Heimskringla - 31.03.1904, Blaðsíða 1
XVIII. ÁR.
Nr. 25.
WINNIPEG, MANITOBA 31. MARZ 1904.
PIANOS og ORGANS.
HeintKnian & C«. Pianos.---Bell Orgel.
Vér seljum með máuaðarafborgunarskilmálum.
J. J. H- McLEAN & CO. LTD.
530 MAIN St. WINNIPEG.
NEW YORK LIFE
JOHN A. McCALL, president.
Síðasta skýrsla félagsins sýuir að á árinu 1903 hefir það getíð út
170 þús. lífsábyrgðarskírteini fyrir að upphæð S33C, miliónir doll.
Á sama ári borgaði fél. 5,300 dádarkröfur að upphæð yfir 16
miliónir doll., og til lifandi meðiima b<»-gaði það fyrir úthorgað-
áarlífsbyrgðir fullar 18 miliónir doll. Sömuleiðis lánaði félagið
$32 þús. meðlimum út á Hfsábyrgðarskírteini þeirra nær því 13
miliónir dollars. Einnig hefir félagið skift á mílli meðlima sinna á
Síðastl. ári 5J mlión dsll.. í vexti af ábyrgðum þeirra í því, sem er
$1,259,000 taeira en borgaðvar til þeirra á árinu 1902, Lífsábyrgðir
í gildi hafa aukistá síðastl. ári um 191 millionir Iiollurs.
Allar gildandi lífsábyrgðir við áramótin voru Sl,745 milionir
Allar eignir félagsins eru yfir .3.MJ million Bollara.
C. Olafton, J.tw. Morgan. Manager,
AGEIJT. GRAIN EXOHANGE BUILDING,
■WINNIPE G-.
BAKER BLOCK.
468 MAIN STREET.
PriÖju dyr fyrir srnrnan Bannatjfne Ave., vest-
anveröu A Aöalstrœtinu.
Þangað skulið þér koma
ef þér viljið græða, við höf-
um góð kaup alstaðar í bæn-
um, auð lot og íveruhús. Nú
er tíminn til að kaupa til
þess að selja seinna í vor og
sumar.
Við höfum enn mikið af
lotum á
BEVERLEY
og
SIMCOE STS.
alstaðar milli Portage Ave.
og Notre Dame á $9.00 og
$10.00 fetið, Lot - á Howe St.
$8.35 fetið
Ef þér hafið eignir til að
selja, komið og gefið okkur
upplýsingar þeim viðvíkj-
andi, við skulum útvega yð-
ur kaupanda að þeim,
Munið eftir nýja otficinu í
Baker Block.
Eggertááoii A Bildfell.
468 MAIN STREET.
Fregnsafn.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
Kfnar f Pritish Columbia segja
að Jandar sínir murtí ekki héreftir
fiytja inn í það fylki. Þeim þykir
of mikið að borga $500 innflutnings-
toll á hvern mann sem inn í fylkið
flytur frá Kfna, eins og Canadalögin
beimta.
f—.Tames Shermann í Cooks Creek
braut á sér handlegginn í 2 stöðum
síðastl. viku. og keyrði þannig á
sig kominn alla leið til Winnipeg til
að fá sér læknishj&lp. Það þötti vel
gert.
—Brezka stjórnin hefir aukið hös
halds peninga konungsins upp í
£193 þús. á árí, eðasem næst $965
þús. Als fær konunglega fjölskyld-
an £470 þús., eða $2,350,000 á ári.
—Bæjarstjórnin í Calgary seldi
nýlega 370 bæjarióðir, sem voru
eign bæjarins, fyrir $19,900, eða
minna en $54 hverja lóð að jafnaði.
