Heimskringla - 22.03.1906, Side 2
22. tnarz 1906,
HEIMSKRINGLA
0
Heimskringla
PDBLI3HED BI
The Beiiaskringla News & Publish-
ieg CoBipaay
▼erO blaÖ3Ín31 Oanada og Bandar.
$2.00 am áriÐ (fyrir fram borgaÐ).
Seattil Islandn (fyrir frana borgaD
af kaapeadam blaOsins hér) $1.50.
Peningar sendist P. O. Money Or-
der, Registered Letter eéa Express
Money Order. Bankaávlsanir á aöra
banka en 1 Winnipeg aö eins teknar
meé afföllnm.
B. L. BALDWINSON,
Editor ðc Manager
OfBce:
727 Sherbrooke Street, Winnipeg
P.O.BOX 110. ’Phone 3512,
Búnaðarskólinn
Þessi nýja fylkisstofnun er pegrar
tekin til starfa, f><5tt byggingarnar
s<5u enn eigi fullgerðar. Talsvert
margir nemendur eru þegar komnir
á skðlann, til að læra fullkomnustu
meðhöndlun á afurði bfipenings,
og eru tveir af þessum nemendum
úrGimli sveit. Vér nefnum hér
þær helstu fræðigreinar sem kendar
verða á skólanum.
skynsamlegri starfsaðferð við allan
búskap.
SMJÖRGERÐ Á BÆNDA-
BÝLUM.
Kfrnar og val þeirra. Mjólkur-
magn og gæði; hirðing mjólkur;
rjómaskilvindur; hirðing á rjóma;
tilbúningur og meðferð á smjöri;
umbúðir og meöferð rjóma til 3<ilu
á smjörgerðarhúcum. Hvcrnig
mestan hagnað megi hafa af und-
anrenningu. Nemendur fá tilsögn
í aðskilnaði rjómans frá mjólkinni,
og hvernig rjóminn myndast. Og
einnig hvernig bændur skyldu bfia
um smjör til sölu á .mörkuðum og
hvemig rjómamagn mjólkurinnar
skal mælt með þartilgerðum áhöld-
I um.
Aldina og skógrækt. Ræktun
I hinna /msu aldinategunda sem
! þrífast í Canada; um ræktun frjó-
m í anga, o.fl. Um vermireiti, viðhald
þeirrs og ræktun. Um ræktun
jarðepla og garðávaxta sem best er
að sá til hér. Um verðmæti trjáa
og Ahrif þeirra á loftslag ; nauðsyn
skjólskóga.
Skordýr og skriðkvikindi. Teg-
undir þær sem skaðlegar eru fyrir
akuryrkju og jurtagróður og vam-
armeðöl gegn þeim.
Fuglarækt. Þekking hinna ýmsu
fuglategunda og verðmismunur á
notagildi þeirra. Einnig um fæðu
og hirðing alifugla og umbúðir til
sölu á markaði. Eðlileg útungun
og ötungunarvélar.
þessir menn ero pr/ðilega vel hæfir
hver í sinni grein, og reyndir að
lipurð og atorku. Aðrir kennarar
J verða ráðnir síðar, og er það, eins
j og yfir höfuð öll stjóm skólans, al-
gerlega 1 höndum til þess ajörinnar
' nefndar, og því fyrir ut<n öll póli-
tísk ftlirif. Fylkisstjórnin aðeins
[ byggir skólann, leggur til öll áhöld
og borgar allan kenslukoctnað. —
Þecs má geta að gamli Tom. Grccn
way or enn í þessari skólanefnd.
A ð s e ii t
GRIPARÆKT
Kynjan, saga og eiginleikar
hesta, nautgripa, sauða og svína,
og sérstök áhersla lögð á að skil-
gieina þær tegundir, sem einkum
og bezt þrffast I Vestur-Canada.
Sórstök áherzla er lögð á kynbóta-
n&m, að gera nemendunum ljós þau
náttfirulög er því ráða, svo að unt
sé að framleiða sem fullkomnasta
og bezta gripi. Og það er svo til
*etla8t, að nemendurnir leggi kapp
& að kynna sér bestu fræðibækur f
allskonar grigarækt.
