Heimskringla - 15.10.1903, Blaðsíða 1
XVIII. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA 15. OKTÓBER 1903. 1 Nr. 1.
Fregnsafn.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
—Flóð mikil ganga í Passiac-ánni
nm þessar mundir t New .Jersey rík-
inu: Um síðustu helgri sttíð vatnið í
bænum Patterson íN. J. yflr 4 fet-
um hærra en í flóðinu, sem kom þar
í fyrra. Vatn þetta er þeg-ar húið
að gera 2 milliónir doll. eignatjón
þar í hænum á fáum dögurr, 5 hrúm
hefir verið sópað af ám, og þúsundir
íveruhúsa hafa farið á flot og sum
rekið langar leiðir af Jgrunnlóðum
sínum. Vindhraðinn varð um eitt
tímabil 60 mílur á tímanum og
regnfallið svo fossandi að ei varð úti
verið, og einnig gufuskip strönduðu.
margir eru húsviltir og alslausir
Kjallarar undir búðum og verk-
stæðum eru fullir svo að verkbtæðin
geta ekki unnið, og alt útlitið er i-
skyggilegt. Svipaðar fréttir koma
frá New York, Scranton í Pa. og
fl. sföðum; þar hafa brautarlestir orð-
ið að hætta gangi og kolanámur
eru fyltar vatni svo að þúsundir
manna verða atvinnulausir um
tíma. Yflrleitt er þcssi flóðalda tal-
in sú skaðlegasta, sem komið heflr
nokkurstaðar í Ameríku, síðan
Johnstown-flóðið mikla fyrir meir
en 13 árum; en þó er ekki getið um
að margir hafi tapað lffl í flóðum
þessum.
—Hreyfing er þegar hafln til þess
að rfkissýningin verði haldin hér í
Winnipeg árið 1905. Mesti fjöldi
af framleiðendum í Austurfylkjun-
um hafa verið að ferðast um Norð-
vesturlandið í sfðastl, mánuð, og
þeir eru svo hrifnir af landinu að
þeir vilja fá sýninguna haldna bér.
—einhverjir óþektir menn hafa
um nokkrar UDdanfarnar vikur ver-
ið að smá rita Northern Paciflc-járn-
brautarfél. bréf, og heimta frá þrí
peninga. Fyrst heimtuðu þeir
25 þús doll. og kváðust sprengja
upp brautir þess ef féð væri ekki
borgað á vissum degi og skilið eftir
á afviknum stað, þar sem þeir gætu
náð því. Félagið skeytti ekki hótun
þessari; og svo var br.'i og brautar-
partur félagsins sprengt upp með
dinamite. Eítir það fékk félagið
strangt bréf frá þessum náungum,
um að borga tvöfalda upphæð, 50
þús. doll. eða að öðrum kosti yrði
það fyrir skaða þann 8. Október.
Félagið borgaði ekki féð og afleið-
ingin varð sú að jái nbrautarbrú þess
bjá Helena í Montana var sprengd f
loft upp þann 8 Okt., eins og hótað
hafði verið. Formenn brautarfél.
hafa gert alt, sem hægt hettr verið
til þess að vakta eignir sínar og
hafa upp á þessum mönnum, en ekki
tekist það. Dinamit fanst einnig á
braut féiagsins hjá Butte í Montana.
%
—Tveir herforingjar í Bandaríkj-
unum, sem voru í herþjónustu í
Manilla á Filipseyjum, urðu nýlega
uppvfsir að þvf að hafa sto!ið$6 þús.
í peningum frá stjórninni, auk þess
sem þeir fengu fyrir matvæli hennar
sem þeir höfðu umsjón yfir og seldu
fyrir peninga. Menn þessir tóku
svo 35 tonna gufubát og struku á
honum. Haldið er að þeir hafi farið
til Born-eyjar. Stjórnin hefirtele-
graferað fyrir þá f allar áttir og tel-
ur víst að hafa upp á þeim. Þeir
ejga vísa móttöku hvar sem þeir
nást,
— Kentucky tóbaksgerðarfélagið
hefir tekið 3 mill. doll. lán til að
auka starfssvið sitt. Næsta tóbaks-
Qppskera af landinu var sett f trygg-
ingu fyrir láninu. Svo er mikið á-
11* löndum félagsins að auðmenn
hafa boðið því 10 mil. doll. lán gegn
tryggingu í komandi afurðum þess
Landið er 25,000 ekrur að slærð.
