Heimskringla - 19.05.1904, Page 4

Heimskringla - 19.05.1904, Page 4
HÉIMSKRINGLA 19. MAÍ 1904. West End = = Bicycie Shop, 477 Pwtage Ave. PAreru f»eld Imu sterkusttt Og fallegustu hjól, sem til eru 1 Canada, meÓ 10 pcr cent af- slætti, móti peningum út 1 hönd. Einnig móti niöurborgUnum og mánaöartafborgunum. Göm- ul hjól keypt og seldjfrá $10 og upp. Allar aö- gerðir leystar af hendi fijótt og vel. Líka fæst þar alt sem fólk þarfnast til viðhalds og aö geröar á hjólum slnum. Jon Thorsteinsson. Winnipe^. íslenzki Conservative klúbbnr- inn hélt sfðustu vetrar-spilasam- komu sfna á fimtudagskvöldið var. Þá var útbýtt verðlaunum til þeirra sem unnið höfðu flest Pedro-kapp- spilin á vetrinum. Verðlaunin voru fern að tölu. James Goodman hrepti lstu verðlaun; það var gullhringur mik- ill, skrautlega grafinn, bæði á plöt- una og innap í, Önnur verðlaun voru ermahnappar úr gnlli, einnig skrautlega grafnir með fangamarki eigandans og fyrir hvað unnir; A. J. Goodman hlaut þessi verðlaun. Þriðju verðlaun fékk Einar Lud- wickson, og var það gull-brjóstnál, með fangamarki hans og fyrir hvað fengið. Fjórðu verðlaun hlautl^Benedict Clemenson; það var reykjarpípa í hulstri og á hól^ þennar grafið nafn hans, osf- v. Btuttar ræður voru txaldnar og nokkrir söngvar sungnir. Veiting- ar voru þar nógar og ljúffengar og allir skémtu sér hið bezta langt fram á kvöld. Góðir og áreiðanlegir íslend- ingar í Canada geta fengið ágætis- stöðu, sem gefur þeim $4—8 á dag með því að snúa sér til Goodman & Williams 430V2 Main St. skrif- stofa nr. 5. \ egna ófyi irsjáanlegra hindrana Séra Stefán Sigfú33on hefir bygt gat nýja sagan ekki byrjað með gér hús og bfr nú að 606 McGee St þessu blaði. x. o. nr. Mjög áríðandi fundur í stúkunui ísafold næsta þriðjudagskvöld á venjulegum stað og tfma. Fæði og húsnæði fyrir nokkra menn fæst hjá Sveini Eirfkssyni að 584 Sherbrooke St. Nýi Union bankinn f Winnipeg er nú svo langt til bygður að alt grindverkið er fulleert. Það er úr stáli og viktar 875 tons, frá kjall- aragóli upp á þak verður húsið 168 feta hátt, en frá strætinu upp að þakskeggi verður það tæp 149 fet. Sextfu íslendingar komu frá North Dakota á sunnudaginn var til að taka sér heimilisréttarlönd í grend við Foam og Fishing Lakes í Assiniboia. Þeir höfðu með sér 20 jámbrautar flutningsvagna, er hlaðnir voru af gripum og búsá- höldum. Þrjú ungmenni voru fermd við guðsþjónustu únitara af séra Rögn- valdi Péturssyni á sunnudaginn var. Kirkjan var svo full að nokkr- ir urðu frá áð hverfa, sem ekki gátu fengið sæti. Yfirleitt munu fermingar-skilmálamir hafa þótt aðgengilegir, en því miður er ekki að svo stöddu rúm í blaðinu til að birta þá, sem f>ó væri mjög fróðlegt fyrir almenning. Guðmundur Stefánsson frá Bald- ur, sem verið hefir á ferð um Gimli-sveit í síðastliðnar 5 vikur, er nýkominn til bæjarins; hann lætur vel yfir viðtökum þar og leist vel á sig neðra, sérstaklega f Árdalsbygð, er hann telur á hröðu framfaraskeiði. Hann kvað áhuga fólks í allri nýlendunni fyrir verk- legum framkvæmdum og örugga framtfðarvon vera tryggingu þess. að nýlendan eigi mikla og fagra framtfð fyrirhöndum. Stjóm Wesley College hefir veitt Thorbergi Thorvaldssyni gull- medalíu þá, sem fylkisstjórinn gaf skólanum til verðlauna handa þeim nemanda, sem flest stig fengi f öllum námsgreinum, sem kendar eru í fyrsta og annars árs deildum skólans. Prófin sýndu, að Thor- bergur hafði sýnt bezta náinshæfi- leika