Heimskringla - 30.06.1904, Side 3
HEIMSKRINGLA 30. JÚNÍ 1904
Hann vill aðstoða fslendinga eftir
mætti, og mikið mun f>að honum
að þakka, að hinn efnilegi og gáf-
aði landi vor, Steingrímur Stefáns-
son, heíir komist svo vel af hér
vestra.
Ég tel f>að stórsóma fyrir oss að
eiga Gunnlögson fyrir samlanda.
Hann er maður ókvæntur og lætur
lítið á sér bera og gefur sig allan
við bókvísi. Prinsessa sú, er blaðið
getur um að hann hafi kent á Eng-
landi, mun vera Beatrice, dóttir
Victoriu sál. drotningar.
Heiðni og heiðingi,
Það hafa æði margir spurt mig
■ eftir, hvað orðið heiðingi þýði í
réttri merkingu. Orsakir til þess-
. ara spurninga hafa þeir sagt
mér að væri f>ær, að sumir sem
standa framárla í Fyrsta Lúterska
Kyrkjufélagi íslendinga í Vestur-
heimi, segi að þeir menn, sem
utan við það standi, séu heiðingjar.
Og í öðru lagi það, að þá langi
til að vita, eftir skýringu orðs-
ins, hvort Helgi magri hafi verið
heiðinn eða kristinn. Eg hefi þvf
leitað mér þekkingar um þessi
orð í fornsögum vorum og eldri
ritum. í skýring yfir fornyrði
lögbókar, eftir Pál Jónsson Vídalín
lögmann, er löng skýring á orðinu
heiðni. Hann segir að orðið sé
komið frá heiður, sem við nú
nefnum heiði, og heiði af hæð
eða liávöðum. Framan af þektu
menn lftið til sigiinga, ogbjuggu
upp um heiðar og hálendi og
lifðu hjarðmanna lffi, og aðskildir.
Á*'r elstu tfmum þótti hyggilegt
að hafa hýbýli á hæð eða hóli,
og sjá lengra til aðfarir óvina
sinna. En þegar menn fóru að
þekkja skipa og báta smíði, þá
safnaðist fólk ofan úr landi og
settist að við sjó og vötn. Þá
kemur fram að orðið heiðingi er
haft yfir þann er af heiðinni kom,
og þótti virðingar orð. Þeir
höfðu aðra siðu og háttu, en þeir
sem fyrir voru, og einnig annan
átrúnað, og kölluðu þeir sem fyr-
ir voru hann heiðni, en trúendur
hans heiðinga.
Páll lögmaður Vfdalín segir:
“Heiðni merkir allan átrúnað þann,
sem eigi er annaðhvort á þann
fyrirheitna Messias eða á hans
opinberuðum vilja grundvallaður.”
Að hans dómi er heiðni alt sem
til ákalls og dyrkunar goðanna
snertir, og öll önnur trúarbragða
áköllun. Blót offran og heit til
goðanna er lieiðni, osfrv.
Margir fornmenn offruðu goð
unum, löndum, gripum munum,
og hétu á þau til fulltingis, og
bundu sig í móti að vera þeim
trúir og dyggir, og halda minn-
ingu þeirra á lofti. Þórólfur
Mostrarskegg helgaði Þór fjallið
um sfna daga og afkomenda sinna.
Þorkell á þverá gaf Frey uxa,
segir í Vígaglúmssögu. Hrafn-
ketill í Hrafnkelsdal helgaði Frey,
hestinn góða, Freyfaxa, og Ásbjörn
Reirketilsson, hdlgaði land sitt
Þór, og kallaði Þórsmörk. Helgi
magri hét á Þór til sjóferða og
harðræða. Einnig voru það heiðn-
ir menn kallaðir, sem frömdu á-
trúDað ineð yfirsöngum og gerninga
atferlum, t. d. Svanur á Svanhóli;
og Gríma á Eiríksfjarðarbotni, á
Grænlandi, er hún villir sjónir fyr-
ir þórdísi af Löngunesi, er hún
leitaði Þormóðar hjá henni, en sá
ei nema Þór ristan á stólbrúðuna,
þótt Þormóður sæti ætfð í stóln-
um ineðan Þórdís leitaði. Margir
fleiri sýndu innilegan heitan
átrúnað á goðin, en liér er liægt
að segja, og var það alt þá kall-
aður heiðindómur.
