Heimskringla - 30.04.1903, Page 2
HEIMSKRINGLA 30. APRÍL 1903
Heimskriugla.
PUBMSHBD BY
The Beimskringla News 4 Poblishing Co.
Verð blaðsins í Canadaog Bandar. $2.00
nm árið (fyrir fram borgað). Sent til
íslands (fyrir fram borgað af kaupend-
nm bUðsins hér) $1.50,
Peningar sendist í P. O. Money Order
Registered Letter eða Express Money
Odrer. Bankaávísanir á aðrabankaen í
Winnipeg að eins teknar með aððllum.
R. Ií. Raldwinson,
Kdltor & Manager.
Offloe : 219 McDermot Ave.
p.o. box ia»s.
Mismunur á rétti.
Eftir núgildandi kosningalögum
er ekki hægt að svifta löglegan
kjósenda atkvæðisrétti. En hann
getur gert það sjálfur, ef hann
nennir ekki að láta skrásetja nafn-
ið sitt. Þetta er Roblin kosninga-
lögin. En kosningalög Greenway
voru þannig, að ef maðurinn var
Conservative, þá var hægt að stela
af honum kosningarétti. Það
gerðu Liberalar lfka, t. d. f>egar
mörg hundruð Conservative kjós-
endum var stolið af kjörlistunum f
Norður-Winnipeg 1895, og svo
kosningalista hneykslið í Dauphin-
kjördæminu 1899. Hver aðferðin
sé réttlátari geta menn með svo
litlu korni af skynsemi dæmt um,
Liberalar biðja samt fólkið að
koma sér til valda aftur. Þeir sem
eru sömu raðar náungar f mannfé-
laginu og þeir hlýða þvf. Hinir
standast freistinguna.
Sfðasta Lögberg er að fræða f ólk á
því, að það sé Roblinstjóruinni að
kenna, að samninguriun um auka-
veginn komst ekki á framfæri á
milli bæjarstjómarinnar og C. P.
R. félagsins. Slfkt er hraparleg
vitleysa og skilningsleysi eða ann-
að verra. Bæjarlögin ákveða, að
sé strætum lokað. eða tekin af, þá
beri að borga lóðaeigendum, sem
bfða skaða þar við, fullur skaða
bætur. Eins og kunnugt er, þurfti
að eyðileggja og loka strætum, sem
lágu að þessum fyrirhuguða auka-
vegi. En í samningunum, sem
bærinn og félagið voru búin að
gera sfn á milli, tók félagið að eins
fram að það vildi borga eigendum
á Aðalstrætinu, Póint Douglass
Ave., McArthur St. og Annabel og
Rachel Sts. skaðabætur, í samn-
ingnum er ekkert talað um skaða-
bætur til bæjarins, eða skuldlbind-
ingar gegn honum, frá hendi fé-
lagsins, né skaðabætur til eigenda
við önnur stræti, sem hlutu að
verða fyrir fasteignaskaða við
byggingu þessa aukavegs. Samn-
ingurinn var f>vf ekki í samhljóð-
un við bæjarlögin, og [>ar af leið-
andi ólögmætur, eins og allir geta
skilið, sem nokkurt vit hafa. Þing-
ið var fúst á að samþykkja samn-
inginn óðar og hann væri bygður á
bæjarlögum. En bæjarráðið fór
þess ekki á leit né bað um það,
[>egar það tók eftir eða því var
bent á, að samningamir gætu
ekki staðið pannig lagaðir. Fé-
lagið vildi með engu múti þoka
samningunum um hársbreidd frá
þvf, sem komið var, Það er lofs-
vert og löglegt af bæjarstjórninni
að fara þess ekki á leit við þingið
að löggilda svona samninga. Og
þó þeir menn, sem hlut áttu að
máli, sem eigendur er skaða hlutu
að bfða við þetta fyrirtæki, bæra
sig upp undan þvf að rétti þeirra
yrði traðkað, er ekki ámælisvert,
þar eð lögin ákveða f>eim skaða-
bætur undir svona kringumstæðum.
