Heimskringla - 30.11.1905, Blaðsíða 1

Heimskringla - 30.11.1905, Blaðsíða 1
XX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA 30. NÓVEMBER 1905 Nr. 8 Amí Egprtssoii 07 I ROSS AVEMCE Pbone 3033. Winnlpeg. Bezta tœkifœri Mö.r hofir verið falið á hendur að selja út MJÓLKURBÚ liér f bænum. Það er: 15 mjólkur- k^r, einn hestur og önnur vanaleg búsíihöld. Eg má taka bæjarlóðir •íða gott íveruliús í borgun fyrir bú- slóðina. Þetta er gott tækifæri annaðhvort fyrir mann sem vill byrja mjólkurverzlun, eða mann sem hefir í hyggju að fara út á land og á fasteignir f bænum, er liann vill selja. Bregðið fijótt við, svo þér missið ekki af þcssu tækifæri. Arni Eggertsson OfMce: Room 210 Mclntyre Blb Telephone 3864 Fregnsafn Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Norskt gufuskip Turbin, fermt kolum, strandaði á klettivið strend- ur Nova Scotia um sfðustu helgi og sökk með allri skiþshöfninni, 18 mönnum. — Japanar hafa komist aðsamn- ingum ‘við keisarann yfir Kóreu, sem veita Jöpunum full yfirráð yfir rfMmi og gera það í orðsins fylsta skilningi að óaðgreinanlegum hluta hins japanska veldis. — Tyrkjasoldán hofir fært laun hermanna sinna niður í 5 cents á dag. Þeir fengu áður 7 cents, — Margir liafa strokið úr hernum fyr- ir þessa launalækkun. — Af 4 aukakosningum í Ontar- iofylki, sem fóru fram í sl. viku, fengu Oonservativar 1 kjördæmi en stjórnin hin 3. — Kosningar fara fram í Sask- atchewan þann 13. þ. m. — Stjórnin f Japan hefir ákveðið að koma upp nýjum herskipastól; þeir segja. að herskip þau, sem þeir hafi nú, scu of lftil og sein- skreið, þó þau hafi nægttil að vinna á Rússum. Nýju skipin eiga að geta farið til 22 til 25 mílur á kl.- stund og flytja þungar fallbyssur. — Equator rfkið hefir fengið hr. Maura, fyrrum stjórnarformann á Spáni til að annast hagsmuni sfna í landaþrætumáli við Peruvfa ríkið og borgar honum 300 þús. dali fyr- ir vikið. — Trúleysingjar héldu fund ný- lega í Geneva á Svisslandi, Konur bæjarbúa reiddust svo af þessu, að þær fylktu liði og brutust inn í fundarsalinn og ráku fundarmenn út. Svo var atlagan hörð, að lög reglan varð að skerast f leikinn og hjálpa mönnunum til að kornast ó- meiddum undan. — í ráði er að grafa göng mikil gegnum Jura-fjöllin á Svisslandi og hafa samningar um f>að þegar verið undirritaðir af stjórn Frakka og eigendum Lyons og Mediter ranean járnbrautarinnar. Með þessu móti styttist vegalengdin á milli París og (leneva um margar mflur, því göngin verða nær 10 mflna löng og eiga að kosta 25 millfónir dollara. — Tvö hundruð manns f Loiídon hafa um nokkrar vikur verið að vefa gólfteppi úr grasi og tæjum. Það er 63 þús. ferh. fet að stærð og 1| þuml. á þykt. Það á að notast við ;‘golf” og aðra slíka leiki og kostar fsllgert 25 þús. dollara. — Senator Domville í Montreal auglýsir, að hann ætli á næsta rfk isþingi að heimta að nefnd verði aett til rannsaka Iffsábyrgðarfélög- in f Canada, samkvæmt almennri ósk landsbúa. — Það er altalað, að • Alfonso Spánarkonungur sc harð-trúlofaður enskri prinsessu, s(‘m er systur- dðttir Bretakonungs. Sjö hundruð þús manna eru nú sagðir atvinnulausir 1 Japan. Það eru me8tmegnis menn, sem tóku pátt í stríðinn og eru nú n/komnir heim til sín aftnr. Iðnaðarstarf- semi öll í landinu liggur sem f dái um pessar mundir og ekki útlit fyrir að neitt lifni þar f því tilliti að svo