Að dæma um gripi.—Nemendun-
um er kent að pekkja alla bygg-
ingu gripsins, svo hann geti f fljótu
bragi gefið skynsaman úrskurð um
verðmæti o.fl. Sfðar er honum
kent samanburðar-athugun grip-
anna og ýms nákvæmnisrannsókn
er f>vf tilheyrir.
Fóður og hirðing.—Blöndun fóð
nrtegundanni og hver áhrif hinar
ýmsu fóðurtegundir hafa á vöxt og
viðgang skepnunnar. Meðferð og
haguýting fóðurtegunda, næringar
gildi þeirra, o.s.frv.
GRIPA-LÆKNINGAR
Bygging og starfseðli hinna
ýmsu líkamsparta f dýrunum, svo
■em meltingar-kerfið, andrúms-
bygginging, fætumir og vemdun
þeirra. Bent á gripameðöl sem
bændur skyldu jafnan hafa við
iendina og notkun þeirra meðala
Hirðing og meðferð veikra gripa
Orsakir sjúkdómanna ; smittandi
ajúkdómar og hvernig má stemma
■tígu fyrir f>eim ; sótthreinsun og
braustleika grauskoðun á hestum
LANDBÚNAÐUR
Jarðvegur — myndun, efnasam-
•etning, frumatriði jurtagróðurs,
vðkvunarskilyrði, framræsla og
vatnsveitingar.
Mold—Ræktun, tilgangur rækt-
nnar, nauðsyn undirbúnings til
xæktunar, sumarplæging, nauðsyn
& því að skifta um jarðveg f ræktun
kornteguuda.
Uppskera—Gras og komtegund-
ir, saga þeirra og einkenni og 1
hverskyns jarðvegi f>essi og hin
tegundin þrffst best. Sáðning,
nppskemvinna og fiutningur til
markaðar.
Jurtagróður, hvemig jurtir vaxa.
Verkefni rótanna, stangir og lauf.
Hver áhrif vökvinn og loftslagið
hefir. Sjúkdómar jurta og lækn-
ingar f>eirra
Kynbætur jurta og æxlun og
hveroig dæma skal gildi þeirra.
Að þekkja illgresistegundir og Þau
fræ sem framleiða þær. Hveroig
best megi uppræta illgresi.
Bústjóm, vinnuskifti, nauðsyn
*ð gera hvert verk á tilteknum tfma
Hagsmunir sem þvf fylgja að beita
Handverk — Nemendanum er
kent að þekkja algeng og nauðsyn-
leg verkfæri við járnsmíði og að
læra að gera nauðsynlegustu að-
gerðirá akuryrkjuverkfærum, sjóða
saman járn, o.fl. Sömuleiðis er
f>eim kent svo mikið f trésmlði að
þeir geti gert við bændabýli, smfð.
að girðingar, óvönduð íbúðarhúsog
gripahús. Þeim er og kent að
þekkja hina ýmsu hluta algengra
akuryrkjuvéla, að meðtöldum sjált-
bindurum og gas og gufu-hreyfi-
vélum.
Einnig er kend ensk málfræði,
réttritun og formleg stílsetning
bréfa og skjala, svo og bókhald og
reikningsfærsla. Er þetta gert til
þess, að bóndinn eða bóndasonur-
inn læri að halda ljósa og áreiðan
lega reikninga yfir búskapinn; er
honnm einnig kent að þekkja alls-
konar nótur og vfxla, veðbréf og öll
sllk skjöl sem bóndanum er mest
árfðandi að f>ekkja. Einnig er
honum veitt tilsögn í auðfræði og
hvemig bezt megi haga búnaðar-
aðferðinni til þess að gefa bónd-
anum sem beztan arð. Nemand-
anum er veitt tilsögn í verzlunar-
fræði og að nokkru leyti í stjórn-
fræði, svo að hann fái nokkumveg-
in ljósa hugmynd um f>au meginat-
riði sem þessar fræðigreinar byggj-
ast á. Enn fremur eru honum
kendar fundarreglur og um mynd-
un bændafélaga, o.fl. Er auðvitað
alt þetta gert f f>eim tilgangi, að
efla meutun og velmeguu bænda-
stéttarinnar hér í fylklnu.
