Heimskringla - 29.10.1903, Síða 1

Heimskringla - 29.10.1903, Síða 1
XVIII. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA 20. OKTÓBER 1903. Nr. 3. \ Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. —Jarðskjálfti í Persíu þann 19. þ. m. eyðílagði 13 þorp í Tukslus héraðinu, varð 300 manns að bana og 2000 manns urðu heimilislausir. —Bandaríkjastjórnin hefir hahð rannsókn til að kotnast fyrir sann leikann í kærum þeim sem bornar vóru á Ellsworth-kolanámafélagið í Pennsylvanía, að það sö að ú vega menn í hundraða tali frá Wales á Englandi til þess að vinna að kola tekju í námum sínum. Margir menn er sagt að þegar séu komnir og teknir til starfa og aðrir séu á leiðinni, þvert á móti ínnílutnings- lögum stjórnarinnar. —Kvenfélag eitt íOntario hefir beðið 'OntaTiostjórnina að banna með lögum öllum konum innan 25 ára aldurs að vinna að vínsölu á gestgjafahúsum og helzt að banna þeim það algarlega á hvaða aldii sem þær eru. —Nýlega sigldu 2 menn á 79 tonna skipi, fermdu með saltfisk, frá Nýfundnalandi til Englands. Skip ið hrepti illviðri og stórsjó og var 19 daga á leiðinni. I 5 sólarhringa höíðu menn þessir að eins brauð og vatn til næringar og engan svefn. Þeir voru nær dauða en lífi af hnngri, þreytu, kulda og vökum, er þeir náðu höfn við England. —Oanada-kolafélaglð Lelir giæit 8% á innstæðafé sínu á síðastl. ári, og getur það ekki talist stór gróði, en hluthafar fá að eins 6% á hluta bréf sín. Hin 2% eru lögð fyrir sliti á verkfærum félagsins og húsum þess. —Roosevelt forseti hefir kallað aukaþing i Washington þann 9. Nóv næstk. Verkefni þingsins eraðat- huga verzlunarsamband Bandarikj anna og Cuba. —Svo er sagt að Belgía hafi farið þess á leit við Bandarikin að þau taki að sér að vernda eignir Belgíu í Japan, Kína og Coreu, og að fyrir það skuli Bandaríkin fá mikilvæg verzlunarhlunnindi í þessum lendum Belgíu þar eystra. —Sagt er að kolatekja sé nú að mestu hætt um tíma í Pennsylvania námunum og að í hyggju sé að hækka söluverð á kolum. Þau eru gll,00 torinið í Winnipeg. —Sjötíu og fimm skólakennarar í Minneapolis hafa verið kærðir fyr- ir Washington-stjórninni lyrir svik- 8amlega heimilisréttar landtöku í þágu timburfélaga þar syðra. Kenn- ararnir fóru allir til landnámsins í sömu vikunni og tóku lönd sem voru verðmæt fyrir timbrið, sem á þeim var. Kæran á kennarana staðhæfir að samningar milli þeirra og félags ins séu þannig að þeir eigi innan 14 mánaða að selja því löndin í hendur fyrir frá $400 til $1500 hvert land, eftirgæðum. Þeir sem nrðu fyrir því óhappi . ð ná í rerðminstu löndin urðu óánægðir út af því að aðrir áttu að fá meira fyrir sín lönd, og sögðu frá öllu biaskinu. Landið er metið frá 40 til 100 dollars hver ekra. Sakamál verða höfðuð móti öllum málspörtnm, bæði kaupendnm og seljendum. — Merkileg draugasaga er sögð frá Yorkshire á Englandí, í London- blöðnnum. Hún snertir að eins eina fjölskyldu í héraðinu, sem ekki hefir haft frið með brauðin sin í sfðastl. 8 mánuði. Það kom fyrir snemma í Marz síðastl. Jað brauð þau sera kon- an bakaði ýmist hurl'u á hverri nóttu eða þau rýrnuðu svo að þau voru að morgni ekki meira en helmingur að stærð við það sam þau vorU kveldið áður, og þá ill étandi. Ailar mögu- legar tilraunir voru gerðar til þess að baka brauðin vel og gera þau úr bezta efni. Þau voru geymd í ýms um stöðum í húsinu, stundum f lok- uðum hirzlum I aflæstu herbergivfir nóttina, en ætíð með saraa árangr inum. Þessu var haldið leyndu í fyrstu 3 mánuðina, en svo kom að því að þetta var opinberað. Lyfja fræðingar og bökunarmeistarar voru fengnir til að rannsaka efnið