Heimskringla - 01.06.1905, Blaðsíða 3

Heimskringla - 01.06.1905, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 1. JÚNÍ 1905 Má sannarlega kalla það “sorg- legt tákn tfmanna”, að vér Islend-1 ingar skulum hafa slíka andlega leiðtoga í byrjun 20. aldar, sem rit- stjóra þessara blaða. Ef þeir eru sjálfir svo'taugaveikl-1 aðir að trúa hégóma þessum, þá eru þair brjóstumkennanlegir aum- ingjar, en ef þeir gera það móti betri vitund, í þvf trausti að ait megi bjóða íslenzkri alþ/ðu, — f>á ætti þjóðin að s/na, að hón kunni að meta slfka leiðbeiningu með f>vf, að senda f>eim þennan fróðleik sinn heim aftur. Ritað á fyrsta sumarda* 19'’5. OuSmundur Bercjsson. Port Arthur í hershöndum ÚTDRÁTTUR úr prroin oftir Richard Barry, hinn eina amorík anska fréttaritara sem var sjónarvottur að umsátri Japana um þetta öflu^a rússneska vígi. (Framh.) Með þeirri einstóku nákvæmni og vandvirkni, sem ein- kennir Japana fremur öðrum þjóð- um, hafði herforingjaráðið f Tokyo sagt fyrir um, hvernig áhlaupunum á borgina skildi hagað. Með f>ví þann 9. ágást að ná tveimur út- virkjum, er nefndust “Stóri og litli munaðarleysinginn”, var veg- urinn ruddur fyrir hinni fyrstu af fjórum aðal atlögunum. I þessu áhlaupi var áformað að veitast sér- staklega að 12 stórum virkjum,sem voru utan í austara klettabeltinu, ásamt með Kínamúrvegnum, sem hafði verið vfggirtur eins og áður er sagt, og sem maður gæti kallað mænuna í þessum virkja hrygg. — Það var barón Kodama, aðstoðar- yfirmaður herforingjaráðsins, sem hafði lagt á öll ráðin viðvfkjandi atlögunum og umsátrinu, bæði að því er snerti sóknina á landi og eins afskifti Togo flotaforingja af bardaganum sjávarmegin. Barón Kodama er lftill maður vexti, en hanu er mesti vitsmuna- maðurinn f her Japana, og má heita “sverð og skjöldur” þjóðar sinnar. j Það var hann sem bafði allan veg og vanda af að samankalla herinn. I Kodama var landstjóri á Formosa j eyjunni f 10 ár og í 2 ár hermála- ráðherra Japana. Það var hann, sem kom samgöngum þjóðarinnar ^ á sjó og landi f svo ákjósanlegt horf, að honum varð auðið að fram- kvæma hið mikla þrekvirki, sem allur heimur hetir sfðan dáðst að: að leiða herinn með öllum útbún- aði slysalaust gegnum Kóreu á sex mánuðum. Kodama er Kitch- ener Japana. Það var þvf hann, sem sérstaklega sagði fyrir um, hvernig borgina skildi vinna. Og J>ó hið fyrsta áform hans mistækist, eins og sfðar mun verða greinileg- ar frá skýrt, |>egar álilaupið mikla 19. ágúst kemur til siigunnar, — þó var [>að ekki hans ráðum eða útreikningi að kenna, heldur hinni ágætu vörn Rússa og sérstaklega landslaginu kring um Port Arthur. Nogi herforingi var valinn til þess að koma fyrirætlunum Kod- ama f framkvæmd. Nogi var stór- skotaiiðsforingi í vinstra fylking- ararmi hersveitar þeirrar, er lagði Port Arthur undir sig á einum degi fyrir 10 árum sfðan. En þt voru það Kfnverjar sem vörðu staðinn. Nogi er hinn lierkænasti maður og duglegur stórskotaliðsforingi. En hér dugði hvorki herkænska né stórskotalið. Nogi löt það þó ekki vaxa sér f augum, því hann er mik- ilmenni. Nokkuru áður en hann fór að heiman til þess að berjast móti Rússum í Manchuria, hafði elzti sonur hans, Slioten, beðið bana á vígvellinum. Hann liafði klifrað upp hinn háa Nanshan tind og var skotinn til dauðs um leið og hann klauf rússneskan her- foringja, sem stóð hinnmegin við brjóstvömina, f herðar niður. — Lfkið kom til Tokyo daginn áður en Nogi lagði af stað, og sagði hann þá við konu sfna: “Frestaðu greftruninni, góða mfn, þangað til við Hoten (yugri bróðir) verðuin ^endir þeim, svo við getuin allir farið f söinu gröf.” Hoten fór með föður sínum og var undirforingi. Þann 18. ágúst var seinasta áhlaup- ið gert á “203-metra hæðina”. Eng- inn tók þátt f þeirri för nema af frjálsum vilja.