Heimskringla - 22.03.1906, Page 1

Heimskringla - 22.03.1906, Page 1
XX. ÁR. Nr. 24 WINNIPEG, MANITOBA 22. MARZ 1906 Arni Egprtsson Land og Fasteignasali Utvegar peningalán og tryggir líf og eignir SkrifsWft: Room 210 Mclatyre Block. Telephone 8364 Heimili: 671 Ross Avenue Telephone 3033 Fregnsafn Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Síðustu fréttir frá Noregi um skipskaða og manntjón, sem getiS var um í síðasta blaöl, segja, að öll skipin séu fundin nema 8 bátar og ekki vanti nú meira en 25 af mönnunum. Talið er víst, að bæði þessir menn og skip hafi týnst í sjóinn. — Nýlega héft háskólakennari Robert Koch fyrirlestur í Berlin, um stingflugurnar (Glossina palpa- lis) í Afríku. Keisarinn sjálfur og og margt annað stórmenni hlust- uðu á þennan heimsfræga bakteríu fræðing. Hann dvaldi í sumar sem feið nokkra mánuði í Afríku og ferðaðist um héruð, sem liggja tindir miðjarðarbaugnum. Sting- flugan veldur veiki, sem alment er nefnd “sofandi sýkin”, þó það nafn feli ekki að öllu leyti sjúkdómsein- kennin í sér. Kóch sagði að veiki þessi væri þekt á vesturströnd Afríku síðan í byrjun síðusttt aldar, og hefði breiðst út norðurströndina, alla leið til Victoria Nýanza, og sýnt sig sem voðagestur við íbúanaa og orðið bæði Afríku búum og þýzk- um nýlendutn til hins mesta tjóns. Alls mundu um 200,000 hafa dáið af' þessari sýki. Hann kvaðst hafa komið í þorp á þessu svæði, sem liefðu verið gersamlega magnlaus, og fólkið í stimutn eyjum skamt frá landi hefði hrunið niður mann fyrir mann, svo að enginn hefði af komist. Sóttkvevkjan sagði hann að bær ist mann frá manni, og væri bráð- smittandi. þessi “glossina palpa- lis” væri dálítið stærri en venju- legar sumarfiugur. Frá því flugan stingur geta liðið nokkrir dagar þangað til sjúklingurinn kennir sem byrjar með hitasótt, rénandi og vaxandi á víxl. Albr kirtlar stokkbólgna , sjúklingurinn verður afllaus og lamaðir, og svefnsýki fer að sækja fast á hann. Prófess- orinn þekkir engin meðöl, sem lækna stingsýki þessa, en býst við að hægt sé að finna meðal við henni, þegar búið er að rannsaka eiturefni þau, sem flugur þessar hafa í sér. Koch ætlar að ferðast aftur fljótlega til Afríku í þeim er- indum, að rannsaka fhtgur þessar, og sjúkdóma þá, sem þær valda. það má búast við góðum árangri af ferð hans þangað; hann er ein- hver sá færasti maður, sem nú er ttppi, til að rannsaka þessháttar hluti. — Stjórnarformaður Witte hefir ráðlagt Gyðingum á Rússlandi, að taka eindreginn þátt í kosningun- um, sem þar standa yfir. Nýlega kotn sendinefnd frá Gyðingum til ÍWitte. Nefndin var úr þeim héruð- tim, sem þeir hafa mest verið of- sóttir í. Nefndin kvartaði sáran undan meðferð á Gyðingum og gat þess, aö þeir hefðu fengið nýjar hótanir utn ofsóknir og líflát, ef þeir létu nokkuð tif sín taka við kosningarnar. Nefndin bað stjórn- ina, að skipa vaktir og verði um kosningartímann í borgum og hér- uðum, þar sem Gyðingar hafa sætt mestum ofsóknum og líflát- um. Witte tók nefndinni mjög hlý- lega og lofaði Gyðingum liðsinni sínu, þegar hann bæri mál þeirra fyrir ríkisráðið. Hann játaði há- tíðlega, að meðferðin á Gyðingum væri til skaða og skammar ríkinu, og þóttist þess sannfærður, að þingið tæki upp hlut þeirra, þegar það kæmi saman og skipaði mál- um þeirra í betra horf enn áður. Hann ráðlagði þeim að taka dug- lega í strenginn í kosningunum og koma að þingmönnum af s’num flokki, þar setn þeir hefðu bolmagn til þess. Siðan eru Gyðingar von- betri enn áðttr um réttindi sin og framtíð. — Andrew Carnegie, millíöna- maðurinn