Heimskringla - 04.02.1904, Blaðsíða 1
XVIII. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA 4. FEBRÚAR 1904. Nr. 17.
PIANOS og OSGANS.
llefntznian A Co. Pianos.---Bell Orgel.
Vér seljuoi með máDaðarafborgunarskilmálum.
J. J. H- McLEAN & CO. LTD.
530 MAIN St. WINNIPEG.
NEW TORK LIFE
JOHN A. McCALL, president.
Siðasta skýrsla félagsins sýnir að á árinu 1903 hefir það gefið út
170 þús. lifsábyrgðarskírteini fyrir að upphæð $326. miliónir doll.
Á sama ári borgaði fél. 5,300 dádarkröfur að upphæð yfir 16
miliónir dcll., og til lifandi meðlima borgaði það fyrir útborgað-
áarlífsbyrgðir fullar 18 miliónir doll. Sömuleiðis lánaði félagið
$32 þús. meðlimum út á lífsábyrgðarskirteini þeirra nær þv{ 13
miliónir doliars. Einnig hefir félagið skift á mílli meðlima sinna á
Síðastl. ári 5J mlión dsll. í vexti af ábyrgðum þeirra i því, sem er
$1,250,000 rneira en borgað var til þeirra á árinu 1902 Lifsábyrgðir
í gildi hafa aukistá siðastl. ári um 191 niillionir IlolinrM.
Allar gildandi lífsábyrgðir við áramótin voru #1,745 ntilionir
Allar eignir félagsins eru yfir ..‘J5'i 1 million Dollars.
C. Olafson, J. «. MEorgan, Manager,
AGENT. GRAIN EXCHANGE BUII.DING,
•WINNIPE G-.
Fregnsafn.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
—Sú fregn kemnr frá Austin í
Texas, að þar sé nýfundin staður.
Bem hafi meira af radium í leirnum,
en nokkur annar enn þektur staður,
Staður þessi ’er á sviðinu sem til-
heyrir Llano- gull- og kolanámun-
nm, sem eru 115 mílur norðan við
borgina Austin. Að undanförnu
hefir verið orð á því, að þarna værj
leirinn þrunginn af radium, svo ný-
lega fóru þangað nokkrir vísinda-
menn til að rannsaka það. Þeir eru
komnir til baka, og segjast ekki að
svo stöddu gefa skýringar um hve
leírinn þar sé auðugur af radium,
en hann sé auðugri þar en nokkurs-
staðar annarsstaðar, sem enn sé
kunnngt.
—í bænum Skagway er velkunn-
ur hótelshaldari,sem Charles Runner
heitir. Indíánar þar ofan úr há-
lendinu hafa frætt hann á því, að
þeir hafi fundið Mammuths dýr
lengst upp í jökium, sem að öllu
leytí sé óskemt Það er n&lægt svo
nefndum stað er heitir St. Michael.
Dýrið er frosíð, eða hefir geymst í
ísum mörg hundruð aldir. Indí&nar
segja það sé 22 fet á hæð, og fennur
þess séu fult fet að þvermáli. Runn-
er er að safna sér liði og útbúnaði
og ætlar að n& þessu dýrí, sem er i
afarverði, ef það geymist óskemt i
ísnum enn þá og]næst.
—Ráðaneytið í #Rússlandi er svo
önnum kafið um þessar mundir, að
það kemst ekki lengur til að líta
eftir þvf að allir séu hýddir sem eitt-
hvað smávegis verður á. Það hefir
því nýlega látið það boð útganga,
að fólk, sem er 35 ára og þar yfir, og
fólk sem á eínhvern skóla hefir
gengið, skuli framvegis ekki straff-
ast með hýðingu. Þessa stjórnar-
bót má þjóðin á Rússlandi þakka
Japanaönnum fyrri, af því þeir
láta ráðaneytið hafa um aunað að
hugsa en hýðingar.
—Morðinginu Ernest Cashel var
hengdur f Ca'gary á þriðjndaginn
var kl. 8 f, h. Hann játaði að síð-
nstu glæp sinn, og bar sig vel.