Það sem að framan er sagt, er að
eins örstuttur útdráttur úr kenslu-
skrá skólans, eins og hún er ákveð-
in þegar skólinn getur tekið til
fullkomiuna starfa, sem vænta má
að verði með byrjun Oktober þ. á.
Óefað er það samhuga álit þeirra
er um það geta dæmt, að hugmynd-
in sé afar nanðsynleg. En að hún
komi að fullum notum er auðvitað
komið undir kennurunum á aðra
hlið og nemendunum á hina. En
til þess eru Ifnur þessar einkum
ritaðar, að benda íslendingum á
þessa nýju ágætis stofnun og hvað
hún kenni, og örfa og hvetja fB-
lenzka foreldra til að veita bömum
sfnum þá fræðslu á þessum skóla,
sem hlýtur að koma þeim að góðu
haldi & öllum þjóðvegum og kross-
götum lífsins. Það er efalaust, að
hinir nýtustu kennarar verða vald-
ir að skólanum, og öll áhðld og út-
búnaður hinn vandaðasti.
Prófessor W. J. Rutherford,
kennari við ríkisbúnaðarskólann f
Iowa, hefir verið ráðinn sem kenn-
ari f búfræði við þennan nýja skóla
og Dr. Torrence hefir verið ráðinn
til að flytja f>ar fyrirlestra um með-
ferð á skepnum og d/rum og lækn-
ing þeirra; Mr. W. J. Carson er
yfirkennari við smjör cg ostagerð
og alla meðhöndlun mjólkur. Allir
í Lögbergs blaSi frá 28. des. sl.
ár hefir einhver J. B. H. vaknaö
upp meS andfælum, og þotiö á
staS gegn ljóSagerö Vestur-Islend-
inga; og af þvi mér finst allmikiö
[ athugavert og margt ofhermt í
. þeirri grein, ætla ég aS svara
henni fáeinum orSum.
Á upphafi greinarinnar og gegn-
um hana yfirleitt finnur maSur
glögt, aS höf. finst svo vera, sem
í einhverjar ógöngur sé komiS meS
og einhver hálfleynd hætta sé búin
af þessari tíSa ljóöagerö Vestur-
Islendinga í blöSunum, og svo ut-
an þeirra, í ljóSakverum þá. Hann
sér skáldskap í hverju blaSi og
spyr svo aS hverju þetta ætli aö
stefna ? Hann hyggur þetta orS-
inn andlegan sjúkdóm, illann og
ólæknandi osfrv. Ljóöararnir heita
hjá honum skottuskáld, leirburS-
arskáld., skúmaskots höfundar og
fleira af því tagi. Eitt er víst, aS
J.B.H. er illa viS þetta, og þessa
menn. En svo er aS skoSa ástæS-
hans fyrir þessum ómilda dómi og
hrakyrSunum.
Fyrst er þá, aS allur þorri IjóS-
anna hér vestra ‘‘hafi sáralitla
þýSing og aS ekkert sé á þeim aS
! græSa”. — Ó, já; en er hann fær
um aS dæma þetta ? þaS sést
| hvergi. Og hvaS er svo gildi skáld-
| skapar yfirleitt ? Getur J. B. H.
svaraS þvf svo í nokkru lagi veröi.
þaS gægjist samt upp hjá honum
síSar, aS gildi skáldskapar sé eitt-
hvaö þaö, sem er “ósjúkt og heil-
næmt fyrir þjóSina”; og svo þaS,
“sem bókmentalegt gildi hefir”.
