Heimskringla - 01.06.1905, Síða 2

Heimskringla - 01.06.1905, Síða 2
HEIMSKRINGLA 1. JÚNÍ 1905. Heimskringla PUBLISHED BY The Heimskringla News 4 Publish- ing" Verö blaösins 1 Canada og Bandar. $2.00 um áriö (fyrir fram borgaö). Senttil Islands (fyrir fram borgaö af kanpendum blaösins hér) $1.50. Peningar sendist 1 P. O. Money Or- der, Registered Letter eöa Express Money órder. Bankaávísanir á aöra banka en 1 Winnipeg aö eins teknar meö afföilum. B. L. BALDWINSON, Editor & Manager OflHce: 727 Sherbrooke Street, Winnipeg P.O.BOX 118. 'Phone 3512, Straumu rinn r Islendingadagurinn 2. ágúst 1905. Hér með augl/sist, að almennur fundur verður haldinn í samkomu- sal T.jaldbúðarsafnaðar, horni Sar- gent Ave. og Furby st., á mánu- dagskveldið 12. [>. m., kl. 8, til {>ess að ræða um íslendingadagshald hér f bænum þann 2. ágúst næstk. Núverandi nefnd leggur fram reikninga yfir hátfðahaldið árið sem leið, og sýnir hve mikið né er f sjóði á banka. Fundurinn kýs nefnd til þess að standa fyrir há- tfðahaldinu á þessu sumri og gerir aðrar ráðstafanir, sem nauðsynleg- ar kunna að álítast f sambandi við hátfðahaldið. í þessu sambandi má geta þess, að hin tvö sfðastliðin ár hefir sá al menni fundur, sem kallaður hefir verið til þess að kjósa framkvæmd- amefnd í þessu Isl.dagsmáli, ver ið svo laklega sóttur, að ekki hefir orðið af framkvæmdum og því orðið að kalla ^aman fund á ný áð- ur nefnd yrði kosin. Þetta má með engu móti svo til ganga í ár. Þess vegna skorar núverandilslendinga- dagsnefnd á íslendinga f þessum bæ og biður {>á að sækja nú vel þennan fund í Tjaldbúðarsaluum á mánudagskveldið þann 12. {>. m., svo ekki þurfi að verða töf á kosn- ingu n/rrar nefndarog öðrum und- irbúningi undir hátfðahaldið f ár. Vér bendum Islendingum á, að þar sem þetta er sá eini alþjóðlegi skemtidagur Islendinga á árinu, þar sem fólki er boðið úrval af margbreyttum skemtunum f sam- fleyttar 14 klukkustundir, og um $400 virði varið til verðlauna fyrir ýmsar íþróttir, og þar sem nefndar- menn leggja alla sfna krafta fram til að veita íslendingum eins góðar og hressandi skemtanir eins og föng eru á, — og fyrir sem næst enga borgun, — þá má ekki minna vera en að nefndin sjái svo mikinn viðurkenningarvott frá hálfu landa vorra hér f bænum, að fundur sá, sem nú er boðaður, verði svo vel sóttur, að hægt sé að útkljá það er- indi, sem þar á að vinna. Vér teljum víst, að íslendingar óski að þessum hátíðahöldum sé haldið áfram árlega eins og hingað til, og sýni því áhuga sinn fyrir málinu með þvf að kjósa þá menn til framkvæmda, sem lfklegastir eru til að leysa verk sitt vel af hendi. Þess vegna er það nauðsyn- legt, að fundur þessi sé vel sóttur þann 12. f>. m., — og það mælist nefndin alvarlega til að fólk vor geri. Komið sem flestir, landar góðir, og komið snemma! H F.l llMK Kl NGIíIJ 0(? TVÆR skemtilegar sögur fá nýir kaup. endur fyrir að eins §3í.OO. Hefði það verið staðhæft fyrir 5 árum sfðan, að Austur-Assiniboia mundi verða miðdepill vestur-fsl. landnáms, þá má telja vfst, að því hefði ekki verið trúað. En útlit er nú samt fyrir því, að svo muni verða. Landnám íslondinga f>ar, sem að mestu leyti hefir verið bygt upp á síðastliðnum 2—8 árum, er á all- stóru svæði umhverfis Quill, Foam og Fishing vötnin. Nýlenda þessi er nú orðin yfir 40 mflur á lengd og tala landa vorra þar mun vera orðin nokkur hundruð. Það mun óhætt að fullyrða, að ekkert