—25. f. m. skeði kveikilofts-
sprenging mikil í Harwick-námun-
unum, sem ern í Chartvick, Pa. og
Alleghany Co- á. Frá 180—190
námamenn biðu bana í sprenging
unni, og meiddust stórkostlega.
Sprengingin skeði kl. 8um morgun-
inn. Sprengiþrýstingurinn var svo
mikill, að bæði menn og vinnudýr
köstuðust upp úr námunni og langt
í loft upp og komu niður í klossu.
Sprenging þessi er ein sú voðaleg
asta sem skeð hefir.
—Það er meíra og meira orð á
þvf, að samsæri sé gert, sem ætli að
ráða Pétr Serbíu konung af döghm
við fyrsta tækifæri,
—Þani) 24. f. m. brann til ösku
bær í Noregi, sem hét Aalesund.
Ibúatalan var 11000. Aalesund
var hafnbær. Etikert af húsum
stóð uppi eftir eldinn nema sjúkra-
húsið, Fjölda af fiskibátum og smá-
förum var sökt á höfninni, svo eldur
inn naiði ekki að eyðileggja þau.
En 3 gufubátar og mörg smáför
brunnu áður hægt væri að dífa þeim
í höfnina, Bruninn varaði 2 kl.
tfma írá byrjun og þangað til borg-
ín var brunnin til ösku. Börn og
gamalmenm frusu þar nær til dauðs
því vaður var kalt. Hér um bil
allir borgarbúar mistu aleigu sína,
og stendur fólkið uppi alslaust. 24
tlma hungur, skýlisleysi og kulda
varð fólkið að þola áður en hjálp
kom. 3 persónur mistn lffið í þess-
um voðabruna. Svíakonnngur og
drottning hans gáfu fólki þessu taf-
arlaust stórgjafir og ganga uú bæði
Norðmenn og Svíar ótrauðir fram í
þvíað hjalpa þvL' En meira en lít-
ils þarf hér við.
—Transvaalbúar vílja óvægir fá
verkafólk úr Austnr Asíu til að
flytja til Transvaal og setjast þar
að.
—Á sunnudagskveldið 24. f, m.
bar bónda og vinnumanni á milli
mála útí í fjósi. Vinnumaðurinn
sótti viðaröxi og rotaði húsbónda
sinn. Síðan óð hann inn í húsið og
mætti 14 ára gömlum dreng, sem
hann drap þogar. Síðan ætlaði
hann að láta konuna fara sömu leið-
ina, en í því komu menn að þeim
og björguðu henni. Þetta skeði
austan við Ottawafijótið. Fólkið er
franskt.
—Aðfaranótt þess 26. f. m. fraus
til danðs járnvörusali ílnternational
Falls, Ontario. Hann átti heima
alllangtfrá búðinni. Fór snemma á
fætur til að vitjá um hana. Óvenju-
lega mikið frost var. Hann hafði
komist með illan leik að bakdyrum
búðarinnar, en hafði ekki getað
opnað hana vegna kulda og inátt-
leysis.
—Bóluveikin gerir allmikið vart
við sig á meðal Indíána I Athabaska
héraðinu um þessar mundir.
—Fylkisþingið er að búa til laga-
ákvæði um byggingu leikhúsa.
Þeir sem ekki fylgja þeim ákvörð-
unum nákvæmlega, fá ekki að hafa
leikhús. Leikliúsbrilninn mikli f
Chicago nm daginn hefir vakið al-
menna eftirtekt á ^byggingarfyrir-
komulagi leikhúsa, og ætlar stjórnin
í Manitoba ekki að verða á eftir öðr-
um í því efni.
ISLAND.
Eftia Austra.
Seyðisfirði, 17. Desember 1903.
Mannalát. Þann 2. þ. m. and-
aðistað Valþjófsstað Signrdur Brynj
ólfsson, Þórarinssonar, fsedaur 1878.
maðnr mjög vel l&tinn og hinn efni-
legasti, fríður sýnum og gjörfilegur.
