Heimskringla - 17.03.1904, Blaðsíða 3

Heimskringla - 17.03.1904, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 17. MARZ 1904 Policy Foresters; á þeim þarf greinilega útsk/ringu. 2. Gefur Foresters nokkurn á- kveðin frest á iðgjöldum, eins og önnur félög? 3. Er lífsábvrgðin góð svo lengi sem manninum er ekki vikið frá af stúkunni, þó ekki sé báið að borga áfallin iðgjöld? 4. Borgast lífsábyrgðin ef að bróðir missir vitið, og þar af leið- andi fyrirfer sér? 5. Borgast lffsábyrgð, ef bróðir er 'dæmdur til dauða samkvæmt landslögum ? 0. Borgast lffsábyrgð, ef það sannast að bróðir hafi stytt aldur sinn með drykkjuskap eðaY)reglu ? 7. Má bróðir gegna hvaða störf- Tim sem er, án leyfis? 8. Má bróðir ferðast'fog eiga heima hvar sem er, án leyfis ? 9. Abyrgist fél. gerðir embættis- manna sinna f stúkunni? 10. Vitið þér hvers vegna Forest- ers neitar að borga dánarkröfu Jóns sál. Hann hafði borgaðlivert •cent sem honum bar að borga. Hann var stakur reglumaður, og var talinn að vera „in good stand- ing“, sem kallað er [á Foresters máli. Forester. * * * Svör. 1. Assessment System f>ýðir álögu fyri-komulag, með þvi er vanalega skilið, að álöguFséu lagð- ar á meðlimi f réttum hlutföllum við þörf félagsins til að borga á- fallnar dánarkröfur. ásamf að sjálf- sögðu nauðsynlegum starfskostn- aði. En Foresterfél. fylgir ekki þeirri stefnu, nema að nafninu tiL Það leggur viss ákveðin^fútgjöld á ári hverju á hvern meðlim, miðað við lffsábyrgðarupphæð hans og aldur, en ekki miðað við útgjalda- þörfina. Álögur félagsins eru hærri en útgjaldaþörfin krefst að þau séu. Þess Vegna hefir nú fél. þetta rúinar sjö millfónir dollars í sjóði, og er sá sjóður umfram f>að sem útgjaldaþörf þess hefir heimt- að frá þvf það myndaðist fram á þenna dag, og er um leið auka- trygging þess, að félagið haldi áfram að geta borgað að fullu allar dánarkröfur látinna meðlima. 2. Foresters gefa engan ákveðin frest á iðgjöldum. Iðgjöldin öll verða að vera borguð fyrirfram, ef meðlimir þess eiga að geta verið f lagalegri ,,good standing“, t. d. verða iðgjöldin fyrir næsta Aprfl mán. að vera borguð að fullu fyrir 1. dag Apríl mán. 8. Eftir lögum fél. er lífsábyrgð hvers f>ess meðlims ógild, sem ekki borgar iðgjöld sín fyrirfram, eins og að framan er sagt. Stúkurnar hafa ekki lagalegan rétt til þess að telja þann meðlim f „good standing“, sem ekki hefir borgað iðgjöld sfn fyrirfram. 4. Lífsábyrgðir borgast ekki, ef bræður fyrirfara sér. 5. Lífsábyrgðir þeirra sem dæmd ír erutii dauða samkvæmt lands- lögum, borgast ekki. 6. Lífsábyrgðir borgast e k k i ■ef drykkjuskapur eða önnur óregla verður bróður að bana. 7. Bróðir má e k k i gegna hvaða störfum sem er, án leyfis. 8. Engin bróðir má ferðast og eiga heima hvar sem hann vill, án leyfir. 9. Félagið ábyrgist e k k i gerðir embættismanna sinna í stúkunum. 