Heimskringla


Heimskringla - 05.03.1903, Qupperneq 1

Heimskringla - 05.03.1903, Qupperneq 1
Kærkomnasta gjöf til ísl. á Islandi er: Heimskringla $1.50 um árið heim send. XVir. WINNIPEG, MANITOBA 5. MARZ 1903. Nr. 21. Our bleediní? hearts are the beatin« drunis Of the btirial march of the dead.—*J. M. H, JÓN J. LANDY. I ii ddur 15. .ígúst 1851. Dáinn 14. Desember 1902. Hví er svo dimt og dauft á minni leið? f>ví dagsins sól er hnigin bak við meið. Það er svo kalt og eyðilegt mér finst; mitt yndi hvarf mér þá er varði minst. Ó! hversu svart er sorgar-skýið mitt, er sjónum mfnum byrgir andlit þitt; f eyrum duna dauða-slögin köld, er dauðinn boðar mér þitt æfikvöld. Nú brostin eru blfðu augun þín, og bros á vörum ekki lengur skfn; ei hjartað glaða hreyfast lengur kann, og höndin stirðnuð, er svo mikið vann. Þá ung eg var, á æsku minnar leið, og ókominni stundu neitt ei kveið, þú tókst mig í Þinn stóra og sterka arm, þú studdir mig eg kendi engan harm. Eg með fx'r lifði marga sælu-stund, pfn minning fegur skfn en gull í mund; mitt hjarta þráir liorfna vininn sinn. Ó! heimur! þó ert ekki lengur minn. Þú sannur faðir varst, f>vf bömin blfð nú blessi þína minning alla tíð, og elskulegur eiginmaður mér; og öll mín lífs von hvarf í gröf með f>ér. Svo geng ég út á grafarbeðinn f>inn og grátin leiði bama-hópinn minn; þar drjúpa brennheit barna þinna tár, þar^blæða þinna vina hjartasár. . J Eg yeit, að guð minn græðir hjarta-sár, sá guð, sem telur föðurlausra tár. sá guð, sem skapar gleði og sorgar stund; og guð mig leiðir sfðar á ]>inn fund. Þú nú ert sœll! ég veit það vinurminn, ei vansæld nokkur skyggir bústað þinn; en engin tár, og engin bænagjörð má aftur kalla þig á vora jörð. I gegn um vonargeisla sé ég þig og gleðst; ég veitþú einnig þráir mig, þú vakir, er mér heimför verður veitt, og vefur mig f kærleiksörmum heitt. Ó, blessuð lifi f brjóstum minning þfn ! Hin blfða von f dauðans myrkri skín, þinn andi’ f sælu guðs fyr' handan höf, en himnesk ró sé yfir þinni gröf. Ekkja hixs látna. ew Y»rk [ife | nsurance i.o. C JOHN A. McCaLL, pbesident. liífsábyreðir í gildi, 81. Des. 1002. 1550 millionf r Dollarw. 700,000 gjaldendur, sem eru félagid eiga það og njóta als gróða. 145 þús. manna gengu í félagiðá árinu 1902 með 303 miliion doll. ábyrgð. Það eru 40 milliónir meira en vöxtur fél, 1901. Grildandi ábyrgðir hafa aukist á síðastl. ári um 188 mill. Dollars. Á sama ári borgaði félagið 5000 dánarkröfur—yfir 15 roill. Doll,— og þess utan t.il lifandi n eðlima 14J mill. Doll.. og ennfremur var #4,750,000 af gróða skift upp milli nreðliroa, sem er #800.000 meira en árið 1901. Sömuleiðis lánaði félagið 27,000 meðlímum $8,750,000 á ábyrgðir þeirra, með 5 per cent rentu og án annars kostnaðar, C. Olafson, .1. tt. lUorgan, Manager, AGEXT. OKAIN EXCHANOE BUILDINO, AÁ7 X JST JST IPE C3- . Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. —Blaðið Leslie í Weekly segir að hærsti maðurinn, sem til er f heim. inum nú, sé Edward Beaupre í Wil- low Branch í Northwest Territory. Hann er 8 fet og 3 þuml. á hæð, þyngd hans er 370 pd. Hann þarf 21 þuml. víðan kraga, og 22 þuul. langa skó. Hendur hans frá úlfllið og fram á góma eru 11. þuml. á lengd. Utan um brjóstið, undir höndum, er hann 56 þuml. Hann er 21 árs, og álitið að hann hækki enn þá um nokkra þuml. Stærðina hefir hann ekki frá fóreldrum sín- um, því faðir hans er að eins 5. fet og 8 þuml., en móðir hans 5 fet og 4 þuml. Hann er kominn af frönsk- um ættum, og getur tæplega gert sig skiljanlegan á enskri tungu. Hann var nautahirðir þangað til fyrir tveimur árum, þá varð hann að hætta vegna stærðarinnar. Það er sjálfsagt, að maður þessi hefir Jram- vegis ofan af fyrir sér, með því að ferðast og sýna sig. —Þann 22. f. m. kom eimskipið Etruria, sem er eitt af skipum Cun- ard línunnar til New York. Það lagði af stað frá Liverpool og Queens town og hrepti hörð veður á hafinu. Etruria er það fyrsta skip í heimi, sem fréttablað heflr verið prentað á, út á reginhafi. Fréttirnar voru send- ar skipsmönnum með firðskeytahoð- um. Mest af fréttunum var sent frá firðskeytastöðinni í Crookhaven hér í Ameríku. Fréttirnar voru prentaðar og hlaðinu útbýtt á ineðal skipshafnarinnar. Alls samanstóðn fréttirnar aí 116 orðum. Vitnaleiðslu og yfirheyrzlu var lokið í kolaverkfallinu átjánda f. ip. Yfirheyrzlan stóð yfir f þrjá mánuði síða t! Mr. C. S. Darrow hétt tölu allan þann dag, sem málsaðili verkalýðs- ins, og mæltist sniidai lega vel. Það er saga gr&ts og hörmunga, níðings- verka og manndrápa, sem verkaiýð urinn, menn, konur og börn, hafa orð‘ð að líða og hafa orðið fyrir í mörgum tilfellum Sumir vitnisburðir staðtesta hinar skelfi- legustu sögur, sem ungbörn og ör- vasa gamalmenni hafa orðið fyrir af því foreldrar harnanna og synfr og dætur gamalmennanna áttu lffsvið urværi sitt að sækja til námuauðkýf inganna. Það þurfa að vera tilflnn- ingasljóttr menn, sem ekki vöknar um augu, er þeir lesa suma vitnis burðina. Búist er við að gerðar- nefndin Ijúki verki slnu og kveði upp úrskurð sinn í byrjnn þ. m. Á- kveði hún námamönnum hærrakaup en áður, þá fá þeir það frá 1. Nóv- ember síðastl. —Kvenfélagið “The Womeus Christian Temperance Union of Ca- nada” lagði nýlega fram bænarskrá fyrir sambandsstjórnina, sem biður hana að fyrirbjóða með lögum sölu, tilbúning og innflutning & vindlum (cigaretts), og pappír og efni í þær, um Þvert og endilangt ríkið. Fé- lagið álítur að vindlr hafi hiu verstu áhrif & heilsufar æskulýðsins, sem br&ðrar aðgerðar þurfi við. Sir Wilfrid kvaðat hafa hlustað ásendi- nefndina með mcstn ánægja, enhann gæti ekki lofað ákveðnum fram- kvæmdum 1 þessu má!i. Félaginu væri langbezt að finna þingmenn - ina, og fá fyigi þeirra. Þeir reyktu fiestir. Nefndin svaraði, að hún væri að fá þá í lið með sér líka, en þætti mest umvert að fá hann til á- kveðins fylgis. En hann harkaði þaðfram af sér, karlfuglinn, að lofa þeim nokkru ákveðnu í þessu máli. —Mr. T. Thomson náði k03ningu með miklum yfirburðum í North Grey 24. f. m., þrátt fyrir allar vél- ar og upphugsanleg ráð og vinnu, sem Ottawa8tjórnin notaði. Það var liberalt kjördæmi að undanförnu. —Ákafar árásir gera uppreistar- menn í Suður-Kínaveldi um þessar raundir, og bera sigur úr býtum all- víða í vopnaviðskiftum vjð stjórnar- herinn. —Nýlega hefir borist út sú saga í bliiðura, að 2 skipbrotsinenn—And- erson og Ferguson, sem hrakist hafi í skipsbát af Cape Cook skipinu í 6 sólarhringa matarlausír og allslans- ir með fram Kyrrahafsströndinni, hafi nýlega verið bjargað. _og hafi þeir þá verið ráðskertir ogsvolangt leiddir, að