Heimskringla - 31.12.1903, Blaðsíða 3

Heimskringla - 31.12.1903, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 31. DESEMBER 1903, sem á eftir fer, f sambandi við ■ódygð félagsins sjálfs. Rannsókn og vitnaleiðsla f þessu máli sýnist méf eins og þér, mjög svo æskileg, en það þarf þá að vera gert með yiti og alvöru. Málsókn þarf líklega ekki að eiga við, ef sagan að ofan er sönn. » Það er vel gert af Hkr. að fjalla um lffsábyrgðarmál og gefa bendingar f þá átt eins og hún hefir gert, það er óf>akklátt verk, en engu að síður nauðsynlegt, einungis að málin sé lesin alveg ofan í kjölinn áður en [>au eru böðuð í prentsvertunni. Virðingarfylst. Winnipeg 13. Des. 1903. J. Einarsson. Frá ,,Helga magra“ Flestnm íslendingum mun Helgi magri minnisstæður, ekki að eins landnámsmaðnrinn frœgi, sem reisti «ér bú í kristnesi í Evjafirði í fyrnd- inni, heldur líka JcUbburinn með því nafni, sem í fyrra um miðsvetr arleytið (29. Jan.) efnaði tii og hélt löndum vorum eitt hið stærsta og ánægjulsgastia samkvæmi, sem nokkurn tíma heflr haldið venð með íslendingum í Amerfku. Ekki heflr hann haft hátt um sig síðan en þó verið starfandi og hugsandi t kyrf>ey. Nú er hann aftur svo djarfur að koma fram fyr- ir almenning þjóðar vorrar í þessu landi og bjóða til annar3 miðvetr- arsamkvæmis t ltkum stfl og f fyrra. Geiir hann þetfa með þeim mun meiri ánægju, þar sem honum er ekki annað kunnugt en að miðs- vetrarsamkvæmið í fyrra. sem að fornum sið og fyrir stnttleika sakir líka var ÞORRABLÓT nefnt, hafi fengið lof mikið af iýð öllum. Mun flestum bera saman um, að það hafi verið hið íslenzkasta samkvæmi aem haldið hefiir verið hér hjá oss, og um leið hið skemtilegasta. En veturtnn langur og ekki vanþörf á einhverri allsheriar skemtun, er aem flestir fái notið, og orðið geti fólki voru bœði til ánægju og sóma. Enginn skyldi nafnið hræðast „Þorrablót", þött það só úr heiðni- Svo eru nöfnin Þorri og Góa. ogó- tal önnur, og hræðast þau enginn fyrir það. Blótinu viljum vér i blessun snúa að kristnum sið, með þvt að láta alt fara fram sem prúð- mannlegast og gera samkvæmið eins göfugt og samboðið háttum vel siðaðra manna og kristinna, og fðng eru til, um leið og vér breið- um yflr það eins rammfslenzkan blæ og oss er unt. Og af því það er sannfærfng vor, að þesú íslenzki blær, er vér viljum láta einkenna samkvæmi þetta um fram öl' önn- ur, gefi því sérstaka þýðing og sé til að afla því vinsældar hjá þjóð vorri, höldum vér nafninu, þótt heiðið sé, og álítum það engu spilla því margur hefir góður maður krist inn heiðið heiti borið og ekki verið gefið það að sök. Enginn skyldi heldur það til for- áttu finea; að það eru menn ey flrzkir, sem fyrir þessu gangast. Það er tilviljun ein. Hér var eitt sinn félag eitt afarstórt; er Islend- ingafélag hét. Meira að segja, það mun enn þá til vera, þó, lítið verði þess nú vart. Mjög var það starf- samt hér i fyrndinui og mörg orð lagði það í belg. En flestir munu að þeirri niður stöðu hafa komist, að það hafi of þungt verið í vöfun- j umog.