Heimskringla - 01.10.1903, Blaðsíða 1

Heimskringla - 01.10.1903, Blaðsíða 1
XVII. WINNIPEG, MANITOBA 1. OKTÓBER 1903. Nr. 51. PIANOS og ORGANS. HeliitKiiian A Co. Pianon.--Bell Orgel. Vér seljum með mánaðarafborgunarskilmálum. J. J. H- M'LEAN & CO. LTD. 530 MAIN St. WINNIPEG. ew York |_ife | nsurance JOHN A. McCaLL, president. Lifsábyrgðir í gildi,31. Des. 1902, 1550 inillionir llollars. 700,000 gjaldendur, sem eru félagið eiga það og njóta als gróða. 145 þús. manna gengu í félagiðá árinu 1902 með 3Ö5Í million doll. ábyrgð. Það eru 40 milliónir meira en vöxtur fél. 1901. Gildandi ábyrgðir hafa aukist á síðastl. ári um 188 mill. Dollars. Á sama ári borgaði félagið 5000 dánarkröfur—yfir 15 mill. Doll,— og þess utan til lifandi creðlima 14J mill. Doll., og ennfremur var *4,750,000 af gróða skift upp milli nreðlima. sem er $800,000 meira en árið 1901v Sðmuleiðis lánaði félagið 27,000 meðlimum $8,750,000 á ábyrgðir þeirra, með 5 per cent rgjitu og án annars kostnaðar, C. Olafson, J. «. Horgan. Manager, AGENT. GRAIN EXCHANGE BUILDING, W I JST 1SJ“ IPE <3-. Gestur Pálsson hálf gefinn. Nýjir kaupendur að “Heimskringlu”, sem senda oss $2.50 fyrirfram borgun, geta fengið vestur-íslenzku útgáfuna af ritverkum Gests sál. Pálssonar senda þeim kostnaðarlaust, og sem þeir þann- ig fá fyrir 50 cts. Alstaðar annarstaðar kostar bókin $1.00, og hér á skritstofu Heimskringlu fæst hún keypt fyrir $1.00, en í sam- bandi við Heimskringlu kostar hún nýja kaupendur að eins 50 cents. Útgáfunefnd Heimskringlu telur víst að margir Islendingar, sem enn þá hafa ekki keypt blaðið, muni gjarnan vilja eiga það og lesa, og að hið sama eigi sér stað með verk Gests Pálssonar. Þess vegna hefir nefndin komist að samningum við útgefandann, sem gerir það mögulegtað gera nýjum kauper.d- um þetta boð( fram að uýári r.æstk. Heimskringla, án bókarinnar kostar $2 00 um árið. Allir þeir, sem vildu gerast kaupendur að blaðinu og fá í it- verk Gests með hálfvirði, sendi oss með pöntunum fyrirfram borgun: r i ■ .. HeMriila News & PÉlisliii Co. P. O. Box 12S:S IVliinipeg, llanitohn. in er úr bálastorku bergkastali j Jasonssonar og Guðrúnar Eirlks- iribjóð1,—Hérer efni fyrir þjóð-! Höi.tnr t —.. ---- Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. —Bankarnir í Canada hafa í hyggju að auka vaxtagreiðslu af sparifé þjóðarinnar upp í 3^% f stað 3%, sem nú er. —-J. Hird, frá bænum Bridge I Canada, 82 ára gamall, klifraði í f. m. upp á hæsta findinn á Ben Nevis fjalli á Bretlandi, sem er 4405 fet yfir sjávarmál Gamli Hird var 4| kl.tíma að komast upp á fjallið. Millíónaeígandi einn í Chicago heflr nýlega skift einni millón doll- ars upp á milli erfingja sinna til þess að komast eftir hvernig þeir verji fénu. Svo ætlar hann að eftir- skilja þeim eigur sínar í réttum hlutföllum við það sem hann álítur þá verðskulda. —Fróðleg skýrsla er nýútgefin um inntektir í ríkissjóð Breta af dán- arhúum auðmanna þar í landi á síð- astl. ári til 31. Marzsíðastl. Það eru lög í landi. að stjórnin heimtar viss- ar procentur í ríkissjóð af eignum