Heimskringla - 24.11.1904, Page 3
HEIMSKRINGLA 24.N^VFMBER 1904
Eru þessir fremstir í röð: Chau-
«er, Shakespeare, Spencer, Mar-
lowe, B. Johnson, Milton, Dryten,
Prior, Pope, Gay, Young, Thomp-
son, Bums, Thomas Moore, Walter
Scott, Cowper, Byron, Shelley,
Keats og Tennyson. Þessir eni
höfundar í sagnvísi og heimspeki:
Bacon, Locke, Gibbon, Newton,
Addison, Swift, Goldsmith, S.
Johnson, Hume, Smollett, Robert-
son, Burke, Hallow, Macaulay,
Grote og Carlyle.
Hinir nafnkendustu skáldsagna
höfundar Breta, og sem við sögu-
smíðar fengust nær eingöngu, má
nefna þessa: Fielding, Sterne,
Cooper, Walter Scott, Lytton,
Disraeli, Charles Dickens, Thack-
eray, Charlotte Brokti og George
Elliot.
Sá síðast taldi er eitt hið mesta
tilfinningaskáld, sem uppi hefir
verið, ef eigi mest, á meðal brezku
þjöðarinnar. Charles Dickens var
skáld lægri stétta og óupplýstara
fólksins, en Thackeray var skáld
stórbokkanna og hærri stétta.
Hver st, sem les ritsmfðar þess-
ara höfunda, hann les enga “eld-
húss-rómana” eða ruslara-sögur.
Enn fremur má lesa annara þjóða
skáld og rithöfunda 4 enskri tungu.
Verkum þeirra flestra hefir verið
snúið meira og minna 4 ensku.
• ,
K. Asg. Benediktsson.
Nýr íslenzkur læknir
Þegar nokkur tök hafa verið á,
hefir Hkr. gjört sér það að skyldu
að flytja fréttir af fslenzkum náms-
mönnum hér í landi. Það er ekki
eingöngu ljúft verkogskylt, heldur
er það krafa sem blöð vor yfir það
heila tekið mætti gjarnan af hendi
leysa. Það má ekki minna vera
en að blöð vor láti sér að minsta
kosti vera jafn umhugað um
mentalega framför þjóðar vorrar
hér og efnalega, því 4 hvorttveggja
Þessu hvílir framtfð vor í þessu
landi verði hún nokkur.
Hkringlu hefir nýlega borist frétt
af einum landa vorum hér er
stundað hefir nám við læknaskóla
f Chicago og lokið þar námi með
lofsverðum vitnisburði.
Maður þessi erGfsli J. Gíslason,
sonur Jóns heitins Gfslasonar frá
Elatatungu í Skagafirði, og Sæ-
unnar Þorsteinsdóttur. Þau hjón
fluttust frá íslandi sumarið 1883
°g settust að f íslendinga bygð-
inni í N. Dak., sunnanvert við
i'íallson.
alþýðuskóla mentun sfna
íékk Dr. Gíslason í N. Dak., en
haustið 1897 innritaðist hann við
^esley College hér í bænum; þar
Tar hann í 3 ár og útskrifaðist
það vor úr “Previous” deildinni er
8Vo var kölluð.
^össu næst fór hann til Chicago
°g innritaðist við ‘Tllinois Medical
College” og dvaldi þar, þar til hann
é'tskrifaðist þaðan í vor með bezta
ntnisburði
^ Cfiicago naut Dr. Gfslason al-
eanrar hylli skólastjórnarinnar og
^rir gáfur sínar veitti skólinn hon
heiðurs verðlaun sumarið 1903,
^rlr að ná hæðstu einkunn í lfk-
Urðarfr;cði og eðlisfræði. Hann
Vfll* rv
g gjörður að aðstoðar kenn-
ara lægri bekkinga, í þeim sömu
greinuni, 0g er hann sá fyrsti nem-
an< i yið þa,jjj gjjöja er trúað hefir
trið fyrir þejm 8tarfa. í benslu-
grein þeirri er lýtur að augnalækn-
mgu (Ophthalmology) fékk hann
og sérstaka viðurkenningu íyrir að
8 ard ,lngt fram úr f þeirri grein,
enc !l lagði hann sig fram öðrum
fremur eftir Þeirri fræði) bæði
sun nemandi skólans ogsem prlvat
lærisveinn og aðstoðar maður frægs
sérfræðings og kennara f þeirri
grein.