þessi þyngsli oiðið [>vf að aldurtila.. En til þess eru víti að varast þau. Þess vegna kom fá- ; einum mönnum saman um að J mynda ofurlítið félag og láta það leitast við að leggja rækt við ís- ! lendinginn eftir föngum. Það var tilviljun ein, að þessir menn voru Eytírðingar. En það er íslending I urinn, sem þeir hata í huga; hans veg vilja þeir sem mestan gera,! sýna þvt sem bézt er í fari hans j sem mestan sóma og hefja það, ef unt væri, á hærra stig með þvf að hlúa að þvl 0£ friða um það á all ar lundir. Svo iramailega sem vér gætum eitthvað geit í þessa fcttina, vonum vér, að vór ekki verðum látnir gjálda 'þess, að vér eiutn Eyflrð- ingar. Samkvæmið höfum vér ákveðið að halda 29. Janúar. Það var þann dag haldið í fyrra af því ekki var hægt að fá hæfllegt húsnæði miðs- vetrardaginn sjálfan. Nú var það heldur ekki hægt og þess vegna var þessi dagur valinn. Vér höfum þegar tekið Ifl leigu lang-vegleg- ustu, rúmbeztu og skrautlegustu samkomuhöll bæjarins, þina spán- nýju Manitoba höll á Portage Ave. og vonum, að þar verði nægilegt húsrúm handa öllum gestum vorum. Herrn bóksali Halldór 8. Bardal hefir góðlúslega tekið að sér að selja aðgöngumiða til samkvæmis þessa. Verða þeir til sölu í búð hans hinni nýju hið bráðasta og eru menn beðnir að snúa sér til hans f tíma. Því það mun líkt verða og í fyrra, að færri fái en vilja. Það verða einungis seldir eins margir áðgðngumiðar og sæti verða við borðin í salnum, og tala látin standa á hverjum miða, sem vísar til sætis með sömu tölu. Þess vegna verða ekki fleiri aðgöngu- miðar seldir en sætin verða við borðin, svo allir geti setið f einu og notið jafnt ícttanna, bæðj hinna andlegu og líkamlegu. Þeir sem heima eiga út um nýlendurnar, ættu að fela kunningjum sínum hér í bænnm að kaupa aðgöngumiða fyr ir sig og gera það í tíma. Vér lát- um þessa getið vegna þess, að marg- ar fyrirspurnir frá mönnum vfðs- vegur f mikilli fjarlægð hafa þegar borist oss um það, hve nær Þorra- blótið muni haldið verða, og ein þeirra alla leið frá Klondike. Kostar aðgöngumiði bver $125 eða $2 50 fyrir karlmann og kven- mann. Síðar verður nákvæmari grein gerð fyrir samkvæmiau og tilhögun þess, ef þurfa [>ykír. Þar verða vistir allar sem ís- lenzkastar að unt verður og alt það er hverjum íslendingi þótti góm- sætast f æsku á borð borið. Einir átján vænstu sauðartnag- álarnir í Bárðardal fluttu sig bú ferlum vestur hingað síðast liðið sumar og bíða þess síðan ir.eð ó- þreyju að komast á Þorrablótið. Helztu skáld vor og ræðuskör- ungar verða til þess fengnir að flytja kvæði og tæður yfir borðum. Og beztu hljóðfæra-leikendur bæj arins verða fengnir fyrir ærið gjald til að leika á hljóðfæri og skemta gestunum. Eftir að botðum hefir hrundið verið, fara fram ræðuhöld,. rímna- kveðskapur, tvíaöngur og aðrar þe3S konar skemtanir að fslenzkum sið, eins lengí fram eftir nóttinni og mönnuni þóknast. 