Heimskringla - 14.04.1904, Blaðsíða 2

Heimskringla - 14.04.1904, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 14. APRÍL 1904, Beimskringla. PUBLISHBD BV The BeimskriagU News & Pablishiag Co. Verö blaösins í Canada og Bandar. $2.00 um árið (fyrir fram borgaö). Sent til íslands (fyrir fram borgaö af kaupendum blaösins hér) $1.50. Peningar sendist í P. O. Money Order Registered Letter eöa Express Money Order. Bankaávís- anir á aöra banka en 1 Winnipeg aö eins teknar meö afföllum-. B. L. BALDWINSON. __Editor A Manager__ OFFICE: 219 McDermot Ave. Winnipeg. P. O. BOX 116. íslenzkir strokumenn. Blaðið Vfnland, Marz 1904, flytur skynsamlepja og vel ritaða grein í íslenzka strokumenn. Þar er tekin til athugunar Askorun sú, sem ritstjóri hra. Jón Ólafsson birti fyrir nokkrum tíma í blaði sínu Reykjavík, til v»tur-ísl. blað- anna, að birta æflferil tveggja landa vorra sem blað það segir ný- lega hafa flutt hingað vestur frá óbættum sökum á ættjörðinni. Jón segir allrækilega sögu þessara manna meðan þeir voru heima, og er hún eftir f>ví ljót eða fögur sem menn Ifta á það mál. Hitt er vit- anlegt, að hvorugur þessara manna hafði sætt lögsókn heima fyrir brot þau sem þeim eru eignuð, en sem þeir voru ekki kærðir fyrir. Það er f>vf ljóst að inenn þessir fóru að heiman f fullu lagafrelsi, en ekki frá óbættuin sökum, af þvf engar sakir höfðu komið fram ' á móti þeim. Þess má ennfremur geta að menn þessir hafa komið vel og prúðmannlega frarn síðan f>eir komu til þessa lands. Það væri því i'rá hálfu íslenzku blaðanna hér vestra, bein ofsókti á hendur J>e'm að fara að ræða prfvat líf þeirra frá liðnum tfma, og f>að [>ví frem- ur sem J>að hgfir ekki áður gert verið við aðra landsmenn vora sem vestur hafa flutt á liðnum árum. Jafnvel f>ótt vissa væri fengin fyr- sekt þessara manna; þá efum vér stórlega að blöðin hér hefðu sið- ferðislegan rétt til að ræða mál þeirra í þeim sýnilega tilgangi að hnekkja framtfðarmöguleikum þeirra til að hafa sig áfram til vegs og gíuigis hér í landi, með því að æsa alþýðu upp á móti þeim og koma f veg fyrir þá tiltrú sem þeir annars kynnu að eiga kost á að j njóta með |>jóð sinni hér. Um þetta atriði niá nú að víáu deila, en vér höfum þessa skoðun og telj- um haua gilda, að minsta kosti í öllum þeim tilfellum, þar sem menn koma hingað vestur í fullu laga- frelsi og án þess að nokkur opinlier, kæra hati komið fram á móti þeim meðan þeir voru þar heiina til þess að verja sjálfir málstað sinn. Eins og öllum er ljóst, þá hefir á j síðastliðnum aldarfjórðungi allstór hópur manna flutt frá Islandi, sem orð hefir leikið á, að ekki hafi skilið þar við allar sakir sléttar, en eng- um hér vestra heflr komið til liug-; ar, að ofsækja þá hér f landi vegna þess, og því sýnist það vera nokkuð * seint á tíma, að fara nú að taka þessa tvo menn fyrir, sem Reykja- vík vill láta húðfletta. Að vfsu má nú segja, að þó glæpamönnum hnfi að þessum tfma verið sýnd óverð j skulduð vægð með afskiftaleysi þess opinlæra og blaðanna á Is- landi þá gefi það ekki í sjálfu sér ástæðu til þess að taka ekki slik mál fyrir hér eftir, og er það að vísu satt, en þetta er atriði, sem íslenzku blöðin og yfirvöldin á ís- landi varða miklu fremur en oss hér vestra. Persónulega höfum vér þá skoðun, að vesturferðir margra þeirra manna, sem á um- liðnum árum hafa komist vestur um