Heimskringla - 12.10.1905, Blaðsíða 1

Heimskringla - 12.10.1905, Blaðsíða 1
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ j ♦ T. THOMAS ♦ Xalemkur tanpmaOur ♦ selur Kol ok Kldivid j Afgreitt fljótt og follur mælir. ♦ 537 Ellice Ave. Phone 2620 ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ T. THOMAS, kaupmaður nmbofissali fyrir ýms verzlnnarfélö* 1 Winnipea og Austurfylkinnum, aí- freiöir alskonarpantanir Islendinga r nýlendunum, peim aö kostnaðar- lausu Skrifið eftir upplysingum til j 537 Ellice Ave. - - - Winniþeg ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ XX. ÁR. WINNIPEGr, MANITOBA 12. OKTOBER 1905 Nr. 1 Arni Egprtsson 071 ROSS AVENUE Phone 3033. Winnipee. Eg hefi til sölu lot á Beverly St. norðan við Sargent að vestanverðu fyrir IH50.00. A Arlington St. fyrir $10 fetið. “ Alverstone St. fyrir $10 fetið. “ Vietor St. fyrir $16 fetið. “ Maryland St. fyrir $23 fetið. “ Agnes St. fyrir $15 fetið. “ Furby St. fyrir $24 fetið. “ William Ave. $14 fetið. A Notre DameAve. 33x198 ft. til VVinnipcg Ave. Gjafverð $25 fetið. Nú hefi ég nóg af oeningum að l&na ót á góð hús. Eldsábyrgð, Lífsábyrgð. Komið og hafið tal af mér. Arni Eggertsson Offlce: Boom 210 Mclntyre Blk Telephone 3364 Fregnsafn Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Herforðabúr Japana f bænum Hiroshima brann að morgni fyrsta þ.m. Skaðinn er metinn frá 3 til 5 millfónir dollara. — Can. Northern járnbrautin or nú fullgerð svo langt vestur, að liún er aðeins 60 mflur frá Edmon- ton. Vonað að hún komist þangað f næsta mánuði, — Sem dæmi þess, hve land er verðmætt í Quill Lake héraðinu má geta þess, að bóndi einn f>ar, R. A. Gordon, liefir neitað $3000 fyrir 160 ekru land, sem hann á [>ar. — Landar vorir, sem tekið hafa lönd þar vestra, hafa auðsjánlega verið hepnir í valinu. — Innflutningur fólks til Can- ada á fjárhagsárinu 1904—5 hefir verið 146,266, en á fjárhags&rinu þar næst á undan 130,331. A síð- asta fjárliagsári komu 413 Islend- ingar til Canada, frá Bandarfkjun- um 43,652. frá Englandi 48,847, frá Skotlandi 11,744, frá frlandi 3998, frá Svfþjóð 1847, frá Noregi 1397, um 8 þúsund Gyðingar og mesti sægur frá ýmsum hlutum Rússa- veldis, ásamt 3473 Itölum, 354 .Tap- önum og 1743 Frökkum. — Það er alveg nýstárleg hag- fræðishugsun, sem liggur til grund- vallar fyrir tollálögum þeim, sem stjóruin í Ástralíu hefir nýlega sett á varning frá Canada og Banda- ríkjunum. Þessi nýja tollstefna er í því innifalin, að flutningsgjald og verð vörunnar, þar sem hún er keypt, er lagt saman og tollurinn svo tekinn af allri upphæðinni. En það einkennilega við þessa að- ferð er það, að ef vörur eru keypt- ar f Montreal og fluttar þvert yfi'r land íCanada til Vancouver. þá er greiddur tollur .af öllu flutnings- gjaidinu; en séu vörurnar fiuttar frá Montreal og suður að Banda- ríkjalínu styztu leið og yfir landið Bandarfkjamegin til Kyrrahafs, þá reiknast að eins sá flutningskostn- aður, sem féll á vöruna innan Can- ada, en hinn ekki. Sama er að segja um vörur, sem keyptar eru f