Heimskringla - 15.09.1904, Síða 1
«♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
♦ ♦
♦ T. THOMAS ♦
♦ Islenzkur kaupmaOur ♦
Ý selur alskonar raatvöru, gler og i
T klæöavöru afar-ódýrt gegn borg- ^
^ un út í hönd. ^
« 537 Ellice Ave. Phone 2620 «
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
T. THOMAS, kaipmaður
umboðssali fyrir ýms verzlunarfélög
1 Winnipeg og Austurfylkjunum, af-
greiðir alskonar pantanir Islendinga
úr nýlendunum, þeim að kostnaðar-
lausu. Skrifiö eftir upplýsingum til
5!i7 Ellice Ave. - - - WinDÍþeg
J
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
XVIII. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA 15. SEPTEMBER 1904 Nr. 49
Til kaipila Beimskringlft
Yfirstandandi árg. blaðsins er bráðlega á enda runn-
inn. Nítjándi árgangur þess byrjar í næsta mánuði. Þá
byrjar og borgunartími kaupendanna og inntekta-vonir
blaðsins.
Útgáfunefndin mælist til þess, að kaupendur sýni íiú í
haust sömu velvild til blaðsins og f>eir hafa sýnt á undan-
förnum árum,með f>vf að borga fyrirfram fyrirnœsta árgang
blaðsins. Það er mjög áríðandi, að blaðið fái frá öllum
kaupendum sínum alt sem þeir skulda þvf nú og fyrirfram
borgun fyrir næsta árgang. Blaðið hefir ráðist í kostnað,
sem gerir það óumflýjanlegt, að það nái inn eins miklum
peningum og mögulegt er. Undir því er framtíð þess og
velferð komin, og það liggur algerlega á valdi kaupendanna,
að þetta geti orðið.
Mörgum kann að virðast það iitlu muna, þó þeir falli
undan með borganir sínai;, blaðið muni svo lítið um hverja
tvo dollars. En þetta er ekki rétt. Hvern einstakan kaup-
anda munar lftið um árgangsverðið, en biaðið munar það
miklu þar sem margir eiga f hlut. Blaðinu hafa bæztkaup-
endur á þessu yfirstandandi ári og einnig hafa f>vf bæzt
styrktarmenn, sem tekið hafa hluti f blaðinu og þess vegna
hefir blaðið færst í fang að kaupa sér húsnæði og stflsetn-
ingarvél, sem hvorttveggja kostaði ærna peninga, en sem
var um leið alveg ómissandi fyrir framtfð blaðsins. Nefndin
réðst í þennan kostnað í fullri tiltrú til þess, að kaupendur
og velunnar blaðsins mundu nú sem fyrri reynast því vel
með því að borga blaðið fyrir fram og að útvega því nýja
kaupendur og á annan hátt styrkja f>að eftir föngum.
Útsölumenn og vinir blaðsins eru þvf vinsamlega beðnir
að starfa eftir beztu kröftum í þarfir blaðsins á f>essu hausti
og einstaklingar vfðsvegar í Bandarfkjunutn og Canada eru
beðnir að senda blaðinu það sem f>eir skulda f>vf, ásamt með
fyrir fram borgun fyrir næsta árgang. Útsölumenn blaðs-
ins ná ekki til þessara einstaklinga og þess vegna er áríð-
andi, að þeir taki sig sjálfir fram um að senda blaðinu
áskriftargjöld sín og að þeir < ri það í tíma.
Þetta vonar nefndin að allir kaupendur og veluDnendur
blaðsins taki til greina og að þeir allir leggist á eitt að gera
blaðinu mögulegt að standa í skilum.
Félagsnefndin.
riAAUð Og UKUAl>^.
Heintxnian &. Co. PianoH.-Bell Orgel.
. Vér seljom med mánadarafborgunarskilmálum.
J. J. H McLEAN & CO. LTD.
- 530 MAIN St. WINNIPEG.
NEW TORK LIFE
JOHN A. McCaLL, president
Síðasta sbýrsla félagsins sýnir að á árinu 1903 hefir það gefið út
170 þús. lifsábyrgðarskirteini fyrir að upphæð f386. miliónir doll.
Á sama ári borgaði fél. 5,300 dádarkröfur að upphæð yfir 16
miliónir doll., og til lifandi meðlima borgaði það fyrir útborgað-
áarlifsbyrgðir fullar 18 miliónir doll. Sömuleiðis lánaði félagið
$32 þús. meðlimum út á Ufsábyrgðarskírteini þeirra nær þvf 13
miliónir doliars. Einnig hefir félagið skift á mflli meðlima sinna á
Síðastl. ári 5$ mlión dsll., í vexti af ábyrgðum þeirra f því, sem er
$1,250,000 meira en borgaðvar til þeirra á árinu 1902. Lifsábyrgðir
i gildi hafa aukist á siðastl. ári um 191 míllionir Dollaria.
