Heimskringla - 12.04.1906, Blaðsíða 2

Heimskringla - 12.04.1906, Blaðsíða 2
12. apríl 1906. HEIMSKRIN GLA Heimskringla PUBLI8HKD BY Tke Heimskringla News & Publish- ieg ‘ VerO blaOsins 1 Canada og Bandar. $2.00 um ériö (fyrir fram borgaO).J Senttil Islands (fyrir fr«n borgaO af kaupeudum blaOsins hén $1.50^ Peningar sendist P. O. Money Or- der, Registered Letter eöa Express Money Order. Bankaévtsanir é aöra banka en 1 Winnipeg aö eins teknar meö afföllum. B. L. BALDWINSON, Editor & Manager OfBce: 727 Sherbrooke Street, Winaipeg P.O.BOXllð. 'Phone 3512, Spítala skýrslur Skýrslur og reikningar Almenna spítalans í Winnipeg fyrir áriö 1905 eru nýlega prentaöar og hafa sendar verið Heimskringlu í bækl- ingsformi. þær sýna, að á sl. ári hefir spítalinn hjúkrað alls 4366 sjúklingum. auk þess sem á annan hátt var hlynt að 5735 manns, er ekki voru fasta sjúklingar á spít- nlanum, en gengu þangað til að fá ráðleggingar og lítilfjörlega læknishjálp. tJtgjöld spitalans, að fráteknum öllum þeim kostnaði, sem varð við byggingar og umbætur húsa, urðu á árinu $132,291.68, eða nær 38 þús. dollara hærra en árið á undan. iþessi stofnun hefir á liðnu árun- nm orðið að fylgja með straumi tímans. J>að hefir verið bygt við spítalann svo að segja á hverju ári, þar til nú, að húsin öll með áhöldum eru orðin feikna mikils virði. Og þó þessar árlegu við- bætur séu gerðar, þá er samíspít- alinn alt of lítill, því með vexti borgarinnar vex að sjálfsögðu að- sóknin að spítalanum, og árleg út- gjöld vaxa að sama skapi. J>að eru ekki að eins fylkisbúar sem leita til þessarar stofnunar, heldur einnig fólk utan fylkis. Á sl. ári voru á spítalanum 322 ut- an fylkis sjúklingar, 778 víðsvegar úr Manitoba og 3266 héðan úr Winnipeg. Að jafnaði var hver sjúklingur 2iJ^ dag á spítalanum. Dauðsföllin urðu á árinu 332 eða sem næst 7^ af 100 hverju sjúk- linganna. En á móti því má leggja 127 fæðingar, sem þar urðu á sama tímabili. Allar eru skýrslur þessar sérlega fróðleg'ar. T. d. sýna þær að 102 Islendingar hafa á sl. ári þegið hjúkrun á spítalanum, og ef mað- ur gerir, að vera þeirra þar hafi jafngilt meðal verutímabilinu, 2iJ^ dag fyrir hvern sjúkling, þá er dagatöf landa vorra á spítalanum á sl. ári alls 2200 dagar, en1 kostn- aður á hvern sjúkling sem næst $1.40 á hvern dag. Höfum vér Is- lendingar þá þegið rúmlega 3 þús. dóllara virði af hjúkrun frá þess- ari þarfastofnun. Hvað höfum vér svo g'oldið til stuðnings ? |>að er víst alveg óhætt að segja að löndum vorum hefir farist bet- ur við stofnun þessa á síðasta ári, heldur enn á nokkru undangengnu ári, og er það vafalaust að miklu Jeyti að þakka þeim tveimur kon- um, sem svo vel söfnuðu meðal Islendinga hér í bæ, og svo þeim áaninningum sem biöð vor hafa árlega gefið um þörfina að styrkja þessa stofnun, svo að það er nú stimplað á meðvitund almennings, að oss beri að hlynna að spítalan- um. Eftir því, sem frekast verður séð af skýrshim spítalans, þá hafa beinar gjafir frá löndum vorum á sl. ári numið alls $677.15, eða sem næst $700.00, og er það myndarleg upphæð frá eimim þjóðflokki, þó ennþá sé hún ekki fvjllur fjórðung- ur þess fjárverðs, er vér þyggjum í staðinn af stofnuninni. Gjafirnar hafa verið: 1. Frá sveitafélögum, sem ís- lendingar eru mann- margir í ...............