alha þeirra manna, sem degja og láta eftir sig eignir sem yfirstíga vissa upphæð í fasteignum eða pen- ingum og hluta eða skuldabréfum. Á síðasta ári fékk ríkið þannig skatt af 62,310 stóreignum dáinna auðmanna sem til samansnámu 1400 millíónum dollars. Rtkisskatturinn af eignum þessum varð sem næst 55 millíónir dollars. Þetta er þægileg inntekta grein fyrir ekki stærra land en Bretland. og fer langt með að jafn- ast upp í allar ríkisinntektir Canada á ári. —Nýlátin kona í Philadelphia gaf $15,000 af eignum sínum aðsérlát- inni til að byggja skóla fyrir Douk- hobors í Canada. Umsjónarmenn dánarbúsins voru í Winnipeg í síð- astl. viku að ráðstafa fénu í hendur Peter Veregrinjeiðtoga Doukhobora. — Sendiherra Bandaríkjanna í Marseilles [á Frakklandi, hefir tekíst ferð á heridur til að heimsækja Mene lick konung yfir Ahyssinia. Þetta hefir vaktð hina mestu eftirtekt S Evrópu hlöðum, en engin veit hvert erindið er. Þess er getið til að Bandaríkjamenn muni hafa auga- stað á einhverjam hluta af landi Menelicks konungs. —Árlegur herkostnaður Breta á friðartfmum er talinn £37.487,860, eða sem næst í$190 millíón dollast. Ekki er að furða þó þeim sé ant um að koma parti af þessum undra kostnaði yfir á herðar gjaldþegn- anna í nýlendunum. Lávarður Benson hefir auglýst í írskum blöðum, að hann sé fús að selja allar landeignir sínar á Irlandi til ábúendanna með þeim skilmálum sem nýju írsku landlögin ákveða. Ekki er sagt hvort hoð hans verður þegið- —Mrs. Florence Maybrick, sem fyrir nær 15 árum var dæmd til líf- láts f Englandi fyrirað myrða mann- inn sinn, en sem síðar var náðuð til 15 ára fangelsis, hefir eftir fáa mán- uði fullnægt dóminum og verður þá látin Iaus,’,Lögmenn eru nú að reyna að ná handa henni þeim $40,000 sem eftir eru af eignum afa hennar, svo hún geti átt áhyggjulausa og rólega ellidaga. Kona þessi er þegn bandaríkjanna, og margar til- rannir bafa gerðar verið til þess að fá hana fyrir löngu látna lausa, en árangurslaust. — Mjöl heflr stigið í verði í Mont- real um 70c. hver tunna, kostar nú þar$4,80, f tilefni af þessu hafa bak- arar allir sett upp verð á brauðum sínum svo nemur 2c. á 6 punda brauði. Þess ei og getið að hvenœr sem hakarar heimti hærra kaup fyr- ir vinnn sína svo hækki brauðin að sama skapi í verði fratnyíir það sem uú er. —Maður einn í Austur-Canada, sem lögreglan var að leita að, skaut sig til hana fyrir nokkrum dögum. I vasa hans fanst bréf, þar sem hann skýrði frá að í því tilfelli að hann yrði tekinn fastur og settur í fangelsi, þá fengi hann þar ekkert Morphine, og þar eð hann gæti ekki lifað án þess, þá hefði sér þótt viss- ast að ráða rér sjálfum bana. —Allar hveitimölunarmylnur í Minneapolis hafa hætt starfi um ó- ákveðin tíma. Yfir 2000 manns írá 17 mylnum hafa yfirgefið atvinnu sína. Ástæðan er að mennirnir báðu um 10 tíma ;borgun fyrir 8 tíma vinnu á dag, en mylnueigendur neituðu. —Strætisbrautafélagið í Montreal sem nýlega jók höfudstól sinn um 1 millfón [dollars upp í 7 millíónir biður nú bæjarstjórnina í Montreal að framlengja einkaleyflstímabil