þetta er gott í sjálfu sér, þaS
sem þaö nær, en þaS nær helzt til
skamt. En hvaö þaS atriöi snert-
ir, aS skáldskapur Vestur-íslend-
inga sé “sjúkur og óheilnæmur
fvrir þjóSina”, sem eigi er annaS
hægt aS sjá af orSum J.B.H., þá
væri oss þægö í, aS hann færði
! sönnur á þaS; þjóS og þjóö á ekki
| nema nafnið saman, hugtakiö er
j svo vítt, flokkarnir innan tak-
takmarka þess og hópar einstakl-
inganna eru svo mismunandi og
oft ólíkir, aS. það sem einum er
slæmt er öSrum gott; jafnvel þaö
sem sýkir einn eSa er honum ó-
heilhæmt, batar hintim og reynist
honum heilnæmt; þessu veröur
held ég ekki neitaS, og þaS síst nú
einmitt eins og á stendur meöal
Vestur-íslendinga bæSi í pólitisk-
um og trúar eða kirkjulegum efn-
um, og á meðan er hæpiS aö vera
aS fimbulfamba meö hugtökin:
“sjúkt og óheilnæmt”, sem undir-
stööu undir gildi skáldskapar hér.
Allir með nokkurnveginn sömu
upplýsing og greind hafa jafnan
rétt til aS dæma hér, og þurfa ei
aS binda sig við annaö en sinn
eigin mælikvarða eöa síns flokks.
hvaS sem hinir gjamina.
þá er hitt, hvað bókmentalegt
gildi hefir. Vér- skulum játa, aö
þaS er ákveSnara. En hvernig fer
J.B.H. aS sanna, aS lítiS eöa ekk-
ert af skáldskap Vestur-íslendinga
hafi ekki eða komi þá ekki til að
hafa eitthvert bókmentakgt gifdi ?
Veit hann svo ekki, aö bókmenta-
legt gildi breytist meS tímanum,
sem hvaS annaS. HvaS er ekki t.
d. núna um sjálfa biblítma ? Hvað
er ekki um mestöll náttúrufræðis-
leg og efnafræðisleg rit fyrri tím-
anna? Hvar standa þau nú í bók-
mentarööinni ? En svo er einnig
um ljóS og skáldverk, gildi þeirra
er ýmislegt, eftir timunum, eftir
hugsunarhætti mannanna, þótt vér
hins vegar ekki neitum, aö skáld-
verk eru til, sem oss virSist sem
munu hafa ævarandi gildi; þó vér
jafnvel efumst, aö “svanirnir”
hans J.B.H. pumir verSi meö í
þeim flokki. Já, meir aS segja, aS
einhver “hrafnanna” kunni meö
tímanum að hefja sig upp þangað,
þótt J.B.H. og hans nótar heyri
enn annað ekki, en tómt “garg”
og “hræfugla vængjatak". Sanni
J.B.H. til.
1 annan staS veröur ekki af því,
hversu J.B.H. hér dæmir, annaö
séö, en hann ætli, aö skáldskapur
allur eigi að vera hinn svonefndi
“problematiski”, en slíkt er þröng-
sýni ærin, —vér lesum þetta út úr
hans eigin orðum “ósjúkt og heil-
næmt”. — því er nú betur, aö
skáldskapurinn er bæði fleira og
meira en þetta, aS fást við félags-
leg úrlausnarefni ein, sem nefnd
eru Problema (ráSgátur). Fjöldi
hinna “góðtt skálda” fæst mjög
svo lítiS viS þctta. þar á meSal
má hjá okkur telja bæSi Bjarna og
Jónas, þeir eru aS mestu leyti
einlæg ljóðskáld í orösins eiginlegu
merkingu, lundar-ljóSaskáld, og þá
ekki síöur stórskáldiS okkar hann
Gröndal, og fleiri. þessir eru ekki
aS binda sig eingöngu við hin fé-
lagslegu úrlausnarefni, sem aftur
hlutversku skáldin meir gera; og
ég finn ekki betur en aS allur
fjöldí hiíina vestur-ísleiuka skálda
sæki í sömu rás, séu ljóöskáld, er
syngi undir hörpu sína og lýsi
kendum síuttm fremur ööru, og
svo á þaö líka aS vera. þaö er
tæplega — vér erum svo ungir í
þessu landi — tíminn kominn Jil
hins. þó á því bóli innanum jafn-
an dálítiS, sem vitaskuld er. Eg
er algerlega móti J.B.H. og þeim,
er í sama streng taka, aS Vestur-
Islendingar hætti aS yrkja, því aS
tiltölu réttri yrkja þeir ekki lakar
en aSrir. þaS er mjög misjafnt aS
vísu, sem frá penna þeirra ílýtur,
en það eru kendir þeirra, og því
er þeim ekki velkomið aö bera þær
fram fyrir hina landa sína úr því
þá langar til þess. þaS versta er
hversu þetta stundum er í slæm-
um búningi hjá þeim; ég tek t. d.
