Heimskringla - 05.03.1903, Blaðsíða 4

Heimskringla - 05.03.1903, Blaðsíða 4
TTEIMSKRrNGLA 5. MARZ 1903. Winnipe<?. 13 ísleudingar fóru frá Brand- on vestur á Kyrrahafsströnd þann 23. f. m. Empire-skilvindufél. hefir herra Gunnar Sveinsson sem aðalumboðs- mann sinn í Manitoba. Skrifið hon- nm að 505 Selkirk Ave., Winnipeg, ef yður yantar vindu. Þriðjudagskveldið 17. þ. m. ®tlar Unitarasöfnnðurinn að hafa Tombólu og skemtisamkomu,—Nán- ari auglýsing í næstu viku. Vér viljum benda á aug'ýsingu frá Kvenfélagi Tjaldbóðarinnar á öðrum stað í blaðinu. Vér efum ekki að hán verður mjög skemtileg, og sem flestir geiðu vel í því að sækja hana. MAGNUS BJÖRNSSON. 57 VictorÍR St., Selur eldívið tneð Jœgsta markaðs- verði. Bezta þurt TímBreck $6.00, full borgr'.n verður að fylgja hverri pöntun, þá kemur viðurinn strax, Næsta sunnudag verður messað á venjulegum tíma í Unitarakyrkj- unni. Síðan síðasta blað kom út hefir veðrátta verið mild og Iiagstæð. WINNIPEG BUILDING & LABOR- £RS UNION heldur fundi sínaí Trades Hall, horni Market og Main 8ts, 2. og 4. fðstudapskv, hvers mánaðar kl. 8. Nokkrir Ný-Islendingar hafa verið á ferð hér þessa dagana. Þess- ir komu inn á skrifstofu Hkr.- Capt. Chr. Paulson, hra W. B. Arason og hra G. E. Sólmundsson. Empire-skilvindufélagið gefur fá- teekum vægari borgunarskilmála en nokkurt annað skilvindufélag. Á sunnudagskveldið var brut- ust þjófar inn í hús W. J. Hinmans á Elgin Ave. og stálu þaðan öllu fé- mætu, sem þeir fundu. Það voru mest menjagripir, sumir gamlir og verðmiklir. í grein þeirri, sem birtist í blað- inu nýlega, eftir hra R. Pétursson, hefir misprentast nafnið á kyrkju Channings. í stað Park Street, á að vera: Arlington Street Church. ístað Korsford, á að vera: Horsford. WESTERN CANADA BUSINESS COILECE. heflr að eins ÆFÐA og HÆFA kennara. Sérstök alúð lögð við kenslu í LÉTTRI ENSKU, EINNIG ER KENT: Verzlunarfræði, Shorthand & Type- writinif, Skript. Telegraphing, CiyilServicementun Auglýs ogaiitun, Skrifið eftir upplýsingum oekensluverði Baker Block Wm, Halk-Jones. gegnt Union Bank. Principal, WINNIPEG, Á fimtudaginn I s'ðnstu viku gaf séra Bjarni Þórarinsson saman f Tjaldbúðarkvrkju, Mr. R. Dennison og ungfrú Liiy Th. Anderson.—Hkr. óskar þessumjunguhjónum hamingju og góðrar framtíðar. Þrír menn sunnan úr Mínnesota komu hingað til bæjarins í vikunni sem leið, að líta eftir búlöndum hér nyrðra. Þeir gistu á Imperfal Hotei á laugardagsnóttina. Um morgun- inn fundust þeir allir nær kæfðir I gasi. Þeim var veitt öll möguleg læknishjálp á almenna spítalanum. Á mánudagsmorguninn var.dóu 2 af þeim, en von um að einn komi til. Þeir fengu aldrei meðvitund eftír að þeir sofnuðu. Þeir voru allir Svíar, að sagt er. Annar þeirra sem dó, átti konu ogung börn, en hinn var ógiftur, og vel efnurn búinn. Hra Sumarliði Kristjánsson og hra Sæm. Helgason yoru staddir hér í bænum fyrír helgina. Þeir voru á ferð vestur á Kyrrahafsströnd ásamt konum sínum. Hra Sumarliði lét vel af landkostum í SwanRiver- dainum. Hann kvað dæmi til að þar íengjust 100 bush. af höfrum og fóðurkorni af ekrunni. Full 60 bush. af hveiti hefði líka fengast þar mest af ekrunni. Gripaland kvað hann þar vera gott, og í framtíðinni mundi þessi nýlenda verða ein sú bezta hveitinýlenda í