Heimskringla - 05.01.1905, Blaðsíða 4

Heimskringla - 05.01.1905, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 5. JANÚAR 1905 WINNIPEG Hluthafafundur. Almennur hluthafafundur Heimskringlufélagsins verðnr hald inn á skrifstofu blaðsins, 727 Sherbrook e Street, Winnipeg, á mánudaginn 16. Janúar 1905, kl. 8. e. h. Hluthafar eru ámintir um að mæta á þessurn fundi. Winnipeg, 12. Des. 1901. FÉLAG8STJÓRNIN. Landi vor Jónas Oliver, sonur Jóns Ólafssonar Póstmeistara á Brú Man., andaðist snögglega á spftala hér, eptir jólin. Jónas sálugi var f þjónustu C. P. Ry. fé- lagsins, og tnlinn með beztu hrað- skeyta sendurum sem félagið hafði f þjónustu sinni. 2 rán hafa verið gerð f norður Winnipeg í desember ménuði, bæði á dagtfma, og 1 að næturlagi f>ar sem menn er um göturnar hafa gengið hafa verið teknir og ræntir fé sfnu. Allur óþjóða lýður sem til þessa bæjar kemur virðist safnast saman í norður bæjinn, svo að friðsamt fólk má aldrei ó- hult vera. Mest er þetta kent útlendingum sem hingað flutt hafa í tugum þúsunda tali á sfðustu 2 árum. Unitara söfnuðurinnn heldur Ársfund sinn að kveldi sunnudags- ins þess 8. þ. m Kosning em- bættismanna fyrir næsta ár, fer fram, og safnaðarlimir eru því beðnir að fjölmenna á fund þenna. Þorst. Borgfjörð, forseti. Herra Mattias E. Brandson héðan úr bænum og ungfrú Elín Sigurðar- dóttir frá Gimli, voru gefin saman f hjónaband í hans eigin húsi hér f bænum, þann 28. desember s. 1. af séra Fr. J. Bergman. Þessi hjón héldu síðan rakleiðis norður til for- eldra brúðurinnar á Giml. Hkr. ðskar þeim framtfðar vegs og gengis. ddson, Hansson & Vopni Selja hús og lóðir með betri kjörum en nokkrir aðrir f borginni Kirkja þjóðverja hér í bæ, brann talsvert í síðustu viku; sömuleiðis kom upp eldur f St. Andrews kirkj- unni, en varð fljótt slöktur og gerði litlar 8kemdir. Einnig brunnu 2 búðir á Main St. um mtnaðamót- in, og margir fleiri eldar hafa gert talsverðan skaða hér f bæ í s. 1. mánuði. Tjaldbúðarsöfnuður heldur Árs- fund sinn í Tjaldbúðarsalnum þann 16. þ. m.; óskað að sem allra flest- ir meðlimir safnaðarins sæki fund- inn. Sigurður Jóhannsson 1 Keewat- in hefir tekið að sér umboðBstörf fyrir Heimskringlu þar f bæ. Vér rildum biðja landa vora þar að snúa sér til hans með borganir fyr- ir blaðið og n/jar áskriftir. Vér óskum eftir sem flestum nýjum kaupendum og vonuum að landar vorir sem enn hafa ekki keypt blaðið gera það á þessu Ári. Það verður Heimskringlu hugðnæm Nyársgjöf. Þann 21, desember s. 1 gaf séra Rögnv. Pétursson f hjónaband þau herra C. A, Clark og ungfrú Guð. björgu Mattíasdóttir, Þórðarsonar frá Selkirk. Þau lögðu af stað til St. Paul Minn. Heimskringla óskar innilega til lukku. Að kveldi þess 31. desember gaf séra Rögnv. Péturssou saman í hjónaband, þau, Sigurð Danfelsson Hólm og ungfrú Sigríði Guðnýu Borgfjörð, bæði til heimilis hér f bænum. Finnið