Heimskringla - 07.01.1904, Blaðsíða 1
XVIII. ÁR.
Nr. 13.
WINNIPEG, MANITOBA 7. JANÚAR 1904.
PIANOS og ORGANS.
Hefntxinan & C« PianoM.-Ilell Orgel.
Vér seljam með mánaðarafborKunarskilœálum.
J, J. H MeLEAN & CO. LTD.
530 MAIN St. WINNIPKG.
ew
York |jfe |
nsurance SEo.
JOHN A. McCALL, president.
LífsábyrKðir í gildi, 81. Des. 1902, 155« millionir Hollnrs.
700,000 gjaldendur, sem eru félagið eiga þaðog njóta als gróða.
145 þús. manna gengu í félagiðá árinu 1902 með 3«» miliion doll.
ábyrgð. Það eru 4« milliónir meíra en vöxtur fél. 1901.
Gildandi ábyrgðir hafa aukist á síðasti. ári um 188 raill. Dollars.
Á sama ári borgaði félagið 5000 dánarkröfur—yfir 15 mill. Doll.—
og þess utan t.i) lifandi nceðlima 14J mill. Doll., og ennfremur var
#4,750,000 af gróða skift upp milli rreðlima, sem er £800.000
meira en árið 1901. Sömuleiðis lánaði féiagið 27,000 meðlímum
$8,750,000 á ábyrgðir þeirra, með 5 per cent, rentu og án annars
kostnaðar,
C.
OlafNon,
AGENT.
J. <«. inorgan. Manager,
GRAIN EXCHANGE BDILDING,
■W" I ZTST 3ST IPE <3-.
Fregnsafn.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
Þúsund manns brendir lif-
andi í leikhúsi í Chicago
þann 30. Desember síðast-
liðinn.
Það voða slys varð f Iroquis-
leikhýsinu í Chicago kl. 3 & mið
vikudaginn í síðastl. viku, að eldur
kom upp í því, upp & leikpallinum
og kveikti á svipstundu í tjöldun-
um. Eldurinn læsti sig tafariaust i
innviðum hússins og fylti það af
reykjarsvælu, sem ásamt [með log-
anum rænti áþriðja þúsund manns,
sem í húsinu voru, ráði sínu, svo að
það varð sem vitsto’.a. Allir þyrft
ust að dyrunum og tróðu þar hver
annan undir, svo að enginn kotrst
þversfðtar. Þeir sem sterkastir
voru tróðu þá minni máttar undir
fótum sér og brutu þá og meiddu.
Alt varð í uppnámi. Sú eina hugs
un gagntók hvert maunsbarn að
bjarga sínu eigin lífi, þó allir aðrir
dæu, Stjórnendur hússjns ásamt
með lögregluþjónumog leikendum
reyndu alt sem í þeirra valdi stóð
til þess að halda reglu og koma vit-
inufyrir fólkið, svo að allir gætu
komist með reglu hver á eítir öðrum
út um dyr hússins. En þetta var
algerlega óuiögulegt. Fólkið, f
þessu tilfelli, eins og f öllum slfkum
tilfellum, varð sem óargadýr. Still-
ingu og vitsmunum var stungið
undir stól, og f þess stað kom óstjórn
legt æði með þeim afleiðingum, að
að eins rúmlega helmingur fólksins
komst út úr húsinu. 587 manns
brunnu inni, en yflr 300 meiddust
mikið, en varð þó bjargað lifandi.