10. Já. Eg fann aðalumboðs- menn félagsins að máli f Temple þeirra í Toronto fyrir nokkrum dögum til þess sérstaklega að ræða mál þetta við [>á. Þeir báru það iyrir sig, að iðgjöld Jóns sál. hefðu ekki verið borguð f siúkusjóðinn í tíma, samkvæmt ákvæðum laganna og að f>ess vegna hefði maðurinn e k k i verið gildur meðlimur, hvað svo sem Gimli-stúkan áliti um það enda sögðu þeir að skýrslur stúk- unuar og eiðsvarið vottorð erfingj- ans Capt.Jóns Jónssonar.breriglögg lega með sér, að síðasta iðgjalda- borgunin hefði ekki verið greidd lögum samkvæmt. og þess vegna gæti ekki krafan lagalega orðið greidd. Á hinn bóginn fékk ég loforð um, að ef um væri beðið, þá skyldi mál þetta verða tekið fyrir á ný strax í næsta mánuði og skyldi þá fá „Sympathetic consideration“ eða meðaumkunarlega yfirvegun stjórnenda félagsíns f>ar eystra. Þetta loforð, þó það sé ekki beint loforð um borgun kröfunnar, gefur samt góða von um að málið verði að lokum þannig jafnað, að að- standendur allir megi vel viðuna. Annars eru allar framantaldar spurningar þannig framsettar af Forester, að þeim verður að svar- ast neitandi. Ritstj. Þorvaldur Þorvaldsson. ýSWRBty Það er óþarfi að hafa brauðin jj| ill og þnng, ef fólk að eins ^ vill nota ^ BLUE RIBBON BAlílXG FOWDEK 3 það hefar brauðin vel svo % þau bakast vel og verða ^ sæt og bragðgóð, 3 Biðjið matsalann yðar um það =5 Það eru 3 “Coupons” í hverri zs 1 punds könnu. ^ Tiimmmim'tmimMmmimmmuM Kveður vetur kólgu hljóði, köldu þylur norna lögin, æðistryldu óma slögin ógnar dólgs f jöfunmóði. Kyrjar dimmum kyngi nótum, kuldaglottið býr á vörum, sókiuljarfur í svaðilförum, sviftir björkum upp með rótum. Hörku stæltann hristir skallann hrfðarkampinn sfða strýkur; ógn og myrkra fjúkið fýkur ferlegt út um heiminn allan. Harðsnúinn hannengu eyrir, afl hans býr í veðra gjósti. hrökkva tftt af begldu brjósti bláleit högl, svo undin dreyrir. Sorgar-aldan svellur nöpur, syngur voða dimmum tónum, —kólnar senn í köldum snjónum kærsta vonin,—hnípir döpur. Helja köld, sem voða vetur,— veikir strengir hjartans titra; —tilfinninga tárin glitra; talið sárin enginn getur. Fallinn! Einn að foldu hniginn, fjölhæfur við mímis lindir, fiugskarpur við fólgnar myndir; fremstur allra ruddir stiginn. Naðir virðing, nauztu hilli nýtra allra og góóra mauna; þráðir rannsókn ritninganna rúnastafa duidra millí. Með þeim fremstu f fylking varstu, frjálshugsandi djarfra manna, hélst fram gildi’ ins liáa og sanna hátt á loíti fánann barstu. Atalt hjörtu að vanans villum vopndjarfur og harðgjör maður; lundstiltur og Ijónhugaður, leiðst ei ryk á gömlum hillum. Einarður við uppheims-veginn ekki varst hið minsta skelfdur; framþróunar eldmóð efldur áíram braustu tyrfinn veginn. Unnir frægð og fjölvitsmálnm, íyrirleyst pað gamla, rotna; vildir láta dáðfund drotna, —drambið r/ma af metaskálum. Löngun pín að læra’ og skilja lífsins þungu dular rúnir. Augun djúp og breiðar brúnir birta andans skerpu og vilja. Leiða aðra og lýsa veginn, leist þú öllum betur kjörinn, lending ná, f>ó væri vörin váleg,—mörgum snörum dregin. Ollum kröftum; vildir varna voða þungum heimsku föllum. Tryggur vinur ástkær öllum, okkar birta, leiðarstjarna Á leiksviðinu listamannsins leiðum allir verða að kynnast. Kært er öllurn muna og minnast mesta fffils rósakranzins. V ið þig hafa vonir margar verið tengdar, ungra manna, frjálsri skoðun fruinlaganna