Heimskringla - 07.05.1903, Page 2

Heimskringla - 07.05.1903, Page 2
HEIMSKRINGLA 7. MAÍ 1903 Heimskringla. PUBLISHBD BY The HeimskrÍDgla News & Pablishiag Go. Verð blaðeins í Canadaog Bandar. J2.00 um árid (fyrir fram borgað). Sent til íslands (fyrir fram borgað af kaupend- um blaðsins hér) $1.50, Peningar sendist í P. 0. Money Order Registered Letter eða Express Money Odrer. Bankaávísanir á aðrabankaen í Winnipeg að eins teknar með afföllum. B. Li. Bnldwinson, Editor & Manasrer. Office ; 219 McDermot Ave. P O. BOX 1**3. Skrásetningardeildir Gimli-kj ördæminu, Fylkisdómaramir hafa skift Gimli-kjördæminu niður í 14 skrá- setningadeildir, og tilnefnt menn til þess að búa til kosningarlista f hverri deild. Vér setjum hér lýs- ingu um takmörk deildanna og nöfn skrásetningarmanna f hverri deild. No. 1. — Innibindur Townships 16 og 17 f Ranges 4 og west, ásamt St Laurent og Oak Point bygðum. Stráhetjari: Francis Ward, St, Laurent P. O. No. 2 — Townships 16 og 17 í Range 3 west og í þeim hluta í Rangó 2 west sem liggur vestan- vert við Shoal Lake. Skrásejari: William Isbister, Harperville P. O. No. 3 — Towships 18 og 19 í Range 1, 2 og 3 west. Skrásetjari: Chas. A. De Simencourt, Rad- way P. O. No. 4 — Townships 18 og 19 í Range 4 west, og alt að Manitoba- vatni. Skrásetjari: Wm. Clark, Clarkleigh P. O. No. 5—Townsliip 20 f Range 1 west og að Manitobavatni, Skrá- setjari: David Foulds, Cold Springs P. O. No. 6—Townships 21 og 22 frá Range 1 west og til Manitobavatns. SkrAsetjari: W. J. Small, Minne- wakan P. O. No. 7—Townships 23, 24 og 25 frá Range 1 west til Manitobavatns. Skrásetjari: Angus Campbell, Lilly Bay P. O. No. 8—Innibindur alt frá Town- ships 26 til 31 að þeim báðum með toldum, og frá Winnipegvatni til Manitobavatns ásamt með eyjum f Winnipegvatni austur frá nefndum Townships, og milli Townships 32 og 34 að báðum þeim meðtöldum, og milli austur línunnar á Range 11 west og Winnipegvatns, ásamt með eyjum í Winniþegvatni austan við sögð Townships. Skrásetjari: Donald A Hardisty, Ook Point P.O. No. 9 — Austurhluti af Town- ship 18 í Range 3 austur, og part- ur af Township 18 í Range 4 aust- ur ásamt með eyjum f Winnipeg- vatni austur af Township 18. Skrá- setjari: Benedikt Arason, Husa- wick P. O. No. 10—Township 19 frá Range 1 austur alt til Winnipegvatns austur af Township 19. Skrásetjari: Albert Kristjansson, Gimli P. O. No. 11—Townships 20 og 21 frá Range 1 austur alt til Winnipeg- vatns, ásamt með eyjum f Winni- pegvatni austur af nefndurn Town- ships. Skrásetjari: Jóhannes Magnússon, Arnes P. O. No. 12—Township 22 frá Range 1 austur alt til Winnipegvatns, á- samt með eyjum f vatninu austur af nefndum Townships. Skrá- setjari: J. Magnús Bjarnason, Geysir P. O. No. 13—Townships 23 og 24 frá Range 1 til 4 að báðum þeim með- tóldum. Skrásetjari: Jón Sig- valdason, Icelandic River P. O. No. 14—Partur af Townships 23 og 24 í Range 5 og 6 airstur, og Towship 25, frá Range 1 austur til Winnipegvatns, og allar eyjar f Winnipegvatni, sem bggja austur fiá Townships 23, 24 og 25. Skrá- setjari: Ágúst Magnússon, Hecla Post Office. í Sambandi við þetta skrásetn- ingarmál skal pess getið, að skrá- setningar skilyrðiri eru: að maður- inn sé brezkur þegn, hafi dvalið 1 ár f Manitoba og fulla 3 mánuði í kjördæminn, en ekki nauðsynlega í þeirri skrásetningadeild, sem hann biður nafn sitt skrásett í. Þess skal enn fremur getið að hver sá maður, sem er innan 21 árs að