fylkinu, þrátt fyrir það, þó þar komi stundum frost seint í Sgústmán. Hinn 25. f. m. lézt að heimili sínu á Point Douglas Guðmundur Pétursson Hnappdal úr brjóstveiki, 61 árs gamall.Hann var jarðsunginn á sunnudaginn var af séra Bjarna Þórarinssyni. Höfundur bréfsins frá Ballard, um afdrif Ingvars sál. Olson, sem prentað var í Hkr. nr. 18. þ. á., bið- ur leiðréttingar á þeirri staðhæfingu þar, að séra J. A. Sigurðsson hafi embættað við gröflna. í stað þess átti þar að standa: og gerði prestsverkin við gröfina. Stór myndasýnino^ fer fram í Tjaidbúðarkyrkju, undir umsjón Kvenfélags safnaðarins, á mánudaginn kemur, hinn 9. þ. m. kl. 8. e. h. Rev. J. B. Silcox sýnir 170 myndir, þar af 20 hreyfanlegar. Þessar myndir hafa aldrei sést hér áður. Með sinnialkunnu snilli tal- ar Rev. J. B. Silcox fyrir myndun- um. Aðgangur 25c.; fyrir börn I5c. Stephan Scheving, sem unnið hefir á Rubert Street Barber Shop í síðastl. 6 ár, heflr nú sagt upp vinnu sinni þar. En lætur þess getið að eins og að undanförnu brýni hann skegghnífa fyrir 25c. Líka selur hann beztu tegundir rakhnífa og sitt ágæta hármeðal, að heimili sínu, 112 Harriet Street. Stúkan Skuld heldur Box Soeial 18. þ. m. Programme í nœsta blaði. Conservatíva-klúbburinn í suð urbænum hélt fund I fundarsal Tjald búðarinnar á þriðjudagskveldið, eirs og auglýst hafði verið. Aðalræðu- menn þar voru Hon. R. Rogers og H. A. Whitla, forseti Y. M. L. C. A Biðum mæltist vel. Öllum íslend- ingum geðjaðist mjög vel að Hon. R. Rogers og ræðu hans. Á annað hundrað manns komu, og voru ís- lendingar engu færri en enskir. Eftir fund var spilað turnament- Pedro. Milli 30 og 40 ísl. og enskir tóku þátt í því. 4 prísa var spilað um, og hlutu þessir: 1. K. A. Bene-diktsson, 2. Jóh. Gottskálksson 3. A. Moore, 4. Sigurður Johnson. Það verða óefað haldnir tíeiri íundir á þessum stað framvegis, og turna- ment Pedro þreytt aftur. Allir sem komu á þenna fund fóru heim mjög ánægðir. Stúdentafél. heldur fund með sér næsta laugardagskveld (7. Marz) í Tjaldbúðarsalnum. Fundurinn byrjar kl. 8. Alllr meðlimir beðnir að vera viðstaddir. A. Anderson, forseti. Hús oglóðir hækka stöðugt í verði hér í bænum, og búist við að hækki mikið meira þegar vorið kemur, því útlitið er afar álitlegt með fjörugt Jviðskffta líf og næga vinnu næsta sumar, enda er margt ef eigi aít að hækka i verði. Bygg- ingaviður er orðinn hóflauslega dýr, og svo mun vera um annað byggingaefni. Dr. W. H. Eldreds Liquid Electricity L. E, erú meðul vísinda og fram- fara, þau lækna aila innvortis og út vortis. Þau lækna verki, sárindi, meiðsli, sár. 'tognan, bólgu, stirðleika, gigt, afloysi. hósta, lungnahólgu, tær- ingu, verstu kvefsóttir krampa, svima ra. fl. o, fl. Ekkert heimili má vera án þeirra, og enginn er án þeirra, þegar hann þekkir lækningakraft þeirra. Vottorð. Ég hefi reynt L. É. meðölin. Ég hafði enga trú á þeim, en héðan af brúka ég ekkiönnur meðöl handa sjúkl- ingum mínum. Fyrsti sjúklingurinn, sem ég læknaði háfði ígerðar-tannpínu og illkynjaða andlitsbólgu. Hann var jafngóður eftir fáa kl.tíma og finnur nú aldrei til þessa, sera hann átti vanda fyrir. Næst læknaðí ég mann, sern bú- inn var að hafa raagaverk lengi, og læknar héldu að væri krabbamein. Ég læknaði hann á einum degí. Þriðja