Heimskringla - 19.02.1903, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 19. FEBRÚAR 190B
Heimskringla.
PUBL.I8HBD BY
The Heimskringla News \ Poblishing Go.
Verð blaðsins í Canada og Bandar $2.00
nm árið (fyrir fram borgað). Sent til
íslands (fyrir fram borgað af kaupend-
um blaðsins hér) $1.50,
Peningar sendist i P. O. Money Order
Registered Letter eða Express Money
Odrer. Bankaávísanir á aðrabanka eni
Winnipeg að eins teknar með afföllum.
tt. L. Kaidwinson,
Edttor Sc ManaKor.
Office : 219 McDermot Ave.
P O. BOX l*S3.
Spurningum svarað.
Það er lítið að græða á jám-
brautamálagreinmni f síðasta Lög-
bergi. Þar er fyrst skýrt frá þvf
að Mr. Roblin hafi lýst því yfir að
“afturhaldsflokkurinn í Manitoba
væri þvf hlyntur í einni heild, að
innflútningstollar á vörum yrðu
hækkaðir.” Þetta er rangt. Mr.
Roblin sagði blátt áfram að íbúar
ar vesturlandsins, “the people of
the west”, væri hlyntir tollhækkun-
arstefnunni. Það var ekki minst á
neinn pólitiskan flokk í þessu sam-
bandi, heldur blátt áfram íbúa
vesturlandsins. Að Mr. Roblin
hafi haft rétt fyrir sér f þessu má
marka af því að Liberalflokkurinn
í British Columbia hefir svo að
segja f einu hljóði heimtað hækk-
aða tollvemd af Dominion-stjórn-
inni, eins og sýnt er f fréttagrein
á öðrum stað í þessu blaði.
Næst segir Lögb. að “fyrst þeg-
ar talað var um að leggja Grand
Tmnk járnbrautina hingað vestur,
tók Mr. Roblin vel f málið og hét
félaginu fylgi sínu”. Þessu lýgur
ritstjóri blaðsins. Félagið hefir
ekki farið fram á neitt fylgi frá
Mr. Roblin, og hann als engu fylgi
lofað f>vf. Vér skorum á Lögberg
að sanna f>essa staðhæfing sfn eða
afturkalla hana.
Þriðja staðhæflng blaðsins er sú
að Roblin spomi við þvf “að nokk-
ur ný jámbrautafélög” fái að
leggja jámbrautir inn f fylkið. Þessi
staðhæfing er login frá rótum, eins
og hinar. Ekkert einasta nýtt jám-
brautafélag, né heldur gamalt félag,
sem hefir beðið Mr. Roblin um
leyti til að leggja járnbrautir hér
um fylkið hefir verið synjað um
það. Því að mál það, sem Mr.
Young hafði meðferðis á þinginu í
fyrra var um tímalengingu á bygg-
ingaleyfi félags, sem hafði bygg-
ingaleyfi en hafði aldrei notað f>að,
ogátti þá eftir 9 mánuði af því
leyfis tfmabili til að byrja verk sitt
ef það hefði viljað. Þess utan var
Roblinstjómin ekki beðin um
framlenging þessa tfmabils, heldur
þingið; en það var f raun réttri að
ganga með fyrirlitningu fram hjá
stjóminni og hennar “Railway
Commissioner”, sem, samkvæmt
lögum landsins, öll slfk mál heyra
nndir. Mr. Roblin auglýsti þá að
hann skyldi veita slfkt leyfi ef félag
það, sem um var að ræða, legði
beiðni slna, um framlenging tfma-
bilsins, á formlegan hátt fyrir
stjóm sína.
Fjórða logna. staðhæfing blaðsins
í f>essu jámbrautamáli er sú, að
Conservativeblffð hér í fylkinu gera
alt sem þau geta til Þess að spilla
því að Grand Trunk jámbrautin
verði lögð vestur. Oss vitanlega
hafa Conservativeblöðin aldrei gert
neitt f þá átt að spilla fvrir fram-
lenging Grand Trunk brautarinnar
vestur gegnum þetta fylki og alla
leið til Kyrrahafs. Enginn lif-
andi maður hefir haldið f>ví fram að
norðurhluti fylkisins sé einkis
virði, þó allir viti og viðurkenni að
hann jafnast ekki við suður og
vestur hluta fylkisins hvað frjóf-
semi snertir.