Að öllu leyti má fullyrða að Dr.
Gíslason hafi komið löndum sfn-
um 'fram til stór sóma bæði sem
nemandi og prfvat-maður, meðan
hann dvaldi þar við skólann.
I sumar er leið flutti Dr. Gíslason
sig vestur til Dakota og gekk þar
undir lækna-próf ríkisins. Við
það próf fékk hann ágætis vitnis-
burð, og hefir hann nú tekið sér
aðsetur í bænum Grand Forks í
N. D., og sest þar að sem starfandi
læknir.
Hkr. óskar liinum nýja læknir
góðs gengis f framtfðinni, og vonar
að honum takist að gjöra margt
og mikið sér og löndum sfnum til
gagns og sóma.
Æíiminnincr
Hinn 20. október síðastl. andað
ist í Pembina, N. Dak., á heimili
tengdasonar síns, Jón Jafetsson
Reinholt, 72 fira gamall. Hann
var fæddur og uppalinn í Eyja-
firði, kominn af hinni ^alkunnu
Grenivfkur ætt. Móðir hans var
Ingibjörg Magnúsdóttir prófasts á
Hrafnagili. Langafi hans var Dið
rik Reinholt, þýzkur maður með
nafnbót, og þaðan er Reinholts
nufnið komið. Fjórtján ára gam-
all fór Jón sálugi til Kaupmanna-
hafnar að læra trésmíði, og dvaldi
hann þar f 6 ár, og varð fullnuma f
iðn sinni. Eftir að hann kom
heim aftur dvaldi hann á Akureyri
nokkur ár, fluttust síðan til Skaga-
fjarðar, og þar giftist hann Elínu
Sigurðardóttur, sem nú lifir hann.
Eignuðust þau saman 5 börn, 3
drengi, sem allir dóu ungir, og 2
dætur, sem náðu fullorðins aldri;
önnur dáin fyrir rúmum 2 árum;
hin, eina barnið þeirra sem nú er
lifandi, er Sigurjóna, gift Ólafi
Pálssyni, húsasmið f Pembina.
Jon sál. fluttist til Ameríku 1882
og settist fyrst að í Toronto, Can-
ada, og dvaldi þar í fimm ár, og
stundaði stöðugt smfðaiðn sfna.
Eftir það fluttist liann til Norður
Dakota, og var lengst af í bænum
Pembina. Fyrir 8 árum sfðan tók
hann hinn þreytandi sjúkdóm, sem
sfðast lagði hann í gröfina.
Jón sál. var þrekinn maður vexti
og karlmannlegur á velli, enda tal-
inn hraustmenni mikið á yngri ár-
um. Hann hafði stóra lund og
öra., en sáttgjarn var hann og göf-
uglyndur. Hann var tryggur og
vinfastur- í fylsta skilningi, en ekki
liafði hann alla að vinum. Hann
var íslenzkur í orði og anda og
unni öllu, sem íslénzkt er.
Þó hann hefði lftillar bókment-
unar notið, var hann fróðleiksgjarn.
Einkum hafði hann yndi af að
heyra og hafa yfir ljóðmæli, enda
var hann sjálfur hagorður, þótt
lftið bæri á.
Hann var trúmaður f orðsins
rétta skilningi; elskaði guð sinn
með barnslegri einlægni, en hafn-
aði öllum fordildar kreddum. Og
þegar hinn langvinni sjúkdómur
sýndist að hafa lamað hans líkam-
legu og andlegu krafta að mestu,
þá virtist trúaraflið óskert, og það
var aflið, sem styrkti hann á hinum
alvarlegu takmörkum lffs og dauða.
