Heimskringla - 19.05.1904, Síða 3
HEIM8KR1NGLA 19. MAI 1904
Vinir stúdentanna og aðrir er
gaman hafa að vita hvernig náms-
menn hafl staðið sig í hverí grein
út af fyrir sig og að meðaltali, ættu
að lesa Telegram og Free Press dags.
13 og 14 þessa mánaðar.
Af þaim 10 er stóðust prófþessi,
tóku 4 verðlaun, og sá flmmti stóð
sig langhæst í klassa sínum við lög
prófin, en yið þau eru engin verð-
laun gefln fyrir fyrstu tvö árin.
Þessir tóku verðlaun :
1. Stefán Guttormsson, fyrirstærð
fræði, silfur medalíu; fyrstu verð-
laun:
2. Runólfur Féldsteð, fyrir forn-
málanám, $100; fyrstu verðlaun.
3. Guttormur Guttormsson, fyrir
latínu og stærðfræði, $60; fyrstu
verðlaun.
4. Árni Stefánsson, fyrir ensku-
nám, $40; fyrstu verðlaun.
Þessir stóðust útskriftarpróf úr
námsbekkjum sínum.
Fyrsta skólaár f listadeildinni,
Guttormur Guttormsson,
Árni Stefánsson,
Magnús Hjaltasou,
Jóhannes Jóhannesson.
Annað ár í listadeildinni,
Emily Anderson,
Thorbergur Thorvaldsson.
Þriðja ár í listadeildinni,
Maria K. Anderson,
Runólfur Fjeldsted.
h’jórða ár (útskrifaðist),
Stefán Guttormsson.
Annað ár í lögum,
H. Marino Hannesson.
Auk þeirra sem að ofan eru nefndir j
skrifaði Hjörtur Leo í tungnmálum
og komst vel i gegn.
Stefán Guttormsson, B. A., ætlar
að fara að stunda mælingarfræði hjá
mælingamanni vestur í landi. Hertr |
hann þegar fengið góða stöðu og j
vel launaða. Vel gert, Stefán!
Mikill heiður er það fyrir fslend-
inga í heild sinni, að íslenzkir lær-
dómsmenn skuli ekki aðeins fá verð- j
laun í þeim greinum, sem Enskir og j
íslendingar standa nokkurn veginn
jafnt að vígi, heldur skulu þeir líka
taka frá bekkjarbræðrum sfnum
verðlaun í Enskunámi. Árni Stefáns- (
son á vissulega heiður skilið fyrir
að hafa tekið verðlaun við ensku-
nám. Ætli það geti ekki verið j
líkt með enskum og sumum íslend j
ingum, að þeir vita ekki hvað lítið
þeir vita um sitt eigið mál.
Sagt er að Rúnólfl Fjeldsted sé
orðin Grízkan ljettari en sitt eigið j
móðurmál, og að Guttormi Guttorms-
syni sé Latínan orðin svo eiginleg
að hann dreymi í henni.
Marino Hannesson, er skrifaði á
2. árs prófi f L.L.B. stóð það próf
snildarlega vel, og var efst í klasa
sínum, og komst í gegn með IA
einkunn. Hann á eftir aðeins eitt
ár til að útskrifast. Marino er einn
af þeim skörpustu námsmönnum er
Islendingar eiga.
Það er mikið gleðiefni fyrir alla
meðlimi Stúdenta-félagsins hvernig
meðlin@jr þess hafa komist í gegn
um ný afstaðið próf.
A. A
TIL
LÁR. GUÐMUNDSSONAR
—
í tvö sfðustu blöð Lögbergs liefir j
þú skrifað langt mál, sem á vfst að
vera heilræði til Hagyrðingafélags-
ins. í tilefni af þeirri ritsmíð
skrifa ég þessar línur, þvf liún er
full af misskilningi og þvf sem
verra er, þekkingarleysi á málefni
því, sem þú hefir valið f>ér til um-
ræðu.
Aldrei get ég skilið hvað f>að er,
sem kemur mönnum til að skrifa
um það, sem þeir skilja ekki og
vita lítið eða ekkert um. Og um
stefnuskrá Hagyrðingafél. og starf-
semi þess veist þú harla lftið, þvf
á fundum þess hefir þú aldrei verið
og sfðan það myndaðist engin
kynni haft af neinum félaga f>ess.
