Heimskringla - 15.03.1906, Side 1
XX. ÁR.
WINNIPEGr, MANITOBA 15. MARZ 1906
Nr. 23
Arni Eggertsson
Land og Fasteignasali
Utvegar peningalán og
tryggir líf og eignir
Skrifst'-fa: Boom 210 Mclatyre
Block. Telephone 3801
Heimilí: 67L Ross Avenue *
Telephone 3083
Fregnsafn
Markverðustu viðburðlr
hvaðanæfa.
Einn af gasbrunnum Standard
olíufélagsins er að brenna. Brunn-
ur þessi, sem er í Kansasríkinu,
varð fyrir eldingu þann 23. febr.,
og við það kvikuaði í gasinu, og
hefir það brunnið síðan. Eldstrók-
urinn stendur 150 fet í loft upp,
og brennir 150 millíónum cubic
feta af gasi á sólarhring. Svo er
hávaðinn f logannm mikill, að
hann heyrist margar mílur vegar.
Félagið hefir gert ítrekaðar til-
raunir til að slökkva logann, en
ekki tekist það ennþá.
McCurdy, fyrrum fkrseti Mutual
lífsábyrgðarfélagsins, lagði af stað
til Parísar í sl. viku. Áður hann
fengi að fara, varð hann að gefa
skriflega skuldbindingu um að
koma aftur til New York fyrir 1.
septemder itæstkomandi, eða fyr
ef dómsmálastjóri ríkisins krefð-
ist þess. þessi skuldbinding var í
tilefni af því, að verið er að und-
irbúa málsókn á henditr fyrver-
andi stjórnendum þessa félags, út
af óhreinni ráðsmettsku meðan
þeir vkru við völdin.
— Fellibvlur æddi í sl. mánuði
yfir Society og Tahiti eyjarnar i
Kvrrahafinu og gerði 5 millíón
dollara eignatjón og varð 10 þús.
manns að bana svo enn sé kunn-
ugt, en talið víst, að mikill fjöldi
sjómanna umhverfis Tuamotie
eyjarnar hafi farist og þar einnig
orðið mikið eignatjón, þó enn sé
ekki frétt ttm það. Svo varð sjór-
inn æstnr af vindmagninu, að öld-
tirnar risu 75 fet í loft upp. Taron
þorp var algerlega eyðilagt, öld-
urnar skoluðu hverju einasta húsi
burt af eyjunni; önnur þorp á ná-
granna eyjunum höfðu og skolast
í sjóinn með öllu fólki þeirra. Af
öðrum evjum komst nokkuð af
fólki undan í smábátum, eftir að
sjórótið minkaði nokkuð, en svo
búast menn við, að fólk það muni
svelt í hel, ef það ekki hefir farist
með bátum sínum. þetta er talið
mannskæðasta veður, sem komið
hefir yfir þessar eyjar í manna
minnum.
— Góðæri í British Columbia
er að færa fjárhag fylkisins í betra
horf. þar hefir undir McBride
stjórninni verið tekjuafgangur í sl.
2 ár; nú síðast 265 þús. dollarar.
N ámar gáfu af sér til fylkisins á sl
ári 22 Ynillíónir dollara.
— Manntjón hefir orðið á Finn-
landi. Um þúsund tnanns með
hésta voru þar að fiska gegnum
is meðfram austurströnd landsins
Alt í einu losnaði ísinn frá landi
og rak undan vindi út til hafs og
síðan sprakk ísbreiðan nundur við
vindbreytingu. Tvo hundruð af
öllum hópnum komust á einum ís-
jakanum á land í Friðrikshöfn, en
hin 800 hundruð manns cr talið
að hafi farist, því ekkert hefir enn
frétzt til þeirra.
— Frá Noregi fréttist, að á
föstudaginn í sl. viku hafi v»ða-
stormur snögglega skollið á. 300
fiskibátar í grend við þrándheim
voru á fiskimiðum, er veðrið skall
á, og segir fréttin að þeir allir,
eða llestir þeirra muni hafa farist.
