Heimskringla - 15.09.1904, Qupperneq 2
HEIMSKRINGLA 15. SEPTEMBER 1904
Heimskringia
PUBLISHED BY
The Heimskpingla News & Publish-
ing Company
Verð blaösins í Canada og Bandar.
$2.00 um áriö (fyrir framborgaö).
Sent til íslands (fyrir fram borgaö
af kaupendum blaösins hér) $1.50.
Peningar sendist 1 P. O. Money Or
der, Registered Letter eöa Express
Money Order. Bankaávfsanir á aöra
banka en 1 Winnipeg að eins teknar
með afföllum.
B. L. BALDWINSON,
Editor & Manager
Office:
727 Sherbrooke Street, Winnipeg
P. O. BOX 110.
&
Bakhjallur Bordens
Austanblöðin hafa gert það að
umtalsefni, hver líkindi væru til
þess, að Borden og Conserrative"
flokkurinn vinrii næstu kosningar,
og virðist f>eim koma saman unj,
að öfl þau, sem eru að baki Bord-
ens, gefi göða von um sigur hans.
Þau benda á:
1. Að þjóðviljinn sé nh svo breytt-
ur orðinn, frá þvf sem var fyrir
nokkrum árum, að Liberals
hafi ekki sömu tiltrú nú og þá.
2. Að aukakosningar f Quebee
hafi sýnt það, að þar sé að
verða skoðana-breyting innan
fiokksins.. Árið 1900 voru þrír
sjöundu hlutar af öllum atkv.,
er greidd voru, með Conserva-
tive-flokknum, Og síðan hefir
fylgl Bordens eflaust aukist að
miklum mun. Þetta gefur von
um, að flokknum aukist þar
allmörg sæti, en þó er ætlað að
Liberals fái þar 20 sæti um-
fram. í Ontario hafa Conser-
vatives 55 sæti í rfkisþinginu,
4 móti 37 er fylgja Laurier;
en talið er vfst, að Ontario
muni veita Borden miklu öfl-
ugra fylgi við næstu kosning-
ar. Allar aúkakosningar í On-
tarioeins og Quebec síðan 1900
hafa sýnt aukinn styrk Consfer-
vative-flokksins; Ontario er
því yfirgnæfandi að baki Bor-
dens. Frá austurfylkjunuin
eru 39 manns á rfkisfnnginu,
13 þeirra eru að baki Bordens.
St. John hefir sýnt, að f>ar er
svo mikil breyting orðin ááliti
flokkanna, aðjvel má vænta, að
Borden hafiþaðan fullan lielm-
ing þingmanna eftir næstu
kosningar. Manitoba er eins
og allir vita yfirgnæfandi Con-
servative. Þetta fylki, Norð-
vestur-héruðin ogJBritisli Col-
umbia er talið víst að gefi Bor-
den inikinn meirihluta þing-
sæta sinna.
Líkindin er f>vf þau, að Mr. Bor-
den nái völdum við næstu kosn-
ingar. -
Mismunur á Roosevelt
og Laurier
Þegar Roosevelt forseti tókst það
í fangað velja forstöðunefnd til að
standa fyrir f>vf verki að fullkomna
Panamaskurð inn, sem Bandárfkin
keyptu nýlega að Frökkum, valdi
hann þá hæfustu menn, sem völ
var á f Bandaríkjunum sakir þekk-
ingar fæirra f verkfræðFJog sakir
starfsemda hæfileika þeirra og
dugnaðar. Þessir voru valdir:
1 Aðmfráll J. G. Walker, sem
allra mannu mest barðist fyrir
f>vf að fá þingið til að takast f
fang að kaupa skurðinn Og
fullgera hann. Aðmírállinn er
mikill verkfræðingur og hag-
sýnn í bezta lagi.
2. Majór-General J. G. Walker,
einn af allra hæfustu vélfræð-
ingum, sem nú eru uppi f
Bandarf kj unum.