og sjá um fullkomnmtu gerð brauðanna, og lögregluþjónar voru fengnir til að vakta húsið og herbergi það sem brauðin voru geymd 1, en alt varð til einskis, Brauðin ýíaist hurfu al- gerlega eða þau eyddust að miklum mun á nóttunni. Konan tók svo það ráð að baka kökur, þær voru látnar afskiftalausar meðan brauð lágu sam hliða þeím, en strax og brauðin hurfu alvel, þá urðu kökurnar fyrir árás þess ósýnilega afls, sem áður hafði eytt brauðunum. Enginn hef- ír nokkra hugmynd um hverníg á þessu getur staðið. En allii vita að brauðin hverfa og er draugum kent um glettni þessa. Mannfræðingur einn í Lundún- um hélt nýlega fyrirlestur um mann fræði. Hann hélt þvi fram að mann kynið endurnýjaði sig ekki andlega eins og það hefði áður gert, kvað vera þurð á andlegum hæfileikum meðal þjóðanna. En að skilyrðin fyrir rílveru og vexti þeirra lægju utan skólakenslunnar. Hann kvaðst ekki sji að neinir stórir andans menn hefðu komið í ljós á síðastl. 40 árum. Enda væri nú alt menta kerfið svo að meiri áherzla væri lögð á líkamsæfingar og það að gera menn líkamlega þróttmikla, heldur en á það að efla andlegu hæfileikana eins og mest mætti verða. En ekk ert ráð kvaðst hann þekkja til að efia framleiðslu náttúrlegra andlegra hæfileika. —Sagt er að járnverkstæðin rniklu í Sault Ste Marie í Ont. hefji bráð- lega star&4 ný. Félag það sem hef- ir keypt verkstæðin ætlar að byrja með 40 millíón dollara höfuðstól og fá því allir menn vinnu við verk- ssæðin sem áður unnu þar. Síðasti ársgróðj af þessum verksmiðjum er talin $950,000, þrátt fyrir það að fé- lagtð varð gjaldþrota. —Umboðsmaður Jos. Chamberlain sem nú er í Chicago að athuga áhrif lollmálastefnu Bandaríkjanna á iðn- að og verzlun og allan fjárhag þjóð- arinnar, hefir sent fyrstu skýrslusína til Englands. I henni segir hann að stefna þessi hafi reynst Bandaríkj unum einkar happasæl og að hún mundi, að hans áliti, verða „frelsun England8“.Jafnhliða þe3sari skýrslu gefur Chamberlain landsmönnum sínum þá yflrlýsingu, að hann hafi með vilja konungsins yfirgefið stöðu sína í ráðaneytinu til þess að geta þvf betur unnið að sameining Bret- lands og hjálendanna í verzlunar- málum, sem hanu telnr eina ráðið til að gera brezka ríkið sjálfbjarga og óháð öllum fiðrum ríkjum. —Norska stjór’nin, undir forustu Otto Blehr, hertr sagt at sér. Sið ustu kosningar nýafstaðnar veittu andstæðingunum fleiri aæti í þing inu, en svo er lítiil munurinn að víst er talið að Ireggja (lokka stjórn verði myuduð þar. — Stói veðursbylur gekk yfir Bran donbæ þann 21. þ. m. og feykti niður viðbót þeirri við sjúkrahús bæjarins, sem þar er í smiðum. Ekki varð samt manntjón. Bygg- ing þessi var á steingrunni, 60X100 fet, tvíloftuð, og tilbúin undir þak. Átti að kosta $30.000. Ottawa þingið hætti stai fi á laugardaginn var eftir 7 mánaða setu. Það er iengsta þing sem set- ið hefir í Canada. Als hsfir þing þetta veitf $256,280,704,CK) til opin- berra þarfa. —50 ítalskir járnbi autabygginga- menn í Portage la P/airie börðu verkstjóra sinn til óbóta á langar- dagskveldið var. Lögi egluþjónar þrír ætluðu að taka mann þann er gekst fyrir upphlaupinu, en þá réð- ust ítalir á þá með bareflum, stein- um og skammbyssum, Margir melddust í þessnra slag, en engir til ólífis. Það þykir vel gert af 3 lög- regluþjónum að geta varist 50 vopn- uðum mönnum og komast undan með mann þann er þeir höfðu hand- tekið. —John Hourton, þingm aður fyrir Nelsen, B. C. og forraaður Conserva- tíva-félagsins þar, hefir auglýst að hhnn greiði atkv. á þingi móti Mc Bride-stjórninni, og má því ætla að hún verðf veik i þinginu, þar sem flokkarnir verða sem næst jafnir. Fyrirspurn. Herru ritstj,—Það hefir nú komið upp dálítill misskilningur milli mín og nágranna míns, útaf .