Svo segir f Kyrkjurétti þeirrra
Þorláks og Ketils byskupa: “Þá
blótar maður heiðnar vættir, ef
hann signir fé sitt öðrum en guði
og helgum mönnum hans.”
25 cents punds kanna.
— 3 verðlaunamiðar 1
hverri könuu.
PENINGAR
og Bökunarefni, Egg, Mjöl og
fleira sparast með þvf að nota
muE m\m wmMi rowDKR
sem ætíð hepnast vel. Engin
vonbrigði vib bökun, þegar
það er notað. Biðjið matsal-
ann um það.
t n e Bíue Ribbon Hfg., Co.
WINNIPEG. — — MANITOBA
M.
TuMuMMúiu iiiMuiiú iMúmmmm uuuutj
Orðið heiðni merkir þá í eðli
allan átrúnað, sem ekki er bygður
á átrúnaði á hingað komu J. Kr.
eða hvflir á kenningum hans.
Orðið er fallegt og hefir víða
merkingu. Heiðingi er þá aðeins sá
maður sem ekki trúir á Krist. En
sá maður sem kristnast hefir sam-
kvæmt fyrirskipunum hinna lút-
ersku trúarbragða, og heldur trú
sína, eða hefir ei opinberlega afneit-
að henni, hann er kristinn maður
þó hann standi ekki f þessum eða
öðrum kyrkjulegum félagsskap.
Að Helgi magri verður að
teljast heiðin maður er ekkert vafa-
mál, og er það honum og minningu
hans als ekki til vansa að telja.
Og eftir kyrkjurétti þeirra bysk-
upanna Þorláks og Ketils, þá heyr-
ir það undir heiðni að “signa”
heiðnum mönnum fé, tíma og
dýrkun.
K. Asg. Benecliklsson.
GUNNAR Á HLÍÐARENDA.
Herra ritstjóri:—
í Heimskringln 2 þ. m. sé ég
grein “Úr bröfi úr sveit,” hvar í
Gunnar á Hlíðarenda er talinn að
vera sá mesti maður, sem Island
hefir átt eða mun eignast. Að
Gnnnar hafi í ýmsu verið framar
mörgum, eða máske flestum, dettur
mér ekki í hug að véfengja, en
að hann hafi verið liinn mesti
maður, sem Island hafi átt, eða
mun eignast, álft ég of hermt.
Ef skoðað frá óhlutdrœgu sjónar-
miði, þá var breytni hans við
konu sína alt annað en heiðarleg.
Að hann hafi vopnfimur maður
verið, er óefað, en ekki man ég
eftir neinu í Njálu sem gefur
nokkrar ástæður fyrir að álíta að
hann hafi verið sérstaklega vænn
eða skynsamur.
Jeg hefi mikið líka skoðun um
Hallgerði, sem hafði Sig. Breið-
fjörð, og hefði hún ekki orðið
fyrir þvf óhappi að vera gift, nauð-
ug manni, sem, svo að segja, ekk-
ert kvað að, þá hefði hún alla daga
sfðan hún var til, verið álitin
merkur og mikilsháttar kvenn-
maður. I öllu falli er hægt að
sjá, að höfundur Njálu, liafði þann
ásetning í lijarta sfnu að gjöra
allt sem hann gat, Hallgerði til
skammar, en Bergþóru til sóma.
Það er ómögulegt að hrekja, að
Úlfljótur,Þorgeir Ljósvetningagoði,
Hallur af Sfðu, Skapti Þóroddsson
Njáll, Kári Sólmundarson, Snorri
Sturluson, Jón Sigurðsson, Konráð
Gfslason, Valtýr Guðmundsson,
og margir fleiri tóku og taka
Gunnari mikið fram. Ég sé enga
ástæðu til að álfta Grettir As-
mundsson nokkuð ófrægri mann
en Gunnar, og svo eru margir
fleiri. Ekki sýnir það mikla
skynsemi af Gunnars hálfu, ef
hann átti ekki nema einn boga-
streng, og vissi þó vel að hann
sem annar lögbrotsmaður átti iff
sitt mest undir boga sínum.