Allar gildandi lífsábyrgðir við áramótin voru «1,745 milionir
Allar eignir félagsins eru yfir .......35S4J million Dollars.
C. Olaison.
AGENT.
wiisriiriPE o-.
J. tí. fflorgan, Manager,
GRAIN BXOHANGB BUILDING,
i
Arni Eggertsson
671 ROSS AVENUE
Phone 3033. Winnipeg.
Nú hefi ég til sölu ágætis land í Argyle bygð.
hálfa Section með góðum byggingum á, 160
ekrur plægðar, 20 ekra heyland, 40 ekra skóg-
land og afgangurinn gott land fyrir plægingar.
Petta er ein af beztu bújörðum Argylé nýlend-
unnar. Verð: $6,000; borgist: $2,000 í penfngum
og afgangurinn með góöum skilmálum.
í Winnipeg hefi ég til dæmis lot á:
Victor Street fyrir........$300.00
William Ave. “ ........... 350.00
Home Street “ 212.00
Hús á William Ave., Maryland og Victor Sts.
með mjög rýmilegu verði og söluskilmálum.
Komið og sjáið mig uppá peningalén og elds-
ébyrgð.
Arni Eggertsson
Office: Room 215 Mclntyre Rlk
Telephone 775
Fregrisafn.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
STRlÐS-FRÉTTIR
Þær eru heldur óljósar um þessar
mundir. Rússar eru komnir til
Mukden með her sinn allan og
Japanar eru f>ar á hælum feirra.
Þar er búist við öðrum stórbardaga.
Rússar segjast hafa tapað 10
þúsundum manna f 10 daga bar-
daganum mikla við Liao Yang; en
Japanar segja að Rússar hafi mist
þar 30 þúsund manna að minsta
kosti. Als er talið að yfir 50 þús.
hafi fallið af beggja liði í pessari
viðureign. Rússar höfðu þar 250
þúsundir manna með yfir 670 fall-
byssum; }>eir töldu sér fyrirfram
sigurinn vísann. En nú láta þeir
í ljósi undrun sína yfir mnnnfjölda
og afli Jaþana, sem þeir segja
miklu meira en f>eir hafi búist við,
og f>ess vegna biðu þeir þar ósigur.
Japanar hafa enn ánýgert harða
hríð að Port Arthur f þessum mán-
uði, en f>ó ekki getað unnið stað-
inn. Þann 1. þ. m. komu útverðir
Rússa þeysandi inn í Port Arthur
með f>œr fréttir, að Japanar væru
að gera áhlaup á staðinn. Þetta
var um miðnætti. Brugðu f>á
Rússar skriðljósum sfnum yfir
landið umhverfis f>ar til þeir sáu
fylkingar Japana, sem altaf færð-
ust nær og nær. Þegar þeir voru
komnir á ákveðinn blett, hleyptu
Rússar af einni af neðanjarðar
sprengivélum sfnum og drápu þar
700 Japana |>ar í einni svipan;
svo mikill kraftur fylgdi spreng-
ingu þessari að limir af dauðum
Japönum hentust inn fyrir vfg-
girðingar Rússanna. Ekki hafa
borist neinar fréttir um það, hve
margir Japanar særðust í þessu á-
hlaupi.
Rússastjóm segist vera að útbúa
200 þúsundir manna enn á ný til
austurferðar, til að hjálpa liði sínu
f>ar, og er f>ví sjáanlegt, að mikils
f>vkir þar við þurfa.
Japanar náðu 25bátum hlöðnum
af matvælum, sem áttu að fara til
Port Arthur; þeir tóku skipin og
sendu matinn norður til manna
sinna í Manchuria.
Eitt gufuskip komst þá til Port
Arthur með mjöl og niðursoðið
kjöt, svo Rússar hafa nægileg mat-
væli fyrst um sinn.
Það er nú talið sannfrétt, að
Rússar ætli að senda Baltic lier-
skipaflota sinn austur til Port Ar-
thur. Keisarinn kveðst halda
stríðinu áfram, f>ar til Rússland
hafi unnið sigur.
Herforingi Japana hefir sent
stjórn sinni tilkynning um að hann
hafi náð undra miklu af hergögn-
um og skotfærum við Liao Yang
og tekið marga fanga. Einnig
hafa Japanar náð Yental kolanám-
unum og hafa f>vf öll umráð yfir
járnbrauta flutningum um |>essar
slóðir.