stöddu. Er því lftil von til að þessir menn fá atvinnu fvr en eftir langan tíma. — Kaupmenn í Halifax liafa í liaust sent 126,966 tunnur af epl- um til Englands. Það er 20 pús. tunnum minna en þeir sendu út í fyrra um sama leyti árs. — Bæjarstjórnin í Berlin í Þýzka- landi hefir samþykt að leggja neð- anjarðar járnbrautir um borgina. Þær eiga að knýjast með rafmagni. Kostnaður við þetta er áætlaður um 14 mill. dollara. —■ Bretadrotning licfir gefið 10 þús. dollara til fátækra f London borg og kommgur önnur 10 pús. Prinsinn af Wales gaf 5 p>ús.. Lord Ivaegh 30 f>ús. og Rotchild 15 þús. dollara. Þessi sjóður er nú orðinn alla 100 þús. dollara. — Breskt gufuskip með yfir 100 manns sökk við strendur Frakk- lands þann 18. þ. m., og mcð þvf t/ndist flcst það fólk, scm var um borð. Skipið hafði rckist á klett og brotnað. — Sir Daniel Gill, stjörnufræð- ingur brezku stjórnarinnar í Cape nýlendunni, hefir sent þær upplýs- ingar til blaðanna, að á sl. ári hafi liHrin mælt stærð 117,073 stjarna. Ennfremur hefir hann komist að því, að ll af þeim stjörnum, sem á fyrri árum höfðu verið mældar, hafa ekki verið rétt mældar. Alls segir hann að búið sé að mæla ná- kvæmlega 200 þús. stjörnur. - Námaslys varð f Johannes- burg í Afríku þann 13. þ.m. Þar fórust 68 manns; að eins einn af þeim varhvftir; hinir blökkumenn. — Hon. R. F. Sutherland, þing- forseti í Ottawapinginu, hélt ný- lega íyrirlcstur um skyldur canad- iskra borgara og skyldur kenni- manna í sambandi við þær. Hann sagði meðal annars, að canadisk börn ættu að forðast a lesa tfmarit Bandarfkjamanna af því aðalinni- hald þeirra væri að sýna yfirburöi Bandarfkjanna. Hann kvað can- adamenn yfir höfnð vera skynsam- ari og mentaðri en nokkurs annars lands borgara. Hann sagði og að canadisk börn ættu að læra betur canadiskar bókmentir og sögu en þau nú gera. — Kolanámaeigendur í Wales á Englandi hafa ákveðið að senda allmikið af kolum úr námum sfn- um til Canada. Kolin eiga að sendast f stórum stykkjum til Que- bec og verða svo brotin þar f þær stærðir, sem vanalega eru seldar hér í landi. Námaeigendur þessir fullyrða, að þeir geti selt hcr betri kol, en hægt sc að fá í Pennsylvania og með lægra verði en Bandrfkja kol séu seld. — írar hafa fundið upp nýja að- ferð við mótöku og hvernig hægt sé með rafafli að steypa móinn f hörð stykki, er lfkjast kolum og eru bæði hitamikil og endingargóð. — Þessi fregn minnir á það verk- efni, som f nálægri framtfð liggur fyrir íslenzkum ættjarðarvinum og hugvitsmönnum, að finna esnhverja fullnægjandi úrlausn á eldsneytis- spursmálinu þar í landi. — Japanar hafa ákveðið að taka 250 millíón dollara lán, sem beri 4 prócent vöxtu. Þessu fé öllu á að verja til afborgunar á eldri lánum, sem nú bera hærri vexti. Frakkar liafa boðist til að lána mikinn liluta af fcnu — Stjóm Rússa hefir ákveðið að skjóta tlunda hvern mann af þeim, er gerðu uppreist á herskipum þeirra í Cronstadt fyrir skömmu. Þegar hermennirnir fréttu þetta, sendu þeir stjóminni þau orð, að fyrir hvern af félögum þeirra, er skotinn væri, skyldu þeir drepa eimi yfirmann úr liðinu. — Framburður hr. Merediths, ritara fyrir Plumbers Union f Tor- onto, sem lmnn gaf i lögreglurctti bæjarins, hefir vakið almenna eft- irtekt um land alt. Samkvæmt vitnisburði lians og skjölum, S(>m lögreglan tók með valdi af skrif- stofu haus. þá er félag