—400 GyðÍDgum var slátrað af
Rússum f Kishineff héraðinu. Prest
ur Gyðinganna aðvaraði þá um að
sækja ei kyrkjur sínar á ákveðnum
degi, því hann hafði trétt að í vænd
um væri að gera árásir á þær. En
Gyðingar Iétu ekki að orðum hans,
og fóru til kyrkna sinna snemma
um morguninn. Áhlaup var trfar-
laust gert á þá og bardagi háður,
sem stóð yfir allan daginn. Margt
féll af báðum málspörtum, en fleira
þó af Gyðingum heldur en af þeim
kristnu blóðvörgum sem ofsóktu f>á.
Rúesar hafa tilkynt Kína að
rússneski berinn verði ekkj tekinn
úr Marchuria héraðinu fyr en Kína
hafl veitt Rússa stjórn öll þau hlunn-
indi þar eystra, sem hún hefir beðið
um. Þetta eru bein tamningrof frá
hendi Rússa. En Kína fær ekki að-
gert, og verðar að líkindum að láta
undan.
-—108,014 manna fluttu inn í
Canada á síðastl. 12 mánuðum. Yfir
þúsund heimilisréttarlönd voru tekin
upp f síðastl. mánuði. Innflutnings-
straumurinn heldur stöðugt áfram.
Um þúsund Islendingar munu hafa
flutt til Canada á sfðastl. 12 mán.
—Fylkiskosningar í British Col-
umbia fóru fram fyrra laugardag
McBridesstjórnin — Conservative —
vann sigur; er sagt hún hafl að eins
5 sæti umfram Liberala. 2 Sosíalist
ar og 1 verkamannaéflokksmaður
eru og f þinginu. Fylgi þeirra ó-
víst báðum fiokkum.
Húsbruui f Moutreal f fyrradag.
Þar b*-ann kona og 2 börn hennar til
bana.
—Balfour hefir fylt f skörðin í
brezkaráðaneytinu. Mr. Broderick
verður ritari fyrir India, Austin
Chamberlain verður ríkisféhirði,
Alfred Lytt'eton verður hjálendu-
ritari, H. O. Arnold Foster verður
hermálaritari, Grayham Murray
verður rftari fyrir Skotland og Lord
Stanley verður póstmálastjóri.
—Stjórnin í Riojeneiro heflr sam-
þykt lagafrumvarp, sem heflr að
geyma tilboð til allra þjoða um að
sýna stýranlega loftbáta í borginni
Rio Janeiro á árinu 1904. Stfórnin
lofar $100 þús, doll. verðlaunum
fyrir bezta stýranlegan bát.
—Dominionstjórnin heflr beðið
þingið um l3 mil. doll. fjárveitingu
til að styrkja járnbrautabyggingu í
Norðvestur Canada. Þaríeru$ll2
þús. fyrir braut frá Winnipeg Beach
til íslendingafljóts.
—Skip eitt sigldi frá Halifax 4.
þ. m. með 23 þús. tunnur af eplum
til sölu á Englandi. Brezkir kaup-
menn hafa samið um kaup á 400
þús. tunnum af eplum frá Nova
Scotia bændum, þessi farmur var
hluti af þeirri pöntun.
—Hon. Geo. E. Foster hefir verið
beðinn að koma til Englands til að
hjálpa Joseph Chamberlain til þess
að sannfæra brezka kjósendur nm
ágæti stefnu hans í verzlunarsam-
bandsmáli Breta við hjálendurnar.
Foster hefir að sögn þegið boðið og
bygst að hefja ferð sfna fiá Canada
seint í þessum mánuði.
—Deleware ríkið heflr lög sem
skipa að hýða alla menn, sem berja
konur sínar. Nú er verið að gera
tilraun til að fá slík iög samþykt í
Illinois ríkinu. Þau hafa reynst
svo vel í Deleware að margir viija
láta þau gilda f öðrnm rikjum.
