Heimskringla - 24.12.1903, Blaðsíða 4

Heimskringla - 24.12.1903, Blaðsíða 4
4 HEIMSKRINGLA 24. DESEMBER 1903 fleimskringla. PUBLISIIED BY The Hciinskringla News 4 Puhlishin? Co. Verð blaösins í Canada og Bandar. $2.00 um Ariö (fyrir fram borMrað). Senttil íslands (fyrirfram | bor^að af kaupendum blaösins hér) $1.50. Peningar sendist í P.O. MoneyOrder Rejfistered Letter eða Express Money Order. Bankaávís- anir á aðra banka en 1 Winnipeg að eins teknar meö afföllum-. B. L. BALDWINSON. __Editor & Manager_ OFFICE: 219 McDermot Ave. Winnipeg. P. O. BOX 1 1 O. Gleðileg jól! I þessu blaði birtir Heimskringla myndir fslenzkrapresta í Ameríku, allraþeirra, er útgefendumir áttu kost á að ná í myndir og æfiágrip af. Að vísu eru enn aðrir 4 eða 5 íslenzkir prestar fyrir vestan haf, sem ekki náðust myndir af f þetta sinn. Tveir þeirra f>jóna útlend- um siifnuðum suður f Bandaríkj- um. Einn dvelur í ísl n/lendu f Canada og 1 hefir ekki stundað preststörf sfðan hann fluttist hingað vestur. Hins vegar efum vér ekki að lesendur sjái á fjölda mynda þeirra, sem blaðið nú flytur að Vestur-ísl. prestaflokkurinn er eins fjölmennur eins og hann vit- anlega er áhrifamiklll í félags og kyrkju málum fólks vors hér vestra. I niðurröðun myndanna höfum vér fylgt fyrirmælum málsháttar- ins, að „á undan ganga eiga f>eir sem ámm safnað hafa meir“, og eru f>ær þvf settar eitir aldri manna þeirra. sem þa;r era af, oss hugkvæmdist engin hagkvœmari, hyggilegri eða sonngjarnari aðferð en f>essi, og vonum fastlega að hún mæti samþykki almennings, Myndiraar eru eins vel gerðar og mögulegt var að fá f>ær í Winni- peg, og f>ótt þær sén ekki allor jafnskfrar, f>á stafar það af f>vf,að ljósmyndir þær, sem blaðið fékk voru misjafnlega gamlar og máðar, og kemur sá mismunur eðlilega fram f eirmyndunum, sem prentað er effir. Æfiágripin eru að mun styttri og ónákvæmari en œskilegt. hefði verið, en rúm blaðsins leyfði ekki að hafa þáu lengri. Enda má þess vænta að ritaðir annálar Vestur- Islendinga muni geta presta þeirra nokkuð nákvæmar en liér er gert. Að öðru leyti er blað þetta eins sðmasamlega úr garðigert eins og hæfileikarog ástæðurmann þeirra sem hlut eiga að, máli hafa leyft. Útgefendnrnir vona að efni blaðs þessa óé fullkomjð fgildi þess, sem verið hefir f fyrri jólablöðum Heimskringlu; Bæði sögur og kvæði eru eftir alþekta, ágæta höf-! unda. og er |>ví vonað að þau verði j vel f>egin af almenningi. En það ; sem hinum ytra frágangi blaðsins j er ábótavant, þá er það ritst/óra |>ess einuin a,ð kenna, sem hér með biður alla hlutaðeigendur velvirð.1 mgar á misfellunum. Prentvlllur nokkrarhafa slæðstj inn f iilaðið og eru sumar f>eirra leiðréttar á öðrum stað í blaðinu. Utgefendurnir finna til þess hve æskilegt og viðeigandi það hefði verið að geta í f>essu blaði flutt mynd og æfi grip af hinum góð- fræga gáfaða menta og fræðimanni séra Hafsteini Péturssyni, sem svo mikinn skerf hefir lngttil þessara undanfarinna jólablaða Heims- kringlu. En bæði er það, að hann er fyrir nokkrum árum fluttur úr þessari álfu, og svo höfðurn vi'r hvorki mynd hans né æfiágrip handbært í þetta sinn. A þ(-ssii biðjum vér lesendurna velvirðing- ar. Ileimskringta flytur hér með lesendum sínum alúðarfylstu bless unaróskir á þessari jólahátfð, og óskar íslendingum hvervetna vegs j og frama. ÚTGEFENDURNIR. I Styrjöldin 1 Sandy Bar. (Framh. frá þriðju sfðu). kemst meðal annars svo að