En siðar er þess getið, að 70 bát-
ar muni hafa náð landi á hinum
ýtnsu eyjum þar í grend. Gufuskip
hafa send verið til að leita hinna
týndu báta, og fundust margir af
þeim á hvolfi á sjó úti. það er
og talið víst, að sumir bátanna
hafi komist á eyðieyjar, og eru
menn því hræddir um, að skip-
drotsmenn frjósi og svelti í hel, ef
þeitn berst ekkl hjálp hið bráð-
asta.
— Tveir hænsaþjófar í bænum
St. Catherines í Ontario fengu ný-
lega einkennilegan dóm fyrir að
stela fuglum þesstnn. Dómarinn
dæmdi þá til að fara í kirkju á
hverjum sunnudegi frá því dóms-
ákvæðið var birt fram til 12. júní
næstk., og að færa sér 2 ábyrgð-
armenn- til tryggingar því að þeir
hlýddu þessum dómi. Svo skyldu
þeir þann 12. júní koma aftur til
sín og gera grein fyrir breytni
sinni á þessu tímabili.
— Brezka stjórnin er að undir-
búa lagafrumvarp, er veiti henni
vald til að borga þingmönnum
landsins. það er borið fyrir, að
nýlendur Breta geri þetta, og því
sé rétt, að England geri það líka.
Enn er þó óvíst, hvað ofaná verð-
ur í þessu máli.
— Eins og getið var utn í þessu
blaði fyrir nokkru, hafa Frakkar
eftirlátið Bretum öll réttindi sin
til fiskiveiða vrið strendtir Ný-
fundnalands. Nú auglýsa Bretar,
að þeir háfi borgað Frökkum
5273,080 fyrir veiðiréttinn. Um-
ræður urðu um þetta í parlament-
inu á Englandi, og töldu margir
að Nýfundnaland liefði átt að
borga þessa upphæð, þar eð það
hefði allan hagnaðinn. En stjórn-
in kvað sér nægja, að þeir viður-
kendu, að vel hefði verið til þeirra
gert.
— Nýlega kvongaðist annar son-
ur þýzkalandskeisara, og lét þá
keisarinn það boð út ganga, að
hvorki hann né brúðhjónin þægu
nokkrar gjafir við' það tækifæri,
en hinsvegar væri sér ljúft, að
þeir, sem ætluðu að gefa brúðar-
eða minnis-gjafir vildu gcfa í þess
stað sömu upphæð til líknarstofn-
ana landsins. Við þetta er mælt,
að þær stofnanir hafi auðgast um
I2l/i millíón dollara.
— Eldur í bænum Teira í Japan
brendi í sl. mánuði 600 íbúðarhús
og varð 37 manns að bana. Ýms
önnur óhöpp hafa komið fyrir þar
í landi á síðustu mánuðum, svo
að almenningur hefir fengið þá
trú, að þetta verði óhappaár fyr-
ir þjóðina, og er það að nokkru
einnig bygt á gömlum spádómum.
— Voðalegasta námaslys, sem
komið hefir fyrir á Frakklandi,
varö þar á laugardaginn var. Um
1900 manna voru að vinna í kola-
náma í Carrieres héraðinu, þegar
vábrestur tnikill setti alt í bjart
bál. Náminn var langt neðanjarð-
ar og námasvæðið afar víðlent.
Verkamennirnir voru í stórhópum
langt úti í hinum ýmsu göngum,
og áttu ekki kost á að bjarga sér.
Sagt er, að 1219 manns hafi látið
þar lífið, en 590 manns komist
undan. Yfir 22 þúsund manns safn-
aðist að námamynninu á sunnu-
daginn var til þess að leita ætt-
ingja sinna, sem ttnntt i námanum.