Næst heldur blaðið því fram,
sem einnig er óeatt, að Heims-
kríngla hafi haldið þvf fram að
enginn opinber styrkur ætti að
veitast Grand Tmnk brautarfélag-
,inu. En blað vort sagði blátt
*fram að brautaföl. mundu hér eft-
■ft^erða fús tit að byggja brautir
ffikDfylkið án þess að fá beinan
peninga- eða landstyrk. Enda er
þaÐjWÍÍ'riá daginn komið að félög
era í aðsigi með að biðja hér um
byggingaleyfl án nokkurrar styrk-
veitingar, og fað má óhætt full-
yrða að slfk leyfi verða veitt.
Um alla þá málalengingu, sem
Lögberg gerir út af samningum
Roblins við Canadian Northem-
brautina og atkvæði Gimli-fing-
mannsins f f>ví máli, þá er það
fljótt sagt að atkvæði hans var
greitt með f>eim samningum af
því að þeir era undantekningar-
laust Þeir beztu járubrautarsamn-
ingar, sem sögur fara af í nokkru
landi. Með þessum samningum
heflr fylkið fengið full umráð yfir
öllum far- og flutningsgjöldum með
1200 mflum af járnbrautum hér f
fylkinu og austur til Port Arthur,
í einu orði, eins full umráð yfir
brautarkerfinu eins og þó að fylk-
ið œtti það alt. Með öðrum orð-
um, fylkið hefir fengið full umráð
yfir 36 mil. doll. virði af járnbraut-
um, og á þann hátt unnið fbúum
um Manitobafylkis 250 f>ús. doll.
beinan hagnað á síðastl. ári, án
svo mikils sem eins cents útláta.
Þetta virtist Gimli-f>ingmanninum
næg ástæða til að greiða atkvæði
sitt með þessum samningum. Svo
er og þess að gæta að á þessu yfir-
standandi ári verður hagnaðurinn af
þessum samningum Roblins meira
en tvöfaldur við það, sem hann
var á síðastl. ári, og enn er f>að
ótalið, sem Lögberg, eins ogaðrir,
verða að láta sér skilajst, og það er,
að fyrir stefnu Roblins f jámbraut-
armálinu, þá er nú það lag komið
á að félög era farin að bjóða fylk-
inu að byggja brautir um það án
nokkurra styrkveitinga. Alt þetta
er beint að þakka Roblinstjórninni.
Næst skal þess getið, að ábyrgð
sú, sem Roblinstjómin hefir geng-
ið í, í sambandi við Canadian
Northemfélagið, kostar aldrei þetta
fylki svo mikið sem eitt einasta
cent, og að gegn þeirri ábyrgð hef-
ir fylkið fyrsta og annan veð-
rétt á öllu brautarkerfinu með öll-
um þess gögnum og gæðum og
þess utan “lien”-eða lögtaksrétt á
því, svo að tryggingin er tvöfalt
f>ess virði sem nemur ábyrgð fylk-
isins. Það er f>ví óðs manns æði
fyrir Lögberg að ætla sér mót betri
vitund og þveröfugt við sína eigin
vitund og sannfæringu, að telia
fólki trú um að Roblinstjórnin hafi
hleypt fylkinu í margra mil. doll.
skuld fyrir als ekkert. Fylkinu
hefir ekki verið hleypt f nokkra
skuld sem f>að þarf nokkumtfma
að borga og sem ekki er tvötöld
trygging fyrir.
Að síðustu vildum vér benda
bæði Lögbergi og fylkisbúum á,
að Roblin hefir á 2 árum áorkað
þvf að fá þá flutningsgjalda lækkun,
sem Greenway var í 12 ár að reyna
en gat ekki f>ótt, hann hleyyti fylk-
inu í 2J mil. doll. skuld, en Roblin
fékk f>essu orkað án eins cents
peninga útláta, blátt. áfram með
mannlegum vitsmunum og einlæg-
um áhuga að verða fylkisbúum f
heild sinni að f>ví liði, sem hver
ærlegur og hreinskilinn stjóm-
málamaður hlýtur að vilja gera.
Greenway reyndi f 12 ár en gat
ekki; Roblin gerði f>að tafarlaust,
og án nokkurra útláta úr fylkis-
sjóði, beinna eða óbeinna nú eða
síðar.
