Heimskringla - 27.08.1903, Blaðsíða 1

Heimskringla - 27.08.1903, Blaðsíða 1
XVII. WINNIPEGr, MANITOBA 27. ÁGÚST 1903. Nr. 46. Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. —Frétt fr4 Port Arthur í Kína segir nppreist þar í vændum bráð- lega. Ekkjudrotningin þar er orð- in svo óhemjuleg í öllum sínum stjórnarathöfnum, að þjóðin er orðin sárleið á henni. Ýmsir framfara- menn þar í landi sjá Ijóslega að ekk eit nema eyðilegging þjóðarinnar lfggur við ef ekki eru geiðar bráðar umbætur á stjórnarfarinu þar. En drottningin er með öllu fráhverf ðll- um slíknm umbótum, og lætur drepa pá sem hún óttast að of mikil áhrif kunni að hafa á þjoðina. Hvenær sem einhver borgari nær því að verða verða viðurkendur þjóðvinur, eða ombótamaðnr, þá er líf hans þar með í hættu af völdum útsendara drotningarinnar. Hún lætur leggja háa skatta á almenniug og brúkar svo mikinn hluta þeirra til að launa gæðingum sínum, sem svo verja öll- um sinum tíma, og hæfileikum til þess að ofsækja alla þá sem bæta vilja hag þjóðarinnar og koma henni undir áhrif nútíma menningarinnar. Þessir framfaramenn eru nú samt búnir að undirbúa til uppreistar móti veldi drotningar, og sú upp reist á að heljast um alt laudið á sama tíma. Þessir menn hafa safn- að að sér miklum forða af vopnum og hergögnum og kveðast vera vel útbúnir i ófriðinn. Þjóðverjar hafa komist á snoðir um alt þetta og hafa þegar gert ráðstafanir til þess að vernda þegna sína í Kína. —Eldur kom upp í námu einni í Rossland, B. C., í síðastl. viku. 1000 fet fyrir neðan yfirhorð jarðar. Ekki varð manntjón að eldi þessum. — í/ngfrú Ella Ewing og Edward Beaupre giftust i bænum Butte í Montana í síðastl. viku. Konan er 8 fet og 4 þuml. á hæð, en maður- inn er 8 fet og 6 þuml. á hæð. Þetta eru talín stærstu hjón í heimi. Þeim hefir verið boðið ógrynni fjár til að ferðast og sýna sig, en enn þá hafa þau ekki þegið boðið. —Ungur Brasilíu-piltur, Osvalda de Farís, nú 16 ára, hefir sýnt svo mikla uppgötvunar hæfileika, að hann hefir ráðið gáturí sambandi við rafmagnsfræði og framleiðslu Ijóss og hita, sem æfðir rafmagnsfræðing ar hafa ekkí getað leyst. Vænta menn mikils af honum framvegis. —Nýlega gaf gamli Tolstoi út bækling, sem hann nefnir: „Þú skalt ekki mann deyða“. Kver þetta hefir verið gert upptækt á Þýzkalandi hvar sem það hefir fond- ist. Eyðlng ritsins er bygð á því, að gamli Tolsti gerir þær staðhæf ingar meðal annara, að her þjóð- anna sé bara drápsvélar og að skatt- ar séu píndir út af almenningi til að halda þeim við; að þessum vélum sé hleypt í hreyfingu eítir geðþótta keisara og konunga, að konungum sé kend drápsaðferð með annari mentun, strax á ungdómsárum og þeim sé falið að stjórna þessum morðvélum, en þó bóu þeir svo frið- helgir að engín lög nái ytir þá og engri ábyrgð verði komið á hendur. þeim, hvernig sem þeir vanbrúki vopn þessi. En það sem sérstaklega vakti óánægju Þýzkalands keisara móti þessum bæklingi var eftirfylgj- andi klausa: ,,Hvað má það vera, sem hreyf ir sér i höfðinu á Vilhjálmi Þýzka- Iands keisara, manni með takmark- aðan skilning, litla mentun, en mjög mikið framsóknarafl (ambition), sern hefir hugsjónir eins og þýzkur of