Heimskringla - 03.11.1904, Blaðsíða 2

Heimskringla - 03.11.1904, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 3. NÓVEMBER 1904 '&Í&Í&- Heimskringla PUBLISHED BTÍ The Heiraskringla News k Publish- ing ' V«rö blaösins 1 Canada og Bandar. $2.00 um áriö (fyrir fram borgaö). Senttil Islands (fyrir fram borgaö af kaupendum blaösins hér) $1.50. Peningar sendist i P. O. Money Or- der, Registered Letter eöa Express Money örder. Bankaávísanir á aöra banka en 1 Winnipeg aö eins tekDar meö afföllum. B. L. BALDWINSON, Editor & Manager Office: f 727 Sherbrooke Street, Winnipeg P. O. BOX 110. Útnefningar Útnefningar þingmannsefna í Canada fóru fram 27. f.m. Con- servativar útnefndu f>ingmann í hvert einasta sæti f Ollu landinu. En þau eru 214 alls. Kosningun- um er frestað f fáeinum kjördæm- um. Stjórnarráðgjafarnir gerðu það til þess, ef Laurier-stjórnin kæmist til valda aftur, sem engar lfkur eru þó til, fá gætu þeir af ráðgjöfunum, sem tapa kosningu, sótt um J>ingmen8ku aftur í pess- um kjördæmum, sem kosningum er frestað f. Eftir útliti telja blöðin austur- frá vfst, oð Borden komist að méð 44 í meiri hluta, og jafnvel meira Heimskringla býst ekki við, að hann hafi meira en 40, eins og hún skýrði frá sfðast, nema ef þjóðin í Canada sópar hér um bil öllum Liberölum úr sætum, sem vel getur komið fyrir. Dagsdaglega ganga grimmefldir Liberalar úr liði Laur- iers og hamast nú á báðar hendur með Borden, svo óðum svigna fylk- ingar Laurier-stjórnarinnar og hopa undan. Allir hugsandi þjóðvinir eru með þjóðeign járnbrauta, og berjast upp á líf og dauða með Borden. Hitt liðið hangir með Laurier upp á væntanleg gjöld og dúsur. Eins og öllum er ljóst, sækir VV. SANFORD EVANS um þing- mensku undir merkjum Conserva- tiva stefnunnar, hér í Winnipeg. Mr. Evans er lærður maður, stihur og skynsamur. Hann er vel að sér í sögu Canaða og þjóðmálum landsins. Hann sætir alstaðar bezta áliti og orðstýr. Siðaðir Liberalar hafa ekkert misjafnt get- að um hann sagt. Síðasta blað Heimskringlu flutti mynd af hon- um. Lesendurnir sjá, að maðurinn | er ásjálegur og göfuglegur sýnum. Menn hafa máske tekið eftir mynd- unum af þeim Bole og Puttee og geta J>ess vegna fljótlega dæmt um mennina. Bole er ófrfður sýnum og það svo, að Lögberg þorir ekki að láta íslendinga í þessum bæ sjá hann. Puttee greyið er frekar ó- laglegur, þó hannkomist ekki í hálf- kvisti við Bole með kindarsvipinn. Augun heimta ætíð nokkuð, þá um mannval er að ræða. Og það bland- ast vfst engum hugur um, að Mr. W. Sanford Evans ber jafnt af keppinautum sínum að frfðleik og f stjórnmála hæfileikum. Það má því trúa því, J>ótt fyrir- fram sé sagt, að Mr. Evans verður kosinn þingmaður fyrir Winnipeg borg með miklum yfirburðum. Hann hefir óefað 300 til 1,000 at- kvæði fram yfir hvorn hinna. Is- lendingar, sem vilja landinu vel og hafa vit á þjóðmálum, greiða allir atkvæði með Mr. Evans. Löj'bergs faiganið Heimskringla hefir oft átt kost á að flytja æviágrip úr lífsferli nú verandi ritstjóra Lögbergs, en að svo komnu hefir hún neitað þvf. Æviferli sumra er svo háttað. að mönnum og blöðum er