Heimskringla - 18.01.1906, Blaðsíða 2

Heimskringla - 18.01.1906, Blaðsíða 2
HEIMSKRINÖLA 18. JANÚAR 1906 Heimskringla PUBLISHED BY Tfee HeimskrÍDgla News & PQblish- ing ‘ Verö blaðsÍDS 1 Canada og Bandar. $2.00 um áriö (fyrir fram borgað). Sonfc til Xslands (fyrir fram borgaö af kaupendum blaösins hér) $1.50. Peningar sendist P. O. Money Or- der, Registered Letter eöa Express Money Order. Bankaávfsanir A aöra banka en 1 Winnipeg aö eins teknar meö afföilum. B. L. BALDWINSON, Editor & Manager • Ofl3ce: 727 Sherbrooke Street, Winnipeg P.O.BOX 110. ’Phone 3512. Syndir feðranna. Blaðið Tribune i Winnipeg hefir nýlega birt skoðanir ýmsra m&ls metandi manna hér í bænum á því, hvort albýðumentun sé hér í svo góðu lagi, að piltar, sem étskrifast úr alþýðuskólum fylkisins séu nægilega mentaðir til þess að geta náð f stöður i verzlunarlífi lands- ins og haldið þeim. Skoðanir þeirra manna, er blaðið hefir að spurt, eru eins og vænta mátti all-misjafnar, en fungamiðja þeirra er þó sú, að f sjálfu sér sé mentunin fullnægjandi ef nemend- urair kunni að færa sér hana rétti- lega f nyt. En að aðalgaliinn sé sá, að meiri hluti pilta, eftir að hafa farið gegn um skólann, sýni þess ekki nein merki, að þeir hafi fest f minni það sem þeira hefir verið kent. Til dæmis er tekið það, að að eins örfáir þeirra kunni svo landsmálið, að þeir geti stafað orð þess rétt. Réttritunin hjá þeim verði að rangritun og margir af þeim séu alls ekki góðir 1 reikn- ingi. En reikningurinn er eitt af allra-nauðsynlegustu skilyrðunum fyrir hvern f>ann, er á að geta stund- að verzlunaratvinnu svo f lagi fari. Það er á allra vitund, sem nokk- uð þekkja til þeirra mála, að verzl- unarflokkur hvers lands er skipaður landsins hæfustu mönnum. Gáf- jiðum, glöggskygnum, ljósthugs- andi hæfileikamöDnum, og yfirleitt eðlishreinum “karakter” mönnum. Úr hópi verzlunarmanna má segja að yflrhöfuð komi þeir menn, er rfsa tröppu af tröppu, þangað til þeir ná f ábyrgðarmestu og bezt launuðu embættin. Það eru dreng irnir, sem bezt læra meðan þeireru á skólunum réttritun, reikning og ^Seira þarflegt, og sem eru frá nátt- úrunnar hendi gæddir þeim eigin- leikum, að geta fært sér réttilega í nyt það sem þeir eittsinn læra. Þetta er f samræmi við það, sem Hon. R. P. Roblin sagði í hinni á- gætu ræðu, er hann flutti f íslenzka Conservative klúbbnum fyrir fáum kveldum sfðan. Hann sagði, að framtíðarlán hvers manns væri innifalið í þvf, að hann Iegði sig allan fram til f>ess að vinna hvert það verk, er hann tæki sér fyrir hendur, betur en aðrir gætu gert það, eða að minsta kosti svo vel, að aðrir gætu ekki gert f>að betur, og hann kvatti vora ungu íslendinga hér f landi til þess að taka sér þessa stefnu og fylgja henni fastlega fram, þvf að hón leiddi til frama og velsældar. Þessi ráðlegging er svo holl og þyðingarmikil, að vorir uppvaxandi landar ættu að veita henni alvarlegt athygli og breyta eftir henni, f>vf enginn getur gefið hollara ráð en þetta er. En svo vér snóum aftur að efn- inu. þá var þáð finn af þeim mönn- um, sem lét blaðinu Tribune f té skoðun sfna á mentunarástandi hverjir í þenna heim fyrir en tug- ungra manna hér, sem tók það um ára eftir að forfeðurnir eru fram, að til þess að' ná f verzlunar-1 komnir undir græna torfu. stöður, þá væri það