látungur, sem þjóðin klappar lof í lófa fyrir hversu heimskulega eða viðbjóðslega sem hann talar og sem blöð heimsins básúna eins og það væri sérstaklega áríðandi eða eftir- tektavert mál. Hann segir her- menn ættu að vera við því búnir að drepa sína eigin feður, hvenær sem hann skipi það. Fyrir þvf er einnig hrópað húrra! þegar hann segir að biblían verði að kennast þjóðun- um með járnglófa, þi hrópar fóikið, húrra! Hann segir að her sinn megi ekki hertaka neina menn í Kína, heldur drepa alla þS, er hai n ekki settur á vitskertra spítala. held- ur hrópar fólkið húrra, og siglir til Kína tit að hlíðnast skipunum hans“. Þetta er sá kafii ritiingsins, sem þýzku stjórninni finst svo óþol- andi, að hann megi ekki birtast fyr- ir sjónum almennings. —Sú voðalegasta húðstrýking, er nokkur kona hefir orðið fyrir í Ameríku, var framin á ungfrú Mam- il Decrist I Millegenille í Georgja- ríkinu á föstudaginn 14. þ. m. Kona þessi hafði verið dæmd til fangelsis vistar fyrir að hafa komist yfir nokkra gimsteina á ólöglegan hátt. Hún er talin einkar fríð kona, en bjluð á geðsmunum, og var af mörg- um ekki talin ábyrgðarfuil gerða sinna í demantamálinu, og því rang- lega sett í fangelsi. Kona þessi var notuð til þess að vinna að bjúkrun sjúklinga í sjúkra- deild fangelsisins, sem hún var í En Mrs Alagood, kona umstjónar- manns fangahússins, varð af ein- hverjum orsökum illa viðkonu þessa og rak hana frá vínnu sinni í fanga húsinu og skipaði henní að vinna úti á akri með svertingjum, sam einnig voru fangar. Miss Decrest er hvít kona af góðum ættnm og hafdi alist upp við alsnægtir. Henni þótti sér misboðið með því að vera látin vinna úti á akri með svörtum glæpa mönnum fyrir'allra augum, og kvart aði við Mrs Alagood um illa meðferð á sér og afsagði að vinna á akrinum. Þetta hafði þau áhrif, að húsfi eyjan klagaði fangann fyrir bónda sínum og heimtaði að hún værí háðstrýkt til hlýðni. Hann lét þegar 2 aí þjónum sínum handtaka stúlkuna og færa í herbergi sitt, lét þar afklæða hana og lét svo halda henni meðan hann barði hana með þungri leður svipu 40 högg á bert bakið svo að blæddi undan hverju höggi. Kon- an veinaði ákaflega og bað um vægð en konan stóð hjá bónda sínum og horfði með ánægju á hýðinguna. Þegar 40 högg voru komin þá leið yfir fangann. Læknar fangahúss- ins báðu henni yægðar, en árang- urslaust. Strax og aumingja stúlk- an raknaði úr yfirliðinu var hún rekin út á akur til vinnu; þar leið yflr hana aftur, svo að hún varð að flytjast á spltalann, sem hún 'áður hafði þjónað á. Einn af æðstu stjórnendum þessa fangahúss sagði þegar uf sér embætti og kvaðst ekki vilja vinna fyrir þá stofnun sem hefði jafn svívlrðilega harðstjóra og Alagood og konu hans. Kona þessi liggur nú á spítalanum og er með óráði mikið af tímanum. í slíkum köstum hljóðar hún sífeld lega: „Takið ekki af mér fötin, berj ð œig ekki svona mikið“, og annnð þessháttar. Mál þetta heflr vakið svo mikið hatur á Alagood og konu hans, að nætri liggar að þau verði tekin og hengd án dóms og laga. Ríkisstjóii Terrel hefir skipað rannsóknarnefnd í mál þetta og lagt svo fyrir að það skuli nákvæmlega rannsakað og þeim hegnt srm hluf eiga að rnáii. Hraðskeytum