Heimskringla - 24.12.1903, Blaðsíða 2

Heimskringla - 24.12.1903, Blaðsíða 2
2 HEIMSKllINGLA 24. DESEMBERBER 1903. Einkennileg Jólagjöf. SÉRSTAKLEGA RITAÐ FYRIR JÓLABLAÐ HEIMSKRINGLU ÁRIÐ 1903. Eftir O. A. DALMANN, Minneota, Minn. Ferðinni var lokiö. Ég var kominn til Winnipsg, bæjarins, sem ég skoöaöi í huga mínum sem þungamiðju hins ís- lenzka þjóölífs hérmegin hafsins. Ég stóð út við glugga, að mér virtist á suðvesturhlið innflytj- endahússins og horfði út á götuna. Allt var á fleygiferð. Straumur af prúðbúnu fólki; menn meb hvítan hálsbúnað og konur með hatta, sem skreyttir voru inndæl- um blómum og fjöðrum, og hér og þar voru smáfuglar innanum blómskrúðið er líktust mest sól- skríkjum; höfðu þessir saklausu fuglar verið sviftir lífinu til að þóknast hégómadýrð þessara kvenna, er báru þá nú á höfði sér? Auðvitað, því heimskan og tízkan eru þau voðaöfl, sem hinn mentaði heimur beygir kné fyrir. En hvar eru allir íslendingarn- ir ? kom mér í hug. Eða var kvennfólkið búiö að slíta trygð við skotthúfuna ? En var það nú raunar ekki eðlilegt að íslenzkar konur fleygðu frá sér eins ljótum °g gagnslausum höfuðbúnaði; mér fanst það undur eðlilegt og eng- in ástæða aðsjá eftir því þó skott- húfan hyrfi með öllu. Á bak við mig var töluverður hávaði, er líktist mest argaþrasi í fjárrétt heima. Og ég get ekki neitað því, að mér hálfvegis geðj- aðist að þeirri hugmynd að skoða innflytjendahúsið í Winnipeg eingkonar Canadiska fjárrétt. Vinir og vandamenn voru að leita að vinum og skyldmennum í innflytj- enda hópnum.og þegar þeir fundu þá að bjóða þeim heim til sín og leiðbeina þeim á allan mögulegan hátt. En ég vissi að enginn var þar að taka á móti mér, því ég þekti engan og átti engin skyld- menni í þessu landi nema rauð- hærðan föðurbróðir einhversstað- ar vestur í landi. Ég hafði séð hann einusinni það var eitthvað tveimur árum á^ur en ég var fermdur. Hann gaf mér nýan tveggja krónu pen- ing og lagði hendina á kollinn á mér og sagði ég mundi verða gæfumaður. En hvað mér er þessi frændi minn minnisstæður. Skeggið var rautt og úfið eins og hann hefði aldrei greitt það eða stíft. Hárið var ekki alveg eins rautt, en sítt og sneplótt svo það náði alveg ofan á treyjukragann. það sem óloðið var af andlitinu var framúrskarandi freknótt, og Sömuleiðis voru handarbökin; en hendurnar báru vott um margra ár þreytu og erfiði. Mér leist ekki sem bezt á frænda minn, en þegar hann gaf mér peninginn, hinn fyrsta sem ég hafði eignast, fór ég að leggja það niður í huga mínum, gera einskonar mála- miðlun, að gamla máltækið “oft er dygð undir dökkurn hárum” sannaðist á honum. Ég horfði út um gluggann, eins og áöur er sagt, í kvíðafullu hugsunarleysis ástandi, enda bar ekkert fyrir augun er gæti haft lífgandi áhrif á sálina: Stöðugur hringiðustraumur af fólki, upp- lituð hússkrífli og alt annað enn þrifalegar götur. En svo kom fyrir atvik, sem vakti mig til alvarlegra hugsana. Ég sá stúlku vera að hverfa fyrir götuhorn með ókendurn manni; hún hafði orðið mér samferða alla leið frá Akureyri. Ég segi mér og meina það í mestu einlægni; því það var eina manneskjan sern ég hafði verulega kynst á leiðinni, og nú var hún að hverfa út í hring- iðu lífsins. Mér kom til hugar að