Heimskringla - 11.06.1903, Page 1
XVII. WINNIPEG, MANITOBA 11. JÚNÍ 1903. Nr. 35.
Fregnsafn.
Markverðustu viðburðif
hvaðanæfa.
Stjórnin á Kfisslandi hetir gefið
Gyðingum tilskipun, að hún hafi
samið lagaboð, þar sem þeim sé
leyft að böa í 101 bæ á Kússlandi
undir fullri vernd atjórnarinnar.
Annarsstaðar en á þessum stöðum fá
þeir ekki að kaupa sér lönd, eða
reka atvinnu.
Aðrar fréttir segja, að siðustu
daga hafi Gyðingar pantað og með-
tekið svo mikið af skammbyssum,
að bæði karlar og konur geti borið
á sér þessi vopn. Þeir sem ekki
höfðu efni á að kaupa vopn þessi
sjálfir, hafa fengið þau gefins frá
veindarnefndum þeim, sem Gyðing-
ar hafa sett á Rússlandi. Enn fremur
hafa þeir gert sérstaka ráðstöfun til
þess, að þeir geti látið hverjir aðra
vita, ef á þá verði ráðist á einum eða
öðrum stað í ríkinu.
—Blaðið Times í Lundúnum hefir
núlega spáð því, og fært rök til, að
Winnipegborg verði höfuðborg í
Canada innan alllítils, tíma.
—Skógaeldar miklir eru í kring
um Mðntreal, og stendur borginni
hætta af þeim. Miklar skemdir eru
orðnar þar á bændabýlum og lönd
um í nágrenninu. Skógar og timb-
ur og lönd eyðilögð I stórum stíl.
Sömuleiðis standa ógnir af þessum
eldum í Quebecfylki og víða á aust
urströndinni.
Búar eru farnir að flytja sig til
Mexico. Tvær nafnkendar familíur
konju til New York í vikunni sem
leið á ferð Þangað.
—Lieutenant E. H. Shackel, sem
er í brezka hernum, er nýkominn til
New York úr suðurskauts leiðangri.
Hann kom til Nýja Sjálands fyrir
nokltru síðan, og urðu þeir að skilja
við skip sitt, Discovery, við fjalls-
ræturnar á Erebus, sem er stórt eld
fja.ll alllangt suður í suðurhafinu.
Hann segir þannig frá í fáum orð-
um:
„Allir muna að við lögðura af stað
frá Englandi 6. Ágúst 1901. Skip-
stjóri var Mr. Scott, Dr. Wilson, ég
sjálfur og 44 aðrir skipverjar. Þeg-
ar við komum á 77. st. 49 mín. suð-
urbr. fraus skip okkar inni í ísreki,
og situr þar fast enn þá. Við gerð
um okkur von um að það mundi
losna næsta sumar(í Desember 1901
og Janúar 1902), en sú von brást.
Það getur skeð að það hafi losnað í
Desember 1902 eða Janúar 1903,
hafi það sumar verið heitara en þá
vcum þar.
Við skildum við skipið undir Ere-
bus eldfjallinu Hæsti tindur þess
er 12,500 fet yfir sjávarfiöt, og er
ákaflega mikið eldfjall. Við Scott
og Dr. Wilson lögðum af stað frá
skipinu 2. Nóvember 1902. Við
höfðum 22 hunda og sleða. Við
urðum stundum sjálfir að draga sleð
ana 3 mílur og sækja þann seinni
þegar við vorum búnir að koma
þeim fyrri þangað sem færi batnaði.
Með þessu móti komumst við 270
mílum sunnar, en skipið var. Það
var sólskin að heita mátti nótt og
dag. Við iuistum hundana hvern á
fætur öðrum, og voru þeir allir dauð
ir áður en við komum til baka aftur.
Við vorum burtu frá skipinu í 90
daga, og komum aftur 3, Febrúar.