hetir rignt að ríkis stjóranum úr öllum áttum og hann beðin að hegna harðlega þessum þrællyndu hjónum. Rlkisþingið í Georgia hefir og samþykt að láta rannsaka mál þetta í umræðum í þinginu . Amánudaginn var sögðu sumir þingmenn að engin svívirði- legri meðferð á fanga hefði nokkurn- tíma verið höíð í Rússlandi oða ann- arsstaðar svosögur fari af. Þar var og talað um að semja lög, er b'inn- uðu að húðstrýkja konur í fangels- um. Síðar fréttist væntanlega um þetta mál. —Fundir hafa verið haldnir um það í Þýzkalandi hvort prívat félflgi skuli leyft að hafa einkarétt á að senda fréttir yfir landið þar með Marconi aðferðinni. Samþykt hefir verið að stjórnin skuli láta til sín taka í því máli og hafa aðalvald til að ákveða notkun slíkra sendinga. —Þýzkalands kessaii heimtar af þinginu löggjöf nra að auka íasta- her landsins um 30,000 manna og íjáaveitingar til að borga þeim kaup, sem nemi nær 9 mijlíónum marka á ári hverju. Keisarinn vill fá fasta herinn upp í 643 þús. manns; kveð ur hann ómögulega mega vera minna. —Gufusnekkja fórst við austur- strönd Canada í síðastl. viku og 5 menn druknuðu þar. — Yflrdómari Lore frá Delaware heflr flutt langt og ánrifamikið erindi um hin svonefndu Lynce lög. Hann segir meðvitund þjóðarinna vaknaða fyrir þeim ósóma, og vonar að henging án laga hverfl algerlega innan fárra ára, —Sú frétt hefir borist til Van- couver, að mesti fjöldi af náma- mönnum í ameríkanska Tanatahér- aðinu í Yukon séu matarlausir og líði hungur. Nokkrir menn hafa þegar dáið úr hungri og aðrir mjög aðíram komnir. Maður að nafni Brotnodar hefir 'erið sendur til að flnna Bandaríkjastjórnina og fá hjá henni bjálp handa þessu nauðstadda fólki. —Oeirðir miklar eru um þessar mundir í riki Tyrkjasoldáns. Búl- gariumenn hafa hafið uppreist gegn veldi hans og hafa háð nokkra bar- daga við menn hans og heflr mann- fall orðið allmikið á báðar hliðar. Svo heflr mikið kveðið að þessu, að Rússar og Italir hafa sant herflota tilaðgæta hagsmuna sinna í ríki soldáns. Austurríki hefir ennig sýnt sig líklegt til að gæta sinna hagsmuna þar um slóðir. Aðal- óeirðirnar fara fiam í Macedonia- héraðinu. Tyrkir eru afar reiðir út af afskiftum Rússa, Itala og Aust- urríkismanna. en láta velþóknun sína í Ijósi yfir afskiftaleysi Bretaog Þjóðverja af málum þessum. —Þýzka stjórnin hertr haflð land- ráðamál móti 50 pólskum stúlkum sem unnu að skólakenslu í Austur- Prússlandi. Glæpur sá sem stúik- urnar eru kærðar lyrir er sá, að þær lesi pólskar bækur í skólunum, og að þær hafa látið í Ijós þá löngun sina að Póliand gæti með tímanum orðið sjálfstætt konungsríki. Þetta þykir Þjóðverjum vera landráð, og hyggja að hegna stúlkunum harðlega fyrir það. —Nýlega hefir verið auglýst í þýzku blaði, að Pétur Servíu kon ungur hafi verið í vitorði með sam- særlsmönnum þeim, er nýlega myrtu konungshjónin þar. Það erafdrétt- ai laust staðhæft að Pétur hafi lofað að hegna ekki mönnum þeim, sem ynnu verkið. Morðingjarnír hafa nú biéf Péturs konungs í fóium sín- um og beita því ótrautt til þess að knýia hann til að haga stjórnarat- höfnum sínum samkvæmt vilja þeii ra. Af þessu mun það og komið að konungur heflr aukið tign, völd