færastur þú varst til bjargar. Vo ir fækka, fagur hlinur fölur er að grundu hniginn, —niður æfi-sólin sfgur! syrgir þögull margur vinur. Þó ei lýáur f>ínu verki, þú hetír frækleik sýnt og menning, vilja, táp og kjark.. Þfn kenning keppir fram að settu merki. En þín nýtur ekki lengur, ungi vinur! Skapið svellur; — stórt er skarð þá sterkur fellur starfsamur og góður drengur. Mjög var sárt f þungum þörfum þig að missa, er vildir bjarga; óska’ eg f>ess að ættuin mnrga eins og f>ig f breytni og stÖrfum. Miioiing þína merka krýna megin bjartar vizku-lindr. Farðu vel ! og fagrar myndir fylki sér um hvílu [>ína. Hjílmur Þorsteinsson. Berklaveiki. Eftir Dr. Mobitz Halldórsson. Park River. Það leikur engi efi á, að berkla- veiki er hin skæðasta veiki og að hún fari árlega í vöxt vor á meðal. I mínu ungdæmi var hún nærri ó- þekt heima á íslandi, en nú er hún j orðin þar liarla almenn og drepur ; menn þar svo tugum skiftir ár- ! lega.—Það þykir mér því eig óþarft | að fara nokkrum orðum um veiki ; þessa og hversu liún hagar sér, svo j menn eftir megni geti forðast að ! falla í greipar berklaveikinnar, | þvf það þykir sannreynt að með | varasemi og góðum aðbúnaði^megi | draga úr sóttkveikju hennar. Alt til fárra ára, var alment haldið, að veikin væri ‘ættgeng og j arfgeng frá einum ættlið til annars. Á seinni tfmum, eftir að menn fóru betur að þekkja eðli ! hennar og orsakir, vita menn að þetta er eigi svo. Að vísu má | segja enn að sumar ættir eru veik- I ari fyyir árásum veikinnar en aðr- ar, og þegar þær verða fyrir sótt- kveykju veikinnar þá er þeim meiri liætta búin, af þvf að mótstöðuaflið gegn berklaveikinni er þar orðið minna en í ættum, sem berklaveiki aldrei hegr lagstí.—Enorsök veik- innar eru berklagerflar (bacillur) sem koma utan að; verða menn að | hafa það hugfast, að þegar ein- ; liver á heimili veikist of berkla- veiki, þá er hann sóttkveikjn upp- | spretta fyrir alla liina, sem á heimilinu dveljast; þannig getur á j stundum horft svo við sem veikin j liggi f ættinni, þó að hún miklu 1 fremur eigi rót sfna að rekja til heimilisins. Þar eð hrákinn er liættulegasti sóttkveykjuuppsprett- í an, þá verður strax að gera hann óskaðvænan. Sjúklingur með j berklaveiki má eigi hrœkja á gólfið ! og eigi heldur í vasaklút né önnur j föt, eigi má hann renna hrákanum I niður, þvf á þann hátt fyllir hann j sjálfan sig með berklasvöppum. Bezt er að liann hafi við hönd sér j hrákadall með loki, svo eigi kom- j ist fluga að og hafa lftið eitt af karbólvatni í dallinum, svo ’nrákinn eigi þorni. Flugur geta borið víðsvegar berklasveppina þar sem þeir eigi leysast í sundur í maga þeirra eða drepast. Hrákalallinn, þegar hann er orðinn fullur, ætti að sjóða í vatni sem svari fimm mínútum svo að sóttkveykjuefnið drepist. Auðvitað má eig nota þenna hrákadall til neins annars. ; Menn geta fengið keyptar litlar | flöskur bæði úr gleri eða málmi, | sem menn geta haft f vasa sfnum, og sem menn, sem brjóstveikir eru, geta hrækt í, t. a. m. í kyrkju eða á öðrum samkomum. Það verður sjálfsagt líka að sjóða þess- ar flöskur með því sem í þeim er, i alveg eins og hrákadallana. Til eru lfka hrákadallar úr þykkum pappír. sem eru f dálítilli tindós; þegar bollinn er orðinn fullur af hráka. þá er honum varpað f eld | og brendur, en dósin er látin f j sjóðandi vatn noskrar mínútur og | nýtt bréfahylki sfðan látið f dós- ! ina.