hæpið sé að þeir nái sér aftur. —H. Perhome, sem tekinn var fastur fyrir að vera grunaður um morð í Cornwall, Ont, fyrir nokkru síðan, átti að standa rannsókn í mál- inu í f. m., svelti sig f hel í fangels- inu. Hann var Assyrlumaður. Hann talaði ekki orð við nokkurn mann eftir að hann var settur inn. —írar eru vongóðir um að stjórn- in 6 Englandi endurbæti og rýmki landleigulögin á írlandi. En af þeim málsföngum, erenn eru komin í ij >s í blaðaheiminum, virðast engar be'nar líkur liggitil þess.að vesalings Iium rætist þessi fagnaðar von sín. Betur að þeim yrði að trú sinni; þeir eiga sannarlega heimtingu & sínu frelsiog jafnréttislöggjöf, sem aðrar þjóðir. —Foringi og frömuður Doukho bóra var hér í bænum í vikunni sem leið.Talaði hann við og fann yfirum boðsraann innfiutninga skrifstofunn- ar hér í bænum. Mr. J. 0. Smith Hann sagði honum að fólk sitt væri að sefast, og lét vel af öllu. Hann kyað það mundi sætta sig við að taka lönd í ríkinu, samkvæmt lögum og laudsvenju.—Betur að það rætt- ist. —Þann 24. f. m. var ofsa stormur á Englanði allvíða. Frétt frá Lun- dúnum segir: Strandlengis var ó- láta rok. Vindurinn reif upp tré með rótum, velti um byggingum og svifti þökum af húsum víða. Chat- ham and Dower járnbrautin varð ó- fær, vegna þess að byggingar hröp- uðu með fram henni og láu í rústum vfir sporin allvíða. Það tekur all- langan tíma að hreinsa þau. Veður hraðinn er talinn að hafa verið 60 til 70 mílur á kl.tíma. Um tnorg. uninn rénaði veðrið. Haldið er að skiptap og bitatjón hafi orðið mikið, en manntjón ekki til muna. —í vikunni sem leið var Samlin kosinn þingmaður fyrir West Yale kjördæmið í B. C. Hann er Con. og náði kosningu með miklnm at- kvæðamun fram yfir Sanson, sem var valinn af Laurierstjórninni til að sækja þar um þingmensku. —Af þremur aukakosningum, sem fram fóru nýlega í Ontariofylki, náðu 2 Lib. og 1 Con. kosningn. Rossstjórnin mun því hafa 6 í meiri hluta. Fylkisþingíð í Quebec kom sam- an & fitntudaginn var. — Samkvæmt stjórnarskýrslunum hefir járnframleiðslan í Canada 1901 verið 313,646 tons. 1900 var hún ekki nema 122.000 tons. Hún fer árl. vaxandi. Þær námur sem mest af járni er unnið úr, eru Helen-járn- náman I Michipicoten í Ontario, og þaðan ketnur aðallega sá mismunur, sein er & framleiðslunni ár frá ári, þvf aðrat námur i ríkinu auka lítið eða ekkert járnteKíu sína —Þann 26. f. m. var ákafleg brenna í Cinncinati, Ohio. Slökkvi- liðið réði ekki við eldinn og brann stórt svæði af borgínni, margar dýr- ar byggingar af öllu tægi. Fólk komst nauðuglega undan, og margir skemdu sig við að bjarga börnum og gamaltnennum úr húsum. Eigna- tjón er metið yfir 3 millíónir dollara. Yfir 400 menn urðu fyrir stórkost legum eignamissi. — Þann 22. f. m. segit- frétt, að ísspöngmikil hafi brotnað frá landi við Fitinland, og haft þegar borist óðfluga með straumum frá landi. A spönginni voru 250 fiskimenn við vinnu. Bátum varskotið út og alt gert til að bjarga þeim, en þrátt fyr- ir margra kl.tíma tilraunir n&ðu bátarnir ekki spönginni. sem barst fram á Eystrasalt sjóinn. Búist er við að mennirnir farist allir. Læknir í Erie County, Buffio, skar nýlega sjúkling á hol, er kvart- aði um meltingarlevsi og magaverk. Læknirinn fann í raaga han3 456 dúknagla, 41 lttil hnífsblöð, 142 járnskrúfur, 40 