þvf það var sama sem að ganga í opinn dauðann. Hoten var foringi þess flokks. Þeir náðu vfginu. En Hoten kom ekki aftur, hann fór til bróður sfns. Hugrekki og herkænska var auð- vitað ómissandi hér eins og anfiars- staðar, en til þess að yfirvinna Port Arthur tók mikilmenni, — mikil- menni eins og Grant gamla, sem gat barist heila sumarið og vetur- inn ineð eftir sama stryki. Og Nogi er einmitt þess konar maður. Hann er maður liærri vexti, en Jap- anar alment gerast, um 5 fet og 10 tommur. Hann er skolbrúnn að hörundslit og skorpinn og hrukk- óttur f andliti eins og gamalt bók- fell; skeggið er snjóhvítt, nema ögn ídökt nærri rótinni, augun eru smá en breitt á milli þeirra, tennurnar Ijómandi fallegar, nefið lftið en beint, ennið breitt og hátt. Hann varð að sæta hörðum átölum af hálfu landa sinna, sem heima gátu, meðan á umsátrinu stóð, og var honum fundið einkum tvent til saka: I fyrsta lagi það, að honum tókst ekki að yfirvinna Port Arthur samkvæmt fyrirætlunum foringja- ráðsins, og í öðru lagi, að hann hefði lagt lff manna sinna um of í sölurnar. Ef vér lftum tii baka og virðum fyrir oss leiðangur Urants gamla frá “Obygðunum” gegnum Cold Harbor og Spottsylvania til Petersburg og Richmond, þá sjáum vér eins og f skuggsjá viðureign Nogis við Rússa í Port Arthur. Hin þunga gaddakylfa mölvaði hið beitta sverð sunnanmanna f viður- eign þeirra við Grant f norður Vir- ginfu forðum. En við Port Arthur var það hamar Þórs, sem muldi einn af hinum mörgu þussahausum hins uppblásna keisaraveldis. Þá lyftuNorðurrfkinupp höndum með heilagri vandlætingasemi og gáfu Grant auknefnið “slátrarinn”, og sama uppnefnið gáfu Japanar þessu sínu tnikilmenni, sem að lokum lagði Port Arthur að velli. (Meira). Sumarmorgunn. Sólin hellir glóandi gulli Gegnum skýin — steypi regni, Tindra steinar á grænni grundu, Grunnuvogum er lileypt í loga, Glampa olíuljós á lömpum Linditrjánna, en bygðin sindrar, Undralog á öllu tendra Endurborna dagsins hendur. Kátur vindur kyssir sundið, Kvikasilfur í fjörum blikar, Silfurstraumur á sandi glymur Sunnan af engjalöndum runninn, Glitra baugar, sem bárur eiga Bjartari en glingur á konungs- , tingrum, — Ljósa sundsins svásu myndum Sundra ekki tundursnekkjur. Engjarósir með rjóða vanga Róla sér f ljósi sólar, Grösin meðal blóma brosa, Blakta fánar á mösurtrjánum, Merkurþjóðar kvak og kliður Kveður við á báðar ldiðar, Ganga hjarðir um gróinn svörðinn j Glaðar f bragði og nema staðar. — Nú er sumar í sveitina komið, Sælutíð með ást og blíðu, Fegurðartíð með frjálsa skoðun, J Fremdartfð með dvergasmfði, Fjfilgunartfð, sem friður helgar, Frelsistfð, sem er laus við helsi. Núer sumar um hauðuroghiminn, Hrifið er alt, sem vakandi lifir. — Ljós og ylur ljómandi sólar Lffið glæði í fólksins æðum, Veki fræið f andans ökrum, 1 Uppskeru þjóðunum gefi-f Ijóðum, I Láti öxin að vonum vaxa, Veiti snauðum daglega brauðið, Liljura skreyti lffsins brautir, Láti gróa blótn þó snjói. O. J. G. S t ö k u r. Þegar æskan unga brá Ástar vefur faðmi, Skyggir ljósin ekkert á Inst í vonar baðmi. En þegar æskan fellur frá Fer að mæðu raunin; Á hrygðar fölvri harma brá Heimsins sérðu launin. Agúst Einarsson. Þörfin fyrir óháð blað. Heiðraði ritstj. Hkr.! Ég get ekki