íslenzkt landnám hefir feng- ið á sig meira álit en f>etta landnám er þegar búið að fá, ef ráða má af innflutningi landa vorra þangað. Vera má að vfsu að þettastafi nokk- uð af þvf, að sá tími er f>egar kom- inn, að farið er talsvert að minka um heimilisréttarlönd hér nær- lendis, og margir líta svo á, að nú fari að verða hver sfðastur til að ná f ákjósanleg heimilisréttarlönd, og vilja f>ví landar vorir festa sér bú- lönd áður en f>au verða öll tekin upp af annara þjóða fólki. Þess vegna hefir straumur landa vorra inn f landnám f>etta verið meiri en inn í nokkurt annað landnám þeirra á jöfnu tímabili. Mesti fjöldi af mönnum, sem áð- ur hafa haft aðsetur í Winnipeg, hafa fest sér lönd og flutt f>angað vestur. Mesti fjöldi einnig af Norður-Dakota búum hefir og flutt þangað og talsverður hópur úr Ar- gyle nýlendunni hefir og flotið með straumnum og enda nokkrir vestan af Kyrrahafsströnd. Jafnvel frá Brazilfu hafa komið Islendingar og sezt að í Quill Lake héraðinu, og enn má svo heita. að aðeins sé land- nám þetta í byrjun. Alt útlit er fyrir f>vf, að þar vest- urfrá verði öflug bygð og þroska- bráð, f>ví yfirleitt hefir safnast f>angað valið fólk á bezta aldri, hraust, duglegt og margt af þvf f góðum efnum, með peninga, lif- andi pening og búsáhöld, og með fulla þekkingu á hérlendum bú- skap og landrækt. Það getur þvf ekki hjá f>vf farið, að f>ar verði bygð mikil með tfman- um og hagur manna blómlegur, því vænta má að landnemar reki f>ar starfa sinn með dugnaði og þekk- ingarlegum hyggindum, umfram það, sem völ hefir verið á f öðrum n/lendum á fyrstu tilveru árum þeirra. Land þetta höfum vér ekki séð og getum f>vf ekki lýst því ná- kvæmlega, en sagt er oss að það sé jafn hentugt til griparæktar, sem akuryrkju með nægilegum skógar- jöðrum til girðinga, eldsneytis og skjóls og sumstaðar má einnig fá þar nægan byggingavið. Járn-' braut er væntanleg briðlega, er á að liggja eftir nýlendunni, auk f>ess sem akvegir eru sagðir [>ar góðir. Efasamt telja þó sumir af þeim, sem þangað hafa flutt, hvort loftslag sé f>ar svo hlýtt, að vonlegt sé, að hveitirækt geti þrifist J>ar eins vel og bezt gerist í öðrum ný- lendum. Um f>að getum vér ekki sagt með ákveðinni vissu, því enn þá er engin reynsla fengin fyrir f>ví, svo hægt sé að byggja fram- tíðaríætlanir á henni. En hitt er áreiðanlegt, og góðs viti jafnframt, að reyndir og greindir bændur úr öðrum bygðarlíigum, sem þar hafa ferðast um í landskoðunarerindum, hafa dáðst að fegurð héraðsins og landskostum þess, og margir af þeim hafa selt heimili sín f hinum n/lendunum og fest sér þarna bú- lönd, og má {>ví ætla, að þeir telji hveitirækt þar ekki aðeins mögu- lega, heldur einnig arðsaman at- vinnuveg, f>egar þeir eru búnir að búa landið undir ræktun. Vér höfum J>að fyrir satt, að enn- þá sé allmikið ótekið af ágætum löndum þar vestra, þótt óðum gangi á þau eftir þvf sem fleiri flytja þangað. En til f>ess eru línur þessar rit- aðar, að benda enn einu sinni land- lausum íslendingum á, að nú er hentugur tími til f>essað ná sérþar bólfestu, og það teljum vér rétt, að sem flestir þeirra geri. Herkostnaður stór- þjóðanna. Uppl/singar um það efni voru nýlega birtar í mánaðarritinu “At- lantic Monthly” og eru á þessa leið: Árið 1689 var pjóðskuld Breta ein millíón dollara, en árið 1713 hafði hún þokast Upp f 215 millf- ónir, vegna liernaðar, sem Bretar voru stöðugt f áþessu