Heimskringla - 03.07.1903, Blaðsíða 1

Heimskringla - 03.07.1903, Blaðsíða 1
KAUPIÐ Heimskringlu og borgið hana; að eins $2.00 uni árið. XVII. WINNIPEG, MANITOBA 2. JÚLÍ 1903. Nr. 38. PIANOS og ORGANS. Heintsr.man A €«. PianwM.----Rell tirgel. Vér seljom með m&D&ð&rafborgnnarskilmáiun). J, J. H McLEAN & CO. LTD. 530 MAIN St. WINNIPEG. ew York | nsurance l.o. JOHN A. McCALL, prf.sident. l.ifsábyrKðir í gildi, 31. Des. 1902, 1550 millionir liollarw. 700.000 (rjaldendur, sem eru félagið eiga það og njóta als gróða. 145 þús. manna gengu i félagiðá árinu 1902 með 302 miliion doll. ábyrgð. Það eru 40 milliónir meira en vöxtur fél. 1901. Gildandi ábyrgðir hafa aukist á síðastl. ári um I8H mill. Dollars. X sama ári borgaði félagið 5000 dánarkröfur—yfir 15 mill. Doll.— og þess utan tiJ lifandi rreðlima I4i mill. Doll., og ennfremur var #4,750,000 af gróða skift upp milli nreðlima. sem er #800.000 meira en árið 1901. Sömuleiðis lánaði félagið 27,000 meðlímum $8,750,000 á ábyrgðir þeirra, með 5 per cent rentu og án annars kostnaðar. t'. Olnfson, AGENT, •I. t». Horgan, Manager, GRAIN EXCHANGE BUILDING, AA7" I 3ST 3ST I IF> ZE C3-. Fregnsafn. Markverðuscu viðburðir hvaðanæfa. —í vikunni sem leið fékk sendi- herra Niðurlanda (Hollands og tíel- gíu) skipun frá stjórninni, að vera kominn burtu úr Belgfu áður en Pét- ur konungur kæmi þangað. Hann hefir setið utanríkís og lagði ekki af stað til Serbíu fyrr en búið var að útnetna og ytírlýsa hann konung. Sömuleiðis hefir brezka stjórnin kall aðheim þaðan erindsreka sinn, þó það tæki hana all langantima aðjráða það. En henni hefir vaxið ásmeginn þegar hún sá Niðurlöndin skipa um- boðsmanni sinum að yfirgefa Ser. bíu. —Mælt er, að strax og Pétur kon- ungur hafl verið yfirlýstur konung, ur, þá hafi hann sett íyrirliða morð- ingjanna í hátt embætti, og enn fremur mann þann, sem svek hallar- vörðinn í hendur óvinanna. Sé þetta satt, er það opinber yfirlýsing um að Pétri hefir verið kunnugra um um samsærið, en hann skýrði nýlega frá. Hann sór það að sér væri það að öllu leyti ókunnugt, og hann hefði hvorki óbeinlínis né beinlínis haft hugmynd um það, fyrr en að allur heimurinn hafi vitað það. Nú er það sögð hin me3ta lygi, að morðingjarnir hafi beðið Alexauder konung að skrífa undir afsalsbréf frá konungdóminum. Þvert á móti haíi konungur boðið það og beðið um lagaumsókn á máli sínu, þegar morðingjarnir brutust inn til hans. En þeir bötðu að eins eina ákvörðun og skipun, og hún var sú, að drepa hjónin, hvað sem tautaði. Sá orð- römur er að koma upp, að Pétur kon ungur sjálfor :hafi staðið fyrír sam- særinu og morðuhum, og það hafi verið skipun hans, að drepa kon- ungshjónin, og ekkert annað. Þetta sannast síðar, ef satt er, —Sagt er að gulltekja Bamlarikj- anna í Alaska hafi verið 40 millíón-( ir dollars árið sem leið. Bandarík- in ætla að byggja járnbraut bráðlega alla leið sunnan frá Resuriectíon Bay, norður til Tananafljótsins. Það er talið fastráðið. Félag í Chicago kvað hafa