—Sfðan trúmálarósturnar hófust f
Frakklandi fyrir ári síðan, haf'a
hundruð af Munkum og nunnum
flntt til Canada. Þeita mál var tek
ið til umræðu á “Grand Ligue Mis-
sion” félagsfundi í Montreal í síð-
astl. viku. Var lögð fram skýrsla
þes3U viðvíkjandi og er þetta meðal
annars þar sagt: “Oss hryggir það
að þetta fólk hefir komið til Cai.ada,
því að öllu samlögðu er það lal asta
aflið í rómversku kyrkjunni, og vera
þeirra hér heflr þau áhrif að gera
verk okkar örðugra”.
—Sir Thomas Lipton hegr selt
kjötniðursuðustofnun sína f Chingo,
verðsins er ekki getið; en orsök söl-
unnar er samkepni annara niður-
suðufélaga þar í borginni.
t—C. P. R. fél. hefir ákveðið að
verja 9^ mil. doll, til þess að auka
og bæta brautir sínar í Canada á
næsta ári. 5 miliónum verður varið
til að kaupa nýja vagna af öllum
tegundum og 4J milión tii að auka
og bæta brautirnar.
—Mr. Armour, kjötsalinn mikli í
Chicago, heflr ákveðið að gefa næga
peningaupphæð til þess að stofna
nýja lækningaleild við helztu lækna-
skóla Bandaríkjanna. Hann átti
mjaðmarsjúka dóttir, sem enginn
læknir í Ameríku gat læknað, þar til
Dr. Lorenz frá Austurríki kom þar í
borgina í fyrra og læknaði barnið á
stuttum tíma. Mr. Armour vill að
læknar hér í landi læri þessa Lorenz-
aðferð og í því augnamiði gefur
hann féð. Ætlun hans er að allir
foreldrar, hversu fátækir sem þeir
eru, skuli eiga kost á að fá lækningu
fyrir börn sfn, sem þjást af sams-
kyns sjúkdómi og dóttir hans.
ISLAND.
Eítir Stefni.
Akureyri, 26. Ágúst 1903.
Óþurkarnir á Norður og Aust.
urlandi í þessum mánuði eru dæma
fáir. Þeír, sem höfðu slegið tún sín
snemma, gátn náð töðu inn um síð
ustu mánaðamót; fyrir þvf láni urðu
allmargir í innsveitum Eyjafjarðar,
margir Fnjóskdælingar, BárðdælÍDg
ar, flestir Mývetningar og Jökul
dælingar og nokkrir á innri sveitum
Fljótsdalshéraðs. Flestir á ytri
sveitum Eyjafjarðar. Þingeyjar og
Múlasýslna munu hafa náð litlu af
töðu, alt til þessa, ogengu af útheyi,
nema sem slegíð var áður enbyrjað
var á túnum. A Fljótsdalshéraði og
sumstaðar á Austfjörðum þornaði
þó hey til fuls 17. og 19. þ. m. og
munu þá margir þar hafa hirt tún,
en í Eyjafj. og Þiogeyjarsýslu náðist
þó ekki hey. Þessir óþurkar hafa
orðið bændum og öllum er heyskap
hafa mjög baganlegir, tfiðurnar sem
vænta má farnar að skemmast og
verkatöfin mikil við heyþerristil-
raunir.
Votarengjar eru bæði með vot-
ara og grasmjnsta móti, og lítt
árennilegt að fást við heyskap í þe>m
f annari eins kulda og rigningatfð
og verið hefir í þessum mánuði; lítur
þvf út fyrir að heyskapur norðan og
austan lands verði mjög rýr, þótt
rætast kynni úr með tfðarfarið með
Höfuðdeginum, sem margir vona að
verði. í Skagafirðinum og Húna-
vatnssýslu hata óþurkaruir verið
svipaðir og í Eyjaflrði.
Fiskiverkun heör sem von er
gengið mjög illa norðan og austan
lands.