tíinabili. Svo kom 7 ára strfðið og jók skuldina upp f 695 millfónir; og um það leyti, sem Bretar unnu sigur á Na- póleon.var skúldinorðin 4,380 mill- íónir dollara. Vextir af þessari feikna skuld voru þá árlega orðnir 16 sinnum hærri, en öll rlkisút- gjöldin voru á dögum Williams og Mary. Útgjalda-áætlun Neckers rett á undan uppreistinni miklu á Frakk- landi, ákvað 100 millíón dollara út- gjöld á ári. Af hverjum dollar gengu 80c til herkostnaðar, I2c til eftirlauna hermanna, 4c til dóm- gæzlu og 4c til opinberra ve> ka, mentamála og trúmála. Eftir 30 ára friðartfmabil f Ev- rópu er nú árlegur herkostnaður þriggja stórþjóðanna svo sem hér segir: Bretl. Þýzkal. Frakkl. mill. doll. mill.doll. mill. doll. 1873... ... 12 83’ ui 1883... ... 135 101 160 1893... 166 173 1903... ... 345 217 200 Árleg vaxtagreiðsla pessara þriggja þjóða af herskuldum eingöngu eru 300 millíónir dollara. Á yfirstandandi tfma eyða Banda- rfkin til lierkostnaðar alls um 195 millfónuni dollara á ári, og talið víst, að sá kostnaður muni árlega fara vaxandi. Ruskin sagði eitt sinn, að menta- þjóðir heimsins samanstæðu af: (a) illa upplýstri, óánægðri og að mestu efnalausri alþ/ðu, (b) af verkfæri sem nefndist stjóm og að ains væri til þess gert, að leggja á skatta og eyða f>eim, og (c) af fáeinum auð- mönnum..........Þegar svo illupp- lýstu og efnalausu alþýðuna lang- aði til að eyða fé til lujrnaðar, eða annara heimskulegra og 'skaðlegra fyrirtækja, þá setti hún stjórnvél ina í hreyfingu, til [>ess að fá pen- ingalán hjá auðmannaflokkinum, og auðkýfingarnir legðu fram féð með þeim skilmálum, að [>eir mættu með lagahjálp stjórnai tólsins leggja skatta á alþýðuna um aldur og æfi. Á f>ennan hátt myndast þjóð- skuldir. Siðferði og trú. Eftir Jóhannes Siyurðsson. Þetta efni ætti vfst að tilheyra kirkjulegum tfmaritum, en ég lít þannig áþetta mál, að Heimskringla muni vera eina blaðið, sem vilji flytja mínar skoðanir, enda ekki eins kunnugur öðrum blöðum. Geta skal þess og, að ég rita eigi þetta vegna þess ég þykist allra manna færastur til {>ess, heldur af þvf, að enginn annar virðist hafa löngun eða vilja til að ræða slíkt. Málefni þetta cr sannarlega eins áríðandiog merkilegt fyrir fólk. er mentað vill kallast, eins og nokkurt annað mál- efni, sem um er rætt. Préstarnir ræða það aftur og fram og aðal- j kenning þeirra er sú, að enginn j geti mentaður kallast nema krist- j inn sé og engin dygð eða siðgæði | haldist við án kristinnar trúar. Núj er það öllum kunnugt, að meðal I fólks vors, svo að ég hafi þeirra orð, * er fjöldi manna ólúterskir og því | ekki kristnir; væri þvf eigi undar- legt, þótt einhver vildi bera hönd fyrir höfuð sér og sýna fram á, að það sé eigi rétt ályktað, að engin j menning eða siðgæði eigi sér stað j án kristinnar trúar, og það ætla ég! að leitast við að sýna, og um leið sýna, að siðgæði kristnu þjóðanna er ekki eins dásamlegtoggallalaust eins og ritstj. Aldamóta virðist á- lfta. Það virðist vera sama viðkvæðið næstum f öllum fyrirlestrum og ritgerðum séra Fr. J. Bergmanns, að hinar miklu framfarir og menn ing stórf>jóðanna sé alt kristindóm- inum að þakka, og um leið má skilja, að [>essi menning og þessar fram- farir séu svo ágætar og gallalausar, að [>að þurfi eigi nema að nefna þær á nafn, þá sö meint sú fullkomnun, sem hver maður eigi að sækjast eft- ir. Jafnvel sigurvinningar Japana í hinu hryllilegasta