í síðustu Dakskrá heldur Sig.
Júl. Jóhannesson því fram, að rit-
stjóri Hkr. hafi flutt á Þorrablóts-
samkomunni skammaræðu um ís-
land, fulla af hatri, og með nokkr-
um lognum tölum og bandvitlaus-
ar.—Sjálfur er B. L. B. sér þess
ekki meðvitandi að hann hallaði á
Island ineð einu orði f þeirri ræðu,
að eins var minst á landið í sam-
bandi við þærástæður, sem grand-
völluðu vesturfarahreyfinguna frá
íslandi og áhrif þau, sem sú hreyf-
ing hefir haft á heima þjóðina á
eina hlið og á sjálfa vesturfarana
og afkomendur þeirra á hina hlið.
I þessu sambandi gerði hann sam-
anburð á verði á nokkram nauð-
synjavörutegundum hér og á ís-
landi, til að sýna hve mjög það er
léttara að auðgast og mentast hér
en heima. Hér fá menn 4 til 15
sinnum meira af lífsnauðsynjum
fyrir hvert dagsverk heldur en al-
oent gerist á íslandi, og sá tfmi
sem menn hafa haft afgangs fram
yfir það sem þeir mundu hafa á ís-
landi til að afla sér sama vöni-
magns, geta menn notað hér til að
auðga sig andlega og efnalega. I
þessu liggja aðallega þeir hags-
munir, sem vesturfsl. landnemarog
niðjar þeirra hafa haft við flutning
inn hingað vestur. Ef Sig. Júl.
Jóhannesson getur leittrök að þvf,
að eitt einasta skammayrði um Is-
land, ein einasta login tala eða ein
einasta vitleysa hafi verið í á-
minstri ræðu, þá lofar B. L. B. því
hór með, að borga að fullu ógoldn-
ar fæðisskuldir Sigurðar, frá sfð-
astasumri, sem hann að vísu hefir
margoft lofað að borga. en jafnoft
svikið, og sem þvf standa ógoldnar
enn þá.
Partur úr fyrirlestri um
Andatrúarfi æði,
Eftir A. K. Wallace, F. R. S.
Næst er að athuga hina hljóðlegu
fyrirburði. Leikið er á hljóðfæri,
sem lokuð eru niður í hirzlu- spilað
er á Piano, sem lokað er í umgerð
sinni. Eghefisjálfur séð hljóðfæri,
sem spilaði, eða hætti að spila, ettir
því sem því var sagt. Eitt af undra
verðustu fyrirburðum, og sem séður
var af tugum þúsunda manna, var
það, að spiiað var á harmoniku, sem
haldið var á með að eins einni hendi
en leikið var á nóturnar með ósyni-
legum höndun, og framleiddur feg-
ursta músik.
Svo höfum vér hina efnafræðislegu
fyrirburði, sem aðallega innibindast
í því fyrst, að vernda frá bruna af
völdum eldsglóðar. Mr. D. D. Home,
sem nýlega er dáinn, og sem var
markverðasta meðalfari, sem uppi
hefir verið, var vanur að taka úr
stónum rauðglóandi kol og bera þau
um herbergið í höndum sínnm, án
þess að brenna sig Hann gat og
þekt úr hópi manna þá tem gætu
borið glóandi kol á sama hátt og
hann og setti kolin í lófa þeirra án
þess þeir findu til hita af þeim. í
eitt skifti voru glóandi kol sett á
höfuðið á Mr. S. C. Hall, binum vel
þekta rithöfundi, í viðurvist mesta
mannfjölda, og án þess að svíða hær
ur hans eða olla honum nokkurs sárs
auka. Þá er og engu síðui mark-
vert að horfa á framleidda eldhnetti,
sem gefa frá sér mikla birtu; þeir
hnettir eru sjáanlega þéttir í sér, og
prof. Crooks, sem þeir voru fengnir
til athugunar, segir þá vera úr efni,
sem efnafræðin ekki innihaldi neinar
upplýsingar um, og sem hann skilji
ekkert í og geti ekki framleitt nokk-
uð sem líkist þeim.