Það er því tóm og botnlaus vit-
leysa, að Roblin eða stjórn lians
hafi hindrað þetta mál að nokkra
leyti. Það er hægt að sanna hvar
og hvenær, sem verkast vilk Vilji
blaðið ekki trúa f>vf, má f>að senda
hvem sem það vill af postulum
sfnum, fram fyrir almenning að
ræðfi mál þetta. Heimskringla
tekur að sér að fá mann eða menn
úr bæjarráðinu, sem fengust við
málið og samningana, til að út-
skýra gang málsins. Kemur f>á
óefað f ljós að Roblin átti f>ar eng-
an hlut að máli, og má Lögb.
biðja hann forláts á framhleypni
sinni.
Framkoma og kröfur
Mr. Greenways.
„Þegar allur samanburður er tek-
á milli flokkanna hér f fylkinu,
er hafa stórum mismunandi stefnu,
f>á leynir f>að sér ekki að forusta
og framistaða Mr, Greenways, sem
leiðtoga, er næsta lítilsvirði. Þeg-
ár dæmt er frá pólitisku ástandi og
verðleikum, án f>ess að taka til
greina yfirburði núverandi stjórn-
ar í þinginu, f>4 er handleiðsla
hans í mesta máta aumingjaleg.
Grennway og flokkur hans var
atkvæðalítill í hverju máli, sem
fyrir bom, á þessu kjörtímabili.
Stærst var járnbrautarmálið. ’And-
mælin í f>ví máli voru vesöl, og
næstum algert samþykki. Mr.
Myer, sem reyndi að sýna gagn-
rýni á málinu, hefir dregið sig út
af pólitiska orustuvellinum, og það
ekki án orsaka, því ef hann hefir
þá dómgreind, sem hann er álitinn
að hafa, og sem játa má að hann
hafi, þá hefir það ekki getað farið
fram hjá honum að sjá það, að öll
handleiðsla Liberalflokksins í hönd-
um Greenways er algert vonleysis-
verk fyrir flokkinn.
Ritstjóri nokkur vel þektur hér í
fylkinu, hefir nú nýlega snúið stór-
skotaliðisfnu beint framan í Green-
way sjálfan fyrir framkomu hans f
vfnsölubannsmálinu frá því fyrsta,
í staðin fyrir að beina áframhald-
andi skotvopnum að núverandi
stjóm. Greenway og flokkur hans
var styðjandi vínbannslaganna,' og
sjálfur studdi hann ötullega refer-
endum mál þeirra Roblins og
Campbells, og þó hann kæmi fram
í öllu þvf máli, sem stormbarið
ýlustrá, sem slæst á allar hliðar,
þá sýndi hann aldrei sjálfstæða
vöm. Samt hefir hann gert árásir
á bindindisflokkinn og formenn
hans, og ákært þá um ótrygð við
sig og flokk sinn, og afneiti sér
sem leiðtoka. Þetta er öflug ábend-
ing nm það, að hann ætti ekki að
hafa fylgi lengur, og fylkisbúar
ættu að losa hann frá leiðtoga-
starfinu”.
Þetta er útdráttur úr grein, sem
nýlega stóð f blaðinu Tribune,
sem rfs öndvert mót báðum flokkun
um, en hefir þó svo mikla sjón og
sanngimi, að sjá að stefna og fram-
komu Greenways og flokks hans er
alveg óþolandi, og ekki annað en
tómur hringlandi, þótt fjárglæfra-
málum hans sé slept.
Maður heitir J. Pierpont Morgan.
Hann á heima í Bandarfkjunum.
Hann hefir oft verið nefndur, eink-
um sfðastliðin ár. Hvers vegna?
Af þvf hann er stórríkur maður, og
er annar sá mesti peningapúki sem
þar er til. Það má heita að hann
ráði alveg yfir sjónum og miklu af
landinu hjá þessari þjóð sem telur
sjálfa sig standa fremst allra þjóða
f heimi. Því trúa lfka margir, og
sjá, “þín trú gerði þig hólpinn”.