eitt hiS allra síöasta kverið frá
Jóni okkar Stefánssyni á Gimli,
þaS er óskapa frágangur á þeim
ljóSum og víSast þunn, en þó finn-
ast fáein gullkorn innanum og má
þá, ekki reyna að réttlæta hann
meS þeim ? og svo er um aðra
fleiri. Ég er því yfirleitt þakklát-
ur þeim sem að yrkja og láta okk-
ur sjá, og þaö er örsjaldan aö
þessum “lægri skáldum”, er kalla
mætti, ferst ekki dável á fer-
skeyttu bögunum sínum, og ég hefi
rekiö mig á (allvíöa veriö), aS
þegar blað kemur meö slíka ljóöa-
stúfa á bæ svo sem meö póstin-
um, þá bvrjar bóndinn venjulega á
ferskevtlunum og kveSur þær meS
ánægju meö sínu rímnalagi uppá
há-íslenzku, og hann og hans fá
gleSi af þessu; en slíkt vegur ekki
svo lítiö á metunum, víða hvar út
í nýbygSunum í fásinninn þar.
þaS eru aöeins grafskriftarljóð-
in, sem ég vildi leggja til aS tak-
mörkuS væru miklu meira en gert
er, því þau eru flest svo væmin og
leið.
þá er annaÖ atriöi all-athuga-
vert hjá hr. J.B.H., er hann er að
tala um viðurkendu skáldin, sem
hann svo kallar, og þá jafnframt
þá, sem hann nefnir “sköpuð”
skáld, eSa fædd skáld. HvaS inein-
ar hann nú meö þessu, er hjá hhn-
um spinst lit úr hnjóSinu, sem
hann setur í HagyrSingafélagiS,
sem honum virðist vera meinilla
viS.
AS minni meining er þaS fjar-
stæða og skammsýni, að reyna aS
aftra mönnum frá aS yrkja og
ljóSa, þó þeir fái ekki þegar þessa
viSurkenning; þaS eru nóg dæmi,
að hún kemur oft ekki fyr en seint
og síSar, og sumir hreppa hana
ekki fyrr en þeir sjálfir eru undir
græna torfu/komnir. Og svo þessi
títtnefnda vúSurkenning; hvernig
er hún ? Sjáttm viöurkenning þá,
sem ritstjóri Aldamóta sáluSu
veitir sumum góðskáldum og á-
gætismönnum íslenzkum; þaS er
svo hljóöbært tnanna á meðal og
kunnugt, að vér þurfum ekki aS
fara frekar út í þaS. -Og vel vit-
um vér líka, hvar fiskur liggur hjá
honum undir steini, klerkinum
þeim. þeir eru honum ekki nógu
lúterskir, og þar af leiöandi lífs-
skoöun þeirra “sjúk” og banvæn;
ég fæ ekki betur séS en hr. J.B.H.
lafi í hinu sama; dáfallegur tiíæli-
kvarði á skáld þaö! Svo eru nú
“sköpuöu” skáldin. Hvat fugli er
þaö, heillin mín ? þetta “sköpuð”
og “fædd” skáld gengur næst því
aö vera dellu-hugtak, þó J.B.H. sé
ekki einn meS það; það er sem
næst vitleysa, því flestir eða lafn-
vel allir menn erti skáldæð gjæddir
aöeins í meira eSa minna mæli,
1 líkt og aörir hæfilegleikar manna.