Nýdáinn er Ólafur Árnason,
bóndi á Tókastöðum, úr lungna-
bólgu. Ólafur heitinn var maður
vel l&tinn, og mun nú hafa verið um
fimttigt
23. Des. Nýdáin er húsl'rú Sig-
urveig Gunnarsdóttir, kona Rrynj-
ólfs bónda Þórarinssonar á Valþjófs-
stað. systir séia Sigurðar Gunnais-
sonar í Stykkishólmi, nálægt fimt-
ugu að aldri, greind kona, góð og
gestrisin, eins og hún átti ætt til að
rekja.
Norðanpóstur lagði við 4 mann
til Fjarðarheiðar á áætluðum degi
og báru þeir farangurinn. Þeir
komust að eins upp & Fell, og urðu
þar að skilja farangurinn eftir und-
ir nóttina, en brutust sjálfir aítur
ofan í Seyðisfjörð og lögðu upp í
bíti daginn eftir, og komust þá alla
leið, um daginn, að Egilsstöðum.
Norðanpóstur neyddist vegna
ófærðarinnar til að skilja allar blaða
sendingar hér eftir vestan Vaðla-
heiðar, í þeirri von, að þær næðu
norðanpósti með Mjölni nógu
snemma á Akuieyri.
Tíðarfarið er nú loks orðið þurr
ara og komið nokkurt frost.
Hálkan er nú ákaflega mikil á
götura bæjarins, svo mjög er hætt
við fölium og meiðingum, því þó
ótrúlegt sé, þá höfum yer hvergi
séð borinn sand eða ösku á götu-
svellið nema fyrir framan Wathnes-
húsin. Ætti það æigi að geta kost-
að svo mikið, þó bæjarstjórnin léti
aka sandi á göturnar svo nokkru
yrði bættuminna að fara með þær.
,31. Des. Tfðirfarið heflr nú
nm hátlðarnar verið hið blíðasta,
Þíður og landátt nær því á hverjum
degi, svo hér í fjörðum er komin góð
jörð, en marautt á héraði og er þar
sumstaðar enn ekki farið að kenna
lömbum átið.
Eftir Þjóðviljanum.
Bessastöðum, 9. Des. 1903.
ísafjörður, 1. Des.: Tíðin hefir
veiið hér einatt köld, stormar öðru
hvoru, og afli tregur, þó að heldur
hafiorðið fiskvart { Bolungarvík nú
upp á síðkastið, þar sem stöku skip
hafa fengið 2—3 hundruð fiska á
skip, en aflinn mjög misjafn, og oft,
ast ekkert annan daginn, þar se m
fiskvart varð hinn. v
Veitt prestakall. Gaulverjabæjar
prestakall var 23. Nóv. síðastl. veitt
séra Einari Pálssyní á H&lsi í
Fnjóskadal, samkvæmt kosningu
safnaðarins.
Rjómabú stofnuðu Mýrdælingar
í Vestur Skaptafellssýalu á síðastl.
vori, og var mjólkursk&linn bygður
við svo nefnda Deildá og kostaði
um 1800 kr., en áhöldin rúm 1600
kr. Búið starfaði frá 8. Júlítil 14.
Sept., og framleiddi als7l93pund
smjörs.
Nýr dannebrogsmaður. Bók-
sali Eriðbjörn Steinsson á Akureyri
var í öndverðnm Nóv. geiður að
dannebrogsmanni.
Tfðarfar. 1,—2. þ. m gerðí
allmikla rigningu, svo að jörð varð
alauð, en 3. þ. m. sneri aftur til
norðan&ttar og frosta.
Bæjarstjórnin I Reykjavik hení
nýlega ráðið Knnd Zimsen verk
fræðing í þjónustu bæjarins um
næ3tu 4 ár, fyiir 2700 kr. árslaun,
til þess að gera uppdrátt af landi
kanpstaðarins, veia byggingarfull-
trúi o. fl.