Salan var gerð leynilega og án þess
bæjarbúum væri veitt tækifæri til
að bjóða í þær. 4 menn keyptu all-
ar lóðirnar, en 2 þeirra eru alls 6
þektir. Bæjarbúar eru óvægir út
at þessu og borgarstjórinn heflr orð-
ið að kalla til óánægjufundar. Lög-
fræðingar éru nú að athuga hvorf
bæjarstjórnin geti ónýtt sfna eigin
sölu. Állir eru sannfærðir um að
megn svik hafi verið í tafli og að
einhver bæjarráðsmaður græði drjúg
um fé við sölu þessa.
—Bandaríkjablöð flytja þá frétt,
að lýðveldin f Suður-Ameríku:
Brazila, Euquador, Argentina, Chili
og Bolivia hafl myndað bandalag til
verndar móti yfirgarigi Bandaríkj-
anna, sem þau óttast að ætli að
þröngva sér inn f amerfkanska lýð-
veldið. Það er sögð almenn trú í
Brazilíu og Argentina, að ef inn-
byrði8 ófriður skyldi verða í öðru-
hvoru af þeim ríkjum, þá mundu
Bandaríkjamenn tatarlaust nota
tækifærið til að sveigja þau upp með
því að viðurkenna uppreistarflokk-
inn ogsemja við hann um innlimun
ríkjanna í Bandaríkin.
—Þýzka stjórnin heflr gefið öll-
um rússneskum [stúdentum þar i
landi til vitundar að þeir verði gerð-
ír útlagir úr Þýzkalandi nema þeir
áður flytji úr landi. En ekki er
þeím gert að skyldu að flytja tii
Rússlands frekar en þeir sjálfir vilja.
Ástaiðan fyrir þessari stefnu Þjóð
Verja er sú, að þeir telja alla rúss
neska stúdenta Anarkista.—Konur
sæta sömu kjörum og menn.
—Konservatfvar hafa unnið kosn-
ingu í Nýfuudnalandi og dregið þar
eitt sæti frá Liberölum.—Það er að
verða sama sagan um alla Canada:
tap fyrir Liberala, vinningur fyrir
Conscrvatíva.
—Lögreglan í Montreal hefir tek
ið upp það nýmæli, að lækna alla þá
drykkjumeun, sem íalla í hendur
lögreglunnar þar í bænum. Þeim
eru gerðir tveir kostir, annar er sá,
að láta læknast ókeypis, hinn er, að
fara í fangelsi um ákveðin tíma. Er
talið víst að flestir kjósi lækninguna
—Dr. Mackey frá Quebec hefir upp-
götvað nýja drykkjuskapar Iækn-
ingu „Gold cure“ aðferð og á haun
að stjórna þessari lækningadeild.
Fylkisstjórnin borgar fyrir meðölin,
en bœjarstjórnin veitir honum hús-
rúm og borgar honum laun.
—Stói hríðarbylur með míklu snjó-
falli brejddi 12 þuml. snjóábreiðu
yfir Manitoba í síðnstn viku. Lesta-
gángur á brautum í bæjum og á
landi úti fór allur á ringulreið og
víða gerði bylurinn ýmislegan
skaða.
—Bólusjúkur maður meðal inn-
flytjenda var kyrsettur og seftur á
einangrunar spitala um síðustu
helgi. Læknar segja að almenningi
stafl engin hætta af sjúkdórai þessa
manns.
— Heimsfrægi piano spilarinn
Paderowiski spilaði nýlega fyrir
Rússakeisara f Pétursborg. Keisar-
inn þakkaði honum ínnilega og
kvað það gleðja sig að Rússland ætti
svo ágætan listamann. Spilarinu
bað kelsarann afsökunar á þvi að
hann væri ekki Rússi, heldur Pól-
verji. Samdægurs var honum vísað
burtu úr Rússlandi og skipað að
koma þar aldrei framar.
—Gömul hjón frá McLeod voru
send í 5 ára fangelsi ura síðustu
helgi. Þau höfðu stolið einni kú.
