Heimskringla - 19.05.1904, Page 1
XVIII. ÁR.
Nr. 82
WINNIPEG, MANITOBA 19. MAl 1904.
Helntzman & Co. Pianbs.-Bell Orgel.
Vér seljum með mánaðarafborgunarskilmáium.
J. J. H- McLEAN & CO. LTD.
530 MAIN St. WINNIPEG.
r
I
HEW rORK LIFE
JOHN A. McCaLL, president
Síðasta skýrsla félagsins sýnir að á árinu 1903 hefir það gefið út
170 þús. iifsábyrgðarskírteini fyrir að upphæð miliónir doll.
Á sama ári borgaði fél. 5,300 dádarkröfur að upphæð yfir 16
miliónir doll., og til lifandi meðlima borgaði það fyrir útborgað-
áarlífsbyrgðir fullar 18 miliónir doll. Sömuleiðis lánaði félagið
$32 þús. meðlimum út á iífsábyrgðarskirteini þeirra nær þvf 13
miliónir dollars. Einnig hefir félagið skift á mílli meðlima sinna á
Síðnstl. ári 5J mlión dsll., í vexti af ábyrgðum þeirra í því, sem er
$1,250,000 ineira en borgað var til þeirra á árinu 1902, Lífsábyrgðir
í gildi hafa aukist á siðastl. ári um 191 millionir Dollnrs.
Allar gildandi lífsábyrgðir við áramótin voru #1,745 milionir
Allareignir félagsins eru yfir .......35»J mlllion Dollars.
•I. t*■ Morgan, Manager,
GRAIN EXCHANGE BUILDING,
C. Olafson,
AGENT.
~wiisrisrii3e Gr.
BAKER BLOCK.
47o MAIN STREET.
Priöju dyr fyrir sunnan Bannatyne Ave., vest-
anveröu 6 Aöalstrætinu.
Phorie 2685.
ÁGÆTT LAND
480 ekrur; 100 plægðar.
Ágætt fveruhús.
Timburfjós fyrir hundr-
að nautgripi, að stærð 80x
100 fet.
Á rennur gegnum landið
Þetta land er sunnan við
íslenzku nýlenduna í Lake-
side, Man
Verð og skilmálar svo
rýmilegir, að hinir fátæk-
ustu geta keypt.
Þetta er bezta landið f
héraðinu og svo sem 7
mílur frá bænum Glad-
stone. Skrifið eða sjáið
okkur þessu viðvfkjandi.
Eggortxson & Bililfell.
Tel. 2685 470 main street
Fregnsafn.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
STRIÐS-FRÉTTIR
Herforingjar Kuroki og Osako
hafa haldið hertleildum sínum
norður umManchuria og sameinað
f>ær n&lægt Newchwang. Þeir hafa
samtals 100 þúsundir manna, en
Rússar, sem hafa víggirt staðinn,
hafa þar 80 J>úsundir. Er búist
við öflugum bardaga ]>ar, ]>ví að
Rússar eru sagðir að hafa safnað
þangað matvælum til að fæða 200
þúsund manns þar til í júli næstk.
Það er hin mesta nauðsyn fyrir þá,
að verja vfgi sfn þar f lengstu
lög, til þess að tapa ekki matnum.
En svo eru fréttir komnar nm það,
að Rússar séu að yfirgefa þennan
stað af því þeir treystast ekki að
halda lxonum fyrir Jöpunum, ef til
bardaga kæmi.
700 rússneskir riddarar réðust á
fáeina Japana, sem settir höfðu
verið til að verja Anju borg. Bar-
daginn stóð yfir í 12 klukkutíma.
Japanar vörðu staðinn og feldu 50
Rússa á meðan f>eir sendu eftir
hjálp, sem kom seint um daginn;
og hörfuðu þá Rússar undan. Ekki
mistu Japanar nema 4 menn allan
daginn, enda vörðust þeir innan
borgarmúranna, en Rússar sóttu
að á bersvæði.
Rússar hafa sprengt upp haínar-
virkin, skipakvíar og lendingar-
bryggjur í bænum Dalny, til þess
að Japanar skuli eiga óhægra með
að lenda mikln liði þar. Eignir
þær, sem Rússar eyðilögðu, eru
metnar á 10 millíónir rúbla. Rúss-
ar töpuðu í vikunni sem leið einu
herskipi, sem rakst á eina af sjó-
arsprengivélum ]>eirra, er sprengdi
]>að. Sömuleiðis sprakk einn af
torpedóbátum Japana af sprengi-
vélum Rússa, og er J>að eina her-
skipið, sem Japanar hafa tapað í
þossum ófriði; lötust þar 7 menn
og 7 særðnst.