frá Bandaríkjunum. er farinn að bera sig iila undir miUí- ónabyrðinni. Hann ritar, að auð- urinn þyngi og flýti ellinni, eyði frekar en attki vndi og glaðværð lífsins. “það mttn vera hart að finna þann millíóna mann, setn getur hlegið”, segir karltötrið. — Anarkisti, sem nýdáinn er í fangelsi á Italíu, lýsti þvi yfir í dauðatevgjtinum, að Anarkistar heföu fastráðið aö drepa Ítalíu- konung kringum' þann 18. apríl næstk., þegar hann sækti sýning- una í Milan. Bað hann að gera konungi aðvart um að vera varan um sig. — Nýlega dó maður á vitlausra hælinu í Brockville, Oht., 103 ára gamall. Hann geggjaðist á geðs- mununum, þegar hann var 58 ára, og var því inni í 45 ár. Hann lá aðeins í kör 2 síðustu mánttðina. —Aldrei hafa fleiri menn, setn tilheyra lífsábyrgarfélögum, komið saman ttndir einu þaki en nýlega í höfuðdorg New. York ríkis. Rann- sóknarnefndin skýrði frá rannsókn- tnn sínttm, hvers ltún hefði orðið vísari og hvað ráðlegast væri að gera. Samkunda þessi varaði tvo daga. Nefndin hefir samið xo laga- greinir, sem hún ráðleggur félög- ttnum og hluthöfunum, að gera að bíndandi lögum. Eitt atriðið er, allir hlutliafar ábyrgöanna hafi kosningarétt til að kjósa forseta og framkvæmdarnefnd félaganna árlega. Hlunnindi og borgun til “agenta" er takmörkuð, og sömu- lefðis ítök (bonuses), gjafir og ann- að góðgæti er fyrirboðið, nema því aðeins, að þau fvrirmæli standi í aðallögum félaganna. Starfslaun, sem ná og fara vfir §5,000 á ári verða yfirlitin ársárlega, og hefir þar lífsábvrgðafélaga eftirlitsmað- ur rikisins hönd í bagga. Margt fleira skj'nsamlegt leggur nefndin til, og er vonandi, að bendingar ltennar verði teknar til greina. — A fimtudaginn var var fyrsta fylkisþing í Alberta fylkiku sett. Töluvert margir voru viðstaddir þingsetninguna. þingið er haldið í Thistle Rink, því fvlkið á ekki þinghús enn þá. Utahlands verzl- unarviðskifti við Canada hafa náð $5ii5i7i264 upphæð fram yfir sama tímabil síðasta ár. Tímabilið er 8 mánuðir af fjárhagsárinu. — Vinnukona ein á St. Marv’s spítalanum í Minneapolis var í sl. viku glödd með andlátsfregn frænda síns á Engl., sem hafði áðr hann andaðist arfleitt hana að öll- um eigmnn sínum að upphæð 650 þús. dollarar. Stúlkan, sem er rúmlega tvítug að aldri, lét sér fátt um finnast. Hún er ánægð með vinnukonustöðuna á spítalan- um og kveðst óráðin í hvort hún yfirgefi hana, þó hún aí tilviljun hafi mætt þessu happi. — Svarthandar félagið í New York er farið að reka starf sitt einnig í Canada. það hefir hrætt margar fjárupphæðir út úr ítölsk- um vinnumönnum í Ontario með bréflegum hótunum um að ráða þá af dögum, ef þeir ekki greiddu fé til lausnar sér, frá 30 til 50 doll- ara í hverju tilfelli. Svo hefir þetta gengið langt, að Bandaríkjastjórn hefir fariö þess á leit við Ottawa- stjórnina, að hún hafi samtök tneð sér til þess að stemma stigu íyrir framhaldi þessa ófagnaðar. —Utnboðsmenn frá 300 óháðum telefón félögum í Ohio ríkinu höfðu ný-lega fund í. bænum Des Moiaes, . Ia., til þess að sameina öll þessi félög tncð því augnamiði að keppa ' við Bell félagið. Hvert Jiessara 300 félaga hefir samþykt að leggja til 1 þús. dollara til þess að leggja þræði, þar sem þörf gerðist, svo að Bell félagið skyldi hvergi í rik- inu hafa einveldi. Með þessu er vdnað, að Bell félagið verði bráð- lega að hætta starfi sínu þar í rík- inu. — Danska stjórnin hefir ákveðið að senda nefnd þriggja akuryrkju- fræðinga til Canada á komandi sumri til þess að athuga búskap- araðferð Canadamanna og sérstak- lega að læra