Og “verði þér eftir trú þinni kona”
sagði lærimeistarinn forðum. Verði
þér eftir trú þinni Bandaríki, — ef
ske má.—Þessi Pierpont Morgan er
auðvitað maður, ein og aðrir menn,
duglegri og ósvífnari f viðskifum
en fjöldinn, og viðurkennir og
skoðar sinn rétt að eins, en segir
hinum náungunum að sjá fyrir sér
sjálfir.
Morgan fékk stjörnufræðing 1892
til að spá fyrir sér, því Bandarfkja
menn eru yfir hjátrúarfullir og hind-
uryitnadýrkendur. Stjöraufræð-
ingurinn sagði að morgan væri
fæddur undir einni hinni stærstu
hamingju- eða auðsældarstjömu,
(því það er alt og hið sama f Banda-
ríkjunum) sem nokkur maður
gæti verið fœddur undir. Auð-
vitað þóttist fólk, sem ekki er
stjörnuspekingar, hafa séð þetta
áðnr. Morgan er nú 66 ára að
aldri. Og það merkilega við fjár-
safnsögu hans er það, að sfðan
hann varð sextugur hefir hann
safnað mestri þeirri peningadyngju,
sem hann rœður yfirnú. I síðastl.
sex ár hefir hann ekki vikið sér svo
við f peningabraski, að hann hafi
ekki rakað saman fé undvörpum.
Þenna tfma hefir hann ekki lagt út
á einn einasta fjárgróðaveg nema
að bera dýrlegan jæningasigur úr
býtum. Þetta þykir þjóðinni alveg
dæmalaus guðdómur í peninga-
heiminum, sem henni er æðstur
allra heima— líklega sá níundi f
uppstígandi tölu.—
Morgan fór til Evrópu um árið
og seldi þar hlutabréf upp á 25
miliónir doll„ fyrir New York
Central Shares Co. Hann græddi
á því eina mil. doll., og auðmenn
gláptu á þenna stóra gróða hans,
og héhlu hann væri kominn í pen-
ingabrækur.
Það sem hann gerði nœst var að
leigja West Shore-brautina til
New York Cental Co. í 90 ár, og
dáðist H. Vanderbilt enda að því
snjallræði, sem þvf mesta gróða-
bragði, sem gert hafir verið í þess-
um heimi, og gaf honum $80,000
fyrir það frá sjálfum sér.
Þá tók Morgan að sér að láta full-
gera Baltimore & Ohio-brautina.
Á þvf græddi hann 2 mil. dollara.
Næst keypti hann Pennsylvani
Coal Co., og seldi það strax til
Erie-brautarinnar og græddi á því
kaupi níu mil. dollara. Þá keypti
hann Jersey Central, og seldi hana
óðar, og hafði upp á því kaupi 2
mil. doll, Hann stofnsetti Amer-
ican Malting Co., General Electric
Co., Federal Steel Co., National
Casket Co.. National Tube Co.,
American Bridge Co., Intemational
and Mercantile Marine Co., og það
sem mest er af öllu er það, að hann
bygðl upp og útbjó United State
Steel Corporation. Fyrsti ágóð-
inn sem hann fékk af þvf starfi
nam 12| mil. doll.. Hann reisti
við Northem Pacific-brautarkerfið
í félagi Við James J. Hill, og hefir
mikið verið ritað og rætt um það
félag sfðustu ár.
Morgan bankinn er nú orðinn
stærri en National City Bank f New
York, sem er eign Standard Oil
Co. eigendanna. Morgan bankinn
hefir nú um 30 mil. doll. í starfsfó.
Tvö óhöpp hafa komið fyrir
þenna peninga konung, sem menn
vita um, sem hann hefir skaðast á,
Annað er svonefnda úlföldamálið,
kent við Coney Island, sem kost-
aði Morgan þúsundir dollara; en
hitt er skaði við Long Island-
brautina.
Gaman og alvara,
Hann var böinn að róa báðar ver-
tíðirnar hann Sigurður gamli með
sjóhattinn,—hann tók hann aldrei
ofan og svaf með hann á næcarnar,
og þess vegna fékk hann þetta við-
urnefni—karlskepnan. — Lengi var
hann búinn að vera á bátnum með
Sveini spóa, sem fór ætíð þegar logn
var og ládeyða, rétt út fyrir hrogn-
kelanetin, köstuðu þar út stjóra og
drógu margan fagran drátt. En nú
þegar þessi víðburður skeði, sem á
eftir fer, þá voru þrír á bátnum,
nefnil. strákpjakkur lfka, sem var
settur þar til “menta” að læra sjó-
menzku.