Þau eiga 2 syni, báða uppkomna,
sem nú eru að útenda 5 ára fangels-
is vist fyrir gripaþjófnuð. Öll þe9si
þjófafjölskylda er því nú í fangelsi,
en sárt er það fyrir gamla móður að
þurfa að enda æfi sína á þann hátt
fyrir meðsekt í kýrstuldi,
—Þrjú börn, 1, 3 og 4 ára brunuu
i húsi í Montreal f síðastl. viku
Móðir þeirra var hjá þeim, en varð
að gegna málþráðarkalli í öðrum
enda hússins. Þegar hún kom aft-
ur til barnanna, var alt herbergið í
b&li. Hún bjargaði börnunum, en
svo voru þau skaðbrend, að eitt
þeirra dó strax, en hin lifa og ern
talln úr lífshættu.
—Herforingí Rússa f Asfn sendi
um síðustn helgi hraðskeyti til Pét-
ursborgar, að hann hefði þá 230
þús. hermanna undir vopnum milli
bæjanna Harbin og Port Arthnr.
—Þýzka skipið Barcelona, i'rá
Hamborg sendi af sér 1100 vestur-
fara f Halifax þann 18. þ. m. Þeir
flytja til Manltoba og Norðvesturhér-
aðanna.
—Hundur var fyrir 6 mánuðum
seldur í Toronto tilmanns, sem bjó í
Haliiax. og fluttur þangað, en seppi
strauk úr vistinni og komst til
gamla húsbónda síns í Toronto um
síðustu helgi. Ilafði ferðast 1000
mílur einn.
—Ritstjóri W. T. Stead S Lundún-
um, sem fengið hat'ði leyfi brezku
stjórnarinnar að mega ferðast um
Suður-Afriku, hefir nú fengið til-
kynning um að það leyfi sé upphaf-
ið. Stead hélt nýlega ræðu, sem
Bretum líkaði illa og hafa því 1
hefndarskyni bannað honum að ferð-
ast um þar syðra.
—Nokkrir ungir menn í Port
Arthur, Ont., urðu ölvaðír á föstu
daginn var og sóttu að ftölskum ald-
inasala með hávaða og Ijótum orð-
um til konu hans. Aldinasalinr.
skaut annan þeirra til ólífis, en hinn
flýði, Sá er skaut gaf sig tafarlaust
í hendur lögreglunnar.—Slfkar er.i
afleiðingar ofdrykkjunnar.
— General Wood hefir verið gerð-
ur að Major Genei al yfir her Banda -
ríkjanna. Roosevelt. forseti veitti
honum það embætti snemma í síðast-
liðnum Ágústmán. En svo vorti
mótmæli ströng gegn veitfngunni
sérstaklega frá senator Hanna, að
Wood tók ekki við embættinu Nú
er Hanna látinn og forsetinn bar því
málið upp til atkvæða í senatinu og
útnefning hans var þar staðfest með
450 atkv. gegn 16. Afleiðing al
þessari samþyKt ersú, að 167 öðrum
hermönnum verða veitt æðri em-
bætti en þeir nú hafa, og er þvi
gleði mikil í herbúðum þeirra.
—190,000 harðkolahámamenn t
Bandaríkjunum hafa um nokkurn
undanfarínn tíma verið að ræða uui
hvort þeir ættu að þola lítilfjörlega
kauplækkun, sem námaeigendur
höfðu ákvcðið að gera, eða að get^a
annað verkfall svipað því sem varð
í fyrra. Atkvæði voru tekin uta
þetta mál meðal hinua ýmsu deilda
i félaginu. 135 þús. manna greidd’i
atkv. og varð meirlhlutinn með að
þiggja launalækkunina 88,500
manna greiddu atkv með launa-
lækkuninni, en 46.500 með verk-
falli.
—Feikna stórbrfðarbylur æddi yf-
ir Manitoba frá þvf að kveldi þess
24. til síðari hluta dags þess 25. þ.
m. Snjófall varð mikið.