Þetta er eitt af þefm allra voðaleg-
ustu tilfellum, sem orðið hafa f
þessu eða nokkru öðru landi og af-
leiðingarnar [eru þær hryllilegustu,
sem hugsast geta. Þetta var eftir
miðdags leikur (Matinee), eins og
það er alment kallað hér. Það var
þvi mesti fjöldi af konum og börn-
um í leikhúsinu. Konur þessar og
börn þeirra voru barin og tröðknð
undir fótuin og rnesti fjöldi þeirra
kafnaði f reyk og bruna. Björgun-
armenn gátu engu viðkomið, því
að alt varð dimt af reykjarsvælu og
hitinn of voðalegurtil þess að nokk-
nr gæti unnið 1 honum. Auk þess
varð það að öll ljós slokknuðu strax
og eldurinn kviknaði. Þeir sem
voru uppi á loftum hússins, ýmist
féllu eða hentust ofan á þá sem und
ir voru á neðsta gólfl, svoað kösin af
brennandi og deyjandi kvenna og
barna búknm varð margra feta há á
sumura stöðum. Áðnr en kl. var 4,
var farið að bera likin út úr hús-
inu og voru þau vafin dúkum og
þeim hlaðið upp úti á strætum, eins
og eldivlðarbútum. íáamstundis
kom'þar hopnr þjófa, sem stal öllu
verðmætu af likunum; lokkar voru
rifnir úr eyrum kvenna og hringir
af fingrum þeirra, en úrurn og pen
ingum var stolfð úr lö-um karla
þeirra er föt voru ekki b"unnin af.
Öll likhús borgarinnar fyltust með
lfkami hinna látnu. Ein stúlka
10 ára götnul, sem var einna næst
Ieikpallinum, er eldurinn braust
fram, komst út úr húsinu að mestu
óskemd, en öli voru föt hennar rifin
og sumstaðar brunnin svo heita
mttti að hún vœri nakin, er hún
komst út á götuna. Er frelsun henn
ar taiið sannarlegt kraffaverk.
Langa sögu iiiætti rita ura þetta
voðaslys, en hún er svo voðalega
hryggileg að rctt þykir að segja
ekki rneira.
-—Ungur maður 18 ára gamall,
hjá Yirden, Man.. dattút af brautar
lest um jólin, Skaðaðist á höfði,
handleggsbrotnaði og fraus mikið á
báðum fótum, Hann liggur á spft-
alanum f Brandon og er í lífshættu.
—Fréttir frá Rússlandi telja víst
að mikið upphfaup verði gert á
Gyðinga þar í landi um jólaleytið,
sem þar er talíð að veraþann7.þ,
m. Umferðarbréfum er kastað vfða
um stræti borga og þar skorað fast &
alla kristna menn, að ráðast á og
drepa alla Gyðinga um jólin. Mest
kveður að þessu í Kirsuneff hérað-
iuu þar sem Gyðinga-drápin urðú
voðalegnst í vor er leið. Mál út af
þeirn voðaverkum hefir um langan
tima verið fyrir dómstólunum og
hefir ekkert saknæmt sannast á Gyð
inga.
—W. W. Coleman, lögmaður frá
Stonewall, heflr verið útnefndur til
að sækja um Selkirk-kjördæmið und
irmerkjum Conservatíva. Hann er
raaður vel látinn, mikilhæfur, gáf-
aður og íærður, 'og mundi sóma sér
vel í Ottawa-þinginu.
—Níu ára gamall piltur í B. C.
hefir tvisvar lent í stórþjófnaðarmál-
um, fyrir gripastuld, og nú síðast
fyrir að stela úri og öðrum eigum
föður sín8.En hann er svo góðursöng
frmðingur, að hann hefir unnið fyrir
foreldrum sínum og systkinum með
hljóðfæraslættf, og þvl verið fyrir-
gefið barnabrek hans
—-Sel veiðaféiagið 1 Victoria. 13.
C. heflr úthlutað hluthöfum sfnum
50 per cent gróða á hluti Þeirra af
þessa árs veiði, Manna kuup fé-
lagsÍHS varð 140,000 [dollars, en
hreinn gróði 28 þúsund. Skip fé-
lagsins aflaði 17,423 selskinn á ár
inu. Félagið samþykti og á fundi
stnum að hafa 20 skip til veiða á
næsta vori við strendur B. C. og 2
við veiðar yfir hjá Japan.
—Hon. A. G, Blair hefir fengið
nýtt embætti hjá Laurierstjórninni.