$205.00 2. Frá lút. kirkjum landa vorra í Winnipeg ........ 51.20 3. Samskot Winnipeg Is- lendinga ............... 211.45 4. Gjafir frá Einstakling- um í Winnipeg og frá söfnuðum og félögum utan bæjar .......... ... 209.50 Samtals $677.15 Fyrsti liöurinn í þessum tölum er að vísu nokkuð vafasamur, því að væntanlega er hann ekki að öllu leyti tillag irá íslendingum. En svó hafa eflaust landar vorir hér í bæ og annarstaðar gefið upp- hæðir, sem hvergi eru tilfærðar, sem komandi frá íslendingum sér- staklega. Jafnvel þeir dálkar í . hérlendu dagblöðunum, sem telja I upp nöfn þeirra, sem gefa fé til spítalans til umferðarkvenna, sem nálega á hverjum mánuði ganga um bæinn í samskotaleit, — sýna ekki, hve mikið fé landar vorir leggja til, því nöfn þeirra eru svo afskræmd, að þau eru alveg ó- þekkjanleg fyrir íslenzk nöfn. Sum- part er þetta að kenna söfnnnar- konunum, sem rita nöfnin rang- i lega niður, og sumpart einnig þeim löndum vorum, sem þykir það fint, að nefna sig eitthvað ann að, en sínu rétta skírnar eða föð- urnafni. En hvað sem þvi nú líður, þá hafa landar vorir lagt sómasam- lega til spítalans á sl. ári og bet- ur miklu en aðrir útlendir þjóð- flokkar virðast hafa gert. Fyrir i það eiga þeix þakkir skyldar. -------*------- Hver er sjúkur ? það er kannske að bera í bakka- fullan lækinn, að tala um skáld ! meira en gert er nú á dögum. En ' þó skáldskapur og vaðall um ! skáldskap sé kominn yfir bakkana | jafnvel, þá munar minst um, þó bætt sé þar við einni skjólunni ennþá. Blöðin, bæði austan hafs og ! vestan, fiytja kvæði og skáldskap alla jafna. það er svo sem ekkert óskiljankgt eða hræðsluvert við það. Nú í seinni tíð hafa verið sendir uppvakningar út um "borg og bý, bæði í blöðum og stalla- ræðum, sem halda því fram, að lítill eða enginn skáldskapur sé til á meðal Vestur-íslendinga. það litla, sem örlað hafi á honum, sé að hverfa fyrir kirburði og fimb- ulfambi, og hætta sé á ferðum, ef mönnum sé leyft að láta skoðanir sínar eða söguatriði í ljós í I bundnu máli. það eru sérstaklega tveir flökk- 1 ar, sem sækja að skáldunum og j hagyrðingunum. ( Annar þessara fiokka rífur alt niður, sem fyrir verður. Hinn flokk i urinn sækir aðeins að vissum I mönnum og kallar þá allra handa palladóma nöfnum. Hvers eiga aumingja ljóðmæringarnir annars að gjalda ? Ekki er svo sem færð ástæða þar að. því er haldið fram á eina hlið, að engir megi yrkja fyrri enn þeir eru orðnir stórskáld ^ A móti er haldið fram, að allir : megi yrkja (rétt! ), og flestir eigi að læra að verða stórskáld (hæp- I ið að svo langt þurfi að ganga). \ Langleiðinkgastur er tálknahvin- ( urinn, sem fordæmir skáldskap af því svo margir yrki hér vestra. ójá. Getur þá skáldskapur verið annað en skáldskapur ? þvætting- ; ur annað en þvættingur ? Svanur : annað en svanur, þó jafnmargir : hrafnar séu til ? Ljósið er ljós, þó ! nóg sé til af myrkri. Ef ekkert væri til nema úrvals kvæði Jónas- ar, Bjarna, Gröndals, Steingríms og Matthíasar, þá mundu þau þau gæði lítt nægja sem fullkomn- ar bókmentir, frá öllum. því fer betur, að fleiri hafa orkt en þeir. því gkggra yfirlit sem fæst um sálarástand einnar og annarar ald- ar, því betra. þá er á meiru og fleiru