þrófi þínu til piestanna ísíenzku, sem birtist f Hkr j5. þ. m. Eg held því fram, að þú eigir einungis við lúthersku prestana, en nábúinn ségir að þú meinir alla presta. hvaða trúar- bragðaflokki sem þeir t.ilheyra, ef þejr eru íslenzkir eða afíslenzkum ættum. Hann fer svo langt að sega að þetta meini einnig Mormóna- presta, sem kváðu vera í tuga eða jafnvel hundraða tali suður í Utah. Segir hann að það muni verða sjón í sólskini að sjá Heimskringln um jólin með myndum slikn náunga, eins og aðrar taðhrúgur á víð og dreif út um bókmentavöll Hkr. En sérstaklega fróðlegt hyggur hann það mundi Vetða, að sjá æflsögur þeirra. Finna út á hvaða skóla þeir hafa komist yfir það sem einkennir þá mest frá mentalegu sjónarmiði, nefnilega hornin og klauttrnar, sem sagt er að þeir hafi. Viltu gera svo vel og láta okkur vita hvor er réttari. SVAR, Það er tilgangur Hkr að birta myndir af ísl. prestum, lút- erskurn og únitariskum. en ekki af prestum Mormóna, þótt íslenzkir séu. Vér höfum sent öllum prest- um, þeim er vér hugðum að flytja myndir af, bónorðsbréf,eins og skýit hafir verið frá í þessu blaði. Þeii eru als nær tveim tugum talsins. Allir lúterskir, nema þrír. En víst téljum vér að ekki fáist myndir af þeim öllum, en flesta þeirra vonum vérað geta sýnt lesendunum. Vera má að það hafi verið víra- verð yfirsjón að oss komu ekki ís- lenzkn Mormóna-prestarnir til hug- ar í sambandi við þecta komandi jólablað. En þar sem vér nú höf- um verið mintlr á þá, þá skal þess getið að oss skal vera stór ánægja í aðfá myndir af þeim öllum ásamt stuttu ættágripi hvers þeirra og mun- um vér þá síðar birta þær í flokki sér og sýna þeim allan sóma Vér lítum svo á að það sé fróðlegt bæði fyrir nútíðina og komandi tíð, að landar vorir og þeir aðiir, sem baf'a áhuga fvrir sögu og starfsemi Islend inga í Vesturheimi eigi ko3t á að sjá myudir Mormóna-prestanna og kynn ast æfiágripi af þeim. Ef einhver landi vor f Utah vildi leggja ásig ómak til þess að vinna Hkr. þægt verk með því að safna myndum og ætiágripum af öllum Mormónaprest um islenzkum, þá verður útgáfu nefnd Hkr. og væntanlega langflest ir lesendur blaðsins þeim manni einkar þakklátir. Mentun iðnaðarmanna Eftir Jón Ólafsfon. (Tala i lðnadarmann«fél. f Raybjavík ,!*>. Jan. 1902), PIANOS og ORGANS. Heintir.iiiaii Ol C«. Píiiiion.-Bell Orgel. Vér seljom með mánaðarafborgunarsk'lmálum. J. J. H McLEAN & CO. LTD. 530 MAIN St. WINNIPEG. (Eftir “Hlín). Ég talaði hér á sama stað f fyrra meðal annars um þörf á ment- un fyrir iðnaðarmanna-stéttina. Ég benti á, hvers þörf væri, og hvern rétt f>ér, iðnaðarmenn höfuð- staðarins, ættuð á þvf, að land- stjórn siyddi yður í þessu efni, og hverjar kröfnr þér ættuð að gera í f>4 átt. Svo f vor skömmu fyrir þing- byrjun var ég staddur hér á f>ing- málafundi og heyrði fram bornar óskir eða iiænir handiðnamanna- stéttarinnar til þingsins Fundur- inn hafði verið langur og staðið fram á nótt; en ög hafði samt ein- sett mér að sitja og hlyða á, þar til hann væri á enda og ölluvn málum lokið. En þegar ég heyrði mála- leitun yðar, heiðruðu herrar, þá gekk svo fram af mér—þá kom svo ilt í mig. að ég stóð upp fór út og heim. 8W Y°fk Life | nsurance ho. JOHN A. McCALL, pbesident. Lifsábyrgðir í gildi, 31. Des. 1902. 1550 millionir l>ollar». 700,000 gjaldeudur, sem eru félagið eiga þaðog njóta als gróða. 