—Nefnd manna frá Japan er nú
á ferð um Bandaríkin að athuga
iðnaðar, verzlunar, menta og trúar-
ástand þjóðanna. Það ern alt menta-
menn. Einn þeirra, hálærður mað-
ur, hvað Japana hafa nákvæmlega
athUgað trúarlíf Evrópumanna og
komist að þeirri niðurstöðu, að það
væri hvorki nauðsynlegt né æski-
legt að Japar tæki kristna trú, En
hann kvað nefndinni sérstaklega nm
það hugað að kynna sér sem bezt
iðnaðarmál, fátækra löggjöf og
dómsmálakerflð alt. Hann kvað
Japana taka það alt upp hjá sér,
sem þeir findu bezt hjá öðrum þjóð-
um.
—Bærinn Kingston t Ontario hef-
ir með atkvæðagreiðslu samÞykt að
bærinn skuli framvegis eiga gas- og
rafmagnsstofnanir til opinberra
þarfa. Að eins 37 kjósendur voru
móti þessu. Bærinn heflr barist fyr-
ir þessum umbótum sfðan árið 1896
og verið í sífeldum málaferlum við
félögin sem nú eiga þessar stofnanir
Bærinn vann að lokum.
Pólverska iækna og vísindafclag-
ið sem auglýst hafði 10. ársfund
sinn í Limberg í Austurríki í Júlf
næstk. verður að hætta við það
fundarhald. Rússastjórn hefir fyr-
irboðið í'nndarhaldið og geflð út
strangt boð, að alllr pólverskir lækn
ar og vísindamenn skuli vera við
því búnir að vera teknir í hérþjón-
ustu fyrirvaralaust. Þýzka stjórnin
sendi samtfmis út skipun til allra
iækna á Þýzkalandi, að sækja ekki
læknafundinn í Limberg. Hún ótt-
ast að þar verði rædd pólitisk, ekki
síðnr en lækninga mál, og starfar
húfi svo í sambandi við Rússa í því
að bæla niður frjáls fundahöld.
—5400 vesturfarar frá Evrópu-
löndum komu til Canada í síðastl.
vika. Langfiestir þeirra hyggja á
landtökn í Norðvesturhéruðunum.
—G. T. P. f'élagið ætlar að flvtja
30 þús. verkamenn frá Ítalíu til Ca-
nada, til þess að vinna að byggingu
brautar sinnar frá Atlantshafi til
Kyrrahafs.
—Rússar eiga mjög örðugt með
að hafa að sér nægan liðsafia í Jlan-
churia; Oraut þeirra er I mesta ólagí
bæði vegna snjófalls, sem hindrar
reglulegan lestagang og vegna þess
einnig, að hún bilar víða og sporin
sókkva undan þunga þeim, sem á
iau er hlaðið. Þeir hafa og mist
fjölda manna, sem 'farist hafa af
kulda, klæðleysi og þreytu. Margir
af mönnum þeirra í Port Arthur
hafa reynt að strjúka. 50 þeirra
hata náðst og verið skotnir. Einn
maður komst andan. Hann segír
matvælaskort í bænum, segir þar að
eins mánaðarforða með mestu spar-
semi, og að hermönnunum sé nú út-
hlutaður að eins hálfur skamtur á
við það sem venja er til, þegar næg
ar vistir eru fyrir hendi. Hann tel-
ur bæinn ekki geta lialdið út lengur
en mánuð í mesta lagi. Rússar
hafa náð 9 hermönnum frá Jöpunum
og sent þá til Síberíu, Það voru 5
foringjar og 4 riddarar.
Alþýðuíyriiiestur
EiÚ af því sem hverjum manni
er árlðandi, er það að bera engan
kinnroða fyrir öðrum mönnum,
þegar um ætt hans og upprunaer að
ræða. Það er hverjum manni eðli-
legt að iáta sér þykja vænt um ætt-
ina, sem hann er runninn af og þjóð-
ina, sem sú ætt heflr verið ein grein-
in á. Hitt er óeðlilegt aðfyriiverða
s?g fyrir ætt sína eða forfeður, láta
sér svo lítið þykja til þess heimilis
koma, Þar sem hann hefir uppalinn
verið, að hann vilji helzt hvergi láta
þess getið, eða látast heldur vilja til-
heyra einhverju öðru þjóðerni, en
þvt, er hann heflr þegið alla andlega
arfieifð sína hjá. Sá maður fer að
ganga buldu höfðí ogþað er slæmt
fyrir hvern, sem þess þarf. Það er
þá eins og hann hafi gert eitthvað
fyrir sér, sem aðrir menn mega ekki
með neinu móti koirast eftir eða fá
vitneskju um. Það er þá eins og
hann hafi í einhverja ógæfu ratað,
sem hann vill helzt af öllu dylja fyr-
ir heiminum.