leitt hjá mér að minnast á grein þá f Baldri, sem hefir ofanritaða fyrirsögn, og að mér finst hver rétthugsandi maður geti fundið, að liún er grunduð á tffegnri eigingirni og ósanngirni gagnvart rétti og hagsmunum ann- ara. Þar segir, að enginn Islend- ingur um vfða veröld geti haft óhag af því, að járnbraut lægi gegnum Gimli þorp. Það má vel vera, að svo sö, en svo njóta þó til- tölulega fáir aðrir menn nokkurs hagnaðar við þá brautalagningu en Gimli þorps búar einir, og þeir eru tiltölulega mjög fáir til saman- burðar við mannfjölda allrar ný- lendunnar vestur og norður frá Gitnli þorpi, sem vitanlega hefði mjög óþægileg not af brautinni, ef hún lægi um Gimli þorp, — niður við vatn, svo að segja f útjaðri suð- austurhorns nýlendunnar. Einnig eru fléstir íslendingar nærri vatn- inu og geta notað vatnsleiðina bet- ur sér til hagsmuna en hinir, sem búa lengra vestur f landinu, svo sem Þjóðverjar og Galicfumenn. Þvf þó járnbraut lægi nokkrar míl- ur fyrir vestan Gimli þorp, þá er engitfn þjóðflokkur í þessu landi, sem betur er settur með flutnings- færi um láð og lög, heldur en Ný- J fslendingar, þegar brautin er komin til nota. Baldur er að einhverju leyti tengdur Lögbergi, að minsta kosti f ómannúð og ósanngirni, því bæði blöðin halda þvf fram, að brautin ætti að liggja um Gimli þorp. Það vœri engin stjórn svo fávfs að leggja fram stórfé til járnbrautar, bara til að þóknast 200 til 300 manns, sem búnir væru að liýma aðgerðalitlir f nærri 30 ár, en setja hjá það svæði, þótt að eins væri þar 3—4 ára bygð, er hefði marg- falt meiri búnaðarð að láta flytja. Það er þvf röttmætlega og göfug- lega hugsað, að 1 ta brautina liggja þar um land, sem flestum geti orðið mestur hagur að, bæði búendum og þeim, sem leggja fram föð til braut- arinnar. En hvernig heilabú aumingja Lögberga hefir getað fundið út það segulafl í þeirri voldugu hafnar- bryggju á Gimli, sem lilyti að draga til sfn járnbraut. Það er mér ó- skiljanlegt. Eða mundi ekki Hnausabryggjan hafa sama að- dráttarafl og Ilnausabúar sama til- kall til að fá járnbraut lagða beint til sfn, eins og Gimli þorps búar þykjast hafa, svo að brautin með þvf móti gæti legið tneðfram vatns- ströndinni, til sérstakra hlunninda fyrir þá eina, er byggja við vatnið og með þeirri beinu afleiðingu að útiloka alla þá að miklu leyti frá brautum, er bygðu lengra vestur f landi. Flestum mun hafa skilist til þessa tfma, að bryggjan aðallega væri bygð til umbóta skipalagi við Gimli fyrir öldufáka vatnaleiða, en ekki fyrir vagnstöðvapall eimlesta. Og þvf skyldi ekki, ef nokkur hlið- sjón er höfð af framtfðar velferð allra héraðsbúa, brautin liggjavest- ur f landinu, svo sem 4—5 mflur frá vatiý, þá lægi hún sem allra næst eftir miðri sveitinni endi- langri. Og þá skilst mér að mark- aðsstöðvar nýlendunnar væru bezt settar, er sótt væri til þeirra hæfi- lega langan veg frá báðum hliðum brautarinnar. Og þannig finst mér hvert óháð blað mundi skoðu það mál, eða f hverju er það liaganlegt fyrir íbúa sveitarinnar, að eiga þann kost í framtfðinni, að flytja og sækja allar vörur sínar í suðausturhorn sveitar- innar, í stað þess að hafa aðal- markaðinn f beinni línu eftir mið- biki héraðsins. Vissulega væri þörf á óháðu blaði til að ræða þotta inál með rök- semdum, sanngirni og ósérplægui. Þvf enginn maður mun neita, að hér sé að ræða um afarþýðing- ar mikið velferðarmál bæði fyrir nútfmann og þó sérstaklega fyrir framtfð bygðarinnar. Eða ernokk- urt vit eða sanngirni f að heimta, að stjórn og