tekið að sér verkið. Rannsóknir gegn nunnum á Frak- landi er nýlegr hafin. Þar eru á kærðir um að fara skammarlega og svívirðilega með stúlkur þær, sem þeim er trúað fyrir, að uppfræða og kenna. Ein ákæran er sú, að þær klippi háiið á stúlkunnm sem eru fagurhærðar, og selji það til hár- sala í Paris og víðar. Fyrir réttin- inum báru hársalar það, að þeir fengju bezta og fallegasta hárið, sem þeir verzluðu með, frá nunnunum, og borgi það hæsta verði, Nunnurn ar hafa játað það satt að vera, að þær kliptu liárið af ódælum og 6 stýrilátum scúlkum, þeim til hegn- ingar, en þrættu fyrir að þær seldu það, eða ,brúkuðu til nokkurs. En nú þykja Þær sannar að sök, Stund- um hegna þær stúlkunum með því, að láta þær leggjast á gólfin og kyssa neðan á skóiljar sér. Og ein hegningin er sú, að láta þær þvo og fægja krossa, sem málaðir eru á góltin, með tungunni. Og margt fleira óhafandi athæti neyða þær stúlkurnar til að gera. Sum blöð á F'rakklandi eru hávær yfir þessu trúarbragða athæfi og heimta tafar- lausan aðskilnað á ríki og kyrkju. —John Donavan, fyrverandi for- seti United States Board of Building Trade félögunum, lýsti því vfir ný- lega, að öll byggingarfélög ætluðu að hetja verktall næsta dag í New York.Um 60.000 verkamenn verða í því verktalli. —Blaðið Tribune í Chicago fékk nvlega hraðskeyti frá Mexico, sem segir, að uýlega hafi fundist rústir af ævagamalli fiorg inn í miklurn skógum í himr fjarliggjandi héraði Pibbla, í Mexico, þar er og mikið af pýramiðum einnig, og er fundur þessi talinn sá merkasti fornborga- fundur, sem til er, og hinn fornasti. Ríkisstjórnin þar sendi óðara mann að rannsaka fund þenna. Formað- ur þeirra er yfirumsiónarmaður forngripasafnsins þar. Með honum er fornfræðingur Nicholaus Leon, Dr. Leon hefir gefið þá skýrslu, að þetta sé dýrmætari fundur, en öll fornvísindi er þeir hatt nokkurn tíma haft með höndum áður, og framar öllum þeini fornleifum, sem fundist hafa í Mexico, og Það taki fornfræð- inga langan tíma, að rannsaka þessa borg, áður en þeir geti ákveðið hvað langt sé síðan að hún hafl verið bygð, og af hvaða fólki hún séreist. Fregnir þessar valda hinu mestu uppþoti hjá fornfræðingum og fræði- mönnum þar syðra, að sagt er. —F'yrír skömmu síðan vísaði stjórBÍn á Frakklandi þeim prins hjónunnm VictorNaekachididze burt úr landi, eða þau yrðu fönguð sem rússneskir anarkistar. Þau fóiu burt úr Frakkiandi, en var óefað fylgt eftir af rússneskum spæjurum, því þau voru tekin í bæ sunnan við vatnið Geneva og verða flutt til Rússlands. Victor prins er álitinn að vera foringi eins þess versta og hættuleg- asta Anaikistafélags í Rússiandí. Hann er af æðstu ættum á Rússlandi og nákominn keisaranum. Mælt er að rússneskir stjórnar flugumenn séu búnir að elta hann stað úr stað, og hann sé tekinn án lftilla saka. Alt sem hann kvað hafa gert er það, að hann hefir kannast við ýms tæki- færi hverrar æt-tar hann sé, og getí átt kall til keisaradóms á Rússlandi eftir núverandi keisara. Mælt er