fara út og kalla til hennar og komast fyrir hvert hún ætlaði, en þá var spursmálið : hvað kom mér það við? Og svo gat það verið ókurteisi er brennimerkti mig sem argasta dóna. Hvað var hún mér viðkomandi ? Að eins vinstúlka eftir fárra daga viðkynn- ing. Mér hafði geðjast vel að henni, þótt hún fögur og skemti- leg. Hún var eins og stjörnu- hrap í náttmyrkri, sem leiptrar angurblítt en er horfið fyr en var- ir,—hún var nú líka horfin, og alt sem ég vissi var að hún hét Björg og var Skagfirðingur. Osjálfrátt rann gegnum huga minn æfi mín, og hreinskilnislega sagt gat ég ekki séð nokkra speki eða ákvörðun í sambandi við mína tilveru. Faðir minn fór í sjóinn áður en ég fæddist og móðir mín dó fáum stundmn eftir að ég sá þessa heims ljós, eða misti lífið fyrir mína tilveru. Ég hafði ver- ið alla æfi hjá prestinum í Höfða- hverfi, sem var án efa gæða mað- ur ; ég kom til hans þriggja nátta. Að vísu misti faðir minn lífið í hans þjónustu, en alt um það mun engin lagaleg skylda hafa hvílt á honum að ala mig upp án sveitar- styrks, eins og hann gerði. En svo var ég svo lánsamur, eða öllu heldur fóstri minn, að ég var nær því fullvaxinn 16 ára, því þá var ég látinn á þilskip fóstra míns við hákarla og fiskiveiðar, og hann fékk auðvitað fullan hlut eftir mig. Mér féll sjómannslífið svona í meðallagi. Fyrst framan af var ég sjóveikur og lingerður; for- maðurinn og margir af hásetunum höfðu horn í síðu minni og mundu hafa gert mér lífið illþolandi, ef það hefði ekki verið fyrir einn mann á skipinu. Maður þessi hét Grímur og var. í sannleika talað gömul sjóhetja, en af því hann var ólærður gat hann ekki fengið þilskip til forráða, en var stýri- maður sem alment er kallað á sjómannamáli. Hann hafði verið nærfelt þrjátíu ár á skipum fóstia míns, og hafði oft komist í hann krappann; hann sá föður minn skolast útbyrðis, en fékk ekki að gert. Grímur var kominn yfir fimtugt og var ókvæntur, myrkur í skapi og fárra vinur, en einlægni hans og velvild til mín var svo á- stúðleg og barnsleg, að ég virki- lega elskaði gamla manninn. Hann sagði líka sögur manna bezt, þegar vel lá á honum og einhver einn var hjá honum. Árin sigu áfram með þungurn hraða. Jeg hafði mörgum sinn- um beðið fóstra minn að hjálpa mér um fjárstyrk svo ég gæti komist á sjómannaskólann og orðið með tímanum formaður á skipi hans, en hann eyddi því æfinlega svo ekkert varð úr öllum mínum loftbyggingum. þegar ég var tuttugu og eins árs segir fóstri minn: “Nú ert þú kominn á lögaldur og sjálfs þíns herra. Samt vona ég að þú haldir áfrarn að vera á mínu skipi, því ég álít að ég gefi þér eins góð kjör og nokkur annar; en hluturinn er þín eign og þú getur varið fénu eins og þér bezt Iíkar. ’’ Ég játaði öllu, og fór svo til vinar míns Gríms og sagði honum alt sainan. Gamli rnaðurinn lét sér ekki mikið um finnast, en svaraði þó: “Fóstri þinn aálast til að þú kostir þig sjálfur á sjó- mannaskólann; hann veit að laga- lega getur hann ekki lengur haldið e hluti þínurn; þessutan veit hann vel, að þú ert með vinnu þinni búinn að borga honuin uppeldið, enda benti ég honum á það ekki alls fyrir löngu. ” um inikinn tíina að gera. ” Grím- ur leit til mín spyrjandi og ég tók eftir undarlegum glampa í tillitinu