Shakespeare segir á einum stað:
“Some are born great, someachieve
greatness, and some have great-
ness thrust upon them.” Og sfn-
ist mér að Gunnar, þó röskur,
fimur ©g liðvaskur, tilheyri sfðasta
flokknum. í gegnum rangsleitni
og vanafesti þá verða sumir án
sérstaklegra tilverkana að nokkurs-
konar dýrðlingum, .en aðrir að
níðingum.
. John Thorgeirson,
DÁNARFREGN.
Hinn 8. Júnf andaðist að heimili
Gunnars sonar síns í Marietía
Wash., öldungurinn Jóhannes
Sveinsson Hólm, er lengi bjó á
Korreksstöðum f Hjaltastaðaþinghá
Sfðar á Hjartarstöðum í Eiðaþing-
há, og eftir 1885 1 Minnesota.
Jóhannes sálugi var á 74. aldurs-
ári, þjóðhagur og merkur fróðleiks-
maður.
Hann lætur eftir sig aldurhnigna
ekkju, Soffíu Viljálmsdóttir og 4
sonu; Gunnar, Viljálm, Sveinn og
Guðjón, nf útskrifaðan frá Minne-
sota-rfkis liáskólanum er faðir hans
lést.
Winnipeg
Fyrir nokkru sfðan hefi'- Magnús
J. Borgfjörð, 781 William Ave.,
byrjað á aldinabúð og svaladrykkja
verzlun.
Á miðvikudagskveldið í vikunni
sem leið voru ákaflega miklar þrum-
ur og eldingar hér f bænum og
grendinni. Fylgdi þeim hellirign-
ing. Var það nokkuð yfir 2 þuml.
á hálfum öðrum klukkutfma. Eld-
ingum sló niður í talþræði og raf-
víra þá, sem knýja strætisvagnana
áfram, svo sumstaðar hættu vagnar
að ganga. Þó urðu ekki stórskemd-
ir hér í bæ.
Guðmundur Símonarson, sem
búið hefir að Brú P.O., Man., biður
þess getið, að hann sé nú alfluttur
með fjölskyldu sfna til Glenboro.
Allir þeir, sem eiga bröfaviðskifti
við hann, eru beðnir að árita bréf
hans þannig:
W. G. SIMONS,
Glenboro P.O., Man.
FÆÐI OG HÚSNÆÐI
Nokkrir menn og konur geta feng-
ið fæði og húsnæði hjá Mrs. Sam-
son, 508 Langside St.
Veðrátta er blaut, stormasöm og
hvikul, fólki er þess vegna hætt
við köldu,kvefi, hæsi og brjóstsjúk-
dómum. Beztu meðulin eru Dr.
Eldridge lióstameðulin. Þau bregð
ast aldrei, séu þau tekin f tfma.
Þau fást hjá Kr. Á. Benediktssyni,
409 Young st.
Á stríðsvelli lífsins
HINN AQŒTI
‘T. L.’ Cigar
er laugt á undan, menn ættu ekki að reykja
aðia yindla en pá beztu. Búnir til hjá :
L WESTERN CIGAR FACTORY
| Thos. Lee, eigandi. 'WINriTIPEG-.
FYRIRSPURN
um hvar Olafur Gunnar, sonur
Kristjáns sál. Sigurðssonar Back-
manns er niðurkominn.
Kristján sál. faðir Ölafs mun
hafa flutt frá Meðalheimi á Sval-
barðsströnd við Eyjafjörð til Ont.,
Canada, og þaðan aftur til Nýja Is
lands, Man., á fyrstu árum land-
náms þar, og svo þaðan hingað
suður í Víkurbýgð, N. Dak., og dó
hér síðastl. ár og lét eftir sig tals-
verðar eignir, og er ég gæzlumaður
þeirra á meðan þessi meðerfingi
er ekki fundlnn, eða þar til skyl-1
yrði laganna er fullnægt.
Sé því nokkur, sem veit um
þennan ulaf Gúnnar. óska ég hann
geri svo vel og láti mig vita það.
Mountain, N, D. 28. Febr. 1904.
ELIS THORWALDSON
KETVIVARA
vantar fyrir Big Point skólann
No. 962^sem hefir tekið annað
eða þriSpfi kennarapróf.
Kenslutíminn er 10 mánuðir
frá Ista September, 1904, til
30. Júní, 19Ó5. Lysthafendur
snúi sér til undirritaðs, er tek-
ur á móti tilboðum til 15.