og laun allra þeirra manna sem við það sóðaverk voru riðnir. —Nýlega var maður tekin í Afríku og kærður um að hafa rang- lega náð §6000 frá Bandaríkjastjórn inni. 2 spæj irar elr.u hann í átta mánuði yflrl?000 inílna langan veg, þar til þeir náðu honum í Pieteis- borg í Afríku. —Bóndi einn í Ontario fann ný- lega mergi! í landi sínu, sein metið er §5000. Fundur þessi varð eftir bendingum sem skygn maður hafði gefið bóndanum. —Elding sló ungan bóndason Henry Fields, hjá Thornhill hér í fylkinu á fimtudaginn var og beið hann bana af. Einnig kveikti eld- ing í gripahúsi lijá Shoal Lake og brann það til ösku. Enn fremur kyiknaði í íveruhúsi nálægt Car- berry af völdum eldingar, en meiddi engan er í því bjó. —Galiciu kona ein, sem býr ná- lægt Gretna og kom til Canada fyr ir 6 mánuðum, varð vitstola um síð- ustu helgi. í æði sínu stakk hún út úr sér bæði augun. Hún var tafarlaust flatt á spítalann í Sel- kirk og hjúkrað þar af læknum svo sem mest má verða. —Umsjónarmaður fyrirmyndar- búanna í Ottawa heflr nýlega ferð- ast um Manitoba og Norðvesturland- ið. Hann segir nppskeru hveítis á svæðinu milli Winnipeg og Brandou bera þess vott að hún verði minni en f fyrra, má ske ekki yflr 15 bush. af ekru að jafnaði, en I norðvestur- hluta fylkisins verði hún mikil. —R. R. Gaœey þingmaðar í Ont aríoþinginu, sá se.n mestan óróa vakti I herbúðum Roasstjórnarinnar á síðasta þingi, kom til Winnipeg í síðustu viku. Mr. Gamey segír stjórnina í Ontario vera orðna illa þokkaða og telur víst að Conserva- tívar muni vinna sigur við næstu kosningar. Hann hældi Mr. Roblin fyrir að hafa haldið ágæta ræðu í Toronto um daginn. Hann kvaðst vera meðmæltur þjóðeign og þjóð- stjórn járnbrauta. — Eriudi Mr. Gamey hingað vestnr er I sambandi við pianoverkstæði það í Toronto, sem hann er meðeigandi í og vinnur fyrir. Hann fór héðan á sunnudag- inn til að flytja röeðu í Perth, Ont., samkvæmt loforði sínu. —Verkamenn samþyktu á fundi í Montreal í siðastl. viku, að andmæla því að skattar séu lagðir á Canada- búa íil þess að borga part af kostn- oi við berafla Breta. Enn fremur var samþykt að auglýsa á Englandi að hér vestra væri ekki næg atvinna fyrir þá handiðnamenn, sem hér eru heimilisfastir, til að aftra þvf að brezkir handiðnamenn liytji hingað f von um næga atvinnu. —Sex börn, frá 2 til 13 ára, fund- ust í síðastl. viku í herbergi einu í Montreal. Móðir þeirra liggur fyr- irdauðanum á sjúkrahúsinu þar, en faðir þeirra hetir ekki komið heim f heila viku. Börnin voru aðfram komin af hungii, og bæjarstjórnin hefir tekið að sér að sjá um þau, og ætlar svo að hötða mál móti föðurn- um, þðgar hann finst, fyrir að van- rækja skyidu siua gagnvart fiöl- skyldu sinni. —3 vagnhlöss af auðmönnum frá Bandaríkjunum komu til Winnipeg fsíðastl. viku til að leita sér að löndum f Manitoba. Þeir hafa fé mikið til umráða og hyggja að kaupa lönd hér nyrðra. Fiestir voru menn þessir frá Iowa og Illinois. —Bændur í Virden héraðinu' í Mrnítoba segja að hveitiuppskeran þar mnni verða 25 bush. af ekru að jafnaði, en hafrar 50 bush. —Maður að nafni Serrett, f Phila- delphia, gerði nýlega tilraun til þess að ganga eina mílu, hlaupa aðra og synda þriðju mílnna, alt á einum klukkutíma. Hann lauk við verk- ;ð á 56 mínútum. Fjórir menn úr líkamsæfingafélagi því som hann er f vo'U við þessa tílraun til þess að sjá um að alt færi vel fram. Hann synti míluna á 32 mín. og 47 sek. gekk svo mílu á 16 mín. og 13 sek , svo hljóp hann mílu á 6 mín. og 53 sekúndum. PIANOS og ORGANS. IleiiitAiiiaii &. Co Pinnos.