aldri þegar faðir hans (eða móðir) gerist brezkur þegn, er samkvæmt lögum brezkur þegn, og þarf ekki að taka borgarabréf. Nýjar álögur Segir síðasta Ikigberg að Roblin- stjórnin sé að leggja á Manitoba- menn með þvf að auglýsa til sölu $509,000 virði af landþurkunar- skuldabréfum. Til skýringar þessu máli skal þess getið að landþurk- unarlögin voru samin af Green- waystjóminni með þvf augnamiði að kostnaður sá, sem því er sam- fara að þurka upp stór votlendis- svæði f fylkinu, skuli ekki greið- ast af tekjum fylkisins, heldur leggjast á lönd þau, sem bætt era, og f réttu hlutfalli við þann ekru- fjölda, sem þurkaður er við slíka framræslu, En f engu tilfelli eru framræslur í stórum stfl gerðar nema samkvæmt beiðni landeig- enda, og eftir að þeim hefir verið nákvæmlega skýrt frá þeim kostn- aði, sem legst við það á hverja þurkaða ekru. Hver maður innan slíkra framræsluhéraða er látinn vita nokkumvegin nákvæmlega hve mikla upphœð hann þarf að borga, og f hvað mörg ár, og sú upphæð innibindur bæði höfuðstól og vexti. Og í engu tilfelli er framræslan gerð nema með sam þykki þeirra, sem hlut eiga að máli, eftir að mæling hefir verið gerð og kostnaðuririn á hverja ekra ákveðinn. En löndin standa f veði fyrir afborgun skuldarinnar, svo að fylkið getur undir engum kringumstæðum tapað við þessar framkvæmdir, öðru en því sem mœlingin kostar í þeim héraðum, sem bændur ákveða að láta ekki íramkvæma verkið ef þeim þykir kostnaðurinn ofmikill. Þannig er þvf varið með framræslu á Swan Creek. Þar er áætlað að uppþurk un á 15,000 ekram muni kosta $28,000, eða sem næst $1.86 á hverja ekru, sem borgist á 30 árum með 4% rentum. En þar eins og annarstaðar er það algerlega komið undir l.andeigendunum, hvort þeir vilja láta vinna verk þetta eða ekki. Það er þvf ekki tiltökumál þó stjórnin láti vinna þau þarfa- verk, sem bændur æskja, og bjóða lönd sfn í tryggingu fyrir kostnað- inum. Bændur í fylkinu eru alment farnir að sjá að það borgar sig vel að fá votlendið þurkað, og þess vega láta þeir gera það, Þess skal og getið að framræsiu eða land- þurkunarhémð eru að eins ný- mynduð þar sem bygð er orðin all þétt og bændur komnir undir talsverð efni. Að upphæð land- skuldabréfa þeirra, sem stjómin auglýsir til sölu, er nú svo miklu stœrri en tfðkaðist á fyrri árum, er að eins sönnun þess að fylkið er að byggjast og efnahagur bænda stöð- ugt að vaxa. Þess vegna leggja ^eir f þessar kostnaðarsömu um- bætur, vitandi vel að löndin vaxa við það f verði meira en nemur umbótakostnaðinum. Þessi land- Jurkun er þvf til hagsmnna á tvennan hátt. Það er bæði hagur 1'yrir bóndann, bót fyrir landið og hagur fyrir fylkið í heild sinni. Tarte kveður Laurier. I. Tarte hefir greitt ákvæði á móti Laurier og fyrrverandi stjórn- arbræðram sínum. Hann segist œtla að neyta allra góðra meðala til að pólitiska stefnan sfn sigri. 3ann hefir rætt og útlistað og sýnt fram á að hver ráðgjafi f Laurier- ráðaneytinu hafi stefnu út af fyrir sig, svo ofur eðlilegt sé að stefna flokksins sé öll f molum. Að síð- ustu sneri hann sér að Sir Wilfrid og sýndi fram á að hann væri að eins forsætisráðherra rfkisins af hendingu tómri, en ekki vegna pólitiskrar stefnu. Hann kvað hann hafa komið inn á pólitika skeiðvöllinn, sem vemdarstefnu- mann, Síðan hafi hann komist f ráðaneyti stjómar, sem játaði og viðhélt mjög lágri tollverndun, en sálast við þær tilraunir. Sir Wil- frid hafi litla meiningu f því máli sjálfur. Hann sé