Heimskringla - 28.05.1903, Blaðsíða 1

Heimskringla - 28.05.1903, Blaðsíða 1
XVII. WINNIPEG, MANITOBA 28. MAl 1903. Nr. 33. Fregnsafn. Markverðuscu viðburðir hvaðanæfa. —Ófriðarhorfurnar raeð Japan- mönnum ogRössum verða svartari með degi hverjum. Hálfgert æði hefir gripið Japanmenn og hervæð- ast þeír í tryllingx áallar lundir, en Rússar fara sínu fram þar eystra, og hopa hvergi. Það þykír blaða- mönnum þar austur frá ískyggiiegt, að á meðan Rússar fara sínu fram í norður-Kína, þá virðast Frakkar hafa viðbíraað í Suður-Kína, og ýta þar undir ófriðinn. Telja sumir á- reiðanlegt að það sé samkomulag Rússa og Frakka, að aðrir sæki að að norðan, en hinir að sunnan. Að- farir Frakka og undirbúningur þyk- ir vera óttalegri fyrir Ameríkum. Breta og Japansmenn, en Rússar á hina hliðina. —Brezki konsúllinn í Chicago hefir nýlega sent skýrslur til Eng- 1 ands, sem ræða um verziunar og vörumarkað, bæði nú og framvegis. Hann segir að verksmiðjuiðnaður fari stórum vaxandi í Bandaríkjun- um, og menn þar séu alstaðar að líta eftir markaði fyrir vörur sínar, og fari vöruflutningur stórum vaxandi ár frá ári. Hann álítur Breta gera alt of litið að því, að koma vörum sínum inn á markaði í Bandaríkjun- um, og séu Þeir stöðugt að dragast aftur úr á markaðinum. Hann álit- ur að verksmiðjueigendur á Bret- landi þurfi að kynna sér miklu bet- ur fyrirkomulag stéttarbræðra sinna í Bandaríkjunum, sem séu að fara fram úr þeim, bæði að framleiðslu íðnaðar og stórsölu. Hann segir, að á meðan brezkar vörur hjakki við það sama, eða fari rénandi í sumum greinum, þá séuþó ýms ríki Norður- urálfunnar að auka vörumarkaði sína í Bandaríkjunum. Hann vill sérstaklega leiða athygli landa sinna að því, hversu mikið að ameriskír verzlonarmenn auglýsa vörur sínar í blöðum og ritum, og segir að sum verzlunarfélög þar auki inntektir sínar um helming með því fyrir- komulagi. Hann ræður Bretum fast til að auglýsa vörur sínar, sem Ame- ríkumenn, og sé það óbrigðult til að auka viðskit'ti og njóta hagsmun- anna af verzluninni. , —Paul Kruger kom nýlega til Parisar, og var fagnað þar sem |kon- ungi af félagi þvf, sem tók á móti honum. —Um daginn náðist peningaskáp- urinn ekkiopinn í Royal Bank of Canada, i Falifax, I fjögur dægnr samfleytt. Fyrst reyndu banka- stjórarnir að ná honum opnum og þegar það tókst ekki, voru fengnir allir járnsmiðir borgarinnar, en alt kom fyrir eitt og hið saca. Bank- inn mátti lána peninga hjá bankan- um af Nova Scotia til þess að halda áfram viðskiftum við viðskiftamenn sína. Síðast þegar skápnum var lokað, voru íátin inn i hann $500 þús. í seðlum. Nú er báið að fá múrara til að rffa niður múrhvelf- inguna, sem skápurinn er innmúrað- ur í. Um fleiri aldir hafa trúboðar ver- ið sendir til austurlanda, til að boða fólki þar ýmsar trúarbragða greinar vesturlandabúa. En nú virðist sem öfugstreymi sé að byrja á þessari að- ferð. Því nú heflr móðurkyrkjan í Nishi Hongwanji f Kyoto á Japan eent nokkra presta til Ameríku, til að boða Buddha