En þetta fólk varð að hverfa frá
ttm kveldið með þeirri vissu, að
engin von væri um björgun þeirra
sem niðrí væru, og að það yrði
að líða 8 sólarhringar að minsta
kosti þangað til búið væri að
hreinsa svo loftið í neðanjarðar-
göngunttm, að hægt yrði að leita
þeirra, sem kafnaö hefðu, en
kynntt að finnast óbrunnir.
— Eldttr í bænttm Wolseley,
Sask., gerði 40 þús. dollara eigna-
tjón á sunnudaginn var. það voru
fjórar sölubúðir með vörum og
eitt hótel sem brann.
— Mál er höfðað í Prince Albert
móti yfirkjörstjóranum þar út af
kosningasvikum þeitn, sem áður
hefir verið getið um hér í blaðinu
Frekari fréttir af máli þessu verða
væntanlega skemtilegar, þegar
málið kemttr fyrir dóm.
— Frétt frá Manchuria segir her
menn alla vera að hafa sig þaðan
og að verzlun og atvinnuvegir séu
að færast í gott horf, og að nú sé
ölltitn þjóðum, setn vilja, opið að
reka þar verzlun og iðnað. Kínar
eiga að hafa þar öll stjórnarráð,
þótt Japanar liafi þar enn tals-
verð áhrif.
— Bóndi í McLeod, Alta.. sáði
hveiti í 16 ekrur þann 9. þ.m.
— Stjórnarskifti hafa orðið á
Frakklandi. Héitir sá Sarrien, er
nú hefir tekið þar við stjórn.
— Fjögur þúsund manns fóru
írá Montreal á laugard. var til
þess að setjast að í Norðvestur-
landintt. þeir eru flestir frá strand-
fylkjunum.
— það hefir kotnið í ljós við
réttarhald í Pétursborg á Rúss-
landi, að maðttr að nafni Sechoff,
úr liði verkamanna og trúnaðar-
maður Gapon prests, sem leiddi
verkamennina í atlöguin þeirra
móti stjórnarhernum í róstunum
miklu, sem ttrðu þar í landi fyrir
fáum mánuðum síðait, — var svik-
ari í verkamannaflokknum og þáöi
fé bæði frá þeitn flokki og einnig
frá stjórninni til þess að vísa her-
mönnum hennar á leiðtoga flokks-
ins. Hann var kærður um að hafa
fengið 525 frá prestinum til að
starfa að málutn stéttarbræðra
sinna, en svo að fénu fengnu gekk
hann í leynilögreglulið keisarans,
og vann það verkamönnum hið
mesta tjón. Fyrir réttinum gekk
alt vel, og leit svo út sem ltann
tnuttdi verða fríkenflttr, en alt í
eintt þreif hann skamtnbyssu upp
úr vasa sínum og réð sér bana í
réttarsalnum. þykir þetta bcnda
áreiðanlega á sekt hans.
— General Booth vill láta Ott-
awa stjórnina borga fargjöld fyr-
ir menn þá, setn hann ætlar að
flytja til Canada í sutnar. Segir
hattn það vera í hag ríkinu, að
þeir setjist hér að.
— Friðrik A. Burnham, forseti
Mntual Reserve lifsábyrgðarfélags-
ins í New York, og Gek. Burnham
bróðir hans og Geo. D. Eldridge,
báðir varaforsetar sama félags,
vortt þann 8. þ. m. kærðir um
skjalafölsun og þjófnað. Fimm
kærttr eru færðar móti hverjum
þessara tnanna. þær ern afleiðing
af rannsókn, sem dómsmálastjóri
ríkisins hefir haft nteðferðis í sam-
bandi við stjórnsemi félagsins í sl.
nokkra mánttði. Jjeim er kent um
að hafa notað fé félagsins til eig-
in þarfa. Stærstu upphæðirnar,
sem kærttrnar eru bygðar á, ertt
$1500 og $7500; en skjalafölsunin
felst í því, að bæknrnar hafa ver-
ið ranglega færðar til þess að
hylma yfir þessa þjófnaði úr fé-
lagssjóðnum. Sakirnar ná aftur
til október 1901. Enn er Óvíst
hvernig máli þessu reiðir af.