Nú bar svo til einn fagran sól-
skinskinsdag og blíðveðurs morgun
að spói segir: “Ætli við ættum
ekki að fara á sjóinn líka Sigurður
minn, það eru allir löngu rónir”.
“Ég býst við því að svo verði
að vera; illa dreymdi mig
samt í nótt, eD því verður lfklega
ekki frestað sem fram á að koma”,
segir Sigurður með sjóhattinn. Svo
er ekki að orðlengja það, að eftir
hæfilegan undirbúningstíma og
kristilegar umþenkingar þá eru pilt-
ar lagstir við stjóra á gamla miðinu
sínu. Sigurður og strákurinn eru
búnir að renna færum sínum, en
spói hefir lagt stýrið þvert yfir skut-
inn og situr þar á, eins og veDja var
allra báta formanna og er að skera á
sleppu til þe3S að ná beitu á öngul
inn sinu. En ekki er hægt sköpum
að renna mátti segja hér. Nú varð
stýrið blautt og ofurlítið rugg kom
á bátinu, en Spói var þreklega og
vel vaxinn upp en rír niður svo
hann missir jafnvægið og steypist á
böfuðið út í sjó. En vonum bréðar
bólar á einhverju rétt hjá borðstokkn-
um og upp kemur lærið eða iöppin á
spóa og strákur var ekki seinn að
ná íog biður karl að hjálpa sér til að
draga alt inn sem hangi við þennan
fót. En þá verður karl fokvondur
lemur hnefunum ofan f þóftuna og
segir; “Ertu hringlandi vitlaus
strákurað ætla að draga manninn
r I
inn á fótunum. Eg er búinn að róa
báðar vertíðirnar, og veit að það
getur kostað hans líf ef þannig er
farið að ráði sínu, sleptu undirein ef
þú vilt að vel fari, látum auðnu ráða
og skaparanum er enginn hlutur um
megn að ráða fram úr vandræðum
manna”, segir Sigurður með sjóhatt-
inn. Svo sleppir strákur og nú líð-
ur góður tími þar til Spói kemur
upp í annað sinn, og til allrar ham-
ingju og biessunar kom nú nefið
fyrst, sem var langt eins og á öllum
spóum, og stákur nær þar í. “Haltu
nú heilla Hrólfur”, segir karl, “mik-
il gæfa hefir oss að höndum borið, að
manninn skyldi bera rétt að”, og
svo draga þeir Svein inn, og Sig-
urður með sjóhattinn segir: "Ég
býst við að ég verði nú að vera for-
maður með það sem eftir er af sjó-
ferðinni, fyrst spói er máttlaus og
rænulaus; við skulum í snatri henda
út fiskilínunum og skera á stjórafær-
ið og taka lífróður í land”. Af þvf
nú að alt gekk betur en á horfðist í
fyrstu, Sveinn lifnaði við en var las-
inn f nokkra daga, þá var ekkt frftt
fyrir að stundum væri brosað að
þessari ajóferð, En mikið skelflng
eru björgunarráðin með “Hjarta-
drotniuguna” lfk þessu. Þegar þú
nafni minn settir ruggið á hana og
rendir henni út af stýrinu, þá viija
þeir yngri, sem eru að læra sjó-
menskuna, hafa rétt björgunarráð,
og láta benda þér á fegurðina ogjsið-
gæðin í þessum leik, svo™almenning-
ur gæti séð hvað ranglátur þú værir.
En þá rísa þeir gömlu upp bálvondir,
lemja hnefunum ofan í borðstokkana
og segja: Viðerum búnir að róða
báðar vertíðirnar á skipinu þvl“arna
og vitum hvað við á. Það er ekk-
ert nema brígsl sem við á, það má
segja að hann depli augunum og sé
bölvaður og snúinn við allan frjáls-
lyndaflokkinn, og svo kann ske eitt-
hvað meira ef þið vitið um. Þetta
er eina ráðið, og ef við færum að
rökræða mál öðruyísi en svona, þá
yrði það til þess að enginn lifandi
maður tryði framar nokkru orði sem
við segðum, og svo vitanlega réðu
þeir gömlu og reyndu, og allur
sálmurinn var sunginn með gamla
laginu.