haf frá fjárkröggum á íslandi, liafi orðið þeirn sjálfum til mikils í góðs, og máske Islandi einnig, því | að með burtferð þeirra hefir það I losast við þá, sem öll líkindi eru ; til, að hefðu haldið áfram að kom- j ast í ennþá meiri fjárþröng og ýmsir fbúar landsins liðið tjón við það. Vér áttum fyrir nokkrum árum | tal við einn fslending vestra, bráð- j duglegan og atorkusaman mann, sem flúið hafði frá skuldum heima. Hann gaf þá ástæðu fyrir ferð sinni vestur, að hann hefði engann mögulegleika séð til að losast við skuldabasl sitt á fslandi og að lfk- indin hefðu verið þau, að hann hefði sokkið ennþá d/pra í skuldir, ef liann hefði haldið áfram að vera heima, sig hefði langað til að byrja n/tt lff og lifa heiðarlegu og frjálsu lífi og það hefði sér að eins verið mögulegt með því að komast af landi burt. Þessi maður hefir komist mjög vel af hér vestra, verið reglu og atorkusamur og aldrei haft nokkurt cent af öðrum með röngu inóti, aldrei komist f skuldir og jafnan notið virðingar og tiltrúar landa sinna hér, þrátt fyrir það, að þeim var vel kunnugt um feril hans á íslandi. Mörg slfk dæmi eru liér meðal landa vorra. Margir hafajiflutt hingað vestur undir svipuðum kringumstæðum og með sama á- setningi og sá, er hér var getið. Og það er Heimskringlu ljúft, að láta f>ess getið, að allir eða nálega allir slíkir menn hafa gengið í endurnýungu lffdaganna hér vestra. i Þeim hefir farnast veran hér vel, haft næga atvinnu og því ætfð haft j nægilegt fyrir sig að leggja. Þörfin j til að snfkja eða svíkja út fé hvarf um leið og föðurlandið hvarf þeim sjónum, og ineð livarfi þarfarínnar livarf og tilhneigingin til svikanna. Þessir inenn eru margirhér í teztu efnum, vel kyntir í hvivetna, og njóta fulls trausts og virðingar manna hér, eins og ekkert hefði komið fyrir þá heima. Hefðu slfkir menn setið kyrrir heima, þá veit enginn hve illa hefði farið fyrir þeim og hve mikinn skaða þeir hefðu bakað viðskiftamönnum sfnum þar. Yfírvöldin heima hafa til skams tfma litið svo á þetta mál og Ifta máske svo á þítð ennþá, að þáð sé landinu og þeim, sem á því búa, fyrir beztu, að losast aj- gerlega við slíka menn. Heims- kringla er á sama máli um það; það er bæði liagur fyrir mennina sjálfa og Island, að þeir komist utan, og af þessari hugsun er sprottið það eftirlitsleysi, sem yfirvöldin fslenzku hafa verið sökuð um gagnvart fjárplógsmönnum þessum. Það er neyðin eða ó- mögulegleikinn til að 'afla sér lffs- imuðsynja á ærlegan hátt á föður- landinu sem hefir komið þeim til að féfletta þá, sem þeir gátu gert sér að bráð, en ekki það, að menn- imir liafi að náttúrufari verið ó- frómlvndari en margur, sem aldrei lendir í laganna klóm. Ef vestur- ísleuzku blöðiji ættu að taka sér þá stefnu, að elta uppijjalla þá, sem vitanlegt er um að hafa jdifað 6- samkvæmt almennum siðferðis- reglum, þi hafa þau nægilegt verk- efni nær sér heldur enn að seilast eftir því til íslands. En bloðin hafa að undanförnu fylgt þeirri stefnu, að lfta með afskiftaleysi á ýmislegt sem miður fer f fari landa vorra, en æskilegt væri, og aðal- ástæðan fyrir því er sú, að lækniug þeirra meina fæst ekki með upp- ljósti í blaðagreinum. Með því, sem að framan er sagt, dettur Heimskringlu ekki í hug að halda uppi vöm fyrir fslenzka saka- menn. En hún vill sjá þeim veitt sanngjarnt tækifæri til þess að bæta hag sinn