þaS eru menn, sem eru skáld góö,
jafnvel þó þeir aldrei setji saman
ljóö eSa vísu; þaS ætti J.B.H., er
annars reisir sig svona hátt, aS
vita. Ég tek hér til dæmis höfuö-
prcstinn í Winnjpeg, J.B.; þaö hefir
eitt góSskáld vort á prenti gefiö
honum þá viSurkenning, aS hann
væri skapaS skáld, eSa á þá leiö;
og margir, sem koma í kirkjuna
hans, hafa vfst tekið eftir, hvernig
hann fer meS textann sinn tíSa:
“Job, Satan og Jehóva”, eSa tvær
sálirnar í Pétri o.fl. o.fl. Já, sá
karl gefur ekki aS minsta kosti
hinum smærri skáldmæringum eft-
ir, þó hann eiginlega ljóSi oss vit-
anlega fátt og sé ekki af' almenn-
ingi viönrkendur sem skáld; og svo
er um fleiri. Aftur heyrum vér al-
menning — sem alt og alt af vill
dæma — nefna Kristján sál. Jóns-
son skapaö skáld; hann sem orkti
sem smaladrengur, segja þeir,
“Dettifoss” og “Vonina” o.fl. o.fl.
En vita þeir þá ekkí, aS Kr. sál.
J. hafSi þá sem smaladrengur þaul
lesið öll hin íslenzku skáldin á und-
an sér, og var jafnvel byrjaöur aö
brjótast fram úr Byron. Hvaöa á-
hrif ætli þetta hafi ekki haft á
skáldæð hans, liggur það ekki í
augum uppi ? það mætti þegar til
kemur jafnvel fremur kalia blá-
bera rimarana okkar og. snjöllu
I hagyrðingana svona “skapaða”,
I sem mæla margir hverjir (lík-t og
1 Símon þá), ljóð undirbúningslaust
af munni fram, ef menn annars
vilja hanga í þessu villandi hug-
taki. Reynsla og mentun að vísu
hjálpar mjög til að gera góð
skáld, eigiiiltg skáld, hvcrca sem
J.B.H. hamrar á móti því, að
menn “læri” að skálda. Hvað seg-
j ir ekki Ben. Gröndal:
“Mér kendi faðir mál að vanda,
1 lærði hann mig, þó ég latur væri.
j þaðan er mér kominn kraftur orða
! meginkyngi og myndagnótt”.
Skáldskapurinn er sem sé ein-
tómar myndir, er skáldið færir í
I búning eða segir sögur af. Til
| þess líta orð stórskáídsins Goethe,
er hann líkt og Gröndal segir hvað
I hann hafi frá foreldrum sfnum
| fengið: þá er þetta frá hans
“Mutterchen”: “die Lust zu fub-
; uliren”. það er að “dikta”, segja
skrýtlur, sem litla mammma hans
hafði kveikt eða gefið honum löng-
un til.
Ég má rúmsins vegna ekki fara
lengra út í þetta annars hugðlega
mál. Ég vona, að ég þegar hafi
tekið fram nóg til að draga úr
j þessu rothöggi, sem J.B.H. reynir
að reka veslings vestur-íslenzku
skáldunum, sem ég vildi að héldu
I áfram að ljóSa f krafti í hjástund-
i um sínum eins eftir sem áöur; —
annars vanda sig alt hvaS þeir
megna og taka sér til þess fyrir-
! myndir.
| Ég get samt aS endingu ekki al-
i veg gengiS fram hjá ádrepunni til
! HagyrSingafélagsins, sem hinn
virSulegi J.B.H. gefur, því þar eru
illkvitnis getgátur og réttnefndir
sleggjudómar hjá honum. Til for-
áttu er þeim fyrst taliö, aS alt út
lit sé fyrir, aS þeir ætli sér aS
“læra aS verSa skáld”, því reiöist
hann og dróttar aS þeim, aS þeir
ætli meS því aS brjóta náttúru-
: lögin! ! Jehóva hafi sem sé ekki
! gefiö þeim þetta! En veit hann
[ þá ekki, aS fleiri parturinn af þeim
j í HagyrSingafélaginu eru þegar
viSttrkend skáld fyrir þaö sem eft-
; ir þá hefir heyrst og sést af ljóö-
um, bæöi Sfgfús, Siguröur Júl.,
þorsteinn, Guttormur, Vésteinn o.