trú. San Francis- co er höfuðstöðvar þeirra og hafa þeir nú þegar stofnað útibú á 12 stöðum á Kyrrahafsströndinni. Hef- ir þeim þótt sér verða þar svo vel ágengt, að þessi kyrkja hefir uýskeð sent umboðsmann til Evrópu, til uadirbúmngs að koma þar á fót trú- boðastöðvum. Svo segja þeir sem kunnugir eru trúboðastarfi Þessara Buddhatrúar presta, að þeir fari með spekt, hógværð og góðsemd til sinna meðbræðra, en ekki með blóð- böðum og rógi, eins og trúboðum í austurlöndum er borið á brýn að viðhafa alt of oft. —Það er nú borið til baka, að gulltapið sem getið var um, um daginn f blöðunumj Klondyke, jhafi hafi nokkuð að styðjast. Flóðin eru nú sögð að hafa yerið minni, og ekk- ert til muna hafi skolast f burtu af möl, sem gull var í. - Raymond-saumavélarnar eru búnar til í Guelph, Ont. Verkamenn hafa nýlega hæft vinnu á verkstæð- inu, vegna þess að þeir fengju ekki þá kauphækkun, sem þeir báðu um. Laun verkamanns þar hafa verið $1.25—$1.75, og vill félagið ekki borga þeim meira, þó álitið sé að það græði stórfé á smíðinu og söl- unni. —í vikunni sem leið fór Sir Thora as Shaughnessy hér um bæinn og var á ferð vestur að hafh til að bera vitni í landsölumálinu, sem ráðgjaf- arnir í British Columbiaeru ákærðir fyrir, einkum Mr. Wells. Að svo komnu er ekki hægt að fá npphaf eða enda í þvf máli. Það er verið að rannsaka það, og koma fram voða- legar missagnir í því. -—Fullyrt er að lávarður Minto haldi áfram að vera landstjóri í Ca- nada til haustsins 1904. í vikunni sem leið var brenna mikil í bæ I Quebec-fylki, sem St, Hyacinthe heitir. Slökkviliðið frá Montreal frelsaði bæinn frá að brenna til ösku. Um 2000 menn eru húsviltir og heimilislausir þar síðan. Eignatjón metið um $300 þúsund. —Að undanförnu hafa ranusóknir haldið áfram í Gamey-málinu i Ont- ario. Það kemur nú upp úr kafinu að Hon.Stratton hefir tvíboðið fregn- ritanum, sem kunnugur er málinu, að reyna að gleyma því sem hann vissi og sér væri til skaða. Fregn- ritinn kveðst hafa svarað að hann gæti gleymt hiutum. sem ekki væri minst á við sig, en siður þeim sem hann værí mintur á, og talað um. Þetta heflr hann borið fyrir rétti. —Að undanförnu hafa verið elds- umbrot f Colima-fjallinu í Mexico. Hvert gosið heflr fylgt á eftir öðru, og spúið eldijallaösku og vellandi hrauni yflr nágrennið, svo ibúarnir hafa flúið þaðan og lei'tað sér og skepnum sínum skýlis annarstaðar. Lestaferðir eiga að hefjast 7. næsta mánaðar héðan úr bænum of- an í Winnipeg Beach. Lestir eiga að ganga reglulega eftir þann dag á hverjum degi, nema ekki á sunnu- dögum. Þær fara héðan úr bænum kl. 4.15 e. m. og koma þangað kl. 7. Fara til baka næsta morgun kl. 7 og koma hingað til bæjarins kl. 9.45 f. h. Þar að auki ætlar félagið að halda uppi sérstökum lestum til skemtiferða. Líklegt þykir að þær fari á hverjum laugardegi f sumar fram og til baka. Þær lestir verða ekki nema 1| kl.tíma hvora leið. Félagið hefir óefað hornleikaraflokk með hverri lest, og danssal þar neðra, fólkinu til