strfði, er upp hefir kotnið í heiminum, á að vera að þakka áhrifum hinnar svo köll- uðu “Kristnu menningar.” Er nú ekki f>etta eitthvað bogið ? Skyldi það eigi vera eitthvað ann- að en kristilegur guðmóður, er kn/r Japana móti fallbyssukúlum og allskonar morðvélum, er hin kristna siðmenning hefir framleitt? Skyldi kristindómurinn hafa útbúið heila þeirra með f>etta framúrskarandi vit og skilning á öllum nútfmans herútbúnaði? Mér sýnist miklu nær, að þakka það Búddatrúnni, ef það þarf að þakka f>að nokkru öðru, en þeirra eigin menningu, föður- landsást og ágætum heraga? En upphaf þessa strfðs er að kenna spillingu og græðgi hinnar trúuð- ustu þjóðar í Evrópu. Og hefði verið nær fyrir klerkinn að halda fyrirlestur um hið spilta og ókristi- lega hugarfar f>eirra, er hafa örlög þjóðarinnar á valdi sínu, en svífast ekki, að baka sínurn eigin þegnum allar þær voðalegu hiirmungar og kvalir, er strfðunum fylgja. Nei, alt er það ágætt og alt er það göf- ugt af þvf það eru kristnar þjóðir, sem þetta fremja. Eg sé ekki betur, en að herút- búnaður, orustur og öll sú græðgi og spilling, er stjórnehdur þjóðanna s/na, dragi ákaflega mikið úr því trausti, er klerkarnir reyna að pré- dika mönnum um hin ágætu sið- gæðisálirif kristindómsins. Ágirnd og valdagræðgi, knúin fram með vélum og manndrápum, hetír aldrei verið skæðari, en nú á 19. og 20. öldinni. Hinar miklu orustur Rfim- verja og Grikkja voru naumast nema barnaleikur hjá hinum voða- legu blóðsúthellingum f þessu yfir- standandi stríði milli Rússa og Japana. Eða getur séra Fr. J. B. komtð því heim við þá kenningu Krists: “ef einliver slær (>ig á hægri kinn f>fna,bjóð honum þá vinstri”? Þess ber vel að gæta, að ef krist- indóminum er þakkað alt f>að góða, er þróast hefir meðal kristnu þjóð- anna sfðan á Krists dögum, f>á verð- ur að {>akka honum eða kenna hið illa einnig. Þeir, er f>akka kristin- dóminum alt göfgi og réttlæti, virð- ast eigi gá þess, að göfgi og réttlæti var til áður en' kristindómurinn hófst. Sá, sem les sögu Grikkja og Rómverja, getur eigi dulist þess, að réttlætistilfinning, föðurlandsást og stundun allskonar vfsinda var á alt eins háu stigi og hjá mentuðu þjóðunumnú; meira að segja menn- ing Grikkja og Rómverja er að réttu lagi undirstaða hinnar evróp- isku menningar. Eða er það eigi svo, að enginn getur orðið doktor eða útskrifast af liáskóla eða aca- demi, nema hann sé f>aullesin f speki og vísindum Grikkjaog Róm- verja. Jafnvel guðfræðis kandi- datar þurfa þess með, og ætti þó biblfan að vera nægilega vel J>ýdd á Evrópumál, til þess að hún dygði sem aðallærdómsbók í öllum menta- greinum, ef hún á að vera aðalund- irstaða allrar sannrar mentunar, eins og klerkarnir kenna. Ég skil ekkert í þvf, hvernig jafn- sannleikskær og glöggur maður, sem séra Fr. B. er, getur gengið eins og blindandi fram hjá öllurn þeim liryðjuverkum og ósiðum, er magnast hafa ár frá ári með vax- andi menning Evrópu og Amerfku. Eða vill hann sem snöggvast lfta yfir glæpask/rslur f>essara þjóða, vill hann gá í kringuin sig og sjá, hvað framfer utan kirkjuveggjanna, jafnvel á sunnudögumhérna í Ame- ríku. Yill hann hlusta við dyr drykkjustofanna eða vændiskvenna húsanna? Getur maður farið mjög vfða um stórborgir þessara kristnu landa, svo ekki mæti manni spill- ingin og ólifnaðurinn? Jafnvel á strætum úti, er engin heiðvirð kona óhult, eftir að rökkva fer, að fara ein án verndar. Og