óljúft að drepa við honum fingrunum. Eins og Islendingum austan hafs og vestan er kunnugt, hefir Lögb. aldrei haft úr háum söðli að detta. Nú í seinni tíð hefir því J>ó farið síhnignandi. Það hefir talið sig vera liberalt f politík, lúterskt f kyrkjumálum og hreinferðugt f allri framkomu. Nú í J>rjú sfðustu j ár hefir það ekkert annað verið en bergmál af J>eim allra lélegustu liberal blöðum, sem gefin eru út' f | þessu landi. Álit J>ess og vinsæld- ir hafa þvf þverrað dag frá degi á meðal Islendinga. Það er opin- bert leyndarmál, að nú er komið svo fyrir blaðinu, að það færhvergi mann eða ritstjóra til að taka J>að úr höndum þess manns, sem nú kallar sig ritstjóra J>ess. Allir vita, að hinir svo nefndu Lögbergingar leituðu til hra. E. Hjörleifssonar, að gerast ritstjóri Lögbergs en hann neitaði. Mælt er að þeir hafi einnig leitað til hra. Páls Briems f sömu erindum, en hann hafi neitað. Blaðið auglýsti lesendum sínum, að hra. Þorsteinn Gfslason kæmi inn- an fárra viknu vestur, og væri ráð- inn ritstjóri Lögbergs. En um elleftu stundu sá hann að sör, og vildi ekki hætta mannorði sínu á Lögbergi. Núverandi ritstjóri hef- ir J>rykt blaðinu svo gersamlega ofan í sorpið, að enginn vill leggja sig svo lágt, að taka við blaðinu úr hans höndum. Þegar séra Jón Bjarnason hélt stóra skamma-fyrirlesturinn um Heimskringlu, Dagskrá hina dauðu og Þjóðólf, til eflingar hinu fyrsta lúterska kyrkjufélagi Islendinga í Vesturheimi, þá var J>að ekki alt traf J>vegið, sem gekk út yfir varir hans. En svo viðbjóðslega hnykti honum við Lögbergi og framkomu þess, að hann mátti J>að ekki nefna. Og er Jón prestur engin kreima í munninum, ef hann dregur brand- inn úr sliðrum á ritvellinum. Má af þessu marka, hvað blaðið er stór- hneyxlanlegt. Heimskringla geng- ur ekki inn á það, að séra Jón hafi þagað um Lögberg f hlífðarskyni. Slfkt er ósamboðið kenningu hans og stöðu, og mun hann aldrei láta slfka lftilmensku af sér spyrjast. En hinn vegmn var J>að, að hann vildi ekki stíga svo lágt, að fella refsidóm um annað eins dritblað og Lögberg er, og sem enginn lærður maður fœst til að annast sem ritstjóri. Fyrir all-stuttu síðan tekur Vfn- land að sér að hýða ritstjóra Lög- bergs, og sýna háttalag hans og orðbragð um saklaust fólk. Þó sú húðstroka sé hörð, j>á er ekki hægt að finna henni nokkuð til foráttu frá sjónarmiði sanngimi og sann- leika. Hún verður að dæmast verð- skulduð, húðstrokan sú. Vínland kemst að þeirri niðurstöðu, að rit- stjórinn sé haldinn eða þungaður af illum anda. Þá er langt gengið frá kristilegu sjónarmiði um blað, sem þykist vera kyrkjublað, og mann sem er að dilla sér aftan í kennimönnum og klerkal/ð. Að vísu munu nokkurir hafa tekið þessar bibifu lfkingar sem mein- ingarlftið ritstjóraspjall, En nú er það komið f ljós, að blaðið hefir séð J>ar lengra en nef þess nær. Ritstjóratetrið hefir verið haldinn af illum anda og fæðingarhrfðamar nálægar. í sfðustu viku birtist af- kvæmi ritstjórans og hins illa anda, sem hann hefir leynilega verið haldinn af um fleiri ár. Afkvæmið er skammagreinin um séra Jóhann P. Sólmundsson. Þetta