0g nm leið vetður tækífæri fyrir unga fölkið að dansa í öðrum sal, sem til þess er ætlaður. Kristuesi hinu vestra á tuessu Þorláks hins hel|<a, 1903. Helgi magri. Foresters-málið á Gimli. Herra ritstj'. í 9, tölubl, Hkr (10. f>. m.) stendur ritstjórnargrein með fyrir- sögninni: „Foresters-málið á Gimli“. Jafnvel þó mér sé ekki um Það géfið að rita í blöðiri, [>á er margt f þessari grein, sem skyldan gagnvart félaginu (The Indipend- ent order of Foresters) býður mér að svara. í heild sinni er grein [>essi ó- þörf og óeðlileg f þeim anda sem hún er rituð, eða kemur fyrir al- menningssjónir, sérstaklega hvað stóryrðin snertir, svo sem „prett,- vfsi, rán og þjófnað o. fl.. og hafði ég ekki búist viðnemu slíkufrá [>ér. þar sem við áttum tal um þetta mál fyrir skömmu slðan og mér fanst þá þú vera á sama máli og ég, hvað aðalatriðin snertir í þessu „Foresters máli á Gimli“. Það er ekki tilgangur minn að svara grein [>irini orði til orðs, en hitt vil ég reyna að sýna fram á að félagsstjómin hafi gert rétt eft,- ir þvf sem málið var lagt upp í hendur hennar, eða með öðrum orð- um: Ekki getað geft annað en hún gorði. Félagið, The Indipendent Ord- er of Forester, er svo kunnugt orð- ið, bæði meðal íslendinga og ann- ara, að ongum dettur í hug að ef- ast um skilvísi þess. Reynsla með lima stúkunnar ísafold hér í Win- nipeg, sem f meir en 10 ár hefir haft viðskifti við stórdeild (Sup- rime Court) félagsins, hefir verið sú, að ekki hefir verið hægt nð hugsa sér skilvfsara félag að skifta við. Svo ég er viss um að öllum meðlimum Isafoldar fellur illa að heyra þvf borin svik og þjófnað á brýn. Eftir þvf sem mér hefir borist, [>á er Það víst rétt, sem [>ú segir, að borgun var boðin fjármálastjóra Gimli-stúkunnar fyrir þann 20. Marz. En ef þú skýrir rétt frá, að J hún hafi verið boðin fram 1. Marz, þá er engum bliiðum um }>að að fletta, að maðurinn hefir, eða einhver fyrir lians hönd, verið bú‘ ir.n að brjóta félagsgildi hans; þvf J í sannleika gerir ekkert til hvort j peningarnir voru boðnir eða borg-; aðir þann 1. eða 20. Marz, eða mán ; aðarins, som um er að ræða. Pen- [ ingarnir verða að vera borgaðir af j meðlimi sjálfum eða einhverjum J fyrir hans hönd fyrir 1. dag þess ; mánaðar, sem gjaldið fgildir fyrir, i að öðrum kosti hefir hann tapað | félagsréttindum Jsfnum. Lög fé-1 lagsins eru svo ótvfræð f þessu til- J liti, að það ætti engum meðlim fé- lagsins að vera ókunnugt um þessa fyrstu og stærstu skyldu, sem fé- lagfð leggur þeim á herðar. Independent Order of Foresters á óefað hinn mikla viðgang sinn því að pakka meðal annars að starf semi þess er bygt á föstum grund- vallarreglum, sem gilda jafnt fyrir alla meðlimi þess, og sem æðstu stjóruendur, ekki geta breytt út af nema [>eir hafi gildar ástæður til þess, þvf þeir verða að svara fyrir! gerðir sínar, verða að lilýða lögum félagsins rétt eins og hver einstakl- J ingur, semfélaginu tilheyrir;?sjálf- ir eru þeir háðir sömu lögum og B.; Baldwinson og ég og hver annar! meðlimur fél. Það, að Gimli-stúkan sendi stórstúkunni peningana og hún (stórstúkan) kvittaði fyrir, réttlætir ekki afstöðu hlutaðeigandi gagn- vart lögum félagsins. Nema [>vf að eins að Proof öf Death beri með sér f eiðsvarinni sk/rslu f jármálarit- ara, að peningarnjr hafi verið