af þeim meöhöndlun og flutnings fyrirkomulag landbún- aðarafurða. —Partur af Tustin þorpi í Mich- igan ríkinu brann til ösku þ. 16. þ.tn. Eldurinn bj'rjaði í hótelli og varð 4 mönnum að bana. — Herforingja-dóttir ein á Rúss- landi var dæmd til dauða þar ný- lega. fyrir að vera í samsæri með uppreistarmönnum, en dóminum síðar brej'tt í æfilangt fangelsi. — Bréf frá henni hefir borist úr fang- elsinu og lætur hún þar illa yfir meðferðinni á sér, segir lögreglu- liðið hafa smáð sig og svívirt á allan hugsanlegan hátt, hrækt í andlit sér, látið sig hlaupa nakta um fangelsið og barið sig um höB uðið, þar til hún varð meðvitund- arlaus. —Stoessel herforingi er nú sem stendur undir herrannsókn á Rúss- landi, og fréttir segja, að hann standi þar illa að vígi. Hann krefst þess, að Rússar sendi til Japan eftir Nogi herforingja og öðrum herforingjum, til jxess þeir geti borið sér vitni um, að hann hafi varist vel í Port Arthur. En það er talið líklegt, að herrétturinn neiti að gera þetta. — Annað rannsóknarmál hefir staðið yfir út af því, að einn herforingi í Mos- cow neitaði að láta menn sína skjóta á alþýðuna, þegar uppþotið mikla var þar í borginni í vetur. Maður þessi er dætndur rækur úr her Rússa og á að sitja 18 mán. í fangelsi fyrir vikið. —Lögreglan í Montreal náði á sunnudaginn var 120 mönnum, cr höfðu safnast satnan í útihúsi einu þar borginni til þess að horfa á hana-at. Yfir 70 hanar voru látnir etjast til að skernta fólkinu. Fim- tíu lögregluþjónar réðust a stað- inn og tóku alt saman, fólk og fugla. Margir voru sektaðir um $50 dollara, en sttmir tninna, en fuglarnir voru gefnit til líknar- stofnana í borginni. — Spánarstjórn hefir tilkynt þinginu í Madrid, að ákveðið hafi verið að leggja hinni væntanlegu drotningu rikisins 50 þús. dollara árlegt tillag Eru það vasapening- ar fýrir drotninguna og enginn hluti af launum konungs, sem eins góðum bónda sæmir er ætlað að fæða og klæða kontt sína á sinn eiginn reikning en ekki hennar. — Manitoba þinginu var slitið þann 16. þ.m. eftir 9 vikna setu. I.ang-þýðingarmesta frumvarpið af þeim 96 frumvörpum, sem þingið samþykti, var talþráða frumvarp- ið, og næst því ef til vill var neit- un þingsins um að leyfa Kildonan sveitarstjórninni að gefa strætis- brautafélaginu í Winnipeg einka- leyfi um aldur og ævi, að renna strætisbrautum þar um svcitina. þinginu kom saman um, að engin sveit í fylkinu megi hér eftir gefa nokkru félagi einkaleyfi utn lengri tima en 30 ár, og er það lengra tímabil en vera ætti, Ontariostj. hefir fyrir nokkrum dögum fært eit kaleyfis tímabilið niður í 25 ár. — það kom fyrir í lífsábyrgðar- rannsóknarneíndinni í New York þann 15. þ.m., að Hamilton dóm- ari, sá scm mest var bendlaður við fjármál New York Life félags- ins, kom inn í fundarsalinn án þess nokkurn grunaði. Hann hafði ný- lega komið frá París. Nú heimtaði hann að mega tala fyrir nefndinni, og var honum leyft það; hann hélt þá harða skammat'æðu yfir öllum núverandi stjórnendum þess félags, hvað þá vera hunda og svikara, og alla hafa vitað um, hvernig hverju centi hefði verið varið, sem hann hefði meðhöndlað af félags- sjóði. Ilann kvaðst hafa varið fé þvi öllu samkvæmt samþykki stjórnendanna. Mr. Hamilton hældi mjög McCall sáiuga, kvað hann hafa verið bezta mann, en of- sóknir rakka þeirra sem með hon- um hefðu verið í stjórninni og sem allir hefðu haft samtök til að svíkja hann og rægja, hefðu lagt hann í gröfina. Hann kvaðst hafa sókt fund nefndarinnar eingöngu til þess að segja gott orð um sinn látna vin McCall, og