ljóta og viðbjóðslega anarkista afkvæmi er uppfylling á sögu Vfnlands, og á J>að J>akkir skilið fyrir framsýni sína og spádómsanda. Það tekur skarpt og J>aulæft læknisauga, að sjá sunnan frá Minneota hvað rit- stjóri Lögbergs er kominn langt á leið, af völdum anarkista, sem hér meinar hinn illa anda, er Vínland talar um. Og er þetta einn hinn merkasti viðburður, sem skeð hefir á meðal Islendinga í J>essu landi, og mun seint firnast úr sögunni. Þegar ennfremur það er tekið til greina, að ritstjóri Lögbergs er Liberal og lúterskur, ef trúa iná hans eigin orðum, en Sigfús Bene- dictsson er burtrekinn Conservativ, keyptur Liberal, snúinn síðan, og eftir bans orðum sjálfs, er nú Sósf- alisti, en Anarkisti f trú og starfsemi, þá má nærri geta, hve holl andleg afkvæmi þessara ver- linga eru. Fólk hefir næsta smáa ástæðu til að taka Lögbergs farg- anið sér til fyrirmyndar í einu né öðru, sem að landsmálum og þekk- ingu lýtur. Þó oft hafi dimt yfir Kötlugjá, J>á hefir þó aldrei dimt lfkt J>vf sem f sfðasta blaði Lögbergs. Enda munu örf ir ljá öðru eins blaði hús sfn lengur. Svo langt er það stigið ofan í óþverrann, að slíks eru engin dæmi í íslenzkri blaðamensku. Það er komið út fyrir öll takmörk->að vera mótstöðu blað Það er hætt við að fjalla um menn og málefni með nokkuru viti, og er J>vf nú alstaðar forsmáð og fyrirlitið. Og f þvf ástandi verður það, J>ar til tunglmeina árarnir verða út úr því reknir og húsið sópað og prftt, og herskari engla er fluttur þar inn, í stað hinna illu anda. Boðskapur í vikunni sem leið lýsti Mr. Bor- den enn J>á einu sinni yfir stefnu sinni, í ræðu sem hann hélt í Hali- fax. Nær sú stefnu-yfirlýsing til allrar þjóðarinnar f Canada. Aðal- atriðin eru: Til þjóðarinnar í C a n a d a : Þingi er slitið. Báðir pólitfsku flokkarnir verða að sæta úrskurð- ardómi kjósenda fyrir stefnur og aðgerðir sfnar. Sfðan ég varð leiðtogi flokks míns hefir J>að verið hlutskifti mitt að ávarpa öll fylki og úthéruð í Canada, nema Yukon,ásamtflokks- bræðrum mfnum, og ræða Jdngmál. Stefna okkar er skýr, ótvfræð, á- kveðin, og alstaðar í landinu sú sama. Þingsaðgerðirnar sýna stefnu vora f landsmálum, sfðan sfðustu kosningar fóru fram. Itarlega er ekki hægt að fara út f málin í þessu ávarpi, en viðvfkjandi sumum f>jóð- málum á dagskrá í þessum kosn- ingum, leyfi ég mér að segja fáein orð um stefnu vora, sem vér hjóð- um þjóðinni, og hún verður um að dæma. Eitt meðal brennandi spursmála þjóðarinnar er flutningfæri. Skuld- bindingar þær, sem stjórnin í ákafa og flýti vill demba á J>jóðina f flutningsmálinu, eru áreiðanlegar til að útiloka þjóðina frá þjóðeign járnbrauta um heila öld; og sú stórvægilega J>ýðing á sjálfstjóm á okkar eigin flutningi og verzlunar- viðsKÍftum hefir f för með sér, að mál Jætta er er hið þýðingardýpsta og umfangsmesta mál, sem nokk- uru sinni hefir verið lagt fyrir kjósendurna í Canada. Hin vfð- leridu úthéruð og hin sívaxandi framleiðsla í landinu, knýr oss til að eiga eins hagfeld og ódýr sam- göngufæri og unt er. Oss er kunn- ugt, að J>jóðin er fús að leggja fram góðfúslega eins mikla fjár- upphæð