manninn læknaði ég. sem hafði Vitus- dans hinn meiri, með dollarsvirði. All- ir sjúklingar ættu að reyna L. E., því þau eru beztu meðölin, sem til eru. 28 East St , Indianapolis, Ind. Dr, B. M. Lawrence. Eg hefi nú til sölu þes9i meðöl. Verð: 25c,, 50c. og $1.00, húsmeðöl og gripa. Panta meðöl, eins og a jglýst áður, fyr- ir staðaldslega sjúkdóma. K. A«g. XtenedikMHon, cor. Toronto & Ellice Ave WINNIPEG. Tíl leigu í Árnesbygð í Nýja-Islandi 140 ekru búland með ágætu íveruhúsi og gripafjósam, fyrir 40 gripi, fast við þjóðveginn, og vel hentugt til greiða sölu. Menn snúi sér til Nikulásar Össursonar, River Park, Man. Kœru landar. Ég er umboðsrnaður fyrir hið al þekta öfluga og áreiðanleea lífsábyrgð arfélag, THE GREAT WEST LIFE, á meðal íslendinga í Winnipeg og hvar annarsstaðar sem er í Manitoba. Einnig tek ég hús og húsgögn í elds ábyrgð, og útvega peninga lán á fast- eignir með þægilegum skilmálum.— Komið og finnið mig að máli, eða skrif- ið mér, þegar þið þarfnist einhvers af því ofannefnda. M. Markússon. 467 Jessie Ave. Winnipeg, Man. Hefurðu gull-úr, gimsteinshring, gleraugu eða brjóstnál ? Thordnr JolinMon $92 llain St. hefír fulla búð af alskyns gutl og silfur varnivigi, og selur þaðmeð lægra verði en að. ir. Hreinsar úr fyrir $1,00 og gefur eino árs ábyrgð. Komið, sjáið, skoðið og sannfær- ist. Staðurin er: mAlV STREET. Thordur Johnson. ÓDÝRIR LEGSTEINAR eru til eru til sölu hjá hra. J. H. Halldórs son, Hallson R. O., N.-D. íslend- ingar ættu að finna hann að máli áður en þeir kaupa legsteina annar- staðar. Ferðaáætl ^(bk. Póstsledans milli Ný-Islands og Winnipeg Sleðinn leggur á stað frá 605 Ross Ave, kl. 1 hvern sunnud.. kemur til Sel kirk kl. 6; fer frá Selkirk kl. 8 ámánud. morgna; kemur tjl Gimli kl. 8aðkv.; fer frá Giraii á þriðjud.m., kemur t[i Icel, Riverkl. 6.; fer frá Icel, River kl. 8 á fimtud.m., kemur tilGimli sarcd. Fer fráGimli kl. 7,30 á föstud.rr., kem- ur tll Selkirk kl. 6 samakv.; laugard kl. 8 frá Selkirk til Winn'peg. — Herra Runólf Benson, sera knyrir póstsleð ann, er að finna að 605 Ross Ave. á laugard. og sunnud., og gefur hann all- ar upplýsiugar ferðalaginu viðvíkjandi MILLIDGE BROS. West Kelkirk. Þeir eru aðlaðandi, Eg legg áherzlu á að gera brjóst sykurinn aðlaðandi, bœði í útliti og að gæðum, GÓMSŒTIR “CREAMS“ EFNISRÍKT “CHOCLATE. HOLLIR “TAFFIES“, HREINN “BRJÓSTSYKUR". Selt í stór- eða smúkaupum, f skrautkössum. Munið að sérhver moli er gerður af beztu tegundum og hreinasta efni. Takiðeinn kassa lieim. Bezta brauð í borginni og ódýrt W. J. BOYD. 422 og 579 Main St. Woodbine Restaurant Stœrsta Billiard Hall ( Norftvesturlandimi,— Tlu Pool-borö.—Alskonar vín og vindlar. Lennon A Hebb, Eicendur. DREWRY’S nafnfræga hreinsaða öl “Freyðir eins og kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sælgætis- drykkur og einnig hið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öl. Ágætlega smekkgott og sáínandi íbikarnum Báðir þessir drykkir er seldir í pelaflöskum og sérstaklega æti- aðir til neyzlu í hcimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst hjá öllum vín eða ölsölum eöa með því að panta það beint frá REDWOOD BREWERY. EDWARD L- DREWRY Mannfaetiirei' & tinporter, WIASII’EG. BIÐJIÐ UM_ 0GILVIE 0ATS Ágætur smekkur.—Hismislausir.