Það, sem þú þykist þvf vita um
það, hefir þú hlotið að tína f berja-
skrfnu þfna hjá förukonum og
fiökkukörlum. En slfkar skýrslur
hafa nú jafnan verið taldar miður
áreiðanlegar og skynsamir menn
hafa sjaldan haft þær fyrir grunn-
lög ritsmíða.
Misskilningur þinn er sá, að þú
ruglar ávalt saman hagyrðingum
og skáldum. Hagyrðingafél. hefir
aldrei auglýst sig sem skáldafélag,
eins og nafnið glögglega bendir á,
og er f>að gild sðnnun. Ef það er
markmið Hagyrðingafél,osfrv., seg-
ir þú. Þau eru nokkuð mðrg “ef-
in” í grein þinni, sem von er, af
því f>ú veist ekki hvað þú ert að
skrifa um. En aldrei eru þær
góðar sannanir, f>essar sífeldu efa-
semdir, en sýna öðru betur þekk-
ingarskort og framhleypni, að
skrifa um það, sem maðurinn er
ekki fær um.
Hagyrðingafél. hefir aldrei gefið
það f skyn, að það ætlaði að skapa
skáld. En alt fyrir það er það
vfst, að f>ví félagi tilheyra skáld.
Á f>ví er enginn efi. Það er heldur
ekki markmið félagsins, að safna
saman sem flestum lélegum hag-
yrðingum og hvetja þá til að bulia
sem mest. Það er einmitt f>að, sem
Hagyrðingáfél. reynir að spyrna á
móti. En hvaða hagyrðingur sem
vill getur fengið inngöngu í fé-
lagið. En honum er hlffðarlaust
bent á alla galla, á máli, búning
og hugsun, eftir því sem kraftar
félagsins leyfa. Það er ein aðal-
regla þess, að hvetja alla til að
vanda sig sem bezt. En f>að hefir
aldrei hugsað svo hátt, að það
mundi skapa skáld, þó vel megi
vera að svo verði. En hitt hefir
það hugsað sér, að f>að mundi geta
fækkað göllum á bögum hagyrð-
inga, svo þær yrðu sæmilegar og
fullboðlegar, og f>að hefir félagið
gert og mun gera framvegis. Og
þá kalla ég allmikið unnið ogþarft.
Þvf góðir hagyrðingar þurfa að lifa
og blómgast, þvf margt hefir hug-
næmt ljóðið frá f>eim komið og
mörgum stundirnar stytt; og mörg
fyndin og smellin gamanstaka, og
ein er f>etta:
“Það er margt, sem að mér amar,
— ekkert til að líta’ í,
ekkert Lögberg, enginn kamar,
ekkert til að sk.... í.”
En margir voru, sem ekki þurftu
að klaga yfir f>vf eftir að 17. og 18.
No. Lögbergs kom út í ár.
Þú vilt ekki að aðrir yrkji enn
stórskáld. Að líkindum tyggur þú
þetta upp eftir séra Fr. Bergmann.
En Hagyrðingafélagið er á gagn-
stæðri skoðun.
Ef þfn kenning kæmist á, hlyti
að verða stór bylting í heiminum.
Ef enginn má yrkja nema sá, sem
er viðurkent stórskáld, þá hlýtur
það eftir þinni hugsunarfræði að
vera f>að sama með hverja einustu
iðn. Enginn má smíða nema sá,
sem er fullkominn ágætissmiður.
Enginn má skrifa neitt nema hann
sé viðurkendur bezti rithöfundur,
osfrv. Og f>á mættir sannarlega
þú sjilfur, Lárus Guðmuiidsson,
hætta. Sem sagt, gæti f>á aldrei
neinn gert neitt, f>vf allir eru byrj-
endur fyrst, og enginn er full-
kominn í sinni iðn, f>egar hann
byrjar, hver sem helst hún er.
Þín kenning er sú skaðlegasta og
heimskulegasta, sem ég minnist að
hafa séð framsetta á prenti. Þú
álftur rangt, að hlynna að hagyrð-
ingunum (f>að er sama kenningin).