og nauðsyn krefur til framfara landinu, og okkar stefna og meining er að umbæta flutn- ingsfærin bæði á landi og vatna- leiðnm. En vér heimtum, að þjóð- in fái það til eignar og umráða, sem hún borgar peninga fyrir. Landsfé á að brúkast f Canada, hjá þjóðinni sjAlfri, en ekki vera kast- að á glæ, til að auka verzlun og auðlegð útlendra hafnstaða. Vér viðurkennum í fylsta máta, að landið J>arf að fá betri flutn- ingsfæri. Meira starfssvið og lægri flutningsgjöld þarf að tryggjaland- inu. Ef vér notum gjaldþol þjóð- arinnar til þessara J>arfa, þá sporn- um vér við J>vf, að verzlunarvið- skifti streymi úr höndum vorum til erlendra keppinauta. Stjórnin leitast við að demba á þjóðina peningaábyrgð, er nemur 150 millfónum dollara, fyrir bygg- ingu á jámbraut, sem samkvæmt sckilmálunum er skaðræði fyrir pjóðarheill. Hinir frjósömustu og víðlendustu partar úr Vesturland- inu, eiga að gefast til félagsins, og allri brautinni skal vera stjórnað og ráðið af löggiltu auðfélagi, sem hefir þann ásetning, að sneiða oss arði og verzlun til hagnaðar utan- rfkis hafnstöðum og félögum. Vér mótmælum þessu og ætlun og stefna vor er að byggja braut, sem er þjóðeign og stjórnað af fólkinu í landinu, og er þjóðbraut í fylsta skilningi orðsins. Eg bið ykkur að skilja það í eitt skifti fyrir öll, að þér eiy ið að á- kveða um þetta sjálfir, hvort vér eigum að gera það eða ekki. Látið ekki leiða yður af nokkurri annari áeggjun, til að fylgja því gagn- stæða. Vér staðhæfum það, að ráðs- menskan á Intercolonial jámbraut- inni og á sérhverri annari braut, sem landið notar, á að vera laus við allan flokka hagnað og pólitík. Vér staðhæfum það lfka, að vér þurfum að útbúa og umbæta hafnir f landinu og lengja og bæta skipa- skurðina og vatnaleiðimar. Grundvöllurinn undir fjármála- stefnu Sir John A. Macdonalds 1878, er leiðarstjarna vor ennþá í dag. Vér viljum fóstra og endur- bæta þá stefnu, sem er landinu til stórheilla, það er vor staðföst stefna viðurkend opinberlega og haldin varanleg. Það er sú eina heilla- vænlega stefna, sem er við hæfi tfðar og þjóðar. Vort augnamið er að leita eftir því bezta fyrir þjóð- ina: varanlegum verzlunarviðskift- um fyrir Canada og canadiska framleiðendur, svo sérhver heiðar- leg atvinna, f hverri grein sem er, fái iðgjöld sín. Að verkamaðurinn finni ánægju og laun f starfi sfnu, f sanngjörnu hlutfalli við húsbónda sinn, og hann geti ávaxtað peninga sfna í öruggum fyrirtækjum, á einn eða annan hátt, og hluti og verzl- unarvörur, sem þjóðin þarfnast, sé hægt að framleiða eins sanngjam- lega og mögulegt er. Vér trúum á, að útlendir markaðir ættu að vera í gagnskifta skilmálum við oss, einkum þeir, sem eru innan tak- marka hins breska keisaradæmis, og ættu að vera aðal viðskifta brunnar vorir. Vér eigum að snúa oss aðallega til hins brezka markaðar með fram- leiðslu vora, þvf með því njótum vér Btórmikils hags og framfara í atvinnugreinum vorum. Þegar menn verða skipaðir í stjómarstöður, þá látum vér hæfi- legleika, karaktér og þekkingu ganga fyrir, en ekki flokksfylgi, en vér viljum vernda landsfé fyrir gripdeildum