að byggja og fjölbreyttara víðsýni. Menn tala oft um falskar mynd- ir. Til eru þær. þegar þaö ljót- asta og ógeðkldasta er dregið úr þeim, en það fegursta gylt og fág- aö. þetta er líka rétt meðfarið. Ef ekkert á að sýna nema það allra- fallegasta og logagylla það þar á ofan með endurteknu lofi og á- trúnaði, þá er sannkikanum hall- að alt of mikið. það er bezt, að hver komi til dyranna eins og hann er klæddur. Svo er um þjóð- irnar og alt annað. það er óefað langréttast að lofa öllum einstaklingum að sýna gáf- ur sínar, andlegan þroska og lær- dóm, eins og eðli þeirra knýr þá til að g«ra. Með því er auðvelt að sjá hið háa og lága, stóra og1 smáa, góða og illa. Eldgamall vani og myrkrakúgun er það, að vilja sýnast og hefja sjálfan sig, en að reyna að hamla þvf sanna að koma fram í ljós aldanna. þakkavert og góðs viti er það hjá hverju þjóðerni, þegar einstakling'urinn er kominn á það þroskastig, að hann þorir að láta til sín heyra, og að kæfa hann niður er sú argasta afturhalds- stefna, sem hugsast getur og sem mannkynið á í fórum sínum í dag. Hitt er annað mál, hver sigur- kransinn ber úr býtum, þegar skeiðhlaupiö er endað, og eftirkom andi ættliðir setjast á rökstóla. þá verður sá mesta skáldið, er næmasta eftirtekt hafði, dýpsta reynslu, víöáttumestar hugsjónir, mestan drengskap, dýpsta þekk- mgu a sogunm og a smm eigm þjóð og máli. Sá, sem hefir alt þetta, hann getur orðið skáld, hve nær sem hann vill. En þeir, sem ekki eiga það nema í brotum, þeir taka aldrei lárviðarsveiginn, þótt þeir hamist nótt og dag. Engu siður getur gott leitt af viðleitni þeirra. það er sú hróplegasta vitleysa, sem nú er til í heiminum, að skipa 'öllum að þegja nema örfáum mönnum. Síst ættu íslendingar að reyna að þaggaþá menn niður, er hugsa og yrkja, því fáir ala skáld sín þrengra en þeir, þrátt fyrir, að þjóðin á skáldum sínum að þakka það sem hún er metin að fornu og nýju'. Og því er betur, aft fjöldinn af Islendingum ann skáldskap og les hugfanginn ljóð og sögur, þó ein- stöku holtavælir góli í þokunni. það er satt, að það liggja ekki stór verk eftir alla, sem yrkja. — En þó það sé ekki nema staka og stef á annari hverri síðu, þá sýna þau mynd höfunda sinna, og marg ir hafa gaman af að fara með ljóð in. það tekur heljarmenni, að búa til stór skáldverk, sögur, kvæða- bálka, rímur og söngva í hjáverk- um sínum, annaðhvort fyrir enga eða þá litla borgun. Og svo að fá nóg hnútukast og ónot frá öfund- armönnum sínum, og síðan heilan herskara af fábjánum, sem bundn- ir eru í læðing í sérgæðisskap og afturhaldsanda — ófreskjur, álfka geðslegar og þau hjónin sál. Húsa- víkur Lalli og Mývatns Skotta.— Nei, þvi fer betur, að svoleiðis skötuhjú ráða ekki ríkjum og lof- um á meðal íslendinga alment, meðan jafnmörg skáld eru uppi hér vestanhafs og nú eru. það er ekki alt svo þarflegt, sem skrifað er í blöð og tímarit þessa tíma, að það þurfi að hliðra til með pláss handa því. Trúar- bragða botnlausar þulur, sem fyr- ir löngu eru útdauðar úr tíman- um, og jafnvel fluttar á þá vísu, aö þær eru stórum siðspillandi. það er varla svo lélegur leirburð- ur til, að hann sé ekki betri, enn margt af því tagi, sem flæðir bæði austan og vestan hafs yfir þjóð- ina. það munu margir halda því