—Ef sjúklingurinn getur eigi j aflað sér neinnar krúsar, þá má að vísu bjargast við blautan ullar- flóka, sem síðar er brendur, og áð- ur en hann þornar. Varast skyldu berklaveikissjúkir menn, að hrækja f vanalega hrákadalla, þvf að þeir eru eigi með loki, svo flugur, hund- ar og börn geta auðveldlega kom- ist. í hrákann, og umfram alt verða menn að varast, að láta þá standa óhreinsaða dag eftir dag. Eigi má sjúklingur heldur hrœkja f vasaklút og stinga honum svo í vasa sinn. Allar þær varúðarreglur, sem hér er getið, viðvfkjandi hrákan- um, gilda auðvitað um alla þá vessa og þann gröft, sem gengur úr berklasárum í holdi eða bein- um. Hægðir til baks og lffs hafa oft að geyma berklagerfla, og verð- ur þvf að fara mjög varlega með þær og helzt grafa þær f jörðu niður. Oft verður að þvo herbergið, sem sjúklingurinn er í. Og eigi er þar með búið, heldur verðahnenn við og við að sótthreinsa herberg- ið og fá til þess meðöl hjá lækui og fara að hans forsögn. Aldrei skyldu menn vanrækja að gera það, þegar sjúklingur deyr úr berklaveikinni. En umfram alt verða menn að þvo gólf og liús- gögn úr heitu vatni daglega og viðra vel herbergið. Nærföt af berklaveikum ætti ávalt og sjóða f vatni, þegar þau eru þvegin og yfirhafnarföt að viðra oft og vel þar sem sólgeislar og vindur geta leikið um þau. Bezt fer á að sótt- hreinsa þau annaðhvort á undan eða eftir, að þau hafa verið borin út í sólskinið, með því að svæla þau með brennisteini. Hvað sjálfan sjúklinginn snertir, ætti liann að minsta kosti tvisvar f viku að baða sig úr fvolgu vatni. I hvert skifti, sem hann borðar, ætti hann að þvo hendur sínar og andlit, og þegar hann hefir matast ætti hann að hreinsa tennur sínar með tannbusta. Þvf heflr verið haldið fram, að f hvert skifti, sem berklaveikissjúklingur talar, þá fari lieill herskari af sótt- árum eða bacillum út í loftið ásamt hinum afarsmáu hrákabólum, sem hreifing talfæranna, tungunnar og varanna, hleypi á stað, Menn ættu þvf að varast að hafa ofmikið samneyti við berklaveika menn og alvarlega varast, að vera of nálægt þeim, er þeir hósta, hnerra eða tala. Þó mega menn eigi gera of- mikið úr þessari varasemi. Sótt- kveikjan berst á þann hátt eigi lengra en 3—4 fet; að vera nær sjúklingnum getur haft hættu f för með sér t. d. að sofa 1 sanHti rúmi og berklaveikissjúklingar eða kyssa þá og því um llkt. Skiljanlegt er þafi. að sóttkveykja getur fluttzt með mataráhöldum. Þess vegna ætti sá sem sjúkurer að nota sinn eigin hnff, fork, skeið, matar og drykkjarker,—Þar eð nú, eins og gengur, hrákinn úr berklaveikis- sjúklingum oftast lendir á gólíið, þá leiðir af sjálfu sér, að menn verða að vera mjög vandvirkir með gólfa þvott allan á heimili þar sem berklaveikur maður er. — Menn ættu og helzt eigi að hafa gólf- ábreiður f húsum, þar sem berkla- veikissjúklingur er fyrir, heldur fremur lfnóleum dúka, þvf þá má liæglega þvo og hreinsa. Eins verða menn að forðast að hafa inni f herbergi hinna berklaveiku alt, sem ryk getur sezt f t. a. m. glugga og rúmtjöld, hversdags föt ogþvf líkt.