er líktist biðjandi vonarbjarma. Mér flaug þá í hug að ekkert mundi fóstra líka miður, en að ég færi til Ameríku, því honum var undur illa við vesturferðir. Svo yfirgaf Grímur mig. Ég þekti hann svo vel, að ég vissi að hann var búinn að segja alt, sem hann ætlaði sér, og ég áleit því réttara, að þakka honum ekki í það skiftið fyrir þann góða hlut sem hann hafði lagt að máli mínu við fóstra minn. Við léturr. í haf snemma í inarz og öfluðum ágætlega. par við bættist, að verð á afla vorum var með langbezta móti. Oft og mörgum sinnum var ég að velta því fyrir mér, að ef ég hefði kom- ist á sjómannaskólann, þegar ég vildi, og verið nú formaður, þá hefði kaup mitt verið álitleg upp- hæð. Ég hugsaði svo oft um þetta og snéri öllum hlutum mér í vil, að mér fanst fóstri minn alt of sérdrægur; mér skildist, að hann vildi hafa alt það gagn af mér, sem hann gat, en láta eins lítið af mörkum við mig og fram- ast mátti verðá. Upp af öllum þessum hugsunum spratt óverð- skulduð gremja í huga mínum til fóstra mlns; ég fór að hugsa um það vakandi og sofandi, hvað ég gæti gert, sem fóstra mínum lík- aði miður, en á öllu voru ein- hverjir annmarkar. Ef ég réðist á annað skip næsta ár mundi fóstra mínum falla það illa, en þá yrði ég að yfirgefa vin minn Grím, og það gat ég ekki, og ekki var heldur hugsandi að ná Grími úr þjónustu fóstra míns. Nei það var ómögulegt. Við komum til Akureyrar fyrstu vikuna í júlímánuði, sökkhlaðnir. það mun hafa verið nálægt mið- nætti þegar við lögðumst á höfn- ina. Ég svaf vært um morgun- inn þegar Grímur vakti mig og sagðist ætla í land og fá sér góð- an morgunverð og vildi að ég færi rneð sér. Mér kom þetta ókunnuglega fyrir, að Grímur skyldi vilja gera þennan auka- kostnað, því hann var maður sparsamur, og átti því töluverðar eigur, er hann hafði dregið saman með löngu og erfiðu lífsstarfi þy| eins og áður er getið hafði hann einhverra orsaka vegna aldrei gifst og var vanur að sneiða sig hjá öllum samkomum, þar sem líkur voru til að kvennfólk kæmi til muna; en samt var hann svo blíður og ástúðlegur við migfyrstu árin, þegar ég var sjóveikur og klaufalegur í verki, að viðkvæmni hans líktist meir móðurást, eins og ég hefi þekt hana á síðarr árum, en velvild óviðkomandi karl- manns. Ég hafði óljósa hugmynd um það á þeim árum, en reynslu og þekking fyrir því nú, að Grím- ur var ástríkur maður. “Markar þú það ?” spurði ég og leit til Gríms hálf-feimnislega. “Hvað áttu við ?” svaraði hann og strauk skeggið brosandi. “Að ég fari til Ameríku,” sagði ég og var ég óstyrkur í málrómi j af geðshræringu. “því ekki ?” svaraði Grímur brosandi, en svo bætti hann við í alvarlegum róm : “þú ert óá- nægður við fóstra þinn og kjör þín þér finst hann hafa gert lítið fyrir þig og það er satt. En hvað verð- ur úr þér hér ? Má vera þú giít- ist og farir á hreppinn, eða þá verðir vinarlaus einstæðingur eins og ég er, sem engin gæði hefi út úr lífinu nerna stöku sinnum góða máltíð.” Svo brosti hann og hélt áfram í lægri róm og lagði sér- staka áherzlu á hvert orð er hann vildi ég tæki til mín, “Ameríka er land framfaranna, land fyrir hina ungu og hraustu; Island er fyrir gainla og slitna menn, sem enga sérstaka framtíðarvon hafa, og svo er sjómannslífið; þú