allra þeirra, er á skólann hafa gengið. í fyrra tók hann $60.00 verðlaun og nú fær hann gull- medalfu. Heimskringla óskar Thorbergi innilega til lukku! — Guðsþjónusta verður á hvftasunnunni að kveldinu, kl. 7, í “Calvary Mission,” á hominu á Toronto St. og Elhce Ave. Bæna- samkomur eru haldnar á þriðju- dagskvöldum kl. 8 og sunnudaga- skóli á sunnudögum kl. 3 e. h. Allir velkomnir. Tilkynning Fylkisstjómin hefir frestað end- urskoðun kjörskránna í Gimli-kjör- dæmi um vikutíma, vegna þess, að auglýsingamar komust ekki út með póstum f tíma til aðgeta verið uppi á kjörstöðunum lögákveðinn tíma áður en endurskoðunin fer fram. Vikudagamir, sem endur- skoðunin fer fram, verða þeir sömu og áður er augl/st, aðeins einni viku síðar. Sjá eftirfylgjandi aug- lýsingu, sem nú er breytt til réttra daga. PÁLL REYKDAL Endumýjun fylkisskránna fyrir Gimli kjördæmi fer fram svo sem hér segir: Scotch Báy í húsi Thos.Malcolm I. júnf. Minnewakan, í húsi Sig. Hom- fjörð, 2. júnf. Mary Hill, f húsi Guðm. Guð- mundssonar, 3. júnf. St. Laurent, í húsi L.Atkinson’s, 4. júnf. Seamo, í húsi H.Seaman, 6. júnf. Markland, í húsi Peter Eiríks- sonar, 7. júní. Galicfubygðinni, í húsi George Babitski, 9. júní. Gimli, 1 húsi Ben. Jónassonar, 10. júnf. Árnes, í húsi Alb. Jónssonar, II. júnf. Geysir, í húsi, Sig. G. Nordai, 13. júnf. Icelandic River, í húsi, Thorgr. Jónssonar, 14. júnf. Hecla, í húsi Bjama Stefánsson- ar, 15. júnf. Setutími skrásetjarans verður eftir miðjan dag og að kveldinu á eftirfylgjandi stöðum: Markland Galicíubygðinni og Geysir. Á öllum hinum stöðunum er vonað, að hægt verði að sitja bæði fyrir og eftir miðdag. Allir þeir, sem óska að koma nöfnum sfnum á lista, en era þar ekki nú þegar, em ámintir um að sækja persónulega þá setustaði, sem þeim er hentugast að komast til, og sjá um, að nöfn þeirra verði sett á listana. Herra Gunnlaugur Sölvason í West Selkirk hefir tekið að sér umboðsstöðu þar í bæ fyrir Heims- kringlu, bæði að innheimta and- virði blaðsins og útvega þvf nýja kaupendur. Yér biðjum viðskifta- menn blaðsins að taka honum vel og greiða erindi hans svo sem bezt eru föng til. Einnig biður hann þess getið að hann hafi tekið að sér innheimtu fyrir DeLaval félagið ásamt sölu á skilvindum þess. De Laval skilvindurnar em hin- ar beztu og verðið tiltölulega lágt. Gunnlaugur væntir þvf þess, að sér verði vel ágengt í erindnm þess ekki síður en í erindum Heims- kringlu. De Laval Separators. TEGUND StT SEM MJOLKUR- BÚAMENN NOTA. Sumt fólk hefir þá skoðun, að De La- val skilvindumar séu dýrari en aðrar rjóm- asKÍlvindur vegna þess, hve langt þter taka öllum öðrum vindum fram að gæðum. Þetta er skökk skoðun. Verðið á De Laval vindum er ekki hærra, en aðgerðar- kostnaður margfalt minni en á lakari teg- undum. Skrifið eftir upplýsingabæklingum til: TIIE DE LAVAL SEPARATOK Co. 248 McDcrmot AVe. *• Wínnípcg, Man. ^'tíONTREAL TORONTO NEW VöRk CHÍCAGO PHILADELPHIA SAN FRANCISCO ( Ég sé í anda svása mynd þá sumargyðjan stefnir frá suðurheimsins hjarta lind og lieit þín gefin efnir. Þau vonar loforð ljúf og blíð þig lfta mynduni aftur, þá borin fyrir borð er hríð og brotinn veðra kraftur. í haust þú kvaddir alla oss, vér eftir sátum hryggir; nú heilsar þú með þíðum koss og þfnir armar tryggir. Nú vefjast kært sð vorum háls svo vonin grær í hjarta, og andinn lyftist frí og frjáls við fegurð þína bjarta. Þú strýkur hendi yfir alt og öllu lff þú gefur, og stundum