Að síðustu skulu færðar'innileg-
ar þakkir öllum þeim, sem heiðr-
uðu minningu hins dána með nær-
veru sinni. Og sérstaklega skal
okkar kæra og hugljúfa prests
Steingríms Þorlákssonar minst með
heitri þakklátssemi fyrir návist
hans og liuggunarrfka hluttekn-
ingu við gröfina.
Pembina. N. D., 6. nóv. 1904
Elín lieinholt
Orsök oct afleiðin^.
Skáldið og rithöfundurinn(l)
Sigfús B. Benedictson hefir f Lög-
bergi, dags. 8. Sept. síðastl. samið
ritsmíð mikla um mig, þar sem
hann telur mig vitskertann og fi.
þ. h.
Orsökin er f stuttu máli þessi:
Vorið 1899 bauð S B. B. mér
tíu dollara í peningum og framtíð-
ar glæsileg lffskjör á meðan ég
lifði, ef óg vildi gerast flokksbróðir
hans og ganga f flokk Liberala
stafa sannfæringu sinni. Hann
sótti fast á þetta um tfma, en ég
var ófáanlegur til þess að selja hon
um f hendur frækorn sannfæringar
minnar. Þetta er aðal orsök til
heiftrækni S. B. B. við mig, og af-
leiðingin varð sú, að hann hefir
sfðan hatað mig fyrir mótþróan
að verða ekki ginningarfffl h ans
og sfðan hefir hann leynt og ljóst
reynt að eyðiléggja álit mitt og
mannorð viö nágranna mína og
aðra og oft verið erginn yfir smá-
fengnum árangri viðleitni sinnar.
Nú eftir 5 ára áreynslu hug-
arstarfsins hefir honum tekist að
setja saman sér samboðið ritverk,
er hann svo sendir mér í áður-
nefndu réttkjörnu blaði fyrir slíka
eðlismynd höf.
Að svara öllum þeim slúður-
þvættingi, er mér ekki samboðið,
þvf ritsmíð Sigfúsar er samsett af
heiftrækniseldi, er þræðir sig og
brýst út gegnum alt hans velsæin-
issnauða andarhreisi. Allur sann-
leikurinn f grein höf. er þetta:
„Hann hefir verið heilsulaus f mörg
undanfarin ár, og orðið að þiggja
styrk frá nágrönnnm sínum“. Þessi
setning tilheyrir sannleika og álít
ég mér enga vansæmd að þiggja
gjöf. gefna af mannúðar gqfug-
lyndi og náungans kærleika af
þeim ástæðum er höf. nefnir. Það
sama hafa mér meiri menn gert.
En til að fyrirbyggja allan
misskilning á slúðurþvættingi höf.
þá skora ég hér með á hann að
sanna opinberlega og án falsvitna:
1. Öll illmæli og ærumeiðandi
sakir sem hann hefir á mig borið
í téðri Lögbergs grein.
2. Vottorð Dr. I. O. Grain f
Selkirk. læknis þess sem hefir
stundað mig í veikindum mfnum
um fleiri ára tfma, er sanni að ég
sé vitskertur.
3. Vottorð lögregluþjóns, sem
staðfesti þær sakir, er Sigfús hefir
á mig borið, að ég hafi ofsótt nokk-
ura manneskju með vopni.
4. Vottorð þeirra Argylebúa og
og N/íslendinga allra, er mig
þekkja, er höf. segir viti að hann
segi satt.