Uppgötvanir og rannsóknir okkar
eru ekki mikilsvirði, og heldur letj
andi en hvetjandi fyrir menn að
fara í slíkar ferðir. Við urðum yar
ir við 'ógrynni af dýrum og fuglum
á ströndinni. En upp í landinu
urðum við ekki varir við dýralíf af
nokkru tægi. Við höfðum I förinni
loftbát, og stigum yið í honum 7oO
fet f loft upp’þaDn 4. Febrúar f fyrra
Við vorum þá staddir á dálitlum
vogi, sem borgarís girti fyrir mynn-
ið á. Lengst í austrisáum við land,
sem euginn hefir þekt áður. Okkur
langar til að mega skýra það til
heiðurs konungi vorum, og nefna
það King Edwards land, og það ger-
um við, ef hann gefur okkur sam-
þykki sitt til þeSs. ís'-astirnar og
flákarnir eru svo stórfeld þar syðra,
að óirögulegt er að koina þar við
nokkru skipi. ísinn var eins langt
suður og við gátum séð. Rastiinar
eru 50—280 feta háar ofansjávar.
- Stjórnin í British Columbia
veltist frá \öldum út úr landasölu-
málum, sera hafin var rannsókn í
um daginn. Nýtt láðaneyti hefir
verið inyndað og kosningar fara
fram bráðlega, þó líklega ekki fyrr
en í September.
—Svarti Joe hefir sagt af sér leið-
togaembættinu í Liberalflokknum.
Gerði hann það um leið og stjórnin
féll. Ekki þykjast menn geta áttað
sigá hvað það þýði. En stjórnin,
sem nú er við völdin, er Conserva-
tívar, og hefir það má ske örvað
gamla Martin til að vera á lausum
kjala, ef eitthvað kynni að bera í
vejði.
— Capt. Sullivan, sem hvarf þegar
yfirheyrslan byrjaði í Gamey mál-
inu, er loksins komin út úr stjórnar-
felunum, og mátti til með að mæta
fyrir rétti 3. þ. m. Það er komið
upp, að hann hafi að nafninu keypt
land af stjórninni, ekruna fyiir fáein
cent, en svo seldi hann landið
sjálfur með vanalegu verði, til
þeirra, sem kaupa vildu. Sro bauð
hann þeim, sem vildu breyta stefnu
og styikja Eossstjórnina í þinginu,
að koma í félag við sig og njóta
hagnaðar af landsölunni. Hann gat
sem sé fengið eins mikið land frá
stjórninni undirþessu fyrirkomulagí
til að gæða þeim, sem vildu gerast
fylgimenn stjórnarinnar. Hann hef-
ir veriðeinn af æðstu mönnum stj.
ar í hinum svonefnda atkvæða-
maskínu flokki, og hennar hægri
hönd í atkvæða svívirðingum
og mútumálum. Við ytirneyrsluna
sór hann ranga eiða og laug tak-
markalaust, en varð flæktur í sínu
eigin neti, og er enn ekki hægt að
sjá hvernig fer með hans vitnis-
burð.
—Hjónaskilnaðínum fer ,stöðugt
fjölgandi á Englandi. Hafa þeir
aldrei verið eins margir og siðasta
ár. Þykir til vandræða horfa með
það mál.
—Systur tvær, sem fæddust og
voru grónar saman, og hétu Radica
og Doodica, voru í sýningarfiokki
Barnums hins víðfræga sýningar-
manns um langan tíma. Doodica
dó fyrir nokkru síðan, en Radica
lifir. Dr. Boyen hefir nú að fullu
leyst það vandaverk af hendi. að
skéra þær í sundur, og græða ^Ra-
dieu, sem líka var orðin berklasjúk,
sem systir hennar. Radica er talin
að hafa náð sinni vanalegu heilsu
aftur. Hún varð óh íggandi og úr-
vinda þegar Doodica dó, en hefir nú
náð gleði aftur. Hún ætlar að
ganga í klaustur, það sem eftirer
ævinnar, og ætla systurnar að ann-
ast hana og vernda.
—Mælt er að Edward konungur
vilji skipa hertogann af Connaugh
eftirmann Roberts lávarðar, þegar
þar að kemur að þess þarf með.