hverniger við- skiftalffið og hið pólitíska líf? Alt þrungið af falsi og svikum. Nú er f>að upp komið, að hinn kirkjurækni Rockefeller er formað- Ur hinnar voðalegustu fjárbr igða svikamylnu, er upp hefir komið í heiminum. Hann ög félagar hans ræna þjóðina 500 milifónum doll- ara á ári (sbr. “Everybody’s Maga- zine”). Einu Bandaríkjablaði telst svo til, að 6000 manns sé myrt ár- lega í f>essu fyrirmyndar siðgæðis- landi. Þar með eru þó líklega tald- ir þeir, sem drepnir eru án dóms og laga, nefnilega svertingjarnir f Suð urríkjunum, sem oft eru teknir fyr- ir lidar og stundum aðeins fmynd aðar sakir og velt í tjöru og fiðri og sfðan brendir á báli. Og svo er þessi kenning, að trú- in hjálpi allstaðar til gengis og frama. Hvað á að hugsa um hina trúnðu Rússa, er allstaðar fara hall loka fyrir heiðinni þjóð, }>vl ekki eru allir hermenn Japana kristnir? Hvað á að hugsa um Búana, sem trúðu á frelsi og sjálfstæði næst guði og biblíunni? Þeir urðu að hnfga fyrir ofurefli hins kristna en drotnunargjarna Englands. Það er einkennilegt, að klerkur- inn fer mörgum orðuin um, hve miklum framförum Jnpanar hafa náð í öllu verklegu, en ekki minn- ist hann á, að siðgæðið eða ástin til meðbræðranna hafi aukist með þekkingu þeirra á kristnu framför- unum. Eg hofi það fyrir satt, að Japanar hafi sent sína lærðustu menn hingað til Bandaríkjanna, til að kynnast mentamálum og skóta fyrirkomulagi, og liafa f>eir sagt, að nmrgt gætu þeir lært af skóla- fyrirkomulnginu, en ekkert af trú- arfræðiskenslunni. Þeir álitu víst siðakerfi Budda fullkomnarar Eg hygg það sé áreiðanlegt, að bróður- kærleikur og göfgi er á alt eins háu stigi meðal Japana, sem hinna kristnu þjóða, og ég efast um, að Austurlandaþjóðir þekki eins marg- brotna glæpi og kristnu f>jóðirnar hafa af að segja. En ef kristna kenningin felur f sjer jafnmikinn kraft og Aldamótin kenna, hvers vegna þróast þá þessir voðalegu glæpir? Eða máske þetta, er ég liefi tninst á, séu engir glæpir? Eða máske góðgerðastofnanir og margir ágætir ræðuskörungar bæti það alt upp? Eg get eigi annað leitt út af þessu, en þann sannleika, að krist- indómurinn virðist ekki hafa neitt ineiri kraft en hver önnur trúar- skoðun, er þróast hefir samfara menning og þroska á löngu liðnum öldum. Það er eftirtektavert, að sfðan klerkarnir fóru að gefa þvf gætur, að ekki var til neins að hræða al- f>ýðu lengur á helvíti vellandi af eldi og brennisteini, er búið væri öllum er eigi trúðu, þá er brúkuð ný aðferð, og hún er sú, að telja alla, er eigi trúa, afrak og lireinsun veraldar, gáfuð óhræsi, sem séu spilt og afvegaleidd. Það er kann- ske dálftill munur á Rockefeller hinum kirkjurækna eða t. d. Gesti heitnum Pálssyni eða Þorsteini Er- lingssyni! Það er reynt að telja mönnum trú um, að trúleysingjar og þeir, sem ekki séu kristnir kom- ist eigi áfram f heiminum og séu sjálfuin sér og öðrunr til byrði og kvalar. Þetta er nú reyndar sama og vítiskenningin, aðeins önnur orð brúkuð, sem betur láta í eyrum, en það er saina skilningsleysið á eðlis- fari efaseminnar og sannleiksleit- unarinnar. 011 efasemi á viðtekn um skoðunum á að vera sprottin af illu, afvegaleiddu hugarfari. En slfkt er alt hin mesta f jarstæða og má eigi mótmælalaust vera. (Niöurlag nœst). Uppvakning eða andatrú. (Eftir Vestra) Motlo: “Pað or bœ&i voöi og vandi, að vokja upp draug.” Þjóðv. Að vekja upp draug, var einu sinni álitin algeng fj>rótt liér á landi. En ekki var það heiglum hent, af J>vf að uppvakningarnir voru oft all-ófrýnilegir, er þeir voru sviftir grafarkyrðinni. — En ef uppvekjari (o: galdramaðurinn) var nógu kjarkmikill til að sleikja upp skilningarvit draugsa, þá var upp- vakningurinn algerlega á lians valdi úr þvf.