Fiskiafli á opna báta á Aust-
fjörðum og Vopnaflrði nokkur þenn-
an mánnð. þegar geflð hefir á sjó.
Reknetasíldveiði er nú allmikið
stundað á E/jafirði og úti fyrir flrð-
inum og hetir hepnast fremur vel í
þessum mánuði. Reknetaslldveiði
var og mikil fyrir Austfjörðum.
Norsk skip mörg bæði eimskip
og seglskip stunda nú reknetaveiði
hér fyrir Norðurlandi, og halda mest
tíl á Siglufirði, þykjast menn hafa
orðið varir yið að sum þeirra hafi
það til að flska í landhelgi.
Vatnsleiðsla á Akureyri innan
við Barðsneí. er komin í flest hús og
er í bezta lagi.
Vatnsleiðsla ínn í hús á Seyðis-
firði (á Öldunni og nokkurn hluta
Búðareyrarj var komin vel á veg
ummiðjanþ. m. Samskonar pípur
hafðar þar og á Akureyri og með
fulluvití virtut það fyrirtæki hafa
verið stofnað.
Tíðarfar. 30, Ág. brá til sunnan-
áttar og þurka, náðu þá margir heyi
í Eyjaflrði, í Þingeyjarsýslu náðist
mipnaen þó nokkuð; 5. þ. m. gekk
aftur í norðaustan hrakviðri með
ákafri úrkomu 5. og 6. þ. m. Bezta
tið heflr verið á Suðurlandi í sumar.
Fiskiafli nokkur á innflrðinum
hér þegar beita fæst. Enginn síldar
afli á flrðinum.
S. Sigurðsson Hóiaskólastjóri,
sem dvalið heflr hér í sumar að und-
irbúa ræktunarfélagslandið o. fl. fór
landveg þessa dagana vestur í Ól-
afsdal, og fór þaðan aftur heim til
Hóla til skólahalds.
Gamalt sverð hefir fundist ná-
lægt Skógum í Fnjóskadal.
Kjötverð. Um þessar mundir
er mikið framboð á Akureyri af
góðu nautakjöti á 23 til 25 a. pund-
ið. Kunnugir segja»að kindakjöt
muní kosta í haust 12—16 og 18 a.
pd. Gærur 25 a. pd. og mör 22.
Verra gat það verið segja bændur,
sem búast við að lóga mörgu fé í
haust,
Kartöfluuppskera á Akureyri
verður eflaust mjög rýr 1 haust yfir-
leitt.
Jakob Jónsson trésmiður á Odd-
evri, 59 ára, dugnaðar og eljumað-
ur, er nýlátinu. Bjó lengi góðu búi
á Grísará f Eyjafirði.
MARKERVILLE, ALTA.,
29. Sept. 1903.
(Frá rréttaritara Hkr.).
Tíðin hefir verið hin erfiðasta
og óhagkvæmasta yflr heyjskapinn
og uppskerutímann þetta sumar um-
hleypinga- og votviðrasöm, svo
sjaldan heflr staðið sama veður degi
lengur, að eins voru nokkrir dagar
þurrir um síðastl. mánaðamót- hey-
skapur hefir þvi eðlilega gengið
afar seint og er víða enn ekki búinn
Nú loksins nokkra daga lítur út
fyrir breyting til batnaðar með tíð-
ina, og vænta menn nú að haustið
verði blítt oghagstætt, sem bætir ó-
neitanlega mikið úr misfellum þeim
sem sumarið hafði í för með sér. —
Akrar spruttu hér í meðallagi og bet
ur sumstaðar, en urðu mjög misjafnt
búnir undir uppskeru sökum vot-
viðranna, Slætti á höfrum er ný-
lega lokið, sáðgarðar munu alment
vera í bezta lagi, og lfkur til að
nppskera af þeim verði ágæt.
Gott heilsufar er hér nú al-
ment og góð líðan yflr höfuð.
Um miðjan þenna mánuð var
hér á ferð W. H. Pálsspn frá Win-
nipeg. Hann bjóst við að fara héð-
an til Edmontou.