að eins tækifær- anna maður. Þar af leiðandi hafi flokkurinn enga stefnu f stjórn- mensku sinni, og ætli ei að koma fram með nokkura ákveðna stefnu í þetta sinni. Þess vegna finni hann það skyldu sína að yfirgefa stjórn- ina. Þýðingarmesta mál landsins sé tolllöggjöfin, og það væri aðal- verksvið þingsins að fjalla um það mál, og hafa það í góðu lagi. Ekk- ert fylki f öllu Canada hefði meiri áhuga á því máli, en Quebecfylki, og það biði með dauðans óþreyju eftir ákvörðun í þvf máli. HaDn kvað vesturlandið byggjast óðfluga, og það væri skylda stjórnarinnar að annast um byggingu landsins, og hag þjóðarinnar. Hún ætti ekki að hanga við völdin til að hugsa mest um að styrkja sjálfa sig f stöðunni, með almennings fé. Með þessari tollstefnu og fjármála- braski, sem nú eigi sér stað, sé Ontario og Quebec-fylki hábundin sem og alt landið, og til skjótra úrræða þurfi að grfpa. — Liberalar sjá f anda sæng sína uppreidda við næstu kosningar, þvf það er Tarte, sem Quebec-fylki hefir fylgt og fylgir enn, enda veit hann það mœta vel, og er ákvarðaður að hjálpa til að velta núverandi stjóm úr völdum, og mun það takast greiðlega. Fyrir nokkru síðan birti Heims- kringla langt og vel riteð bréf frá herra Rögnvaldi Péturssyni sem nú stundar nám við hinn fræga fræga Harvard háskóla. Sumt af bréfinu virðist skrifað hálfvegis í spaugi, og nálega það eina af þvl sem f alvöra er sagt og sem mót- mœlavert sýnist, er staðhæfing sú, að ekki sé að hælast yfir neinni reglulegri viðurkenning íslenzk- unnar við Manitoba háskólann. Herra Pétursson hefir eflaust rétt fyrir sér, er hann segir, að Islenzk- an 6é að eins viðurkend í undir- búningsskólmjum. En það jafnframt aðgætandi, að einungis hinar nauðsynlegustu og hæst metnu undirstöðugreinar eru kend- ar á uudirbúningsskólum, liinar nauðsynlegustu æðri námsgreinar f lœgri.bekkjum háskólans, og grein- ar þær sem stúdentum er leyft að að kjósa að eins í hærri bekkjum háskólans,—t. a. m. í slenzka og gotneska við Harvard-liáskólann— eru þær sem álitnar eru nauðsyn- legar að eins fyrir þann sem er að búa sig undir æfistarf í sérstökum greinum. Franska og þýzka,— tungumál, sem búist er við að hver mentaður maður kunni,—eru því skyldunámsgreinar við hina lægri bekki í flestum skólum. og er það þvf meiri heiður fyrir fs- lenzkuna að vera lögð á borð við þau tungumál ’í undirbúningsskóla Manitoba háskólans, að vera kend í sambandi við gotnesku og gamla há-þýzku f hinni vfsindalegu mál- fræðisdeild Harvard háskólans. Kensla sú sem á sér stað við Harvard háskólann og aðra háskóla í Bandarfkjnnum, er réttkallað norrænu og ekki fslenzku kensla.. Ef greinarmunur er gerður á fslenzku og norrænu — og þó að bæði ég og aðrir gleymi oft að gera greinarmun sem skyldi, — þá má með réttu segja, að við Manitoba h&skólann hefir ísl. fyrst verið kend í Ameríku, og að sá háskóli er sá eini vestan hafs, sem ,nú kennir fslenzku. Það er vel kunnugt flestum þeim, sem á íslandi eru uppaldir og mörgnm þeim sem hér hafa ujipalist, að mikill inunur erá fommálinu og hinu nýja, sem nú brúkast. I sögumálinu er niður- röðun orðanna töluvert önnur en sú, semnú tfðkast; orðmyndunin er eigi sú sama 1 mörgum tilfellum og margskonar beygingar hafa tap- ast síðan á söguöldinni. I sumum sögunum eru jafnvel nokkur orð, sem málfræðingunurn kemur sam- an um, að aldrei muni hafa verið brúkuð f hinu daglega máli Islend- inga. Til stuðnings þessu,—ef til þyrfti — mætti hafa ýmsa kafla