um leið til þess að segja skoðun sína á með- stjórnendum þefm, sem hann hefði haft. og sem nú hefðu myrt hann með svikum og íúlmensku. Að öðru leyti kvaðst hann viðbú- inn að svara hverjum spurningum, er nefndin óskaði. Ottawa-stjórnin hefir, ákveðið, að stofna 2 fyrirmyndarbú, sitt í hverju hinna nýmynduðu fylkja, einnig að afnema lögin frá síðasta þingi um eftirlaun þeirra manna, sem veriö hafa ráðgjafar í Ottawa stjórninni, og einnig að minka þinglaun þingmanna, sem þá voru hækkuð að mun. Hvtorttveggju þessi lög hafa reynst svo óvinsæl, að það er talið nauðsynlegt, að afnema þau og að gera breyting- una svo, að hún sé þjóðinni viðun- anlcg. Óvíst cr þó enn hversu mik- ið þinglaunin verða færð niður úr því sem þau ertt nú. — Svo varð mikið snjófall í Cal- ifornia rikinu í sl. viku, að menn muna ekki annað eins. Telefón frétt frá þorpinu Pine Ridge, sem er 5,000 fet fyrir ofan sjávarmál, segir sttjóþyngslin á fjöllunum vera 22 fet á dýpt á sumum stoð- um. Millwood þorpinu, sem einnig er á fjöllum uppi, er snjórinn 20 feta djúpur, og vatnsmagnið 1 án- um hefir aukist svo, að vtða hefir flætt yfir lönd, og fólkið er hrætt um, að innan fárra daga tnuni flóöin muni verða svo n ikil, ;:ð hús þess sópist burtu af stórum landflákum. það er þegar fatið að bera á þessu og 600 manns úr Lá- ton bæ hafa þegar flúið heimili sin og eignir, hugsa að eins um að forða lífinu. — Nefnd hefir Ottawa stjórnin skipað til þess að rannsaka stjórn- semi canadiskra ábyrgðarfélaga og er hún þegar tekin til starfa, en verður lítið ágengt, því forkólfar félaganna neita að svara ýmsum árírtandi spurningum, svo sem um það, hver sé launaupphæð stjórn- enda félaganna. þessu neita félögin að svara, og segja það vera mál, sem almenning vrarði ekkert um og lætur nefndin það gott heita. —Jarðskjálfti varð á Formosa eyjttnni á sunnudaginn var; hundr- uð húsa hrundu til grunna og mörg hundruð manna týndu lífi. Hellirigning fylgdi jarðskjálftanum og urðu þá jarðföll á nokkrum stöðum, og vatnsflóð á öðrum stöðutn, sem gerðu feikna mikil eignatjón. Svo er sagt, að í bæn- um Petropolis, sem hafði 900 íbúa, hafi jarðfall orðið 50 tnanns að bana, og margir aðrir meiddust mjög mikið. Járnbrautir eyðilögð- ust á pörtum og talþræðir slitn- uðu. Alls er talið, að 800 manns hafi farist og 200 íbúðarhús lagst í rústir. — Charles konungttr í Roumaníu er heilstiveill mjög. Læknar segja hann geti ekki lifað lengur enn í ínesta lagi fáa nfánuði, en búast megi við dauða hans á hverju augnabliki. CHR. ÓLAFSSON, J G. MORGAN, AGENT. WlNNIPEG MANAGER Páll Ólafsson, SKALD. Á ljóðahitnni lít ég Pál, — Ljós um heima falla. Harpan dttnar heilagt ntál, Hljómar tíma alla. Skapaður var að skreyta mál, Skemta þeim sem vildu. En listum búna lofðungssál Langtum fáir skildu. Mærðardísin margan fann, Margir vel þá sungu, En lifandi blómin — liðinn hann Leggur á Islands tungu. K. Asg. Benediktsson. SÆKIÐ BREFIN YKKAR! þessir ciga bréf á skrifstofu Heimskringlu: Styrkárr V. Helgason, 5 bréf. Sig. Jónasson Hlíðdal, 3 bréf. Jóhann V. Jónatansson. Th. H. Vigfússon. ólafur Ólafsson. Magnús Smith. Br. E. Björnsson. Og þessi bréf frá íslandi: Ben. B. Bjarnason. Miss Anna Davíðsson, 540 Lang- side st., fl bréf. NEW YORK LIFE Insurance Co.A,e—rr Árið 1905 kom beiðni um $400.000,060 a£ lífsábyrgð- um; þar af veitti fél. $296,640,854 og innheimti fyrsta ársgjald; $50,000,000 meira en nokkurt annað lífsáb.- félag hefir selt 6. einu ári.