--Bell Orgel. Vér seljum msö máuaðarafborgunarsk'lmáium. J. J. H McLEAN & CO. LTD. 530 MAIN St. WINNIPEG. ew ]fork ^ife j nsurance l.o. JOHN A. McCALL, president. l.ífsábyrgðir í gildi, 31. Des. 1902 1550 millionlr Dollars. 700,000 gjaldendur, sem eru félagiö eiga það og njóta als gróða. 145 þús. manna gengu í félagiðá árinu 1902 með 508 miliion doll. ábyrgð. Það eru 40 milliónir meíra en vöxtur fél. 1901. Gildandi ábyrgðir hafa aukist á siðastl. ári um 188 mill. Dollars. Á sama ári borgaði félagið 5000 dánarkröfur—yfir 15 mill. Doll,— og þess utan t.il lifandi neðHma 14J mill. Doll.. og ennfremur var #4,750,000 af gróða skift upp milli nreðlima. sem er #800.000 meira en árið 1901. Sömuleiðis lánaði félagið 27,000 meðlímum $8 750,000 4 ábyrgðir þeirra, með 5 per cent rentu og án annars kostnaðar, C. Olafson, J, K. Itlorgan, Manager, AGENT, GRAIN EXCHANGE BUILDING, ■WIITITIPEG. —Það þykir ískyggilegt af Breta- stjórn heíir p iatað eina millfón tons af kolum í námunum í Wales, en það er helmingi meira enhún þarf að nota á 12 mánuðum. Rússar hafa pantað nálega eins mikið og Tyrkir eru að safna að sér öllum þeim kolum, sem þeir geta borgað fyrir. Alt bendir á að þessar þjóðir séu að búa sjg undir langvinnan hernað á sjó og landi, en engin veit hvar eða hvenærhann á að koma. , stöðum t Vopnafirði. Hún var —Marcuis of Salisbury andaðisí seinni kona Vigfúsar Andréssonar Hatfield á Englandi á langardags- frá Gestreiðarstöðum í Ste invarar- kveldið var. Þá voru liðin 50 ár tunguheiði. UPP á dag síðan hinn látni gaf sig Hóseas Þorláksson hefir keypt fyrst við opinbermn málum ríkisins húsgagnaverzlun hér í Minneota; er hann hugsar sér að reka framvegis. anfarin ár. þar af leiðandi eru grip- ir manna í ákjósanlegu standi. Félagsmál, Flokkarígur og óejning er hér mikið að hverfa á meðal íslendinga, og er það mest að þakka lipnrri framkorau séra Björns t. d. Eru nú margir komnir í kyrkjusöfnuð, er ekki höfðu áður verið, eða úr gengið. Dauðsföll: Nýdáin er hér Sig- ríður Jóhannsdóttfr frá Skjaldþings- —Sex hveitimölunarmylnur hættu starfi í Minnipolis um óákveðin tíma þann 19 þ. m., hveiii komst upp í 94^c. bush. og mylnueigendur neit- uðu að kaupa það með því verði. —Jarnes Willes Sayse í Seattle tók sér ferð á hendur kring um hnöttinn. Hann kom heira úr ferð þessari þann 19. þ. m.; hafði þ4 ver- ið í burtu 51 daga, 8 kl, og 10 mín. Þetta er talin fljótasta ferð kring um hnöttinn, sem nokkru sinni hefir verið farin. sem þingmaður fyrir Stamford kjördæmið, Hann var fæddnr í Ilatfleld árið 1830, en var fyrst kjör- inn þingmaður 1853. Hann var gerður að ríkisritara fyrir India í Derby-stjórninni 1866 og í Disraeli- stjórninni var hann gerður að ríkis- ritara 1874 og aftvr 1878. Hann varð leiðtogi Conservatívaflokksins á Englandi árið 1881. Síðan heflr