Heimskringla - 17.09.1903, Blaðsíða 4

Heimskringla - 17.09.1903, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 17. SEPTEMBER 1903. TILISLENDINGA! Ég er að selja Úr, gullstáss og allar tegundir af silfurvöru með óvanalega niðursettu verði. Sem sýnishom af niður- færslunni set ég hér fá dœmi: $8.00 ágæt verkamanna úr á $6 00 $5.00 “ “ • “ á ...... 2.50 $40.00 karlmanna úr, 14 k. gull .... 25.00 $100,00 Demants hringar 75 00 $8.00 kven-handhringar 5.00 $3.50 “ “ 2.00 Og alt annað niðursett að sama skapi, Eg sel allar tegiiiulir ai' gler- angnnt, mcil mjiig lagn verdi. Ég afgreiði alt verk. bæði úr-aðgerðir og gullsmíði mjög fljótt og ábyrgist bezta frágang. Eg geri hvern mann ánægðan, sem gerir nokkur viðskifti við mig. Fólk út á landi get- ur aent aðgerðir og pantanir. G. THOMAS. 596 Main St. Winnipe^. Sunnudagskveldið kemur þann 20. þ. m. verður messað í Unitara. kyrkjanni eins og að undanförnu. Messugjörðin byrjar kl. 7 e. h. — Allir velkomnír. Ekki skal þig smjörið vanta.— Ef það stendur á þvi fyrir nokkr- um að hann geti ekki fengið sér konu vegna þess hann hefir ekki [Empire- skilvindu, þá skal ég bseta úr þvi. G.Sveinsson. Blaðið „Mail and Empire". gef- ið út í Toronto, sem leiðandi mál- gagn Conservatíva iCanada, býður nýjum kaupendum að senda viku. lega útgáfu þess frá þessum tíma fram að 1. Jauúar 1905 fyrir að eins e i n n dollar. Allir kaupend ur blaðsius fá 10 lita málverk, sem nefnt er: „The Victoria Cross“. Þessi mynd sýnir 2 canadiska her- menn, sem eru Jeltir af hop Búa. Hestur annars mannsins hefir verið skotinn, svo þeir félagar verða að tvímenna á heilbrigða klárnum til að komast unkan óviuaflokknum.— Þeir sem vildu eignast „Mail and Empire“ geta sent pantanir með fyrirfram bo'gun til Heimskringlu, sem kemur þeim áleiðis og sér um að fólk fái blaðið og myndina. Empire-skilvindufél. hefir herra Gunnar Sveinsson sem aðalumboðs- mann sinn I Manitoba. Skrifið hon- um að 505 Selkirk Ave., Winnipeg, ef yður yantar skilvindu. Guðmundur Hjaltason frá Au3t- urhlíð í Byskupssungum í Árnes- sýslu, sem kom til Ameriku fyrir 3 árum og heflr síðan dvalið á ýmsum stöðum í Manitoba og Norðvestur- héruðunum, fór alfarinn til íslands á laogardaginn var. Samferða non- um verður Jén Bergmann, frá Klon ! dyke, sem íor heim 1 kynnisför til frænda sinna og vina. Þeir sem hafa hús eða lóðir til sölu, eru vinsamlegast beðnir að senda upplýsingar (þeim viðvíkj andi) trl Oddson, Hansson & Co. 320| Main St. Wínnipeg. Tólf Gyðingar voru sektaðir i lögreglu bæjarins 1 síðustu viku fyr- ir að halda búðum sínum opnum eft- ír k). 6 að kveldiuu. Þeir borguðu sektir sínar. þó ekki með góðu geði eða möglunarlaust. Nú hafa Gyð- ingar bæjarins, ásamt með nokkrum öðrum kaupmönnum, höfðað mál, til þess að reyna að ónýta þessi auka- lög bæjarins, sem skipa að loka verzlunarbúðum kl. 6 á kveldin. Slfk lög hafa verið ónýtt í Toronto borg, og Gýðingar hyggja að gera hið sama í Winnipeg. Empire-skilvindufélagið gefur fá- tækum vægari borgunarskilmála en nokkurt annað kilvindufélag. 