og framtfðarráð, og hún hefir þá skoðun, að vestur- ferðirnar veiti þeim möguleika- til þess. Reynsla liðinna ára hefir sýnt þetta svo að vera, og reynslan er ólýgnust. Sendið piltana vestur. Ástamál. Það er alment orðtæki, að mað- urinn sé ekki annað en vaninn eða með öðrum orðum, að maðurinn sé og verði það sem hann er vaninn til að verða og það sem hann sjálf- ur temur sér að vera. A þessari grundvallarhugsjón er að miklu leyti bvgt mentakerfi landanna; börnunum er kent það og innrætt, sem ætlast er til að þau iðki á full- orðinsárunum. Ahrif kenslunnar sýna sig einkum f þessu þrennu: trú, föðurlandsást og móðurást. Maðurinn er frá barndómi alinn upp við vissar ákveðnar trúar- setningar og honum innrætt að skoða þær sem hinar göfugustu og heillaríkustu, bæði fyrir þetta lff og annars heims, sem mannkynið ennþá hafi uppgfitvað eða fundið. í flestum tilfellum festa svo þessar kenningar svo djúpar rætur f hjörtum ungbnganna, að menn halda fast við þær, eða eru að meira og minna leyti undir éhrif- um þeirra alt til dauðadags, án þess ef tilvill nokkurntíma að gera hinn minsta samanburð á þeim og kenningnm annara trúarkerfa, eða gera sér nokkra grein fyrir því, hvert það, sem þeim hefir verið kent, sé nú í raun réttri nokkuð göfugra f eðli sínu, sannara eða betra en það, sem annara trúar áhangendum er kent, og fyrir inörgum er það enda svo, að þegar á fullorðinsárunam þin þroskaða meðvitund mannsins hvfslar því að honum, að eitt eða annað, sem honum hefir kentverið f ungdæm- inu sem óyggjandi sannleiki, sé í raun og veru falskenning, sem hvorki styðjist við mannlega vits- muni né mannlegar tilfinningar, og þótt hann finni í sálu sinni, að trú og lífsskoðanir annara liafi yfir- gnæfandi yfirburði yfir trú og Iffs- skoðun sjálfs lians, er hann J>ó harla ófús á að breyta til eða að játast undir það, sem meðvitund hans hefir s/nt honum sannast að vera, og heldur þvf áfram að halda við hinar fornu kenningar jafnvel löngu eftir, að hann er orðinn sannfærður um, að þær séu rangar. Slfk eru áhrif þess, sem manninum er innrætt á ungdómsárum lians meðan hugleiðsluöfl hans eru enn öþroskuð. Sama er að segja um föðurlandsástina, hún er innrætt börnunum frá fyrstu æsku þeirra, og afleiðingin er sú, að flestir elska föðurland sitt framyfir öll heimsins lönd og það þótt menn viti og viðurkenni að önnur lönd séu betri, fegurri og frjósamari en föður- landið og fari margfalt betur með fbúa sína en það. Og jafnvel þegar svolangt fer, að maðurinn er orðinn ófnanlegur til að búa í sínu eigin föðurlandi, gæti ekki oiðið keyptur til þess ^ð eyða starfs- kröftum sínum þar og f þarfir þess, af þvf hann tínnur betra fyrir sig að vera f (iðrum löndum, þá s mt hefir hann hlýrri hug til föður- landsins heldur enn tií nokkurs annars lands, sem hann býr f, hversu mikla yfirburði sem hann sér og játar það land að hafa fram yfir föðurland sitt. Þetta sama gildir og um móður- ástina eða þá ást, sem menn bera til mæðra sinna. Flestum mönnum mun þykja vænst um sína eigin imóður og vilja leggja mest í söl- urnar hennar vegna og það þótt þeir sjái og viti, að margar aðrar mæður eru langt um göfugri konur, frfðari, gáfaðri, siðprúðari og að öllu sjáanlegu meiri ogbetri mann- eskjur. Þessi ást er eflaust sterk- ust allra ásta. Hún er manninum meðfædd, er hluti af hans eigin eðli, sem hann fær