3. W. B. Parsons, verkfræðingur
sá, sem nú stendur fyrir bygg-
ingu neðanjarðar brautakerfis-
ins, sem vSrið er að byggja
undir New York borg, og talið
er eitt af mestu mannvirkjum
heimsins. Um 24 mflur af
þessum göngum em þegar full-
gerðar, og eru f>au sumstaðar
svo breið, að 4 járnbrautar-
spor liggja samhliða í þeim.
4. W. H. Burr, kennari í vélfræði
ög verklegum vísindum við
Columbfa háskólann í New
York borg,
5. B. M. Harrod, vélfræðingur í
Louisiana, og talinn mestur
verkfræðingur f þvf rfki.
6. ' C. E. Grunsky, frá Californfa,
talinu með merkustu verkfræð-
ingum, sem nú eru uppi.
7. F. J. Hecker, frá Michigan,
alþektur sem einn af hagsýn-
ustu og duglegustu stórvirkja-
stjórnendum í Amerfku.
8. D. J. Murphy, blaðstjóri í New
York, og talian, eins og Heck-
er, sérlega verkfróður og hag-
s/nn, ekki að eins sem verk-
stjóri heldur einnig sem hag-
fræðingur og fjármálamaður.
Það er auðséð af þessu yfirliti, að
forsetinn hefir ekki valið af verri
endanum eða gripið menn af handa
hófi í þessa nefnd, heldur hefir
hann tekið þá eina, er að þekkingu
hans voni færastir til þess, að fá
þessu umfangsmikla þjóðlega stór-
virki komið í heppilega framkvæmd
og fullnaðarástand á sem styztum
tíma ogmeðsem minstum tilkostn-
aði, miðað við þörfina.
í ræðu sinni til nefndarinnar,
þegar hann veitti þeim þetta em-
bætti, segir forsetimi meðal annars
þetta:
“Eg hefi valið yður eftir langa
oggrandgæfilega eftirgrenslan,, með
tilliti til einskis annars en eigin
sannfæringar minnar, að f>ér séuð
meðal þeirra allra-hæfustu manna,
sem ég hefi náð þekkingu á, bezt
fallnir til þess að leiða f>etta mikla
starf til heppilegra endaloka. Þér
hafið verið valdir eingöngu vegna
þess álits, sem f>ér hafið alment á-
unnið yður fyrir verkfræðislega
þekkingu, dugnað og ráðvendni.
Þér eigið að inna af hendi alþjóð-
legt starf, en ekki fyrir nokkurn
sérstakan hluta landsins eða fyrir
nokkum sérstakan hluta eða flokk
borgaranna. Eg hefi enga tilraun
gert til að grafast eftir pólitfskum
skoðunum nokkurs einasta af yður
og hefi enga hugmynd um, að
hverjum flokkiþér liallist ískoðun-
um. En svo lengi, sem [>ér helgið
landinu yðarbeztu starfskrafta, svo
lengi megið þér vænta als f>ess fylg-
is frá minni hendi, sem ég á kost
á að veita yður. Eg ætlast til
þess, að þér beitið sömu aðferð í
vali þeirra, sem f>ér ráðið til þess,
undir umsjón yðar að grafa og
fullgera skurðinn, eins og ég hefi
beitt við val yðar. Og ég ætlast til
að f>ér látið ekkert annað hafa nein
áhrif á val yðar á verkamönnum
yðar heldur en þá sannfæringu, að
þeir séu hæfastir til þess að hjálpa
yður til að fullkomna gröftinn. Eg
vona, að þér skoðið f>að skyldu yð-
ar, að koma þessu verki til fulln-
aðar eins fljótt og yður er f>að
mögulegt, og að láta f>að ekki kosta
>meira, en nauðsyn ber til, með til-
Til íslenzkra skálda
í Ameríku
Útgáfunefnd Heimskringlu hefir ákveðið að helga næsta
jólablað sitt íslenzkum skáldum í Amerfku, bæði ljóðskáld-
um og sagnahöfundum. Tilgangurinn er að láta Jólablaðið
flytja myndir fæirra og stutt æfiágrip, ásamt með sýnishorni
af ljóðagerð þeirra og einkunnarorðum sagnskáldanna.