orði: “Nýja “presbyterianska” kirkjan á strætinu C. í Sandy Bar er full- gerð. Hún stendur á þeim stað, f>ar sem drykkjustofan, Magnólfa, áður lá, Magnólfa, er Virann f sfð- asta mánuði á svo dularfullan Viátt. Musteri það, sem nú rís eins og Fönix fugl upp úr ösku Magnólíu er í raun og veru hreinasta gjfif frá herra H. J. York í Sandy Bar. Hann keypti lóðarblettinn og gaf viðinn. I nágrenninu rísa upp önnur hús. En mest ber þar á drykkjustofunni: “Sólrfka suður”, er höfuðsmaður Mat. Scott hefir reist nálega beint á móti kirkjunni. Höfuðsmaður Scott liefir ekki horft í neinn kostnað, að þvf er húsgögn og húsbúnað snertir. Alt bendir á, að drykkjustofa f>essi verði allra f>ægilegasta hæli. Hann liefir og nýlega flutt þangað tvö n/, ágæt knattborð og korkhægindi. Gam- ! all kunningi vor “Fjalla Jimmy” selur ölföngin við drykkjusölu- borðið. Vér bendum lesendum 1 vorum á auglýsinguna er stend- ur annarstaðar f blaði þessu. Gest- ir, sein koma til Sandy Bar’s, ættu að lfta inn til “Jimmy’s”. Þeir geta ekki gert neitt annað betra”. I blaðinu eru og meðal annars þessar fréttir úr nágrenninu: “Herr H. J. York f Sandy Bar hefir lofað 100 dollurum f verðlaun fyrir að finna þá menn, sem drógu burtu riðið frá “presbyteriönsku” kirkjunni á strætinu C. í Sandy Bar. Þetta var gert meðan guðs- Jjjónusta fór fram f kirkjunni i sunnudagskvöldið var. Höfuðs- maður Scott bætir öðrum 100 doll- urum við fyrir handtöku nfðinga þeirra, sem kvöldið eftir brutu stóru og skrautlegu gluggarúðurnar í nýju drykkjustofunni. Komið j hefir til orða, að setja giömlu “vel- ferðarnefndina” aftur á fót í Sandv Bar”. 1‘egar brennandi steikjandi sólin f Sandy Bar hafði f sffellu um marga mánuði frá heiðríkum himni gengið undir ytír hvíldar- lausri reiði þessara manna, þá koin til orða að reyna að sætta Jjá. Eink- um tók prestur—hreinskilinn mað- ur og hugrakkur en ef til vill eigi mjög vel að sér—kirkju þeirrar, er cg rétt áðan mintist á, sátta til raunum þessum með gleði: Ör- læti York's gaf honum færi á að r(;yna að sætta gömlu félagana. Hann flutti alvarlega ræðu f kirkj- unni og talaði alment um synd haturs og þrætu. En ágætu ræð- unni hans Daws var beint til hug- sæilegra (ideal) safnaðarmanna, sem voru alls eigi til 1 Sandy Bar — til safnaðarmanna, sem hefðu til að Viera óblandaða lesti og dygðir, einbrotnar smöggar tilhneigingar, alveg rökréttar hvatir, “yfirnáttúr- lega einfeldni”, barnslega trú og fullJ>roskaða ábyrgðartilfinning -. ■En því miður vóru áheyrendur s«'ra Daws yfirlcitt mjög mannlegir, all- kænir, fremur hneigðir til að af- saka sig en ásaka, allgóðlyndir en frain úr íillu hófi breiskir. Þeir veittu ]>vf litla eftirtekt Jæim hluta ræðunnar, sem beint var til þeirra: Þeir settu í huga sér (>á York og Scott - sem báðir mættu til þess að bjóða byrginn fram sem fágæt dœmi þeirra manna, sem ræðan ætti við. Og [>eir höfðu allmikla ánægju,—sem (cg er hræddur um) var eigi alveg kristileg , af þvf að heyra York og Scott “sagt til synd- anna”. Ef séra Daws bjóst við. að York og Scott mundu takast 1 hendur, þegar ræðunni væri lokið, þá varð hann fyrir vonbrigðum. En hann slepti þó eigi fyrirætlan sinni. Með rólegri festu og hug- rekki liafði hann unnið sér virð. ingu manna, er vóru of hneigðir til að skoða guðrækni sömu merking- ar og kveifarskap. Með sömu festu og hugrekki lieimsótti hann Scott og talaði um fyrir honum. Orð lians eru eigi