skemtunar og hug- fróunar. —Þann 20. þ. m. var stórhríðar- bylur mikill f Cóulte, Montana, Frost steig 4—6 gr. Fjöldi af fén- aði fórBt í fönn og kulda. Um 90 Þúsund skepnur fórust, sem frétt er, og er sá skaði metinn um 2 míllión ir dollarar. —Undanfarna daga heflr fólk dá- ið úr hita I Philadelphia, New Yorl? og Baltimore. Landstjórinn f Ufa á Rússlandi var nýlega skotinn, þegar hann var á gangi í lystigarðinum í Ufa-borg- iuni.Jog dó strax. 2 menn skufru á hann, en hvorugur heflr náðst. Rithöfundurinn “Max O’Rell”, (Paul Blouet), rithöfundur og skáld, er nýdáinn á Frakkkmdi* ISLAND- Eftir Fjallkonunni. Reykjavfk, 15. Apríl 1903. Úr Rangárvallasýslu 24, Mars. “Eins og tfðin varindæl framan af vetrinum með einlægum blíðviðr- um og pýðum,eins hefir hún verið stirð og harðindasöm nú síðan að leið fram á útmánuðina.Það breytti heldur til lakari veðuráttu með sól- stöðunum, svo allstaðar varð að taka fé á gjöf, og sumstaðar hross. En aðallega lagðiá með þorrakom- unni, með snjó og umhleypinga, og hefir það lialdist fram að þess- um tfma; snjókomur altaf meiri og meiri, og nú eru orðin svo mikil snjóþyngsli, að naumlega er hægt áð komast húsa á mílli til að bjarg skepnunum. Það hefir verið eina hlífðin, að frost hafa verið mjög væg. Dáinn er á Eyrarbakka 21. þ. m. Sigurður trésmiður Olafsson, 43 ára„ættaður trá Blómsturvöllum i Fljótshverfi í Skaftafellssýslu. Hann var listamaður að hagleik og lipurmenni í hvívetna, greindur vel og drengur hinn bezti. Hann lætur eftir sig ekkju og 2 börn á ómagaaldri. 21.Aprfl. í hinum vel oglióf- lega sömdu greinum Sveins Olafs- sonar í Bjarka um hvalveiðamálið, er nokkur ruglingur á hvalanöfn- um. Steypireyður er ekki sama og finnhvalur, og heitir heldur ekki balænoptera musculus, heldur bal- ænoptera Sibbaldi. Það, [sem Norð- menn nefna finnhval, er balænop- tera musculus, á íslenzku geirreyð- ur. En sá hvalur, [sem Norðmerm nefna Seyhval, mun vera okkar sandrayður, balœnoptera borealis eða laticeps. Hrefna eða hnýfill er balænoptera rostrata. Tfðarfar virðist loks vera snúið til blfðu og mýkinda. Korninn hægur mari, og veður nú um helg- ina með hlýjasta móti. Vonandi að hörkum sé lokið; þess enda mik il þörf. f>ví víða kvað kvera fyrirsjá- anleg heyþröng hjá bændvm. Gjafa tfminn í mörgum sveitum orðinn með lengsta móti. Nýdáin hér í hænum: Jóþannes Olsen útvegsbóndi, áttræður að aldri, dugnaðar- og sæmdarmaður mesti, lézt 11. þ, m. Guðrún Tómasdóttir, yfirsetu- kona, ekkja Þorkels sál. Gfslason- ar trésmjðs, lézt 13. þ, m. Var rétt ár á milli þeirra hjóna. Hún var sómakona og nærfærin við sjúka. Úti varð á Kollafjarðarheiði 8. f. m. Sigurður bóndi Kristjánsson, bóndi á Seljalandi í Gufudalssvei . Var á heimleið frá Arngerðareyri með 1 hest undir klyfjum. Fanst 3 dögum sfðar f svonefndum Fjarð- arhornsf jalldölum. Fjárskaði varð í síðastl. mánuði á Melum á Skaga6trönd, hafði t>0 fjár farið fram á sker og flæddi alt Eigandinn Ólafur Bjömsson óð út í skerið til þess að reka féð upp, en