Þú álftur þá rangt, að fræða hinn
íáfróða. En ég er á annari skoð-
un. Eg vil heldur fá velgerða vísu
eftir hvern sem er, en lélega. Og
með f>ví móti, að fræða hinn fá-
fróða og lilynna að hagyrðingunum
má búast við, að þeir geri betur,
viti meira. Taktu lftið tré og settu
það niður f garðinn þinn, f>ar sem
engin frjóefni eru fyrir, og skeyttu
svo aldrei um f>að framar. Það
þrýfst ekki, en visnar fljótt og deyr
út. Taktu svo annað tré og settu
það niður í frjóefna ríkasta blett-
inn í garðinum f>ínum og hlúðu að
þvf með ástundan, ýttu á það mold-
inni og veittu á það vatni, já, færðu
þvf svo mörg lffs og blómgunar
skilvrði, sem f>ú getur. Og það
mun vaxa og bera skrúðfögur blóm
og veita þér bæði unað og skjól
húsinu f>fnu í hretviðrum {og sól-
skinsdögum. Það hefir verið of-
mikið gert að því hjá Islendingum,
að reyna að drepa alt þor og dáð
hjá byrjendum, sem hafa þorað að
tala af sannfæringu. Allir afreks-
menn heimsins hafa verið byrj-
endur fyrst og smáir að vexti. Þá,
25 cents punds kanna.
— 3 verölaunamidar í
hverri köunu.
Áreiðanleg Bökun.
Bestu vitsmuna menn segja
biíie mm mm fovvder
sje það besta gerduft sem f>eir f>ekkja.
Allar matreiðslukonur kjósa BLUE
RIBBON Baking Powder umfram öll önnur
hefunar efni. Það sem KONURNAR segja
það samsinnum vjer með þeim.
■ » Blue Ribbon Hfg., Co.
WINNIPEG.* - - MANITOBA.
miummmi amm mmmmmmmfiz
sem œtíð reyna að troða það niður,
sem ungt er og uppvaxandi, væri
f>örf að hyrta svo blóðið fossaði
undan hverri nögl.
Þú heldur að Hagyrðingafélagið
fjölgi hinum lélegu liagyrðingum;
en ég veit, að. starfsemi f>ess verk-
ar í gagnstæða átt. Allir f>eir, sem
í félaginu eru, hafa fengist við
kveðskap áður en þeir gengu f það.
Fremur liefir f>að komið fyrir, að
sumum liafi þótt dómar f>ess of
harðir og hætt.
Það má skilja á grein þinni, að
þú álftur efnaða manninn færari
til að kveða. Aldrei hefi ég heyrt
þá speki fyr. Og mér vitanlega
hefir ekki sú reyndin verið hingað
til, og sfst lijá íslenzku þjóðinni.
En þetta kemur fram lijá þér, þar
sem þú vilt liafa $10 til $20 inn-
göngueyrir. Eg er viss um, að
þeir, sem eru lftt færir að kveða,
eru eins færir og hinir að borga
hátt inngöngugjald.
Kr. Stefánsson er ekki f félag-
inu, og fyrir hann þarf ég ekki að
svara. En engann liefi ég heyrt
dugandi dreng kalla kvæði hans
Ijóðasarg. Eri það gerir þú, og
tekur eina hendingu eftir hann í
ritsmfð þína(“Ég sá flækings,--”
osfrv.); hún á víst að sanna mál
f>itt. Mörg eru kvæði Kr. St. vel
kveðin og með fögrum hugsjónum;
en ef f>au verðskulda nafnið “ljóða-
sarg,” þá f>ekki ég ekkert lýsingar-
orð, sem gæti skýrt lítilleik rit-
smfða þinna.
Þú álítur prestana bezt valda í
prófnefnd. Það er nú von, f>ar sem
þú ert nú að gerast beinabrjótur
þeirra. Gott er að sleikja prest-
ana, L. G. (f>að er vfst betra bragð
að þeim enn hagyrðingunum), sem
von er. {>eir sem löðra allir f sálu-
hjálparsmjöri.
En ég er á öðru máli en þú.
Fyrst og fremst hafa prestarnir
aldrei sýnt fél. [>á kurteysi, að
sækja fundi f>ess. Og frá þeirra
verksmiðju hefir aldrei neitt skáld-
verk komið, og ekki neitt, sem
sýnir, að þeir séu sanngjarnir dóm-
endur, eða hafi vit á kveðskap.
Séra Fr. Bergmann hefir skrifað
marga ritdóma flesta ósanngjarna,
og ætíð reynt, að troða unga höf-
unda niður fyrir allar hellur, og
fyrst viðurkent þá þegar f>eir hafa
verið búnir að fá hrós fyrir verk
sfn og viðurkenningu hjá mönnum
miklu frægri honum og færari.