félag leggi lag sitt saman til þess að byggja einhliða járnbraut,er aldrei gæti borgað sig, en sleppa svœði, er almennings- heill væri f stórum framförum og flutningsarður þvf margfaldur, er tfmar lfða. Þetta er þó það, sem Lögberg og Baldnr jórtra á, að Gimli þingmað- urinn ætti að gera, — að öðrum kosti má liann ekki njóta sann- mælis fyrir framkomu sína í þessu velferðarmdi Gimli-sveitar. Það er víst að mikil þörf er fyrir óháð blað, að ræða mál þetta. En svo er sú bót í máli, að skynbært fólk á það á valdi sfnu, að athuga málsástæður allar þessu viðvíkjandi án tillits til þess, sem ofstækisblöð vissra flokka segja um það. Selkiik, 11. maí 1905. ólafur Torfason. Spurningar og svör. Ég er í nokkur ár búinn að búa á “odda” landi og hefi borgað sveit- arfélaginu fullan skatt af landinu. Ég hefi bygt hús og girðingar, og yfir höfuð gert öll þau verk, sem vanalegt er, að vinna á landi í þeirri von að geta á einhvern hátt fengið rétt á landinu. Nú vil ég spyrja: Hefir nágranni minn, sem býr á annari section og við hliðina á ábúðarlandi mfnu, rótt til að beita gripum sfnum á engi mitt? Hefir hann ri^t til að brjóta og rífa niður girðingar mfn- ar og reka þar gripi sína um ? Eða höfum vi'1' báðir jafnan rétt til af- nota af landi þessu ? Fáfróður. Svör. — 1. Nágranni þinn hefir engan rétt til að beita gripum sfn- um á engi þitt. 2. Nágranni þinn hefir engan rétt til að brjóta eða rffa niður girðingar þfnar frekar en að rffa mður hús þfn. Hann hefir engan rétt yfir landi þvf, sem þú ert á, húsum þess eða girðingum. Með málsókn getur þú kent nágranna þfnum lexíu, sem lionum virðist þörf á að læra. 3. Þið hafið ekki jafnan rétt til afnota af landi þvf, sem þú situi á, hvort sem landið er eign þfn eða ekki. liits'j. Dánarfregnir. Hinn 13. apríl sfðastliðinn and- aðist að heimili sínu í Árdalsbygð, eftir langvarandi sjúkdómslegu, konan Guðbjörg Þorláksdóttir, fædd 6. apríl árið 1857, á Galtarstöðum í Árness/slu á Islandi. Voru for- eldrar hennar Þorlákur Pálsson og Marfa Friðfinsdóttir. Guðbjörg sál. ólst upp hjá for- eldrum sinuui, þar til hún var 17 ára að aldri, að hún fór sem vinnu- kona til Erlendar Þorvarðarsonar, bónda á Velli f sömu sveit, og dvaldi hún þar 3 ár. Þá fluttist hún austur f Rangárvallasýslu og lifði þar í 6 ár með eftirlifandi eig- inmanni sfnum, Þórði Einarssyni. Árið 1883 fluttu þau suður í Garð f Gullbringusýslu og lifðu þar unz að þau árið 1900 fluttu til Amerfku og settust að f Nýja Islandi. — I Árdaldsbygðinni höfðu þau búið í þrjú ár. Eigi varð þeira hjónum barna auðið, en fyrir 8 árum síðan tóku þau tveggja ára gamlan dreng til uppfósturs af fátækum foreldrum, og hefir hann dvalið hjá þeim sfðan. Guðbjörg sál. var kona væn og vel gefin og kom sér vel við alla, sem kyntust henni. Manni sfnum var hún ætfð hin tryggasta og bezta kona og fóstnrsyni sfnum var hún eins og ástúðlegasta móðir og kost- aði kapps um að innræta hjá hon- um þœr dygðir, sem gera barnið að nýtum manni. Sinn langvarandi sjúkdóm og dauðastríð bar hún með frábærri þolinmæði og sálarþreki. Hennar or því sárt saknað af vinum hennar og vandamönnum, en þó sérstaklega af fóstursyninum og hinum sorgmædda og aldraða eiginmanni hennar. Friður sé með minningu hennar! (Blaðið Isafold er vinsamlega beðið að gera svo vel að geta um fráfall þessarar konu). Th. E. Þann 29. aprfl sl. dó á spítalan- um í Portage la Prairie Miss Mag- nea Margrét þórarinsdóttir, frá Kjarvarðsstöðum í Biskupstungum í Árnessýslu á fslandi. ísafold er beðin