ekki eingöngu Margur kann nú að segja, að mentunin, sem væri nauðsynlegt vegir forsjónarinnar séu órannsak- skilyrði, heldur líka — og enda * anlegir. En hér er að ræða um miklu fremur — það, að piltarnir j einn, sem vel er rannsakanlegur og væru að náttúru frómlundaðir, svo j sem mannkynið hefir verið varað að hægt væri að reiða sig á þ& til við frá upphafi, f>ó fæstir muni orða og athafna. Að vísu væri ekki j hafa skilið það á þann hátt, sem hægt að vita áreiðanlega um f-etta, j staðhæfing bankastjórans gefur í nema með reynslu og þekkingu á skyn að f>að eigi að vera skilið. hverjum einstaklingi, en það væri Það eitt m4 uncfrum sæta, að almenn skoðun í verz],unarheimin- prestar vorir hafa aldrei, svo oss sé um, að ef foreldjarnir væru bæði ]iUImUgt) lagt neina rækt við f>enn- frómlynt og heiðarlegt fólk, þá; an skilning safnaða sinna á þessu væru mikil líkindi til þess, að pilt- m4]i) og er það þ6 atriði) sem virð. arnir væru f>að einnig, og að að-1 ist liggja ekki einasta ali.nærri gangur pilta að betri stöðum færi þelclur beint f verkahring þeirra að að miklu leyti eftir þvf, hvort for- gera, ef þeir annars hafa nokkurn eldrar þeirra væru þekt að þessum tfma sj4ifir n4ð þessum skilningi góðu mannkostum eða ekki. 4 þvf í þessari skoðun verzlunarmanns- Þegar vér nú gætum f>ess, að í ins — hann er bankastjóri hér f borginni — felst sá aðalkjarni, er fólk vort hér vestra ætti alvarlega að athuga. Það er fyrir foreldrana að skoða f sinn eigin barm og gera sér ljósa og einlæga grein fyrir því, hvort líferni þeirra sé svo, að um- þessu mikla landi, sem vér nú eig- um heima f og sem hundruð þús- unda og millíóa manna munu enn flytja til frá öllum heimsins lönd- um til þess að tryggja sér og af- komendum sínum hér framttðar bólfestu, — verðum vér að keppa heimurinn hafi ástæðu til f>ess að j um dafelegt brauð og tryggja ekki álfta börnin f>eirra f>ess verð, að að eins oss sjálfum lffvænlegan at- þau fái aðgang að lífvænlegum at- vinnuveg, heldur einnig á sama vinnuvegum í landinu, eða hvort tfma ieggja grundvöllinn undir hann liafi ástæðu til þess, sam- framtfðartilveru komandi kynslóða kvæmt skoðun bankastjórans, að af VOrum ættstofni, og að vér get- bægja f>eim frá slíkum stöðum, af um að eins haldið hlut vorum ó- ótta fyrir þvf, að börnunum kunni: skertum f þeirri lffsbaráttu, að sá að felast frækorn ófrómlyndi® svik- grundvöllur sé rétt og trúlega lagð- semi og annarar varmensku, vegna j ur. Þ4 Verður það Ijóst, að öll ættemis þeirra. nauðsyn ber til f>ess, að landar vor- Vitanlegt er að upplag og lyndis- einkunnir barnanna eru ekki ætíð teknár beint frá foreldrunum; þær ir hér vestra leggi svo mikla rækt við nútfðar framferði sitt hér f landi, svo að afkomendur þeirra geta átt og eiga margoft rætur fram j þurfi ekki í margar komandi kyn- f eldri liðunum, eru erfðafé frájslððir að llða vegna þeirra í áliti langfeðgunum. Eitt barn getur almennings og verða bægt frá aið- vænlegum atvinnuvegum 1 landinu vegna synda íslenzku f^umherj- haft marga þá lesti og kosti, sem ekki gera vart við sig hjá foreldr- unum. Þeir eru sóttir Iengra fram í ættir, og með f>essu fæst ný sk/r- ing á þeirri gömlu kenningu, að “syndir feðranna komi fram á til, að það erindi sé vel rekið. börnunum í þriðja og fjórða