28 f>úsund kjötskurðar-menn í
Chicago höfðu fund með sér f sl.
viku til að ræða um verkfalls-mál
sitt, þeir eru búnir að vera vinnu-
lausir um nskkrar vikur og sumir
vildu leggja verkfallið niður og
taka til starfa á ný^. Það var sam-
þykt með 25,597 gegn 2,403 atkv.,
að halda verkfallinu áfram.
Formaður félagsins hefir samt
skipað að hætta verkfallinu f>rátt
fyrir atkvæðin, og var f>ví hlítt.
— Byssa sprakk á Bresku her-
skipi lijá íápitehead í sl. viku og
varð nokkrum mönnum að bana,
þeir voru við heræfingar á skipinu.
— Það hefir nýlega komið í upp
Englandi að Svenskur maður að
nafni Adolf Beck, sem fyrir 7
árum var dæmdur f fangelsi fyrir
einhvern ímyndaðan glæp, og hefir
setið þar sfðan, er sýkn saka. Mál
hans befir á ný verið prófað og
stjórnin fundið að maiur þessi
hefur verið hafður fyrir rangri
sök, og f>ví ólöglega haldið í
fangelsi. Stjórnin hefir boðið
að gefa honum 10 þúsund dollars
í skaðabætur og láta svo málið vera
gleymt. En maðurinn neitaði að
f>iggja þessa upphæð, og blaðið
“London Mail” lofar að borga hon-
um 10 Þúsund dollars úr sínum
sjóði, en heimtar að stjómin taki
alt málið upp að nýju og hegni
þeim Ijúgvitnum sem áður urðu
til þess að fella hann.
Eldur brendi til ösku timbur-
mylnu f Kamloops, B. C., um sfð-
ustu helgi og gerði 50 f>úsund doll-
ara eignatjón og 40 manns at-
vinnulausa.
Rússar liafa nýlega fundið grafið
f jörð nálægt instn virkjunum f
Port Arthur, 300 öflugar fallbyssur
og frá 300 til 3000 skot með hverri
byssu. Einnig fundust nær 2,000
riflar, en af gamalli tegund. Þetta
hergagna forðabúr tilheyrði Kfn-
verjum frá þeim tíma, er f>eir höfðu
yfirráð þessara stöðva. En fundur-
inn hefir komið Rússum f góðar
þarfir og þelr að líkindum fært sér
hann vel í nyt. *
— Tveir ungir piltar í Pemroy,
Ohio, ræntu 14 þúsundum dollars í
vikunni sem leið úr rfkisfjárhirzl-
unni [>ar. Þeir lokuðu féhirðirinn
inni í peningaskápnum og höfðu
sig svo á burtu. Af vangá skildu
[>eir eftir í skápnum $5,000 f gulli.
Rœnmgjar [>essir hafa ekki fund-
ist ennþá.
— Bandaríkjastjórn hetír stung-
ið upp á f>vf við stjórn Þýzkalands,
að þær komi sér saman um að hafa
tveggja centa póstgjald á vanaleg
bréf milli landanna. Þjóðverjar
neita að verða við f>essum tilmæl-
um.
— Einn af yfirmönnum Canadi-
an Order of Forestcs hefir strokið
frá Brantford f Ontario með um
$1,700.00 af félagssjóðnum. Það
er verið að leita hans.
— Demókratar í TJtah héldu
rfkisþing sitt í Salt. Lake City f>.
8. f>.m. Aðal prógram þar virðist
hafa verið myndun flokks til að
afmá áhrif mormónsku kirkjunnar
þar f pólitík, sem mörgum f>ykir
hafa gengið helzt til langt á síðari
árum.
— Franski sundmaðurinn Bur-
gess reyndi að synda yfir sundið
milli Englands og Frakklands þ.
j 7. f>. m., en varð að gefast upp,
þegar hanu átti eftir að eins tvær
j mílur af leiðinni.
— Kolanáma eigendur í Penn-
sylvania hafa iiækkað verð á kolum
25c á ton.
— Nautgripir hafa fallið í verði
í sumar. Gripir, sem i fyrra haust
sefdust fyrir $45.00 eru nú af
gripakaupmönnum metnir á 28 til
30 dollars. Bændur og hjarðeig-
endur halda þvf gripum sínum ó
seldum að svo stöddu.
— Bandaríkjastjórnin hefir f>.