— Prófessor Robert Koch í Ber-
lín hélt nýlega fyrirlestur fyrir
keisarantttn og öðru stórmenni um
“Svefnsýkina” svo nefndu, sem
ltann rannsakaði í Suður-Afríku á
sl. ári. Hann kvað stungu “gloss-
ina palpalis” flugunnar orsaka sýk-
ina, sem hann kvað hafa orðiö
200 þús. manns að bana þar í
landi. Lækning eða vörn gegn sýk
inni væri enn ófunditi, en hann
vonaði að geta fttndið hvort-
tveggja.
— Morocco þrætan milit Frakka
°g þjóðverja, sem rædd hefir verið
sérstökum þar til settuin fulltrúa-
fundi, er enn óútkljáð. þjóðverjar
hafa að vísu látið undan í nokkr
um smáatriðum, en halda á hinn
bóginn fast við jafnrétti sitt við
Frakka í Morocco. Öll stórveldi
Iívrópu hafa tekið þátt í fundi
þessum í þeitn tilgangi, að binda
að einhverju leyti enda á þrætunaj
En samkomulag hefir enn ekki
orðið í einstkikum þýðingartnikl
tttn atriðum.
— þann 7. þ.m. tók hin tilvon-
andi Spánardrotning formlega
hina katólsku trú. Var þá mikið
um dýrðir, lesiö upp blessunar-
óska bréf frá páfanunt og prin
sessunni færðar tnargar og dýrar
gjafir.
— Gamli Andrew Carnegie hefir
nýlega ritað í brezk blöð og held-
ur því þar fram, að auðlegð auki
að engu leyti sanna sælu mann
kvnsins. Hann telur þann mann
sælastan, sem hefir góða heilsu og
svo nægilegt fyrir sig að leggja,
að hann þurfi ekki að óttast skort
á elliárum sinttmj Alt, sem þar sé
framyfir, auki óþarfa áhyggjur og
dragi úr hinni sönnu lífsgleði, sem
allir eigi að geta notið.
ÍSLAND.
I)r. Finnur Jónsson hrfir fengið
riddara-orðuna — Helgi Péturs-
son hefir fengið doctors nafnbót
við Kaupmannahafnarháskóla fyr-
ir ritgerð um jarðfræði íslands.—
Pþnar Jochumson hefir verið
dæmdur sekur um goðgá og sekt-
aður 50 krónu fjárútlát og máls-
kostnað, og það eintak “Hróps-
ins” gert upptækt, sem guðlastið
var í. — Gullsveig, all veglegan,
heíir stjórn Islands gera látið og
sent utan til þess að leggja hann
á kistu Kristjáns konungs sál. (er
það myndarlega gert og mttn mæl-
ast vel fyrir heitna ekki síður en í
Danmörku. — Ferðaáætlun sam-
einaða gufttskipaféfagsins milli ís-
lands og útlanda á þessu ári sýn-
ir, að skipin fara frá Leith áleiðis
til Islands þessa daga: 17. jan.,
6. og 20. fcbr., 6., 7. og 17. marz,
10., 12. og 28. apríl, 5. og 19. maí,
2., 5., 14. og 19. júní, 14., 24. og
31. júlí, 1. og 18. ágúst, $3., 18.,
19. og 22. sept., 2. og 20. okt. og
4. des. Frá Reykjavík áleiöis . til
útlanda: 9. og 18. febr., 3. 18. og
25. marz, 4. kg 30. apríl, 11., 14.,
16. og 24. tnaí, 19. og 29, júní, 2.,
9., 15. og 24. júlí, 14., 27., 28. og
30. ágúst, 1. og 25. sept., 11. og
25. okt., 2. og 10. nóv. og 11. og
17. des. — það sem af er þessum
vetri mun varla hafa átt sinn líka
manna minnutn sunnanlands.