240 Isabel Street, Wlnnlpeg. Útskrifaöur upp í efsta bekk í Tor- ontoCollege of Music, kennir áForto- piano og Orgel. Hann kennir fljótar aöferöir til aö geta spilaö í kyrkjum og viö önnur nauðsynleg tækifæri. Hann útvegar nemendum utan af Jandi hljóöfæri til að æfa sig á, meö SPURNINGAR OG SVÖR. 1. Sp : Getur sá maður hér í bæ, er á heystakk úti svo illa umgirtan, að gripir geta hæglega gengið í hann, látið inn kú nágranna síns, þó hún fari í stakkinn, og haldiðhenni lang- an tíma? 2. Varðar það ekki lögum, að hafa vond orð við konu, sem eftir orð- seudingu kemur heim til nágranna síns, að vitja eignar sinnai? Svar- 1. Maðurinn gat látið kúnaj inn, en hann átti að titkynna Pound- keeper bæjarins það og fá honum kúna í hendur til löglegrar með- ferðar. 2. Það varðar lögum að viðhafa saknæm orð við annan. En orð geta verið vond án sakuæmis. Ritstj. Aldrei í sögu Manitoba eða Norð- vestur Canada hefir litið eins vel út með nppskeru og nú í haust. Og aldrei hefir verið eins mikill áhugi hjá almenningi með að ná sér f góða bújörð eins og nú. Aldrei verður betra tækfæki að kanpa, heldur en einmitt nú. Aldrei fær almenning- ur áreiðanlegi menn til að skifta við heldur en Oddson, Hansson & Co. 320^ Main St. Winnipeg. Fundur verður haldinn af stúk- unni ísafold No. 1148 I. t). F. í North West Hall 22. þ m., kl, 8 e. m. Félagsmenn gleymf eigi kveld- inu. J. Einarson. R. S. Jónas Bjömsson, frá Merle P. O. N.-Dak., var hér á ferð f land- erindum um sfðustu helgi; hann segir sæmilega lfðan landa vorra að sunnan: uppskera samt með minna móti, en útlit fyrir talsvert hærra verð á hveiti en í fyrra. Þeir sem hafa í hyggju að kaupa hús eða lóðir, gerðu rétt í að sjá Oddson, Hansson & Co. 320J Main St., Winnipeg. WINNIPEG BUILDING & LABOR- EKS UNION heldur fundi sfnaf Trades Hall, horni Market og Main Bts, 2. og 4, /östudagskv, hvers mánaðar kl. 8. PALL M. CLEMENS Islenzkur architect. 490 Jlttin St. W innipeg OBROTINN 5ANNLEIKUR UM RJOMASKILVINDUR. Þad sem kaupandi rjómaskilvindu—hvort heldur til nota á smjörgerðarbúnm eða í heimahús- um— þarf að vita, er f stuttu máli þetta: AÐ De Laval skilvindurnar eru einsmikið fuli- komnari eu eftirstælingavélar, eins og flestar vélar eru fullkomnari en gamla strokkbullu aðferðin. AÐ vernduð einkaleyfisréttindi halda þeim jafnan í fremstu röd véla ásamt með langvinnari æf- ingu í tilbúuingi þeirra, AÐ hver si sem um Jengri tíma hefir notað rjóma- skilvindur af ýmsum tegundum veit þetta og notar þess vegna eingöngu De Laval rjóma- skilvinduna, bæði á smjörgerðarbúum og í heimahúsum. AÐ það er eins óforijálft nú á dögum að kaupa aðrar en De Laval vélar, eins og það væri að kaupa gamalnags sláttuvél ef nýjustu sláttu- og bindaravélar fengjust fsrir sama verð. Montreal. Toronto. PouyMeepsie. C/ueago. New Tork. Philadelphia. San Vrancinco. The De Laval Separator Co. Western ('anadian Offices, Stores & Shops. 248 McDerniot Ave. W'innipeg. H????????????????????? mmmmm I HEFIRÐU REYNT? 