Enn eru ótaldir hinir undrunar-
verðustu fyrirburðir, sem andatrúar-
menn þekkja. Þeir eru nefndir efn-
isleiki (materialization) eða fram-
leiðsla stundlegra líkamlegra hluta
úr umkringjandi efui Fvrst voru
framleiddar mannlegar hendur, sem
stundum rituðu. Þær voru sjáanleg-
ar, áþreifanlegar og verulegar. Næst
voru framleidd manns andlit og
síðast. eftir alllangan tíma, fullkom-
ið líkamsform, og nú er þetta orðið
alvanalegt, eins og mönnum var sagt
fvrir 10—15 árum að verða mundi,
þótt vér efuðum þá allir, að svo
mundi nokkurn tlma verða. En nú
er þetta orðið að áþreifanlegri fram-
kvæmd, og öllum þeim kunnugt, er
hafa lagt sig eftir þessum leyndar-
dómsmálum. Prof. Crooks heflr at
hugað alt þetta og geflð út skýrslu
um það. Athuganir hans voru bæði
yflrgrips miklar og nákvæmar og
fórufram I margar vikur samfleytt I
eigin húsi hans, ogsamkvæmt hans
eigin aðferð;þessar verur voru mynd
aðar, vigtaðar og mældar. Hann
gerði alt það sem einn sannur vfs
indamaður gat mögulega gert til
þess að komast að sannleikanum, og
hann staðhæfir að þær séu algerlega
og áreiðanlega virkilegar verur—
andlegar verur, af því að þær ern
að eins stundlegar. Þær birtast og
hverfa aftur. Þessar efnileika ver-
ur sjást nú tíðum myndast og svo
sundurleysast, eins og upp i þóku,
og að síðustu hverfa algcrlega. Vér
höfum þess vegna hinar fullkomn-
ustu og ómótmætanlegustu sannanir
fyrir því, að þessir hlutir eru virki-
legir.
En enn þá markverðara en mynda
tökur af verum þessum, eru þó aðr-
ir undraverðir fyrirburðir, það eru
mót af höndum og fótum og jafnvel
af andlitumaf þessum stundlega fram
leiddu andlegu verum. Þessi mót
voru gerð úr b>-áðnu vaxi. Vaxið
er brætt í sjóðandi vatni og höndun-
um er dýft í vaxið, og svo teknar
upp úr og látnar fljóta á köldu vatni
I öðru íláti. Þessi mét eru heil og
fullkomin svo að op þeirra um úln-
liðin er miklu minna en hendurnar,
bem mynduðu þau. Engar mannleg-
ar hendnr hefðu mögulega komist út
úrþeim.Mót af fótum hafaverið gerð
á sama hátt. Þetta er áreiðaulega
framkvæmt af einhverju óséðu afli.
í einu tilfelli náði maður í Washing-
ton móti af samtengdum höndum.
En það er líkamlegur ómöguleiki
fyrir nokkurn menskan mann að
gera það. Einn maður í Paris gerði
fyrir nokkrum árum ýmsar tilraunir
í þessa átt, eftir að hafa náð mótum
af höndum og fótum, þá náði hann
mótum af andlitinu og heilum líköm
um karlkyns og kvenkyns. Meðal-
færi það eem notað var, er mjög
h' ersdagslegur maður, sem ég þekki
vel. Mót þessi eru nú til sýnis í
Lundúnum, og eru einkar fögur, og
meira að segja, þau þektust af mönn
um, sem ég átti tal við og sem höfðu
séð þessar verur framleiddar, og það
var samkvæmt ósk þeirra að mótin
voru gerð. Með þessu enda ég yfir-
lit hinna markverðustu líkamlegu
fyrirburða.
Nú skuluin við athuga hina sálar-
legu fyrirburði, því að Spiritualistar
hafa meiri áhuga fyrir þeirri hlið
málsins, þó þeir séu venjulega minna
sannlærundi og hafl minni áhrif á al-
menning, sem ætíð er efasamur um
sannleiksgildi andatrúarkenningar-
innar. Þessir fyrirburðir innibinda
fyrst: sjálfshreyting, svo sem ritun,
gerða af fólki, án þess það viti af því
eða jafnvel móti vilja þess ogþannig
að það veit ekki hvað það ritar. Oft
þykir því það, sem það þannig ritar,
mjóg heimskulegt, og myndi ekki
með vilja hafa skráð nokkuð þvílíkt.