Oddson, Hansson & V o p n i, ef þér þarfnist f- veruhúBa; þeir hafa meira af hús- um til sölu og leigu en nokkrir aðrir f borginni og gefa yður betri skil- mála en aðrir ♦ 4fe jtk. m m ml a j*. jifc. ♦ J HÚS TIL SÖLU í 1 * ♦w mfwwwww ww* Ég hefi hús og lóðir til sölu víðs vegar f bænum. Einnig útvega ög lán á fasteignir og tek hús og hús- muni í eldsábyrgð. Office 41ö Main Street, Telephone 2090. M. MARKÚSSON, 473 Jessie Ave., Winnipeg Hagyrðingafélagið hélt skemti- samkomu 28.des. sl.; var Sig. Júl. Jóhannesson þar viðstaddur, og flutti ræður og kvæði. Hann hélt suður til Chicago daginn eftir, til að lialda áfram námi á læknisskóla þar; með honum fór héðan unnusta hans, Miss Haldóra Fjeldsted. Herra Björn Halldórsson, sem um s. 1. 3. inánaða tíma hefir verið suður f North Dakota, kom til bæjarins um nýárið og býst við að dvelja hér hjá börnum sínum um stund. Eftir útliti að dæma hefir Bjöm búið við alsnægtir þar syðra Vagnle8tagangi milli Winni- peg og Winnipeg Beach, hefir ver- ið breitt svo að nú fara lestirnar frá Winnipeg kl. 7.30 að morgni á þriðjudögum, fimtudögum og laugardögum og koma til W’peg Beach kl. 11. Frá W’peg Beach fer lestin kl. 12 30 og kemur til W‘peg kl. 5. e. h. Sögð er fjarska mikil korðviðar- sala f Winnipeg Beach í vetur, um 50 “Teams”draga þangað við suma daga. Bændur þarneðra eru f óða önn að riðja lönd sfn og gera sér peninga úr viðnum. Frostleysur og hiti um daga milli jóla og nýárs, það er óvana- lega gott veður um þennan tfma Ars.—Kalt sfðan. New York Life Insurance Com- pany er 60 ára gamalt á þe3*u ný- ári og hefir aukið yfir 340 millfón- um dollara virði af lífsábyrgðum við sig á sfðasta ári. Als hefir fé- lagið verið beðið um 500 millfónir dollara virði af ábyrgðum á árinu> en hafði að eins tekið við iðgjalda- borgunum fram að áramótum fyrir 341 millfónir. En svo hafði nokk- uð af ábyrgðum félagsins fallið f gjalddaga á árinu, svo að gildandi ábyrgðar-upphæð þess hefir aukist als meira en 180 mill. dollars. Þessi viðbót er 100 mill. dollara stærri en nokkurt annað lffsábyrgð- arfélag hefir nokkurn tíma áður bætt við sig á nokkru einu ári, og ber þetta óneitanlega vott um það traust, sem almenningur ber nú til þessa félags. Starfsemi félagsins á þessu sfðasta ári er meiri en hún' var á 40 fyrstu árum þess, fram að érinu 1885. Félagið hbfir á síðast- liðnu ári borgað f dánarkröfam 20! millfónir dollara og til lifandi fé- agsmanna 26 millfónir. Og þess \ utan lánaði félagið 16 millfónir| dollara til meðlima sinna gegn 5 prócent vaxtagreiðslu. Kristján ólafsson, 650 WiJliam | Ave., er aðal agent meðal Islend- inga fyrir þetta félag. þeir, sem hafa í hyg'gju að byggja f haust ættu að finna Oddson, Hansson & Vopni að máli því þeir hafa jörðina, trjáviðinn og allar nauðsynlogar vörur til húsa- bygginga. Dr. BEATH, 448 Ross Ave., er nú læknir fyrir stúkuna “ísafold”, | No. 1048, I. O. F. Var kosinn á sfðasta fundi f stað Dr. 0. Stephen- sens, sem eigi gaf kost á sér. Félagsmenn gæti þessa. J. KINARSSON, R.S. \ Thorsteinn Johnson, Ffólíns-kennari - 543 Vietor St. 1-12 tf Bólusýkin hefir gosið upp f Barnardo drengja heimilinu f Russell f Manitoba. Veikin hafði fluzt þangað með pilti vestan úr landi; 60 drengir eru sagðir undir álirifum veikinnar, en en[>á hefir engin þeirra lagst. Piltinum sein kom að vestan líður vel og læknar segja sjúkdóminn mjög vægan í honura. Samkoma J íslenzka Stúdentafélagsins í TJALDBÚÐINNI Þriðj udaginn 10. Janúar 1905 -» PROGRAM 1. Duet................................ ifÍKsen M. Anderson og B. Anderson 2 Instrumental Solo .......... Selected Emily Moi-ris 3. Vocal Solo, “She alone charmeth my sadness”.... Ck.Gounod H. Thorolfson 4. Ræða................................ Sjera Jón Bjarnason 5. Quartette Stúdentafélagsins...'...... 6. Recitation ......................... Miss V. Jfarold 7. Vocal Solo .................Selected Miss Scott 8. Ræða................................ Dr. 8. G. Blond B.A.. D.D. 9. Quartette Stúdentafélagsins 10. Cornet Duet ........................ Messrs. Alfred Albert and G. Guttormsson 11. Vocal Solo.........“Out on the deep” Th. Clemens 12. Recitation.......................... Miss Eelly 13. Instrumental Duet................... Misses IMy and Emily Morris 14. Vocal Solo .................Selected II. Thorolfson 15. Tableaux: Ilinar forsjálu og óforsjálu meyjar Trú, 'con og kærleikur ((iyðjur) ísafold. -K Inngangseyrir 25c ♦ ♦ ♦ Byrjar kl. 8 e. h Jólatrés-samkoma (AÐSENT). Jólatrés-samkoma Únitara safn- aðarins á aðfangadagskveldið, sem haldin var 1 salnum uppi yfir búð Björns Péturssonar á SargentAve., j var vel sótt og fór vel fram. Jóla- ! tréð var prýtt kertum og blómum o. fl., eins og venja er til, og var mörgum gjöfum hlaðið umhverfis , Það. Samkoman var sett með þvf, að sunginn var sálmur. Að þvf búnu flutti séra Magnús J. Skaptason stutta tölu og var góð- ur rómur gerður að máli hans. Stóitemplar Wm.Anderson st/rði samkomunni. Bauð hann fólkinu að setjast til snæðings, því kvenn- félags konur safnaðarins höfðu sett borð, hlaðin ágætnm vistum og fag- urlega prýdd á ýmsan hátt með jólakertum o. fl. Var svo öllum veitt kaffi. Að aflokinni máitfð ávarpaði sr. Stefán Sigfússon börnin nokkrum orðum og las upp þýdda sögu. Svo flutti B. L. Baldwínson, M. P. P., snjalla tölu; lauk hann miklu lofsorði á starf safnaðarins og kvaðst þess fullviss, að söfnuður- inn ætti góða framtíð fyrir hönd- um, þar sem svo margt ungt og efnilegt fólk hefði tekið höndum snman að vinna að þessu göfuga máleÍDÍ, göfugastu f sinni röð. — Starf prestsins hefði borið góðan ávöxt, enda stæði hann myndarlega f stöðu sinni. Þá ávarpaði forseti prestinn fyrir hönd safnaðarins og lét í ljósi á- nægju yfir þvf starfi, er hann hefði