fram, að nafnlausar eða nafnfals- aðar níðvísur séu gagnslausar og skemmandi. þær eru þó sálar- mynd þess, sem bjó þær til. það er eins mikil nauðsyn að þekkja misindismanninn, þjófinn og hug- leysingjann, eins og dánumauninn, ráðvendnismanninn og hetjuna? Myndin af þjóðinni getur aldrei orðið of skýr, og hún verður ekki skýr fyrr en alt er sýnt, ik og gott. Og hjá öllum þjóðflokkum fylgjast þær einkunnir að í stór- um eða smáum mæli. því er svo varið með íslenzk skáld, að þau geta aldrei stór- grætt á þjóðinni, síst hér vestan hafs. Ef þjóðin fær verk þíirra fyrir lítið eða ekkert, og komandi aldir erfa bókmentirnar á sama hátt, hvað er þá hættulegt ? það er sá hugsunarháttur íslendinga nú sem áður, að þeir verða ei uppnæmir af einni vfsu, þó hún komi út af vörum einhvers hag- yrðings, sem óþektur er. I>eim, sem mest kvarta undan ljóðalýtum Vestmanna, er bezt að beina örfum sínum þangað, sem þörfin er meiri. Sumir þeirra þurfa ei langt að leita, til að rekja leið- ir þangað sem læknisþörfin er meiri enn hjá íslenzkum skájdum og hagyrðingum vestanhafs. K. Asg. Benediktsson. Ekki er nema hálfsögð sag- an, þá einn segir frá Strætisvagna þjónarnir og stræt- isbrauta félagið. Síðasta Lögberg, dags. 5. þ. m., virðist koma nokkuð einhliða fram í lýsingu sinni á yfirstandandi verkfalli og orsökunum til þess. Vera má að ókunnugleiki hafi valdið þessu hjá blaðinu. það er þá fyrst að minnast á kaupgjalds upphæð þá, sem félagið hefir goldið mönnum sínum, sem á vögnum þess hafa unnið. — því það eru að eins þeir, sem hér er um að ræða og málið kemur við. þar segir Lögberg að dæmi munu finnast til, að fyrir 15C um tím- ann hafi þeir unnið, er lægst kaup höfðu. En þar heíir blaðið vara- semi við,/.að það segir ekki, hvort þeir menn vinni á vögnum félags- ins eða ekki; en auðvitað munu vel flestir taka það svo, að hér sé átt viö menn þá, er á vögnun- um vinna. Og sé það meining blaðsins, þá er þetta æði mikið öðruvísi útskýrt en vera bæri, þvf sannleikurinn er sá, að nú um sl. 2 eða 3 ár befir lægsta kaup, sem félagiö hefir borgað mönnum sín- um, verið 19C um kl.timann, en hsczt 24C. það er eftir tveggja ára vinnu fyrir félagið. Auk þess Legg- ur félagið þjónum sínum til fríja einkenni sbúninga. þann I. marz sl. hækkaði félagið kaup manna sinna úr 19C uppí 2oc og úr 24C uppí 25C um kl.tím- ann, og svo þar á milli eftir bví, sem mennirnir voru búnir að vinna lengi hjá félaginu, en yfirleitt var hækkunin þannig, að hún varð ic unt tímann fyrir hvern mann. Annað atriðið getur um ýmsa vankosti, sem Lögberg segir félag- ið hafi ekki viljað leiðrétta . þá er það heldur ekki rétt hermt. ■— Félagið var búið að lofa að leið- rétta suma af þeim áður en verk- fallið héfst. þjónarnir vildu fá sandkassá í vagnana og þeim var lofað því. þeir kröfðust þess, að vagnarnir væru hreinsaðir áður ei^ þeir færu út á strætin á morgn- ana, og félagið lofaði að láta gera þetta. Nú kemur til þeirra atriða, sem mennina vantaði, en félágið neit- aði að samþykkja. þau voru: 1. Viðurkenning “Union” verka- manna, og 2. Launahækkun. það mun verða líkt um þetta mál og mörg önnur, að yfirvegun breytir oft skoðunum manna. Hugsum okkur til dæmis, hvað kaup þessara manna verður um mánuðinn og árið, og ættum