fl. því dugar nú ekki “viöurkenn-
ingin” J.B.H.? Kanske þeir séu
þér of anti-lúterskir ? ég fer varla
skakt í því. þá kemur hann meS
þá kreddti, aS veslings Hagyrð-
ingafélagiö sé nú “móðir og and-
| leg fóstra” alls þessa vestur-ísl.
skáldskapar, sem hann er aS reyna
að hamast á; do, do; eru þau þá
ekki nema 3—4 ára gömul öll
þessi leir og “Dalaskáld” hans hér
vestra ? HagyröingafélagiS er ekki
eldra. En synirnir eru kanske eldri
en móSurin eSa fóstran ? En í
engum siö, nema þá ramlútersk-
um, held ég aS slíkt geti staðist;
j þar kennir bvo margra kynja og
| undra, hvort sem er; þvi hikar
! signor J.B.H. sér heldur ekki viS
;svona lagaSa staöhæfingu.
En ég vil ekki lengur vera aö
1 eltast viö þetta “pródúkt” J. B.
H., er hér fyllilega sýnir sig sam-
merking hræfuglanna, er safnast
þangaS, sem hræiö liggur. VerSi
honum aS góSu! — En ég er meö
honum í því, aö viS þyrftum nð
eignast stórskáld, þó ekki væri til
annars en aS taka .duglega ofan i
lurginn á þessum ýmsu hálfment-
uSu gorkúlum hér vestan hafs,
sem fullir eru af giksskap og sjálfs
áliti og sjá aldrei aðra f friði.
St. 8.
-------4--------
Bendingar fyrir Islendinga.
I 2S. nr. Heimskringlu þ.á. er
auglýsing frá hr. Geo. S. Shaw í
BJaine, Wash., viSvíkjandi land-
sölu etc. og meðmæli blaðsins til
íslendinga, að snúa sér til hans í
þeiin erindum. Ég þekki eöa kann-
ast viö þenna herra og get sagt
svo mikiS, aö íslendingum, sem
annars er hugur á aS kaupa lönd,
hús eöa bæjarlóðir í Blaine, er al-
veg eins holt, aö ráSgast í því
efni viS landa sína þar, sem eru
fróSir orönir í þeim málum og aS
öSru leyti góSir drengir. Hr. H.
Hanson t.d. er jafnan fús til aö
gefa heilráöar og skýrar bendingar
og tekur sist meiri ómakslaun en
aSrir.
En Iangbezti vegurinn fyrir fá-
tæka menn — aöra er ekki eins
nauösynlegt aS bera fyrir brjósti,
— er aS snúa scr beint til eigenda
íasteig«anna. MeS því móti kom-
ast menn hjá aS greiSa afar-háa
“commission” milliliSunum, sem
oft eru 2—3 um sama blettinn og
hver einn þarf aS fá ofurlítiö í
askinn sinn.
þegar ég er kominn vestur, sem
veröur innan fárra daga, skal cg,
að svo miklu leyti aö mér er unt,
veita þeim löndum mínum aSstoS,
sem þangaö flytja til aö setjast
aS. Ég ætla ekki aö ‘‘gefa mig út"
fyrir “agent", — cg hefi ekki þtss
háttar náttúru, en lciSbeiningar,
án þess, geta komiS sér vel. Og
nýkomnir landar minir mcga óiiik-
aS leita þeirra, ef þeim sýnist.
1 sambandi viö þetta vil ég l>sa
því yfir, aS eftir því sem greiucl-
ustu Islendingar hafa skrifaS mér
þar aS vestan, lítur mjög vel út
framtiS Washington ríkis í öll-
greinum. v,
Einnig er áríSandi fyrir fólk aS
vita, aö fargjald er ekki nieira eu
$25.00 tii ‘j. aprii uæstk.
þeir, sem aS mínu áliti ættu
helzt aS flytja í “SígrænaríkiS W.”
eru bændur — fjölskyldumenn —
lausar konur og hverjir sem hugsa
um framtíöar staðfestu. Daglauna
og handverksmenn, sem hvergi er
eiginlega markaSur bás, hafa aS
líkindum ekkert betra tækifæri þar
heldur en hvar annarstaöar.
p.t. Winniprg, 19. marz 1906.