Júlí, 1904. Tiltakið kaup og
mentastig. Verðið að geta
kent söng.
Wild Oak P.O., þann 26. Mal, 1904.
INGIM. ÓLAFSSON,
Skrifari og féhlröir.
Qisli Johnson
PRENTARI
656 Young St. Cor. Notre Dame
Páll Reykdal, Lundar
P. 0., Man., selur gifting-ar-
leyfisbréf hverjum sem hafa
þ&f.
Coronation Hotel.
523 MAIN ST.
Carroll & Spence, Eisendur.
Æskja viöskipta íslendinga, gisting ddýr, 40
svefnherbergi,—ágætar máitíöar. Þetta Hotel
er gengt City HaU, heílr bestu v lföng og Vindla
—þeir sem kaupa rúm. þurfa ekki nauösynlega
aö kaupa máltíöar, sem eru seldar sérstakar.
Department of Agricul-
ture and Immigration
MANITOBA.
TILKYNNING TIL BÆNDA:
Það koma nú daglega inn í þetta
fylki hópar af ungum mönnum frá
Austur Canada og Bretlandi, sem
vilja fá bændatinnu. Margir
þeirra eru æfðir vinnumenn og
aðrir óska að læra bændavinnu.
NÚ ER TÍMINN
til þess að útvega sér vinnuhjálp
fyiir komandi árstíð,
EF ÞÉR ÞARFNIST VINNU-
MANNA
1, 2 eða 3 menn, þá ritið til undir-
ritaðs og segið hvernig vinnumenn
þér þarfnist, hvort heldur æfða eða
óvana menn, og hvers þjóðemis,
og kaup það sem pér viljið borga,
Skrifið strax og forðist vonbrygði.
j j. <;oi.i»F,N,
PROVINCIAL OOVERNMENTT IM-
MIGRATION AGENT,
617 Naiii St. Wiiiiiipcg. .
Woodbine Restaurant
Stœrsta Billiard Hall í Norövesturlandin
Tíu Pool-borÖ.—Alskonar vin ogvindlar.
Lennon A Hebb,
Eiaendur.
DISG DRILLS
Ég hugsaði’ í æsku til frama og fjár,
þá fullorðins kæmu hfn sólríku ár,
þá yrði ég hugaður, sterkur og stór,
með stálhönd ég inni í líking við Þór;
og Illmóann slétta ég ætlaði’ í tún
frá árstöðvum sólar að vestfjallabrún.
Og koldimm var gjáin, sem gapandi stóð
og gleypti með helkrafti sveina og fljóð,
við yztu rönd móans hún bráðsoltin beið
ef banað þeim gæti’ hún, sem færu þá leið;
þá hét ég að fylla þann liræsvelg við barm
er hefði ég krafta’ í fullvöxnum arm’.
En enn er ei slöttaður Illmói sá
eða’ ofan í mokað þá koldimmu gjá;
í krappþýfðum móa slá kengbognir menn,
í koldimmu gjánni þeir drepa sig enn;
og nú er ég vaxinn, en vinnan ei nein
og verðlaun frá Tfma er hundnagað bein.
I ísuhaus mannlffsins öfugt snýr flest
og oftast það versta, sem tignað er mest,
og kvarnirnar skrölta svo helvíti liátt,
að hugsunin sljófgast f glamrinu þrátt,
og margir, sem eiga’ enga hugsun f haus,
en hafa’ aðeins tungu, sem altaf er laus.
Sem móðurlaus vorlömb f hnappheldu heft
af hundum og smölum f gróðurauðn kreft,
sem fyrst vilja losast og frelsi sitt þrá,
en firtast og hætta og spektinni ná, —
svo leiðtogar hundsitja lýðinn í heim
unz legst hann og tugguna jórtrar með þeim.
Og vanans hin máttugu Mundíufjöll
og myglugrá trúþoka’ er hylur þau öll, *
er fósturstöð andans um æskunnar skeið,
sem arfleiðir börnin að þrekleysi’ og neyð,
sem horfellir andann frá kyni til kyns
og kveifarskap leiðir frá þessum til hins.
Og því vil ég njóta þfn, ljósvakta líf,
og lifa á meðan ég heimsstrauminn klýf
til hjálpar að slfta þau helsterku bönd, *
sem heimskuna samtengja’ um nútfmans lönd
svo börnin, er ókomin brjótast um veg,
til banda ei fæðist sem þú eða ég.