lið”. i Þeir eru sjálfsagt undra fáir, fs- lenzku feðurnir, afarnir og langaf- arnir, sem nokkrum tíma hafa var- ið til þess að hugsa um og gera sér grein fyrir þessari hlið málsins, gera sér grein fyrir þvf, að af fram- komu þeirra og líferni megi af- j komendur þeirra súpa langt fram í ættir. anna, er þeir drýgja nú. Vér höfum vissulega átt erindi vestur um haf. Oss ber að sjá svo ‘‘Áramót” vestanprestanna. Arnmót hins ev. lút. kirkjufielnga ísl. í VAturhíimi 21. ársþing '05. “Aldamót” eru hætt að koma út. Leyndarm&l mun það naumast Þeir hafa sjaldan gert sér verða talið, að ritstj. þeirra, séra grein fyrir þvf, að hversu góðum; Friðrik J. Bergmann, þótti hallast hæfileikum, sem einn maður kann j um 0f i frjálslynda átt. Ritgerðir að vera gæddur, þá megi hann sök- hans bentu á andleg a 1 da mó t, um almenningsálits samtfðar sinn- öld þeirra manna, sem gera sérekki ar líða vanvirðu og atvinnutjón j samvizku af þvf að hugsa eins og fyrir eitthvað það, sem honum er jfrjálsir menn, jafnframt þvf sem allskostar ósjálfrátt, en sem rakið1 þcir eru kristnir. Svo gat hann verður aftur til forfeðra hans um ekki lengur stjórnað riti, sem gefið marga ættliði. Það er óþarft að fást um það hér, hvort þessi skoðanastefna er rétt eða röng, lívort hún er sanngjörn eða ósanngjörn. Það nægir oss öllum að vita, að hún er ríkjandi og að það var fyrirfram séð og á- ivarðað, að hún skyldi ríkja f þess- um heimi og að viðvörunin var frá upphafi gefin oss, að “syndir feðr- anna skyldu koma fram & bömum >eirra í marga ættliði”. Þegar fólk vort athugar þetta í einlægni og með þeirri alvöru, sem m&lefnið vitanlega á skilið, þ& er íklegt, að augu þess opnist fyrir var út af kirkjufélagi Vestur-ís- lendinga. Nú á eingöngu að verða um áramót að tefla. Komist hefir þó að í þessum “Áramótum” alveg gullfalleg pré- dikun eftir ritst.“Aldamóta”. Hún er öll hrópandi mótmæli gegn þröng- sýninu og umburðarleysinu í trúar- efnum. Hann leggur út af sögunni í Post. gjörn.um halta manninn.sem verð- ur fyrir þeim Pétri og Jóhannesi við musterisdyrnar og fær lækn- ingu í stað peninga-ölmusu. Hann hugsar sér þá halta, sem ekki að- hyllast kristindóminn og 6pyr, >eirri voða-ábyrgð, sem á hverju hvemig eigi að hjálpa þeim. foreldri hvllir, að haga svo lffemi! jjann svarar þvf fyrst og fremst sfnu, að það í hftimsinsaugum verði 4 þessa leið: ekki þrepskjöldur á gæfuvegum j „ , r “Vér eigum að vera umburðar- saklausra eftirkomenda sinna. Þeir jynciir menn. Umburðarlyndið er fara þ& að sjá og skilja, að þeir: hin fegursta kristilegra dygða. Það er einkenni þeirrar lundar, er kær bera ábyrgð athafna sinna, ekki að eins gagnvart sjálfum sér og sam- tfðarfólki sfnu, heldur miklu frem- ur gagnvart þeim, sem ennþá eru ófæddir og sem ekki fæðast margir leiki Jesú Krists hefir fengið vald yfir. Oss hættir svo oft við aðvera hastir og ómildir í svörum og lítið nærgætnir. Vér heimtum oft af halta manninum, að hann skuli lækna helti sfna sjálfur og ga.iga svo inn. Vér verðum svo oft vond- ir af þvf, að bonum sé sjálfum um alla heltina að kenna. Vér reyn- um oft svo lítið til að setja oss inn í hugsunurhátt hans og skilja hann eins vel og mætti, til þess að kom- ast eftir, í hverju hann kann að hafa öldungis rétt fyrir sér og kann- ast svo afdráttarlaust