Hann á að ferðast um Bandaríkin
og kynna sér járubrautamál þar í
landi, útbúnað þeirra og stjórnar-
háttu. Kaup hans á að vera $50 á
dag hvern og allan ferðakostnað og
fæðispeninga að auk, Þetta á að
kæfa andmæli karls uóti branta
braski Laurierstjórnarinnar.
—Þrír lögregluþjónar í Norðvest-
urlandínu eru kærðir fyrir að hafa
bjálpað Cashel tli að strjúka unndir
hsngingu. Mál þeirra stóð yflr um
síðustu helgi. Þeir hafa verið dæmd-
ir f 6 mánaða fangelsi hver.
—Dominionstjórnin heflr lofað að
veita $50'000 til styrktar rfkissýn-
ingunn sem vonað erað haldin verði
í Winmpeg á komandi sumri. Þó
tlminu sé nú orðinn naumnr til und-
irbúnings, svo umfangsmiki'lar sýn-
ingar, þá hugsa þó Winnipegbúar
að þeira takist aðkoma henni hér á
f tæka tfð og láta hana fara vel úr
hendi.
—Innfiutningur fólks í Vestnr-
Canada á síðasta ári nara 130,000
manns Talið er líklegt að enn þá
fleiri flytji inn á þessu nýbyrjaða
ári.
— Skólanefndarkomingar fóru
fram 4 Gimli þann 29. f. m. f nefnd-
inni eru nú B. B. Olson, C. B. Júlíus
og M. Gaðlaugsson.
Ch.ales Honyman í Winnipeg
réð sér bana á nýársdag. Hann
vann fyrir D. E. Spraguo.
—Japanár eru að kaúpa öflug her
skip í Chili og blýskotfæii í Austur-
ríki. Að öðru leytí eru J>eir við
búnir bernaði við Rússa, sem nú
þykir óumflýjanlegur.
— íbúarnir í þeim hluta Suður
Afríku, sem lýtur Þjóðverjum, eru f
uppnámi út af óánægju við Þjóð-
verja. Miklir flokkar manna þar
æða nú um landið eg ræna og
myrða hvfta menn hvar sem þeir
mæta þeim. Enn hefir þýzka stjórn
in ekki skift sér af þessu, enjvíst er
það talið að hún vei ði bráðlega að
senda herlið suður þangað tfl að
vernda lff og eignir landsmanna
sinna þar.
Á sfðasta nýfiri 1, þ m. stóð eftir-
launalisti Bandaríkjanna þannig:
728,732 hermenn, 287,189 ekkiur
og <524 hjúkrunarkonur. Af öllum
þessum fjölda var að eins einn efttr
lifandi frá hernaðinum 1812, en
1,112 ekkjur og 3 dætur hermanna,
sem tóku þátt f þe3sum bardögum.
Frá mexikanska stríðinu eru enn þá
lifandi 5961 hermenn og 7910
ekkjur. En frá Filipseyja- og
spánska stríðinu hafá bæzt við list-
ann 9200 hermenn og 3662 ekkjui
falliuna hermanna.
—Kona ein í Vermont heíir verið
dæmd til hengingar snemma í Febr.
næstkomandj fyrir að myrða eigín-
mann sinn. Sennilegt þykir samt
að hún verði náðuð í æfilangt fang-
elsi, af þvf hún er kona.
—Menelick keisari yflr Ethiopia
hefir sent Roosevelt forseta í nýárs
gjöf 2 'jón og 2 filahorn. Þett i er
virðingar og vinsemdar vottnr keis-
ftrans til Bandaríkjaþjóðarinnar, er
fyrst allra þjóða beflr gert verzlun
arsamband við Ethiopia-ríkið. Mene
lick heflr og þegið tilboð frá verald-
arsýningarnefndinni í St. Louís, að
láta ríki aitt taka þátt í sýningunni1
með þvf að senda sýningamuni
þangað.