Bandarfkjunum, að sá flutnings- kostnaður eingöngu, sem legst á þær innan Bandaríkjanna, er reikn- aður til tollgreiðslu. Samkvæmt þessu mundi það verða liagnaður fyrir framleiðendur varnings í hvoru rfkinu fyrir sig, að senda liann með járnbraut hins rfkisins, til þess að lækka tollinn á vam- jngnum og með þvf auka sölu hans þar eystra. — Auðmannafélag f Lundúnum hetir keypt 900 þús. ekrur af landi af C. P. R. félaginu. Löndin liggja f Edmonton héraðinu í Alberta og eiga að seljast aftur til bænda. — Fyrir 70 árum sendi Josef Demster fleka mikinn af hvítu eik- artimbri, tilsöguðu, n i ð u r eftir Lindsay ánni í Ontario. Þetta var um hausttíma og ferðin gekk svo seint, að allur flotinn lenti f ís á Scigog vatni og sökk. Sfðan liefir hans oft verið leitað, en ekki fund- ist. Það voru millíón teningsfet af þessu hvfta eikartimbri, sem þann- igtýndist, semeftirnúverandi verði á þvf er dollarsvirði hver.t tenings- fet. Sonarsonur Demsters hefir varið öllu síðasta ári til þess að leita þessa fleka og nú loks fyrir fáum dögum fundið hann á vatns- botninum, þakinn leir. Pilturinn hefir flutt bústað sinn að vatninu og fengið sör ðll nauðsynleg tæki til þess að ná viðnum úr vatninu. Hann telur timbrið sfna réttmæta eign bæði að erfðum og vegna þess hann einn fann það. — M. Witte fær ekki að halda kyrru fyrir sfðan hann kom heim til Rússlands; hann er f einlægum heimboðum og allstaðar boðinn og velkominn. Hvar sem hann kom viðá leiðinni heim var honum liinn mesti sómi sýndur. Á Frakklandi var honum tekið mæta vel og á Þýzkalandi.ekki sfður. Yillijálmur Þýzkalandskeisari boðaði hann á fund sinn og átti langt tal við hann. Er þeir skildu, sagði keisarinn: “Eg sýni yður sömu virðingu eins og ég sýni krýndum þjóðhöfðingj- um. Ég samgleðst með Rússlandi yfir þvf, að það skuli eiga annan eins mann eins og þér eruð. Ef konungarnir ættu marga jafn trú- verðuga þjóna, þá mundu þeir verða vinsælli meðal þjóðanna.” Þetta er markverður vitnisburður frá Vilhjálmi keisara. Og nú sfð- ast hefir Rússakeisari, sem er á sjóferð um Finnlandsflóa, sent skip eftir M. Witte og boðað hann á sinn fund tafarlaust, svo að hann fái að heyra frá lians eigin vörum, hvernig alt gekk til f Portsmouth. Þess má og vænta, að keisarinn sæmi hann þeim heiðursmerkjum, sem hann á bezt til í eigu sinni. Meðal annars er talið víst, að hann geri M. Witte að formanni ráðgjaf- anna, er þingbundin stjórn kemst á, og verður hann þá valdamesti maður á Rússlandi næst sjálfum keisaranum. — Fulltrúaþmg mikið, sem nú situr f Pétursborg til undirbúnings undir Þjóðþingið, sem á að kalla saman f janúar nk., hefir ákvarðað að gera svolátandi uppástungur til laga: 1. Fulla ábyrgð gagnvart lögum landsins á gerðum allra borg- aranna, án tillits til, hvort þeir eru af liáum eða lágum stig- um. 2. Að persónulegt frelsi a 11 r a borgaranna jafnt sé með lögum trygt og verndað. 3 Að bændaogsveitalýður lands- ins hafi söm borgaraleg rétt- indi sem aðrir mannflokkar þjóðarinnar. 4. Að fbúar borga og bæja séu leystir undan herverði og um- setu stjórnarinnar. 