—Sú hraðfregn kom til Lundúna
1. Þ. m. og hingað vestur þann 5.,að
eimtrollari hefði komið til Kirkwall
á O. kneyjum og segði þær fréttir,
að eldsumbrot mikil hefðu verið við
ísland 29. Maí. Skipshöfnin var að
fiska æðilangt undan landi, en sjór-
inn á 30 mílna svæði varð eins og
sápufroða, segir skip3tjórinn. Því
segir hann að eldsumbrot hafi vald
ið.
—Blaðið The Chicago Daily Bul-
letin verður bráðum skrifað og gef-
ið út af konum. Þær ætla að rita
alt sem I því stendur af hverju tægi
sem það verður. Bæði ritstj,, freng-
ritar og þýðarar eru kvenfólk. Það
verður fyrsta blað í heimi, er kven-
fólk annast um útgáfu á að öllu
leyti.
Brenna mikil varð aftur í Otta-
wa 4. þ. m. og olli afar tjóni. Talið
áreiðanlegt að brennivargar hafi oll-
að eldinum.
—Stórkostlegar brennur og eldar
í Maine ríkinu. Það eru skógareldar
á við og dreif um alt ríkið.
50 eldar sáust uppi í einu. Eigna-
tjón feiknamikið. Það eina sem
kæfir þessa elda er langvarandi
steypirigning, sem rennbleytir jarð
veginn ogskógana.
Þann 4, þ. m. kom sú fregn fr
Lisabon, að 30,000 verkamenn hafi
hafið verkfall í Oporto í Portugal, og
væntanlega geri öll verkafélög í rík-
inu verkfall.
—í vikunni setn leið brann korn-
hlaða í Crystal City, Man. I henni
voru 8000 bush. af hveiti, sem alt
brann. Byggingin var gömul og
óvátrygð.
— Brakúnafélagið Ames & Co. í
Montreal varð gialdþrota nýlega.
Það var stærsta félag af þeirri teg-
und hér í Canada. Margir hluthaf-
ar eru hræddir utn stórfelt eignatap,
en forseti félagsins 3taðhæfir, að það
verði ekki tilfinnanlegt.
—Sambandsstjórniu hefir nú 100
menn að vinnaennþá við manntals-
skýrslurnar, Hún eyddi síðastliðið
fjárhagsár §120,000 í þetta, og fóðr-
aði á því marga af gæðingum og
vildarmönnum sínum. Nú læst
hún ætla að fækka þeim ofan í 20
mann, en áætlar að kostnaðurinn
við hald þeirra verði §30000.
—Yfir 100 menu drukknuðu ná-
lægt Marselli 7. þ. m. 2 farþegja-
skip rákost á og sökk annað undir
eins, og fórust rúmir 100 farþegjar
og mest af skip .höfninni.
-—Eins og minst hefir verið á í
blaði þessu, bað stjórnin í Norðvest-
urlandinu sambandsstjórnina um
pen.ngastyrk um daginn, til að
borga áfallnar skuldir Norðvestur-
landsins með. Það fékk síðustu fjár
hagsár $457,900. Stjórnin vildi fá
$500,000 í viðbót við þenna styrk.
Sjóðþuið hennar er nú um $250,000
síðasta ár. Það er skylda sambands-
stjórnarinnar að verða vel við til-
mælum stjórnarinnar í Norðvestur-
landinu, því hún hefir orðið fyrir
feikilegum kostnaði við skólahald
og annað sem flotið hetir af hinum
afarmikla innflutningi þangað, sem
einlægt heldur áfram. Mælt er að
ráðaneytið hafi komið sér saman um,
að láta stjórnina fá þessa upphæð,
sem hún heflr óskað eftir. Svo er
hún að bollaleggja með sjálfri sér,
hvort hún eigi að láta það sein hjálp-
artíllag, eða sem lán frá sambands-
stjóminni, sem hægt sé að heimta
rentur og afborganir af, og endur-
borgu.n, ef að Norðvesturlandið yrði
sjálfstætt fylki.
—í Maímánuði síðastlíðnum komu
14,626 innflytjendur til Canada, en í
samamánuði í fyrra 9.925. Innfiutn-
ingur er nú miklu meiri að sínu
leyti, en í Bandaríkin.