sitt um 30 ára tíma. Fyrir þau hlunn- indi bíður félagið að halda hreinum þeim strætum bæjarins, sem vagnar þess renna eftir, sópa af þeim snjó á vetrum og ryki og óhreinindum á sumrum. Félagið biður um vald til þess að mega semja viðönnur fé- lög um umferð á strætunum, þó með hliðsjón af vilja bæjarbúa. Svo bið- ur félagið um undanþigu frá skatt greiðslu af eignum sínum, og að borgin taki að sér eftir 30 ára tíma- bil, að kaupa allar eigur félagsins utan og innan takmarka borgarinn- ar, ef einkaleyfistímabilið verði þá ekki framlengt. —Ágæt harðkol fundust f þessum mánuði við Fortune Bay á Labrador. Landsvæði það er lftt knnnugc og engin átti von ákolafundi þar. Mikl- ar hirgðir kváðu vera af kolum á þessu svæði, en engir mannavegir liggja þar nálægt. —Járuverkstæðið mikla hjá Sault St. Marie, Ont., sem Mr. Clergne er yfirmaður yfir, hefir hætt að starfa um óákveðin tíma. 3500 manns mistu atvinnn við það núna undir veturinn. Kaupgjald manna þeirra sem þanni? hafa mfst atvinnu, var 50 þús. dollars á viku, Peninga skorti félagsins er kent um þetta verkfall En það vonar jafnframt að geta byrjeð vinnu í öllum verk- stæðum sínum með vorina. —,,Alt er stórkostlegt í Canada. Vötnin eru höf, slétturnar eru ómæli leg viðAtta.Fjöllin yfirgnæfa ímynd unarafiið og árnar eru aðal megín • landsvegir. Þegar maður hug3ar um það að Canadaþjóðin hefir af- kastað því verki á tiltölulega fáum árum að ná yfirráðum yfir öllum möguleikuin landsins og að ytirstíga mikilvægar tálmantr, og að þetta er gert af þjóð, sem ekki er mannfleiri en Lundúnahorg, þá sannar það bara framtakssemi, dugnað, áræði og þolgæði þeirrar þjóðar, sem for- sjónin hefir gætt þeiin eiginleikum, sem gera hana að mestu þjóð heims ins, er tímar líða“. Þannig talaði einn af verzlunarkonungum Eng- lands á ferð sinni um Canada í fyrri viku. — Verkamannafélögin héldu fund í Adelaide í Ástralíu 18. f. m. Þar var rætt um að hefja baráttu fyrir því að löglegur vinnutfmí skuli hér eftir vera 6 kl.stundir á dag í stað 8 stunda, sem nú er þar eystra. Góð- ur rómur var gerðui að þessari upp- ástungu í þinginu, en ekkert form- legt ákvæði var tekið uir. málið að svo stöddu. —Þvottakonur í Duluth, Mínn., eru að mynda félag til að fá laun sín hækkuð. Þær heimta $2,50 á dag, hvort heldur þ4 þær þvo fatnað í fjölskylduhúsum eða þær þvo gólf eða annað þessháttar. Sagt er að verkamannafélögin standi á hak við þessa hreyfingu. —Indiána Reserve í Minnesota 740 þúsund ekrur á stærð, verður opuað sem heimilisréttarland, kl. 9 að morgni þess 10. Nóvember næst komandi. Það er talið gott búland. ISLAND. Eftir Þjóðvijanum. Bessastöðum, 28 Ágúst 1903. Norður-ísafjarðarsýslu, Álftafirði, 8. Ágúst. ,,Tíð hefir verið hér þurkasæi, en afarköld, útnorðan- garður f gær og í dag, og hefir snjó að í fjöllum. Töður nýttust vel hjá þeim, sem búnir eru með túnin og voru þau sumstaðar í góðu meðal- lagi, en alment er kvartað um gras- leysi á útengi. Harðvellistún hafa og verið snögg. Þeir, sem stundað hafa sumar- róðra hér inn frá, hafa aflað fremur iítið. Nokkur