Jörð var plægð í des. og janúar.
Nýtt blað, er nefnist “Lög-
rétta”, er heimastjórnarflokkurinn
farinh að gefa út í Reykjavík
þorsteinn Gíslason er ritstjóri
þess og er blaðið hið myndarleg-
asta. A Akttreyri hefir sami flokk-
ttr keypt blöðin “Gjallarhorn” og
Stefnir”. þau verða bæði látin
hætta að koma út, en í þcirra
stað á að koma út nýtt blað, et
heiti “Noröri”, með Jón Stefáns-
son fyrir ritstjóra. — Látin er í
Reykjavík Margrét Árnadótt\r,
ekkja Jónasar sál. Helgasonar,
organista. Sömuleiðis Friðrik
Gíslason, ljósntyndari, 35 ára gatn
all, úr lungnatæringu. — 30. jan.
varð Stykkishólmspósturinn, Mar-
ís Guðmundss’on, úti og 2 menn
með honttm. þeir fundust frosnir
niðttr í flóa skamt frá bænutnGrís-
hóli í Helgafellssveit. — Gamall
maður, Jón að nafni, hafði og
orðið úti í sama veðrinu. — 1
miðjum janúar brann íbúðarhús í
Feigsdal í Arnarfirði til öskn.
Fólkið gat með nautnindum forð-
að sér, en engtt af muntttn varð
b.iargað, nema litlu einu af rúm-
fötum. Húsið var vátrygt. — 1
Reykjavík hefir taugaveiki gert
vart við sig, einn tnaður látist úr
henni. — “Dagfari”, hið nýja blað
Austfirðinga, sem Ari Jónsson er
ritstjóri að, hefir byrjað göngu
sína; það er landvarnarblað. —
Fréttin utn lát Kristjáns konungs
barst með loftskeytum til íslands,
gegnutn England, sama daginn og
andlátið bar að. Konttngur andað-
ist í Kaupmannahöfn kl. 2.30 e.h.,
en fréttin var í Reykjavík ttm
kveldið sama dag. — Taugaveiki
í Hafnarfirði í jan. sl., 3 eða 4
hafa dáið þar úr henni og nokkrir
aðrir liggja sjúkir. — Vindstorm
ar feyktu Holtskihkju í Fljótum,
þinghúsi á Hjalteyri og timbur-
húsi á Hömrum i Eyjafirði, einn-
ig nkkkru af heyjutn. Bátar brotn
uðu á Eyjafirði og hús fuku í
Naustavík. — Vörugeymsluhús á
Svalbarðseyri við E)-jafjörö urðtt
eldi að bráð um áramótin, hús og
vörnr vátrygt. — Trúvakning haf
in í Reykjavík og fólki stefnt sam-
an á fjölmennar bænasamkontur.
Prentaðar auglýsingar, sem út var
býtt, sýna fyrir hverjum beðið
skal á hverjum degi. Eitt kveldið
var beðið fyrir Japan, Kína, Tí
bet, Indlandi, Arabíu, Tyrklandi
og Afríktt, einkum fyrir Sfttdan
°K Nígeríu, og fyrir katólskum og
heiðnum landshlutum í Norðttr og
Sttður Ameríku^ Indlandseyjttm,
Kyrrahafseyjtim og Ástraliu. En
Kirkjublaðið tjekur þessu fálega.
KENNARA
vantar til Mary Hill skóla, nr.987
Kenslutími 5 mánuðir, frá 1. maí
næstkomandi. Umsækjendur snúi
sér til undirritaðs fyrir 15. apríl
næstk. og tiltaki kaup.
Th. Jóhannsson,
Mary Hill, Man.
Winnipe^.
Hr. Bjarni Stephansson. Glen,
forsa, var á ferð hér í bænutn um
helgina er leið. Hann var að finna
börn sín hér í bænum, og fór héð-
an vestur til Lake Manitoba, að
finna bróður sinn, er þar býr. Hr.