16. Des. Húsbruni, Aðfaranótt-
ina 5. þ. m. brann Sbúðarhös Guðm.
bónda Guðlaugssonar á LitlaHrauni
í Arnessýslu. Eldnrinn kom upp
um kl. 3 um nóttina og vildi svo vel
til, að kvenmaður einn vaknaði,
varð vör við eldinn, oggerðihinu
fólkinn aðvart, svo að það gat bjarg
að sér og n&ð mestu af innanstokks-
munum.
Hösið var váDygt, og veit eng-
inn hvernig eidurinn kviknaði.
Látinn er í Reykjavík séra
Benedikt Kristjánssón, uppgjafa-
prestur, 79 ára að aldri, læddur að
Illugastöðum í Fnjóskadai 16. Marz
1824.
Tíðarfar hefir að undanförnu
verið all-hagstætt, frost væg og still
viðri alloftast.
ÁRDAL, MAN. 12. JAN. 1904.
Ég sé að íslenzku blöðin liafa
ætfð meira og minna af fréttapistl-
um hérumbil ör öllnm íslenzkum
bygðum í Canada. En héðan
sjást aldrei neinar fréttir. Vera
má að mönnum finnist bygðin sé
of ung til að geta hennar að neinu
leyti. En ég get ekki verið á
þeirri skoðun, f>ó að bygðin sé ekki
nema liðlega 2 ára gömul, er liér
þó æðimargt fólk. sem er eins vel
þrqskað að andlegum og lfkamleg-
um hæfileikum. eins og fólk í öðr-
um bygðalögum. Ég veit fyrir
víst að- hér eru þó nokkrir menn
sem væru vel færir til að senda
blöðunum stökusinnum góðar
fréttagreinar, ef þeir gæfu sér tfma
til þess, þó að ég sé ekki ritfær,
ætla ég nö að ífna til f>ær fréttir,
sem ég man eftir, treystandi þvf
að þú, ritstj, góður fyrirgefir f>ó
þær verði bæði fánr og í molum.
Eiris og áður [er sngt er bygðin 2
ára gömul rúmlega. Vorið 1901
fór hön fyrst að byggjast af hokkr-
um fjölskyldum, sem fluttu sunn-
frá Dakota. Þó sumt af f>ví fólki
hefði dálftil efni, þá Jvar fjöldinn
af f>ví fátækur. En f>að var ekki
fátækt af þreki og polgæði að brjót
ast í gegnum erfiðleikana. sem
ávalt éru flutningnm samfara, eigi
sfst f>á sem mynduðu ný bygðar-
lög og eru eins og margir f>ekkja
nokkuð misjöfn af náttörunnar
hendi. Já, eins og skáldið Bjami
Thorarenson segir um Sjáland:
„sem neflaus ásýnd er‘. Mér
finst petta ekki ósanngjörn sam-
lfking við margar óbygðir i þessu
landi, áður en mannshöndin er bö-
in með töluverðum erfiiðleikum að
lagíæra á ýmsan hátt, ekki sízt f>ar
sem skógar og blautlendi er. t
Þetta Dakotafólk flutti hingað
fyrst. Það var íólkið sem braut fsj
inn og erflðl^ikana fynr okkur
hina, sem síðar komum Þess má
geta sem gert er.
Þegar ég og fleiri, sem lxrökt-
umst úr Isafoldarbygðinni, komum
hér fyrst, var f>etta fólk nýkomið
liingað og bjó f tjöldum og léleg-
um hreysum, sem það reisti til að
skýla farangri sinum. Það var ætíð
tilbúið að gera okkur alt til greiða
á allan upphugsanlegan hátt, og
hvort f>að voru margir eða fáir, er
heimsóttu f>að, sjálfsagt að breyta
við okkur ekki einungis sem gesti
sfna, heldur sem fólk úr þeirra
eigin fjölskýldu.
Vorið 1901 lét fylkisstjórnin
höggva braut gegnum skóginn vest
ur með Fljótinu, 6 mílna langa,
en sá sem stóð fyrir verkinu gerði
það svo [sviksamlega, að hön var
lítt fær fvrir tréstofnum, og brutu
sumir vagna sína og akáhöld á
henni, og er það skaði fyrir fá’æka
að verða fyrir því tjóni fyrir svik
semi annara.