að konan fagni því að þau séu fönguð og verði að Hkindum tekin af lífi, eða send þangað, sem þau eru sama sem dauð. Henni kvað þykja beiður að því, að þau deyi; píslarvættisdauða .fyrir iéttu rnáli, og sem foringjar Skopoka-fé- lagsins. Hún er hálærður læknir, og mjög vel að sér i þeirri li3t. —í tilefni af skyndi aftöku, sem fram fór í Belleville, 111., og getið var í síðasta blaði, héldu svertingjar í Chicago fund með sér nýlega. Síra H. Thomas, sem var einn af þeim, er töluðu, bað tilheyrendurnar að fara út treyjunum, ef ekki væri annars kostur, og kaupa sér skammbyssur fyrir þær, ef að Bandaríkjastjórnin sýndi enn þá enga rögg af sér, að hindra þessar grimdarfullu aftökur skrílsins. Séra Thomas er svertingi eins og gefur að skilja. Margir fieiri töluðu ! lika átt. Mrs Ena Wells Bernett skoraði á svart kven- fólk að æfa sig í skotfiiui, svo það geti varið heiður sinn fyrir ofsóknar- mönnum. Fundurinn var ærtur sem vou var. Charles konungur í Rúmeniu hefir slept einhverju orði á þá leið, að morðin í Belgrade hafi verið van- virða fyrir þjóðina þar. Peter kon- ungur og æðstu stjórnarmenn hans hafa sent konungiuum gróft og klúrt skammarbréf fyrir sl!kt athæfi. Það er vonandi menn fjær og nær sjfti svívirðíngarnar og fantastrykin sem Serbíumorðin þýða fyrir þessa kyn- slóð og tíma. —Tveggja ftra gamall drengnr í St. Catharines í Quebec drukknaði í þvottabala nýlega- Hafði veríð skilinn einn eftir í eldnúsinu, og dottið ofan í balann, og var d'iuður þegar móðir hans kom að.—Þetta ætti að vera aðvörun til annara mæðra, að gæta óvitanna, sem sann- ar mæður. Frá Kacating f Kína eru þær fréttir komnar út, að 2 menn hafi verið krossfestir, eins og tíðkaðist forðum hjá Gyðingum. Þeir voru ræningjar. Þeir voru negldir á uppreíst krosstré. Fjórir aðrir rær.ingjir voru hengdir á trjám og síðan dró múgurinn þá eftir stræt unum. —í vikunni sem leið féll regn og leirleðja í Giardini á Ítalíu. Hnekti það og drap jurtagróður. Haldið er að leirleðja þessi hafi borist frá Afríku til Ítalíu, eigi þar uppruna sinn að rekja til eldsumbrota og gosa. Elzta tréð, sem til hefir verið í Paris var elmtré, sem plantað var árið 1600, af málleysingja. Síðan hefir það staðið, en nú voru rætur þess fúnar og tréð dautt. —Allmerkilegan augnaskurð hef- ir Dr. A. M. Ramsay í Glasgow gert nýlega. Maður sá, sem hann skar upp, var 30 ára gamall og fædd ur blindur, og eru ekki dæmi til siíks f lækningu. Þessi maður átti systur, sem fædd var blind líka. Onnur systir hans varð blind tvegga ára gömul, og er nú 35 ára. Hún hefir síðan haldið til á blindramanna stofnun. En þessi maður, sem læknaður var bjó út á landsbygð- inni skamt frá Glasgow. Hann fór einn inn í borgina og heim til sín aftur, þegar honum sýndist. Hann hafði svojgóða heyrn og næma lykt, að hann foiðaðist alt sem roætti hon- um á þeirri leið Hann var svo viss um sig, að ekki var hægt að læðast að honum, þó tilraunir væru gerðar, án þesi að hann yrði þess ekki var í tíma Hann gat sagt