Enginn Islendingur ætti nokk-
uru sinni að láta sér það til hugar
koma að fara með það f felur. að
hann er íslcndingur. Að sönnu til-
heyrum vér lítilli þjóð, en lítil þjóð
getur verið hverri stórþjóð jafnheið
arleg að öllu leyti. Þess konar er
ávalt metið eitir mannkostum og
skapferli hvers eins, en ekki eftir
neinu öðru. Ef vér Islendingar
eigum tiltölulega jafnmikið af mann
kostum og göfugn skapferli og aðrir
menn, fellirenginn réttdsemur mað-
ur manngildi vort fyrir það, þótt
þjóðin sé fámenn og smá, sem hefir
alið 038. Vér verðum heldur ekkert
betri menn né meiri, þó vér færum
að draga á það einhverja dul, að vér
erutn íslendingar.
Það er langbezt og sæmilegast fyr
ir hvérn mann og hverja konu að
standa drengilega við ætterni sitt.
Það höfum vér íslendingar llka gert
yflrleitt síðan vér komum hingað til
lands og gerum |það ávalt betur og
betur. Það mun óhætt að segja að
íslenzkþjóðernistilfinning hafi aldrei
öfiugri verið með oss, síðan bygðir
vorar hófust hér, en einmitt nú. Það
er sönn ánægja að geta á það bent-
Samt sem áður er þess ætíð nokk-
ur þörf, að eitthvað sé til þess gert
að halda þjóðernistilfinnhigunni við
lýði. Um leið og maður leggur
rækt við þjóðerni sitt, er maður að
leg:gja rækt við sjálfan sig. Þvi
þjóðernið er í rauninni eigi annað
en höfuðsumma þeirrar sögu, sem á
bak við mann liggur. Að skilja sig
sjálfan hefir ávalt síðan á dögum
Sókratesar þótt eitt hið fyrsta ment
unarskilyrði. En þess er enginn
kostur fyrir neinn mann að skilja
sjálfan sig, nema hann fái skilning á
sögu þeirrar þjóðar, sem hann er
fæddár af og verða þeim möonurn
kunnugur, sem lifað hafa á liðnum
öldum og mest og bezt áhrif hafa
haft á lund þjóðarinnar og skapferlí.
Hann finnur þá eitthvað hjá sér f
ætt við það, sem fram heflr komið
hjá beztu mönnum þjóðarínnar og
hann fer að keppast víð að verða
)eim sem líkastur.
Nú er með öllu móti verið að leit-
ast við að vekja þessa þjóðernis til-
finning með þjóð vorri og er það
sjálfsagt eitt hið bezta, sem unt er
að gera fyrir hanajeins og nú er
ástatt. Mætti í þesm sambandi benda
á alþýðu fyrirle9tra þá, sern fluttir
hafa verið i Reykjavík nú sfðastl. ár
og gefnir hafa verið út sem sérstök
bók. Kemur flestum saman um, að
það sé ein hín bezta bók, sem út hef-
ir komið f fásinninu með oss íslend
íngum. Með engu er betur unt að
vekja hugi manna en með slíkum
alþýðu fyrirlestrum,
Hvergi eru jafnmargir Islending-
ar saman komnir á einurn stað, svo
eins sé hægt til þeirra að ná mtð
slíka fyrirlestra og I bæjunum Rvík
og Winnipeg. Með alþýðu fyrir-
lestra þá, sem nefndir hafa verið
hefir Reykjavík gengið á undan. Er
nú ekki til þess nokkur vegur að
Winnipeg geti í þessu efni fylgt þvi
lofsverða dæmi.