hann haldið þeirri stöðu og ýmist verið stjórnarformaður eða þá leitt andstæðingaflokkinn í þinginu eftir því sem lukkuhjói stjórnarflokksins hefir snúist í það og það sfcifti. Salisbury var sérstakur gáfu- og lærdómsmaður, fáskiftinn og eink ar fátalaður, en sagði jáfnan fá orð í j fullri meiningu þegar hann talaði.' Svo er sagt að hann haft um daga I sína átt fáa vini og það jafnvel með j al sinna eigin flokksmanna eða þeirra sem fylgdu honum að málum í velferðarmálum ríkisins. —Eitthvert stærsta glæpamál, er komið hefir fyrir á Frakklandi um langan aldur, er nýafstaðið í dóm- stólunum þar. Það er hið svonefnda Humberts-mál, sem reis út af því, að hjon nokkur, Humbert að nafni, höfðu falsað skjöl og n&ðn ógrynni fját' á þann hátt. Nokkrir kunn- ingjar þeirra voru og í vitorði með þeim í þessu starfi. Hjónin voru dæmd í 5 ára fangelsi og hinir með- sekn til 3 ára betrunarhússvinnu. —Maður í Quebec drekti sö r í sið- astl. viku til að vinna eins dollars veðmál. Hann hafdi verið búinn að vera á drykkju-túr um tveggja ára tíma og kunningjar hans, sem voru orðnir ieiðir á honum, komu honum til að gera veðmálið og fremja sjálfsmorðið. MINNEOTA, MINN. 15. Ágúst 1903 Tíðarfar hefir verið hér í sum- ar óvenjulega vætusamt, svo það heflr tafið allmikið fyrir akravinnu bænda, en afiakstur alls jarðargróða mun mega álitast i rrjög góðu útliti; grasvöxtur meiri en í mörg utdan- Yerzlnii: Svo má segja sem hún sé með meira gleðibragði en áðnr. Landsafurðir allar hærri í verði. Daglaunamenn allir í önnum með háum launum. Afturför þjóðar vorrar. Sam- kvœmt síðustu blaðafréttum að heim an, sitja nú á alþingi 2 eða 3 ólög- lega kosnir menn. Landshöfðingi, amtmaður og hinn ráðandi fiokkur þingsins samþykkja kosningu þeirra sem gildaog góða. Er það að undra þótt réttaitilfinning þjóðarinnar sé lömuð, er æðstu iagavei cir laudsins og löggjafarþingið sjálft ganga á undan í að bijóta svo auðsælega iagaböndiu, að engu stá paðu barni dylst biotið. Hverjum þeim flokki eða þjóðíéiagi, sem ekki h ýðir sín- I um röttu lögum, er fall og glötun búin. Það u.ucdi reynast hagkvæm ara að þjóðmálaskúmarnir innu meira að enduibótum, tönnum um- bótum, lands og lýðs, en minna að flokkapóiitík.—Þeir Bjarni og Jónas vildu endurreisa alþing á Þingvelli hinum forna við Öxará. Það mun hafa vakað fyrir þeim, að á að á þeim stað mundu nútlðar og seinnitíðarme nn leitast betur við að feta í gullaldar fótspor foileðranua. Á þinginu fræga hlýdduallur þing- heimnr og öll þjóðin mótmælalaust úrskurði Þorgeii s Ljósvetningagoða, enda sagði Njálh ,,Ef vér bijótum lögin, þá brjótum vér friðin“. Þór geir leggur fram krafta sína til að xiðhalda friðí og Jrétti þjóðarinnar. En núverandi landshöfðingi brýtur lög og stlður lagabrot. Hvað er þetta annað en afturför Það er hætt við að Jónas hefði nú kveðið um „hrafnaþing kolsvart í holti, fyrir haukþing á bergi“. Dr. Valtýr Guðmnndsson heflr nú á þingi frumvarp til laga nm að anka fólksfiutning til íslands, sér- staklega trá Noregi og Finnlandi. Því ekki að reyna að ná til baka einhverju af íslendingum, sem nú dvelja erlendis? S. M. S. Askdal.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.