við að geta íengið hugmynd um Iivort nokkur knýjandi ástæða var lil að gera verkfall, eða hvort það er á góðum, sanngjörnum og hyggileg- um rökum bygt. þá er að byrja á lægsta kaup- inu, sem er 2oc um hvern kl.tíma, eða $2.00 hvern virkan dag, því mennirnir vinna 10 kl.stundir á sólarhring. Með þessu kauoi hafa þeir yfir $50.00 um mánuðinn, eða yfir $600.00 á ári hverju, og ein- kennisföt fyrir hálít verð og iríja $1000.00 lífsábyrgð meðan þcir tru í þjónustu félagsins, og þes.T.itan hafa þeir ókeypis slysa og veik- inda ábyrgð. sem veitir þeim $5 00 á hverri viku, ef óhöpp kom.i fyr- ir. Fyrir þessa síðari ábvrgð borga mennirnir 50C mánaðargjald þeir, sem hafa hærra kaup eða 25C um kl.tímann, fá $65.00 um mánuðinn, eða $780.00 á ári, og fríjan einkennisdiining. þegar tekið er tillit til þess, að það þarf ekki meira en eins til þriggja daga æfingu eða lærdóms- tíma til þess að geta stýrt vögn- um þessum og rent þeim eftir sporbrautum félagsins, og að þessi atvinna er skyldari algengri dag- launavinnu, heldur en handverks- vinna, þá kemur það spursmál til sögunnar, hvort nokkurt annað fé- lag sé til hér i Winnipeg, er borg- ar h-æVra kaup fyrir algenga vinnu, heldur en, strætisbrauta félagið gerir. Eða borgar jafnvel sjálf bæjarstjórnin svona hátt kaup til verkamanna sinna ? Ef svo skyldi ekki vera, og skyldi það sannast, að félagið borgaði eins hátt kaup, eða hærra, heldur enn nokkurt ^nnað félag í bænum, eða jafnvel sjálf bæjarstjórnin, — hvaða á- stæðu hafa þá mennirnir áj,vögn- unum til þess að gera verkfall fyr- ir hærra kaupi ? þá er hitt atriðið, er félagið neitaði að viðurkenna “Union” vagnaþjónanna. En mundu nú ekki geta komið ástæður til þess ? Eitt af því, sem vagnþjónarnir heimtuðu, var það að allir, sem lengst væru búnir að vinna fyrir félagið, væru látnir eiga forgangs- rét't að æðri og betur launuðum stöðum í þjónustu félagsins, hve nær sem tækifæri kæmi. þetta sýnist nú í fijótu bragði ekki vera ósanngjörn krafa, en þegar nánar er að gæ-tt af mönnum, er þekkja stöður þær, sem félagið hefir að bjóða, þá munu þeir fljótt sjá, að margur maður, sem lengi hefir stýrt vagni, væri algérlega ófær til þess að taka aðra hærri og um leið vandasamari stöðu. Og þar af leiðir eðlilega það, að stjórn- endur félagsins verða að hafa fríar hendur til að velja þá eina menn í hinar ýmsu stöður, sem þeir vita þeim verkum vaxna, án þess að taka tillit til 'þess, hvort maður- inn hefir unnið í þjónustu félags- ins lengri eða skemri tíma. það atriði, að Sviinn (ekki Danskurinn) Louis Christiauscn berði hr. Magnús Smith er ennþá alls ósannað mál, en er ivá undir rannsókn lögregluréttarins hér, og eins líklegt, að það sanmst, að hann sé sýkn- af þeirri kæru, hve vohdur sem sá maður annars kaun að vera. það hvernig vagnar lé’agsms voru skemdir, ásamt ann.iri Irain- komu fólks þar að lútandi, sýnist vera mikið líkara skrilshæf.ti, tn hegðun og framkomu heið\irðra borgara. Enda er það einn hlutur viss, að engir af vagnþjónunum hafa tekið þátt - því. Lögberg talar um, aö verkfalls- brjótar hafi barið á fólki, og mun það rétt hermt» En hver var á- stæðan ? Voru það ekki bæjar- menn, sem byrjuðu ? Voru það ekki þeir, sem skemdunum ollu ? Hvernig skyldi Gunnar á