Japanar vaða nú yfir Manchuria
f J>remur deildum; þeir gefa Rúss-
um engann frið, en elta þá með
meiri hraða en hinir geta flúið.
Eftir að hafa unnið Rússa við
Feng Wang Cheng eltu þeir ]>á til
Wafungten og neyddu þá til bar-
daga þar pann 9. þ.m.; og er sagt,
að Japanar hafi þar náð ógrynni af
hergögnum og felt mesta fjölda
Rússa, sem voru illa við búnir, því
þeir áttu ekki von á svo hraðri
eftirför Japana, er höfðu méð sér
stórskotalið sitt og drógn þyngstu
fallbyssur sínar um svo brattar
fjalliibrekkur, að Rússar nndruð-
ust; þeir höfðu taiið það als ómögu-
legt á svo stuttum tfma.
Næsti bardagi lialda menn að
verði við Liao Yang, og talið vfst,
að Rússar veiti þar alt það viðnám,
sem þeim er unt.
Rússar hafa a'ð sögn getað komið
á fréttasambandi við Port Artlmr;
er sagt þeir hafi ráðist á Japana,
er voru liðfáir þar um slóðír, og
rekið þá undan með mannfalli
nokkru og hafi síðan gert við braut
sína og talþræði og haldi uppi stöð-
ugum samgöngum við Mukden og
Harbin.
Japanar hafa tekið 50 millfón
dollars lán f New York; þeir borga
6 prócent vexti af lánijju.
Jfipánar hófu skothrfð á Port
Arthur 10. þ. m., og er sagt að
Rússar hafi þá eyðilagt allan her-
skipaflota sinn, er lá þar á höfn-
inn, til þess að fyrirbyggja að hann
félli í hendur Japana.
Það voða-slys vildi til í Tokio,
Japan, þar sem fólk hafði safnast
saman svo tugum þúsunda skifti til
að gleðjast yfir sigri landa sinna
yfir Rússum við Yalu-ána, að um
20 drengir voru troðnir undir til ó-
lffis og yfir 40 manns særðust í
fagnaðaræði fólksins.
Svo eru mikil brögð að veikind-
um meðal rússneskra hermanna í
Mukden, að mál]>ráða>'skeyti hefir
verið sent til St. Pétursborgar að
senda tafarlaust 100 lækna þangð
austur, Tangaveiki, bólusýki og
lífsfki eru að gera útaf við herinn
þar eystra.
Sex þúsund ræningjar er sagt að
sé í og umhverfis bæinn New
Chwang í Kfna. Bretar hafa þar
nær=-8 millíónir dollara virði f eign-
um, en engin ráð til að verja þær.
Eru menn þvf mjög óttaslegnir og
heimta vernd Breta, en óvíst mjög
að því verði sint.
Rússar em að taka skildingalán
hjá Frökkum. Þeir segja strfðið
við Japana kosti sig 255 millfónir
dollars upp að næsta nýjári. Lánið
nemur 150 millíónum dollars.
Skipagöngur f stórvötnunum hóf-
ust frá Owen Sound f Ontario á-
leiðis til Port Arthur 9. þ.m.
— Þingforsetinn á Italfu lét þess
getið f þinginu 11, þ.m., að drotn-
ingin vonaði að ala barn f sept.
næstk. Við þessi fáheyrðu tíðindi
varð þingmönnum svo mikið, að
þeir stóðu upp og sungu þjóðsöng-
inn og sendu síðan kongi og drotn-
ingu lukkuóskir sfnar yfir væntan-
legum erfingja — og þarafleiðandi
auknum útgjöldum þjóðarinnar.
Öll Evrópu-blöð hafa svo básúnað
þessa frétt, eins og það væru ein-
hver undur, að g i f t kona ætti sér
erfingja von.
— Independent Order of For-
esters fékk 1038 nýja meðlimi á
einum fundi f Ontario í vikunni
sem leið. Lffsábyrgðir félagsins
eru um 283 millfónir dollars og
varasjóðurinn nær 8 millíónum.
— Maurur Jokai, skáldsagna-
höfundur Ungverja, er nylátinn.