Stephansson lét vel af líðan og
heilsufari í sínu bygðarlagi, Ný-
lega hrapaði Englendingur ofan i
brunn og hálsbrotnaði. Hann átti
heima ekki all-langt frá Stephans-
son. B. Stephansson er einn með
efnaðri bændum þar í bygð, samt
er hann til meö að selja lönd sín,
og leita sér bústaðar annarstaðar.
þar eru lönd Ji2—525 ekran, og
landgæði í betra lagi.
Vér leiðum athygli lesendanna
að land og ábyrgðarsölu hr. Geo.
S. Shaw í Blaine, Wash., sem aug-
lýst er í þessu blaði. þeir setn
vifdu taka sér bólíestu þar vestur
ströndinni, ættu að skrifa honutn
og fá upplýsingar.
þeir herrar Sigurður Iljaltalín
og S. R. Johnson, frá Mountain,
N.D., komu til Winnipeg í sl. viku
Sigurður á leið til Nýja Islands,
til að finna kunningja og vini þar,
en Johnson til lækiringa hér i bæn-
um við fótarmeiui.
Frá West Selkirk fluttu í þessari
viku allarnir með fjölskyldur sínar
Jón Andrésson, til Pt. Robertsog
þorlákur Guðmttndsson, til Blaine,
Waslt. þeir biöja Heimskringlu að
skila kærri kveðju til Selkirkbúa.
Héðan úr bænutn fluttu í þess-
ari viku til Edmonton í Alberta
Carl Vopni, Benedict Clementsson,
Thorv. Swanson, Swan Swanson
og einhverjir fleiri. Flestir munu
þeir hafa farið til að sjá sig um í
Edmonton, en líklegt þó að sttm-
ir þeirra setjist þar að fyrir fult
og alt, því nú kvað vera veltiár
þar í héraðinu.
Prince Arthur of Connought er
væntanlegur hingað til bæjarins
þ, 9. apríl næstk., kl. II f.h. Bæj-
arstjóruin er þegar tekin að búa
undir komu ltans hingað.
Galicíumaður einn stakk annan
landa sinn til bana ltér í Norður-
bænum á lattgardagskveldið var.
þeir voru báðir ölvaðir og lentu í
illdeilum út af konu einni á Magn-
us avenue.
Hr. Stefán J. Hallgrímsson, frá
Garðar, kom tneð móðnr sína
Mrs. Hallgrímsson, hingað í sið-
ustu viktt. Hann flutti hana á
sjúkrahúsið hér í Winnipeg. Hún
gekk undir uppskurð strax. það
murt vera krabbamein í brjóstinu,
sem að ltenni gengur. Henni líður
tnjög vcl eftir uppskurðinn, og er
búist við, að hún þurfi ei að vera
þar nema lítinn tíma.
Safnaðarfundur verður haldiriii f
Tjaldbúðar kyrkjunni kl. 8 annað
kveld (16. þ.m.) Fólk er beðið að
fjölmenna & fundinn.
Stúdentafélagið heldur fund á
laugardagskvöldið kemur, kl. 8, á
venjulegum stað. Búist við að Dr.
Brandson flytji þar ræðu. Fölags-
menn beðnir að fjölmenna.
H. M. HANNESSON,
Lögfræðingur
Room 502 Northern Bank,
horni Portage ave. og Fort street,
Winnipeg
Markusson &
Benediktsson
selja lóðir frá 3 dölum fetið og upp.
Hús fyrir t/2-virði, lönd fyrir ^
verðs. Þetta stendur að eins fáa
daga. Þeir útvega Straiqht Loan
á hús með 6, 7 og 8 prósent, vá-
tryggja hús utanbæjar og innan,
ásamt húsmunum, ef óskað er. Alt
selt með lægra verði en hjá nokkr-
um öðrum fasteignasölum. — Þeir
eru agentar fyrir lóða og landeig-
endur um allan bæinn. Komið og
kaupið, eða biðjið upplýsinga.