Hlíðar- entfti og fleiri forfeður vorir hafa tekið á móti svoleiðis aðsókn, sem vagnþjónnm félagsins var veitt fyrstu dagana eftir að verkfallið var byrjað ? Og minnist ég þess ekki, að séra Fr. J. Bergmann fyndi Gunnari á Hlíðarenda margt til lýta í fyrirlestri sínum. sem ekki var heldur við að búast, því það mun flestum verða fyrir, sem á annað borð eru menn, að reyna að verja hendur sínar þegar á þá er lei'tað. Að endingu læt ég þess getið, að það er langt frá, að ég sé ó- vinveittur vagnþjónum strætis- i brautafélagsins, því það eru marg- ir meðal þeirra, sem mér er sér- lega vel við. Enda margir afþeim, sem voru með í verkfallinu þvert á móti vilja sínum, meira nð segja sárnauðugir, og það mun ég revra i að sanna ef þarf. það er ekki tilgangur minn með •þessum línum, að byrja blaðadeil- ur, heldur að eins að segja sann- leikann hver sem í hlut á. það er enginn annar, sem þátt á í þess- um línum en ég, sem undir þær er skrifaður. Og skyldi svo fara, að einhver svaraði eða vildi fá meiri upplýsingar, og það komij fram á kurteislegan hátt, þá skal, ég með ánægju ve'ita þær upplýs-1 ingar, sem ég get. Ég hefi unnið j kngi fyrir þetta félag og þekki því j töluvert suma ráðsmenn þess og ge-t fyrir eigin reynslu og þekkingu ekki borið þeim annað en gott. River Park, W’peg, 6. apríl ’o6. N. ÖSSURSON. ------4--------- Trú og sannanir Eftir Einar Hjöileiftson (Framh.). Eftir Lúkasar guð- spjalli hafa konurnar verið marg- ar: þrjár konur þær, er með Jesú höfðu komið úr Galíleu, og nokk- urar aðrar konur með þeim. þær verða einskis landskjálfta varar, svo að frá sé skýrt, og steininum hefir verið velt frá gröfinni, þegar þær koma þangað. þær fara inn í gröfina og finna likið þar ekki. En meðan þær voru að furða sig á þessu, sjá þær, að tveir menn standa hjá þeim í skínandi klæð- j um. þeir yrða á konurnar, en ; minnast ekkert á það, að læri- sveinarnir eigi að fara til Galíleu, til þess að fá að sjá Jesúm. Kon- j urnar fara til lærisveinanna og færa þeim fregnina. Ekki er einu orði á það minst, að nokkur þeirra hafi orðið nokkurs vör á leiðinni. Eftir þessari frásögu birt- ist Jesú fyrst tveimur lærisvein- um sínum, sem eru á leið frá Jer- úsalem til Emaus, sjálfsagt þeim sömu, sem Markús segir að hafi ætlað út á landsbygðina. En Lúk- as getur ekkert um “annarlega mynd” á lionum, heldur segir, að augu þeirra hafi verið svo haldin, að þeir þektu hann ekki. Jesús fór með þeim inn í þorpið Emaus og settist til borðs með þeim. Og meðan þeir sátu við borðið, opn- uðust augu #þeirra, svo að þeir þektu hann. En þá hvarf hann þeim. því næst dirtist Jesús 11 lærisveinum sínum í Jerúsalem, talaði við þá og snæddi með þeim Síðan fór hann með þá út til Bet- aníu og varð þar uppiiuminn til himins. Ekki er með einu orði á það minst í frásögn Lúkasar, að lærisveinarnir hafi nokkuru sinni séð Jesúm í Galíleu, og hafi svo verið, þá er þessi írásögn stór- kostlega ónákvæm og beinlínis röng. Jóhannesar guðspjalli segist enn annan veg frá. það getur ekki um nema eina konu. sem komið hafi til grafarinnar um morguninn,Mar- íu frá Magdölum. þegar hún kem- ur þangað, sér hún, að steinninn hefir verið tekinn burt. Hún hleyp- ur þá til tveggja lærisveinanna, verður einskis vör á leiðinni, og