þekkir það. Mér er að sönnu orðið vel við sjóinn, og hann verður að öll- um líkindum gröfin mín.” þegar hér var komið var matur á borð borinn og Grímur fór að snæða með beztu lyst, en nú hafði ég helzt enga lyst á að borða, því hugrenningar mínar voru allar á reyki. En því var ég að hugsa um þetta ? Ég hafði um 30 kr. í pen'ingum og svo hlut minn ó- seldann og fáeinar kindur. þetta var aleiga mín. “það er ómögulegt; ég er pen- ingalaus, ” sagði ég án þess að líta upp. “Hvað ertu aðfaranreð, dreng- ur ! Ég skal kaupa af þér hlut þinn og kindurnar svo hvorugur tapi, og eftir allan minn þrældóm ætti ég að hafa svo mikil skild- ingaráð, að geta látið þig hafa það í peningum nú þegar. það er þitt að afráða hvað þú vilt gera; en væri ég í þínum sporum, færi ég, ^ú hefir frá engu að fara.” Svo tók hann upp gaffalinn aftur, sem hann hafði lagt frá sér meðan hann talaði, og lagði aftur að réttunum með nýum dug, hrauð hvern diskinn á fætur öðr- um og talaði ekki orð. Eftir langa þögn sagði ég: “En ætti ég ekki að fara heim og kveðja fóstra minn ? ” “En hvaða barn þú ert! Held- ur þú það taki fóstra þinn lengi að telja úr þér kjarkinn; þú sætir heima og færir hvergi. Reiddu þig á dómgreind mína ( þessu til- j felli.” Ég sá að vinur minn var kom- inn í sparifrakkann sinn og hafði klipt skeggið og greitt hárið ; mér kom því ekki til hugar að gera nokkra athugasemd við landgöngu Gríms, enda hafði hann á hand- leggnum það bezta sem ég átti til að vera í, því hann var ætíð fjár- haldsmaður minn, geymdi fyiir mig það sem ég hafði með mér. Ég klæddi rnig í snatri því ég hlakkaði til að fá að borða. — Grímur fór á bezta veitingahúsið í bænum, enda var á þeim árum ekki um mörg að velja. Við sett- umst við lítið borð og Grímur sagði við greiðasölumanninn : Morgunverð fyrir tvo, það bezta; sem þér getið tilreitt. Ég sá að Grímur hafði rétt að j mæla, en samt var ég ekki alls-j kostar ánægður með að fara af| landi burt eins og hálfgerður, flóttamaður. Á hina hliðina hafði j fóstri minn.sagt, að ég væri minn j eigin herra og að ég gæti varið fé j mínu eins og mér bezt líkaði. Ég! sá að Grímur var að enda við að j borða og bjóst við, að hann ekki mundi tefja lengi að aflokinni | máltíð. Ég varð því að vera fljótur að afráða hvaðgera skyldi, því eftir að Grímur var staðinn j upp frá borðum var óvíst, að ég [ gæti náð tali af honurn. “Jæja. Ég fer, hvað sem við- j tekur, ” sagði ég án þess að líta j upp. Við sátum pegjandi og biðum rneð óþolinmæði eftir morgun- verðinurn. Við annað borð skamt frá okkur sátu tveir rnenn að morgunverði og töluðu í vanaleg- urn róm sín á rnilli ; annar peirra sagði : “ Vesturfaraskipið kemur eflaust á morgun, svo það er ekki Grímur var að hreinsa diskinn j sinn og fór framar venju hægt að öllu. Mér kom til hugar, að hann hefði ekki heyrt það sem ég sagði, en bráðum gekk ég úr skugga um Það. Gamli rnaðurinn tók rninnis- bók sína og ritblý og fór að reikna. Eftir litla stund segir hann : “Hlutur þinn og kindurnar eru svona mikils virði, ” og nefndi upphæðiná. Ég kiptist við, því ég bjóst ekki við að vera svona ríkur, og lét ég Grím skilja á mér, að hann hefði reiknað af sjálfum sér. Hann brosti góðmannlega og leit vand- lega yfir