Verði ekki þessari áskorun
fullnægt með tilnefndri sannana
staðfestu innan 30 daga frá því
hún birtist almenningi og höfundi
S. B. Benedictson, þá bið ég les-
endur að skoða hann afhjúpaðann
öilum göfugum, mannúðar og
drenglyndis einkennum. En til að
sýna Anarkistanum að ég sé enn
þá gæddur fullu viti og ráði og
vitandi það fyrir fram, að Sigfús
gerir enga tilraun til að verða við
áskorun minni, þá gef ég honum
kost á að firrast æfilanga svívirð-
ingu orða sinna, með þvf að hann
afturkalh í Lögbergi hvert einasta
óhróðursorð mér og öðrum veitt í
téðri grein. Einnig skal almenn-
ingi hér með kunnugt, að hve mik-
ið sem S. B. B. hér eftir kann að
rita um mig af æruleysis óhroða,
þá svara ég honum ekki framar f
þessu máli.
BrúP. O. Man. 8. Okt. 1904.
Ölafur Torfason.
Frá Islandf
Eftir Fjallkonunni, 18. okt.
í stýrimannaskólanum f Reykja-
vík eru 46 nemendur. — í kvenna-
skólanum 49 stúlkur. — í barna-
skólanum 450 börn. — Tíðarfar
hefir verið hið versta hér um slóðir
f alt haust. Sífeldir umhleypingar,
stormar og stórrigningar, og blind-
byljir við og við. — Á Flensborg
arskóla er 57 nemendur, þar af 13 í
kennaradeildinni. — Uppskera úr
görðum sunnanlands hefir verið ó-
eanalega góð í haust; Guðm. Is-
leifsson á Stóru Háeyri fékk 106
tunnur af kartöflum og 80 af gul-
rófum upp úr görðum sfnum, sem
eru liátt á aðra díf^sláttu að flatar-
máli.
Eftir Fjallk , II, okt,
í Danmörku hefir f áliðnnm sfð-
asta mánuði verið kveðinn upp
dómur, sem vakið hefir miklu eftlr-
tekt og ánægju.
Drengur einn f Storehedinge var
grunaður um lítilfjörlegan þjófnað.
Bæjarfógetlnn var veikur, en sonur
hans, cand juris Klaumann, gengdi
! embættinu f forföllum föður sfns,
|og beitti pyntingum viðdrenginn.
Hann lét vekja hann um miðjar
nætur til yfirheyrslu, lót lögreglu-
þjón klæða hann úr skyrtunni og
strá kláðadufti í rum hans. Þegar
drengurinn fékst ekki til að með-
ganga, þrátt fyr'ir þessa meðferð,
lét hann lögregluþjóninu hýða
hanu.
Lengi vel sat drengur við sinn
keip, að hann væri saklaus. En
þar kom að lokum, að hann lét bug-
ast af pyntingunum og játaði á sig
þjófnaðinn.
En nokkrutn vikum sfðar náðist
f manninn, sem þjófnaðinn hafði
framið, og hann meðgekk. Málið
komst inn í rfkisþingið, og svo voru
tveir lögfræðingar skipaðir í rann-
sóknarnefnd.
Rannsóknin stóð yfir um eitt ár.
Klaumann þrætti. En lfkurnar
gegn honum' urðu svo rfkar, að
nefndin hefir dæmt hann f þriggja
mánaða fangelsi með venjulegu
fangaviðurværi. Lögregluþjónninn
er dæmdur f 14 daga fangelsi og til
afsetningar. Málinu verður að
sjálfsögðu vfsað til hæstaréttar.