205 Melntyre Bl’k., W’peg.
Telephone 4159.
Landi vor herra G. H. Jenson,
ttmferðaerindsreki fyrir The North
West Thresher Co., hefir beðið oss
að geta þess, að félag það, sem
hann starfar fvrir, hefir sett á
stofn skrifstofu hér í Winnipeg, í
þeim tilgangi, að ltafa þaðan út-
sölu á þreskivélutn og öðrttm ak-
uryrkju verkfærttttt, sem það býr
til í bæmttn Stillwater, Minn., í
verkstæðum síntnn þar, — svo
sem þreskivélum, guíuplógutn og
nýjustu “cross cotnpoiind double
cylinder" vélum, sem draga plóga
og vinna tneð gufuafli önnur störf
til verkaléttis á búlöntþtm bænda.
Herra Jensen biður þá ísiend-
inga í Manitoba og Norðvcstup
Iandinu, setn kynnu að vilja k .ltit-
ast þessum ágætu akuryrkjtp-erk
færum, að skrifa sér til, og kveðst
hattn þá strax skttli senda þeim
myndabæklinga og verðlista og
gefa þeim allar upplýsingar lút-
andi að vélum, setn þeir óska.
Skrifstofa hans er á horninu á
James og I’rincess st., hér í bæm
um. Áritan hans er: G. H. Jen-
son, P.O. Box 664, Winnipeg.
Kvennfélag Tjaldbúðar-safnaðar
hefir ákveðið að halda samkomu f
kyrkjunni þriðjud. 27. þ.m. Hr.
Jónas Pálsson hefir lofað að syngja
þar og verður það f fyrsta sinni að
hann syngur hér opinberlega. Hann
syngar þar einn og svo f tvfsöng
með PAli bródur sfnum. Prógram
sfðar. Inngangur 25 cts.
HERBERGI TIL LEIGU
með fæði að 691 Victor Street.
Central
Bicycle
5hop...
5G6 Jíotre Dame W.
(rétt fyrir vestan Young St.)
Ný og brúkuð
hjól til sölu
Allskonar aðgerðir fliótt og vel
afgreiddar pegn sanngjörnu verði
— Gamlir skiftarinir beðnir að
muna eftir staðnnm.
Bárður Sigurðsson
& Mathews.
Skínandi
Veggja-Pappír
Ég levfl mér aö tilkynna yÐur aö ég
hefl ná fengiö inn meiri byrgöir af veggja
pappir, en nokkru sinni áöur, og sel ég
hann á svo láu veröi, aö slikt er ekki
dœmi til í sögunni.
T. d. hefl ég ljómandi góöan, sterkan
ag fallegan pappír, á SV4c. rúlluna og af
Ollum tegundam uppl 80c. rúlluna.
xMlir prisar hjá mér 1 ár eru 25 — &
prósent lægri en nokkru sinni áöur.
Enfremur hofl ég svo miklu úr aö
velja, aö ekki er mér annar knnnnr i
borginni er meira hefir. Komiö og skoö-
iö papplrinn — jafnvel þó þiÖ kaupiö
ekkert.
Ég cr sá eini íslendingur í öllu land-
inu sem verzla meö þessa vörutegund.
8. Anderson
651 Bannatyne Ave. 103 Nena St.
Flestir kunna illa viö græn föt. En þegar
græna litnuru er blandaö saman viö rauöau,
bláan og gráan lit, þá hverfa allar aöflnslnr.
Hvergi 1 borginni er hœgt aö fá góö föt, þar
sem þessum litum er eins snildarlega hlandaö
saman, eins og í Tuttugustu Aldar fötunum sem
seld eru hjá
Hyndman & Co.
Fatasalar Þeirra Manna
Sem Þekkja Sitt
The Rialto. 480t^ Main St.