1 DREWRY’5 REDWOOD LAGER EDA EXTRA PORTER. Við ábyrgjustum okkar ölgerðir að vera þær hreinustu og beztu, og án als gruggs. Engin peningaupphæð hefir verið spöruð við til- búning þeirra. Ö1 okkar er það BEZTA sg HREINASTA og : LJÚFFENGASTA, sem fæst. : Biðjið um það hvar sem þér eruð staddir í Cannda, É Edward L. Drewry - - Winnipeg, JHanntacturer &. Imperter, ÍUUUiUUiUUUlU UUUiUUUUUUUi Duglegur skósmiður get- ur fengið vinnu hjá M. O. Smith. Cor. River Ave. &Main St. $29.55 kostar farið frá Win- nipeg til staða á Kyrrahafsströnd- inni. Þessu niðursetta verði verð- ur haldið í gildi fram til Nóv. loka næstkomandi. Rit Gests Pálssonar. Kæru landar ! — Þið sem enn haflð ekki sýnt mér skil á andvirði fyrsta heftis rita Gests sál. Pálsson- ar, vil ég.nú vinsamlegast mælast til að þið látið það ekki dragast | lengur. Undir ykkur er það að miklu leyti komið, hve bráðlega I verður hægt að halda út í að gefa út næstu tvö hefti Gests, sem eiga að í koma út bæði í einu. Vinsamlegast, Arnór Árnason. 644 Elgin Ave. Winnipeg. Man. Einhver skæðasti snjóbylur, sem menn muna að komið hafi fyr- ir svo snemma að haustlagi í Manitoba um mörg undanfarin ár, skall yflr fylkið um sfðustu helgi. Þá snjóaði víða í fylkinu, marga þumlunga á sumum stöðum. Vínd- hraðinn varð um 30—40 mílur á kl.tímanum, sumstaðar meira. Mikill skaði varð víða á ökrum og uppskeru bænda. Gripir drápust á sumum stöðum og einn maður misti líf sitt af völdum þessa veð- urs. I Hartney-héraðinu snjóaði f 12 kl.tfmaoglagði 12 þuml. af snjó; f>ar drápust hestar af völdum veð- ursins; uppskera talin [>ví nær eyðilögð á sumum stöðum. Tele- graphstólpar hrundu niður í hundr- aðatali í þessu veðri, og ýmislegur annar skaði varð á eignum manna. Yfirleitt hefir bylúr þessi ollað fylkisbúum afarmiklu tjóni og er sá lang skaðlegasti, sem komið hefir f manitoba um mörg ár. LAND TIL SÖLU Þeir sem hafa hús og lóðir til sölu, snúi sér til Goodmans & Co. No. 11 Nanton Block, Hann útvegar pen ingalán í smáum og stóiuin stil. Eg undiskrifuð anglýsi hér með að land raitt er til sölu fyri eitt linndr ad dollai'M, borgað út í hönd. Það liggur 2 míiur frá Skálholt P. O. Ma> i toba. Boð þetta stendur til 7. Október næstk. Osökin til sðlu þessarar er sú að lasleiki minn og dóttur mini ar neyðir mfg til að ieita annars loftslags. Peir sem sinna vilja boði þessu, gefi sig fram sein fyrst. Skálholt P. O , Man 7. Sept 1903. Katrin Guðmundsdóttir. Kol eru sögð að verða $11.50 tonnið f Winnipeg f vetur. Þau ættu f>ó að verða talsvert ódýrari. í fyrra varð kolatekjan f Pennsyn- vania að eins 19 milliónir tonna, en í ár hefir hún verið þar nær 43 milliónum tonna, svo er nú brauta- flutningur á kolum frá Port Arthur til Winnipeg 50c lægri á hvert ton en í fyrra, svo að kol ættu að verða með þolanlegu verði í vetur. Verkamannadagurinn var hald inn hátfðlegur á mánudaginn 7. þ- m., en Jvegna votviðris var minna um'jdýrðir, en annars hefði orðið. Það mátti heita bell’-rigning allan daginn, frá kl. 10 að morgninum Samt fór