þetta eitt hið ósvífnasta einokunarfélag sem sögur fara af í landi þessu. Eng- ínn, sem að “plumbing” vinnur, fær að gera tilboð f nokkurt verk, nema meðsamþykki félagsstjórnar mnar, sém svo breytir tilboðunum eftir sínn höfði og enginn fær að vinna að þvf verki, nema liaun gangi að þessum skilmálum. Svo eru samtökin sterk að þeim maimi er gert ómögulegt að fá “plumb- ing” atvinnu í Toronto, sem kýs að gera verk fyrir annan með sann- gjörnu verði. Og af því sumir með- limir félagsins eiga ekki reiðhjól til að bera sig til vinnunnar og frá henAi, þá mega þeir, sem hjól eiga, ekki nota þau að viðlíigðum sekt- um, er renna í félagssjóðinn. Og er þetta gert til þess, að sem allra lengstur tfmi skuliganga f aðkom- ast til vinnunnar svo vinnutíminn þarafleiðandi verði sem styztur og sem minst verði gert á hverjum degi; þvf mennirnir taka sömu borgun fyrir þann tíma, sem geng- ur f að komast til vinnunnar eins og fyrir þærstundir sem þeirvinna. Allar reglur félagsins lúta að því, að alls engin sauikcjini skuli geta átt scr stað. Hver félagslimurverð- ur að sæta þungum sektum, sem tekur að sér akkorðsvinnu, in þess að láta stjórn fclagsins kveða á um akkorðs-Verðið fyrir liann. Fé lagsmenn eru blátt áfram þrælar undir hælmn foringjanna. sem eru einvaldir. En þeir hafa beitt ein- veldi sínn svo illa, að lfklegt er að þeir verði að sæta þungum sekt- um eða fangelsi, eða hvorttvcggju, um það máli þessu er lokið, — Voða-liúsbruni varð f gisti- húsi einu í Glasgow þann 19. þ. m., og brunnu Þar til dauðs 39 manns, og margir særðust liættulega. 33** manns voru f liúsinu og komust þeir flestir út með naumindum og allsnaktir. Og svo var troðningur- inn mikill í dyiunum, að slökkvi- liðið varð að beita allri hörku til þess að geta komist inn f húsið til að slökka eldinn. Margir menn fundust meðvitundarlausir í göng- unum á efstu loftum hússins, en flestum þeirra varð bjargað. ' —■ Sléttueldur, sem byrjuðu uá- lægt Aberdeen í South Dakota þ. 18. þ.m., æddi yfir siétturnar um 100 mflur og gerði mikiðeignatjón. Þrjú börn í húsi hjáGrotón brunnu til bana. Mesti fjöldi bænda töp- uðu öllum eignum sfnum, og er skaðinn metinn alls marga tugi þúsunda dollara. — Uppþot mikið varð nýlega í Tamboft' fylki á Rússlandi út af því, að bændur óðu inn á stórland- eignir auðmanna og skiftu þeim upp á milli sfn, eins og löndin væru þeirra eigin eign. Hermenn voru sendir til að skakkaleikinn ogreka bændur burtu aftur; sló þá f bar- daga og féllu bændur unnvörpum, en alltaf komu aðrir jafnótt f skarð þeirra sem féllu. Þetta gekkþang- að til fylkisstjórinn skipaði her- mönnunum að hætta að skjóta. Það virðist vera áform bændanna, að leyfa engum auðmanni að eiga stóra landfláka og leigja þá aftur til fátækra leiguliða fyrir afarhátt verð, heldur heimta þeir að land- inu sé skift upp milli þeirra, sem yrkja það og þurfa að nota það til lffsviðurværis. Það eykur og á óánægju bændanna, að þeim er tal- in trú um, að auðmannaflokkurinn hafi f hyggju, að gera þá að ánauð- ugum þrælum, og er sagt að bænd- ur liafi bundist samtökum að drepa alla stórlandeigendur, hvar sem þeir finnast á Rússlandi. — Verið er að byggja járnbraut frá Dawson upp með Klondike ánni. Fimm mílur eru fullgerðar og verið a lengja járnbrautina á- fiam. Ætlast er til, að járnbraut- ir verði bygðar út frá Dawson til allra helztu n&mastaða