“ N ” geislinn
Blaðið “London Lancet” flutti
nýlega grein um markverða upp-
götvun læknis eins í Lundúnum
(Dr. Hooker). Hann ritar blaðinu
að hann hafi með margra ára til-
raunum á lifandi og dauðum mönn-
um uppgötvað, að lfkamir manna
kasti geislum frá sér, sem, þótt
þeir sjáist ekki með berum augum,
séu samt svo virkilegir að með
vis8um áhöldum megi sjá þá. Ekki
að eins eru geislar þessir út frá
líkömum manna, heldur einnig frá
þeim hlutum, er þeir hafa hand-
leikið, svo sem bréfnm. Lækriir-
inn kveðst hafa sannað, að litur
geislanna fari algerlega eftir lund-
errti manna og kvenna. Læknir-
inn kveðst hafa flutt geisla úr sín-
um eigin lfkama yfir á dauðan
mann og frá honum aftur yfir á
endurskinstjald, sem jafnskjótt
breytti lit, eftir því frá hverjum
það meðtók glampann. Hooker
læknir segir meðal annars: “Geisl-
ar frá ákaflyndum mönnum eru
dökkrauðir, frá gæflyndum góð
mennum bleikir geislar, frá metn-
aðargjörnum mönnum gulir geisl-
ar, frá djúpt hugsandi mönnum
dökkbláir geislar, frá þunglyndum
mönnum gráir geislar, frá illmenn-
um leirlitir geislar, frá guðræknum
mönnum ljósbláir geislar, frá mönn-
um með sterka framsóknarþrá ljós-
grænir geislar og frá veikum mönn-
um dökkgrænir geislar. Hooker
læknir segist hafa fengið fyrstu
hugmynd um þetta af bréfi, sem
hann las fyrir meira en 30 árum.
Sjúkdómar
Einn af merkustu heilsufræðing-
um, sem uppi hefir verið, hélt þvf
fram, að sá maður sem hefði ó-
skemda lifur, gæti ekki fengið far-
aldsóttir eða smittandi sjúkdóma,
og hefir það æ komið betur og bet-
ur 1 ljós, að álit hans er nær því
undantekningarlaust rétt og satt.
Það er hlutverk lifrarinnar að leggja
smiðshöggið á að breyta fæðunni 1
blóð. Sé húnósjúkog í góðu á-
standi gerir hún það trúlega. Sé
hún spilt og sjúk getur hún ekki
gert það, og fara þá ýmsar óhollar
og eitraðar tegundir úr fæðunni út
f blóðið og úr þvf út um lfkamann.
Þær verða annaðtveggja, að grafa
út úr honum eða að setjast að.
Setjist þær að, þá valda þær sjúk-
dómum og dauða að endingu.
Til þess að halda lifrinni heil-
brigðri og f góðu ástandi eru engin
meðöl bet'i en “L. E.” meðöl Dr.
Eldreds. Þau eru líka sannreynd
að því, að lækna lifrar sjúkdóma
betur en öll önriur meðöl, sem þekt
eru. Sendið Sl.00 (að eins dollar)
til Kr. Ásg. Benediktssonar, 372
Toronto st., Winnipeg, og fáið lifr-
arveikis meðöl frá honum. Þið
munið fljótt sannfærast um ágæti
þeirra meðala, þegar þið hafið reynt
þau.
‘T. L.' Cigar
er laugt á undan, menn ættu ekki að reykja
aðra vindla en þá beztu. Búnir til hjá :
í WESTERN CIGAR FACTORY
S Thoj*. Lee. cigaiuli. 'WIJSrZSrXFEO-.
mrsasjw
........................"I
DEPARTMENT OF AGRICULTURE
AND IMMIGRATION
MANITOBA
með járnbrautakerfi sfnu, sem veitir bændum létt að koma
landafurðum sfnum til markaðar, býður óviðjafnanlega hagn-
aðarkosti öllum þeim sem verja fé sfnu í fylkinu.
Fylkisstjórnarlönd eru ennþá fáanleg fyrir $3.00 til $6,00
hver ekra.
Ræktuð búlönd í ölluni hlutum fylkisins fást keypt fyrir
$10.00 til $40.00 hver ekra.
Þessi lönd fara árlega hækkandi í verði.
NOKKRAR RÁÐLEGGrlNGAR
Hyggilegaste, aðferðin fyrir þá, sem koma til Manitoba
með þeim ásetningi að fá sér búlönd, er að vera nokkra daga
í Winnipeg og kynna sér legu og gæði landa þeirra, sem fáan-
leg eru, hvort heldur til kaups eða sem heimilisréttarlönd.