ISLAND.
Eftir Austra.
Seyðislirði, 15. Maí 1903.
Veðráttan farin að hlýna og
snjór er tekinn talsvert af láglendi.
Vatnsleiðslan. Nú er farið að
hlaða upp innan safnbrunninn, sem
grafinn var i vetur, og byrjað á
skurðagrettri fyrir vatnspípurnar
sunnan meginn árinnar. Vatns-
leiðslupípurnar koma nú með Agli
frá Englandi.
Að vegabót er farið að vinna
hér efst áöldunni.
Spitalaforstöðuna hefir bæjar-
stjórnín veitt frú Kristjönu, konu
Karls verzlunarmanns Jónssonar.
Nýja verzlun hefir herra Grím-
ur Laxdal sett á stofn á Vopnafirði.
Danir hafa veitt 100,000 kr. til
þess í fjárlögunum, að gera í sumar
út skip hingað til þess að rannsaka
fiskigöngur og fiskimíðin kringum ís
land og verða margir vísindamenn
með skipinu, er heitir „Thor”. Er
þetta hið þarfasta fyrirtæki og lík-
legf til að verða heillaríkt fyrir
fiskiveiðar landsins.
Eftir Fjallkonunni.
Reykjavlk, 28. Apríl 1903.
Samskotin til þeirra, er biðu
skaða við Glasgow brunann ganga
vel; komnar inn frekar 1250 krónur.
„Leikfélag prentara” hettr leikið til
ágóða fyrir þá; sömul. hélt Stúdenta
félagið samsöng I Good-Templara-
húsinu á sunnudagskveldið er var.
Einnig ráðgerir Leikfélag Reykja-
vlkur að leika tvö kveld og láta á-
góðann renna I sama sjóð. Eru öli
líkindi til, að með þessum hætti
satnist fé nokkuð; betur að svo yrði.
Nýdáinn er bóndinn Þórður
Torfason, gamall útvegsbóndi í
Revkjavík. Hann var korainn á
nhæðisaldur og hafði verið stakur
dugnaðarmaður, vinsæll og velmet-
inn af öllum.
5. Maí. Veðrátta síðustu viku
hin ákjósanlegastu. hér sunnanlands.
Oftast logn og sólskin; andkaldur
samt oft, einkum kveld og morgna.
Afiabrögð hafa á vetrarvertíð-
irini verið óvanalega góð með sunn
aDverðum Faxaflóa. Er mælt, að
komnir séu víða suður með 3—5
hundra hlutir af þorski. Fiskur
hetir gengið upp I landsteina og
mer.n hlaðið ýmist einu sinni eða
tvisvar sinnuin á dag framundan
bæjardyrum sínum. Til foma var
talað um gullkistu Sunnanmanna
undir Vogastapa. En Jmeð þorska-
netunum gekk sú gullkista til þurð-
ar. hvað svo sem olli. En nú hafa
menn aftur mokað þar upp þorskin-
um. Fiskigangan byrjaði syðst I
fióanum og hefir smáfært sig inn
með löndura. Ernúkominn góður
afli á Selterninga- og Akurnesinga-
miðum. Bóndinn I Bollagörðum á
Seltjarnarnesi sökkhlóð af þorski á
föstuduginn.
Hrognkelsa-afli er góður hjá
þeim, er þau afiabrögð stunda.
Síðan þilskipaútgerðin fór I vöxt,
hafa róðrarskip mjög fækkað hér
innra. Mannfátt er og mjög til
ráða, þar sem allur þorri skipgengra
manna er á þilskipunum. Má þvl
búast við að minna gagn verði en
ellaað ttskignægðinni.
Hafís segja nýustu fréttir við
Horn.
Kosinn piestur að Tjörn á Vatns-
nesi séra R. Magnús Jónsson að
Hort á Skagaströnd með öllum
greiddum atkvæðum.
Hið almenna stýrlmannapróf
var haldíð 3. 4. og 6.-—7. Apríl.
Gengu '29 lærisveinar -undir prófið.