Um St. G, Stephanson er öðru
máli að gegna. Hans dóma myndi
maður stórum taka til greina.
Lög þau, sem þú hefir erfiðað
við að semja fyrir félagið, munu
ekki ná staðfestingu á meðan það
hefir heilbrigða hugsun og starfs-
f>ol. Örvar þfnar falla í gras, sem
gusisnautar forðum. Þær eru deig-
ar, bitlausar og hráar í oddinn.
Þú vilt fyrirbyggja, að “óviður-
kent skáldskaparrugl komist í
blöðin.” En ef það er viðurkent
lfkar þér að sjá það f>ar. Ó, sú
fagurfræði og háleita hugsjón (!!!)
“Málið og stfllinn og efnið er eins
svo andlega meinþýfður kargi,”
segir skáldið, og hér sannast það.
Ég skil ekki f>essa hugsunarfræði
þfna. Ég veit ekki hvað það er
betra, að fá viðurkent en óviður-
kent rugl í blöðunum Mér er al-
veg sama hvort er, f>egar það er
rugl. Rugl verður aldrei annað §
rugl, hvað sem um [>að er sagt.
En þfn skoðun er, ef einhver hefir
hlotið viðurkenningu, þá sé alt
gott og fagurt sem liann gerir eftir
f>að en einskis virði það sem liann
gerði áður. Mér er sama livað þú
álítur, en enginn verður skáld, þó
hann sé sagður f>að. Og þeir, sem
bera skáldanafn hafa gert eins góð
kvæði áður en þeir hlritu f>að, eins
og eftir, og margir öll sfn ljóð, og
ekki hlotið þá viðurkenningu, sem
þeim bar, fyr en f>eir voru dauðir.
Þfn kenning er, að fara einungis
eftir annara dómum og ályktunum,
af f>ví þú verður sjálfur að gera
f>að. En f>að er engu líkara en
páfagauk; hann getur haft fáein
orð eftir, sem honum eru kend.
En f>ú getur haft eftir mörg; þar
stendur [>ú stigi ofar.
Þú gefur í skyn, að Hagyrðinga-
félégið vilji engum heilbrgiðum
né gagnlegum reglum fylgja, og
þoli engin lög né rétt skynbærra
manna. Þetta hjá þér er bara
sleggjudómur, sem við ekkert hefir
að styðjast, f>ví reglur [>ær, sem
fél. fylgir, eru í fylsta máta heil-
brigðar og gagnlegar. Ég hefi
staðið í fél. sfðan það var myndað
og veit ekki til, að neinn hafi gefið
því neinar aðrar reglur, fyrr en [>ú
í þessari áminstu ritsmíð þinni; og
verður þú að virða á hægri veg
fyrir mér, að ég afbið að hafa þær í
tölunni sem gagnlegar ogjheil-
brigðar.
Niðurlagi greinar þinnar þarf
ég ekki að svara, f>ví fær eru [>au
að svara fyrir sig sjálf Mr. og Mrs.
Benedictson, ef þeim þykir svara-
vert. En í sambandi við f>að vil
ég þó segja fáein orð.
I almanaki herra Sigfúsar segir
þú að séu þau ljóð, sem hver ær-
legur maður þurfi að skammast sfn
fyrir að handleika alt árið. En öll
kvæðin 1 áminstu riti eru lagleg,
sum af þeim stórfengileg að skáld-
skap, og það er ég sannfœrður um,
að engiun inaður með heilbrigðu
skáldskaparviti léti annan eins
sleggjudóm og f>inn frá sér fara á
prent án þess að stórskammast sín
rfyrir,
Að þú lastar [>essi ljóð tel ég
liöf. þeirra hrós, þvf: “Ykkar verk
ef vitmenn lasta, verra er samt, ef
hrósa flón.”
I ritgerð þinni á berjamó segir
f>ú, að þú haflr ekkert vit á ljóða-
skáldskap og kemur mér síst til
hugar að vefengja það. Og þú
segist því ekki vilja dæma ljóð;
og það var skynsamlegt af [>ér,
hefðir þú staðið við [>að. En [>að
gerðir þú ekki lengi, [>vf nú ertu
farinn í grfð og ergi að dæma um
ljóðakveðskap. Það er sorglegt
þín vegna Þvf það lýsir ómynd-
ugri sál, þegar menn fara að skrifa
og dæma um þau mál, sem þeir eru
rétt nýbúnir að kunngera, að f>eir
hafi ekkert vit á.