hafsíld er farin að fást í lagnet, einkum í Út-Djúpinu, en ekki hefir þó verið neinn fyrir- taks afli á hana. — Margir ætla að motor-bátaveiðin í Út DjúpÍDU séal- menningi lítt til hagnaðar, af því að slæingin frá þeim hamli göngu lisks- ins inn Djúpið. Hvalaveiðin heílr gengið írem- ur seigt og fast hjá hvaiveiðamönn- um hér í hreppi. Kíghósti hefir gengið í börnum á stöku bæjum og margir hafa haft þráiátt kvef. Bolungarvík, 16. Agúst: „Hér hefir verið ljota tíðin, stöðugur norð- angarður síðan 1. Ágúst með kulda og krapa öðru hvoru, svo að aldrai hefir fiskur eða hey orðið breitt þenna tímann. Hér var mikið góður afli um tíma f sumar, en nú er bæði sjaidró- ið og aflatregt“. Mjölnir heitir hlutafélag, sem nýlega er stoínað í Reykjavík. og ætlar það að koma sér upp vélum og verksmiðju til að mylja grjót og steypa úr því steina til húsahygg- inga. Byrjað er þegar að reisa verk- smiðjuhúsin, og er húist við að félag ið geti tekið til starfa i næsta Októ bermánuði. Formaður félags þessa er Knud Zimsen verkfræðingur, en lébirðir Sturla Jónsson kaupmaður. Póstblaðið heitir smáblað, sem póststjórnin er farin að gefa út, til þess að íiytja starfsmönnum sínum ýmsar nýjungar er póstmál varða. Sild á Eyjafirði. í öndverðum Ágúst gekk síld inn á Eyjafjörð og aflaðist allvel í lagnet, bæði utarlega og innarlega á firðinum. í neta- kvíar fengust og 100 —200 tunnur í hverjar, að því er Norðurland skýrir frft, en á hinn hóginn stóð sildin ef djúpt til þess, að hún næðist í vörp ur. Drukknun. 23. Júlí sfðastl. vildi það slys til á Skutulsfirði, að báti hvolfdi undir tveimur mönnum, er fiutt höfðu farþegja og farangur út i gufuskipið Scandia og drukn- aði annar maðurinn, Eiríkur Jóns 8)n að nafni, kvæntur maður, er flutzt hafði til ísafjarðarkaupstaðar á sfðastl. vori, ættaður úr Skaptafels sý8lum. llinn maðurinn, er bjarg- að var, hét Eiríkur Eiríksson. 27. Júli síðastl. andaðist að Núpufelli í Eyjaflrði bóndinn Sigfús Einarsson Thorlaeius, 80 ára að aldri merkur bóndi. Hann á þrjá syni á lífi og eru þeir: Jóhannes, kennari við Flensborgarskólann, Einar hóndi á Stokkahlöðum f Eyjafirði, og Jón búandi í bygðum Islendinga í Vest- urheimj. Cull fundið í Færeyjum. Verk- fræðingur, sem starfað hefir að jarð- fræðislegum rannsóknum á Færeyj - um. kvað hafa fundið þar gull, í Nolsey. Er þegar tekið að semja við landeigendnr um leyfi til gull- graftarjns. Lengra er því málið enn ekki ko'mið. Fjallk. Eftir Austra, Sevðisflrði, 15. Ágúst 1903. Nýdánir eru á Héraði merkis- bændurnir Eiríkur Eiríksson í Ðag- verðargerði og Þorvaldur Guðmunds son í Geitdal. 22. Ágúst. Dáinn er snemma f f. m Sveinbjörn Gunnlaugsson að heimili sínu, Gilsárstekk í Breiðdal. Skógræktunin. Skógfræðingur Flensborg, er nú fór heim med Vestu, sagði oss að alþing mundi leigja Hallormsstað af prestinum í Vallanesi fyrir 380 kr. eftirpjald á ári hverju, kaupa Vagli í Fnjóska- dal fyrir c. 2.800 kr. og leigja Háls- skóg fyrir 80 kr. árlegt eftirgjald. Tíðarfar ákaflega óstilt. Eftir iangvarandi rigningar komu bér nokkrir flæsudagar fyrri hlutá vik- unnar, en héldust þó ekki svo lengi að menn næðu hér töðum sínum, nema einstaka maður, og það þá eigi vel þurt. Fiskiafli regar, enda gæftir illar. Reknetafiinn má heita ágætur og koma reknetaskipin flest inn uppá siðkastið með góðan afla. Sum skip- in hafa eigi komið aflanum fyrir f iestinni, en hafastafna á milli haft fult þiltarið af síld. En hér fer að vanta tómar tunnur og salt, ef þess- um mikla afia heldur áfram. 