Til dæmis vonar blaðið að geta haft eina mynd af Hag-
yrðingafélaginu í Winnipeg, en sérstakar myndir af skáld-
um fæim, sem búa víðsvegar í landinu, að svo miklu leyti
sem hœgt verður að ná til þeirra, eða f>au verða fáanleg til
að sinna þessu ávarpi nefndarinnar: að senda af sér myndir,
æfiágrip og ljóð-sýnishorn. S/nishorn af ljóð-skáldskapn-
um f>urfa að vera sem alira styzt, svo að hægt verði að koma
þeim öllum í samá blaðið.
Myndirnar þurfa að vera sem skýrastar, helzt“Cabinet”
myndir, því í blaðinu koma myndir bezt út með f>ví, að f>ær
séu f>ar fremur minni en stærri en myndir þær sem gert er
eftir.
Allur sómi verður sýndur þessu máli f blaðinu og próf-
arkimar verða lesnar af mönnum, sem glögt skyn bera á
bundið sem óbundið mál, svo að alt megi verða sem bezt úr
garði gert.
Jólablöð Heimskringlu hafa fengið gott bókmentalegt
orð á sig að undanfömu, og f>að er vonað að þetta verði með
f>eim beztu, sem út hafa verið gefin.
Útgáfunefndin mælist f>ví heg með til og skorar á öll
íslenzk skáld í Amerfku að senda blaðinu svo fljótt, sem
auðið er, og ekki síðar en fyrsta desember næstkom-
andi, myndir af sér og stutt æfiágrip, sem þurfa að vera svo
stutt, ef mögulegt er, að f>au taki ekki upp meira rúm í blað-
inu en 3 f>uml. dálkslengdar, frá hverjum manni.
Bréf verða send út hið bráðasta til skáldanna, en með
því, að ekki er vfst, að bréfin nái til þeirra allra og ekki
heldur víst, að nefndin viti af fæim öllum, f>á eru þeir beðnir
að skoða fæssa áskomn sem brcf til sfn. j
Bezt væri að geta fengið myndirnar og æfiágripin, sem
allra fyrst, þvf þess lengri tfmi, sem gefinn er til mynda-
gerðarinnar, þess betur má vanda til þeirra,
Félagsnefndin.
liti til þess, að það sé vel og trú-
lega af hendi leyst.”
Þetta er lauslegt ágrip af parti
af ræðu forsetans, sem ljóslega sýn-
ir á hverjum grundvallarskoðunum
hann bygði nefndarvalið. Ogmunu
allir játa, að hann liafi í þvf sýnt
lofsverða þjóðhollustu og hygg-
indi.
Lauarier hefir haft svipað verk að
framkvæma fyrir Canada f því að
velja nefnd manna til þess að ann-
ast um og hafa yfirumsjón á bygg-
ingu þess liluta af Graund Trunk
Pacific brautinni, sem hann hefir
ásett sér að láta ríkið byggja 4
kostnað þjóðarinnar og sem gert er
ráð fyrir að muni kosta 75 millf-
ónir dollars, og sem nefndin 4 að
meðhöndla.
En enginn má ætla, að Laurier
hafi farið að dæmi Roosevelts for-
seta f vali nefndar sinnar. Heldur
valdi hann fjóra menn, sem höfðu
það eitt til síns ágætis að vera
svæsnir Líberal - flokksmcnn, en
sem als enga þekkingu hafa á vél-
eða verkfræði, eða byggingu járn-
brauta og þar að lútandii starfi -
Þessir menn eru:
1. Mr.Wade, fyrrutn liberal þing-
maður fyrir Annapolis kjör-
dæmið. Haun er lögmaður og
á að vera forxnaður nefndar-
innar með $8,000 árl. launum.