—Tveir menn komu til Dawson
City frá White River 2. þ. m og
segja nýfundið efarstórt og auðugt
gulltekjusvæði á þeirn stöðvum,
Þetta svæði er frain með svonefad
um Ptarmingan læk og liggur að
mestu leytl í Canada, eu að nokkru
f Alaska-béraðinu. Menn þessir
höfðu með sér $12o0 virðí af gull-
sandi, sem þeir n&ðu uppá fáeinum
dögum. Samstundfs fórn Dawson-
búar að flykkjast þangað. Einn
maðnr lagði af stað með 10 tons af
vöruHi til að selja námamönnum
væntanlegum, og aðrir voru að búa
sig af stað, er fréttin var send hing-
að austur. Það er talið alveg óyggj
andi að gulltbkjusvæði þetta sé bæði
ummálsmikið [og vellauðugt af góð
um mfilmum. Væntanlega tréttist
meira utn svæðí þetta síðarj
— Eins punds kartafla var uýlega
seld við opinbert uppboð í gmith
field á Englandi fyrir $750; í aðra
voru boðnar $350, en eigandinn
neitaði boðinú. Vissir kartöflufræð
íngar I Bretlandi hafa um nokkur
undanfarín ár veríð að reyna að
frámleida jarðepli, setu ekki gætu
sýkst eða skerast, og segjast hafa
n'\ð tilgangi sinum. Þessar kartöfl-
ur. seiu seldar voru í Springfiefd,
voru at tegnnd þeirri hinni uýupp
fundnu, sera ekki sýkist eða skemm.
ist við geyinsluna.
—Páfinn f ltóm gaf kaþólskum
mönnum iim lieim allan leyfi tíl að
neyta kjöts á nýársdag, þó hann
bæri upp á fö.4udag. Sagt er að
páflnn skoði föstuua óþatfa og ekkl
nauðsynlegt [trúaratriði.
—Lord Strathcona sendi St. .Johns
háskólanuin f Wjnnipeg $10.000 í
nyársgjöf. Skóli þessi er að byggja
sér veglegan verustað f Suðurbæn-
um, svo að gjöfln kemur í góðar
þarfir um þessar raundir,
—Rússastjórn er að ráðgera að
taka aigeriega í sínar hendur alla
alla sölu á te og sykri f Rússaveldí.
Fjármálastjóri ríkisins segirV fjár-
þröngjstjórnarinnar gera það nauð-
synlegt að hún taki þetta spor.
Stjórnin þar tók fyrir nokkrum ár-
um aðjsér alla brennivfnssölu f rík-
inu og hefir það -heppnast j svo vel
að stjórnin græðir nú árlega 300
míllíónir dollars á henni. Það er
talið víst að hún mundi græða enn
þá meira á því að hafa öll yfirráð á
sölu te3 og sykurs. Enn er þó ekki,
afráðið um þetta atriði, því kaup-
mannastétt rfkisíns er eindregin á
rnóti uppistungu stjórnarinnar, þótt
þeir á hinn bóginn viðurkenni þörf-
ína á meiru fé til ríkisþarfa.
— Rannsóknarnefnd í Calgary
hefir komist að því. að morðinginn
Cashel flýði bæinn f kvenmannsföt-
um, og að vinir hans og frændnr
lögðu saman til að hjálpa honum til
að strjúka á þann hátt.
—Industt ial-skóli dominionstjórn-
arinnar í Qu’Appelle brann um sfð-
ustu helgi. Skaðinn metin $40,000
200 manna voru í skólanum, en
komust allir ómeiddir úr eldinum.
—Pósthúsíð og tollbúðin í Ottawa
brunnu til grunna um siðastliðna
helgi. Skaði $100,000.
—Thomas Nixon, birjdindismaður-
inn mikli, er nýlátinn að heimili
sonar síns f Foit Dodge, Iowa Hann
yar 80 ára gamall og hafði verið í
Winnipeg yfir 30 ár.
ISLAND.
Eftir Þjóðviljanum.
Bj?ssast<»ðum, 23. Nóv. 1903.