145 þús. manna gengu i félagiðá árinu 1902 með 302 million doll. ábyrgð. Það eru 40 milliónir meíra en vöxtur fél. 1901. Gildandi ábyrgðir hafa aukist. á síðast.l. ári um 188 mill. Dollars. Á sama ári borgaði félagið 5000 dánarkröfur—yfir 15 mill. Doll.— og þess ntan t.il lifandi n eðlima 14J mill. Doll.. og ennfrerour var S4,750,000 af gróða skift upp milli meðlirna sem er #800,000 meira en árið 1901« Sömuleiðis lánaði félagið 27,000 meðlimum $8,750,000 á ábyrgðir^ þeirra, með 5 per cent rentu og án annars kostnaðar, ©. Olafson, .1, (<í. Jlorgan. Manager, agent. grain exchange buidding, W I JST IST I PE Gr . Þvtlfk lítilþœgni! Hvflfk smá- sálar liugdeigja til að bera fram rétt sinn! Að biðja um 2—3 hundruð krónur, eða hvað það nú var, í stað þess að heimta 2—3 þúsundir. Og það sárasta var^ að Jietta var anðsjáanlega sprottið af þeirrí hugsun, að eitthvert lftilfjörlogt og lftilmótlegt barnaskólanáms-kák væri f rauninni það sem á j/yi'fti að halda, væri fullnægjandi! Þegar ég heyrði, hvað fram á var farið, j>á flaug mér í hug fyrsta augnablikið, að stadrla upp og tala nokkurorð. Eitt af þvf marga, sem ég þ u r f t i að læra f lffinu, og eitt. af J>ví fáa, sem ég h e f i lært í því, j>að er að þ e g j a á réttri stumf og stað. Ja, það er nú ekki mikill lærdómur, kann ykkur að virðast, en ég skal segja ykkur samt, að það er oft eins mikils vert, að kunna að þegja, eins og að kunna að tala. r 9 Eg skal segja yður, hvers vegna ég þagöi í það sinn. Það gerði ég af þvf, að ef ég hefði sagt það sem mér bjó f brjósti að segja, þá hefði það orðið til (>ess að spilla fyrir málaleitun ykkar til þingsins; en það vildi ég ekki gera. En liér í ykkar hóp get ég sagt ykkur sumt af (>vf, sem ég hefði sagt þá, ef ég hefði talað. Ég hefði fyrst og fremst sýnt fram á þuð, að sú fræðsla, sem þið hugsuðuð til að veita lærlingum ykkar, er ekki annað en algeng barnafræðsla, sem hvert sveitarfélag, að ég ekki tali um bæjarfélag, veitir ó k e y p i s , liverjum, sem liafa vill, f þeim löndum þar sein barnafræðsla er í nokkru lagi. Meira að segja: í barnaskólunum í borgunum í Am- erfku er kent. ma' gfalt m e i r a í þeim sömu námsgreinum, sem þið látið kenna, auk þess sem j>ar er miklu f 1 e i r a kent.— Með öðrum orðum: það sem þið vilduð fálands- sjóðsstyrk til að kenna læringum ykkar, er að mestu leyti okki ann að en það, sem j>ið æt.tuð að heimta af þeim að þeir kynnu, á ð u r en þeir eru teknir í læri. Og í öllu falli er það nám, sem bæjarfé- 1 a g i ð ætti að vera skyldugt að veita ó k e y p i s . Erlendis láta menn sér ekki nægja, að veita kenslu þessa ó- keypis á bamaskólunum, eins og þeir alment gerast, heldur halda menn í borgunum tvenn a barna- skóla, a ð r a, eins og tfðkast, fyrri hlut dagsins, h i n i r eru haldnir á kvöldin, frá kl. 8 til 10, til þt>ss að gefa þeim hiirnum og unglingum, sem vinna verða á daginn, kost á að nema að kvöklinu. Ég veit, að (>að er hægt að svara mér þvf: “Þetta er ekki svona f Reykjavfk; hér gerir bær- inn ekki þetta fyrir okkur’j^ En hverjum er um að kenna? Engum nema sjálfum yður. Þið gjaldendurnir, eigið að heimta letta. Það er á ykkar valdi að fá >að, ef þið viljið. Kjósið þið ekki f bæjarstjórn? Þvf segið þið þá ekki á undan kosningum: “Þetta viljum við hafa, og enginn fær vort atkvæði, sem ekki vill lofa að gera alt sitt til að fá þessu á komið”? Það er enginn vafi á þvf, að >ið getið fengið framgengt þessum og öllum öðrum skynsamlegum nmbótum í bænum, e f þið eruð að eins samhuga 1 að vilja j>að, og samt a k a í aðferðinni að koma þvf fram. En aðalatriðið f málinu er það, að það eru að náttúrlegu eðli tak- mörk milli þess, sem hverju s vei t- a r f é 1 a g i ber að gera til að efla