Stórtíðindum fyrir ísland
mun fregn sú geta sætt, sem nú kom
með Ceres. Segir hún, að I Dan-
inörku sé myndað félag til þess að
koma á loftritun Maiconis milli ís-
lands og Skotlands. Eru einna
fremstir þar I flokki Heide banka-
stjóri og Alex. Warburg, sem ís-
lendingum er kunnur orðinn af
stofnun íslands banka. Þetta félng
ætlar aftur að semja við ríkisþingið
og aiþingi Islendinga. Má að llk-
indum vænta þess, að á næsta sumri
geti orðið ljós úr þessari glætu.
12. Jlaí. Séra Benedikt Eirlksson
iPPgjafaprestur I Saurbæ I Efri-
Holtaþingum andaðist 4. þ. m.
Séra Benedikt var elztur allra nú-
lifandi lærðra manna hér á landi og
allra andlegrar stéttar manna um alt
Danaveldi, Varð hann 96 ára gam-
all og 6 mánaða, 8 dögum fátt 1.
Vitavarðarsýslan á Reykjanesi
2. þ. m. veitt Jóni Helgasyni, vita-
verði á Garðskaga.
6. þ. m. lézt séra Jósef lvr.
Hjörleifsson á Brelðabólsstað á
Skógarströnd, 37 ára að aldri. Hann
var sonur Hjörleifs prófasts Einars-
sonar á Undornfelli.
PIANOS os, ORGANS.
Ileliitíf.inan & Co. Píiiiiom.-Kell Orgel.
Vór seljutn með máoa',arafbor);unarskilmálnm.
J. J. H MeLEAN & CO. LTD.
530 MAIN St. WINNIPEG.
ew
York [jfe |
nsurance
JOHN A. McCALL, presidext.
Infsábyrgðir í gildi, 31. Des. 1902. I 5ÖO niillionir llollarm.
700,000 gjaldendur, sem eru félagið eiga það og njóta als gróða.
145 þús. manna gengu í félagiðá árinu 1902 með 302 million doll.
Abyrgð. Það eru 40 milliónir meíra en vðxtur fél 1901.
Gildandi ábyrgðir hafa aukist A síðastl. ári um 1S8 mill. Dollars.
Á sama ári borgaði félagið 5000 dánarkröfur—yfir 15 mill. Doll,—
og þess utan til lifandi neðlima 14J mill. Doll.. og ennfremur var
#4,750.000 af gróða skift upp milli nreðlima. sein er #800.000
meira en árið 1901. Sömuleiðis lánaði féiagið 27.(X)0 meðlímum
$S 750,000 á ábyrgðir þeirra, með 5 per cent rentu og án annars
kostnaðar.
C. Olafson, .1.14, Morgan, Mrnager,
AGENT. GRAIN EXCHANGE BUILDING,
"W' IFTNriPEG.
Islenzku próíið á Manitoba-
háskólanum í vor.
Lesendum Hkr. mun þykja all-
fróðlegt að sjá hið fyrsta prófbréf á
ísleozku, er Manitoba-háskólinri hef-
ir gefið út. Prófbréf þetta er samið
af séra Fr. •). Bergmann og er ætlað
fyrra hluta undirbúningsdeildarinn-
ar við háskólann.
Spurningarnar eru sem fylgir.
Matiiculation. Part I-
Icelandic Grammar and Authors.
1. (a) Sýnið fleirtölu þessara orða:
önd, tönn, örk, fló, töng, glóð.
(b) Sýnið þátíð og hluttaksorð
fortíðar þessara sagna: ráða,
rjúfa, dylja, tjá, yrkja.
2. (a) Segið I hvað maika llokka
íslenzknm sögnuum er skift og
gerið grein fyrir einkennum
hvers um sig.
(b) Nefnið kennimyndir þess-
ara sterku sagna: sverfa, vefa,
aka, hníga, lúka, auka.
(c) Myndið setningu með veikri
sögn I þátíð.
3. Ritið upp aftur og leiðréttið þessi
orð og orðatiltæki; um fagran
himinn, til læknisins, þetta kyn,
um Sverri, þau svstkinin, til föð-
urs síns, um Jmóðir sína, til oss,
um heiðin mann.