5, Að persónur og heimili borg- aranna séu viðurkend friðhelg að lögum. 6. Algert hugsana, trúmála og ritfrelsi, einnig frelsi til fund- arhalda. 7, Að aftekin séu núverandi vega- bréfs eða passa-lög o. fl. Einnig heimtaði fundur þessi, að dómarar væru kosnir af þjóðinni, eða farið stranglega, eftir vilja kjós- endanna í veitingu þeirra embætta, og að dómurum yrði ekki vikið úr embætti að ósekju. Þing þetta heimtaði einnig kviðdóm í ýmsum máium. — Þjóðverjar hafa keypt 50 þús. ekrur af landi í Saskatchewan fylk- inu, sem þeir ætla að láta lands- meun sfna byggja eingöngu. Þjóð- verjar frá ýmsum stöðum í Banda- rfkjunum er þegar byrjaðir að flytja á þessi lönd. Flestir af mönnum þessum eru efnamenn. — Prestar á Englandi liafa hafið ofsókn á hendur konum, sem rfða á hjólhestum, ganga. berhöfðaðar eða neita að bera hatta eða höfuð- skflur í kirkjum. Fjórir prestar gengu svo langt að neita að opna kirkjur sfnar fyrir þessum berhöfð- uðu reiðhjóla konum og að banna þeim að hlvða messu. Þeir bera allir kenningar Páls postula fyrir þessu athæfi sfnu, en konur gerast uppvægar yfir þessu og þeim fjölg- ar óðum, sem leggja niður hatta og höfuðskýlur. — Sú frétt kemur frá London að nú sé betra samkomulag með tilvonandi konuugshjónum Eng- lands, en verið hefir um langan undanfarinn tfma. Svo hefir sam- komulagið verið stirt, að þau hafa ekki talað sarnan svo vikum skiftir, en nú er mælt að þau tali saman daglega og að ekki beri á ósam- lyndi. Þess má geta, að ekki bar á ósamlyndi með hjónum þessum er þau ferðuðust um Canada fyrir nokkrum árum. — Bóndi hjá Filmore, Sask., fékk 1150 bushel hveitis af 25 ekr- um af landi, og af ðllu landi sfnu 31 busliel af ekru að jafnaði. — Eldur kom upp í bænum Rhinelander f Wisconsin, Bandar., þann 8 þ. m. og gerði 6 millfón dollara eignatjón og brendi heim- ili 400 manna. íbúatala bæjarins er 4 þúsundir og vinna menn þar mest að timburgerð. Um 40 mill. fet af timbri eyðilögðust f þessum mikla bruna. — Manitoba og Miðland járn- brautarfélagið er að mæla út braut- arstæði og ætlar að byggja járn- braut frá Portage la Prairie suður til Emerson, svo að hægt verði að flytja hveiti úr Manitoba gegnum Bandarfkin og þannig skapa sam- kepni við Canada brautirnar. — C. P. R. félagið seldi í sl. mánuði 111,47$ ekrur af landi til landnema aðeins, fyrir $556,642. — Á sama tfma seldi Can. N. W. landfélagið 41,780 ekrur fyrir $122,- 585. — Nýkomnar eru iðnaðarskýrsl- ur Canadaríkis frá sfðasta mann- talsári (1901). Þær sýna, að þá voru 14,650 smáar og stórar iðnað- arstofnanir í rfkinu, sem frainleiddu 264 mismunandi vörutegundir. Inn- stæðufé allra þessara stofnana var 44 < millfónir, og þar af voru 210 millíónir í löndum og byggingum. Það ár unnu 344 þús. manna við þessar verksmiðjur. Vinnulaun þessara manna námu á árinu 113 millfónum dollara. Efnið í vör- urnar kostaði 266y% mill. dollara og annar kostnaður nam 125 millí- ónum, svo að kostnaðurinn alls varð 404 J mill. En vörurnar seld- ust fyrir 480 mill. dollara. — Ottawastjórnin hefir samið