----(Framhald). HINN AGŒTI ‘T. L.’ Cigar er laugt á undan, raenn ættu ekki að reykja aðra vindla en þá beztu. Búnir til hjá : i WESTERN CIGAR FACTORV | TIiom. Lee, eigandi. DNNN' 'W'IIST JSTIIPIEI Gk WINNIPEG. F. E. Vatnsdal, kaupmaður að Fishing Lake, var hér á ferð síð- ustu viku, í yörukaupaerindura. Hann segir góða líðan Islendinga þar vestra og að veturinn hafl ekki verið harður þar; litlii; kuldar fyr en um miðjan Janúar og snjóþyngsli ekki óvanaleg. Yflr 200 fsl. fjöl- skyldur segir hann hafi tekið lönd í grend við Foam og FishingLakes og að allir landtakendur séu væntan legir á lönd sín nú á þessu sumri. Einnig von á miklum innfiutningi þangað vestur af annara þjóðamönn- um, í sumar. Nýlendan er vel sett við járnbrautum; 2 brautir eru í byggingu, C. P. R. frá Yorkton er n ú fullgerð vestur að Sheho, sem er 17 mílur frá nýlendunni, svo er Canadian Northern brautin frá Grand Vew komin svo langt vestur að hún er 8 mílur frá heimili Mr. Vatnsdals. C. P. R. félagið hefir og ákveðið að byggja braut frá Sheho 100 mflur vestur, og kemur hún þá til að liggja í suðurjaðri nýlend unnar, svo að íslendingar eiga þá aðgangaðB brautum. Mr. Vatns- dal segirað bygð sfn sé f einu því ágætasta gripahéraði sem þekkist f þessu rfki. Þar sem enn þá sé tals- vert af óteknum heimilisréttarlönd- um þar vestra, þá ræður þann ís- lendingum til að ná í þau sem alla fyrst, meðan þau eru fáanleg. SKEMTIFUNDUR fyrir með- limi stúkunnar Isafoldar, nr. 1048 1.0, F., verður haldinn í North West Hall, þriðjudagskveldið 22. þ. m kl. 8 e. m. K app spil verða þreytt þar o. fl.—Meðlimir komi margir og f tfma. J. Einarsson R. S. Látinn er á sjúkrahúsinu í borg- inni Victoria, B, C., þann 3. Fabrfiar síðastl. landi vor Jón Sigurðsson, 38 ára að aldri. Banamein hans var hálsmein.—Jarðarförin fór fram 5. s. m. að viðstðddum fjðlda raanna. þar með taiin deild at Makkabees- félaginu, sem hinn látni tilheyrði. Jón sál. var uppalinn að Háa- felli í Hvítársíðu f Borgarfjarðar- sýslu. Hann fiutti til Canada árið 1887 og dvaldi 3 ár í Manitoba og Norðvesturhéruðunum; flutti þvf næst til Victoria og dvaldi þar til dauðadags. Hann var aðstoðarmað- ur við grafreit borgarinnar um nokk ur ár og fórst það verk svo vel út hendi, að hann var settur aðalum- sjónarmaður þar og hefði haldið þeirri stöðu í síðastl. hálft annað ár. Jóu var maður hæglátur í dagfari, greindur vel og gætinn til orða og verka og vinsæll í bezta lagi, — Hann eltirlætnr ekkju og4 börn. Hra Jón Kjærnested ritar frá Winnipeg Beach, dags. 12. þ. m. að nú sé pósthús komið þar. Póst- ur gengur þangað 3 í viku. Bréf og blöð, sem send eru héðan snemma á föstudaga koma þar til skila á lauganlagsmorgna.—Áritun Mr. Kjærnesteds verður hér eftir: Winnipeg Beach P. O., í stað Husawick, sem verið hefir. sérstakan umboðsmann í þessu ok nærlipí'jandi hér- uðum til aö vinna fyrir og auglýsa gamalt og éreiöanlegt verzlunarhús meö nnBgu peningaatii. Kaup $21.00 vikulega meö ferðakostnaöi fyrirfram borguöum meö bankaávísun á hvorjum mánudegi. Staöan er stööug. Vér leggjum alt til.