ekki við sig losað, þótt hann feginn vildi geta það. Hún byggist á þvi, að liann á tilveru sfna að þakka móðurinni, og þótt hann viti að uppeldi hans og aðbúnaður allur undir vernd móðurinnar hafi ekki verið eins góður og átt hefði að vera, og ekki eins fullkominn og hann hefði getað verið, ef móðurin hefði að- eins viljað hafa hann betri,—þá samt er þessi innilega ástartilfinn- ing til móðurinnar órjúfandi hjá hverjum sönnum og rétthugsandi manni; hún er ekki utanað komin, heldur medfædd og inndrukkin með móðurmjólkinni, og eins ó- dauðleg eins og þetta líf. En er nú vit eða sanngirni í þessum ást- um, til trúar, lands og móður ? Um }>að má rita langt mál. Flestir munu játa, að það hljóti að vera vit í þvf, sem hverjum manni er meðskapað svo framar- lega, sem nokkurt vit er í mann- legri tilveru og mannlegu eðli. En um sanngirnina verða vafalaust deildar meiningar. I fljótu bragði er ekki sjáanleg sanngirni í þvf, að temja sér að elska það sem lak- ara er, umfram f>að, sem betra' er, eins og þar sem um föðurland er að ræða. Þetta væri þó verjandi, éf maðurinn elskaði samkvæmt sannfæringu sinni. En þar sein og þegar menn elska eitt land um- fram annað vitandi og játandi, að þeir þar elska það, sem lakara er, íramyfir hið betra, éða með öðrum orðum, að þeir elska mót sannfær- ingu sinni og f trássi við hana, þá fer að vakna sú spurning, hvort þeir menn séu með öllu ráði eða hvort elskan sé uppgerð ein og tál, Því mun verða svarað, að allar þessar ástir byggist á tilfinningu fremur en vitsmunum og að þær sýni sig einatt hvað öflugastar hjá þeim sem ekki hafa öflugastar gáf- ur, bezta mentun eða víðtækastan sjóndeildarhring eða inesta þekk- ingu yfirleitt. Það má vera, að þetta styðjist við gild rök að þvf er snertir móðurást og föðurlandsást, f>ó tæplega verði fullsannað um það f flýti. En trúarástin þar á móti mun verða að skoðast beint vitsmunaspursmál og þessvegna á mannfélagið lieimting á [>ví, að tilfinningin sé þar látin sitja f lægra veldi en hugleiðsluöflin vera rfkjandi og hið skapandi afl sann- færingarinnar f þeim efnum. Enn er ótalin ást sú sem er við- sjárverðust allra ásta, það er sjálfs- elskan. Ast þessi er svo náin hverjum manni, að hún er ein stór heild af sjálfum honum. Ef til vill er hún ennþá öflugri en móður- ástin. Það er gamall málsháttur, að hver sé sjálfum sör næstur. Sjálfselkan er ímynd þess máls- háttar. Þegar lienni er hæfilega stjórnað, f>á er hún hvers manns hlííiskjöldur, án þess að saka aðra, en sé henni ólióflega stjórnað eða gefin laus tauínur, verður hún að e gingirni, og er þá orðin það afi, sem algjörlega stjóruar manninum, í stað þess að hann ætti að hafa stjórn á henni. Þegar svo er kom- ið, þá er hún f>að voðaafl, sem mað- urinn fær ekki viðráðið, og er þá j hættan mest að aðrir bíði tjón við j það, þvf eigingirnin hefir það eðli, j að varpa skugga á hina göfugu eiginleika mannsins um leið og hún svæfir samvizku hans og rang- sn/r allri breytni hans svo að hann tapar sfnu rétta manngildi og allar framkvæmdir hans miða til þess að fullnægja girndum sfnum, án þess að athuga annara réttindi eða hagsmuni. Sjálfselskan er í eðli sfnu réttmæt, þegar maðurinn beitir henni svo, að hún veitir hon- um sem mest af lífsins gæðum, án þess að aðrir lfði óhag eða skaða við það; en þegar hún gengur fram yfir þau takmörk, þá er hún