Ári sfðar gaf fylkisstjórnin
aftur nokkurn skerf af peningum
til endurbótar í sömu braut, og
gáfu bygðarböar vinnu á móti þvf
tillagi. Brautin var breikkuð og
trén tekin burt með rótum. Hra,
Tryggvi Ingjaldsson stóð fyrir
þessu verki og gerði það bæði vel
og fljótt og má f>að nú heita ágæt-
ur vegur. Auk þessa hafa bygðar
menn hi'ggið töluvert af brautum,
svð meðn komast nú hver til ann-
ara um bygðina. f>ó mikið sé óunn-
ið svo það geti heitið góðurvegur.
lfka er búið að byggja 3 brýr yflr
Fljótið. Skógurinn er hér heldur
mikill. Eg býst við ef tekið væri
meðaltal, að helmingur af landinu
sé skógi vaxinn; hitt mun kallast
engi. Keldur eru hér ekki fyrri en
kemur suðvestur í flóa. Auðvitað
er skógurinn ídða léttur og gisinn,
Þó bygðin sé ekki eldri, er hún
orðin töluvert fjölmeun eftir því
sein ég bezt veit, mun vera milli
60 og 70 sem búnir eru að taka hér
lönd og flestallir sem búa á lönd-
um, að fráteknum nokkruni bænda
sonum, sem lifa hjá foreldrum sín-
pm. Húsakynni eru hér víðast í
góðu lagi; margir sem hafa bygt úr
timhri, svo það sjást hér að tiltölu
fleiri timburhús en í hinum eldri
bygðum nýlendunnar og er von-
andi að það verði lieldur framhald
af f>vf, að menn vandi húsakynni
bæði fyrir fólk og fénað,
I orð hefir komist að enskur
maður komi hér seinnipartinn í
vetur með sögunarmylnu, Hann
ætlar áð saga fyrir Breiðuvík,
Geysir og Árdalsbygð. Það er að
segja ef hann fær nóg að saga svo
það borgi sig fyrir hann að færa
mylnuna, ,
Eitt af framförum bygðarinn-
ar má telja skurðinn er gerður var
á síðastl. vori fyrir norðvestan
bygðina. Hann mun vera hátt á
3. mílu á lengd, 16 fet á breidd og
3 fet á dýpt. Fylkisstjórnin l>org-
aði til þess $600, sem var helming-
ur af þvf sem verkið kostaði, Hra
Tryggvi Ingjaldsson stóð fyrir
þessu verki og kom f>vf vel og
myndarlega f gegn. Það er eng-
inn efi á að sá framskurður hefir
komið að tilætluðum notum norð-
anmegin fljótsins. En ég er
liraxldur um að f>essi framræsla
hafi engin áhrif á landið sunnan-
megin, sem er eðlilegt, f>ví alt afl-
ið af flóanum er f>eim megin, og er
það grunur minn að annaðhvort
séu ákaflega miklar veisur í þess-
um flóa, eða aðrensli úr fjærligg^-
andi vötnum, sem menn hafa enn
ekki fundið.
Yfirleitt held ég fólki lfði hér
fremur vel, eftir ástæðum. Margir
eru búnir að ryðja og brjóta dá-
litla bletti undir garðávexti og
ýmsar korntegundir. Ég býst við
að margir hafi plægt frá 1—10
ekrur. Það virðist vera lítið, en
þegar tillit er tekið til þess, að það
er í töluvert þungum skógi, og öll
tré þurfa að rætast upp með rót-
um, og þó svo sé, ern ætíð eftir
nokkrar rætur, sem koma í ljós
þegar farið er að plægja. Af blett-
um þessum fcngu menn góða upp-
skera sfðastl. sumar, enda erjarð-
vegur hér vfða heldur góður, helzt
með fram Fljótinu.