Að endingu langar mig til að
spyrja þig að þessu: Mig minnir,
að til f>essa hafi ég sóð allar þfnar
ritsmíðar birtast í Heimskringlu;
en nú leggur þú andans afkvæmi
f>itt að Lögbergi. Þóttist þú nú
betur skrifa í anda f>ess blaðs en
fyrri? Eða f>ótti [>ér Heimskringla
vansæmd af að flytja þetta stóra
“ber” þitt, enn Lögbergi fullkosta?
Að sfðustu læt ég f>ig vita, að
Hagyrðingafélagið vonast eftir að
lifa lengi og vel, og fylgja sömu
stefnu og hingað til. Og það ætl-
ar ætíð að muna f>að, sem skáldið
kvað f hinu fyrsta kvæði, sem fyrir
minni þess var ort, og f því er
þetta:
“Og hikið ei en herðið flug
þó heimskra skeytin þjóti
Og verið ekki að beygja á bug
f>ó blærinn sé á móti.
Og ekki hræðast eigið þér
f>ó andans krákumaki,
á hrokatindi hreyki sér
með hræfugls vængja taki.”
Ég hefi skrifað þetta til [>ess að
reyna að fyrirbyggja frekari mis-
‘T. L.’ Cigar
er laugt á undan, menn ættu ekki að reykja
aðra vindla en þá beztu. Búnir til hjá :
WESTERN CIGAR FACTORY
Tlios. Lee, eigandi.
skilning hjá f>ér. Þú átt virðingu
skylda fyrir að skrifa með fullu
nafni. Lýk ég svo máli mínu.
Hjálmur Þorsteinsson
LÍFSINS HAF
Árin fljúga og aldir líða,
yfir hið mikla tfmans haf;
— gegnum lífsins strauminnstrfða,
sterkum öflum knúin af,
misjöfn fley á miklu hafi
mega stormi ganga mót,
lítil sum með svörtu trafi
sigla í gegnum öldurót.
Oft er örðug leiðin langa,
litlum skipum höfn að ná;
miklir vindar móti ganga,
mátturinn er horfinn f>á.
Á þilfarinu frnngar stunur,
þreyttu hjarta koma frá;
vonarleysis voðadunur,
veltast yfir marinn blá.
Þung er sorg í þreyttum hjörtum,
þegar myrkrið færist nær;
vörmum geisla vonarbjörtum
varpað sólin ekki fær.
Alt er keyrt í dauðans dróma,
dregur yfir þokumökk.—
Leggur að eyrum lága hljóma,
líksöng kveður báran klökk.
Águst Einarsson
ÆFIMINNING
Konan Arnbjörg Sigfúsdóttir
var fædd f októbermánuði 1872 í
Vopnafirði á íslandi. Hún fluttist
til Ameríku með eftirlifandi föður
sfnum 1889; giftist Hermanni Jó-
sepssyni vorið 1892; sálaðist 6.
apríl, 1904.
Þeim hjónum varð sjö bama
auðið, af hverjum fimm lifa, tvær
stúlkur og f>rfr drengir, er ásamt
með föður sínum harma fráfail
ástríkrar móður og eiginkonu.
Arnbjörg sáluga var hin bezta
móðir, umhyggjusöm og þrifin hús-
móðfr. Hennar er þvf sárt saknað
af fjölda af vinum og ættingjum; en
sérstaklega er þó missirinn tilfinn-
anlegur fyrir ekkjumanninn og
hin móðurlausu börn, er mistu
hana þegar móðurástin var f>eim
sem allra dýrmætust.
Yirðing og blessun fylgir nafni
hinnar látnu systur vorrar yfir hin
óskiljanlegu mörk lífs og dauða.
Einn af vinum hinnar látnu
FYRIRSPURN
um hvar Olafur Gunnar, sonur
Kristjáns sál. SigurðssonarjJBack-
manns er niðurkominn.
Kristján sál. faðir Ólafs mun
hafa flutt frá Meðalheimi á Sval-
barðsströnd við Eyjafjörð til Ont.,
Canada, og [>aðan aftur til Nýja Is
lands, Man., á fyrstu árum land-
náms þar, og svo f>aðan hmgað
suður f Vfkurbýgð,N. Dak., og dó
hér síðastl. ár og lét eftir sig tals-
verðar eignir, og er ég gæzlumaður
[>eirra á meðan f>essi meðerfingi
er ekki fundlnn, eða f>ar til skyl-
yrði laganna er fullnægt.