Skáldsögur hans voru þektar um
allan heim og þóttu f tölu hinna
beztu. Árið 1895 hélt hann 50 ára
afmæli fyrstu bókarinnar, sem
hann gaf út. Þá skutu vinir hans
saman 80 þúsund dollars og gáfu
honum. Yið það tækifæri heim-
sóttu hann einnig 100 málarar
landsins og færðu honum sitt mál-
verkið hver, er þeir höfðu sjálfir
málað. Dauða Jokai hefir verið
getið í mörgum blöðum sem þjóð-
legs óhapps.
1— Grand Trunk járnbrautarfé-
lagið hefir hækkað flutningsgjald
á alskonar vörum sem það flytur
með brautum sfnum norður og
vestur frá Toronto.
— Svo eru uppreistarmenn á
Rússlandi æstir, að þeir hafa á-
kveðið að ráða keisarann af dögum
og brenna upp stjórnarbyggingarn-
ar í St. Pétursborg, Moskva og
öðrum borgurn; einnig að sprengja
upp herbúðir Rússa á ymsum stöð
um í landinu, þar sem mest herlið
er saman komið. E.inhver af liði
uppreistarmarxna hafði gefið stjórn-
inni tilkynningu um þetta ráða-
brugg og fengið ærið fó að verð-
launum. En svo er stjórnin ótta-
slegin, að hún hefir sett strangan
hervörð um allar opinberar bygg
ingar og herbúðir og um keisara-
höllina. Sömuleiðis hefir hver
stjórnarráðgjafi margra manna líf-
vörð hvar sem þeir fara. Ástandið
er talið mjög ískyggilegt þar í
landi; þjóðin er sár-óánægð, ekki
aðeins yfir almenna stjórnarfarinu
heldur miklu fremur yfir ástandi
herliðs Rússa í Asíu. Hver fjöl-
skylda í landinu, sem á ættingja f
hernum eystra, kennir stjórninni
um fjarveru og fall vina sinna og
ættingja þar,
— Ein af stærstu komhlöðum
C.P.R. félagsins í Fort William,
Ont., brann til ösku á fimtudaginn
var ásamt hérumbil hálfri millfón
bus. af hveiti. Skaðinn er metinn
$500,000.
— Bandarfkjastjórnin ætlar taf-
arlaust að halda áfram vinnu við
Panama-skurðinn þar til hann er
fullgerður. W ashington-stjórnin
hefir fengið John Findlay Wallace,
aðal-verkfræðing Illinois Central
jámbrautarinnar, til að taka að sér
yfiramsjón á verkinu; laun hans
verða $25,000 á ári, og er það jafn-
gildi forseta launanna.
— Handtekinn var á Englandi f
síðustu viku E. T. Hooley, sem
fyrir fáum árum var einn af auð-
ugustu mönnum á Englandi. Hann
starfaði að myndun gróðafélaga og
græddi 12^ millfón dollars á einu
þeirra. Alt, sem hann lagði hönd
á, aflaði honum auðs, en svo varð
hann svo eyðslusamur, að hann
eyddi öllu sem hann átti og græddi,
og öllu því, sem hann gat fengið
lánað hjá öðrum, þar til nú, að
liann er gjaldþrota og skuldafang-
elsin gapa við honum. Kæran
gegn honum er sviksemi í við-
skiftum.
— Macedoniu málið hefir komið
til umræðu í brezka þingina. Það
var viðurkent, að ekki mundi verða
mikið um umbætur þar í landi, og
ekki vildi stjómin eiga nein af-
skifti af því máli að svo stötldu.
Stungið var upp á, að kalla saman
alþjóða fund til að hrinda málum
Macedoniumanna í vænlegt liorf,
pn stjórnin mælti á móti þvf.
— Fjórir af fregnritum rúss-
neskra blaða, sem em með Rússa-
hér í Manchuria, hafa fallið fyrir
vopnum Japana, og aðrir rúss-
neskir fregnritar þar eystra hafa
engar fréttir sent um laugan tíma,
Blöðin hafa sent hraðskeyti anstur
til að vita hvað gengi að mönnum
þeirra, en fá þaðan ekkert svar, og
þykir það benda á, að stjómin
feli fréttirnar til þess þjóðin skuli
ekki fá að vita annað en það, sem
sijórnin álftur henni fyrir beztu.
— Aðalbert, þriðji sonur Þýzka-
landskeisara, er á ferð f Kfna til að
tala við keisarann þar. Enginn
veit um þýðingu þeirrar farar, en
talið lfklegt, að hann eigi að mæl-
ast til, að Kfnastjórn veiti ekki
Japönum að máli f ófriði þeirra við
Rússa.