En alt gekk ver en með spóa, ein-
lagt stóð Hjartadrotningin á höfði,
aldrei gat hún borið rétt að, og loks-
ins kemur Hjaltalfn með hripið, rlf-
ur í lappiruar á henni hvað sem
hver segir, druslar henni upp í hrip
ið sitt, kallar saman flokk sinn og
labbar upp á Lögberg og segir: “Já
ég gat nu ekki horft á þetta lengur
aðgjörðalaust, sjáðu bara ritstjóri
minn hún er hundrennandiblaut og
nærri dauð, ég lét hana upp í hripið
svo það gæti ögn sígið úr henni, það
er ekki að vita nema að nefið á
henni hefði komið upp ef ólukku
boran hann Páll hefði ekki sparkað í
hana líka. Hvað synist ykkur nú
ráðlegast í þessu máli? Viljið þér
ekki gefa okkur einhverja bendingu
ritstj. minn’. Já mikil svívirða
er að vita þessa meðferð, það er
bezt að láta hana vera þarna í hrip-
innu þar til úr henni visnar, of hún
deyr þá ætti Baldwin að borga út-
íararkostnaðinn, og gjöra útförina
heiðarlega því hún er tfginborin
kona, og hætti þíð svo öllu þessu
fjárans veseni með þetta mál sagði
ritstjóiinn.
Ég segi ykkur satt herrar minir
og frúr, sagði H. með hripið, að
hann Balwin verður búinn að depla
augunum nokkrum sinnum áður en
að hann borgar útfararkostnaðinn,
hann hefir einhyer undanbrögð pilt-
ur sá áður en þið sækið þegjandi og
bljóðalaust gull f greinar hans. Mín
tillaga er sú að við annaðhvort ber-
um hana ut 'á litla tim'ourhúsið
hérna á bak við eða gröfum hana á
okkar eigin kostnað og það var
samþykt.
Sigurður Magnússon er maðuriun
sem með viti reyndi að halda höfð-
inu á þessum fagra leík upp úr for-
inni svo alt druknaði ekki. En um
búðirnar hjá ykkur öllum, sem þið
hafi vafið þetta mál í eru alt of stór-
gerðar og áferðarljótar. Því er
ekki að neita að hvar sem það góða,
fagra og blíða er látið sigra það illa,
ljóta og lastverða í heiminum, að
þarer sýnd fögur siðferðiskenning.
Og þar sem greifafrúin getur l'itið
ástina og umburðarlyndið sigra alt
það ljóta og svívirðilega hjá manni
sínum, og kippa öllu sem aflaga fer,
í sambúð þeirra í rétta átt aftur, þá
eru þetta næstum óviðjafnanlega
fagrar rósis sem leikritið málar á
tjöldin sem snúa að augum áhorf-
‘ endanna. En ef þið herrar mínir,
sem þekkið ofurlítið frelsí og mann-
réttindi vilduð gjöra syo vel og gæta
á bak við þetta fagra tjald og skoða
allan sársaukann, sem heima á f
hjarta ungrar konu, sem stendur
varnarlaus uppi í heiminum, þegar
maðurinn, sem alt hennar traust
byggist á, og öll hennar elska er
bundin við, kremur svo og særir til-
finningar heunar og hjarta, að hann
liggur í féglæfraspilum eg lastverð-
um lifnaði með lauslátum konum.
Og ef þetta er skoðað í gegnum
frelsi og réttlæti kvenna í þessu
landi, þó þvf sé í mörgu ábóta vant,
þá missir leikurinn alt sitt gildi og
alla sína siðgæðis fegurð til þess að
verða vel þóknanlegur eða upp á
halds leikur.