skað- samleg, ekki að eins manninum j sjáifum, heldur einnig öllum þeim, sem umgangast og hafa viðskifti við hann. Sjálfselskan leiðir marg- an mann, sérstaklega á yngri áium hans, til þess að láta alt of mikið ! eftir sjálfum sér. Hann tapar| taumlialdi á löngunum sínum og tilfinniugum og leiðist við það út á alskyns glapstigu. Sjálfselskan j deyfir og oftlega eyðir sjálfsvirð- ingu mannsins. Honum finst hann aldrei fá lifað nógsamlega sælu lífi, en sæld lífsins er að hans dómi það, að geta notið sem allra mest af glysi og glaumi þessa heims', án nokkurs tillits til eftirfarandi af- leiðinga Sjálfsafneitun þekkir hann ekki og vill ekki þekkja eða þola. I því ástandi er manni hin mesta hætta búin, því það leiðir af sér tap á tiltrú og virðingu hjá meðborgurum hans. Engin hinna ástanna hefir slfkar afleiðingar. Þessvegna er sj Ifselskan vand- j geymdur gripur og því nauðsyn- j legt, að hafa strangan taum á j henni. Niðurl. í Fyrstu Lút. kyrkjunnr~vHT| ræðan um „Kyrkjugöngur11. Fund- urinn var laklega sóttur, og um j fjör og fögnuð virtist þar lítið inni fyrir. Þó aðal-textinn væri hins gamla forföðurs orð: „Glaður verð eg, er ég geng í guðs hús“. Prestarnir töluðu allir fyrst og einn þeirra uppfýsti áheyrendunm um það, að þetta væri eitt. sinn við- tekin regla, nð klerkar skyldu fyrstir tala, skíljanlega til að leggja- grundvöllinn og takmarka sviðið, er eigi má út fyrir fara, enda tekst það hér að vonum og í sannleika má segja, að jafnt frjáls hugsa sem skynsamleg gagnr/ni er á fundumþessum að mestu úti-! lokuð. Tölur klerkanna fundust oss daufar; ekkert nýtt orð, engin ný hugsa; alt gamalt, gefið og sjálf sagt hjá þeim. Svona og ekki öðruvísi. Með hendina á lijartað berum vér |>að fram. að oss fanst þar ægja saman hugsunarlegum lokieysum og „nonsensum“ frá almennu skyi. - samlegu sjónarmiði, fótlausum j staðhæfingnm og sönnunum í liring o. þ. h., og er sorglegt til þess að vita að fólk vort svo margt skuli búa undir slíkri andlegri möru, sem hér um slóðir. Fáar raddir úr leikmanna- j flokknum, er þeir náðu tali, luku nokkru lofsorði á tölur klerkanna þó voru, að minsta ko3ti 1 (eða 2) 1 fullkomnum álögum þar, oger þvf j ekki að leyna að illa. hálf-eymdar- lega iíður manni að heyra ogj horfa á slíkan undirgefnishátt og { andlegt mannle/si, sem við slíkt j kemur fram. Annars komu leik- j menn þeir er töluðu fram í eins-( konar „opposition" augljósi við klerkana hér, þótt sú andspyrna vœri hálf-vandræðaleg og ekki með fullum styrk. Á ræðuin prestanna var að heyra, að ekkert, alls ekkert, væri þvf til fyrirstöðu að kyrkjan hjá þeim skyldi vera vel sótt. Einn sagði beinlfnis að þær ástæður, er fólk þættist hafa til að vanrækja kyrkjugöngur, væru minni en eng- arástæður. Vitaskuld, og svo var þetta hvað eftir öðru. I ýmist ofur fjálgleiksfullum, ýmist yfirspentum og ógrunduðum orðum og setning- um, var kyrkjunni sem prédikun- inni lýst, Yfírburðum, ágætinu, sem næst því að heilbrigð skyn- semi stæði agndofa upp yfir þessu, steinhissa, að í slfkum félagsskap eða samkvæmi, sem þessu, skyldi geta verið deyfð og drungi. Mót- spyrna og óvilji að sækja hann. Það sem leikmennirnir aftur á móti tóku fram, að þeim leiddist yfirleitt undir ræðum prestanna og að prédikanir þeirra í kyrkjunni væru alt of langar og að sumir þeirra hefðu iðulega alt of þreyt- andi málalengingar