allar tölurnar; að því búnu segir hann: “Láttu mig einan um það; en ekki hefi ég fengið orð fyrir, að reikna af mér, þegar mér hefir verið gefið sjálfdæmi í viðskiftum. En svo vildi ég ekki heldur skaða þig. En bíddu hér litla stund. Ég á kunningja hér í bænum sem geymir fyrir mig nolckra skild- inga. Svo stóð hann upp, galt fyrir greiðann og fór út. Nú var ég einn og hugsaði nokkuð nánar um alt þetta brask mitt, og satt að segja gat ég ekki annað enn hlegið að sjálfum mér. Hvað mundi fóstri hugsa, þegar hann fréttir, að ég er farinn af landi burt ? En svo stóð mér nú raunar á sama; og það var þó ó- neitanlega gaman að sjá heiminn, og ekki var sjómannslífið svoddan sælgæti, að eftir því væri sjáandi. þessar og þvílíkar hugsanir flugu mér í hug, og ég var að leit- ast við að koma á þær skipulagi, þegar Grímur kom. Hann taldi peningana út í dönsku gulli, og sagði um leið, og virtist mér vera óstyrkur á máli gamla mannsins: “þér er best að kaupa þér föt á Englandi; þar færðu þau betri og ódýrari en hér, eo samt verður þú að kaupa þér smádót til ferðar- innar, og það getur þú gert í dag. Eitt ætla ég að biðja þig að gera fyrir mín orð, og það er, að koma ekki á skip okkar þó þér sýnisf þú hafa nægan tíma til. Má vera, þegar ég þoli ekki lengur kuldann og vosbúðina, að ég leiti til þín og hýrist í horninu hjá þér kring- um sólsetur æfi rninnar. En nú verð ég að flýta mér og sjá um afhleðslu skipsins. Guð og lukk- an veri með þér, vinur! ” Svo faðmaði gamli maðurinn mig að sér, kysti mig tvo kossa á kinnina og snaraðist út í mesta flýti, eins hann vildi ekki láta mig sjá tárin, sem þegjandi hrutu af augum hans. Næsta kvöld var ég kominn um borð í vesturfara skipið. Ég þekti engan af vesturförunum. Skipið brunaði út fjörðinn og þegar það fór fram hjá sveit- inni minni var miðnætursólin að rísa í allri sinni dýrð og sveipaði fjallatindana í guðdómlegu geisla- skrúði er færðust smátt og smátt niður eftir fjallahlíðunum svo hin dimmbláa móða færðist ofan í dalina og gilin. Skyldi ég nokkurntíma sjá aft- ur sveitina mína ? Var ég í raun og veru ekki heimskingi ? Jú, vissulega. Má vera ég sé deig- lyndari enn aðrir íslandssynir, en ég man það vel enn í dag hvað tárin runnu viðstöðulaust, þegar! sveitin mín var að hverfa, og þó var mér raunar ekki vel við nokk- urn mann í henni nema Grím;— og það var hann og enginn annar, sem var valdur að því, að ég var nú að kveðja æskustöðvarnar og j föðurlandið. þegar skipið var kornið fyrir Látrabjörg varð undiraldan þyngri svo skipið reis og seig með þung- urn hreyfingum; Skjálfanda flói var ókyrr, það var eins og hann væri næst hjarta föðurlandsins og hjartaslögin endurhreyfðu sig í voðaafli lognöldunnar. Eg gekk aftureftir þilfarinu; hingað og þangað voru vestur- farar, ungir menn og konur, er að öllurri líkindum hafa stjórnast af hinni einu og sömu þrá; nefnilega, að horfa á föðurlandið í dýrð rnorgunsólarinnar í síðasta sinni áður enn Fjallkonan hneigði sig og gengi á bakvið hinn bungu- vaxna hafflöt og hyrfi sjónum vorum fyrir fult og alt. Ég tók eftir stúlku, sem stóð einmana út við borðstokkinn; hún var ekki á peisufötum, eins og hinar stúlkurnar, heldur nokk- urskonar sambland af innlendum og útlendum