mentun manna, og þess sem lja n d s s j ó ð s hlutverk er að skifta sér af. Þessi takmörk ern skyrt dregiu af þingnefnd, sem jungið skipaði 1881 til að semja reglur fyrir stjórn og þing að fara eftir. Þar er að fá fræðslu, sem h v barn á landinu þarf að fá, enginn ætti án að vera — hana ber sveitarfélaginu að annast um. Landssjóðnum er aftur á móti ætlað að annast, að minsta kosti að j mestu leyti, um (>á sérfræðslu, sem nauðsynleg er einstökum stéttum. Þvf kostar landssjóður lærðaskólann, læknaskólann, prest- askólann, og æ 11 i að kosta laga- skóla. Þvf kostar hann og sjó- mannaskóla, og að miklu leyti bún- aðarskóla; þá kostar hann alveg annan gagnfræðaskólan, en skyrk- hiun. Nú sjáið þið af þessu, að það er ekki landssjóðsins hlutverk, að styrkja nemendur í handiðnum til að læra að lesa, skrifa. reikna, og jafnvel til að læra þau einföldu undirstöðu atriði f dráttlist (teikn- ing), sem ættu að vera kend hverju mannsbarni á bamsaldri. Landssjóðurina eða lians um- ráðamenn ætti þvf að svara yður 4 þessa leið: Það sem þið látið kenna lærlingum yðar til munnsins, er ekki annað en einfalt bama- nám; það er engin sérfræðsla fyrir handiðnamenn. Slfkt er lands- sjóði óskylt að styrkja; hann gæti eins vel farið að styrkja Reykjrvlk til að halda uppi bamaskólanum. Iðnaðarmannastétt, sem horfir ekki hærra en þetta, á ekkert erindi til landssjóðs. Þetta hafði ég eitt augnablik freisting til að segja á þingmála- fundinum í vor, sem leið. En hefði ég gert það, þá hefði það spilt fyrir málaleitum ykkar, og það vildi ég ekki gera, þótt hún hálfvegis ætti það skilið En til hvers er ég þá að tala um þetta við yður hér? Það skal eg segja yður. Hér er ekki talað í annara áheyrn, en sjálfra yðar. Hér geta því ekki ummæli mln spilt. fyrir máli yðar. OHn fremur hefi ég von um, að hér töluð geti þau bætt fyrir því, svo framarlega sem þer viljið setja yður hærra mark—það mark, að veita nemend- uiu yðar j>á fræðsu, sem sérstak- lega getur gagnað þeim sem iðnað- armönnum Ef þér setjið yður það mark, þá getið þér með fullri von um góðan árangur, heimtað af landssjóði nokkurra þúsunda króna styrk á ári. Þegar litið er á, hve miklu fö er varið til sérfræðslu, eigi að eins sjómannastéttarinnar og bændastéttarinnar, heldur og einnig jafn fámennrar stéttar eins og embættis stéttariimar, þá má sá vera blindur, sem dirfist að neita þvf. að 2, 3, 4 þúsund krónur á ári væri ekki mikið j>ar á Ixirð við, fíl námseflingar iðnaðarmmnmstétt- inni. En ef vér viljnm vitn, livað hver iðmiðarmaður J>arf að nema, umfram það, sem hvert inaimsbarn þarf með, þá er nytsamt að spyrja þeirrar spurningar: hvaða eigin- leika J>arf góður iðuaðarmaður að hafu. hvort sem hann á að stjórna stóru iðnaðar-fyrirlæki eðá vera ó- breyttur verkauiaður í einhverri iðngreiu? En það er ekki nóg að spyrja. Það þarf líka að svara.—Vitaskuld heyra til þessa bæði siðferðislegir og kunnáttulegir hæfileikar. En siðferðisskilyrðin eru söm fyrir alla menn f öllum stéttnm, svo að um J>á hæfileika er ekki hér að ræða, þótt þeir séengu sfður nauð- synlegir en hinir. Af þvf að ég treysti öðrum betur, en mér, til nð svara spurn- ingunni, skal i'g láta stórmerkan teknískan höfnnd enskan, Henry Cunynghame, svara henni fyrir okkur. Hann segir svo: Hver verkamaður þarf að hafa þessa flmm eiginleika: 1. Uppfundingargáfu eða hug- vit. 2. Smekk eða fegurðarvit, 3. Þekking á frumatriðum nátt úruvísindanna [telst þar einknm til stærðfræði, efna- fræði. eðlisfræði]. (Framh. á annari sfðu.) grundvallarreglan sú, ert manns- sem

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.