áður en til nokkurs innihalds eða kjarna drægi. Þeir gáfu í skyn að þeim og fólki þætti líkamlega sem and- lega yllftið f kyrkjunni hjá þeim, lftill varmi, Iftið hjarta, varla nokk ur vinsamleg hönd til að snerta, er þar væri inn komið. Einn f>eirra tók það berlega fram, að þetta væri svona sérstaklega f fs- lenzku kyrkjunum, en ekki þannig í ensku kyrkjunum hér. Þar væri alt meiri innileiki og varmi. Gagn- merkjanlegt var J>að, að engin prestanna stóð upp til að andmælu sumu af þessu eða fara nokkrum orðum um aðfinningar þessar og umkvartanir, til að ráða bót á þeirn Nei, . þeir þögðu, og fór heldur dauflega á því. Einn prestanna hölt eftir þetta alllanga tölu, en hún snart ekki einu orði aðfinn- ingarnar, og fór að ætlan minni sem oftar, f/rir ofan garð og neð- an hjá tilheyrendunnm. Það var auðfundið f ræðum leikmannanna, að þeim lá þetta málefni kyrkjunn- ar þungt á hjarta og að þeir f al- vöru óskuðu eftirað fá bætur ein- hverjar á ólagi ýmsu við kyrkjurn- ar og prédikanirnar þar. Þeir kvörtuðu um vöntun á innilegu og sterku bandi þar, er saman fengi haldið. Það var minst á þröskuld er klerkar 'og leikir livor- ugu megin frá, viklu yfirstfga til andlegs samkomulags. Það var talað um getuleysi hjá prestum. að geta komist í náið persónulegt samband við fólk sitt, finna það lieima og yfirleitt tala við það þetta gautu þeir ekki sökum ein- livers stirðleika eða ólags á þeini o. s. frv , og f sanuleika, J>á komu þessi skýlausu og einörðu orð þess araleikmanna þarna f óþægilega og nærri kátlega mótsetning við allar fullvissanir prestcnna rétt á und- an, um ágætið á öllu hjá þeim, um fullkomnunina á öllu, jafnt í skiln- ing sem kenning hjá þeim, já, um heilagleikann f guðs húsinu, er ekkert kæmist til jafns við og svo þarafleiðandi gleðina og sæluna að vera þarna hjá sér, Verða glaður ineð Jakob, er gang;a. skyldi í guðs hús“, sem oft var endurtekið o. s. frv. En þvf ver, sú gleði virtist vera í molum, eða af skornum skamti þarna. Það kom f kvörtun- unum frá hlið leikmannanna ber- lega í ljós, þetta mjög Svo eftir- tektaverða og sem til vandræða horfir með fyrir gömlu kyrkjunnar kennendum, að veslings fólkið er f verulegum gagnskilningi við presta sfna, um hvað sé fuílkomið háleitt og heilagt, já, hvað sann- lega satt sé og sáluhjálplegt o. s. frv. Það ber sem sé altaf meira og meira á þvf, að meðvitund og andskynja, að minsta kosti hins mentaða leikmanns, er að verða alt önnur en prédikaranna í kyrkj- um þeirra. Og þegar sho er kom ið, þá ee illa farið, og til umbótar því þarf í sannleika eitthvað ann- að og ákveðnara meðal en það, sem einn fjálgleiksfullur klerkur þarna klikti út með að niðurlagi, er hann varð áskynja þess, að leikmennirn- ir voru að engu sannfærðari að end ingu en í byrjuninni. Hann stóð snögt upp og kvaðst enn kunna eitt ráð, er þ > aldrei brugðist gæti, og sem eitt dygði; það væri „bæn- in . „Já, látvnn oss biðja“, og séra Jón, sem annars tvívegis var kom- inn upp á ræðupallinn til að flytja lokabænina, sté nú enn niður og vék sér að eyra mælandans og kvað við „bið“. En, herrar inín- ir, hversu góð og nytsöm sem bæn- in annars er, og ég hefi það í eng- um fíflskaparmálum, þá þarf nú hér í sannleika einnvers áreiðan- legra eða styrkara meðals við á þessum andlegu kyrkjulegu mis-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.