Til eru héruð, sem hafa verið bygð um margra ára tíma,
þar sem enn má fá heimilisrettarlönd og lönd til kaups. Sum
af löndum þessum eru sléttur, sem hægt er að rækta með litl-
um tilkostnaði, og sem hafa eins mikla frjósemi til að bera og
þau lönd, sem bezt eru þeirra er áður eru tekin. Önnur lönd
hafa góðar byggingar og eru yrkt að parti, svo auðvelt er að
setja sig niður á þau.
Til em fylkisstjórnarlönd og ríkissfjórnarlönd og jám-
brautarlönd, sem enn eru fáanleg.
Verðið er misijiunandi. Fr4 $3.00 til $40.00 ekran. Verð-
ið fer eftir afstöðu landanna og f tilliti til timburs, vatns, járn-
brauta og kauptúna, er á þeim eru eða í grend við þau.
Allar upplýsingar um heimilisréttarlönd fást á Dominion
Land skrifstofunni.
Upplýsingar um fylkisstjórnarlönd fást á Þinghúsinu.
Upplýsingar um C P.K. og C.N.ll. járnbrautalönd fást á
skrifstofum þessara brautafélaga.
Landagentar gefa upplýsingar um landeignir einstakra
manna.
Upplýsingar um atvinnu gefur
J . J. GOLDEIV,
Provincial Immigration Bureau,
617 Main St., Winnipeg
Heimskringla er kærkom-
inn gestur á íslandi
Dry Góods
—OG—
Grocery
búð, 668 Welbnpton Avemie.
veizlar rneð «Jskvns matvæl;,
aldini, elei vðru, fatnað oa fata-
efni, selur eins ódýrt eins og ó-
dýrustu búðir bæjarins og
gefur fagra mynd
í ágætum raintna með gleri yf-
ir. tneð hverju $5 00 virði sem
keypter. ísier,diti8um er bent
á að kynna sér vörurnar <>«
verðið í þessavi búð.
J. Medenek,
fi68 Wellinjtton Ave.
Woodbine Restaurant
Stærsta Billiard Hall 1 Norftvestnrlandin
Tiu Pool-borö.—Alskonar vín ogvindlar.
I.ennon A llebb
Eiarendur
MARKET H0TEL
146 PRINCESS ST.
A móti markaönum
P. O’CONNELL, eigandi, IVINNIPEG
Beztu teRundir af víi föngum og vindl-
um, aðhlynDÍuft cóð og húsið endur-
b»tt og uppbúlð að uýju
DOMINION HOTEL
523 XÆ^A-ITvr ST.
CaVOll A Spence, Eigendur.
Æskja viftskipta ísiendinga, gisting ódýr,
svefnherbergi —ágætar máltíöar. Petta Hol
er gengt City Hall, hefir bestu vlföng og Vind
—þeir sem kaupa rúm. þurfa okki nauösynle,
aö kawpa máltíöar, sem eru seldar sérstakar.
Brauð
bökun
er einföld, en verður
samt að vfsindagrein
þegar árum er eytt til
þess að hafa hana Ó-
breytanlega og jafna
dag eftir dag. Að-
ferð, efni og vand-
virkni gera
BOYD’S
BRAUÐ BEZT
#♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦
♦ f ♦
♦ Islendingar ♦
♦ í Winnipeg ♦
♦ ♦
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<♦♦♦
ttu nú að grfpa tækifærið og fá
auðvagninn minn heim að dyr-
luit> hjá sér á hverjum degi. Ég
yrgist yður góð .brauð (machine
idc), og svo gætuð þér þá líka
agið cakes flutt heim til yða^ á
igardögunum. Gefið mér ad-
ssu yðar ineð telefón nr. 2842.
G. P. Thordarson
591 Ross Avenue.
BOYD’S
McINTYRE block
’PUONE 177
8onnar& Hartley
Lögfræðingar og landskjalasemjarar
494 Jlain St, ... Winnipeg
R A. BONNER
T. L. HARTLWY,