En oft er líka ritun þessi einkar hi-
fleyg og langt fram yflr það, sem
það er fært að afkasta; á þenna hátt
fáum vér alskyns ritanir, mikið af
því eru góðar ráðleggingar og stund-
um eru það mikilvægar upplýsingar
um hluti áður óþekta. Einn af vin
um mínum, sem er frægur læknir og
llffærafræðingur, heflr náð þessu ein-
kennilega valdi og gert nákvæmar
rannsóknir með því um mörg undan
farin ár. Með því getur hann ofl
vitað hvert hann verður næst sóttur
og til hvaða sjúklings, og á annan
hátt haft gagn af því I starfl sínu.
Önnurtegundfyrirburðarer glögg
skygni eða glöggheyrn, það að sjá
andlegar verur og heyra til þeirra.
Þeir sem hafa þessa gáfu, geta lýst
því sem þeir sjá og heyra og það svo
ljóslega, að þeir sem viðstaddir eru,
geta oft þekt af lýsingunum, að þ ð
eru látnir vinir þeirra eða skyld-
menni, sem birzt hafa. Stundum geta
slíkar persónur sagt með vissu um
hvað er að gerast á fjarlægum stöð-
um.
Önnur tegund undarlegra fyrir-
burða er “dátal”. — Það eru nú til
meðalfæri I öllsm löndum heims, er
liafaþessa undraverðu gáfu. Hún
gerir vanalega vart við sig á ósjálf-
ráðan hátt. Persónan legst I dá og
tekur svo til að tala án þess að vita
af því, og eftir nokkurn tíma vaknar
meðvitund hennar svo að hún veit
að hún er að tala, en hefir þó ekki
sjálfsvald yflr því hvað hún ræðir,
Margir slíkra eru ómentað fólk, sem
enga mentalega þekkingu hafa til
þess að ræða þau mál, sem þeir
þannig tala um I dáinu. Einn af
þessum dámælendum er Englending
um, J. J. Morse. Ég sá hann I
Lundúnum fyrir mörgum árum, þeg
ar hann var fyrst áð æfa þessa list,
þá var það sem fræðimaðurinn sagði
um Morse: “Ég hefi lagt fyrir hann
hinar þyngstu spurningar I s&Iar-
fræði og fengið svör sem lýstu undra
verðri þekkiaguog vísdómi, og á
fagurlega framsettu máli. Nokkrum
mínútum síðar var honum ómögu-
legt að svara léttustu spurningum 1
þessari grein og skorti jafnvel orð
til að lýsa hugsunum sínum. Annað
atriði í sainbandi við þenna mann,
er mér á parti viðkomandi. Sagnar-
andi hans, sem þá var og sem ég
held að sé svo enn þá, gaf sér kín-
verskt nafn og kvað sig vera kfn-
verskau heimspeking. Hann kvaðst
heita Tien Sien Ti. Á þeim tíma
vissi engin hvað þessi orð þýddu. En
ég átti einn kunningja, sem hafði
verið túlkur fyrir stjórnina I Kfna,
og spurði hann þvl að, án þess að
láta hann vita neitt um ástæðuna,
hvað þessi orð þýddu. Hann sagði
þau þýddu: “Himneskur sagnar-
andi”. Þetta álít ég vera mjðg eftir-
tektavert atriði.
I sambandi við dátalsgáfuna er og
það athugavert, að mörg meðalheri
geta llkst öðrum personum, eða það
sem nefna mætti: ummyndast. Það
er eins og meðalfærið taki á sig ann-
arlegt gerfl, líkist I andlitsfalli og
málróm [annari persónu og það svo
nákvæmlega, að þeir sem viðstaddir
eru geta oft þekt þar líkingu þeirra
veru, sem er að birtast þeim. Þetta
líkist helzt því, þegar veran er öflug
og ógeðfeld, sem I gamla daga var
nefnt djöfulæði. Stundum kemur
það fyri , að fólk, meðan það er í
þessu ástandi, getur haldið viðræður
við þá sem tala annað tungumál, og
sem það ekki talar eða skilur í þegar
það er I sínu eðlilega ástandi. Vér
höfum þær áreiðanlegustu sannanir
fyrir þessu, sem mögulegt er að fá.