— Ábyrgðir að vera ómengaðir.— í pokum af öllum stærðum.— OGILVIE’S HUNGARIAN eins og það er nú til búið er hið ágætasta FJÖLSKYLDU MJÖL- Heimtið að fá “OGILVI E’S” Þa^ er betra en það BEZTA. HEFIR ENGAN JAFNINGJA. Hiáard & Co. YIN vKir/r Ai? A i;.— Oiioadiiin Pacific ((ailwaj Jola skemtiferdirnar i Desember. Fram og aftur lœgsta fargjald til allra staða í ELSTA BUDIN ODYRASTA BUDIN FJOLBREYTTAST- AR BIRGDIR. Hátíða “Calender” vor “Une ONTARIO, QUEBEC SJOFYLKJANNA. Gildir þrjá mánuði. Viðstöðuleyfi veitt þegar komið e? austur lyrir FORT WILLIAM. TOURIST Veritable Teuvre D’Art” og fyrsta pláss verður sendur með hverri pöntun til fyrsta jan. næstk. SVEFNVAGNAR á hverjum degi. Jola og nyars-farbrefin 305 flain St. Winnipeg. fram og til baka kosta TVO ÞRIÐJU vanaverðs.—Farbréfin til sölu Des. 21. til 25. og 30. 31., og Jan. 1. Gilda til 5. Jan., að þeim degi með töldum. Qonner & Hartley,| Lögfræðingar og landskjalasemjarar i 494 JIhíii St, -- - Wlnnlpeg.' R. A. BONNRR. T. L. HARTLBY. j Eftir frekari upplýingum snúið yður til næsta umboðsmanns C. P, R. fél. eða skrifið C. E. McPHERSON, Gen. Pass. Agent, WINNIPEG. 38G Mr. Potter frá Texas hann: “Þú lands minn guði—yðar hágöfugheit eru meira töfrandi en fegurð næturgyðjunnar, hvecær sem er á árinu”. Hún gaf þessum lofsyrðum Potters lítinn gaum, þvi henni var ant um að koraa umtaliau sem fyrst að því sem hún hafði i byggju. Hún spurði hann hvort hann hefði séð dóttur sína þenna dag. Hann svaraði. nei. En kvaðst hafa frétt, að hún væri stödd i Boulogne, og hann ætlaði að leita hana uppi strax og hann hefði tíma til þess. Hann hefði komið til að tala um dálítið við hanaum gamlasamninga. “Samninga við mig;’, hrópaði hun, og gekk fram að burðinni og læsti heuni. “Hana þá; hvað á þetta að þýða?” héltPott- er áfrara. ’Ég hefi þjón, sem hefir eyrun alstaðar”. “Þú gerðir betur að hafa hurðina opna, því hann mundi virða þig að meira, ef hann heyrir það, sem ég ætla að segja þér, lafði Sarah Ann- erley”. “Þykja vænna um mig?”------ “Vera meira upp meðsér af þér eftir en áð- ur, eiasog þú værir Indíánafrú, á rauðum klæð- uiu”. “Ég skil ekki við hvað þú átt”, greip hún fram í. Hún hugsaði að hann ætlaði að tala um giftingarmál við sig, því hann gat ekki haft augun af henni, og hún mundi eftir fylgd haus kveldiBu áður. * * Hann lét hana vera í óvissu nokkra stund. Loks mælti hann: "Eg vissi það ekki fyrr enn Mr. Pottei frá Texas 391 föður þfns eigin innsigli neðan undir. Hún hljóðar svo: “£30 London, 5. Júií 1857. Meðtekin eru hér með þrjátiu pund (£30) með fullum rentum frá 6 dag Janúarmánaðar árið 1850 og þangað til í dag. Jones 8tevens”. “Sjáðu nú til”, mælti Potter sigri hrósandi. * Þessi 6. Janúar 1850 var siðasti dagurinn sem ég átti heima á Englandi, og hét þá Sammy Potts”. “Já”, tautaði hún hálfutan við sig. “Eg hugsa að það hafi verið erfitt að fá annað eins skjal frá föður mínuro”, og hún hugsaðí marst ogsáaðfaðir sinn hafði farið varlega aðöllu. En skildi þó tæplega í því, að það hefði þurft að ganga eftir föður sínum að taka við pening- um, eins fégjarn roaður og hann var.