úr hinum eldri sögum. Þær setning- ar, sem hér eru tilfærðar, eru tekn- ar úr hinni vfsindalegu útgáfu Ernst Wilkens af Völsungu. Orð þau, sem prentuð era með skáletri, munu sjaldbrúkuð í íslenzku máli nú, ef þau eru ekki algerlega töp- uð. Kap. XVII: Segl þeira váru mjök vönduð ok ítarlig at sjá. Kap. XXI. Þ& mœlti hón: ver vel við frændr þína ok hefn lítt mótgerða við þá, ok ber við þol, ok tekr þú þar við langœligt lof. Kap. XXIV. Hón svarar: vel megu- vér, frændr lifa ok vinir, en hdttung er í, hverja giftu menn bera til síns endadags. Kap. XXV. Guðrún var fá- orð, Brynhildr mælti: hvi megi- þér eigi gleði bella? Skáldskaparmálið foma—jafn- vel þótt eigi sé minst á kenningar og heiti—er svo ólíkt nútfðar ís- lenzku, að flestum mun örðugt að lesa Eddu Sæmundar, og era mörg af kvæðunum nálega laus við kenningar. Eg get sagt af eigin reynzlu, að fyrir íslending sem fer á skóla, án þess að knnna orð í norsku eða svensku er mikið auð- veldara að lesa og þýða orð fyrir orð algengar bækur á þeim tungu- málum,—til dæmis bækur Björn- sons, Holbergs og Selmu Sager- löfs,—en að lesa Sæmundar Eddu. Þetta má sjá glögt af fáeinum sýn- ishomum, sem tekin era af handa hófi úr Sæmundar Eddu Dr. Finns Jórissonar: Völuspá. 4) Áþr Bors synir bjöðom ypþo þeir es Miþgarþ mæran skópo. 5. (Eftirútgáfu Bugges); Gengo regen öll á rökstóla, uinnheilog goþ ok of þat gættosk. 5. (Jónsson): Hittusk æser á Iðavelli, þeirr horg ok liof hótimboþo. 6. ) Tefldo í túne, teiter vóru, —vas vetterges vant ór golle—. 13.) Veit Heimdallar hljóþ of folget und heiþvönom helgom baþme, á sér ausask aurgom forse, veþe Valföþors Vitoþ enn eþa hvat? Þessar fáu lfnur teknar úr fyrsta kvæðinu í Sæmundar Eddu sýna glögt, að meira þarf til að lesa hin frægu fomaldarljóð vor, en þekking á 'daglega málinu og á 19. aldar bókmentum íslands. Og samt er auðvelt að lesa Eddu, í samanburði við hin svonefnku skáldakvæði. Eftirfylgjaudi vfsur munu sumum Islendingum lítt skiljanlegar: IJr Sonartorreki Egils Skalla- grfmssonar. Eftir útgáfu Valde- mars Ásmundarsonar: Esa auðþeystr, þvf ekki voldr höfuglegur, ór hyggu stað fagna fundur Friggjarniðja árborinn ór Jotunheimum. Úr Höfuðlausn. Útgáfa V. Ásmundarsonar: Vestr fórk of ver, enn ek Viðrisber munstrandar mar, Svá’s mitt of far. Drók eik á flot við ísabrot, Hlóðk mærðar blut hugknarrar skut. Úr Njúlu.—Útgáfu Valdem. Ásmundsonar: Kap. 44: Skarphéðinn kvað þá vísu: Eru umgerðis jarðar, auðs verpandi, sauða, eisu einkar fúsir ofveitandar leita. Þeir hafa seima særir, smlðandar drafníða —geystr vinnk geira róstu— grasbfta skyn lftit. Það er ef til vill nauðsynjalftið, að tilfæra svona mörg rök máli, sem raunar er sjálfsannað. nefnil. staðhœfingunni, að rnorrænan er með nokkuri sanngirni skoðuð í amerfkönskum liáskólum. sem hvert annað „dautt“ tungnmál. Sannleiknrinn er, að við flestallla háskóla gefa kennarar í norrænu nútíðar bókmentum vorum engu meiri gaum, en kennarar f grfsku eða hebresku gefa nútíðar bók- mentum Þeirra þjóða. Margir há- lærðir prófessorar hafa stritað svo árum skiftir við hina torveldari parta Sæmimdar Eddu, án þess að hafa einu sinni heyrt eða séð nafn Matthíasar Jochumsonar, eða Hallgrfms Péturssonar. Hvað snertír nútíðar fslenzku, eru flestir þeirra mjög þögulir, sem bezt hæf- ir þekkingarskorti þeirra. Ein- stöknsinnum staðhæfa þó sumlr þeirra í bókum og tímaritum, að á íslandi séu alls engar nýrri bók- mentir, sem því nafni megi