-------Þeir, sem lesið hafa fslenzkar þjóðsögur vita í livaða skyni þetta var gert og hvernig [>að gafst. Eg veit, að þess þarf naumast að geta, — að nú trúir enginn ment- aður maður, með lieilbi igðri skyn- semi, að þessar uppvakningar hafi nokkurn tíina átt sér stað. Hitt er aftur á móti hverjum mentuðum manni Ijóst, að á öllum öldum hafa verið og eru til enn, þeir andlegir aumingjar, bæði svo nefndir lærðir og ólærðir, sem trúa þvf, að þeir geti haft mök við fram- liðna, og fengið að vita hjá þeim bæði orðna og óorðna hluti. Hefir þetta verið nefnt á nútfðarmáli “spiritism” eða “spiritualism” og á voru máli “andatrú” eða “drauga- trú”, sem er eitt og hið sama. Hið fyrra orðið þykir nú “fínna” og er því notað af all-flestum — einkum áhangendum þessa flokks,sem þyk- ir sér óvirðing ger með hinu. Andatrú hefir átt söl- stað frá ómunatíð, eins og áður er ávikið, en upphaf félagsskapar f þ i átt, er venjulega talið frá árinu 1848, og átti upptök sfn f Ameríku, eins og svo margt annað, sem nú er alment nefnt “ameríkst humbug”. Breidd- ist félagsskapur þessi (o: “modern spiritualism”). liröðuin fetum þar út, og barot aíðan út um allan hinn mentaða heim. Hreyfing þessi byrjaði hjft ætt þeirri, er Fox nefnd- ist, árið 1848, eins og áður er sagt, og er merkileg hending, livað vel nafn það á við félagsskap þenna.*) — Dætur Fox gamla póttust verða varar við óskiljanleg högg, og við nákvæma rannsókn varð niðurstað- an sú, að a n d i (!) vörusala nokk- urs, er J>ar liafði verið myrtur, væri valdur að þeim. Fengu þær systur vald yfir anda þessum, og gátu lát- ið hann gefa sér vitneskju um /m- islegt yfirnáttúrlegt, með þvf að gera höggin reglubundin Sjálfar urðu þær svo hinir fyrstu svo nefndu “iniðlar” eða “meðalfæri” (“medium”) sem kalla andann fram (o: vekja upp). — Þegar andinn var kominn yfir þær (djöfullinn hlaupinn í svfnin?) f>óttust þær ósjálfrátt gefa sviir upp á ýmsar spurningar, er fyrir þær voru lagð- ar.------Þetta flaug svo eins og eldur í sinu, og varð ýinsum óldut- vöndum mðnnum að fjárþúfu — af þvf, að flestir vilja gefa mikið til, að fá að vita uin framtfðina og Iffið hinum inegiu — og [>að eru miðl- arnir fróðir um. Enginn getur sagt um {>að, að óreyiulu, hvort hann sö fær til að vera miðill eða ekki, — ekki einu sinni andatrúarmenn sjálfir. — Það er með það eins og dáleiðslu (hyp- notism), að þeir, sem ekki eru taugaveiklaðir (eða svikarar), þeir reynast óhæfir til slfks. Dómur mentunarinnar og vfs- indanna yfir andatrúnni hljóðar í fám orðum f>annig: Næstum þvf hver einasti miðill, sem opinber- lega hefir verið reyndur, hefir orðið uppvís að svikum eða hrekkjum, sem list hans hefir bygst á. Aðal- hneyxli andatrúarinnar er f>ó í þvf fólgið, hversu mjög hún hvetur menn til siðspillandi verzlunar með lognar vitranir. Það, sem hér að framan er sag um andatrúna, er aðallega tekii “ Encyclopædia Britannica ” o; munu flestir mentaðir menn álfti f>að meir að marka, en þvaður ísa foldar og Fjallkonunnar um f>etti mál. *) Fox þýðir á ísl. Wagðarefur,

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.