Ég held ég sé ódeili’ í ómælisgeim,
ein örlftil fluga af vængdýrum þeim
er vakna við ljósgjafans lffgandi yl
og lífsins fá notið um sekúndu bil,
en falla t eilffan algleymsku blund
þá úti er vermandi hásumar stund.
Ég veit það og finn það svo vel ég er smár
og vistin svo skorðuð sem kemba í lár.
Mér starfsþol var lítið af lífgjafa veitt
og leti mfn liamlar þvl smáa sé beitt.
En þó skal ég berjast mót krossi og kvöl
unz kraftarnir falla í eilffa dvöl.
Ég hugsaði’ í æsku til frama og fjár,
sem fljótlega breyttist f þreytandi ár.
Ég sö ég verð lítill um lffdaga fjöld,
því lán mitt er stopult og veröldin köld,
og vonblóm mfn deyddu þau vetur og hregg,
en viljinn er melétinn þráður á legg.
En samt hygg ég ennþá til frama og fjár
og farsældar njóta um komandi ár.
— Það liggur í eðli hvers einasta manns
að ásælast gæfunnar smáblóma kranz,
og fyrir þá löngun þess logandi elds
er lifað og barist frá morgni til kvelds.
Og máske að bak við þau tilverutjöld,
sem tfminn nú hylur með éljadrög köld,
ég styrkleika safni við strfðsára fjöld
svo stærri mér hlotnist að sfðustu gjöld
og vonin mfn lifi um aldir og öld
með eldsterkum vilja, sem þekkir ei kvöld.
Þorst. Þ. Þorsteinsson
‘•viRiir
Fólks- og vöruflutn-
inga skip
Fer þrjár ferðir í hverri viku á
milli Hnausa og Selkirk.
Fer frá Hnausa og til Selkirk á
mánudögum, miðvikudögum og
föstudögum. Fer frá Selkirk til
Hnausa á þriðjudögum og fimtu-
dögum, en á laugardögum til Gimli
og sunnudögum norður að Hnausa.
Laugardag í liverri viku lendir
skipið við Winnipeg Beach, og fer
þaðan norður að Gimli og til baka.
Fer sfðan að Gimli sama dag og
verður þar um slóðir á sunnudög-
um til skemtiferða fyrir fólkið.
Stöðugar lendingar verða f hverri
ferð, þegar liægt er, á Gimli og í
Sandvík — 5 mílur f/rir norðan
Gimli.
Þessi ákvörðun veiður gildandi
fyrir þann tíma, sem mestur fólks-
flutningur verður með C.P.R. ofan
að Winnipeg Beach.
S. SIGURDSSON
ALMANAK
' fyrir árið 1904,
—eftir—
S. B. BENEDICTSSON,
er til sölu hjá höf., 530 Maryland
St, Winnipeg, og hjá útsölu-
mönnum.—Verð 25 cent.
Nú er tíminn t 1 sumarplæeinga. Og
Hversvektna skylduð þér þá ekki fá
JOHN DEERE eúa Moltue plóg og
spara ydur óþatfa þreytugaug ?
Sé lard vðar mjög límkent þá eefst
JOHN DEERE Disc P.ógur bezt. Deir
eru léttir og bteglega uotaðir og rista
eins breitt far og hverjum þóknast og
eru hinir beztu í snúningum.
Það eru beztu plógarnír, seoo nú eru
á marknðnuui.
C. Drummond=Hay,
IMPLEMENTS & CARRIAGES,
BELMOITT MjVrST-
BRAUÐIN
GÓÐU
eru gerð með vélum og
seljast og étast á flestum
heimilum í þessum b*.
Þeir, sem bragða þau
einu, sinui kaupa þau
ætíð síðan.
ísrjómi og brjóstsykur
af öllum tegundum er til-
búinn af oss og er það
bezta af sínni tegund i
Canada. Nýtt og ferskt
og gómsætt.
BOYD’S
McINTYRE block
’PHONE 177
8onnar& Hartley,
Lögfræðingar og landskjalasen jarar
4#4 llain 8t, -- - Winnipeg.
R. A. BONNBR. T. L, HARTLBY.
i