við Marconifélagið um að byggja nokkrar loftskeytastöðvar með fram ströndum British Columbíu, svo að hægt sé að hafa fröttasamband við skip, er sigla um Kyrrahaf, fá frá þeim fréttir og senda þeim frétt- ir þó þau séu hundrað mflur út á hafi. Loftskeytaaðferðin er nú óð- um að ryðja sér braut meðal stór- þjóða heimsins. — Rússakeisari hefir skipað svo fyrir, að allur undirbúningur til kosninga á Rússlandi skuli fullger fyrir lok þessa mánaðar. Enn- fremur hefir liann lagt svo fyrir, að yfirvöldin og lögregluliðið leggi engar hindranir á leið almennings að kosningaborðinu, og leitist ekki við að liafa nein áhrif á kosning- arnar. Keisarinn hefir einnig boð- ið M. Witte stjórnarformenskuna, en karl hefir neitað að taka því til- boði nema með þvf skilyrði, að hann sé einráður í vali ráðgjafa sinna. En hvort keisarinn lætur það eftir, er enn óvíst. — það er alt útlit fyrir, að mála- ferli mikil rfsi út af kærum, sem bornar hafa verið og sannaðar á ýmia stjórnendur lífsábyrgðarfé- laga f þessu landi um sviksamlega meðferð þess fjár, sem þeim er trú- að fyrir, og sem á að vera eign hluthafa og ábyrgðahafa f þessum félögum. Síðast hefir komið upp úr kafinu, að Mutual Life lffsá- byrgðarfélagið hefir borgað rúmar 2J mill. dollara til tveggja manna fyrir að útvega ábyrgðarhafa, og meiri upplýsingum er lofað um það mál sfðar. — 5-lyft hús er var f smfðum í Pétursborg á Rússlandi féll til grunna og 100 verkamenn urðu undir rústum þess þann 6. þ. m> Flestir þeirra létu Iffið en margir aðrir meiddust hættulega. — Rússastjórn hefir gefið út til- skipun um undirbúning til kosn- inga til íhöndfarandi þjóðþings. Skipun þessi er undirrituð af keis- aranum. Kirkjuvígsla Únítara í Winnipeg Á sunnudaginn kemur á fslenzki Úrsftara söfnuðurinn von á gesti aiistau úr BauJaiíkjam, R e v. Franklin C. Southworth forseta Únftara prestaskólans f Meadville. Rev. Mr. Southworth prédikar í kirkju safnaðarins þá að deginum (kl. 3 e. h.) og við það tækifæri verður kirkjan vígð. Það hefir þegar verið vandað til undirbúnings fyrir þá athöfn og verða þar tíuttar ræður af helztu vinum og starfömönnum fslenzku Unftarisku hreyfingarinnar. Þar á meðal eru séra Magnús J. Skafta- son, séra J. P. Sólmundsson, Hon. Skapti B. Brynjólfsson og Mr. B. L. Baldwinson, M.P.P. Kirkja safnaðarins er nú full- gjörð og er hin vandaðasta að öllu leyti. En eins og við má búast þá eru allmiklar skuldir sem á henni hvíla ennþá, þótt mikið só þegar borgað. Húsið mun kosta um $15,- 000 með öllum tilheyrandi búnaði og af þessari upphæð eru enn rúm- ir $6.000 óborgaðir. En söfnuðin- um hefir borist drengilegt tilboð um að Ijúka þessari skuld af kirkj- unni, frá ýmsum únftariskum vin- um í Bandarfkjunum, geti hann safnað sem nemur þriðjung skuld- ar þeirrar, er nú hvílir á. Upp- hæð þessa gjörir söfnuðurinn sér von um að geta haft saman, sér- staklega ef allir, er frjálslyndum málefnum unna, legðu nú honum lið sitt að einhverju leyti. Það eru þvf vinsamleg tilmæli safnaðarnefxxdarinnar, að um leið og liún óskar að sem flestir