kall- ast. Auðvitað Jer það ósanngjamt að segja bókmentir hinna sfðnstu þriggja alda einskis verðar; en satt er það, að frá málfræðislegu (philological) augnamiði eru sög- umar og gömlu kvæðin margfalt dýrmætari en hin fegurstu og lipr- ustu ljóð 19. aldarinnar. Flestir amerfkanskir háskólar kenna nor- rænuna málfræðislega. Manitoba háskólinn er sá fyrsti og’sá eini háskóli vestan hafs—eftir þvf sem ég bezt veit,—sem hefir gefið ís- lenzknnni—nútiðar málinu—hina minstu viðurkenning. Það er víst, að fslenzkan er lierra Péturssyni kær, og fáum hinna yngri manna okkar mun hún kærari eða hand- gengnari, þó svo sé, ef tilvill, sem hann segir, að lf.tið hafi verið grætt, þá er gott að þeir sem unna íslenzkum framförum, gleymi ekki, að lítið er betra en ekki neitt. Þó smátt sé nokkuð um nægtirnar hér, Þá njótum þess saman, það lítið það er, Og einskonar bræðralag bindum— — bindum bræðralag, sem starfar með atorku að öllum framförum, og sem gleðst við hvert framfara- spor, jafnvel þó ekki sé stundum langt stigið. Það er |gleðiefni að Harvard háskólinn og nokkrir tug- ir annara háskóla hafa viðurkent dáð og andlegt atgerg feðranna með virðing þeirri, sem sýnd er Njálu og Eddu; ætti það ekki enn fremur að vera gleðiefni, að fyrsta sporið er stigið á leiðinni til fullr- ar viðurkenningar þess að margt er eftirtektavert f hinum nýrri bók- mentum Islands. Framtfðin er, ef til vill, stund vors fegursta frama, en nútíðin hefir ekki látið feðranna frægð falla algerlega í gleymsku og dá, og ættu nútíðar íslendingar að sjá til þess að nú- tfðin sé virð að verðleikum að minsta kosti á meðal þeirra sjálfra. • V, S. I. Bréf. Þegar mennirnir komu til sög- unnar, þá hugsuðu þeir strax um að breyta til batnaðar frá því, sem for- feður þeirra bjuggu við. Við skul- um ekki álasa þeim fyrir það, að þeir bjuggu í skógum, lifruðu upp og ofan greinarnar og sváfu upp í trjánum, eða skriðu inn í hol tré þar sem þeir gátu fundið þau. Já, fyrstu mannfoieldrarnir hugsuðu um að fá sér betra skýli, en skógbúarnir, og þeir litu til jarðarinnar. Þeir fundu grifjur og lautir. Þar höfðust þeir við, en þráðu þó að finna betri grifj- ur og skýli. Og sú Iöngun gekk í arf,til afkomenda þeirra, og þeir leituðu og leituðu, og eftir mikla mæðu og langt skeið fundu þeir betri skýii.Þeir fundujhellana sterkari og rýmri og betri til að verjast of- sóknum óvinanna. Þannig gekk það kynslóð eftir kynslóð; stöðugt þráðu menn breytingar,og allir hafa eytt lítinu í leit, f leit eftir öðru betra og fullkomnara en forfeðurnir bjuggu við. Framsöknar þrá hefir liíað í hugsun mannsins frá því tyrsta, og fylgir honnm eins lengi og hann verður til. Það er aflið, sem gengur fyrir framfaralistunum, og gefst aldrei upp, þrátt fyrir ofur- megn þrauta og hörmunga, sem fylkja sér á vegí mannlífsins. — Við sem lifum í dag, og bælum okkur stórum af því.að við höfum þetta og þetta, sem gamlafólkið þekti ekki og fór alveg á mis við, við erum samt engu ánægðari með kringumstæður okkar og leitum að öðru betra og fullkomnara. Við getum bent & skólana, sem við höfum, en forfeður vorir sáu aldrei, og stigu þar aldrei fæti inn, við getum bent á kyrkjurn- ar okkar og kenniiýðinn, sem engan brennir & jarðnesku báli lengur, við getum bent á stjórnarfarið, lýðveld is9tjórnir, þiugbundnar konunga- stjórair, og hrist höfuðin yfir þeim, og gömlu einvaldsstjórunnm og þorp- urum og illmennum í konunga og keisarasætum, sem létu heDgja og höggva forfeður