fram skrúðganga um helztu götur borgarinnar og tóku 1200 manns þátt í henni. Það voru með- limir 40 deilda félagsins. Eins og vant er gengu lúðurþeytarar í broddi fylkingar og ýmsir skrautlega prýddir vagnar voru f fylkingunnj. Timburmenn fengu fyrstu verðlaun fyrir skrautlegast sýnishorn af iðn sinni, og næst þeim komu múrarar. Svo fengu Cobold & Co. Riehard Alston, Holman & Co. verðlaun og fleiri. Pétur Árnason, Lundar P. O., var hér á ferð um fyrri lielgi. Hann kotn til að sækja fólk, sem ætlar að byrja búskap þar úti í nýlendunni. Hann segir jgrassprettu með iakara móti þar ytra, en nýtfng ágœta. — Nýlátna segir hann Kristínu konu Hávarðar Guðmundssonar, eftir barnsburð. Baðstöð Winnipegbúa, í Rauðá, heflr verið notuð í sumar. Y fir 15 þús. manns haía skvampað þar f sundpollinum. 475 manns böðuðu sig þar fyrra snnnudag. Ea héðan af má vænta að aðsókn þar Jminki þegar kólnar í vatninu. W. H. Hastings, Organiser Con seryatíva flokksins f Manitoba og Norðvesturlandinu, er nýkominn úr ferðalagi um Ontarip og Quebec fylk in, Hann segir aö Dominion-kosn- ingar geti ekki orðið fyr en um ný ar næstk. í fyrsta lagl. Járnbrauta- brask stjórnarinnar fcer ekki góðan byr evstra, og kjördæmaskiftingin í Outario hefir reynst óvinsæl. Mr. Hastings segir stjórnina játa að Con- servatívar muni vinna 20 þingsæti í Quebec, fyrir áhrif Tartes, en Tarte sjálfur telur sér miklu meiri vinn- ing þar eystra. Alment segir Hast- ings að álitið í Austurfylkjunum sé, að Conservatfvar muni vinna næstu Doininion-kosningar. Galiciumaður var handtekinn hér í bænum íyrra sunnudag fyrir að hafa á sér falsaða peninga. Hann hafði 11 20 dollars seðla, sem allir voru falsaðir. Lögreglan telur víst að Bandaríkjamenn séu hér í bæn- um um þessar mundir að selja þessa vöru, og varar fólk við að kaupa hana. Allir þessir peningar voru dags. í Richmond, Va. February 17. 1864.—íslendingar ættu að varaat að þessum peningum verði komið inn á þá. Það getur haft illar afleið ingar auk peningaskaðans, sem þeir bíða við það. Mikill hópur verkrtæðaeigenda frá Austurfylkjunum ætlar að koma til Winnipeg þann 23. þ. m. og ferð- ast um Vestur Canada. Verzlun landsins er að færast svo í vöxt að verkstæðaeigeDdur álita nauðsynlegt að kynnast persónulega viðskifta- mönnum sínum í Vesturlandínu' Kona ein hér í Winnipeg keypti í síðastl. Marzmáuuði Di-. Braudes tannlæknir f New York fyrir $2500 til þess að giftast dóttur sinni, og þar að auki gaf hún dótturinni $500 í peningum. Þegar læknirinn vur búinn að eyða öllu fé sínu, heimtaði hann skildinga konu sinnar, ea hún neitaði að láta þá al hendi. Af þessu várð hann svo Teiður að hann barði konuna, svo hún biðar nú Vid framieidum ekki einasta beztar algengar hveitimjölstegundir, heldur höfum vid tvœr er skara fram ur. Ogilvie’s Hungarian —OG— Ogilvie’s Glenora Patent dómstólana um skilnað frá manni sínum. 