færð f frásögr, en hætt er við því, að hann liafi aðeins endurtekið nokkurn lduta ræðu sinnar. Þegar hann hafði lókið máli sínu, leit Scott eigi óvin- gjarnlega fram yfirglösin á drykkj- arsöluborðinu til prestsins og sagði með minni virðingarskorti, en orð- in gætu bent á: “Ungi maður, mér geðjast heldur vel að orðfæri yðar. En þegar þér hafið lært að þekkja York og mig eins vel og [>ér nú þekkið guð almáttugan, þá verður kominn tími til að tala'". Styrjíildinni var þvf haldið áfram. Og persónuleg óvinátta tveggja leiðtoga leiddi stig af stigi til þess, eins og önnur frægri dæmi sýna og sanna, að ó[>roskaðar og lftt skýrðar meginreglur eða trúar- játningar mynduðust. Eigi leið á löngu. áður en stjórnvitringurinn A gerði það augljóst með skýring- um sfnum, að trúarjátningar j>ess- ar væru alveg samkynja ákveðnum, yfirgriiismiklum meginreglum, sem höfundar grundvallarlaga Banda- rfkjanna hefðu sett. En mælsku- maðurinn B varaði við trúarjátn- ingum þessum og benti á, að þær væru skaðvæn sandbleyta og J>ar mundi ríkisskipið farast. Afleið- ingin af öllu þessu varð f raun og veru að eins sú, að andvfgisflokk- arnir í Sandy Bar gerðu þá York og Scott að þingmannaefnum sfnum. í nokkrar vikur var stöðugt skorað með stórum stöfum á kjós- endurnar f Sandy Bar og í ná- grenninu að “safxast saman”. Stóru grenitrén við vegamótin,— sem vóru neydd til að bera þessi og ýms önnur ummæli—, sendu árangursla'ist kvein og mótmæli frá stormlðindum varðstöplum sín- um. F.n dag einn fór skrúðganga með hljóðpfpublæstri, bumbuslætti og ljósagangi inn í þríhyrndan lund við gjáarmynnið. Starliottle sveitarforingi setti fundinn og stérði honum. Með því hann hafði einu sinni verið þingmaður og var allkunnur “vfghestur” (warhorse), þá var hann talinn ágætur flokksmaður. Hann mœlti með kosningu Yorks, vinar síns, og 1 lok ræðunnar sk/rði liann frá meginreglum sfnum. Inn f ræð- una skaut hann einni eða tveinmr smásögum. Þær voru svo frámunalega klúrar, að jafnvel grenitrén sjálf hefðu getað fengið löngun til að kasta í hann affall- andi könglum sínuni. meðan hann stóð þar. Orð hans vöktu aðeins hlátur, er greiddi vel götuna fyrir þingmannsefni hans. Og þegar York stóð á fætur til að halda kosn- ingarræðu sína, [>á -ar honum tekið með fagnaðarópúm. En allir urðu alvæg liissa. [>egar nýi ræðumaður- inn steyjiti sér undir eins með sár- yrðuin út f sakargiftir gegn keppi naut sfnum. Hann dvaldi ei að- eins við verk og dæmi IScotts, er f- búunum í Sandy Bar var kunn- ugt um, heldur talaði hanri og um eldri atburði f lffi Scott’s, sem á- heyrendunum hingað til hafði ver- ið ókunnugt um. Einkunnarorð ræðumannsins vóru ljós og sakar- giftirnar eigi á huldu, enda urðu áheyrendurnir frá sér numnir af gleði yfir uppljóstrinum og af- hjúpuninni. Þeir æptu og öskr- uðu af fögnuði. En þegar furðu- legu skammaræðunni hans York’s var lokið, þá hrópuðu þeir allir ineð einum rómi á uScott!” Á rangurslaust reyndi Starbottle sveitarforingi að hindra “svo aug- ljósa óhæfu”. En fundarmenn héldu óvíkjanlega fast frain kröfu sinni (að Scott skyldi fá að svara), bæði sakir óljósrar réttlætistiltínn- ingar og sakir lftt virðulegs þorsta eftir.