upp á hftr hvar hann .fór fram hjá húsum á þessari leið, ef and vari var. Hann heyrði það á þyt golunnar í limum- trjánna, hvert veggir eða aðrar fyrirstöður voru nálægt. Hann vann, sem alsjáandi rcað ur, í blómgarði, sem hann hafði. Hann vissi fyrir vist um lit blóm- anna, og hvar þau voru. Hann hafni tínt þau og raðað þeim saman í knippi, og búið um þau í kössum og gert alt við þau sem þurfti. Stundum vann hann út á akri. Batt kornbindi og hlóð þeim í drýli, og gerði það eins vel sg heilsjáandi maður. Þegar tíu dagar voru liðnir frá uppskurðinum, fór sjúklingurinn að ttnna skynjun þi sem sjóninni tylg- ir, Svo fór honum að skýrast sjón- in. Fyrst af öllu sá hann það sem bar rauða litinn, s!ða smá skýrðist sjón hans Dr. Ramsey fékk honum úr og bað hann að segja sér, hvað framorðið væri. Hann sagði hon Utn það upp á klukkutima, en mín- útu fjöldann gat hann ekki sagt. Hanu kvaðst ekki þekkja tölurnar á skífunni, en hann taldi millibilin á milli þeirra, og kunni að halda úr- inu rétt fyrir sér. Þó hann sé far- inn að sjá. getur hann ekki enn þá greint það sem er í fjarlægð. Hann sér fólk hinumegin á strætinu, en hann þekkir það ekki, og getur ekki lýst því nákvæmlega. Sjónina vant ar ævingu enn þá. Þegar liann hortir ofan fyrir sig, sýnist honnm alt stytra en það er. Hann hélt, þegar hann horfði út um glugga, að hann gæti náð ofan á jafnsléttu með stafnum sínum. Það sem einkenni- legt er, að haun er hræddur um að hann veiði blindur aftur, og geti þá ekki aðgieint og fundið alt eins vel og áðar —Fréttir frá Peking segja, að hungursneyðin og hallærið í Kaw- angi fari einlægt vaxandi. Um 200.000 og meira og minna deyi úr hungri á hverjum degi. Hamskota er leitað, og hafa brezkir embættis- raenn í Hong Kong safnað taisveröu fé, og sent í hallærisstaðina. Fregn frá Japan segir að fólk þetta eti hina dauðu, og nokkrir kaupmenn hatí mannakjöt til sölu. —Uppreisnir eru allvíða í Kina, og sagt er að 50,000 uppreístarmenn séu undir vopnum í Yuman-hérað- inu. Stjórnarherinn ræður ekki neitt við neitt. Að minsta kosti sýn- ist það svo. — Það virðist, semenska stjórnin ætli fyrir alvöru að snúast við óeirð- unum og manndrápum I Somali- landi. Mælt er að hún hafi skipað herforingja Charles Egerton, sem lengi hefir verið landvarnarmaður hennar í Indlandi, að fara vestur til Afríku og fást við Madd Mullah. —Nýlega dó gamall hermaður f Kingston, Ont., 103 ára gamall Hann var hinn lieilsubezti fram f andlátið, og gat lesið gleraugna- laust. —Skýrslur C. N. R. félagsins ný- komnar 'út sýna, að spretta og upp- skeru útlit er nú betra með fram brautum þess í fylkinu, en nokkru sinni áður. —Eva Louis, bóndadóttir, sem býr Bkamt frá Windsor, Ont., var tekin föst um daginn fyrir þá sök, að hún hefði eitrað fyiir kýr ná- granna síns, sem er mjólkursali. llann hefir að undanföruu verið að missa kýr, hverja á fætur annari. Svo var tekið eftir þv; að margt af fólkinu sem keypti af honum mjó!k, veiktist snögglega og ákafiega þnngt