J. E. Eldon
:---4------
BYGÐARÓÐUR
Ó, sú bygS er inndæl sveit,
enga betri’ á jörS eg veit:
Náttúran er fjölbreytt, fríö;
frjótt er landiS, hagstæð tíö;
eru þar ekrurnar
eggsléttar og sígrænar;
uppskeran er ætíö góS,
aldrei þurS í bænda sjóö.
FólkiS alt er gott og greint,
göfugt og í lundu hreint.
Eflir þar hver annars hag,
alt er friöur, bræSralag.
, þjóð á sii blómleg bú;
bænda hjú, siholl og trú,
vinna á viS ólukkann,
elska sig og húsbóndann.
Enginn fer meS ósatt orS,
eSa slaSur þar á storS.
VerSi manni eitthvaö á
enginn viröist þaS aS sjá.
Ást og trygS efla dygS,
eyöa hrygS í þeirri bygS.
Hiin á skiliö hól og prís,
hún er jarönesk paradís.
Skuggasveinn.
--------j-------
Tli bœnda
Heiöraöi ritstjóri Hkr.!1
Ég biö ySur aö gera svo vel og
ljá þessum fáu línum rúm í ySar
heiöraSa blaöi.
þaS er eitt atriSi á meðal okk-
ar mörgu verka, sem aS ég vildi
aS fólk reyndi áS veita betra eft-
irlit, hverrar þjóSar, sem aS þaö
er. þaS er aS hugsa betur um
landamerki sín, passa aS hornhæl-
ar séu á réttum staS, renna beinni
línu í milli landa og mæla vega-
stæöi af meS réttri breidd, setja
niSur girSingar, beinar og á rctt-
um stað; aS plægja beint, sá beint
og slá beint, og í einu orSi aS
segja> Kera alt beint og hreint,
eftir þvf sem bezt á viS, viö hvaS
eina, sem gert er. þaS er betra,
aS gera minna og gera þaS vel,
en aS vinna illa og þurfa tvisvar
aS vinna þaS sama.
Eins og það er skemtilegt, aö
sjá beinan og hreinskilinn mann
koma fram á sjónarsviöiö fram
fýrir almenning, eins er þaS mjög
skemtilegt fyrir einstaklinginn, aS
sjá bein og hrein verk stjórnanna.
Ég hefi séS sjálfan mig og aðra
eyöa tíma og peningum fyrir
skeytingarleysi sumra manna bæöi
enskra og íslenzkra á því verki,
sem hér er bent á aS ofan.
Ég skrifa þessi fáu orð til þess
aS minna sjálfan mig og aöra á,
aS vinna Vel og rétt hvað sem við
gerum.
Hóseas Jósephson.
Baldur, Man.
--------j-------
andlAtsfrégn
þann I. desember síðastliðinn
andaðist að heimili sínu í Glen-
boro, Man., Torfi Sveinsson, úr
brjóstkrampa. Torfi sál. var nærri
áttatíu og þriggja ára gamall (83)
er hann lézt, fæddur 23. desember
1822. Hann eftirskilur ekkju og
Uppkomin börn.
------4-----«
þakkarorð
Vér undirrituð vildum biðja 56-
ur herra ritstjóri, að láta blað
yðar flytja vort alúðarþakkleti
þeim heiðurskonunum, Mrs. II.
Haldorson, Mrs.W.H.EccIes, Mrs.
Líndal, Mrs. A. Rauðseyju, Mrs.
S. Johnson og Miss Gíslason, —
fyrir peninga og ávísanir að upp-
hæð $100.00, er þær hafa safnað
og haft saman með samkomu-
haldi hér í bygðinni oss til handa.
Ennfremur þeim sæmdarhjónun-
um Mr. og Mrs. G. þorleifsson, cr
tekiö hafa yngsta barn vort eftir
að móðirin var flutt að heiman
til lækninga, og þar að auki hjálp-
að oss á ýmsa vegu, auk Mr. og
Mrs. Halldorson, er styrkt oss
hafa á ýmsan hátt í neyðarkjör-
um vorum á þessum vetri.
Ekki megum við láta þess óget-
ið að önnur heiðurshjón, þau Mr.
og Mrs. H. Johnson, hafa tekið til