2. Mr. Young, fyrrum liberal-
þingmaður í Manitoba. Hann
er hveitikaupmaður, og fær
$7,000 f laun á ári.
3- Mr. Brunet, fyrram banka-
gjaldkeri f Montreal og um-
sjónarmaður Liberals [>ar við
undirbúnings kosningar. Laun
hans eru $7,000 á ári.
4. Mr. Reid, frá London, Ont.,
bóksali, og fyrr meir kvenn-
bola smiður. Sérlega svæsinn
Liberal-flokksmaður og mjög
duglegur á kosningatfmum.
Laun hans eru $7,000 á ári.
Ekki einn einasti af þðesum
mönnum hefir nokkru sinni unnið
á eða við járnbraut; enginn þeirra
hefir nokkra þekkingu á verkfræði.
Þá skortir alla öll þau skilyrði, sem
Roosevelt mundi hafa álitið ómiss-
andi fyrir embættis veitingunni.
En Laurier leit öðruvfsi 4 mál
þetta. Hanu hafði hliðsjón að
eins af flokksfylgi, en verkfræðis-
legu þekkingnna eða þekking á
hagfræði eða f jármálum datt lion-
um ekki í hug að taka til greina.
Hitt var honum alls um vert, það
að fá f>á eina menn. til að ráða yfir
75 millíón dollara> sjóðnum, sem
bezt var trúandi til þess að verja
honum svo, að Liberal-flokksménn
gætu haft sem bezt not hans.
Þetta er f fullu samræmi við alla
aðra ráðsmensku Lauriers f sam-
bandi við þetta G.TiP. byggingar-
mál, og er óþarft að fara um það
fleiri orðum.
BandaríkjanieBn
Tyrkir
Engri þjóð hefir gongið betur að
komast að samningum við Tyrkja-
sokián heldur en BaníLarfkjunum,
fægar hún fylgir málsíað sfnnm
fram með svo mikilli alvöru. að
soldáninn veiti henni ettirtekt. En
Amerfkumenneru siðprúðirí fram-
göngu sinni gagnvart soldáni og
f>ess vegna er hann síondum nokk-
uð lengi að átta sig 4 J>vfr að alvara
fylgi málaleitun f>eirra; en æfinlega
kemst hann samt að því rétta í þvf
efni fyr eða sfðar. Tyrkjasoldáni
er ógeðfelt, að láta sendiherra stór-
veldanna gera sér ofmikið persónu-
legt ónæði, og lætur f>á því eiga við
ráðgjafa sfna, án f>ess að vera sjálf-
ur beint við málin riðin. En úr-
skurðarvaldið er samt hjá honum
einum og það úrskurðarvald fæst
vanalega ekki fyren hann er knúð-
ur til að ge>fa það.
Það er f fersku minni leseuda, að
Frakkar höfðu dálitla skildinga-
kröfu 4 hendur soldáni fyrir nokkr-
um árum, sem f>eir hvorki g<tu
fengið viðurkenda né borgaða.
Það voru fleiri ágreiningsmál milli
Frakka og soldánsins, en f>eir gátu
engu til leiðar komið af því sendi-
herra fæirra gat ekki náð ^li af
“þeim gamla.” Þegar Frakkar sáu
sér ekki lengur tilsetuboðið, sendu
þeir öflugt herskip til Mitylene eyj-
ar, sem er eign Tyrkja, og tóku
eyna með valdi, settu menn yfir
tollhúsið f>ar og tóku að innheimta
skatta. Þeir kváðust mundu sitja
f>ar þangað tii þeir væru búnir að
innkalla nægilegt fé til þess að
borga kröfu sfna að fullu, ásamt
með innheimtu kostnaði. Þetta
gekk ágætlega. Soldáninn borgaði
strax skuldina að fullu og óskaði
Frökkum lukkulegrar heimferðar
með féð. Þegar Frakkar sáu, hve
sannfæranlegur soldáninn var, er
byssukúlunum var beint á lendur
hans og tollsjóði. f>á gengu þeii;
tafarlaust á lagið og neyddu sol-
dáninn til að veita Frökkum ýms
hlunnindi, sem áður voru ófáanleg.