unnið, sfðan hann hefði verið ráð- inn prestur hans. Hann gaf yfirlit yfir sögu safnaðarins frá þvf er hann myndaðist, og þá breytingu, er á væri orðin, að þvf leyti að til- tölulega mikið fleira af ungu fólki fylgdi nú söfnuðinum að málum en fyrrum. Starf prestsins hefðireynst vinsælt og fyrir hans tilstilli hefði söfnuðurinn, þó hann lítill væri og fAtækur, ráðist 1 að byggja sér all- myndarlega kirkju, sem hann flytti nú bráðum f. í því sambandi vildi hann láta f ljósi, fyrir hönd safnað- arins, innilega hluttekning í þvf raunalega tilfelli, er komið hefði fyrir landa vora í Norðursöfnuðin- um lúterska, sem vér ættum marga vini og kunningja í, þar sem kirkja þeirra hefði stórskemst af bruila.— Síðan fól hann hr. Fr. Swanson á hendur að afhenda prestinum og frú hans gjafir tvær, nfl. ‘Combina- tion secretary and bookcsse” og “Dinner set.” Þakkaði séra Rögnvaldur Péturs- son fyrir gjafirnar og kvaðst finna sárt til þess, að hann væri óverðug- ur þess lofs, er um sig hefði verið sagt. Kveðst næstum blygðast sfn, drenghnokki, eins og sér fyndist hann enn vera, að gerast leiðtogi þessa flokks hér og prédika fyrir sér miklu eldra fólki. Gjafimar þakkaði hann innilega og öll þau hlýju orð til þeirra hjóna, er hefðu verið töluð hér f kvöld. Hann von. . aðist eftir að betri samvinna kæm- ist á milli félaga og einstaklinga, sem fylgdu svipaðri stefnu og vér. Únitarismns væri heill heimur og í þeim heimi væri enginn bundinn á bás, svo sem tíðkaðist f sumum öðmm kirkjulegum félögum. Inn- an vorra vébanda væri hið fylsta frelsi. Hann skoraði á sér færari menn, að styrkja og rita f málgagn vort, blaðið “Heimir.” Hingað til hefði hann unnið J>að verk að mestu leyti einn, og hvað það að ymsu leyti af vanefnum gert, en vonaðist eftir framvegis meiri að- stoð f þvf efni. í staðinn fyrir von í framtíð, væri oss að gera Únitar- ismus að virkileika í nútfð, og til þess vildi hann biðja alla góða drengi að vinna að, sem frjálslynd- um trúarskoðunum fylgja. Sfðasti ræðumaður var hr.Stefánj Thorson. Hann talaði um auglýs ' ingar og lýsti stóru auglýsinga- i spjaldi. er hann herði eittsinn séð og lesið báðumegin, og smáa rauða! letrið líka, þrátt fyrir öfuga ráð- leggingu. Einnig sagði hann lær-! dómsríka sögn nf kettinum og speglinum. mmmmm mmmmmn i HEFIRÐU REYNT? nPFWPvs ^ REDW00D LAGER EDA EXTRA P0RTER. Við ábyrfrjustnm okkar Blgerðir að vera þ*r hreinustu og beztu, og án als gruRgs. Engin peningaupphæð hefir verið spðruð við til- ^ búnine þeirra. Ö1 okkar er það BEZTA sg HREINA8TA og S t LJÚFFENÖASTA, sem fæst. 3 Biðjið um það hvar sem þér eruð staddir Canada, ■»- - g Edward L. Drewry - - Winnipeg, | L: 31 anntactnrer A Imperter, 3 Tumummu rnmmmm ! Hvi skyldi menn I n ♦ ♦ ♦ ♦ if ♦ borga háar leigur inni f bænum, meðan menn geta fengið land örskamt frá bænum fyrir GJAFVERÐ? Ég hefi til sölu land f St. James, 6 