Dóttir Edmonds dómara, sem ég hefl
áður getið um, og sem að eins hafði
fengið vanalega alþýðuskólamentun,
var þegar hún var I dáleiðslu ástand
inu, fær um að tala á ýmsum evrop-
isku tungumálunum og einnig á mál
Iskum Indverja, en sem faðir henn-
ar staðhæfir að hún kunni ekkert I
og geti ekki talað þegar hún er I
sínu eðlilega ástandi. Ég skal geta
þess, að frú Isabella Beecher Hook-
er, systir Henry Ward Beecher, er
ein af þessum undraverðu tummynd-
unar meðalfærum. Hún getur fall-
ið I dá eftir vild sinni og I því 4-
standi breytist andlitsfall hennar
svo, að hún líkist þeirri veru, sem
sem talar gegn um hana. Og enn
er ein tegund fyjirbnrða. Við get-
um tæpast sagt hvort það eru s&lar-
legir eða líkamlegir fyrirburðir; það
er aflið til að lækna. Meðalfærinu
er hægt að sjá og lýsa allri innri
byggingu mannsins, að sjá sjúkdóm-
inn og segja upp & h&r, hvað og hver
hann er, og að ákveða viðeigandi
lækningameðal, og t sumum tilfell-
um getur lækningameðalfærið lækn-
að með handa áleggingu.
Nú hefi ég talíð upp 12 tegundir
fyrjrburða eða 12 aðalrætur fyrir-
burða, sem hver hafa óendanlega
margar hliðar, hver annarí ólíkar.
Þessir fyrirburðir koma I Ijós með
tilhj&lp meðalfara á öllum aldri og I
öllum lífsstöðum mentuðum og ó-
mentuðum. Ungir piltar og stúlkur,
engu síður en fullorðnir menn og
konur, hafa verið notaðir sem meðal-
færi í tilraunum við framleiðslu allra
þeirra fyrirburða og í viðurvist þús-
unda af efasömum áhorfendum, sem
þó hafa orðið að sannfærast við per-
sónulega sjón þeirra I síðastl. 30 ár,
og hver einn og einasti þessara fyr-
irburða heflr verið eins grandgæfl-
lega sannaður, eins og nokkur önn-
ur vlsindagrein, sem nú er þekt Og
þegar tillit er tekið til þess fjölda af
frægum g&fu og mentamönnum, er
rannsakað hafa þetta m&l og kveðið
upp dóm sinn I þvl, þi flnst mér vér
enga sanngjarna ástæðu hafa til þess
að efa virkileika þessara fyrirburða.
(Me:ra),
Svíar í nauð.
Kæru landar og löndur. Hafið
þér ekki heyrt að frændur yðar,
Svíamir, eru í nauð. Þá skortir
brauð. Feður og mæður! Þérgetið
skilið tilfinningar þeirra foreldra,
sem sjá hörnin sfn svöng—heyra
J>au biðja um brauð, en geta ekki
bætt úr þvf. Þér sem náttúran hef-
ir verið örlát við, hugsið til peirra,
sem ekki hafa orðið fyrir þessu ör-
læti, og skjótið nú saman fé þeim
til hjálpar. Takið þátt f kærleiks-
verkum meðbræðra yðar og léttið
byrði þessa nauðlíðandi fólks. Þó
enginn geri mikið, og margir era
samtaka f að gera dálftið, þá mun-
ar fljótt um það.
Ég vil ekki meiða tilfinningar
neinna, en ekki get ég dulist Jess
að meiri þörf og meira kærleiks-
verk væri að leggja fram fé til að
seðja hungrað fólk, en að leggja
það í dýrar matarveizlur, þó það sé
saklaust í sjálfu sér, og eðlilegt,
eins lengi og ‘-matur er mannsins
megin”.
Drenglyndu hjartaprúðu ísl.!
Takið nú saman höndum og gerið
nú fljót samskot og minnist þess-
ara orða: “Fátæka hafið J>ér jafn-
an hjá yður”, og “það sem [>ér ger-
ið einum af mínum mfnstu bræðr-
um, ]>að gerið þér mér“.
Isl. vikublöðin ættu að taka á
móti samskotunum og koma J>eim
til rftstj. “Canada“ svenska viku-
blaðsins í Wpg-, sem er um þessar
mundir að safna samskotum meðal
landa sinna í Canada handa frœnd-
um sfnum heima.