Nýkominn er hingað vestnr
séra P Hjálmsson, og verður hér
fyr-t um sinn, til að fremja prest-
verk hjá Alberta-söfnuði.
25,000 ekrur.
Iudíéna „scrip“ fyrir 25 þús-
und ekrum seljum vér f 240 ekra
spildum með lægsta markaðsverði.
Kaupendur geta valið úr öilum ó
teknum heimilisréttarlöndum f Ma
nitoba eða Norðvesturlandinu. Þeir
sem eiga óeyddan heimilisrétt, geta
tekið 240 ekrur af þessu landi áfast
ýíð heimilisréttarland sitt og eignast
þannig 400 ekrur í einni spildu fyr-
ir mjög litla peninga.—Nákvæmari
upplýsingar fást hjá Oddson, Hans
son & Vopna. Room 55 Tribune
Block. Winnipeg.
PIANOS og ORGANS.
Hefiitxman & C«. Pianoa.-Bell Orgel
Vér seljnm med mánaðarafborgunarskilmálum. *
J. J. H MeLEAN & CO. LTD.
530 MAIN St. WINNIPEG.
ew
York |_ife |
nsurance l.o,
JOHN A. McCALL, president.
Lífsábyrgðir ígildi, 31. Des. 1902. 1550 niílliouíi'lkolIai'N.
700,000 gjaldendur, sem eru félagið eiga það og njóta als gróða.
145 þús. manna gengu f félagiðá árinu 1902 með JiOSÍ million doll.
ábyrgð. Það eru 40 miliiónir meíra en vöxtur fél. 1901.
Gildandi ábyrgðir hafa aukist á síðastl. ári um 188 mill. Dollars.
Á sama ári borgaði félagið 5000 dánarkröfur—yfir 15 mill. Doll,—
og þess utan til lifandi ireðlima 14J mill. Doll.. og encfremur var
S4,750,OOO af gróða skift upp milli nreðlima. sem er §800,000
meira en árið 1901. Sömuleiðis lánaði félagið 27,000 meðlímum
$8,750,000 á ábyrgðjr þeirra, með 5 per cent rentu og án annars
kostnaðar,
C. Olafson, J. <4. Horgan, Manager,
AGENT. GRAIN EXCHANGE RUILDIXG,
*w 1 jstjstipe Gr.
Gestur Pálsson
hálf gelinn.
Nýjir kaupendur að “Heimskringlu”,
sem senda oss $2.50 fyrirfram borgun,
geta fengið vestur-íslenzku útgáfuna af
ritverkum Gests sál. Pálssonar senda
þeim kostnaðarlaust, og sem þeir þann-
ig fá fyrir 50 cts.
Alstaðar annarstaðar kostar bókin
$1.00, og hér á skritstofu Heimskringlu
fæst hún keypt fyrir $1.00, en í sam-
bandi við Heimskringlu kostar hún nýja
kaupendur að eins 50 cents.
Útgáfunefnd Heimskringlu telur víst
að margir Islendingar, sem enn þá hafa
ekki keypt blaðið, muni gjarnan vilja
eiga það og lesa, og að hið sama eigi
sér stað með verk Gests Pálssonar.
Þess vegna heíir nefndin komist að
samningum við útgefandann, sem gerir
það mögulegtað gera nýjum kuupet d-
um þetta boð} fram að nýári 1 ;ostk,
Heimskringla, án bóknrinuar kostar
$2 00 um árið. Allir þeir, sem vildu
gerast kaupendur að þlaðinu og fá rit-
verk Gests með hálfvirði, sendi oss með
pöntunum fyrirfiam boi gun:
$2.50
HMkrátla Hews & PaWisMat Co.
P. O. Box 1283 Winnipeg,
Banitoba.
ÍSLENZKIR LANDNEMAR
vita að þetta er ágætt
laud, og þeir vita brátt að
PIONKKK KAFFI,
brent, er ágætt kaffi,
miklu betra en vanal.
grænt kaffi, sem þarf að
brennast við eldshita.
Biðjið matsala yðar um Pioneer
kaffi, það er betra en vanalegt
grænt kaffi.
Blue Ribbon Mfg. Co. Winnipeg.