æsingum. Og Scott var rek- inn, dreginn og togaður upp á ræðupallinn. Undir eins og óhreina höf- uðið og ógreidda skeggið hans Scott's kom í ljós fyrir of tn handrið ræðupallsins, var augljóst að hann var fullur. En einnig var augljóst, áður en hann opnaði var- iraar. að ræðumaður íbúanna f Sandy Bar—eini niaðurinn,sem gat vakið reikunar-hluttekning |>eirra (ef til vill sakir þess að hann var eigi hafinn upp úr þvf að skjóta máli sfnu til hennar—stóð fyrir framan þá. Meðvitundin um vald þetta veitti framkomu hans eins konar fyrirmensku. Og ég er eigi viss um, nema einmitt “líkamlegt ásigkomulag” hans, eins og nokk- urskonar konungleg ófeilni og viðtækt lítillæti, liafi haft mikil og góð áhrif á fundarmenn. Eitt er víst, að Akkilles-hersveitir York’s skulfu, þegar þessi Hektor reis óvænt upp úr varnarskurðinum. “Alt, herrar mfnir”, sagði Scott og hallaði sér fram á hand- riðið, “alt, sem þessi maður hefir sagt, er satt. Eg var rekinn burt úr Cairo. Eg var eiun af “gang- ráðum (Regulators)”. Eg laumað- ist burt úr hernum. Eg strauk frá konu minni í Kansas. Þó er enn þá eitt, sem liann ekki bar mér á brýn; ef til Vill hefir hann gleymt því í þrjú ár hefi ég, herrar mínir, verið fi'lagi þessa manns!” Eg hefi enga hugmynd um, hvort hann ætlaði að tala meira. Þess- um orðum lians var tekið með óstöðvandi lófaklappi og fagnaðar- ópum. Kænlega uxu fagnaðar- lætin að atíi og ummáli, svo ræðu- maðurinn náði kosningu. Um haustið fór Scott til Sacrameato, en York fóraflandi burt. I fyrsta sinni eftir mörg ár greindi fjar- lægð og nýtt andrúmsloft g">mlu mótstöðumennina livorn frá öðrum- Þrjú ár liðu yfir Sandy Bar. Litlar breytingar urða á gráa klettinum, gulu ánni og græna skóginum. En mikil urðu um- skifti á landamerkjum manna og bústöðum. Báðir mennirnir, sem einu sinni vóru einkenni Sandy Bar’s. virtust vera alveg gleymdir. “Þér komið aldrei framar til Sandy Bar”, sagði ungfrú Tolinbee, “liljan frá Poverty Flat”, þegar hún hitti York í Paris, “J>ví Sandy Bar er eigi framar til. Nú heitir þorpið Riverside; nýja þorpið er bygt uppi á árbakkanum lengra frá ánni. Meðal annara orða, “Jó” segir, að Scott hafi unnið málið um Vinaminni, hann búi f gamla kofanum og sé fullur annanhvorn dag. l>, fyrirgefið”, bætti fjör- lega hefðarkonan við þegar roði færðist yfir gulgráar kinnar York’s, “en, hamingjan góða, ég hélt, sann- arlega, að gömlu úlfúðinni væri lokið. Vissulega ætti það að vera svo”. Þremur mánuðum eftir sam- tal þetta nam póstferðavagninn frá Poverty Flat, indælt sumar- kvöld eitt, staðar fyrir framan svalirnar á “Gistihöll Bandarfkj- anna” í Sandy Bar. Einn út- lendingur virtist vera meðal far- þegjanna. Eftir skoðun [>orps- manna var hann vel rakaður og föt hans fóru vel. Hann bað um sér- stakt herbergi og gekk snemma til hvíldar. En næsta morgun reis hann úr rekkju fyrir sólarupp- komu. dró nokkuð af fötum upp úr ferðapoka sunim, fór sfðan f uianhafnarbrækur og iitanhafnar- skyrtu, hvortveggja út hvítu, gróf- gerðu lérefti og setti upp stráhatt. Að sfðustu batt hann rauðan silki- klút f stóra lykkju um liálsinn, og kastaði endanum um axlir sér. Umskiftin vóru alger. Þegar hann laumaðist hljóðlega niður stigann og steig út á pjóðveginn, hefði enginn maður getað uppgötvað, að hann væri glæsilegi útlendingur- inn, sem kom þangað kvöldið áður. Og fáir mundu hafa kannast við andlit og vaxtarlag Henry York's frá Sawdy Bar. Sakir þ(>ss að eigi var full- bjart af degi og breyting orðin á /msu f nýlendunni, varð York að nema staðar eitt augnablik til [>ess að átta sig. Það Sandy Bar-þorp, sem liann mundi eftir, lá neðar, nær ánni; húsin umhverfis, hann vóru