og þjófa fingrum. Vér spornum alt sem unt er á móti svikum, mútum og atkvæða- vélum í kosningum, eins og þjóðin hefir sætt nú að undanförnu, og landið sjálft verið svfvirt með. Trúandi á tiltrú yðar og festu, treystum vér því, að þér látið dóm réttvfsinnar fjalla um stefnu vora, og einlæglega treystandi að svo verði, þá leggjum vér þjóðmála- stefnu vora fyrir aðgerðir yðar, vitandi að verðleikar hennar munu öðlast samþykki þjóðarinnar 1 Can- ada. ROBERT L. BORDEN Ilalifax, N. S. 24. október 1904 Bækur og lestur Það hefir verið fleiri alda venja, að taka upp gamla málsháttinn: “Bókvitið er ekki látið í askana.” Það er ei ósanngjarnt að búast við þvf, að maður heyri ekki oft þenn- an málshátt glymja í eyrunum hér f Amerfku. En sú eftirvænting hefir látið sér til skammar verða. Tvisvar f dag hefir sá, er þessar línur skrifar, heyrt þenna málshátt vera hafðan yfir. En hans var nú einmitt sfður að vænta hér á meðal Vestmanna en Austmanna, af því oft er látið svo mikið yfir bóka- kaupum Vestmanna. Það má sjálf- sagt f vissum skilningi láta vel yfir bókakaupum þeirra, ekki sfst ef gengið er út frá því, að almanök og sálmabækur séu aðal-varan, þeg- ar um bækur er talað f almennri merkingu. Það er dagsanna, það kemur aldrei of mikið af þessum bókum út handa fólkinu. Það hef- ir verið sagt af merkum manni, að það mætti sjá á sálma'bókum þjóð- anna á hvaða andlegu þroskaskeiði þær stæðu. Það á mæta vel heima á meðal íslendinga, að þeir eru sólgnir í sálmabækur, enda eiga þeir margan fallegan sálminn þar. En í Winnipeg sýnast sálmabækur að vera meira helgidagaskart en lögmálsbækur. Það er sitt hvað annað að vingsast með sálmabók í hendinni tvisvar og jafnvel þris- var hvern sunnudag f einhverja kyrkju eða kapellu, he'dur en að brjóta anda og mál til hagnýtingar sér, sem íslenzka sálmabókin heflr í mörgum sálmum að geyma. Á hvaða sýningarsviði almanökin eru notuð, eða í hverjar þarfir nauð- synleg, yfirgengur líklega flestra manna skilning. Vaninn getur kanaske svarað til þess. - Það er svo sem alt öðru máli að gegna um ljóðabækur og ntstörf skáldanna, t.a.m. Gest Pálsson eða bækur handan um haf eftir stór- skáld. Fólk er ekki að frafárast aftur og fram með þær frá morgni til kvelds. Þær liggja heldur ekki f bunkum á borðinu í stáss-stofum, á borðinu í borðstofum, eða á eld- húshyllunni, eins og almanökin. Ef maður reyndi að ráða þessa gátu á vali bókanna, og samrýma hana við málsháttinn hér að fram- an, þá getur það tekið góða stund að finna orsök eg afleiðing. Það mætti hugsa sér, að fjöldinn hugsi sem svo, að af því sálmabókin er í vissum skilningi bókvits bók, og bókvitið kemst aldrei í askana, þá vil ég gefa hana guði og kyrkjunni, þau sjái sjálf um askana sfna. Aftur á móti er öðru máli að gegna um almanökin. í þeim er sarna sem ekkert af bókviti, en þau auglýsa mjölgrautaefni og fleira, sem ( ask- ana og magann kemst. Þá höfum við þau á matarborðinu í eldhús- inu, og alstaðar til prýðis. Þau eru vinir askanna, en bókvitið óvinur. Það er langt síðan Þeba á Egypta- landi stóð f blóma. En þar var bókfellahlaða í borginni, og