að gera svo vel að taka upp þessa dánarfregn. The OLAFSSON 5*«» st Real Estate Co. WI N NIPEG (Yflr bú» ANDERSON & THOMAS) Cor. llain & James Streeta. Verzlar með fasteignir í bænum og utan bæjarins. TJtvegar lánsfé gegn fasteignar- veði og setur hús og eignir f eldsábyrgð. Sérstök kostakjör á nokkrum húsum og lóðum i vesturhluta bæjarins þessa dagana. Bújarðir ná- lægt Pine Valley og á ýmsum öðrum stöðum. Sumar þeirra fást í skiftum fyrir eignir i hænum. Komið og hittið oss að máli EINAR OLAFSSON - JOHN STEPHANSON B. L. BICIIARDSON forseti. R. II. AOUR varaforseti CHA8. M. 8IMPS0N ráösraaöur The Winnipeg Fire /nsurance Co. Aðalskiifstofaj WINNIPEG, MAN. Félag þetta vill fá íslenzka umboða- menn í ö'lum nýlendum íslend- inga í Canada. L. H. MITCHELL, Secretary. * -• HINN AQCETI ‘T. L,’ Cigar er laugt á undan, menn ættu ekki að reykja aðra vindla en Jþá beztu. Búnir til hjá : | Tlio*. IIMMS WESTERN CIGAR FACTORY Iee, eigandi. 'WINNIPEG. Selur groceries með eft- irtöldu verði — ódýrastar og beztar vörur í W’peg.... 17 pd. Rasp. Sykur........ 1.00 14 pd. Molasykri.......... 1.00 9 pd. Grænt Kafli........ 1.00 22 pd. Hrfsgrjónum........ l.Oo 28 pd. Kassi af Rúsfnum.. .. 1.20 10 pd. fata Molasses ..... 0.40 5 pd. Sago............... 0.50 1 Bush. Kartöflum........ 0.80 7 fata af Jam............ 0.45 1 Kanna af borð Sírópi .... 0.25 Ýmsar tegundir af ágætu sæta brauði á lOc. pundið. Allar aðrar vörur með til- svarandi verði. Einnig mikið upplag af alls- konar fatnaði og fataefn- um, skótaui, leir- og glervöru, alt ód/rt. J. Midanek 66» Wellington cor. Agnes. Woodbine Restaurant Stœrsta Billiard Hall 1 Norövesturlandin Tíu Pool-borö,—Alskonar vln ogvindlar. Lcnnon A Ilebb, Eicendur. Union Grocery and Provision Co. 163 NEÍ#A St. horni ELGIN AV Odyr^ Matvara Allar vörur fluttar heim f hús viðskiftavina vorra með eftirfylgjandi verði: 16 pd. raspaður sykur..$1.00 14 pd Molasykur........ 1.00 9 pd. grænt kafli...... 1.00 23 pd. hrfsgrjón ...... 1.00 3 pd. kanna Baking Powder 0.35 Soda Biscuits, 2 kassar á.. . 0.35 3 könnur af Salmon á .... 0.25 Rúsinur 4 pd. á........0.25 Sveskjur 5 pd..........0.25 Ýmsarteg. af sætabrauðipd 0.10 Happy Home sápa 7 stykki 0.25 Besta Cocoa 1 pd. á ... 0.25 Molasses 10 pd fata á .... 0.40 5 pd. bestu “Turnips” á ... 0.25 5 þd fata af besta Sfrópi á 0.30 Kartöflur, bushelið.... 0.70 Þorskur, saltaður, pd. á .. 0.06 Ostur 1. pund á........ 0.10 Patent Flour (100 pd) .... 290 3 flöskur af “Extraxt“ á .. 0.25 7 pd fata af Jam....... 0.40 Bestu Tamatoes 2 knr. á .. 0,25 Og allar aðrar vörur, með kjör- kaups verði. Fólk f nærliggjandi þorpum og sveitum, sem vildi njóta þess- ara kjörkaupa, getur pantað vörurnar og sent andvirðið með pöntuninni; skalþeim þá send ast það, sem um er beðið. J. Joselwich 163 NENA ST. liorni ELGIN Ave KJÖRKAUP Bezta gróðafyrirtæki viðvíkjandi bæjarlóða kaupum í Winnipegborg getið þið fundið út hjá G. J. GOODMUNDSSON 618 Laugside St., Winnipeg, Man. DOMINION HOTEL 523 ST. E. F. CARRQLL, Eigandi. Æskir viöskipta íslendinga, gisting ódýr, 40 --------* ------ - Ho - --------™»., wrftar máltlOar. Í>e“tta fiótel er (tengt City Hall, heflr bestu vlfðng og Vindla peir sem kaupa rúm. þurfa ekki nauösynlega aö kaupa máltíöar, sem eru seldar sérstakar. MARKET H0TEL 146 PRINCESS ST. á móti markaöuum P. O’CONNELL, eigandi, WINNIPEQ Beztu tegundir af vínföngum og vindl um, aðhlynning góð og húsið endur- bætt og uppbúið að nýju

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.