— Bardagi varð 9. þ. m. milli
Brazilíu og Pem herdeilda. Pem-
menn lögðu á flótta.
— Lýðvelðið Peru er að búa sig
út f strfð móti Brazilíu og hefir
þegar sent herflokka til Alto Jura
og Chandless. Verið er í óðaönn að
víggirða Iqutost með þvf að byggja
öflug vamarvirki og að leggja
sprengivélar f hafnarmynnið og
3 þúsund menn séu settir þar til
varnar. ,
— Sir Henry M. Stanley, Af-
ríkufari, andaðist í London á Eng-
landi á mánudaginn var. Hann
kannaði mikinn hluta af Afríku
fyrir brezku stjórnina og var á
þeim dögum einn af nafnfrægustu
mönnum 1 Evrópu.
— Tólf ára garnall piltur í Rost
hern, N. W. T., varð 10 ára gam-
alli systur sinni að bana í vikunni
sem leið. Hann skaut á hana úr
byssu, sem hann var að handléika,
og allar líkur benda á, að hann
hafi viljandi verk það unnið. Máli
hans hefir verið vísað til kvið-
dóms.
— Lögmaður Bangs í Calgary
hefir skilað $6,000 af þeim $10,000,
sem fyrir nokkrum mánuðum var
stolið frá Hamilton bankanum f
Winnipeg. Hann var í vitorði
með 2—3 öðrum mönnum sem
stálu fénu.
— Pétur Servíukonungur er svo
taugasjúkur og óttasleginn, að
íann festir ekki svefn. Hann sér
drauga og alskyns ofsjónir og ótt-
ast mjög um líf sitt.
— Austanblöð, bæði frá Ontario
og Quebec, hafa nýlega flutt tvær
einkennilegar greinar.
Onnur greinin skyrir frá þvf, að
á Islandi sé og hafi verið aðeins
einn lögregluþjónn og að hann hafi
æfinlega getað fullnægt lögreglu-
>örfum landsins, nema f eitt skifti.
Það hafi verið á Þingvöllnm árið
1874, þegar konugur Dana kom til
Islands; þá hafi verið 70 þúsund
manns á landinu og flestir þeirra
hafi ætlað að sækja Þingvallafund-
inn. Lögregluþjónninn hafi þá
óttast, að hann gæti ekki haldið
reglu xúeinn og hafi því beðið
laudshöfðingja að leyfa sér að ráða
lijálparmann fyrir þann dag, en
landshöfðingi hafi ekki viljað taka
upp á sig þá ábyrgð að eyða lands-
ins fé á þann hátt án samþykkis
þingsins, svo hann hafi vfsað þessu
vandamáli til þings og þar hafi,
eftir langar umræður, verið sam-
þykt að leyfa lögregluþjóninum að
fá sér hjálparmann yfir Þingvalla-
fundardaginn og landshöfðingja
veitt heimild til að borga honum
úr landssjóði einn rfkisdal í silfri.
Hin greinin skýrir frá þvf, að
Island hafi um 76 þúsund íbúa,
sem allir tali dönsku ásamt móður-
máli sínu, og margir einnig ensku,
þýzku og frönsku, því að Islend-
ingar séu á mjög svo háu menta-
stigi. Þjóðin hafi 18 öflug dagblöð
og að auki 12 mánaðar og viku-
blöð. En sá sé blettur á þjóðinni,
að hún hafi enga járnbraut. Nú
hafi samt verið ákvéðið, að afmá
þennann blett með því að enskt fé-
lag, sem haldi 300 manna við
vinnu í brennisteinsnámum austan
lands, ætli bráðlega að byggja járn-
braut frá námunum inn í Húsa-
víkurkaupstað. Það sé í orði að
lengjabraut þessa áfram til Reykja-
vfkur til að tengja hana við brenni-
steinsnámana, sem þar séu í grend.
Kirkjueign Unitara-safnaðarins
verður seld við opinbert nppboð á
föstudaginn 27. þ.m. Eignin er
Lots 40 & 41, Blck 1, a part of lot
10 of the parish of St. John as
shewn on a plan of subdivision in
Wpg. L. T. office no, 182.
Uppboðið fer fram f kirkjunni.
Safnaðarnefndin.
Kr. Asg. Benediktsson selur gift
ingaleyfisbréf hverjum sem þarf.
Tvö kvæði
Eftir Styrkár Vésein,
flntt A skemtisamkomu Hagyröingafélaffsins, í
Unity Hall, 14. april 1904, viö bröttför Sig. Júl.
Jóhannessonar til Harvard háskólans.