þar um- hverfis, svo hægra verði að ferðast um landið og flytja vörur til náma- manna. — H&lf section af landi nálægt Dauphin var í vikunni sem leið seld fyrir $19,000. — Hr. J. Saunders, bóndi hjá Pense, þreskti nýlega 15,521 bush. af hveiti af 350 ekrum, eða til jafn- aðar rúmlega 43 bushel af hverri ekru. Það er talið lítið meira en meðal uppskera í þvf héraði á J>essu liausti. — Senator Platt segir að EquitJ able llfsábyrgðarfélagið hafi gefið $10,000 árlega í kosningasjóð Rep- úblíka f New York ríki. — Yfir200 landnemar frá Barnla- rfkjunum fluttu iun f Saskatche- wan fylkið í sl. m&nuði til að taka þar lieimilisréttarlönd. Það má lieita að vera uppihaldslaus straum- ur af Búndarfkjafólki, sem flytur inn í Canada til þess að ná sér í heimilÍ8réttarlönd. Margir tugir þúsunda manna hafa komið þaðan á þessu ári og von á fleirum næsta sumar, — því nú er þeim ljóst orð- ið um landgæðin f Canada. Jón Hólm, 682 Ross Ave., hefir til sölu ágæt rafmagnsbelti fyrir aðeins $1.25. III. MANBÖNGUR úr BrávallaiTÍmum KveÖnum aí Kr. A. Benediktssyni. 1. Mansöng þriðja mynda á, Menjagnáin fögur. Oðarsmíði og efni smá ' Eg verð setia í bögur. 2. Baugahlfð, ég brýt upp á, Beint að fornum siði: Þör ég núna skrifa skrá Um skáld og ljóðasmiði. 3. Nefna vil ég nokkra liér, Nöfn sem frjálsleg bera. —Hinir mega hyljast þér, I huldusteinum vera. 4. Fyrstan nefni’ egfremst að von, Föngin ei til bresta, Stephán nefnist Stephánsson, Stefja tröllið mesta. 5. Frægð hans víða flogin er, Fram um aldir lifir; Höfuð bæði og herðar ber Ilöfðingjana yfir. 6. Geiteyingur Kristján kvað, Kvæða flaut oft sáldið; Hugsjóna um heima trað Hugar-fleyga skáldið. 7. Skýra vegi skilnings gekk, Skáldhauks dundu fjaðrir. Veraldar hann vizku fékk Veigameiri en aðrir. 8. Sigurður Isfeld syngur ljóð Suður í rfki G irða. Mærðargyðju, uiáli og þjóð Minnis hleður varða. 9. Illa kveða aldrei kann, Annara stælti ei bfagi. Þjóð er skylt að skoða hann Skáld f betra lagi. 10. Hannes Blöndal brag við kann Binda stuðla og húna. ísa á láði áður liann Orkti meira en núna. 11. Ætli það komi alt af því, Að auðnan skrykkótt gengur, Nauðum staddur nú sé f? Nýtur gæða-dr^ngur 12. Þá er karl sem kvæðum ann, Kafar stefja sporin Jón Sigurður jafnan kann Jóhannesi borinn. 13. Málið, andi og meining hans Mynd norræna dregur, Þar sem situr kappakrans Og kóngur hermannlegur. 14. Eldon slingur áður var Oðar tamur smíði, Hagorður og harla snar Hlaut oft bros hjá lýði. 15. Það er skaði að skuli hann Skauta núna liljóður; Islenzkuna allvel kann, Eddu og sögu fróður. 16. Einn hcr nefni ég óðarsmið Old sem þykir tvistinn, Stórvirkan um stefja mið: Stefánssonur Kristinn. 17. Lokka bjarta og liljukrans Lagar stundum nettur, En málið létt á myndum hans í “mannlífs strauma” dettur, 18. Rímna lieyri eg kvæða köll Kveða fram um lilíðar. Eg þér færi, auðarþöll, Áframlialdið síðar. i \ 19. Ef að tlminri endist mér Æviskeiðs í glímu, Silkibanda sunnan þér Sendi ég fjórðu rímu, PIANOS og ORGANS. Heiiitznian & C«. Pianom.