prj jnbrot ogalodda, 1|- dúsin af glerbrotmn og 3 þuml. langa vírkeðju. Sjúklingur þessi er 21 ára gamall, er matreiðslumað- ur. Læknirinn telur engan efa á að hann lifi. —Ófriðarhorfurnar milli Tyrkja og Rússa og Austurríkismanna verða svartari og svartari með degi hverj- um, hvernig sem úr kann að rætast. —Albianar drápu nýskeð sendi- herra Iiússa. —Eréttir segja að nýfundin sé auð ug gullnáma hjáAmurfljótinu í Kína. Náma þessi er beint á móti Blogo- vchehensk borginni, sem Rússar eiga. Allir eru t uppn&mi yfir gnll- fundi þessuin, og þyrpast þangað. Það er sagt að 3 pd. af gulli f&ist úr tonninu. Álitiðað námarnir nái yfir stórt svæði. Mælt er að Rússar muni vilja ná tangarhaldi á þessum námum, ef auðið sé. —Sagt er að ný galln&ma ’hafi fund- ist í Transvaal. á 3309 feta dýpi, og mun sá fundur koma Búum að góðu liði, til að greiða herkostnað sinn. —Sá maður, sem fann upp hina svonefndu Gatling stórskotabyssu, er nýlega dáinn. Sú byssa er ein af skæðustu morðtólum I heiminum. Mælt er að C. P. R. iélagið ætli að láta byggja kornhlöðu í sumar hér í Winnipeg, sem taki 2,000,000 bush. af hveiti. í Binghamton, N. Y. er munað- arleysingjaheimili, sem heitir Lus- quehama Valley llouse. Það hafa gengið ýmsar ljótar sögur að undan- förnu um það, að börnum hafi verið misþyrmt þar. Um 200 munaðar- leysingjar eiga þar heima. Þessi stotnun er undir umsjón State Board of Charities og framkvæmdarnefnd- ar. Fyrir nokkru slðan, kom dreng ur til eins, sem er í State Board, og kærði fyrir honum að sér og öðrum börnum væri misþyrmt með svídu- höggum, þar til að blóðið lossaði of- an um þau. Þessi maður, C. Prest- on, tók málið til meðferðar og flutti það opinberlega, Rannsóknir hafa verið gerðar og kemur í ljós, að hirtingarsvipur málmhlaðnar hafa verið brúkaðar & börnin, og þau hafa sum fengið skinnskurði og und- ( ir, og þær stærstu hafa verið allstór- j ar. Það kemur fram að maður sá. sem misþyrmdi börnunum er aðstoð- armaður yfirmannsins. Ekki er sannað að neitt barn hafi verið barið til bana, en sem allra næst því. Herra ritstj. Má ég biðja yður að leiðrétta eftirfylgjandi vfllu, sem stóð í grein minni, er birtist í 15. tölubl. Hkr. þ. á. Þar stóð meðal annars: Meðlimir lestrarfél. Árgal- in eru 17; en átti að vera 23. Núm- era fjöldi á bókum fél. eru 76 í bandi og óbundnar 26. Þess skal getið sem gert er. Þann 7. þ. m. héldu nokkrar konur hér tombólu og dans til arðsfyrir fátæk hjón, sem hér búa. Rúmir $40 komu inn á samkomunni. Þetta var vel gert, og eiga konurnar þökk skilið fyrir frammistöðuna. Wild Oak, í Febrúar 1903. Ingim. Ólafsson. Til Skafta Brynj'ólfssonar. Skafti ann hörku og hreysti og heflar ei ordin. Hann stappa vill stáli í fólkið og stunur ei heyra; takmarka tilfinniugarnar og tala ekki am þrautir. Heiminum byrginn að bjó?a, þó brött þyki leidin. En eg veit að ástum hann unDÍr og jarmlögum hlýjum; bikar af brennheitum vörum hann bergja mun glaður. Skáld ef að skapaður væri hann skyldi þá yrkja um sorgir, um ástir um sælu, hann syngi til dauðans. R. J. Davíðsson. Góður leiðtogi. Marga mun reka minni til þess. að S. B. Brynjólfsson flutti ræðu hér I Wpg. i vetur, um nútiðar skáldskap. þar semhann leitaðist við aðsýna fram á , hversu lítilfjðrlegur og stefnulaus skáldskapur hinna yngri höfunda væri og hversu