En að þessi leikur sá dýrðar djásn
á íslandi, því dettur mér ekki í hug
að hafa á móti. Þar stendur jafn-
rétti kvenna þannig að konur mega
bera á bakinu jafn þunga kola- og
salt poka sem karlar, bera á móti
karlmönnum á börum blautan leir í
mógröfum, standa á engjum jafnan
tfma þeim votar upp f mitti, og yfir
höfuð hafa ótakmarkað jafnrétti við
karlmenn með alt sem verst og erfið-
ast er. En þegar til launanna kem-
ur þá geta þær aldrei orðið nema
hálfdrotningar Og það að sársauk-
iun, sem ég mintist á, séu bara smá-
munir er vitanlega rett ályktun þar.
Þeir eru vel kristnir karmennirnir
þar og þekkja lög Mósesar, kenn-
ingar gamla Páls og fyrirmyndar-
athöfn Davíðs þegar hann dansaði
fákvæddur með ambáttum sínum, og
þegar konan hans, sem var kouung-
borin og systir þess göfugasta og
bezta vinar sem bann eignaðist og
jafnframt hans fyrsta kona sem gaf
honum sína fyrstu elsku, fann að
þessu, þá segir hann: Láttu nú ekki
svona ifan mín, það er ekkí þess virði
að gera veður út af svona smámun-
um. Og bvo lfka eitt enn, að ég man
þá tíð á íslandi að það var uppá-
hald9leikur að siá í spil við aðrar
konur en sfna eigin. Ég tala nú
ekki um ef það voru menn í heldri
röð, svo sem eins og hreppstjóra-
myndir, sem máftu gera allan fjand-
ann eins og greifar eða konungar
yfir Israel. Ég þekti mann sem var
bara réttur og sléttur bóndi, haun
eignaðist fjögur börn á sömu vik-
unni, tvíbura með konu sinni, en hin
græddast í spilum hjá vinnukonun-
nm. Það var svo sem ekki verið að
gera neinar leiðinlegar athugasemd
ir við þetta, og þó konan feldi stöku
sinnum tár vflr stríðinu og heimilis-
bðlinu sem þetta jók henni, þá var
litið á það alt með orðum þess vitra
Salomons:
“Nöldrunarsöm kona er eins og
sífeldur leki ofan af húsþaki”.
Hann var nú ekki blá ókunnugur
kvenfólkinu sá kunningi, og var bú
inn að róa báðar vertíðarnar, eins
og fleiri góðir menn. Svona stór er
sjóndeildarhringur k venréttindanda
á íslandi. og innan þessara tak-
marka er andrúmsloftið, sem allir
þar æðri og lægri draga að sér. Og
enginn getur sannað mér það að
slfkur ágætfsmaður sem Indriði Ein-
arsson er, mundi hafa nákvæmlega
sömu skoðun eftir að hafa verið hér f
fjórðung aldar, eins og margir fs-
lendingar ern búnir að vera. En E.
Hjörleifssyni var vorkunnarlaust að
vita að leikur þessi gjörði hér enga
lukkn ef við því væri hreyft sem á
bak við fegurðina stendur. En því
er nú þannig háttað raeð Þann góða
mann, að þó hann sé nú alla reiðu
búinn að róa “báðar vertíðirnar”,
eins og Sigurður með sjóhattinn, og
dregið margan fagran dráttinn handa
okkur þessum andlegu horgemling-
um, þá hettr hlutur kvenfólksins orð-
ið dauðans rýr frá hans handi.
Lábus Guðmundlson.
Dóttir fangans.