KVEÐJA FRÁ ÍSLANDI
TIL
Sig. Júl. Jóhannessonar.
Lag: Pú bléfjallageimur, meö heiöjöklahring.
Frá ættstöðvum hrifu þig örlaga-
rögn
á æskuvori, hafs um kaldar slóðir.
' Jver sigrar hin djúpgreyptu dular-
vættamögn,
sem dómafjötrum binda lönd og
þjóðir?
Þar brugðust þér vinir og bræðr
anna trygð;
í blíðmælum svikavefir felast.
Með vongeislamyndum oss villir
lífsins brygð,
að vonarstjörnum rökkurskuggar
stelast.
Á byltingahrönnum hins beljanda
flóðs.
með brimföllum tfmans heiman
leiðstn.
Þú hræddist ei stormdyn né ólgu
Ýmisblóðs,
þvf ills og góðs með hetjnmóði
beiðstu.
En móðir þig harmar,— hin xnjall-
krýnda fold
og myrksollin tár af hvörmum svífa.
Þar klökkuar við grátstöfum klaka-
stirðnuð mohl—,
hin köldu sorgarél að höfði drífa.
í útlegð þú hraktist, á ókynnis-
hjarn,
f alhvörf frá móðurlandsins strönd-
um.
Þó breyttir þú jafnan sem ættlands
óskabam
og ísland vildir svifta þrælabönd-
um.
Því óma nú dimmkveðin harm-
stunuhljóð
frá hollvættafjöld í Snælandsdaln-
um,
og glymur þar sorgþrungin gígju-
strengjaljóð
hin grætta sögudfs í fjallasalnum.
KVEÐJA
frá HAGYRÐINGAFÉLAGINU
til Sig. Júl. Jóhannessonar.
Frá ættlands öldnnm ströndum
þú ungur hingað sveifst.
í Leifs ins heppna löndum
þú lýði kvæðum hreifst.
Svo ljúft oss leið að eyram
þitt létta strengjaspil,
sem lindstraums lag vér heyrum,
er lækjar hnígnr til.
Þú varst oss hollur vinur,
þín verk oss reyndust bezt.
Þá hinna bygging hrynur,
þín handtök geymast flest.—
Þfn orð, og frelsisómur
oss æ mun lifa hjá,
þinn ljósheims lúðurhljómur
ei lfður minnum frá.
Nú glúpnar greppa saga,
þitt gígjuhljóð oss dvín.
Seui ljóss, um liðna daga,
svo ljúft vér minnumst þín,
Þitt glaða göfga lijarta,
sem gleði bræðrum ól,
er blik ins heiða’ og bjarta
og Braga vonarsól.
Nú lif þú vel og lengi
og ljóða hreif þú streng.
Af draumum vek þú drengi,
við dyrann Sigtýsfeng; —
og heill kom hingað aftur,
frá hafi sjónargmnns,
þar vex þér viskukraftur,
að veigum Mímisbranns.
Mann-úlfur.
Svo er nefndur villimaður einn,
sem tyrir nokkrum tíma fanst í
dýrabæli einu í Neðra.Bengal-hér-
aðinu á Indlandi af landmælinga-
mönnum stjórnarinnar, sem tóku
hann og fluttu í herbúðir stjórnar-
innar og ólu hann þar til dauðadags.
Maður þessi var algerlega viltur og
mállaus, þó hann gæfl ýms hljóð af
sór, eins og úlfur, en svo var hann
heyrnar- og lyktnæmur, að hann
fann og vissi hvar villidýr voru
hvenœr sem þau komu i námunda
við berbúðirnar. Hann gekk á
höndum og fótum og aflaði sér
fæðu sem dýr. en neitaði lengi vel
almennum matvælum. Svo varð
hann þó taminn að slðustu, að hanu
þáði Boðinn mat og aðra fæðu, sem
hermenn höfðu, en sú breyting hatði
þau áhrif á hann, að hann tók tær-
ingarsjúkdóm, sem dróhann til bana
Gamlir menn I héraðinu töldu mann
þenna, sem var 20 ára gamall, er
hann náðist, vera sama barnið sem
tapast hafði þar úr grendinni á
unga aldri og verið alið upp af
af kvenúlfi. Er þetta talin fyrsti
maður, sem svo heflr náðst, þótt sög-
ur fari aí missi margra barna & Ind-
landi af völdum dýra. Atburði þess
um heflr verið veitt hin mesta eftir-
tekt meðal vísindamanna og læfcna á
Indlandi.
0