var rétt flæddur líka. Sást til hans frá Ballará og brá bóndinn þar, Indriði Einarsson við, fór til hans og tókst að bjarga honum. En nærri skall hurð hælum, því Ólafur stóð í sjónuni upp undir höku, er að var komið. Fáeinar kindur náðust lifandi. Rausnargjöf. Ellefsen hval- veiðamaður á Önundarfirði hefir nýlega gefið sveitarsjóði Mosvalla- hrepps 10 þús. krónur og söngfé- lagi á Flateyri 800 kr. Áður hafði hann gefið ýmsar rausnargjafir, svo sem 1500 kr. til vegabóta o. fl. Fiskafli lítill á ísafirði á opin skip, en sæmilegur á þilskip. Nokkrar fiskiskútur komu inn fyrir páskana. Þar á meðal Björg- vin, skipstj. Kristinu Magnússon, Rvfk, hafði [fiskað 13,500. Sagði að fiskur mundi vera nógur, en tíð- in svo erfið, að sjaldan væri hægt að liggja til fiskjar. GLASGOW BRUNNIN Aðfaranöttina 18. þ. m (laugard), vöknuðu menn við lúðragang mik- inn; var það br unalúðurinn, er í var blásið. Flýttu menn sér að rísa úr rekkju og vita, hvar Rauður herjaði nú á. Urðu menn þess brátt vísari. að það var eitt hið stærsta hús hér f bænum, Glasgow. Þustu menn að úr öllum áttum, sumir til að slökkva og bjarga og sumir til þess að horfa á— og tefja fyrir, Þessa sömu nótt héldu nokkrir skólapiltar dansleik í „Iðnó”; þang- að fór slökkviliðsstjórínn og hét á hjálp þeirra, því Glasgow stæði í björtu báli. Fóru nokkrir piltar með slökkviliðsstjóra, náðu í lúður- inn og tóku að þeyta hann. Var þá eldurinn svo magnaður orðinn, að lítil eða engin tiltök voruað alökkva hann. Litlu seinna komu spraut- urnar og var þá tekið til að sprauta á næstu húsin til þess að verja þau. En brátt biluðu tvær af þeim fjórum sprautum, er bærinn á, önnur af þeim, er heil yar eftir, er nálega ný, en sá var gallinn á, að engínn kunni að nota hana. Kom þá að Knud Zimsen, ingeniör, og tók hann sprautuna að sér og stjórnaðí henni; hefði hann ekki verið þarna, mundi alls ekki hafa tekist að verja næstu húsín.—Það er ekki mikið gagn að því, að hafa sprautur, ef enginn get- ur náð úr þeim dropa af vatni.— Það vildi til, að vindur var hægur á austan-land-norðan; lagði því log- ann og neistaflugið vestur á túnin fyrir vestan Glasgow. En þrátt fyr- ir J>:#ð var næstu húsunum afarmikil hætta búin, einkum Aberdeen (eign Jóns ÁrnrtRoaar frá Garðsauka). Var þaðan rutt út öllu lauslegu. því ekki var annað sýnna, en það mundi brenna líka. En með því að sprauta á það sífelt yatni, tókst að verja það;, án efa hefði það það líka brunnið, hefði ekki gaflinn, er að Glasgow sneri, verið gluggalaus og járnvar. inn. - Bruninn stóð mjögstutt yfir; elds- ins varð fyrst vart kl. nál. 2, en kl. 4 I& Glasgow í ösku; ekkert eftir nema grunnurinn. Auk hennar (Glasgow) brann all- stórt geymsluhús og bærínn Vigfús- arkot, er var rétt fyrir vestan. Engn varð bjargað úr Glasgow nema peningum og skjölum brezka konsúlsius, er voru í suðurenda húss- íns niðri. Bjargaði þeim Magnús Magnússon B. A. frá Cambridge, Hljóp honn af dansleiknum og fekk lyklana hjá konsúlnum, óð inn í revkinn og