— $20,000,000 var borgað fyr- ir 6,800 dánarkröfur. — $20,000,000 borgað til lifandi skýrteinahafa fél. — $17,000,000 var lánað gegn 5 pró- sent rentu út á skýrteini þeirra. — Tekjur fél. hækk- uðu um $5,739,592, og sjóður þess um $45,160,099, svo sjóður þess er nú $435,820,359. — Lífsábyrgðir f gildi liækkuðu um $132,984,578; öll lffsábyrgð í gildi 1. janúar 1906 var $2,061,593,886. Sóley i an.. Á vormorgni hlýjum í hugljúfum blæ, í hlaðvarpa opnaði’ ltún brá mót árröðli skærum, sem upp rann úr sæ, og ylgeislum beindi sér frá. Henni fanst, að hún alein ætti það hnoss: að eignast frá ltonum jafn dýrmæt an koss. Koss, sem að vakti’ alt af vetrar- ins blund og vot hennar þerraði blöð. í leiðslu hún horföi á hann langa stund, yfir lífinu ánægð og glöð: ó, hversu ég Árrööull elska þig heitt, sem einn hefir kyst mig, og lífið mér veitt”. En röðullinn brosti og braut sína leið um bládjúpan, skýlausan geim. En sóleyjan hugfangin sat þar og beið, — henni sýndist hann stefna þar hcim. — En röðullinn hélt sína bogabraut, og brosandi leið hann í unnar- skaut. þá viknaði sóleyjan, von hennar sveik, og í vindblæ htin titraði köld því ótti’ hana gagntók; hún var ung og veik, og vissi ekki utn “morgun” og “kvöld”. hún grét, en sofnaði sætt og rótt, og svaf þessa vorsins stuttu nótt. En aftur kom morgun, og árröð- ull skær henni eldheitan koss sendi' á brá hún vaknaði og mælti: “Ó, vinur minn kær, ég vildi ég mætti þér ná! ” En röðullinn seig svo liægt og hljótt í hvílbeð sinn eins og fyrri nótt. Svona leið tíminn, og sóleyjan þcið í saklausri dreytnattdi ró. Hún vissi, að röðullinn leið sína leið, eh að líta hann, það var henni fró og ávalt hún mttndi það inndæla hnoss, þá að henni rétti’ hann hinn fyrsta koss. Svo kom hið geigvæna, hrím- þrungna haust tneð heljardóm birtandi um grund. Sóleyjan hríðskalf að heyra þá raust, að hér væri síðasta sttind komin, og vetur tneð klaka og snjó kæmi nú bráðum, — hiin fölnaði' og — dó. E. Vigfússon. ----—<$-------- H. M. HANNESSON, Lögfræðingur Room 502 Northern Bank, horni Portage ave. og Fort street, Winnipeg Central Bicycle Shop... 566 Notre Dame W. (ré^t fyrir vestan Young St.) Ný og brúkuð hjól til sölu Allskonar aðgerðir fljótt og vel afgreiddar gegn sanngjörnu verði — Gamlir skiftarinir beðnir að muna eftir staðnum. Bárður Sigurðsson & Mathews. Skínandi Veggja-Pappír levfi mér aö tilkynna yöur að ég hefl nú fengið inn meiri byrgöir af veggja pappír, en nokkru sinni éöur. og sel ég hann á svo láu veröi, aö sllkt er ekki dœmi til 1 sögunni. * T. d. hefi óg ljómandi góöan, storkan ag fallegan pappír, á 3V4c. rúlluna og af öllum tegundum uppf 80c. rúlluna. Allir prísar hjá mér 1 ár eru 25 — 30 pró.sent lægri en nokkru sinni áöur, Enfremur hefl ég svo miklu úr aö velja, að ekki er mér annar kunnur í borginni er noeira hcfir. Komiö og skoö- iö papplrinn — jafnvel Þó þiö kaupið ekkert. Ég er sá eini íslendingur í öllu land- inu sem verzla meö þessa vörutegund. S. Mmm 651 Bacnatyne Ave. 103 Nena St, KENNARA vantar til Mary Hill skóla, nr.987. Kenslutími 5 mánuðir, frá I. maí næstkomandi. Umsækjendur snúi sér til undirritaðs fyrir 15. apríl næstk. og tiltaki kaup. Th. Jóhannsson, Mary Hill, Ma*. Flestir kunna illa TÍft fðt. En pegar írrflena litnnm er blandaft saman vift rauftan, bláan og gréan lit, þé hverfa allar aftflnslur. Hrergi t borginni er h®gt aft fá gdft fftt, þar sem þessum litum er eins snildarlega blandaft saman,oins og í Tuttugustu Aldar fötunum seu seld eru hjé Hyndman & Co. Fatasalar Þeirra Manna Sem Þekkja Sitt The Rialto. 48014 Main St.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.