þó þú klappir kalt oft kyst mig blítt þú hefur; og æskurósin rjóð og heit mér rann á fölan vanga þá unga ég þig augum leit um engið fagurt ganga. Þú opnar fjallsins hamrahlið svo hljóðar foss á bjargi; þú hrffur láð og lífgar við, og lyftir klaka-fargi, og breiðir voð á bera grund þar’s byljir kaldir næddu, og kveður alt á frelsis fund, sem fingur þínir græddu. Nú engið grœr og glóá tún og grasið vex í hlíðum, og syngur fugl við sævar brún á sumardegi blíðtim. Og hjörð um dalinn dreifir sér á döggvum blóma rindum og hlustar eftir hreim sem ber frá himintærum lindum. Og gyðjan lftur yfir alt með ástarbros á vörum; og þegar andar eittlivað kalt frá útheims nyrztu skörum, þá grætur þú, sem móðir mög, og meðaumkvunartárum þú hellir yfir láð og lög í ljóssins geislabárum. Og táraperlur glitra glært sem gull, af úðafossi, og töfra-augað skfn svo skært, og skilar geislinn kossi. Já, alt hvað nefnist, ár og síð í ástar djúpri lotning þig heiðri alla heimsins tfð ó, himinborna drotning! Þú blessað vor með von og yl, sem vekur blómin dáin; þú andar hlýju alheims til og afli blæs í stráin. Ó, suðræn dfs, með gæða gnægt í geislamöttli þínum, þér ljósálfamir hossi hægt á heitum lófa sfnum. JÓN JÓNATANSSON Þakklæti 0g hvöt Mér er Ijúft og skylt opinberlega að votta Foresters-systrum mínum í kvennstúkunni Bifröst hér í Sel- kirk mitt innilegasta hjartans þakklæti fyrir alla þá hjálp, aðstoð og umönnun, er þær veittu mér í hinum þungu afleiðingum af hinu hraparlega slysi, er ég varð fyrir sfðastliðinn vetur, með þvf að skað- brennast á öllu andlitinu og ofan á brjóst. Þó það að vfsu sé skylda félags- lima, að vaka yfir sjúkum félags- systrum sínum, þá er svo óendan- lega mikill munur á hvernig sú skylda er int af hendi. Mér virtist í þessu tilfelli að þær keppast allar hver við aðra, að sýna mér alla þá hluttekningu, sem unt var, og á allan upphugsanlegan hátt að mýkja þrautir mfnar, bæði í orði og verki, og þannig flýta fyrir bata mínum sem mest mátti verða. Þessi stúka, sem tilheyrir I.O.F., er aðeins fárra mánaða gömul og þvf fjármunalega fátæk, en því rík- ari er hún að systurlegum kærleik. Ég vil þvf hér með nota tækifærið og hvetja allar íslenzkar konur hér f Selkirk, hvort sem þær eru giftar eða ógiftar, og sem mögulega geta treyst sér til að bera kostnaðinn sem af því flýtur að vera i henni, að beiðast inngöngn í hana sem allra fyrst og þannig verða aðnjót- andi þeirrar ómetanlegu umönnun- ar, er hún í svo rfkum mæli veitir sjúkum meðlimum sfnum. “Það, sem þér gerið einum af mfnum minstu bræðrum, það hafið þér mér gert.” Selkirk, 16. maf 1904 Anna Sæmundsson. Fólks- og vöruflutn- inga skip Fer þrjár ferðir í hverri viku á milli Hnausa og Selkirk. Fer frá Hnausa og til Selkirk á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Fer frá Selkirk til Hpausa á þriðjudögum og fimtu- dÖgum,en Álaugardögum til Gimli og sunnudögum norður að Hnausa. Laugardag í hverri viku lendir skipið við Winnipeg Beach, og fer þaðan norður að Gimli og til baka. Fer síðan að Gimli sama dag og verður þar um slóðir á sunnudög- um til skemtiferða fyrir fólkið. Stöðugar lendingar verða f hverri ferð, þegar hægt er, á Gimli og í Sandvfk — 5 mílur fýrir norðan Gimli. % Þessi ákvörðun veiður gildandi fyrir þann tíma, sem mestur fólks- flutningur verður með C.P.R. ofan að Winnipeg Beach. 5. SIGURDSSON PALL M CLEMENS BYGGINGAMEISTARI. 