við það. Þeir hafa oft og ttðum rétt fyrir sér í mörgu og miklu, þessir höltu menn, — miklu fleiri en oss grunar. Og ef vér að eins fáum skilið það og kannast við það fyrir þeim, erum vér langt á leið komnir til að vinna hjarta þeirra. Dómarnir og áfellis- orðin koma aldrei neinu góðu til leiðar. Einstrengingsskapurinn er aldrei heppilegt vopn.” Þá getum vér ekki stilt oss um, að benda lesendum vorum á ofur- lftinn kafl i úr ræðunni umeinfald- leik kristindómsins: “Þá höfum vér ástæðu til að hug- leiða, hve undurlítið og einfalt at- riði það er, sem gerir manninn að kristnum manni. Hver sá, sem lært hefir að biðja sitt faðir-vor' af trúuðu hjarta, er kristinn maður. Þvf faðir-vor er bæn Jesú Krists sjálfs, og því öldungis óyggjandi mælikvarði. Hver sú s&l, sem hrópa kann um fyrirgefning upp f himininn, mun öðlast fyrirgefning. Guði sé lof, þeir eru þrátt fyrir alt óumræðilega margir meðal hinna höltu, sem kunna það. Vér gleymum því svo oft hve einfaldur kristinndómurinn er, og gerum hann svo margbrotinn, að mörgum, sem skamt eru á leið komnir, vex það 1 augum. Jafnvel sú kenslubók f kristilegum fræðum, sem vér höfumeignast handa börn um vorum nú síðast, kann ekki að gera grein fyrir kristindóminum í færri en 287 spurningum og svör- um, og er hún þó miklu styttri og einfaldari en nokkur annar barna- lærdómur hefir áður verið á voru máli. Insta eðli eða kjarna krist- indómsins má fela einungis f einni spurningu og einu svari. Hver er kristinn? tíá, sem biður guð í Jesú nafni. tívo undur einfalt og óbrotið!” Þessi skilningur höf. á kristin dóminum ber í sér frækorn um- burðarlyndisins og frj&lslyndisins, og hefir hjá honum orðið að fögru tré. Daginn eftir að séra Friðrik J. Bergmann flutti þessa prédikun um umburðarlyndið og einfaklleik kristindómsins, flutti forseti kirkju- félagsins, séra Jón Bjarnason, fyr- irlestur, sem hann nefnir “Helga hinn magra”. Um hann má svo að orði kveða, að hann sé óbein af- neitun alls þess, sem séra F. J. B. hefir sagt daginn áður. Þar er svo sem ekki verið að gera ráð fyrir því, að þeir, sem eru á annari skoð- un en ræðumaður, kunni í ein- hverju að hafa rétt fyrir sér. Og þar er svo sem ekki verið að spyrja um það, hvort andstæjingarnir kunni að biðja faðir-vor af trúuðu hjarta. Þar er mælikvarðinn allur annar. Þar er mælikvarðinn, þeg- ar vel er að gætt, langhelzt sá, hvort menn vilja f guðs nafni fjandskapast við þekkinguna, eða hvort menn vilja ekki gera það. Þeir, sem það vilja gera, eru kristn- ir. Þeir, sem ekki vilja gera það, eru hálfkristnir eins og Helgi hinn magri, sem er sama sem að þeir séu ókristnir. Þetta er I vorum augum einhver sá versti kristindóms-mælikvarði, sem lagður hefir verið f veröldinni. Einhver allra versta syndin, sem drýgð á að hafa verið gegn guðs- ríki hér heima, er sú, að séra Jón Helgason hefir tekið sér fyrir hend- ur að fræða Islendinga um niður- stöðu þá, er orðið hefir ofan á hjá öllum helztu guðfræðingum nútfm- ans um alla veröld, um tilorðning ing ritningarinnar. Það gerir ekk- ert til í augum höfundarins, þó að hin gamla kenningumóskeikulleik þeirrar bókar sé orðin að athlægi hjá hugsandi mönnum, sem dirfast að hugsa eins og frjálsir menn, af þvf mótsagnirnar eru þar svo auð- sæjar, að hvert barnið hlýtur að reka augun