--Bell Orgel. Vér seljura með mánaðarafborgunarskilmálum. J. J. H- MoLEAN & CO. LTD. 530 MAIN St. WINNIPEG. NEW Y0RK LIFE Insurance Co. JoMA,I« Árið 1904 var sextugastá aldursár félagsins. Á þvf ári seldust 185,367 lffsábyrgðar skýrteini að upphæð $342,212,569, fyrsta árgjald borgað. Það er 100 millíón- um meira, en nokkurt annað lffsábyrgðarfélag heíir selt á nokkru undanförnu ári. — Nærri 20 millíónir dollara var borgað fyrir 6000 dánarkröfur. Yfir 20 mill. til lif- andi meðlima. — 17 mill. dollara var láaað út á skýrteini þeirra móti 5 prócent árlegum vöxtum. — Inntektir iél. hækkuðu um 8^ millfón. — Sjóður þess hækkaði um 38 millfónir, er nú $390,660,260.— Lífsábyrgð í gildi hækk- aði um $183,396,41)9. Öll lífsábyrgð 1 gildi 1. Jan. 1905 $1,928,609,308. CHR. OLAFSSON, AGENT. WINNIPEG J G. MORGAN, MANAGF.R — Fyrir nokkru síðan lézt í On- tario fylki Alex. Lumsden, rfkur sögunarmyllu eigandi. Tekjur fylk- isstjórnarinnar úr dánarbúi hans voru $49,290. Alls fær Ontario fylkissjóðurinn á þessu ári nær h<>lfa millíón dollara tekjur af (lán- arbúum auðmanna, sem látist hafa þar f fylkinu. Frá Vestfold P, O., Man., 16. nóvember 1905: — “Inndælistfð í þessu bygðarlagi nú & aðra víke. og gri)»ahöld góð J>að ég til veit.” Til Leigu er nú strax ágætt 8 herbergja fbúðarliús, hlýtt og þægilegt. Húsið er á horninu á Ross Ave. og Nena St. Leiguskil- mála geta menn fengið að vita á skrifstofu Heimskringlu. Dr. G. J. Gislason Meðala og uppskurðar læknir Wellington Block ORAND FtíRKS N. 1)AK. Sérstakt athygli voitt, Augna, Eyrna, Nef og Kverka Sjúkdómum. ,AZAAR Það borgar sig að koma á BAZAAR Unftara kvennfé- lagsins f salnum undir kirkjunni 4. og 5. km\M n æ s t k. Allskonar þarflegir munir verða þartil sðlu meðsann- gjörnu verði. Allir boðnir og velkomnir að skoða varniuginn, Kaffi og veitingar ætið á reiðum hönd- um. Opið íri kl. 10 að morgni til kl. 11 að kveldi. azaar PALL M. CLEMENS, BYGGINGAMEISTARI. 470 Malrt St. W innipejs BAKEB BLOCK. BILDFELL i PAULSON 505 MAIN STREET selur hús og 168ir og annast þar aR lút- andi störf; útvegar peningalftn o. fl. Tel.: 268ö M YNDASYNIN G verður haldin f Ttjaldbúðinni 4. (lesember 1905, klukkan 8 að kveldinu. Þar verða sýndar hreyfi-myndir (moving pictures) af stríðinu milli Rússa og Japana, og gofa þessar myndir fólki voru skfnandi tæki- færi á að fi hugmynd um það mikla strfð. Einnig verða s/ndar ljóm- ándi lituiyndir úr Biblfnnni, svo sem Krists kraftaverk o. ft. ■ Fólk ætti ekki að gleyma þessari sam- komn, Jivf þetta verður í fyrsta sinn sem slfk myndasýmng verður gefin meðal íslendinga. Munið eftir m&nudagskveldinu 4. des. Inngangseyrir 25c. Tvö rúmgóð herbergi lianda ein- hleypum, kiirlum eða konum, eru til leigu lijá G. Jónssyni, 661 Tor- onto St. Lysthafendur geta fengið fæði f sama húsi, ef þeir óska. Mrs. Wissett, 281 Laugside St., vantar íslenzka vinnukonu strax. Gott kaup, góð vist. lí. II Til nýrra skiftavinal Móti peningum út f hönd seljum vér matvöru ódýrara eftir gæðum, en nokkrir aðrir f borginni. 20 pd. af hvítasykri ALVEG FRÍTT Hverjum, scm kaupir af ossfyrir peninga út í hönd $10.00 virði af matvöru íjeinu, gefum vér algerlega í kaupbætir 20 pd. af hvftasykri. C I 7 fl BOILER Ö I • I U alveg Kefins Hverjum, sem kaupir af oss $10 rirði af járnvöru, gefum vér í kaup- liætir boiler með eirbotni, sem kostar $1.70. Eða þeim, sem kaup- ir $5.00 virði gefum vér hvern þanu hlut er kostar 75c. Þessi koBtaboð standa aðeins til 25. þessa mánaðar. Gleymið ekki nyju búðinni; húner á horninu á Wellineton Ave. og Simcoe Street. B. PETURSSON & CO. Cor.Wefiington Ave. og Simcoe 8t, Phone 4407 v

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.