8éra Bjami Þórarinsson mess- ar á sunnudaginn kemur: kl. 11 f. h. f Fort Rouge á venju- legum stað. kl. 4.30 á Nortli West Hall. Sunnudagsskóii á North VVest Hall frá kl. 3—4 e. h. Ræðuefni á NorthWest Hall: Haust—Hærur. AGENT. — Life & Accident In- surauce Co. vill íá góðan agent. Listhafendur snúi sér persónulega til skrifstofu félagsins. Herbergi 3 Merchants Bank. Blaðið Telegram hér í bænum hefir auglýst, að það geíi út 6 til 8 sfður af litmyndum í hverju laug- ardags blaði hér eftir. Þetta byrjar næsta laugardag. Blaðið lofar að þessar vikulegu myndir skuli vera eins góðar og þær sem beztar eru í stærscu blöðum Handaríkjanna. Bæjarstjórnin hetir hal't fundi með sér til að ræða um hver ráð séu til að fá Ottawastjórnina til að gera Winnipeg að 2 Dominion kjör dæmum svo að Winnipeg geti jafiaan haft2 inálsvara f Ottawa-þinginu. Það er talið að nú séu í borginni um 75,000 fasta íbúar og fari sí- íj'flgandi, er því talið rétt að skifta bænum í 2 kjördæmi. Goodtemplara stúkan Hekla ætlar að halda stóreliis Tombolu tíl arðs fyrii sjúkrasjðð stúkunnar um miðjan næstamánuð. Nánar aug- lýst síðar. Hra Eyvindur Doll frá Mikley, sem um nokkra mánuði hefir dval- ið í Mouse Rirer nýlendu íslend- inga í N. Dak., kom að sunnan f þessari viku. Hann sagði líðan Isl. þar syðra vera f bezta lagi, en votviðrasamt haust hafi skemt upp skeru f>eirra þar, og það svo að henni er búin eyðilegging, ef ekki koma bráðir þurkar. Ofsa snjó- stormur skall yfir héraðið þar eyðra á laugardaginn 12. þ. m. og stóð yfir allan daginn og fram á sunnudagsmorgun. Snjórinn varð um 10 þuml á jafnsléttu og fros t var svo míkið að snjórinn nálega hélt manni á sunnudagsmorgun.— Guðm. Freemnnn inisti 2 kýr f byl þessum, þeim sló niður inn í girðjj ingu um nóttina.—Vestarjá fjöllnn- um hafði frétzt að snjór hefði ver- ið enn f>á dýpri. Aftur varenginn snjór er kom 10 rnflnr austur fvrir Willow City. Yfirleitt sagði hann preskingu ganga mjög seint f N, Dak. vegna votviðra og margir bændur hljóta að lfða stórtjón við f>að. Hon. R. P. Roblin auglýsir f Manitoba Gazette að fundur verði haldinn kl. 1. e. h. þann 3. Október næstk. í skólahúsinu f Geysirbygð í Nýja ísl, til þess þar að stofna bændafélag sem nefnist “The Gaysir Farmers Institute”. Enn- fremur að fundur verði haldinn í Vestfold skólahúsi í Grui navatns- nýlendu, laugardaginn 26. fSept- ember kl. 1 e. h., til þess að stofna þar bændafélag er nefnist “The Shoal Lake Farmers Institute”. Þetta er ánægjulegur vottur um fölagslega framför bænda f Girnli- kjördæmi. ‘Jlkn-Linau’ flytur framvegis íslendinRa frá íslandi til Canada og Bandarikjanna upp á <5 dýrasta og bezta máta, eins og hán ávalt hefir jsert, oj? ættu því þeír, sem vilja senda frændum og vinum fargjöld til íslands, að snúa sér til hr.II. N. Hardnl i Winnipejf, sem tekur á raóti fargjöldum fyrlr nefnda lfnu, og sendir þau upp á tryggasta og bezta máta, kostnaðarl&ust fyrir send- anda og móttakanda, og gefur þeim sem óska, allar upplýsingar þvi við- vikjandi. Fari ekki sá sem fargjaldið á að fá, fær sendandi peningana til baka sér aö 1 ostnaða1 lansu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.