Eitt af hlunnindum þessum var
það, að Tyrkir skyldu leyfa frakk-
neskum skólum og mentastofnun-
um að reka starf sitt í Tyrklandi,
og að veita slfkum skólum sömu
réttindi, vertid og viðurkenningu
og þeirra eigin samkynja stofnun-
um. Ennfremur, að sýna frakk-
neskum borgurum þar í landi meiri
sanngirni en verið liafði áður og
að viðurkenna að fullu læknaskóla
Frakka f Beirut. Soldáninn gekk
að öllu þessu, og hefir sfðan veitt
frakkneskum læknum sama rétt í
Tyrklandí eins og innfæddum
mönnum.
Þegar Bandarfkin sáu, hve létt
Frökkum veitii að reka erindi sitt,
þá gerðu þeir samskonar krofúr á
hendur Tyrkjum. Svo stóð á, að
Bandamenn höfðu einnig lækna-
skóla í Beirut, og nú báðu þeir um
að slnnm mönnum þar væri veitt
sömu réttindi og Frökkum. Banda-
rfkjamenm áttu og ran 300 skóla og
trúboðsstofnanir f lendnm soldáns.
Stofnanir þessar hafa átt við /msa
erfiðleika að stríða af hálfu yfir-
valdanna þar f landi og sumum
þeirra var neitað um starfsleyfi.
Bandarfkjamenn heimtuðu sama
rétt og Frakkar höfðu fengið. Þeir
höfðu og einhver ska>ðabótamál á
hendur soldáni, sem þeir vildu fá
útkljáð. En hvernig sem sendi-
herra Bandaríkjanna í Miklagarði
reyndi til að komast að samning-
um, þ& lenti alt f vðbkim, undau-
drætti og þrætum af hálfu Tyrkja,
En í byrjun febrúarmánaðar 1903
skipaði Roosevelt fórseti sendiíierra
sfnum f Miklagarði. að'ná persónu-
lega tali af soldáninum og fá málið
rætt við hann sjálfan. Það þvirfti
tveggja mánaða sffelda eftirleitan
að ná soldán tali. Soldáiuiinn var
mjúkmáll að vanda og.lofaði að at-
huga sjálfur strax alla: málavöxtu.
Svo liðu nokkrir mánuðir, að
ekki kom neitt svar. Sendiherr-
ann gerði enn á ný alt sem f hans
valdi stóð, en alt kom fyrir ekki.
Roosevelt forseta fór nú að leiðast
þóf þetta og skipaði manni slnum
að ná enn á ný viðtali soldáns, og
það fékkst 29, júlf, og lofaði soldán
þá ákveðnu svari 2. ágúst. En ekki
kom svar að heldwr. Sendi þá
Roosevelt sjóflota Bandaríkjanna,
eða hluta af honum, til Smyrna, og
kom haiin þangað 11. ágúst. Flot-
inn ft tti að sækja sendiherra Banda-
ríkjanna, ef ekki væri þá komið
svar. En, er soldáninn frétti, að
herskipin voru væntanleg, þá sendi
hann til sendiherrans og bað hann
að finna sig. Árangurinn af þeim
fundi var sá, að hann lofaði að
ganga að öllum kröfum Bandaríkj-
anna og að borga $22,500 sfeaða-
bótakröfu til Bandaríkjanna fyrir
skemdir á eignum amerfkanskra
trúboða þar í landi. Þessi loforð
voru haldin.
Svo fór um sjóferð þi.
Síberíu-braut Rússa
Þar sem braut þessi, eitt mesta
mannvirki f heimi af sinni tegund,
hefir svo mikla þýðingu fyrir enda-
lok yfirstandandi ófriðar við Jap-
ana, þá er fróðlegt að athuga það,
sem ferðamaður einn hefir n/Iega
ritað um brautina, eftir að hafa
ferðast með lienni.