Úti varð n/lega maður nokkur
Friðrik að nafni; er sendur hafði
verið frá Bíldudal með bréf er fara
átti til Vatnseyrar.
Kjötsölutilraunir. Eg hefi séð
þess getið í blöðunum að landbún-
aðarfélagið hafi fangið Hermann
bónda Jónasson á Þingeyrum til
þess að gangast fyrir kjötsölutil-
raunum e' lendis.
Tíðarfar fremur nmhleyþinga
samt, en veðráttan þó yfirleitt
mild hér syðra. 19. J>. m. gerði 1
fyrsta skifti á vetrinura hvíta jörð
á láglendi.
Sjálfsmorð. Unglingspiltur,
Valdimar Finsson að nalni, réð sér
bana i Reykjavík aðfaranóttina 18.
þ. m. Hann skaut sig út á svo
nefndu ,,batteríi“ og fanst þar ör-
enður.
30. Nóv. Sjóðstofnun. Vinnu
maður í Miðdal í Mosfellssveit,
Gísli Jónsson að nafni, sem nýlega
er látinn, hefir gert þá ráðstöfun,
að 1000 kr. af eftirlatnum fjármun-
um hans gangi til barnaskólasjóðs-
stofnunar f hreppnum.
Maður nokkur frá Eyrarbakka
Erlindur Erlindsson! drukknaði á
heimleið frá Þorlákshöfn.
Tíðarfar. Sfðan veðráttan
brá til snjóa 19. þ. m. hefir haldist
snjóa- og kuldaveðrátta, en stilt
veður síðustu dagana.
16. þ. m. andaðist ‘á Landa-
kotsspítalanum í Reykjavfk uug-
frú Ragnheiður Pátursdóttir, er
verið hefir kenslukona við dauf-
dumbrakensluna á Stóra-Hrauni f
nokkur undanfarrn ár. Hún dó
úr tæringu.
Fiskiafli hefir enginn verið
verið hér í sumar, enda sjaldan á
sjó gefið; nokkra undanfarna daga
var þó gott sjóveður, svo að róið
var frá (íjögri og öfluðust f>á 10 til
12 smáfiskar á skip, og s/nist því
ekki ein báran stök að þvf er snert.
ír harðindi á mönnam og skepn-
urn.
Úr Árneshreppi í Stranda-
sýslu er skrifað 2. Nóv. „Nú hef-
ir sumarið kvatt oss, og var það
eitt hið versta, sem elztu menn
muna; sífeldar rigningar og storm-
ar 6fðan 1 Júlí, og tíðnm snjór i
sjó.
„Thorsfélagið hefir nýlega
keypt n/tt gufuskip 1 Noregi, sem
Scotland nefnist um 1000 tons á
stærð.
Reykjavík, 13. Nóv. 1903.
Flothylki fanst rekið á Dranga
reka í Strandasýslu 18. Sept. Það
var frá heimsskautsfara Baldwin.
Jón Þorkelsson cand. jur. frá
Reynivöllum andaðist á Landa-
kotsspítalanum að kveldi þess 6.
þ. m,; hafði verið skorinn upp fyr
ir botnlangabólgu fám dögum áðr.
Auk f>ess hafði hann bannvænan
lifrarsjúkdóm.
Húsbruni varð nýlega hjá séra
Birni Blöndalí Hvammi. Á sunnn
dag er til messu skyldi taka, varð
vart við að rauk úr hlöðu Reynd-
istþareldur í heyi. Varð slökt,
að menn ætluðu, en talsvert hey
var út borið. Gengu menn að
sofa um kveldið og vakti enginn
yfir hlöðunni. En er á fœtur var
komið næsta morgun4 var hlaðan
og fjósið ein öskuhrúga. 6 k/r
brnnnu inni, að sagt er.