Nýlega hefir birst í Lögbergi
grein eftir Sigurð Magnússon um
sjónleika, og eru þar sannarlega
gefnar góðar bendjngar, sem Vest-
ur-Islendingar ættu að taka til at-
hugunar. Um það geta ekki verið
skiftar skoðanir á meðal þeirra,
sem skilja mannlífið nokkurnvegin
að sjónleikar geti verið og eigi
að vera mentandi, fræðandi og sið-
bætandi, jafnfraint f>ví sem f>eir
veita saklausa skemtun og dægra-
styttingu. Það skal hiklaust játað,
að oft er farið allangt frá réttu
marki, ekki síður í þessu efni en
öðrum. En leikur sá, er Stúdenta-
félagið hefir valið sér í þetta skifti,
er öfgalaust einhver bezti leikur,
sem nokkru sinni hefir verið sýnd-
ur á íslenzku leiksviði. Hann
hefir f>ann stóra kost, að þar er
sýnt svo langt inn í mannlífið á
báðar hliðar, mannvonskan og
manngæðin — að tæpast verður
lengra komist, og þó er hvergi vik-
ið frá daglegum viðburðum og
margstaðfestum sannleika, Leik-
urinn sýnir ástina — bæði móður-
ástina og ástina milli karls og konu
í sinni hreinustu og helgustu
mynd; skyldurækni barna á fegursta
stigi og sanngöfugar hugsanir, jafn-
vel hjá þeim, er dýpst hafa fallið;
en á hinn bóginn aftur heiftina og
f>rælmenskuna, sem einskis svífst.
Hvergi minnist ég þess að hafa séð
lýst djöfli í mannsmynd betur en
þama. Sá sem ekki viknar við
samtal þeirra frú Lee og Florence,
þegar það kemst upp að f>ær eru
ekki mæðgur, en móðurtilfinning-
in hefir fest svo djúpar rætur í
hjarta frú Lee, að þeim verður
aldrei kipt í burtu; eða við eintal
Florence í kofanum, þegar hún
dvelur f fátœkt og sorgum, lirifin
burt frá öllum og öllu, sem hjarta
hennar unni; eða við samtal þeirra
Jerreys og Florence þegar hann
fer viljugur f fangelsið aftur og
hygst að eyða þar æfi sinni í þvf
skyni að hún megi njóta
ástvinar sfns; eða þegar Florence
er að lesa söguna fyrir hann
um Jón Holland, þar sem því er
lýst með átakanlegum orðum,
hversu margir þeir verði sem fúsir
séu að kasta steini á hrasaðan
bróður og troða niður f stað f>ess
að reisa á fætur. Já, sá sem ekki
viknar við þetta, hann hefir sljófar
tilfinningar. Áhrifa mikið er f>að
einnig að heyra Jerrey flakkara
syngja erindin f>egar hann er að
tala við Sandy. Þar er þetta:
“Hjartað mitt f blóðgu brjósti
blaktir eins og fölnað strá,
sála mln á hulda heima
harms er enginn maður sá.
Ég bljúgur er að eðlisfari,
oft er sál mfn full af þrá,
mig langar til að elska einhvern,
einhvern vin, sem treysta má;
eiuhvera vin, sem viti og skilji
veikleik minn og alt mitt böl,
einhvem vin sem lesi og læri
lffs míns skruddu ofan í kjöl.
Sá kafli f leiknum, sem f>etta er
tekið úr, minnir mann á “Skrift
hans” í “Œfintýrinu”.
Nú gefst Winnipegbúum tæki-
færi til að sýna hvort það er satt,
sem f>eim er stundum borið á brýn,
að f>eir kunni ekki að meta g ó ð a
sjónleika; J>að hvemig f>essi leikur
verður sóttur, sannar annaðhvort
það eða hið gagnstæða. Sá sem
ekkert lærir af þessum leik hann
er ekki námfús.
Þýðandi leíksins.
Æfiminning
SIGURÐAR KRÁKSSONAR.
Eins og áður hefir vorið getið um
í Heimskringlu, andaðist á heimili
sínu, suðvestur af Mountain P. O.
N. D„ bóndinn Sigurður Kréksson,
eftir 8 daga þunga legu í lungna.
bólgu.
Mér er bæði Ijúft og skylt að
minnast með nokkrum línum helzu
æfiatriða [>essa látna vinar míns.
Sigurður Kráksson var fæddur f
Nóvember árið 1853 á Hólum í Yxna-
dal í Eyjafjarðarsýslu, og fluttist
þaðan með móður sinni, hér uin bil
10 ára garaall, noiður í Þingeyjar-
sýslu að Mývatni; þar misti hann
móður s(na fljótlega og ólst svo upp
hjá vandalausum þar til hann varð
fullorðinn. Þaðan fórhann svo vist-