eldinn og náði skjölun- um. Var það karlmannlega gert, en honum „súrnaði í augum”. Mátti það lán heita, að enginn skyldi inni brenna; komst margt af fólkinu út, að eíns á nærklæðunum, eða því sem næst, Flest var óvá- trygt er inní brann. Biðu menn þar því afarmikinn skaða, og er það þvi tilflnnanlegra, sem margir af í- búunum voru bláfátækir. Skaðínn nemur mörgum þúsundum króna. Sjálf er Glasgow vátrygð fyrir uál. 40,000 kr. Eigandi hennar var Þorvaldur Björnsson á Þorvaldseyri; keypti hana í fyrra fyrir 25.000 kr. Ekki var kunnugt um upptök eldsins, en það ætla menn, að kvikn- að hafl fyrst í vindlaverksmiðju, er var í miðbiki hússins niðri; þar var eldurion mestur, er að var komið, og sá hluti hússins féll fyrst. Eftir Reykjavík. Ný orðabók allmerkileg er að koma út í Kristjania. Hún reynir að rekja uppruna og sýna frum- merkingar allra orða í norsku og dönsku. Hún neitir ETYMOLOG- ISK ORDBOG OVER DET NORSK OG DANSKE SPROG, Höfundarn- ir eru tveir norskir málfræðingar: PIANOS og ORGANS. Heintxman & C». Pianos.-B<41 Orgel. Vér seljnm með mánaðarafborgunarskilmálum. J. J. H Mf LEAN & CO. LTD. 530 MAIN St. WINNIPEG. ew York [_ife j nsurance JOHN A. McCALL, president. Ijífsábyrgðir ígildi, 31. Des. 1902, 1550 iiiíllionir HollarN. 700,000 gjaldendur, sem eru félagið eiga það og njóta als gróða. 145 þús. manna gengu í félagiðá árinu 1902 með 30)4 million doll. ábyrgð. Það eru 40 milliónir meíra en vöxtur fél. 1901. Gildandi ábyrgðir bafa aukist á síðastl. ári um 188 mill. Dollars. Á sama ári borgaði félagið 5000 dánarkröfur—yfir 15 mill. Doll,— og þess utan til lifandi n-eðlima 14J mill. Doll., og ennfremur var #4,750,000 af gróða skift upp milli nceðlima, sera er #800,000 meira en árið 1901. Sömuleiðis lánaði félagið 27,000 meðlimum $8,750,000 á ábýrgðir þeirra, með 5 per cent rentu og án annars kostnaðar, C. Olaíson, ,f. (i, florgan, Manager, AGENT. GRAIN EXCHANGE BUILDING, ■W' INNIPEG. Hjálmar Falk og Alf Torp. Hínn síðarnefndi er prófessor við Kristia- niu-háskóla, en ættaður frá Björg- vin [þar lærði hann fyrst norrænu hjá mér 1870—71] - Bókin á að verða 20 hefti, og eru 4 af þeim þegar komin út, og segir „Politiken” að eftir þeim að dæma verði orða- bókin „frábært verk, að öllu sam- kvæm niðurstöðum vísindanna”. „Polítikek” segir það sé undarlegt, að svo góð sem norrænukenslan sé við Hafnarháskóla; þá ráðist landar síuir litt í stórvirkl slík; þærnýtileg- ar orðabækur, sem tfl sé yfir forn- málið, sé samdar af íslendingum eða Norðmönnum. Eftir Þjóðviljanum. Bessastöðum, 6, Apríl 1903. Veittlæknishérað. Herra And- rés Féldsted, er verið hefir settur læknir i Þingeyjarsýslu, síðan á síð- astl. hausti, heflr 19, Marz síðastl. fengið veitingu fyrir téðu embætti. Mannalát. Látinn er nýskeð Indriði bóndi ísaksson á Keldunesi I Norður-Þingeyjarsýslu, gildur bóndi, um fimtugt, og hafði kona hans látizt fyr 1 vetur. 