Isl. sýni únítariskum málum þá virð- ingu að fjölmenna til vígslu hátfð- arinnar og býður alla velkomna, að þeir þá um leið muni eftir þörf- um safnaðarins og sýni örlæti sitt og velvild, bæði við félagsskapinn og þau mál sem hann styður og eflir meðal íslendinga. ÍSLAND. Aðalfundur (dránufélagsins var haldinn á Vestdalseyri 24. þ. m. Allar eignir fólagsins eru taldar kr. 611,632,48 og eru þær þessar: Skip- ið Rósa 14 þús. kr. Eignir við Eyjafjðrð 65,500, við Seyðisfjörð 42,100. við Siglufjörð 59,300, við Skagafjörð 8,100. við Grafarós 7,- 100, Allar útistandandi skuldir eru ta#ur kr. 255,809.87 eða kr. PIANOS og ORGANS. Heintziuan & Co. Planos.-Bell Orgel. Vér seljum með mánaðarafborgunarskilmálum. J, J. H McLEAN & CO. LTD. 930 MAIN St. WINNIPEQ. • 191,857.40 só 25 % dregið. útlend- ar vöruleyfar voru taldar kr. 157,- 373.25, innlendar vöruleyfar kr. 36,205.89 og vörur óseldar f Khöfn kr. 17,085.95. Skuldin við F. Holme er kr. 423,675.01, innstæða við- skiftamanna við allar verzlanir fé- lagsins var samtals kr. 40,759.01, óborgaðir vextir af hlutabréfum voru kr. 1,600. í stjórn félags- ins var kosinn í stað sfra Davíðs G uðmundssonar á hófi O. C. Thor- arensen með 6 atkv. Gattormur Einarsson á Ósi fékk 5 atkvæði. að slfk undur geti borið við, en hinu geta þeir heldur ekki svarað hvað þessar kúlur séu, ef þser ekki eru lifandi. (Norðurl). Mesti fjöldi fólks þyrpist nú dag- lega f skóbúð þeirra A d a m s & M o r r i s o n s, að 570 Main Street til þess að ná sér f ódýran skófatn- að þessa viku. HKIMSKRINGLU og TVÆR skemtilegar sögur fá nýir kaup- endur fvrir að eins #9.00. KYNJASAGA Flestir hafa heyrt um það getið að hið nýfundna efni “radium” hefir vakið afarmikla eftirtekt lærðra sem ólærðra og stórlega breytt hugmyndum manna um eðli og samsetningu efua yfirleitt. ótal vísindamenn hafa fengist við radium-rannsóknir síðustu árin, og gert fjölda stórmerkra uppgötv- ana. Nýjasta radiun-sagan er þó hvað kynlegust allra. Hún gefur hvorki meira né minna f skyn, en að framleiða megl lifandi verur af dauðum efnum, en um það hafa nálega allir vfsindamenn örvænt f fleiri áratugi. Þau yoru tildrög uppgötvana þessara að enskum bakteríufræð- ing, Burke að nafni, kom til hugar að athuga hvort radium hefði nokk- ur áhrif á bakteríuvöxt í næringar- efnum sem soðin höfðu verin svo rækilega að allar bekterfur áttu að vera dauðar í þeim, eða með öðr- um orðum, hvort rndium flýtti fyr- ir dauða bakterfanna eða ef til vill vernduði þær fyrir áhrifum hitans. Til þess að reyna þetta, sauð Burke nokkur glös með kjötsafa í yfirhit- aðri vatnsgufu, svo lengi sem nægir til þess að drepa allar lifandi verur í kjötsafanum. Saman við kjötsafann f nokkrum af glösunum hafði hann sett vitund af radium en í hinum var tómurkjötsafi. Sfð- an geymdi hann glösin um nokk- arn tfuja í hlýjum stað, og kom þá f ljós, að einhver skán myndaðist á yfirborði kjötsafans f þeim glös- um sem radium var f, en engin f hinum. Skán þessi leit nákvæm- lega út eins og hún væri mynduð við bakteríuvöxt og liugði Burke því að