1. Sept. Tíðarfarið virðist nú vera að skftna, enda mft eigi seinna vera, því útlitið var hið versta, töð ur víðast mjög hraktar, snjóað ofan í bygð og hnésnjór á Smjörvatns- heiði, og töður farnar að grotna á Langanesi ogSléttu. Fiskirí gott. Síldarafli nú minni. Engin nótasíld, CP leknetasild töluverð. MINNEOTA, MINN. 18. Sept. 1903, Tíðarfar. Síðastl. víku var hér ómuna regnfall, er oili bæði skemd- um á uppskeru og vinnutjóni; svo má heita að þresking sé hér ógerð enn sökum óveðra. Nú sem stendar eru vindar og sólþerrir og lltur út fyrir að þannig muni viðra um stund. Dauðsfall: Nýdáinn er hér Ól- afur C. Arngrímsson frá Búastöðum í Vopnafirði, einn af mestu lipur- mennum hér á meðal Islendinga. Hann var verzlunarmaður f betra lagi og félagsmaður góður, Um hann mátti með sanni segja, að ,,hann var drengur góður“. —Séra N. S. Þorláksson kom hér suður og var við útför Ólafs- Nýmæli. Séra Francis E. Clark, D. D., sá er ferðaðist um ísland í fyrra sumar, ritar í blaðið The Inde- pendent (New York) 27. Ágúst þ. á. aillanga grein um Island, meðfyrir- sögninni: „Hvers vegna ekki Is- land”. I þeirri grein færir hann lfkur fram fyrir því, að það mundi heiliadrýgra fyrir Bandaríkin að kaupa af Ðönum íslaud, heldur en að sælast eftir þessnm Kyrrahafs eyjum, er þeir séu að draga til sín, sem sönnun fyrir máli sínu færir hann fram kosti þjóðarinnar and- lega og líkamlega að fornu og nýju. Enn fremur, að á ófriðartímum víð Norðurálfuþjóðir væri ísland ein ákjósanlegasta herstöð fyrir Banda- ríkjamenn Clark liggja sérlega vÍDgjarnlega orð til íslendinga.— Uonum hefir sjálLagt fallið vel í goð bæði þjóðin og landið. Mikið dáist hann að’fegurð og mikilleik náttúrunnar á Þingvöllum, þar sem: Seigt gengur þeim Columbia- mönnum að verða sammálaum Pan- amaskurðar samninga við Banda- ríkjamenn, og lítur helzt út fyrir að það mál falli um sjálft sig. En þá snúa Bandamenn sér að Nicaragua og skera þar í sundur eiðið. FOAM LAKE, ASSA. 21. Sept. 1903 Þaðsorglega slys vildi til hér þann 14. þ. m. að 2 ára gamall drengur, Edward Georg Bjarnason, sonur þeirra heiðurshjóna Bjarna mjólk var í, og brendist skaðlega. Læknir var þegar sóttur, en hann gat ekkert að gert. Drengurinn dó á sama sólarhring. Jarðartörin fór tram þann 18. s. m. og var sú fjölmennasta, sem hér hefir verið, þar sem því nær allir nýlendumenn voru viðstaddir. Þetta var eini drengurinn, sem hjónin áttu. Hann var efnilegt og gott barn og því sftrt saknað of for- eldrunum. Hin syrgjandi hjon hafa hjuttöku allra nýlendabúa í þessu sorgartilfelli.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.