yngri að aldri og n/rri að lag'. A leiðinni til árinnar tók hann eftir skólahúsi á einum stað og kirkju á öðrum st.að. Litlu fjær kom “Sólrfka suður” í ljós; því hafði verið breytt í matarsöluhús. G.vlling [>ess var fölnuð og pent þess nuggað burt. Nú vissi linnn hvar hann var staddur. Hann hljóp hart niður dálitlá brekku, st >kk yfir skurð og stóð á neðri landamærum Vinatninnis. Gráa þokan reis liægt og seint upp frá ánni og hélt sér fast í trjátoppana. Hún var rekin upp- eftir fjallshlfðunum, þangað til hún var veidd milli þessara stein- altara. Þar var henni haldið fastri og fórnfært upprennandi sólunni. Jörðin við fæturhans, sem gleymdu vélarnar hans höfðu forðum griinmilega rist og rispað, hafði síðan hér og hvar skreytt sig græn- um smáblettum. Hún brosti nú upp til hans, eins og hún fyrir- gæfi honum og vildi láta liann vita, að aðkoman væri alls eigi, mjög ill. Fáeinir fuglar vóru að baða sig í ganila skurðinum með þægilegri fmyndan þeirri, að hann > væri ný og sérstök ráðstöfun nátt- úrunnar. Þegar York kom nær, hljóp héri inn í gamlan flóðgáttar- kassa, sem lá á hvolfi, eins og kass- inn væri settur þar að eins í [>eim tilgangi. York hafði enn þá ekki þorað að líta f eina vissa átt. En sólin var nú nógu liátt á lofti til að mála litlu hæðina, er kofinn stóð á, ljósi sínu. Þrátt fyrir stillingu hans og geðstjórn barðist hjartað harð- ar f brjóstinu, þegar hann hóf upp augu sín og leit kofann. Gluggi hans og dvr vóru lokaðar, engin reykur steig upp úr reykháfnum, en að öðru leyti var alt óbreytt. Þegar hann átti eftir örfá skref til kofans. tók hann upp brotna skóflu, er lá þar. Brosancli kastaði hann henni úm öxl sér, stikaði heim og barði að dyrum. En engin hreyf- ing eða hljóð heyrðist inni fyrir. Brosið dó á vörum lians. Kvfða- fullur hratt hann hurðinni upp. Reiðulega spratt maður á fæt- ur og kom á móti honum. — Blóð- hlaupin augu mannsins urðu alt í einu hreyfingarlaus og gláptu á York. Maðurinn rétti fyrst út hendurnar en lyfti þeim sfðan upp með viðvörunarlátbragði—. Alt í einu tók maðurinn andköf, stóð á öndinni og féll áfram með flogi. En áður en maðurinn snerti gólfið, hafði York borið hann út undir bert loft, út í sólskinið. Við umbrotin féllu þeir báðir og velt- ust um á jörðunni. Augnabliki síðar sat York uppréttur, hélt titr- andi ifkama gamla félaga sfns á hnjám sér og þurkaði froðuna af mállausum vörum hans, Smátt og smátt varð skjálftinn ótíðari. og síðan liætti hann alveg. Sterki maðurinn lá meðvitundarlaus í faðmi hans. York hélt Scott dáíitla stund rólega á þennan hátt og horfði í andlit honum. I fjarlægð rauf axarhljóð viðhöggvara — aðeins eimur hljóðs -þögnina. Hátt upp f fjallinu h<’'kk svffandi fálki og hélt niðri f sé andanum. En síðan heyrðust raddir, og tveír menn komu til [>eirra. “Aflog”. Nei, flog; vildu [>eir hjálpa lionum til að flytja sjúkl- inginn til gistihússins? I heila viku lá félaginn [>ar máttvana og meðvitundarlaus um alt nema draummyndir f>ær, er sjúknaðuriim og óttinn leiddi fram. Við sólaruiipkomu á átt- unda degi fékk liann aftur ráðið. Hann opnaði augun, horfði á York, þrýsti hönd haas og sagði síðan:— ‘,Og það ert [>á [>ú, Ég hélt [>að væri að eins brennivín (whiskey)”. York svaraði aðeins með því að taka utan um báðar hendur hans og hreyfa f>ær fram o? aftur með barnslegri kæti, um leið og hann brosti blíðlega og lét olnboga sína hvíla á rúminu. “Og þú hefir