--- Húnfékk meira traust á sjálfri sérenáður, hún hugsaði til þess að vera dóttir þessa manns. Hún bætti við eins og i hugsunarleysi: “Ég býztviðaðþað sé alt sem þú hefir af sönnun- um?” ‘ Hví þá? Eru þær ekki nógar? Ég tók þetta skjal upp úr ferðatösku minni í gærkvoldi tíljað geta sýat þér það ’. "Harningjunni sé lof I” mælti hún við sjálfa sig, og spurði síðan: “Hví vildurðu sýna mér það?” “Ég ætla að gefa þér það, svo þú getir sett það í ramma og geymt það sem annan helgidóm eftir föður þinn, og honuin til heiðurs”. “Til heíðurs fðður minum?” Lofaðu mér að 390 Mr. Potter frá Texas málið til fullra úrslita, en hefði Potter vitað það sem hún hugsaði sór að gera, þá hefði hann hk- lega gripið fyrir munninn á henni og lúskrað henni og látið það verða enda ok samtalsins. Hann svaraði: “Þá ætla ég að gefa þér fullar sannanir”. Hann tók fornfólegt bréfa- veski upp úr vasa sínmn, og leitaði eftir skjali í þvi. Loks fann hann það. en hún hrópaði eins og það væri að líða yfir hana: “Skrifleg s ö n n u n”. Hann tók ekki eftir því. Hann var að rusla f bréfaveskinu, sem mikið var í af bréfpening- um, bæði enskum og amerlkönskum. Þar voru þvottaviðurkenningar oginnan um alt var tölu- vert mikið af lausu reyktóbaki. Loks fann hann þó það sem haun ieitaði að. “Hórna!” hrópaði hann, 1 hefi ég viðurkenn- ingu frá föður þínum, fyrír borgun á þessum 30 gulipeningunum, sem hann lánadi mér”. "Nei, langt fró”, hrópaði hún, og ef hún hefði ekki setíð, þá hefði húri fallið á gólfið. “I'aðir þinn var næstum eins erfiður við- fangs að þiggja þá aftur, og þú að trúa”, mælti Potter. “Ég skrifaði honum einum tuttugu- sinnum áður en ég fékk þetta skjal frá honum. Ég hafði svarið það að borga þessa peninga hvað sem það kostaði mig, þegar ég fór að næla þarna vestur í nýju álfunni. Árið 1857 sendi ég mikið af nautahúðum til Lundúna, og hafði þar unaboð8mann. //ann fékk ekki að borga honum peningaua fyrir mig, en loks kom ég þeim til hans, <>g hérna er yiðurkenningiu með Mr. Potter frá Texas 887 nú, lafði Sarah Annerley, að þú ert dóttir gamla Generoity sjálfs”. “Gamla Generocity”, bergmálaði hún alveg forviða. “Jú, jú. Sir Jones Stevens, hágöfugasti maður, sem nokkurn tíma hefir verið lagður í moldu, oit er þó mikið sagt, og þýðir þó meira”. hrópaði Potter, og glenti npp augun með þakk- lætisfullum ákafa, * Göfugri en allir?” greip lafði Sarah Anner- ley fram í og hélt að Potter væri hálfgeggarður en eftir litla umhugsun bætti hún við: “Þú hefir tæp'ega haft mikil viðskifti við hann?” “Aðeins einu sinni. Það var alt. Gamli Generocity, faðir þinn var mjög góður við mig. og þúhefir reynztdóttur minni ágætlega.og er ég þér þakklátur fyrir pað. Ég tilbið hann og bið fyrir honum”. “Biður f/rir föður mínum?” Þetta mælti hún með undrunog kvíða. • Já, bið fyrir honum!” endurtók Potter, og allar taugar og tilfinningar sýndu að hann meinti það sem hann sagði. “Ég bíð fyrír hon- um á hverri nóttu. Það er vani minn. og hon- um fylgi égeins lengi og égdreg andann”. Hann þagnaði og svö i-tór tár ruunu niður kinnarnar: “í þrjátíu ár hefi ég ekki haft tækifæri til að þakka þér, dóttur þessa mikla bankamanns,— en nú er ég kominn hingað til Boulogne, að flytja þér þakklætið, eins og dóttur bezta vinar sem ég hefi nokkurn tíma Att”. “ Yinai?” svaraði hún hálfundrandi yfir því, að faðir sinn hefði nokkuruntíma gert góðverk.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.