borg- aðir eins og lögin heimta. Pen- ingar þeir sem Gimli-stúkan sendi stórstúkunni, sem iðgjöld fyrir Jón sál. hafa verið endursendir Gimli- stúkunni með bankaávísun No. 1173 og eru því ekki f sjóði felags- ins, eins og þú segir í grein [>inni. 5. „Að Jón var f sannlelka góð- ur og gildur meðlimur stúkunnar, | þegar hann lézt, og svo viðurkend- ur af sinni og félagsbræðrum. Með lífsábyrgðarkröfunni neit ar Gimli-stúkan þessu hvortveggja, og fyrir þá skuld neitar félags- stjórnin að borga kröfuna. 6. Að Gimli-stúkan hefir fast- lega mælt með þvf að þessi dánar- krafa sé borguð refjalaúst af fé- laginu til hins rétta erfingja“ o. s. frv. Um þetta atriði f grein [>inni get ég ekkert sagt. Eg er þvf ekki kunnugur, en hinu sem fram er sett f þessari 6. grein þinni er ég þér samdóma. Ég efast ekki um að hver einasti íslenzkur for- seti mundi óska að krafan hefði gotað orðið borguð. Svo heldur þú áfram: „Vér sjáum ekki beturjen að félaginu hafi larist afar ilIa“,’fo. s. frv. Hefir þá félaginu farist afar- illa, að það skyldi breyta samkv, lögum sfnum? Viðskiftahliðin á þessu máli er sú sama sem gildir hjá öllum félögum, hverju nafni sein néfnast, „borgun í gjalddaga11 j ella verður hlutaðeigandi að sætta sig við afleiðingarnar. án tillits til kringumrtæða, eða finst þér það ekki rétt fyrirkomulag í viðskifta-; lífinu; hvernig heldur þú að það ! gengi til, ef einmitt þetta værii ekki sterkum skorðum bundið. Ég skal leyfa mér að taka upp fáein atriði úr grein þinni ogsvara Þeim. Þú segir: <f „Það virðist algerlega rangt af stjórnendum félagsins eystra, að ganga alveg þegjandi ogfmeð fyrir- litningu fram hjá öllurn þeim mik- ilsvarðandi málsatriðum“. Stjórnarnefnd félagsins hefir hvorugt gert. Frá þvf f Aprflmán. og þar til 17. Sept. héldu þefr ákvörðun'sinni til baka, til þess auðvitað að gefa Gimli-stúkumii og erfingjunum tœkifæri til þess að leiðrétta það sem þurfti, svo hægt væri að borga kröfuna. 1. Að iðgjalda borgun Jóns sál. var boðiu fram í gjalddaga og að fullu og langt fram yfir það. Þú segir: „Oss hefir verið sagt, að í þessu sérstaka tilfelli mundi lifsábyrgð Jóns sál. hafa verið borguð umyrðala.ust, ef hann hefi dáið einum eða tveimur dög- um sfðar en hann gerði, eða f Apr- flmán“. Ef Gimli-stúkan hefði sett í skýrslu sína, að iðgjaldið fyrir mán uðinn, sem hann dó í—Marzmán.— hefði verið borgað, segjum 20. Febrúar, þá var um enga mótstöðu frá stjórnendum félagsins að ræða. Hefði Jón sál. dáið 1. Aprfl f stað- inn fyrir 31. Marz, þá var 20. Marz borgað fyrir frarn fyrir Apríl, og þá hefði Gimli-stúk m að lfkind- um látið framboðið gilda fyrir Marz-borgunina. Gjaldið var ekki borgað í gjalddaga, þar af stafa í þessu tilfelli öll vandræðin. Þetta kemur ekki lieim við það sem þú segir framar í grein- inni, að það hafi vesið boðið fram 1. Marz. Ef það hefir þá verið boðið íram I. Marz. Ef það hefir þá verið boðið fram var það ekki í gjalddaga og því síður langt fram yfir það. 2. „Að stúkan tók það framboð gilt og sendi iðgjald hans til stór- stúkunner“. Þvf ber [>ú ekki dauðsfalls- sönnuninni (Proof of Death) sarnan við það. Setjuin svo, að pening- arnir hefðu verið boðnir fram í tæka tfð og Gimli-stúkan tekið það gott og gilt. Þvf gat hún þá ekki á 5 máuuðnm, sem stjórnar- nefndin beið. leiðrétt það? 3. „Að stúkan taldi haiin gild- an meðlim og stórstúkan ueit- aði því ekki meðan hann var lifandi og líklegur til framtíðar borgunap. Stórstúkan vissi auðvitað ekk- ert um þetta fyrr en lífsábyrgöar- krafan kom. Hefðu stjórnendur félagsins vitað um það, þá hefði Jón sál. orðið að fá endurtekning inn í félagið og stúkuna, án tillits til þess hvort hann hefði verið lfk- legur til framtíðarborgana. hefð liann á annað borð viljað halda á- fram að vera meðlimur h'lagsins. 4. „Að stórstúkun mcðtók ið- gjöld hans og kvittaði fyrir þau sem fnlla borguu fyrir Mt.rz, og heldur þeim peningnm". Ég held það sé mjög vafasamtj hvort félagið yrði dæmt til að greiða erfingjunum dalina, Þetta mál snýst eðlilega mest um gerðir fjármálaritarans, og sumir halda1 ef til vill að félagið beri ábyrgð af gerðum hans, Því er ekki þannig! varið. Fjármálaritarinn erað eins erindsreki (agent) meðlima sinnar stúku, gagnvart stjórnardeild fé- lagsins, og þvi hefir stórstúkan enga ábyrgð á gerðum hans (sbr 147. (2) grundvallarlögum félags- ins). Þessi (félagslegi)^ bróðurkær- | leiki, sem þú heldur að stjórnend- ! ur félagsins hafi svo lftið af, getum ! við livorugur okkar eða nokkur annar orðið eða verið aðnjótandi, J nema á meðan við erum „in good standing". Ef við liættum að vera það, þá svfkjum við samninga okkar við félagið, og getum naum- ast búist við að njóta bróðurkær- leika eftir það, sfzt frá þeim mönn- um, sem lítið hafa af að uiiðla.— Hvort manuúðin hefir tilveru í hjörtum stjórnenda I. O. F. skal ég ekkert um segja. Eg hefi ekki prófað þau, en ég hefi síðan ég kyntist félaginu og stjórnendum þess, álitið að þeir vœru mjög samvizkusamir og réttsýnir menn og ég hefi þá skoðun enn [>á, þrátt fyrir „Foresters-málið á Gimli“. Þinn einl. Bt. Sveinsson, Winnipeg, 12. Des. 1903. flANITOBA. Kynniðyður kosti þess áður en þér ákveðið að taka yður bólfestu annarstaðar. íbúatalan í Manitoba er nú............................... 275,000 Talabsenda í Manitoba er................................. 41,000 Hveitiuppskeran í Manitoba 1889 var bushels.............. 7,20lÍ61B “ “ 18»4 “ “ 17,172.888 “ ‘ “ 1899 “ “ ..............2',,922,280 “ “ " 1902 “ “ .............. 58 077,287 Als var korcuppskeran 1902 “ “ ............. 100 062,843 Tala búpenings í Manitoba er nú: Hestar...... ........... 146,591 Nautgripir................ 282,348 Sauðfé................. 35,00e Svin................... 9 ,598 Afurðir af kúabúum Í-Macitoba 1902 voru.................. «747 608 Tilkostnaður við by«gingar bænda í Manitoba 1899 var..... $1,402,800 Framförin í Manitoba er auðsæ af fólksfiölguninni, af aukntm afurðum lanisins. af auknum járnbrautum, af fjölguu skólanna. af vs i- andi verzlun, af vexti borga og bæja, og af vaxandi velliðan almennings. í síðastliðin 20 ár hefir ræktað land aukist úr ekrum........... 