uppi yfir dyrum hennar stóð: “Meðölin fyrir sálina.” Þetta áleit sú þjóð f fornöldinni, að bókvitið væri. Á einuin stað segir Carlyle f fyrir- lestrum sfnum, að bókhlöður og háskólar væru að eins forðabúr bókasamsafna. Þar geymdust ann- álar hreysti og drengskapar. Þar geymdust vísindi heimsins. Bæk- urnar séu vorra daga ráðgjafar og valdstjórn reynslunnar. Bacon segir í “Advancement of' Learn ing”: “Myndasýning mannvits og þekkingar geymast í bókunum. Bækur hafa þann kost, að þær leiðbeina öllum, og eru þvf öllum ráðgjöfum og vinum fullkomnarí fyrir lesendumar.” Gamli Cicero segir, að þær séu öllum óháðar. Milton segir f Areopagitica, sem hannerað verja prentfrelsi með: “Sá sem drepur mann, hann drep- ur ábyrgsta veru sem er guðs í- myndan; en sá sem tortímir góðri bók, tortfmir skynseminni sjálfri; hann tortfmir ímyndan guðs, eins og hún bjó í höfundinum og fram- leiddi sálarsjón hans.” Það verður skynsemin að játa, bæði fyrr og sfðar, að bók hvort sem hún er góð eða vond, er af- urðir af sálarsjón þess, sem ritar hana. í góðum bókum býr því og lifir hæztu og björtustu hugsjónir þess mannsanda, sem er æðst ráð- andi f mannlffinu. Að nokkuru leyti mætti líkja bókum við áfram- haldandi myndasýningar, sem ein- lægt eru að þroskast, verða frfðari og göfugri. Hver aldar mynd set- ur sfn merki á þá, sem henni eru satnfara, eða á henni lifa, eins og nú er tftt að komist sé að orði. Þess vegna eru góðar bækur afar- nauðsynlegar fyrir J>ft, sem halda áfram sama skeiðið og fyrirrennar- arnir. Hvert snillimenni er óefað geislabrot af þvf æðsta og bezta sem til er á þessari jörð, og stjórnar henni, og þegar verkum lista- mannsins er snarað á glæ tortfmsl- unnar, þí verðureinu ljósinu færra, einu geislabrotinu smærra, í helgi- dómum mannkynsins. En það er glatað meira, það eru glataðar lit- myndir þær og drættir, sem andi höfundarins hafði, á hérvistar- skeiði sfnu, af áhrifum samtíðar sinnar. Það er vitanlegt, að heim- urinn hefir tapað og t/nt /msu, sem hann hefir þekt og unnið, þótt hann hafi uppgötvað margt og m irgt, sem undanfarnar kynslóðir höfðu ei hugmynd um, f öðrum greinum. Sú töpun stafar af þvf, að sagan og mennirnir. sem þektu þau vfsindi, eru nú löngu horfnir sýnum vorra kynslóða. Mvað ætli fróðleik þessa tfma hefði komið verr, en bókmentir Grikkja, Róm- verja og Islendinga hefðu tapast, svo engar menjar væru nú þekkj- anlegar af þeim. Það er talað um þessa eða hina bók og rit, að það sé ómerkilegt og jafnvel skaðlegt að lesa þess háttar. En varlega munu flestir fræði- menn fara út f slfka fordóma. Ef ein kynslóð vill sjá sem glegst og réttast þær undanfömu, þá þarf að vera til skuggsjá, bæði af því háa og góða og smáa og ljóta. Hún þarf að sjá báðar hliðar, til að kom- ast að sannieikanum. Auðvitað em áhrif hins góða miklu heilla- vænlegri fyrir eftir komandi kyn- slóð. En til að sjá alt f skfru og sterku Ijósi, þarf það ófullkomna og veika, ljóta og vesæla, að fylgja með. Mannkyninu er svo undra margt áfátt enn þá, að ef ekkert nema það fegursta undanfarins i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.