verið erlendis. Hvernig leizt þér á Paris?” “Svona. Hvernig leizt þér á Sacramento?” “Illa”. Og [>etta var alt, sem [>eim datt í hug að segja, Skömmu síð- ar opnaði Scott aftur augun. “Eg er mjög veikur”. “Þér mun biáðum batna”. “Ekki mikið”. Þá varð löng [>ögn. Þeir gátu heyrt axarhljóð viðhöggvaranna og að Sandy Bar var þégar farinn að hreyfa sig til fótaferðar. Scott sneri sfðan andliti sfnu seint og erfiðlega að York og sagði: — “Einu sinni hafði ég nærri drepið þig”. “Ég vildi f>ú liefðir”. Þeir [>rýstu hendur hvor ann- ars. En auðsært var, að handtak Scott’s varð ávalt veikara. Hann virðist sfðan safna saman öllum kröftum sínum til sérstakrar á- reynslu. “Þú, gamli!” “Gamli laxmaður”. “Nær!” York beygði höfuðsitt að and- liti Scott’s, sem fölnaði hægt og seint. “Manstu morgun þann?” “Já”, Gaman-glampi leið yfir bláu augun hans Scott’s, um leið og hann hvfslaði:— “Þú, gamli. Það var of mik- ill sódi(l í brauðinu”. Að sögn vóru ]>etta sfðustu orð Scott’s Því þegar sólin, sem svo oft hafði gengið undir yfir fá- nýtri reiði tíóna [>essara, skein aft- ur á þá sátta og sameinaða, þá sá hún kalda og tilfinningarlausa hönd Scott’s falla úr innilega hjart- næmu handtaki gamla félaga hans, Og nú vissi hún, að styrjöldinni í Sandy Bar var lokið. (1 GrófjíprÐur sódi (salonitus) er oft notaÐ- ur vir> brau?>bakstur.--I>ýP>. HANN LITLI TUMI. LAUSI.EGA HEFIR þYTT BJARNI þÓRARINSSON. Klukkan var 3 e. h., en þa5 var svo mikil þoka yfir allri borg- inni, bæöi upp úr reykháfum verksmiöjanna og þar að auki súldursþoka af hafi, sem lagöi yfir allan himininn, að það þurfti að kveykja á öllum strætalömpum. Og lögregluþjónarnir höfðu fult í fangi méð að leiðbeina mönnum, sem um strætin tóru, svo að þeir ekki færi villir vegar. Svona var nú dimt þennan dag. Allir máttu vara sig á vögnunum; vagnarnir urðu einnig að vara sig á fólkinu og lögreglan að gæta sfn fyrir hyorutveggju. JieSsi dagur var aðfangadagur jóla—jólanóttin fór í hönd. Allir búðargluggar voru skreyttir svo fagurlega, að yndi var á að horfa. þar stóðu nú þyrpingarnar í þok- unni. Ósköpin öll var þar af leikfangi handasbörnum—blessuð- um smælingjunum, sem jafnan hlakka mest til jólanna. Búðar- þjónarnir seldu fjarskan allan af þessu glingri, sem í gluggunum var, og báru hnefafylli af pening- um inn til húsbænda sinna. Jiað var dálítil leikfangabúð, þar sem var heil þyrping af smá- drengjum. þeir stóðu allir og störðu í gluggana. Allir voru þessir drengir bláfátækir og höfðu enga skildinga í vasanum til þess að kaupa nokkurn skapaðan hlut, sem þeirra mænandi augu störðu á — og þetta rétt undir jólin. Heimili þeirra voru svo á því stigi efnalega, að þeir væntu sín ekki neinna jólagjafa heima. For- eldrarnir voru svofátækir, að þeir höfðu tæþlega “til hnífs og skeið- ar.” Að eiga nú enga jólagjöf að fá, og fá ekkert af góðgætinu í þessum búðarglugga. sem var þó minni en hinir allflestir, það blöskraði þessum veslings fátæku drengjum. Og svo annað það, að sjá ríkismannabörnin og foreldra þeirra ganga inn í hverja búðina af annari og velja úr öllu og kaupa alt, sem augað fýsti. Jiegar þessi flokkur af drengjum stóð nú þarna, bar þar að glugg- anum gamlan Jjjóðverja, einstak- lega góðlegan mann. Jiegar hann hafði verið smádrengur, bjó hann til allmikið af barnagullum og hafði yndi af því. Hann var snemma mjög vel hagur. Hann

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.