vora eftir eigin vild, og gerðu frjálsborið fólk að þrælum sínum og höfðu yndi af að sjá það hnfga örmagna í hinsta sinn að velii. En hvað skeður nú? Nú þarf maður ekki að vera konungur né keisari íil að aílífa með- bróður sinn, nú má gera alt með peningum, tem vald þurfti til áður; mikið feykilegt bákn yrði það, ef við tækjum alla skólana, sem nú eru til að menta mannkynið, og hlæð- um þeim saman í einn stað. Skólar forfedranna fyrir 300 árum síðan yrðu nær því ósjáanlegir hjá okkar skólum. Mikið gerir umbótastefna mannsins, yrði hrópað. Mikla fjár- sjóði, visku og þekkingu eigum við fram yfir gömlu mennína segjum við með gorgeir og drambi. Sjá skólana! Heyrgný brunandi framfaraílóðs!— Ertu viss um þetta vinur minn? Heldur þú ekki að hér sé að ræða um mÍBsýningar og hyllingar á sæn- um frammi?—Allir leitustum við að hlaupa áfram—eins og við köllum það—leita að meiru, fá okkur annað betra og meira. Breytingarþráin til betra hlutskiftis hefir aldrei verið sterkari hjá mannkyninu en nú. Menn fórna fósturlandi sínu, vinum síuum, heilsu sinni, og — og oftast lífinu sjálfu til að geta bætt kjör sín— í von um annað betra. Sterkt er þetta fiamsóknarafl í manninum. Þegar við erifm dauðir og kynslóðir seinni tíma líta á verk vor, og á æfi- kjör vor, þá munu þær hrista höfuð- in yfir fákunnáttu vorri og volæði, eins og við gerum yfir forfeðr- um vorum nú. Andinn verður æ hinn sami, um allan heimsins aldur.—Breytingastefnan er sterk- asta ljósið f mannssálinni. Það er stefnan sem knýr vilja og þekk- ingu til fangbragða við kringum- stæðurnar, og sækir stöðugt og jafnt áfram, kynslóð eftir kynslóð, stig fyrir stig með föstum og óhnektum krafti. Og hvað flýtur svo af þessu? Það flýtur það af þvf, að þó öll heild- in haldi svona áfram, þá verða ætíð merkjauleg séreinkenni hjá hverjum einstakling, á hvaða tíma sem hann er uppi. Hver og einn velur sér meðöl, til að ná þessu takmarki sem hann þráir, og verða þau þar af leið- andi margbreytt, og hafa þýðingar og uppruna til ýmsra orsaka í sögu mannanna. Eitt er áreiðanlegt, sem getur verið í sambandi hór við, að starfsemi og markmið mannsandans verður aidrei fjötruð með lagasmíði og borgaralegum ákvæðum, þegar til hins insta eðlis kemur, að öðru leyti en því, að alt sem er til sannra bóta samrýmist við heilbrigða skyn- semi og skoðun. Kyrkjan hafir reynt að leggja höft á umbóta þrá mannsins, og myrkra skynsemi hans, f meira en 1900 ár. Hún greip það sterkasta meðal, sem fyrir hendi var til þess, yfirnáttúrlegt vald, sem hvílir á góðum og vondum fyrir- heitum. Heilbrigð skynsemi sér á- vextina af þeirri iðju. í fyrsta máta eru þeir smáir, og í öðruiagi verða þeir einlagt óútgengilegri og óhugðnæmari, og innan lítils tíma lítur mannsandinn ekki við þeim, í þeirri mynd og umbúðum, sem þeir eru frámreiddir I nú. Villimönnum nægði að hafa steina og stokka fyrir guði sfna. En eftir þvi sem manns- andinn heflr þroskast upp á við, eítir þvf hefir hann valið sér æðri og fegri átrúnað. Þó að sú trú, sem na er kend væri, þeim sem aðra iélegri höfðu. góð og gild, þá er hún nú orðin fjöldanum ónóg, að minsta í gervi þvf, sem hún er borin fram f fyrir menn; Sönn og göfug trú verður að fyigjast með ijósinu og sannleikanum, sem býr í anda manns- ins, annars er hún epli án kjarna, eða bjalla án hljóms. Kyrkjan, svo stór og fögur, sem hún upprunalega var, er að verða minnismörk yfir

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.