Þessu hefir Helgi magri, sem um
fleira hugsar en Þorrablót, verið að
velta fyrir sér um alllangan tíma.
Aðal setningin í lögum hans er eins
og kunnugt er, þessi: „Íslendíngar
viljum vérallir vera“. og þess vegna
hefir hann veriðum það að hugsa,
hvað hann gæti gert fyrir íslenzk, n
almenning hér i borginni. Öllum
árum vildi hann að því róa, að kon-
um og körlum, af íslenzku bergi
brotnum, þætti það sómi, en eigi
óvirðing að vera íslendingar. Ef
þess þykir viðþurfa í höfuðborg ís-
lands, liggur það svo sem í augum
nppi að þess muni þörf hér í dreif-
ingunni.
Helgi magri hefir því ásett sér að
gera tilraun með að koma slíkum
alþýðufyrirlestrum hér á, ef unt
væri. í þetta sinn er nú auðvitað
veturínn liðinn og sumarið í nánd,
en þá gefa menn sér slður tómstund
til slíkra hluta.
! En á sumardaginn fyrsta, sem eft-
ir gömlum sið og þjóðlegum er ein-
kennilega islenzkur tyllidagur, hef-
ir klúbbnum hugkvæmst að bjoða
íslendingum hér í borginni einn
slíkan alþýðufyrirlestur, öllum að
kontnaðarlausu.
Fyrirlesturinn verður um einn
hinn glæsilegasta íslending, sem
uppi var í fomöld "og ejnn hinn
bezta dreng, sem uppi hetir verið
með þjóð vorri.
Gunnar á Hlíðarenda.
Hann verðar fluttur í Fyrstu lút,
ersku kyrkjunni kl. 8 síðdegis, sum-
ardaginn fyrsta, [21. Apríl, af séra
Friðrik ,1. Bergmann.
Helgi magri leyfir sér þ& hér með
að bjóða Vesturíslendíngum, eins
mörgum og komið geta og hægt
verður fyrir að k0ma í húsínu, til
að hiýða á fyrirlestur þenna og
fagna um leið komu |sumarsins eftir
langart vetur og strangan.
Kristnesi hinu vestra,
á Benediktsmessn, 21. Marz 1904.
HElGI MAGRl.
Ritstj, Hkr.
Getðu svo ve! að læra Hillson-
deildinni, No. 3756, í N, Dik., af
Woodman of Aoaerica félagínu, mitt
innilegasta þakklæti fyrir bróður-
lega hluttekning i ( kjörum míuum
þegar ég var hér til uppskurðar á
Winnipeg-spitalanum í Janúar slð-
astliðnum. Bræður mínir þarsyðra
skutu þá satnan fjárupphæð er nam
$45.75. Af þessu sendu þeir $30 til
lúkningar skuld minni við Winni-
peg-spítalann, og atganginn afhenta
þeir mér.
Þessi hluttaka félagsbræðra minna
f kjörum mínnm kom mér sérstak-
lega vel á þessum tfma, þar sem ég
hefi veikinda vegna orðið að vera
atvinnulaus sfðan f Október síðastl
Þetta veglyndi brœðranna er hin
bezta auglýsing, sem slíkur félags-
skapur getur fengið og áhrifameiri
í hugum allra er þekkja stefnu þess
og starfsvjð, heldur en nokkurt
þakkarávarp, sem ég eða aðrir gatu
flutt því.
Winnipeg, 28. Marz 1904.
Jón Dínusson.
Kr. Ásg. Benediktsson selr "ift-
ingaleyfisbréf hverjum sem \ .
PALL M CLEMEin'S.
BYGGINGAMEISTARI.
373 Italu St. WiniHpeg.
(NOBTH WEST FIRE BLOCK)
3?ELOJSlýH] 2685.