Þannig komst þetta upp. Fún átti mjólkursalanum grátt að gjalda, og var fjandskapur mikill þar á rneðal nábúanna. —Nýlega hefir Rússakeisari fyrir- boðið alla sölu á vopnum og sprengi- efni á Finnlandi, nema undir sér. stökum ástæðum í ríkinu. Maður að nafni George T. Glo- ver í Chicago, hefir fundið upp lestdraga, sem dregur lestir í snjó, og á vegleysum. Lestdragi þessi yar notaður við timbuiflutning í skógum í Michigan í vetur. Vélin sem knýr lestdragaun áfram hefir 200 hestafl. Vatnsketillinn tekur '1000 gallónur af vatni. Hann veg- nm 30 tons, og getur farið 12 mílur á klukkutíma, þft góð færð er undir. Meiðarnir eru í tvennulagi undir lestdraganum, og tannahjól spyrnir honunr. ftfram. Hann dregur mest 100 tonn á góðum vegi. En á ís um getur hann dregið 250 tonn, og farið 6 mílur á klukkutímanum. —Fréttirnar frá Somalilandi láta alt annað en vel af kringumstæðun- um brezku hermannanna, sem átt hafa í skærum og bardögnm við Madd M rllah. Manning herforingi. sem aðallega hettr hafst við í Aden, bað Breta um aukalíð, og þurftu þeir fyrst að fitta sig hvað gera ætti. Og seinast réðu þeir af að kalla hjáiparlið austan frá Indlandi. Verð ur það alilangan tíma að komast til Afrfku og inn I Somalilandið. Síðustu daga hafa ekki komið tregn- ir frá Manning, og vekur það hræðslu og undrun. —Brezka stjórnin lagði fram árið sem lei𠣓500,000, og er það eytt því nær, án ]>es3 að Bretar séu nokkru nær, nema að senda þangað hjálparlið og herbúnað með ærnum kostnaði. Þingmenuirnir í brezka þinginu eru margir harðorðir um þessar anstaltir í Somalilandinu þessa daga. —Mælt er að soldáninn sé afar- hi'æddur um sig um þessar mundir, að hann verði drepinn. Hann ber á sér skammbyssu hvar sem hann er staddur. og þegar hann veitir ein- hverjum áheyrn, þft heldur hann um hana með hægri hendi, og yakt- ar allar hreyfingar þeirra og við- burði, svo kvíðafullur er hann, að naumast getur hann svarað erind- urn þeirra. Hann trúir varla nokr- um rnanni lengur, hversu háttstand- andi sem hann er, eða góður vinur hans. Nýlega sendi hann eftir yfir- herbergisverði sínum á náttarþeli, því hann.gat ekki sofið fyrir ókyrð. Hann settist nálægt hvílu soldftns, sem skipaði honum að kveikja í i vindlu. Herbergisstjói inn vék sér j til í sætinu, og stökk soldán þá upp hamslaus og hélt að hann væri að j grípa til morðtóla, og var fast að j því komnni, að skjóta kúlu í höfuð honum. Hann þorir varla að sofa, þó allir kimar í höllinni séu upp- ljómaðir með björtustu Ijósum. og varðmaður I hverri stöð. Hann vakir þv! flestar nætur. Af svefn- leysi og þreytu dreymir hann svo illa, þá ‘,hann setur, að það eykur enn meir á hræðsu hans. Enn frem urlætur hann seiðmenn og fjöikyng- iskonur ráða alt sem hann heldur að sig dreymi og eru þær ráðningar bara til að rugla hann og auka honum hræðslu. —Grasafræðingar, eðlisfræðingar meBtamálamenn og vísindamenn í guðfræði, héldu sér nýlega stór- veizlu í New York. Þeir tilheyrðu allir One Hundred Year Club. Veizluhaldið