mflur frá pósthúsinu, fram með Portage Ave. sporvagna-brautinni, sem menn geta eignast með $10 niðurborgun og $5 á mánuði. Ekran að eins $150. Land þetta er ágætt til garðræktar. Spor- vagnnr flytja menn alla leið. I H. B. HARRISON & CO. i ♦ Baker Blk., 470 Main St.. WinnÍDecr ♦ Baker Blk., 470 Main St., Winnipeg Skrifstofa mln er f sambandi viö skrifstofn landa yðar PÁL8 M. CLEMENS, byggingameistara. vuuiuu.io, ‘'JBfíuigauiclAlui u. PENINGAR* og Bökunarefni, Egg, Mjöl og fieira sparast með þvf að nota 1:111: mm nm rowiiEK ^ sem ætfð hepnast vel. Engin vonbrigði vib bökun, þegar það er notað. Biðjið matsal- onn um það. —3 Terélaunamiðar I tmk Blue Ribbon flfg., Co. hvern könnn. WINNIPEG. - - MANITOBA miimimumtomim iuimimmmmm GTÖRIÐ ÞETTAJ Og þér munuð græða á þvf: Leggið peninga yðar f...... STATE BANK OF Yátryggið hús yðar hjá..... STATE BANK OF Borgið skatta yðar hjá .... STATE BANK OF Takið ábyrgð á uppskeru yðar hjá STATE BANK OF Fáið fasteignalán yðar hjá. STATE BANK OF JNO O. MILLS, féhirðir. HENSEL HENSEl HENSEL é HENSEL ! HENSEL Ég fekk að austan stórt úrval af skrautkö8sum, fulla moð bestu teg- uud af margskonar sœtmeti (Bon ! Bon Boxes). Þetta þarf ég að 1 verða af með fyrir jólin, ætla þvf ; að selja þau með nær því innkaups verði. Sum þeirra eru hentug fyrir jólagjafir. Komið og skoðið þau og annað, er ég hefi á boðstól- ' um.—Þetta er f búð minni á hom- , inu á Young St. og Sargent Ave. Yðar með vinsemd G. P. Thordarson. PALL M CLEMENS' BYGGINGAMEISTARI. 470 iflain Sf. Winnipeg. BAKERBLOCK. PHONE 2 7 1 7 J. J. BILDFELL, 505 MAIN STREET selur hús og lóðir og annast þar aö lát- andi stArf; ntvegar peningalán o. fl. Tel.: 2685 KJÖRKAUP Bozta gróðafyrirtæki viðvíkjandi bæjarlóða kaupum f Winnipegborg getið |>ið fundið út hjá C. J. COODMUNDSSON 618.Lapg>-ide St... Winnipeg, Man. Umon Grocery and Provision Co. 163 NENA St. horni ELGIN A V Odyr^^ Matvara Allar vörur fluttar heim í hús viðskiftavina vorra með eftirfylgjandi verði: 18 pd. raspaður sykur......$1.00 15 pd. mola-sykur.......... 1.00 9 pd. grænt kaffi.......... 1,00 25 pd. hrísgrjón .......... 1.00 Stór Molasses fata á .... 0.4O Soda Biscuits, 2 kassar á... 0.35 Ymsarteg. af sætabrauðipd 0.10 Baking Powder, 5 pd. kanna 0.40 Þorskur, saltaður, pundið.. 0.06 Kanna, besta Golden Sfróp 045 7 pd fata af Jam ........ 0.45 Sveskiur, 6 pd............ 0.25 Ffkjur 8 pd'.............. 0.25 Rúsfnur.4 pd.fyrir........ 0.25 Happy Home s' pa 7 stykki 0.25 8 pd. Tapioca............. 0.25 5 pd. Sago ............... 0.25 Og allar aðrar vörur, með kjör- kaups verði, hjá Fólk f nærliggjandi þorpum og sveitum, sem vildi njóta þess- ara kjörkaupa, getur pantað vörurnar og sent andvirðið með P'intuninni; skal þeim þá send- ast það, sein um er beðið. J. J. Joselwich 163 NENA ST. horoi ELGIN. Ave-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.