468 Iluin Sf. Winnipeg BAKERBLOCK. PHONE 26 85. V a n t a r ”Second Grade“ kennara frá þessum tíma til Júnf mánaðarloka. Umsækendur tilgreini kaupgjald, og æfingu er þeir hafa 1 kenslu- störfum sfnum. Gimli 14. April 1904. B. B. Olson, Sec. Treas. ALMANAK fyrirárið 1904, —eftir— S. B. BENEDICTSSON, er til sölu hjá höf., 530 Maryland St, Winnipeg, og hjá útsölu- mönnum.—Verð 25 cent. mmmmmmmK | HEFIRÐU REYNT ? 1 t npFWDV’*; _ E5 1REDW00D LAGERI EDA EXTRA P0RTER. Við ábyrgjustum okkar ölgerðir að vera þær hreinustu og beztu, og án als gruggs. Engin peningaupphæð hefir verið spöruð við til- búning þeirra. Ö1 okkar er það BEZTA sg HREINASTA og ^ LJÚFFENGASTA, sem fæst. Biðjið um það hyar sem þér eruð staddir Canada, Edward L Drewry - - Winnipeg, 1 * Manntactnrer & Importer, 3 Tiiúimim uuu wuuuuuiuuuti? • HIÐ ELSKULEGASTA BRAUД “Ég fékk þá elskulegustu brauðköku með þvf . að nota ROYAL HOUSEHOLD MJÖL, það gat ekki hafa orðið betra,—svo hvftt, létt og gott sem mögulegt var.” Þetta er kafli úr bréfi frá einum notanda Ogilvie’s “Royal Househo/d" Mjol Vér höfnm ýms samkyns bréf. Oss þætti mjög vænt um, að þér vilduð reyna þetta mjöl og rita oss svo álit yðar um það. Sérhver notanði þess verður góður auglýsandi að ýmsu leyti, þó ekki sé nema með því að tala við náungann um áhrif þess. Matsali yðar selur það. r Agæt íbúðarhús til sölu B. Gudmundsson HÚSASMIÐUR 503 McMiIlan Ave Hefir til sölu ágæt íbúðarhús af ýrnsum gerðum og stærðum, með 5—6 herbergjum. Húsin éru úr vönduðu etni og vel smíðuð, seljast ódýrt og með vægum afborgunar-skilmálum. Þeir, sem vildu kaupa hús, geta sparað sér $70 og þar yfir með því að semja um kaupin við Bjarna sjálfan að heimili hans, 503 McMillan Avenue, Fort Rouge, Winnipeg. P^alace^^lothing^to re 458 MAIN STREET, Gagnvart PósthúsJnu. Aðal-fatakaupabúð íslendinga. Selur allan Maí- mánuð karlmanna alfatnaði með 30 % afslætti. Al- fatnaðir vanalegt verð $12y2, nú $9,00. Hattar, húfur, hálsbönd, skyrtur og alt annað, sem klæðir menn og drengi, alt með afslætti f Maí. G. C. Long Bending. Telephone númer mitt er 2842. Búðirnar ern 591 Ross Ave, og 544 Young St. G. P. Thobdabson. Coronation Hotel. 523 MAIN ST. t'arroll A Spcnce, Eigendur. Æskja viBskipta íslendinRa, (fisting ódýr, I svefnherberKÍ,—áKtetar máltBar. Þetta Hotf er KenKt City Hall, hefir bestu Ölföng og Vindl —þeir sem kanpa rúm. Jmrfa okki nauhsynleg a8 kaupa máltföar, sem eru seldar sérstakar. ‘illlaii-Liiian’ flytur framvegis íslendinga frá Tslandi til Canada og Bandaríkjanna upp 4 ó- dýrasta og bezta máta, eins og hún ávalt hefir gert, og ættu því Þeír, sem Vilja senda frændum og vinum fargjöld til íslands. að snúa sér til hr.II. 8. Barflal í Winnipeg, sem tekur á móti fargjöldum fyrir nefnda linu, og sendir þan upp á tryggasta og bezta máta, kostnaðarlaust fyrir send- anda og móttakanda, og gefur þeim sem óska, allar upplýsingar því við- vikjandi. Fari ekki sá sem fargjaldið á að fá, fær sendandi peningana til baka sér að kostnaðat lausu. Páll Reykdal, Lundar P. 0., Man., selur giftingar- leyfisbréf hverjura sem hafa þarf. TIL SÖLU: 100 hús og 800 lóðir f Wpg. Húsin frá $800 til $7,000; lóðir frá $55 til $12,500. Lönd f Mani- toba og Norðvesturlandinu, ekran $8 og upp. Ef kaupendur snúa sér til undirskrifaðs, geta þeir feng- ið alt þetta ofantalda með 1 æ g r a verði en hjá öðrum og komist að mörgum góðum kaupum og hreinum samningum. K. Ásg. Benediktsson,

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.