50,000 Upp í ekrur.................................. ..................2,600 000 og þó er siðastnefnd tala að eins einn tíundi Muti af ræktánlégu landi i fylkinu . Manitoba er Uentugt svæði til aðseturs fyrir innttvténdur, þar er enn þá mesta gnægð af ágætum ókeypis heimilisréttarlöndum og mörg uppvaxandi blómleg þorp og bæir, þar sem gott er til atvinnu fyrii karla og konur. í Manitoba eru ágætlr íriskólarfyrir æskulýðinn. í Manitoba eru mikil og fisksæl veiðivötn sem aldrei bregðast. í bæjunum .VTinnipeg, Brandon, Selkirk og fleiri bæjum mun nú vera vfir 5,000 Islendingar, og í sjö aðal-nýlendum þeirra í Manitoba eru rúmlega aðrar 5,000 manna. Þess utan eru í Nordvesturhérudunum og British Columbia um 2,000 íslendingar. Yfir lö mlllionir ekrur af landi í Hanitoba. sem enn þé hafa ekki verið ræktaðar, eru til sölu, og kosta frá $2.50 til $6.00 hvei ekra, eftir gæðum. Þetta land fæst með vægum kaupskilmálum. Þjóðeignarlönd ( öllum pörtum fylkisins, og járnbrautarlönd mei fram Manitoba og North Western járnbrautinni eru til sðlu. Skrifið eftir nýustu upplýsingum, kortum o. s. frv. alt ókeypis, tiJ ROSf. R. P ROBLIN Minister of Agriculture and Immigration, WINNIPEG, MANITOBA. Eða til: Josoph B. Skapatson, innflutninga og landnáms umboðsmaður. ‘Allan-Liiiaii’ flytur framvegis íslendinga frá íslandi til Canada og Bandaríkjanna upp á ó ; dýrasta og bezta máta, eins og hún ávalt hefir gert, og ættu því þeír, se«n vilja senda frændum og vinum fargjöid til Islands, að snúa sér til hr.H. S. Bardai í Winnipeg, sem tekur á móti fargjðldum fyrir nefnda linu, og sendir þau upp á tryggasta og bezta raáta, kostnaðarlaust fyrir send anda og móttakanda, og gefur þeim sem óska, allar upplýsingar því við- vikjandi. Fari ekki sá sem fargjaldið á að fá, fser sendandi peningana til baka sér að kostnaðai lausu. PALL M. CLEMENSt Islenzkur architect. 490 Haiu St. Winnipejr. Bonner & Hartley, Lögfræðingar og landskjalasemjarar 494 Jlain St. - - • Winniprg. R. A. BONNBR. t. l. hartlby. Woodbine Restaurant Stærsta Billiard Uall í Norövesturlandin Tíu Pool-borö.—Alskonar vín ogvindlar. Lennon A. Itebb, Eigendur. JON V. THORLAKSON, 747 ROSS AVE. j Flytur alskyns farangur og bús- : gögn um borgina á öllum tímum dags, og fyrir lægsta verð. Telephone 2479 er f húsinu Oanadian [^acific [(ailffaj Jola skemtiferdirnar i Desember. Fram og attur VVINNIPEG BUILDING & LABOR- ERS UNION heldur fundi sfnaí Trades Hall, horni Maraet og Main 8ts, 2. og 4. rð.studasfskv, bv>ers mánaðar kl. 8, lœgsta fargjald til allra staða í ONTARIO, QUEBEC S.TOFYLKJANNA, Gildir þrjá mánuði. Viðstöðuleyfl veitt þegar komið er austur fyrir FORT WILLIAM. TOURIST og fyrsta pláss SVEFNVAGNAR á hverjuin degi. Jola og nyars-farbrefin fram og til baka kosta TVO ÞRIÐJU vanaverðs.—Farbréfin til sölu Des. 21. til 25. og 30. ál., og Jan. 1, Gilda til 5. Jan„ að þeim degi meé töldum. Eftir frekari uppiýingurn snúið yður til næsta umboðsmanns C. P, R. fél eða skrifið C. E. McPHERSON, Gen. Pass. Agent, WINNIPEG.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.