í þær, ef það er fært um að lesa ritninguna meðathygli. Það gerir ekki heldur neitt til, þó að sk/ringar vfsindanna séu í mörgu þvl, er ritningunni kemur við svo bersýnilega réttar, að ekki verði um vilst. Það er jafn-óguð- legt athæfi fyrir þvf að fræða ís- lendinga um þetta mál. Þá á það ekki að vera nein smá- ræðis synd, sem þeir menn hafa drýgt hér á landi, sem farið hafa að afla sér vitneskju um nokkur þeirra dularfullu fyrirbrigða, sem bygt fordæmingu sfna á fyrirbrigð- unum sjálfum. Á hverju byggir hann hana þá? A þvf einu, að þeir menn, sem eru að rannsaka þau, vilja ekki láta fyrirmæli á ein- um stað í Mósebókum aftra sér frá þvf starfi. Þar er á einum stað bannað, að “leita frétta af fram- liðnum”, alveg eins og þar eruýms önnur fyrirmæli, sem flestir kristn- ir menn láta ekki til sfn taka, t. d. eru að gerast í öllum löndum. Ekk-' um Þa9> að neyta ekki svínakjöts, ert gerir það til, þó að ýmsir af J sem flestum safnaðarmönnum séra allra-merkustu og frægustu mönn- j sennil^ga honum sjálfum um veraldarinnar beri vitni um það af eigin reynslu, að þessi fyrir- brigði gerist í raun og veru. Ekk- ert gerir það heldur til, þó að efni rannsóknarinnar sé það háleitasta og mikilsverðasta, éem mannsand- inn getur fengist við. Ekkert ger- ir það heldur til, þó að þessar rannsóknir, eins og þær ganga nú þykir sælgæti. Á þessu veltur öll deilan, livort þessi eini staður í Mósebókunum á að hefta rann- sóknar og sannleiksþrá mannkyns- ins f þeim efnum, er varða það mestu, eða hvort hann á ekki að gera það. Allir, sem nokkur kynni hafa af mannkynssögunni, fara nærri um víðsvegar um heiminn, virðist ætla það, að það er ekki fyrst nú, að að gjörbreyta stefnu vísindanna — j leiðtogar kirkjunnar hafa reynt í séu þegar farnar að gera það, eins guðs nafni að hefta þekkingar- og bezt sést á ritum Williams framsókn mannsandans Þeir hafa James, ágætasta sálarfræðings, sem | venjulega reynt það, þegar nú er uppi — og gefa trúarbrögð- unum þaun stuðning, sem þaú þurfa svo mjög á að halda. Ekkert er heldur um það spurt, með hverju hugarfari við þessar rannsóknir er fengist. Alveg skilyrðislaust fyr- irdæmir séra Jón Bjarnason þær, 1/sir yfir þvf, að þær séu “ei£t hið ömurlegasta í gjörvallri sögu lands- ins”, og vísar þeim rakleiðis út úr kristninni, sem við þær fáist. Vegna livers? Séra J. B. er auðsjáanlega f vand- ræðum með að gera sér grein fyrir rannsóknunum og fyrirbrigðunum sjálfum, sem auðfitað er ekki und- arlegt, þvf að hann ber alls ekkert skyn á það m&l, sem hann er svo stórorður um. Hann hefir aldrei verið viðstaddur nokkura tilraun í þessa átt og hann hefir fráleitt les- ið nokkura bók,sem veitir nokkura fræðslu um málið. í öðru veifinu eru — bæði í þessum fyrirlestri hans og f “Sameiningunni”, — fyrirbrigðin “marklaus þvætting- ur”, í hinu veifinn “beinlfnis úr myrkraríkinu”. Eins og hver mað- ur getur séð, sem liugsar sig nokk- ura lifandi vitund um, eru þessar tvær staðhæfingar gersamlega ó- samrýmanlegar. Sé f raun og veru að fást reynsla fyrir því, að kölski og árar hans geti gert vart við sig á þann hátt, að persónur þeirra verði sjáanlegar, þreifanlegar og heyranlegar, geti þeir flutt menn og hluti úr stað, látið föst efni fara f gegn um önnur föst efni o. s. frv., þá fer sv'o fjarri, að