búningi, sem var lítalaus og fór mætavel. Húrr hafði á höfðinu laglegan dökkan hatt. Hvort það hefir verið bún- ingurinn eða einstæðingsskapur hennar eða hvorttveggja, er kom mér til að ganga til hennar og yrða á hana, veit ég ekki, en ég gerði það. Hún leit við; andlitið var lýtalaust, augun stór og blá, hárið ljósjarpt og hálsinn eins og hann hefði verið högginn úr ó- gölluðum marmara af listamann- inum þorvaldsson. En svipurinn lýsti því, að stúlkan var veik; hún var sjóveik. “þú ert sjóveik; enginn hlutur betri en að hreyfa sig, ganga; við skulum ganga frarn og aftur um þilfarið.” Ég sá, að hún efaði sig eins og hún væri feimin. Svo sagði ég: “Ég veit hvað sjóveiki er, hefi verið á þilskipum á hverju ári síðan ég var fimtán ára. Ég heiti Jón og er einstæðingur og hefi verið alla æfi í Höfðahverfi.” “Ég heiti Björg og er einstæð- ingur úr Skagafirði.” Svro sagði hún í lægri róm: “En ég held ég geti ekki gengið. ” “Ef ég leiði þig, ” svaraði ég og smeygði hand- leggnum undir handlegg hennar. Ég vissi, að sjóveikt fólk er laust við allan mótþróa og hlýðið eins og börn. Ég dróg hana frá borð- stokknum að kalla mætti; hún skalf á beinunum, en ég hélt henni, svo hún gat ekki dottið; en smásaman styrktist hún, svo að eftir litla stund fór hún að geta gengið stuðningslaust að kalla. Ég fór að tala við hana um ljóða- bækur, sem út höfðu komið á síð- ustu árum, og komst fljótt að því, að hún hafði tekið inn alla smá- skamtana, sem bókmentir vorar höfðu úthlutað hin síðustu missiri. Líka komst ég að því, að hún hafði dómgreind og skoðanir alveg sérskildar frá almenningsálitinu. Svona töluðum við á víð og dreif en mintumst ekkert frekar á okkar eigin hagi. Eftir hér um bil klukkustundar göngu kvaðst hún mundi ganga til hvíldar og fylgdi ég henni að stiganum. Hún þakkaði mér fyrir hjálpina og brosti um leið ofur veiklega. Næsta sólarhring sá ég hana ekki. enda var ilt í sjó og mun hún ekki hafa treyst sér upp á þil- far. En eftir það vorum við meira og minna saman á hverjurn degi og töluðum um alla heima og geirna. Mér er minnisstætt síðasta kveldið er við vorum á sjónum. Við fórum upp St Lawrence fljót- ið ; sólin var að hníga bak við dimtnbláa skýjabólstra, er risu töluvert hærra en hið bunguvaxna land. Við gengum saman og vorum að tala um gildi ljóðakvers er hún hafði keypt á Akureyri. Hún léði mér kverið og ég las það vandlega, en fanst það hafa frem- ur lítið bókmentalegt gildi. En henni þótti sum kvæðin ágæt og færði fram sínar ástæður fyrir gildi þeirra. Til hliðar við okkur voru tveir ungir landar okkar sem mér hafði líkað fremur illa við og sneiddi mig því algjörlega hjá þeim. þeir voru að mínu áliti illa uppaldir ribbaldar, lögðu ölluin ilt til og gleyindu aldrei að kridda orð sín með blótsyrðum. þeir voru að kalla mátti sinn af hvoru landshorni, en fyrstu dagana á skipinu urðu þeir strax samrýmdir svo þeir skildu aldrei nótt eða dag. Jregar við gengurn fram hjá þeim segir annar þeirra : “Sýnist þér annars ekki hjónasvipur með bölv- uðurn skötuhjúunum sem labba þarna ?” Eg heyrði ekki hverju hinn svaraði og mér er nær að- halda að Björg hafi ekki veitt þeim neina eftirtekt, því hún var í

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.