í fyrravetur var bygt myndnr-
legt hús hér í bygðinni og eiga j
bygðarmenn það skuldlaust. Það
er haft til að ræða í öll þau mál-
efni bygðarinnar, bæði andleg og
veraldleg.
I fyrravetur var myndaður
hér söfnuður; ekki veit ég hversu
fjölmennur liann er, en þó mun
standa í honum fleiri parturinn af
bygðarbúum. Við höfum notið
þjónustu séra Runólfs Marteins-
sonar, sem ar mjög þægilegur og
liðlegur kennimaður, En af því
við getum ekki haft tækífæri til að
verða þjónustu hans aðnjótandi f
stórum stíl, þá hefir verið haldið
uppi lestrum á sunnudögum og
einnig sunnudagsskóla fyrir börn.
Þetta framantalda sýnir að
fólk hér er ekki alveg andlega
dautt, Mér er óliætt að segja að
það sleppir engu tækifæri til að
efla félagsskap og dugnað í öllum
þeim málum( sem miða il gagns
og sóma bygðarinnar.
15. September síðastl. andað-
ist að heimili Þórarins Steíánsson-
ar aldraður maður, Bergur Einars-
son, frá Hafnanesi í Hornafirði.
Hann kom að heiman síðastl. sum-
ar. Einnig hafa dáið hér 2 ung-
börn; annað þeirra átti Þorsteinn
Kristjánsson og Guðrún Einars-
dóttir frá Árnanesi, Á>g hitt Guð-
mundnr Vigfússon og Jóhanna
Einarsdóttir frá Árnanesi. 21.
Desember andaðist Einar Matu-
salemsson, ungur maður og efni-
legur. Hann lagðist til svefns
heilbrigður að kveldi þess 20. en
var dáinn daginn eftir fyrir h&-
degi. Það mun hafa verið bráð
hálsbólga, sem varð bonum að
bana. Þessi sorgaratburður varð
ættingjum lians og vinum þvf til-
flnnanlegri, þar sem hann var
hVers manns hugljúfi, sem nokkuð
kyntust honum.
Ég enda svo þessar líuur,
óskandi blaðinu og lesendum þess
góðrar og blessunarrfkrar framtfð-
ar á þessu n/ja ári.
Jón J. Hornfjörð.
ÚR BRÉFI til
K. Á. Benediktssonar.
Enn er tfðin útlits hörð,
ei þó kvfðum fári;
úii hýðir holt og b<">rð
heljar strfður kári.
Foldin gráa föl á brá
finst mér á að líta,
byrgir dáin blómin sniá
blæjan snjáa hvfta.
.,Pipestone“.
SPURNING.
Á -íðastl. ár görli skóianefnd-
ia í þessu hcraði áO’örðnn um að
leggja ft $150 í'Ukaskatt (special
Schoot Tax) og efiir því >era lög
gera rftð fyrir, var skrifari og féhirð
ir sveitarinnar beðinn að iafna þess-
ari uppnæð niðu: á ska ttgildar eign
ir héraðsins, og mnkalla það með
öðiuin sköttum sveitarinnar.
1. Hefir féhircir nokkurn iaga-
legan rétt til þess að anka þe.-sa
uppbæð eftir eigin geðþótta? segj-
um um $70—-§80. Ef svo er, hver
getur maðnr fundið heimild fyrir
því í lög'inum?
2. Fellur ekki þessi viðauka á-
laga, er féhjrðir hefar þóknast að
leggja á okkur, i gjalddaga til skóla
•héraðsins 1. Febrúar þ. á„ án tillds
til þess hvort aiiir gjaldendQr í
nefndu héraði hafa borgað skattiun
fyrir þann tima?
S. S.
SVAR:
1, Nei.—enga lagaheimild.
2. Jú, — eða svo er álit lö
fróðra manna.
Ritstj.
“Dragið það ekki til morgans se
þið getið gert f dag”. Kanpið hi
lóð í dag og geris; óðalsbændur, J \ l
slíkt verða framíarír taldar f ann
um Winnipegborgar.
ODDSON HANSSON <fc VOPNI
55 Tribune Blilg. ... I’hono í. i