8. þ.m. byrjað að borga verðlauna-
peninga [>eim sem unnu bardagann
við Manila á skipum Deweys. Það
eru als $370,336.00. Dewey sjálf-
ur fær $18,516.00. Mrs. Gridley,
kona inanns þess sem stjórnaði
stærsta skipinu í þessum bardaga,
fær $9,413.00 og aðrir fá f>aðan af
minna. Mörgum var farin að leið-
ast biðin eftir peningum þessum,
en nú eru hjörtu fæirra glödd með
gjaldinu.
— North Perth kosníngen í Ont.,
hefir verið ónýtt mhð dómi, eftir
að 2 vitni höfðn gefið framburð
sinn. Ross stfórnin hefir því að-
eins 2 umfram í þinginu.
— Eldur 1 Dawson City þann
6. J>. m. .gerði 75 þúsund dollara
skaða. Ein sögunar millan f bæn-
um brann til kaldra kola.—Gull-
tekjan f Klondike héraðinu verð-
ur minni en á umliðnum árum,
eða sem uæst 10 millfón dollars.
— 40 þúsund manns vinna nú
við humal uppskernna f Oregon
rfkinu. Uppskeran verður meiri
þar í rfkinu í 6r, en nokkru
sinni fyrr. Humal uppskeran ein
er metinn 4V-> millión dollars.
— Rússakeisari hefir kosið
prince Sviatopolk Mirsky fyrir inn-
anríkis ráðgjafa sinn, í stað
Phlevoes er drepinn var. Hann
er friðsemdar og umhóta maður
og gefur von um bót í stjómarfari
Rússa
— Bændur þeir sem lokið hafa
þreskingu í grend við Treherne
hér í fylkinu, hafa fengið 20
Bushel af Ekrunni að meðaltali.
Með núverandi verði hafa þeir
góðan arð af löndum sínum.
— Manitoba búlönd eru að
hækka f verði, land var selt í
vikunni sem leið, 6 mílur frá
Souris-bæ fyrir $36. hver ekra.
Landið er ágætt til hveitiræktar.
— Sönn saga og góð, er sögð
af hershæfðingja Kuroki. Hann
er sonur Pólsks herramanns sem
á'sinni tíð varð að flýja Polland
fyrir ofcóknun Rússa; hann flýði
til Japan og giftist þar innlendri
konu. Þeirra son er Kuroki.
Sagan segir að þegar faðirinn
hafði legið banalegu sína, hafi
hann látið kalla son sinn til sfn
og sagt honum af ofsóknum
Rússa á Pollendinga og aðrar
sér veikari þjóðir, einnig kvaðst
hann hafa fengið vitrun um það,
að Kuroki sonur sinn ætti greini-
lega að hefna hsrma föður síns á
Rússum, þegar hann væri orðin
fulltíða maður. Sá tími virðist
nú standa yfir að þessi spádóm-
ur sé að rætast, þvf að enn hefir
Kuroki haft sigur í hverjum
einasta bardaga er hann hefir
hftð mót Rússum. Enda óttast
[>eir hann eins mikið á landi og
þeir óttast Togo á sjónum.
— Brezka stjómin hefir sett
Dundonald lávarð, er til skams
tfma var herforingi yfir Canada-
hemum, Landstjóra og herforingja
á Ceylon Evju;f>ar eru 3 millfón-
ir fbúa og vegna afstöðu Eyjar-
innar f Indverska hafinu í Asíu,
og vegna þess hve mikil völc
sá maður verður að hafa sem
þar er gerður nálega einvaldur
höfðingi, [>á er ekki öðram veitt
[>að embætti en }>eim sem Breta
stjórn ber fulltraust til að reki
embætti sitt með atorku og
stjórnfræðilegri stillingu.
— Eregnrsti 1 St. Petersburgh
segir því máli hafa hreyft verið
af Þyzkalands keisara; að Rússar
Japar og þjóðverjar gangi í bænda-
lag til sóknar og varnar, og að
Rússakeisari lfti með velþóknan á
J>á uppástungu; enn er óvfst
hvemig Japar taka í málið, [>ó
margir stjórnmftlamenn telji þetta
skynsamlega hugmynd, ef Japar
geti í slíkum samningum fengið
>au hlynnindi sem [>eir láta sér
nægja.
Grand Trunk félagið hefir
ieypt Canada Atlantic járnbraut-
ina fyrir 12 millíónir dollars.
— Stálgerða verkstæðin í Sault
St. Marie, Ont., vinna nú nótt og
dag með mikillega auknum mann-
afla að tilbúningi brautarteina og
annara járnbrauta tækja.
—_ Kjötskurðarmenn f New York
hafa upphafið verrfallið mikla
sem [>ar hefir staðið yfir i nokkrar
vikpr, og 25 þúsundir manna tóku
þátt í. mennirnir byrjuðu að
vinna f>ann 6. f>. m.