10. Febr. síðastl. andaðist að Hranastöðum Jóhannes bóndi Jóns- son, er þar bjó lengi, bróðir séra Magnúsar sál. Jónssonar f Laufási, dugnaðar og atoikumaður, Látin er 22. Des. síðastl. að Ófeigsfirði í Strandasýslu húsfrú Sig- rún Ásgeirsdóttir 33 ára að aldri, kona hrepp3nefndaroddvita Guð- mundar Péturssonar, bónda í Ófeigs- flrði. Hún dó af barnsburði, er hún eignaðist 11. barnið, og eru 7 börn þeirra hjónanna á lífi. 18. Febr. síðastl. andaðist á Úlfsstöðum á Völlum í Suður-Múla- sýslu læknisfrú Ragnheiður Guðrnn Einarsdóttir, kona Stefáns héraðs læknis Gíslasonar. 21. April. Á laugardaginn fyrir páska vildi það hörmuléga slys til að bátur fórst, frá Sandgerði á Mið- nesi hérí sýslu, og drukknuðu menn allir—10 að tölu—, er á honum voru Formaðurinn var Sveinbjörn Einars son bóndi I Sandgerði, er skipíð átti; hann var á tvítugsaldri og hinn efni- legasti. Veðráttan er nú breytt til batn- aðar, og hefir verið hin mesta vor- blíða síðustu dagana. SINCLAIR, MAN. 16. MAÍ 1903. Herra ritstj. Þess var lauslega getið f blaði yðar, að maður að nafni Elis Er- lindsson hefði orðið úti nálægt Res- ton, i Marz síðastl. Eg hefl verið beðinn að geta nokkuð fiekar um hin sorglegu afdrif ungmennis þessa og vil ég gera grein þar á.—Elis sál. Erlindssou viltist að kveldi þess 18. Marz frá landi sínu, á leið til ná- granna síns, 1 mílu vegar, 7 mílur suðvestur af Outler, N. W. T. Hans var leitað, og fanst á fjórða degi (örendur), um 3 mílur frá húsi því sem hann ætlaði til. Pétur bróðir hins látna, sem er bóndi í Ar- gylebygð, kom vestur og sótti líkið, og var það iarðað I graf-eít Argyle- satnaðanna. Elis sál, átti móður í Winnipcg og 4 systkini þar. Alls eru þau fimm á lftí. Sáning er langt á veg komin, að eins meira eða minna af grófarí korntegundum ósáð. — Tíðarfarið heflr verið mjög hagstætt í vor. og vinna gengið greitt; nú er að rigna allmikið, og kemur það sér. vel fyrir akra og annan gróður Skilvinduagentar hafa verið hér & ferð í vor: Gunnar Sveinsson fyrir Empire og Stefán Stefánson fyrir De Laval. í vetur kom Cand. theol. Pétur Hjálmson og prédikaði nokkrum sinnum hér í bygðinni. Nú hafa hygðarmenn fært sam- komuhús sitt at landi því sem það var á, inn í Sinclair þorpið. Sumir hugsa gott til hagsmunalega fj’rir húsið, að fá það bæjarvígt. Nú er byrjað á grunnbyggingju járnbrautarinnar hér trá Arcola til Regina. M. T. S. Anderson. Veggja- Pappirssali. Hefir nú fádæma miklar birgðir af alskonar veggjapappír, þeim fall- egasta, sterkasta og bezta, sem fæst f Canada, sem hann selur með lægra verði en nokkur annar maður hérna megin Saperiorvatns, t. d.: fínasta gyltan pappír á 5c. rúlluna, og að sömu hlutföllum upp í 50c. Vegna hinna miklu stórkaupa, sem hann heflr gert, getur hann selt nú með lægra verði en nokkru sinni áður. Hann vonast eftir að íslendingar komi til sín áður en þeir kaupa ann- arsstaðar, og lofa3t til að gefa þeim 10% afslátt að eins móti peningum út í hönd til 1. Júní. — Notið tæki- færið meðan tími er til. S. ANDERSON. (951 Bannatync Avenne. Telefon 70.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.