Sfðasta Freyja var prentuð áður
en ég sá þessi tíðindi, ella héfði
ég lireyft samskotamálinu f henni.
Ég treystiritstj. hinn ísl. blað-
anna að hlynna að þessu máli og
fsl. þjóðinni hér vestan hafs að
taka þvf vel.
Virðingarfylst.
M J. Benedictsson.
Til Islendinga.
Þá neyðin þjakar ydar ættar bróður,
er aldrei noeiri þ5rf á hjálp en nú.
Þór minnist allir yðar öldnu móður
að annara líkn húu þáði—tíð var sú.
Nú er það Sviþjóð, sem að líður nauð,
hún sinum niðjum veitt ei getur brauð.
Ó, það er hart. er hungruð brauðs sér
biðja
börnin og ei er sneið að seðja með.
Það er svo Ijúft hinn líðandi að styðja
og létt, þá margir aðstoð geta léð.
Og hverveit nær að neyð berdyrum að,
þó n ú sé g n re g t en síðar?—hver veit
það?
Veitið nú lið og leggið hönd á verkið
og látið af mörkum ofur lítið hver.
Með frændum yðar hérna, hefjiðmerkið
og hjálpið þeim sem fjarri neyðin sker'
í eigin barm ef skoða skylduð þér,
þá skilduð hvaðí neyðaðhjálp-
i n e r.
S. B. Benedictsson.
Þessi Þorrablóts visa var send
Hkr. frá einum af gestum sam-
komunnar:
Menningar fornu minnast
Munngáts og hrossa sláturs,
Lýði blótveizlur lúði
Leiðmót helga sjótar,
Skrúðfærð skutulgerður
Skyrdall barof fullan
Krubbspán knátt at hánum
Kýld hít þeira’ er vildu.
Úr bréfi til Heimskringlu.
“Það er ekki frítt, Baldwin góður,
að sumu fólki f>yki f>ú reiða nokk-
ur djarflega vöndinn áandlega sitj-
andann á honum Sigga Júl. þann
12. þ. m.; en þá kemur það fram
sem oftar “að hjálpin er jafnan
næst J>egar neyðin er stœrst”, því
óðara kemur Jón Einarsson hon-
um til hjálpar, fægir sár hans og
hellir í þau viðsmjöri og víni; eftir
það dillar hann honum þýðlega á
lófa sínum og hrópar hátt “Sjáið
spámann yðar, Israel”; en full-
komnara hefði miskunnarverkið
orðið ef hann hefði, um leið og
hann lagði hann frá sér,, mint liann
á þennan lagastaf hjá Moses (2.
Moses bók, 20. kap. 26. v.) “Þú
mátt ekki um palla ganga upp að
altari mínu,” sem skýrist á þessa
leið: þú mátt ekki yfir leiksvið
ganga upp að altari ástaguðsins
með opna buxnaklauf J>fna. Ég
þykist sjá á frásögn þinni og þvf
sem ég hef tekið eftir áður, að þessi
búningur Sigga hafi verið ein af
auglýsingabrellum hans til að vekja
eftirtekt fólks á sér, en [>að er
spursmál hvort ekki er farið helzt
til langt í auglýsingaáttina, þegar
farið er að gera jafn einkennilega
sýningu á líkamsskapnaði sínum á
opinberum skemtileik. eins og hér
virðist að hafa átt sér stað, f>vf af
öllu má ofmikið gera.”
Um bréfið í “Baldur”
Herra ritst.:—
Af því við Víðinegbygðarbúar ó-
náðum ekki Heimskringlu að jafnaði
þ& dettur mér I hug að senda blað-
inu fáeinar llnur.
Það bezta sem er I fréttum er að
við Ný íslendingar höfum eignast
nýtt blað er “Baldur” heitir. G.
Thorsteinsson mun eiga að sjá um ó-
magann, þó hann sé ekki opinber-
lega nefndur “faðir”, en J. P. Sól-
mundsson á að leggja slna prestlegu
blessun yfir vesalinginn. Hann
(J. P. S.) er nú “sagður að vera”
útlærður guðsorðagankur og er nú
að hreiðra sig hér, en hversu mörg-
um fúleggjum hann leggur I hreiðr-