litið bókraentalegt gildi hann hefði í sér fólgið. Hann gerði einnig tilraun til iað litilsvirða vissa menn, sem hafaiátið á ptentnokkur smakvæði eftir sig, en því miður gat hann þá ekki sýnt mönnum verklega hvernig þeir ættu að yrkja. En nú kemur út i Hkr. í Febr. þ, á. greinarkorn i fimm erindum eftir S. B. B., með fyrirsðgn- inni, “Heimskur og illa vanin“. Veð þeim erindum er S. B. B. eflaust að sýna mönnum hvernig yrkisefni þeir eiga að velja sér. Það er sem sé ein- tómar ærumeiðandi skammir, og el til vill* upplognar,eldgamlar,margtuggD«r óhróðurssögur um náungann. og lýsir þaðallvel hugsunarhætti höfundariiiS. Houum vitðist víst það rúm vel skipað, sem samsteypa hans tekur upp i blað- inu, og þessi erindi hansframleiða göf- ugar hugsanir hjá iesendunum og glæði hjá þeim elsku til náungans HaDn skoðar líklega þannig lagaðan skáld- skap gimstein isl. bókmenta í fáum orðum. Hann álítur líklegasjálfur að hans eigin skáldskapur sé sá fegursti og fullkomnasti, (og aðeitir honum skuli allir bteyta, sem nokkuðfást vfð skáld- skap. Það hefði verið æskilegra að S. B. B. hefði reynt að færa þessa ljómandi hugmynd í liðugt rím, þá hefði það ef- laust fest dýpri rætur í hjörtum ísl. þjóðarinnar og orðið ógleymaniegur andlegur gimsteinn, þegjandi vottur um minningu hans, betur eu nokkur minnisvarði löngu eftir að hann var lagður í gröfina, En það er nú svona lagað, að engum er alt gefið, og ekki Skafta heldur. Ég ætla nú ekki að "segja meiraað sinní. Almenningur hefir þegar séð hversu góður leiðtogi S. B, B er af á- minstri greiu, og hvað göfugt og sið- betrandi það er að fylgja dæmi hans. P S. P. Til sölu eru 2 búlönd í Argylebygð. Á öðru landinu eru plægðar 120 ekrur af hinu 80 ekrur. Á (iðru er hús og fjós, á hinu er hús, Löndin eru W £ Sec. 32, Tp. 7, R. 13 W. Semja má við undirritaðann. Þorsteinn Jónsson Brú P. O., Man. Heimili séra Bjarna Þórarinssonar er að 527 Young Street. Minnisyarði YFTK Gest Pálsson. Nú er fyrsta heftí af ritum bans j fullpietitaö. VESTU R.Í SLEN DINO AU! Látið uúsjá að ýður sé aut uui heið- 'ir þjóðariunar og kaupið þessa bók; húu er ekki gefiti út i gi óðaskyni. held- ur veiðnr ÖLLUM ÁGÓÐANUM varið til þes>- að leisa Gesli Pilssyni minnisvarða I>að er heiður fyrir Vest- ur-íslendinga að verða fyrri til þAssa fyrirtækis, en bræður þeírra heiraa, Bókin verður öll um sextíu arkir í stóru broti, eða þvi sem næst ÞÚSUND BLAÐSÍÐUR. Þeir sem kaupa ðll heftin fá þau á $3,00. Bókin fæst hjá: Sig, Júl, Jóhannessyni. Winnípeg, Aroóri Árnasyni, 111 fi’est Huron Str. C óc vgo, III. Birni Benediktesyni, Selkirk, Steingrimi S, Isfeld. Garðar, Magnúsi Bjarnas.vni, Mountain, Gunnari Gunnarssyni, Pembina. Hirti Dwíðssyni, Baldur. Jónatan K. Steinberg, Ballard, Thor Bjarnasyni, Duluth. J, Ásg, J, Lindal, Victoria. Arthur Johnson, Brandon. Sigurði Jóhannessyni, Keewatin, Bjarna Péturssyni, Hensel, E.H. Johnson, og víðar. Spanish Fork NAkvæmari reikningar verða birtir á prenti yfir allan kostnað og tekjur, til þess að menu geti séð að ekkl er í gróðaskyni unníð. Þetta verður vandaðasta, stærsta og merkasta bókin, sem prentuð hefir verið hér vestra á íslenzku máli; kjör- gripur, sem ætti að vera á hverju heim ili. SEXTÍU ARKIR ! ÞÚSUND BLAÐSÍÐUR!

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.