(a) Skýrið hugsun skáldsins.
Gerið grein fyrir þýðingu þeirra
orða, er með skáletri standa.
Skýrið sérstaklegi hugsunina I
tveim siðustu hondingunum. Til-
greinið fyrirsögn kvæðisins og
nafn höfundarins.
(b) Bendið á allar líkingarna í
erindi þessu og segið I stuttu máli
álit yðar um, hvað eðlilegar þær
eru:
7. Það dísir grétu. að gumar þeir,
er glóðu af hreysti og óði,
semungir fjalla-ernir tveir
I eigin hjuggust btóði;
svo grimmlegt strfð hlauzt örnum
af
þeim ítra Borgar-svani,
að loks þeir börðust handan haf,
þar hvor varð annars bani.
Liðið erindi þetta sundur til að
greina aðalsetningarnnr frá hinum
ósjálfstæðu og skýra samband þeirra.
Bendið á þau sérstöku orð, er ósjálf-
stæðu setningarnar skýra. Gerið
grein fyrir fólkinu, sem átt er við,
og nefnið það. Nefnið kvæðið, sem
þetta er tekið úr, og tilgreinið nafn
höfundarins og fæðingarár.
4. Þýðið á íslenzku: — I put a New
Testament among your books for
the very same reasons and with
tha very same hopes that made
me write an easy account of it
for you Jwhen you were a little
child, because it is the best book
that ever was, or will be, known |
in the world; and because it
teaches you the best lessons by
which any human creature who
tries to be truthful and faithful to
duty can possibiy be guided.
5. í grafar nöpru nausti þó
nú hvolfi skipin kyr,
aftur mun þeim á annan sjó
eilífðar fleyta byr
Snúið þessari stöku á óbundið mál.
Bendið á frumlag, andlag og
sagnorð. Tilgreinið nafn höfund
arins, fæðingarár hans og dánarár,
6. Gegn um Iffið gengur kvöl hins
eina
gjörvöll jarðar börnin kveina;
slfelt glymur sorgleg dauðans u n n.
Óðarslögin óð og h ö f u g titra,
ú r g a r döggvar blóðgum ljóma
glitra,
fölnar rós við djúpan d r e y r a-
br un n.
Áfram þeytir ö 1 d í reginmóði,
altaf gengur tímans möndlinær,
af sér hún I rauðu banablóði
böl og sárar eymdir þvær,
LUNDAR, 15. MAI1903.
Henaritstj. Hkr.
Eg sendi þér þessar línnr I þeim
tilgang', að koma I veg fyrir rangar
Imyndanir um upptök elds þess, er
orsakaði bruna á fjósum mínum og
gripum þann 7. Maí, um ki 8,15 að
kveldinu. Fjósið sem brann var á
breidd tæp 20 fet og lengd 60 fet.
en I því voru 4 framdyr og 3 bak-
dyr, og inni voru 2 þverveggir,
plastraðir, með líku millibili, en að
öðru levti var fjósið plastrað og hvft-
þvegið utan og innan; bygt næstliðið
sumar.—I fjósinu brunnu 17 kýr, 12
kálfar og þrevett naut; af þessum
kúm voru 6 óbornar, en 11 bornar.
Af þessari upphæð átti Magnús Ól-
afssan 2 kýr bornar og 5 kál fa; líka
brunnu “harnes3‘‘ af 3 hefetum. Alt
bendir á að það hsfi verið kveikt I
austustu og vestustu framdyrum
fjóssins, sem höfðu verið opnaðar, en
sem við gengum frá luktum hér um
bil 15 til 20 mlnútum áður en elds-
ins varð vart-
Eg fors' ara mig og alt heimil-
isfólk mitt, fyrir að hafa orsakað eld
inn. Hör heflr orðið vart við flakk-
ara mjög grunsamlega, og hefir einn
náðst allareiðu.
Hér hafa menn mjög heiðarlega
og mér óverðskuldað hlaupið undir
bagga að bera skaðann með mér,
með fjárframlögum.
Þeirra verður getið síðar.
Með vinsemd og virðing.
Pétur Árnascn.