bakterfur hefðu hlotið að sleppa lifandi í glösum þessum. Það mælti og með þessu að rann- sókn á skáninni f smásjá. sýndi að hún var mynduð af örfáum smá- kúlum og Ifktlst algerlega hnöttótt- um bakteríum. Ef örlitið var tek- ið var tekið af skán þessari og sáð í önnur glö9 með kjötsafa, þá óx skáuin og útbreiddist á sama hátt og venja er til um bakterfur. Við nákvæmari radnsóknir fann Burke það og að kúlur þessar fjölguðu með tvfskiftingu á sama hátt og bakteríur, uxu að vissri stærð og skiftust sfðan í tvent. Glöggar ljósmyndir voru teknar af öllum vaxtarstigum og tvfskiftingunni. Einliver merkasti bakterfufræðing- ur Englands athugaði tiltaunirnar og kvað engan efa að þær væru með öllu svikalausar. Nú hefði alt þetta verið skiljanlegt, ef ekki hefði jafnframt komið f ljós að kúlur þessar, sem að öllu leyti hög- vðu sér eins og lifandi verur, voru alls ekki bakterfur, meðal annars af því, að utan um þær var engin himna og að þær leystust algerlega upp f vatni. Nú deila fróðir menn um það hvað þessar kúlur séu. S u m i r segja að þær liljóti að vera lifandi verur, sem kviknað hafi f vökvan- um, fyrir einhver óþekt áhrif af radium, aðrir neita þvf liarðlega, Umkvartanir. Ymsir kaupendur Heimskringlu hafa kvartað yfir vanskilum á 51. nr. blaðsins. Ástæðan fyrir þeim vanskilum var skýrð f sfðasta blaði. Kaupendur blaðsins geta átt það vfst, að blaðið er sent út af prent- stofunni nákvæmlega á sama tfma í hverri viku og að vanskil þess eru að engu leyti útgefendunum að kenna. Vér mælumst þvl til, að kaup- endur vorir geri ekki of bráðar á- lyktanir um kæruleysi útgefend- anna, þegar það kemur fyrir, að blaðið l»rst ekki til þeirra f Mma, Póstþjónum getur eins hæglega yfirsést og nokkrum öðrum, og er það fyrirgefanlegt, þvi staða þeirra er vandasöm og mennirnir f póst- húsinu hér í Winnipeg eru pískaðir áfram svo að segja nótt og dag, svo að f engri stjórnardeild vinna memj meira en þar er gert. En slfkum önnum fylgja yfirsjónir og það get- ur hæglega komið fyrir, að þær komi fram við Heimskringlu ekki síður en önnur blöð. En kyrsetningin á 51. nr. blaðs vors var sérstaks eðlis og svo óvænt og að vorri hyggju svo ósanngjörn, að hún var jafn ógeðfeld póstmeist- aranum hér f bænum einsog útgef- endum og kaupendum blaðsins. En þar sem póstmeistarinn er al- gerlega háður skipunum frá hærri stöðum, þá er honum ekki um að kenna kyrsetning blaðsins. Enda gerir liann alt, sem f hans valdi stendnr, til þess að fá frá Ottawa afgert ákvæði um það, hvort sagan megi ekki framvegis fylgja með blaðinu, og ef ekki.af hverjum á- stæðum það megi ekki vera eins hér eftir eins og hingað til, og eins og það hefir viðgengist með hana og önnur blöð hér í landi frá því þau byrjuðu að koma út og til þessa dags. Nýir kaupendur Heimskringlu fá sögu I kaupbætir, BILDFELL & PAULSON 505 MAIN STREET sel?,r hAs 1i?ir °S anoast þar að lút- andi störf; utvegar peningalán o. 0 Tel.: 2685 MARKUSSON & BENEDIKTSSON 205 Idntyre Blk., Winnipeg Telefón 4163

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.