—Skrifið til: The COLUMBIA PUBLISHING HOUSE, 630 Monon Bldg. Chicago. III, Bústaður séra Bjarna Þórarins- sonar er nú 725 á Sherbrooke street. Strætisvagninn rennur fram hjá hús inu. Department of Agricul- ture and Immigratien MANITOBfl. TILKYNNING TIL BÆNDA: Það koma nú daglega inn f þetta fylki hópar af ungum mönnum frá Austur Canada og Bretlandi, sem vilja fá bændavinnu. Margir þeirra eru æfðir vinnumenn og aðrir óska að læra bændavinnu. NÚ ER TÍMINN til þess að útvega sér vinnuhjálp fyrir komandi árstfð. EF ÞÉR ÞARFNIST VINNU- MANNA 1, 2 eða 3 menn, þá ritið til undir- ritaðs og segið hvemig vinnumenn þér þarfnist, hvort heldur æfða eða óvana menn, og hvers þjóðemis, og kaup það sem þér viljið borga. Skrifið strax og forðist vonbrygði. J J. GOLDEN, PROVINCIAL GOVERNMENTT IM- MIGRATION agent, 617 jMain St. Winnipcg. Woodbine Restaurant T<f?,tp.rÁnv.,BiiHar? ,HaU 1 Norðvesturiandin Tlu Pool-borö. Alskonar vín ogvindlar l.ennon & Hebb, Eiaendur. •Í4 okran. Tíu ára af- borgun. Slétturog skóg- •> i ■ *i ■ n Gripir ganga úti eftir I f I I I I Jy'* Bvoiti 40 bushels af JX XI 1 JLI ekru, við járnbraut; ódýr- ... . skoðunarforöir.—Skrif- iB eítvr uppdrietti og upplysinirurn. Scandina- vian—Amðncan Land Co. 172 * • Chicago. 'gxui. outiauiaa- ! Washington St. Bonnar & Harliey, Lögfræðingar og landskjalasemjarar 494 Tlain St. -- - Wlnnipeff. R. A. BONNER. T. L. HARTLEY. Disc Drills. Þaft eru viðurkeudar fulLkomnustu SÁÐ- VÉLAR sem nú eru fáanlegar, og sú bezta af Disk sóBvélun :m er vitanlega SYLVESTER- vélin, meö “Stephensons patent double disc”. GeriB svo vel a8 koma og sko8a sýnishorn af þeim i bú8 minni. - Sko8i6 þar einnig- BUGGIES sem ég hef tU sölu. Þcir era indis- legir. Éb ætla a8 gefa snotran ve6urmæli hverjum þeim viBskiftamanni sem kaupir vörur af mér fyrir $10.00 útborgaöar, eöa gerir lúnsverzlun fyrir $25.00. Finst yöur ekki þnrö á fóöurbætir á þessu áriT Cuttinsrbox-íkurlvél) mundi stórum drýgja kornmatinn. C. Drummond-Hay, IMPLEMENTS & CARRIAGES, BELMONTT TÆ_A.JST_ Mikill Gróði í Hænsnarækt. Ef þjer haflö Klondike hænur, þaö er undraverö Amerisk hænsnategund’ Eru bestu sumar og vetrar vorpihænur í heimi. Ég fókk 335 egg í Janúar 1903 frá 20 Klondike hæn- um eöa 3873 egg ári frá 20 Klondike hænum. Þær eru ieöraöar einsjog gæsir eöa svanir. Eg nú aö afgreiöa pautanit um útungunar egg. Þaö er mikil oftirspurn eftir þessum Klondike hænu oggjum. Svo ef þjer óskiö aö fá eitt- hvaö af þeim þá sendiö pðntun j'Öar hiö allra fyrsta. Eftir 15. Marz veröa pantanir af- greiddar í þeirri röö sem þær koma. Dragiöj ekki aö kaupa þau, því þaö er gróöa bragö aö eiga Klondike hænur Sendiö strax 1 cent Canada eöa Bandaríkja frímerki og fá- iö Catalogue meö fullri lýsingu Klondike hænsa. Sendiö til, KLONDIKE POULTRY RANCH. Maple Park, Kane County 111. U. S A OLI SIMONSON MÆLIK MKÐ 8ÍNU NÝJA Skandinavian Hotel 718 JHain 8tr, Fæðill.OOádaK.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.