var innifalið í því, að eta alla rétti hráa. Þeir halda því fram, að menn eigi að éta alla fæðu ósoðna: Og innan Iftils tíma verði eldavélar og matreiðsluáhöld orðið að einni deild í forngripasafnínu. Þeir höfðu þrenskonar rétti á borð- um. Mest af þeim var garðaávextir og aldini, súpa rlr nýmjólk og mjöji ósoðin, og salatjurtir. Jleð þessum réttum máttu þeir ekki brúka edik, en olíur og sýru brúkuðu þeir með þeim. Brauð var á borðum, en ekki var það bakað. f>að var búið til á vanalegan hátt úr mjöli og vatni, og síðan látið f mót og þurkað þar. Á eftir máltíð drukku þeir mjólkur- púns, sem búið vav til úrmjóik og sérrlvini.—Með þv! að borða allan matósoðin, eðaþaðsem alment er netnt ‘,hráan’, segja þeir að fólk verði langtum heilsubetra og lang- lífara en nú er títt. Sumir náttúru- fræðingar halda samt, að allir sjúk- dómar verði ekki fyrirbygðir með hráæti. Það er nýlunda í Banda- ríkjunum, að menn eti hráan mat, og sú uppátekning á eflaust lengra i land, en þessir visindamenn spft. —liússar halda herskipum sínum reiðubúnum til atlögu inn I Svarta- hafinu, og hefir yfirforinginn verið aðvaraður, að vera til taks á hvaða tíma sem hann fái orustu skipun frá stjórninni. —Vábrestur varð í verkstæði í Woolwich á Englandi f fyrri Niku, og biðu 14 menn bana, en 13 meidd ust meira og minna Arsiniks var búið til á þessu verkstæði. Þakið spyrntist hátt í loft upp, en veggirn ir hlupu saman ofan til grunna. Þar að auki finnast hvorgi 6 menn, sem voru kringutn bygginguna úti. Er haldið að þeir hatl tætzt sundur í smá agnir, 6em ekki eru finnanlegar. LUNDAR P. O. 19. Júní 1903. Hcr með læt ég í fáum orðum mitt lijiirtiinlegt þakklæti fyrir þá góðu hjálp, sem menn hér veittu mér þcgar fjós m!n og gripir brunnu. Þessir rnenn hafa sent mérgjafir: Páll Reykdal Lnndar $20.00 Jón Sigfússon “ -10,00 Jón Lindal eldri “ -10.00 Sveinn Jónsson “ - 5.00 Hávarður Guðmundsson “ - 3.00 Guðlaug Friðriksson Wpeg - 50 R, Scharf Seamo -10.00 Joseph King “ - 2.50 Harvey Seaman “ -10.00 Thos Seaman “ - 2,00 Jas Kelaker “ - 1,00 Edmund Watson “ - 5.00 John Jeffery “ - 2.00 William Bett “ - 2.00 W. H. Burge “ - 5.00 Thomas Bradley “ - 5.00 James Ingland “ - 5.00 James Goff “ - 2.00 James Jeffery “ - 2.00 Énnfremur hafa þessir menn gefið mér gripi: Benedikt Rafn- kelsson, kvígu veturgamla; Sigfús Pálson 2 ára kvfgu; Bjarni Magn- ússon 3 ára kvfgu; Joseph Burge kvfgu veturgamla; Richard Sea- man, kvígu árs gatnla, Svo óskum við hjón þessum okkar velgjíirða miinnum góðs gengis og lukkulegrar framtfðar. Mcð vinsemd og virðingu PÉTUR ÁkNASON Heloa Ragnheiður Andrésdóttir Hefarðu gullúr, gimsteinshring, glerangueða brjóstnál ? Tliorrlur JoIiiikoii !i!(2 Tlaiii 8t. hefir fulla búð af alskyns gull og silfur varningi, og selur þaðmeð lægra verði en að ir. Hreinsar úr fyrir $1,00 og gefur ein» árs ábyrgð. Komið, sjáið, skoðið og sannfær- ist. Staðurin er: 2i>2 iii .4STREET. Thordur Johnson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.