það sé “mark- laus þvættingur”, að um þ& upp- götvun væri meira vert en allar aðr- ar uppgötvanir reynsluvfsindanna. En auk þess sem staðhæfingar séra J.B. eru hver upp á móti ann- ari, vita allir, sem nokkurt skyn bera á þetta mál, að þær eru — marklaus þvættingur, svo vér not- um hans eigin orð. Það eru ein- mitt orðin, sem við eiga um þá bf- ræfni, að vera með rannsóknar- lausa fordæmingar sleggjudóma um það, sem aðrir menn hafa rannsakað af nákvæmni og sam- vizkusemi. Þegar séra J. B. rann- sóknar!aust lýsír það “marklausan þvætting”, sem menn eins og Wal- lace, Crookes, Aksakof, du Prel, Lombroso, Flammarion og Ricket hafa athugað, séð, heyrt og þreifað á, þá er l^ann sjálfur að fara með “marklausan þvætting”, Og þegar hann rannsóknarlaust lýsir þau fyrirbrigði “beinlfnis úr myrkra- rlkinu”, sem að öllu leyti bera á sér sannkristilegan blæ, þá er hann sömuleiðis að fara með “marklaus- an þvætting. tíéra Jón Bjarnason getur ekki um nokkura stórkostlega þekkingar- viðbót hefir verið að tefla. Ávalt hafa þeir þózt geta talað af jafn- miklum andlegum myndugleika eins og séra J. B. Ávalt hafa þeir fullyrt, að þeir hefðu drottinn sjálf- an sfn megin. En reynslan hefir ávalt sýnt, að þeir liafa sagt það ósatt. Þeir hafa æfinlega og und- antekningarlaust beðið ósigur að lyktum í þeirri baráttu. Jafnvel vald þeirra til að lífláta andstæð- inga sfna hefir ekki komið þeim að neinu haldi í þessum orrahrfðum þeirra gegn þekkingunni. Ætla mætti, að þeim væri farið að verða það Ijóst, að drottmn er ekki í þeim stormi. En sumir þeirra geta ald- rei neitt lært af því tagi. Séra J. B. talar um fleiri stór- syndir, sem drýgðar hafi verið hér heima. Ein er sú, að menn hafi verið fræddir um breytiþróunar- kenninguna, sem að ýmsu leyti má segja, að sé þungamiðja vfsinda- legra ályktana nú & dögum. ís- lendingar mega ekki um hana fræðast, af þvf að hún rfður bág við sköpunarsögu ritningarinnar. Ekki mega þeir heldur frœðast neitt um Georg Brandes eða Har- ald Höffding. Þeir eiga beinlfnis að sitja 1 vanþekking um helztu málefni og helztu menn samtfðar sinnar. Væri kristindómur íslands ekki frábærlega ófullkominn og & hörmulega lágu stigi, segir séra J. B. afdráttarlaust, að slík fræðsla þyldist ekki með neinu móti. Guð varðveiti oss frá þeim krist- indómi, sem séra J. B. ætlar þessu landi! Sjálfsagt lftur hann rétt & það, hvernig helzt sé tiltök að koma inn þessari kristindómstegund, sem fyrir honum vakir. Það er með heimatrúboði leikmanna— einmitt þeirri trúarstarfsemi, sem nú er verið að reyna að koma á fót hér á landi. Það er tiltölulega heldur sjaldgæft, að unt sé að æsa ment- aða menn — hvort sem þeir eru nú prestar eða annað — upp til þess að bera f brjósti verulegt hatur til þekkingarinnar, og þeir skirrast þá llka við, að æsa aðra menn upp 1 slíka vitleysu. Þess vegna þarf nú að leita til leikmanna f þeim efn- um — fá þá til að gera óífft með þessari litlu þjóð fyrir þá menn, sem vilja hugsa eins og frjálsir menn. Auk þessara tveggja ritgerða, sem hér hafa verið gerðar að um- talsefni, eru í “Áramótum” tfðindi frá síðasta ársþingi kirkjufélagsins, fyrirlestur eftir séra N. Stgr. Þor- láksson, “Landamerkjalfnur”, og inngangsræða á trúmálafundi eftir

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.