— Stjórnar-formaður Frakka
hefir auglýst það að stjórn sfn
hafi slitið öllu sambandi við
Páfan, og að slíkt samband verði
ekki endurnýjað með sfnum vilja.
— Áskoranir hafa verið sendar
vfðsvegar út um Rilssland til allra
sem óánægir eru með stjórnarfyr-
irkomulagið og f>jóðar ástandið
par, að hefjast nú handa og gera
uppreist meðan stjórnin sé önnum
kafin við Japan og herinn [>vf ekki
viðbúinn til varnar heima fyrir.
Sfðasta heftið af tfmaritinu
“Cosmopolitan” er nýútkomið. Alt
efni ritsins er helgað St. Louis sýn-
ingunni. Það flytur f yfir tuttugu
greinum, sem hafa inni að halda
á annað hundrað prýðis-vel gerðar
myndir, lýsingu af s/ningunni,
stærð hennar og tilkostnaði, ásamt
lýsingu af mörgu því, sem þar er
að sjá; einnig viturlega grein um
þá þýðingu, sem slíkar sýningar
hafa fyrir framfarir þjóðanna,sam-
kepnina, sem þær skapa í fram-
leiðslu nauðsynja, og nýjar upp-
götvanir sem þær gefa tilefni til.
T. d. er því haldið fram, að þó sýn-
ing f>esss kosti 40 milliónir dollars,
þá geti svo farið, að einhver einn
maður sem sækir hana og sér það
sem þar er sýnt, geti af þvf fengið
hugmynd, sem leiði til uppgötvun-
ar á einhverju þvf, sem geti gefið
af sér meiri hagsmuni fyrir heim-
inn heldur enn þeim kostnaði öll-
um nemi, sem sýningin kostar.
Heftið kostar lOc en árgangurinn
1 dollar, 12 hefti.
Laugardaginn 17 sept. 1904 hefi
ég ákveðið að byrja hausthatta sölu
mfna, um leið og ég þakka undan-
farandi viðskifti læt ég löndur mfn-
ar vita að ég sel hatta frá Jt til
billegri en nokkur önnur hatta
kona gerir í Wpg.-borg. Komið
og skoðið, þá munið þið sannfærast
618 Langside St., Winnipeg.
Mrs Ingibjörg Goodman.
Ranghermi
í 34 tölubl. Lögbergs þ. á. stend-
ur: “íbúðarhús Jóns J. Vopna er
stærsta fbúðarhús, sem íslendingar
eiga bæði austatihafs og vestan.”
Þetta er hið mesta ranghermi sem
getur verið. Ég get fmyndað mér
að [>að séþað stærsta íbúðarhús,sem
einstakir íslendingar eiga hér vest-
an hafs, þó ég reyndar geti ekki
sagt það með vissu sökum ókunn-
ugleika á húseignum manna hér;
en kvað Islandi viðvfkur er þetta
als ekki rétt hermt.
Margir Islendingar áíslandi eiga
ilangt um vandaðri, stærri og dýr-
ari liús en þetta er, og sem lítið
dæmi skal ég nefna: Á Akureyri
eiga þessir menn, Vigf.is Sigfús
son, Madúsalem Jóhannsson, Snorri
Jónsson. Magnús Kristjánsson,
Sigtryggur Jóhannesson og nokkr-
ir fleiri, — hús, sem öll eru um 80
feta löng, 32 fet á breidd og frá 30
til 40 feta há, og hafa öll þessi hús
hvert um sig kostað frá 20—36 þús.
krónur. Sömuleiðis eiga margir
aðrir hús, sem eru frá 36—40 feta
löng, 24 fet á breidd og 36 feta há,
og hefir hvert þetta liús kostað frá
8 og upp f 10,000 krónur.
Fjölda margir einstaklingar í
öllum stærri kaupstöðum landsins
eiga samskonar hús eins og héreru
talin.
Einnig skal ég geta þess, að hr.
Guðjón Sigurðsson, snikkari I
Réykjavík, bygði í fyrrasumar
steinhús, sem kostaði 80 þúsund
krónur, fjórloftað ogágætlega vand-
að að öllu leyti.
Það væri annars óskandi, að
Lögberg vildi fara að hætta að
flytja óhróðursþvættiug um ísland
og fslenzku þjóðina, og eins að
blaðið vildi fara að segja satt um
Vestur-íslendinga, fyrst, það þarf
altaf að hafa þá fyrir jórturtuggu f
hverju blaði.
Wpeg, 30. ág., 1904.
Áffúst Jtiihartson