Sé því nokkur, sem veit um
þennan Olaf Gunnar. óska ég hann
geri svo vel og láti mig vita það.
Mountain, N, D. 28. Febr. 1904.
ELIS THORWALDSON.
Bonnar & Hartley,
Lögfræðingar og landskjalasemjarax
494 Hain St, - - - Winnlpeg.
E. A. BONNER. T. L. HARTLHY.
Department of Agricul-
ture and Immigration
MANITOBA.
TILKYNNING TIL BÆNDA:
Það koma nú daglega inn f þetta
fylki hópar af ungum mönnum frá
Austur Canada og Bretlandi, sem
vilja fá bændavinnu. Margir
þeirra eru æfðir vinnumenn og
aðrir óska að læra bændavinnu.
NÚ ER TÍMINN
til þess að útvega sér vinnuhjálp
fyrir komandi árstfð.
EF ÞÉR ÞARFNIST VINNU-
MANNA
1, 2 eða 3 menn, þá ritið til undir-
ritaðs og segið hvernig vinnumenn
þér f>arfnist, hvort heldur æfða eða
óvana menn, og hvers [>jóðernis,
Off kaup þaS sem pér viljið borga.
Skrifið strax og forðist vonbrygði.
.1 J. GOLDEN,
PROVINCIAL GOVERNMENTT IM-
MIGRATION AGENT,
617 ýlaiti St. Wiunipcg.
Woodbine Restaurant
Stærsta Billiard Hall 1 Norövosturlandin
Tíu Pool-borö.—Alskonar vín ogvindlar.
bemion & Uebb,
Eiarendur.
:______ . ■ í
Disc Drills.
^ Þaö eru viöurkendar fullkomnustu SÁÐ-
VÉLAR sem nú eru fáanlegar, og sú bezta af
Disk sóövélun :m er vitanlega SYLVESTER-
vélin, meö *‘Stephensons patent double disc”.
Gerið svo vel aö koma og skoöa sýnishora
af þeim í búð miuni. -Skoöiö þar einnig
BUíMjHES sem ég hef til sðlu. Þcir era indis-
legir.
Ég ætla aö gefa snotran veöurmæli hverjum
þoim viöskiftamanni sem kaupir vörur af mér
fyrir $10.00 útborgaöar, eöa gerir lónsverzlun
fyrir $25.00.
Finst yöur ekki þnrö á fóðurbætir ó þessu árit
Cuttingbox-(kurlvól) mundi stórum drýgja
korumatinn.
C. Drummond-Hay,
IMPLEMEHTS & CARBHOES,
EEI.MONT lÆMLTT-
Mikill Gróði I Hænsnarækt.
Ef þjer liafiö Klondike hænur, þaö ei
undraverð Amerisk hænsnategund* Eru bestn
sumar og vetrar« verpihænur 1 heimi. Ég
fókk 335 egg í Janúar 1903 fró 20 Klondike hæn-
um eöa 3873 egg óri fró 20 Klondike hænum-
I>ær eru ieöraöar einsjog gæsir eöa svanir
Eg nú aö afgreiöa pantanit um útungunar egg.
Paö er mikil eftirspurn eftir þessum Klondike
hænu eggjum. Svo ef þjer óskiö að fá eitt-
hvaö af þeim þó sendiö pöntun yöar hið allra
fyrsta. Eftir 15. Marz veröa pantanir af-
greiddar í þeirri röð sem þær koma.
Dragið* ekki aö kaupa þau, þvl þaö er gróöa
bragö aö eiga Klondike hænur Sendiö straz
1 cent Canada eöa Bandarlkja frímerki og fá-
iö Catalogue meö fullri lýsingu Klondike
hænsa. Sendiö til,
KLONDIKE POULTRYRANCH.
Maple Park, Kane County III. U. S A
OSS
þykir fyrir að vér gátum
ekki uppfylt allar fs-
rjóma pantanir sem
vér fengum á laugardag
inn var.
Þær urðu fleiri en vér
áttum von á. Veðra
breytingin olli því. En
það skal ekki koma
fyrir aptur.
’PHONE 177
BOYD’S
McINTYRE block
#