Frásaga hans er á þessa leið:
LTppliaflega var tilgangurinn að
byggja braut þessa til Irkutsk, höf-
uðstaðarins í Síberfu og austur að
Baikal vatni; þaðan átti hún að
leggjast suður um land til Stret-
ensk, við efri enda skipgöngu leið-
arinnar á Amur ánni; síðan átti
hún að liggja meðfram á þessari,
þar til bún beygist norðaustur til
Khabarovsk og þá beint sem Ieið
liggur til Vladivostock. Bygging
brautarinnar var byrjuð 1891 hjá
Yladivostock, og var Kharbarovsk
grein hennar fullgerð það ár og
greinarnar frá Moscow til Irkutsk
og frá ströndum Baikal vatns til
Stretensk mynda óslitna land og
vatnsleið til Kyrrahafsins, en hin
fyrirhugaða braut frá Stretensk til
tii Khabarovsk liefír aldrei verið
bygð. Síberfu-brautin hefir kost-
að Rússland 500 millfónir doilara,
að meðtöldum tveimur greinum er
liggja til Manchuria; báðar þess-
ar greinar liggja út frá Stretensk,
önnur til Harbin en hin til Vladi-
vostock.
Það er f almæli, að ekki all-fáar
millíónir af fé þvf, sem reiknað er
að hafi gengið til að byggja braut-
ina, hafi lent f vösum svikulla akk-
orðs-manna. Einn þeirra, hers-
höfðiugi Annenkoff, var dæmdur í
St. Pétursborg fyrir að hafa svik-
samlega dregið undir sig um 25
millíónir rúbla af fé þvf, sem átti
að ganga til brautarmnar; en itllir,
sem við mál hans voru riðnir, töldu
víst, að hann hefði í raun réttri
verið sekur um miklu stærri stuld,
eða alt að helmingi hærri upphæð
en hann var dæmdur fyrir.
Einmitt um þessar mundir er
sem óðast verið að byggja braut-
ina með fram og fyrir endann e
Baikal vatni, og er það talinn örð-
ugasti kaflinn af allri brautinni-
Fjöll eru þar voða-há og ill yfir-
ferðar og verkfræðis erfiðleikar þvf
mjög miklir. Það er nú daglega
ferjað yfir Baikal vatn á sumrum,
en flutt yfir það á ís á vetrum, alt
frá desember byrjun til mafmánað-
aj Ioka. Stundum eru þó ísbrjóta-
3kip notuð til að halda uppi skipa-
göngum á vatninu haust og vor, og
einstöku sinnum allan veturinn.
Þegar komið er tvo þriðju hluta
vegarins frá Baikal vatni til Stret-
ensk, þá skiftist brautin f 2 grein-
ar, liggur önnur suðaustur til
Vladivostock, en hin suðvestur til
Port Arthur og Dalny. Dalny-bær
var bygður samkvaémt fyrlrskipun
keisarans og átti að vera verzlnnar-
stöð. En þar er ennþá engin verzl-
un og engin veruleg bygð.
Ferðalagið með braut þessari
milli Moscow og Irkutsk er nærri
þvf eins þægilegt og með öðrum
brautum á Rússlandi, en það finst
manni nokkuð einkennilegt, að
Rússar breyta ekki tfma á braut
sinni frá Pétursborg til Irkutsk, þó
sú leið sé 3,400 mflur. Annað sér-
legt við brautir þar f landi er það,
að ekki eru vatnsból á löngum
köflum þeirra, svo að Rússar verða
að flytja fiatvagn næst guíuvélinni
á öllum lestum sfnum, með feikna-
miklum vatnsflátum, og er svo
ausið úr kerum þessum í gufukatl-
aua, þegar þörf gerist. A öðrum
stöðum, þar sem vatnsból eru, þá
eru þau hálfa mflu frá brautinni,
og verður þvf að purnpa vatnið alla