HNAUSA, MAN , 12. Des. 12. ’03
Til Heimskringlu,—
Hér um pláss líður flestum vel
það ég til veit, að öðru leyil en þvf,
að fremur hefir verið kvillasamt nú
um lengri tíma; heflr helzt amað að
snertur af scarlatsveiki hálsbólgu
og þess háttar. Svohafa'þau slys-
víljað til, sem ég ekki hef séð* getið
um í blöðunnm, að Guðm. Jónsson,
Árdal P. 0. (veiðimaðurinn mikli)
varð undir vagni, lékk hann 2 stóra
skurði á böfuðið og voru þeír saum-
aðir saman af ólærðum manni, Stef-
áni Guðmundssyni þar í bygð, og
þótti vel gert; nú er Guðm. kominn
til góðrar heilsu aftur. —Sonur og
bróðursonur Gests Oddle’fssonar
Haga meiddust við fóðursöxunarvél,
hinn fyrnefni á hendi, hinn í andliti,
hvorugur hættulega.— 3 ára gamalt
barn boraði kaffibaun svo langt inn
f eyrað á sér að fara varð raeð það
til öelkirk, lænir þar . aáði bauninui
og barnið er jafngott.
Tíðarfar hefir verið mislynt í
haust, það skiftist á lokið og kuldar;
alt fyrir það veiddist með bezta
móti flskur hér f nýlendunni, og var
það góð búbót fyrir fjölda bænda,
með fram vatninu, að fá þetta frá
$50 og alt npp f $300 virði í flski
á rúmum mánaði, á litlu bytturnar
sfnar framundan garðinum sfnum.
Þegar við þá veiði varð að hætta,
fóru fjölda margir norður á vatn til
veiða eins og fyr; og hafa flestir sem
biiting veiða og smáflsk aflað svo
vel að engin dæmi eru til slíks; skal
ég að eins minnast á mann, sem er
norður á Bull Head, ég talaði við
hann tyrir fáumdögum; sagðs hanu
mér að net bíd væru 40 faðma löng,
og f eitt þeirra fékk hann sextán
hundruð (1600) f einni umvitjan, og
þessu lfkt var i hinum; hafði það
veríð nóg verk tyrir duglega 2
flskimenn að vitja um og taka úr 4
netum allan daginn. Það er rétt-
nefnd gullkista þetta Winnspeg-
vatn, engu sfður en flskistöðin und-
ir Vogastapa á fslandi. En enginn
gerir svo öðrum liki. Fiskimönn-
um hefir til þessa þótt oflítil fiost en
snjór of' mikill, en landmaninnum
snjór ekki mega iuinni vera, en frost
of mikil, endn heflr það komið sér
betnr að hafa eitthvað f ofninn und-
anfarna drga; en nógnr er skógur-
inn og næni okkur. Þaðer notalegt
að hafa hús sín f skógarrjóðri( iunan
uin falleg sprucetré. á veturna.—
K)rny>kja heflr verið með
mesta n óti í Geysi og Áidals bygð.
unura siðastl. siimar.—0. G. A.
ÞAKKARÁVARP.
Þann 23. þ. m. rar okkur hjón-
um af'ent af herra Bergþóri Þórðar-
syui, gjöf frá börnuni og tengda-
fólki Bergþóru Rristlnar Bergþórs-
dóttur, sem andaðist hér við Grunna
vatn sfðastl,- sumar.
Um leið og hr. B. Þórðarson af-
henti gjöfina, flutti hann okkur lip-
urt og mjög aiúðlegt ávarp fyrir
hönd gefendanna,
Gjafirnar. voru: brjóstnál með
stóri i gullplötu • og á hana var mjög
haglega grafið með fullum stöfum;
Hólmfríður.
Hitt er gnllhringur með stétt og á
henni upphleyptir skrautstafir: P. B.
Innan í hiingnum er gt afiðmeð ská-
letri: „Minnisgjöf frá börnum, B.
K. B. 1903. • '
Fyrir þessa k^erjq. vinagjöf, sem er
svo fullkomin vottur nm rausn og
veglyndi gefendanua,. vottum við
þeim vort hjartaius. þakklætí,
Otto P. O Man. 26, Des. 1903.
P. Bjaruason.
Ilólmfriður Bjarnason.