar hótanir, Þegar faðir minn fór
úr Englandi fyrir 35 árum, til þess að vinna sér
auð og frama i Ameríku, þá vann hann á bank-
auum”.
“Hamingjan góða! Hver er s& seki?” taut-
aði Errol
Ida flýtti sér að hrópa.' “Hún veit það’ ,og
stóð köld se:n marmarastytta og horfði framan i
lafði Sarah Annerley, sem fleygði sér i sofann, og
mælti íhálfgerðu yfirliði: “Segðu þeim ekki
meira, Segðu þeim ekki meira”.
Þau fóru öll út frá henni, og fundu Lubbins
í ganginum, sem ekki mælti orð, þóhannætlaði
að eta þau með augunum.
Aður en þau fóru úr hóteliuu, sagði Ida
Arthur að biðja Errol fyrirgefningar á misskiln-
ingnum, og taka i höud hans, en Karl flýtti sér
til föður síns, eins og fætur toguðu, til að láta
hann yita, að Sammy Potts væri loksins fund-
inn.
Arthnr fylgdi stúlkunum báðum yfir i Hotel
du Pavillion. Þar ætluðu þau að vera um nótt-
ina, og bjuggust við að finna gamla Potter þar,
en hann kom ekki.
Ida sagð! Avthur alt sem hún vissi um mál
• gamlaErrols og svo hvernig faðir sinn væri rið-
inn við það.
“Þú hefðir &tt að tala um þetta við föður
þinn. og vera viss um að alt væri svona”, mælti
hann.
“Hvaðáttu við? Heldur þú að ég efist um
sakleysi hans í þessu máli. Ætlaðist þú til að
ég horfði á vesalings Errol, sem angist og ör-
Mr. Potter frá Texsa 369
fór hann loks að skilja svo litið í öllu sam-
an.
Hún hélt áfram, og lést ekki taka eftir stun-
um hans. ‘Konur sem eru frávita af ást, nota
öll meðöl, sem þær þekkja. Eg þekki að eins
þetta eina, er duga átti, og greip til þess. Föð-
urætt Ethel mun aldrei samþykkja giftingu ykk
ar, þe íar hún veit hvaða manna þú ert. Eg er
minu eigin herra og eicandi F.g er auðug og
er sama hvað heimuriun segir. Eg ætlaði að
reyna að gleyma vanvirðu þinni, af þyl—þyí—
ó, Karl! ég elskaði---!”
Hún gat ekki ent við setuinguna. Hún fyr-
irvarðsig, -því hatríð var að vinua yfirhönd í
bráðina á ástinni. Hún stóð upp, sneri sér frá
honum, og íleigði sér upp í legubekk, og leit
ekki til hans
Errol hrópaði i hálfum hljóðum, fölur og titr
andi: “Gu'' í himninum ! Þú elskar mig þá!’
Loks fór hann að skilja það sem löngu var skeð
áður..
Hún sneri sér við og mælti.' “Hvernig vog
ar þú að tala þetta? Þú hefir ekki sagt, að þú
elskaðir mig!” Hún færdi sig nær hcnum. þvi
tilfinníngarnar ætluðu aðyfirbuga hana. "Hvera
ig gat ég gert að því, þegar ég var búin að sj&
þig berjast min vegua á Egyptalandi I” Síðan
mælti hún: “Þú máttekki rannsaka þetta mál.’
Þér er ekki til nokkurs að yerja sakleysi föður
þíns, og eykur honum að eins skömm með þvi.
Hugsaðu um að hér er kona, sem er reiðubúin
að leggja alt í sölurnar fyrir þig, og sem vil
yfirgefa Englaud fyrir fult og alt, þvi félagslifið