segir þeim, að líkið hafi verið tek- ið burt úr gröfinni, og hún viti ekki, hvað af því sé orðið. Læri- sveinarnir fara að forvitnast um þetta, sjá, að líkaminn er horfinn og ekki annað eftir í gröfmni en dúkar, sem sveipað hefir verið ut- an um líkið. þegar lærisveinarnir eru farnir heim til sín, stendur Marfa eftir hjá gröfinni og gægist inn í hana. þá sér hún tvo hvit- klædda engla, annan til höfða, hinn til fóta, þar sem Jesús hafði legið Rétt á eftir verður henni litið aft- ur fyrir sig, sér þá Jesúm standa þar, og heldur fyrst, að það sé grasgarðsvörðurinn, en þekkir hann svo, þegar hann fer að yrða á hana. Að kvöldi hins sama dags kemur hann að luktum dyrum inn til lærisveina sinna og sýnir þeim hendur sinar og síðu. Tómas er ekki viðstaddur og véfengir þetta, þegar hinir lærisveinarnir fara að segja honum frá því. Jesús birtist þeim þá aftur á sama hátt eftir átta daga og lætur Tómas skoða vandlega hendnr sínar og síðu. Auk þess segir Jóhannesar guðspj. að hann hafi gert mörg önnur teikn í augsýn lærisveina sinna, þau, er ekki séu rituð í guðspjall- inn, og eftir sambandinu virðist svo, sem hann hafi gert þau í Jer- úsalem, í sama skiftið, sem hann lét Tómas skoða sig. Að lokum segir Jóhannesar guðspjall frá því, að hann hafi birzt sjö lærisveinum sínum í Galíleu, við Tiberíavatn, og tekur það fram berum orðum, að það hafi verið í þriðja sinni, sem hann birtist lærisveinum sín- um eftir upprisuna. þá er loks vitnisburður Páls postula í fyrra Korintubréfinu. Hann er alt annan veg en frásagn- ir guðspjallanna. Eftir hans um- mælum virðist svo, sem Kefas (Pétur) eigi að hafa séð Jesúm eftir upprisuna fyrstur manna, þar á eftir “þeir tólf”; þá 500 manns, allir í einu; þá Jakob", þá postul- arnir allir. Páll fer auðsjáanlega eftir alt öðrum upprisu-frásögnum en höfundar guðspjallanna. þessi eru sönnunargögnin, sem kristin kirkja hefir fram að íæra gegn þeim mönnum, sem ekki trúa upprisu Krists. þeir taka þau ekki gild. Svo sundurleitar og laus- legar frásagnir uirr jafn-einstæðan viðburð, sem á að hafa gerst fyrir nær 20 öldum, taka þeir ekki trú- anlegan. þeir benda á það, að við þennan viðburð hafi engum ná- kvæmum athugasemdum verið beitt, og engin rannsókn skarp- skygnra og óhlutdrægra manna hafi farið fram um það, hvers menn hafi í raun og veru orðið vísari; mennirnir, sem upphaflega hafi verið einir til frásagna, hafi verið fáfróðir menn og ímyndunar- afl þeirra að líkindum í afarmikilli æsingu; og svo viti enginn um það — enginn geti einu sinni farið nærri um það — hverja grein menn irnir hafi í raun og1 veru fyrir því gert, hvað fyrir sig liafi borið; og loks hafi þessir menn, auk alls annars, verið uppi á þedm tímuin, er trúnaður var lagður á alls kon- ar kynja-viðburði; á þeim tímum, er menn þóttust jafnvel vera sjón- arvottar að því, að illir andar væru reknir út af mönnum og látn- ir fara í skynlausar skepnur. þeir menn, er taka upprisu Krists trú- anlega, kannast við það, að post- ularnir hafi verið sannfærðir um hana; en þeir segjast ekki eiga þess neinn kost, að rannsaka sönn- unargildi 'þess, er hafi sannfært postulana. þeir kannast við það, að það sé kynlegt, að postularnir skuli hafa fengið jafn-óbifanlega sanníæring fyrir 'þessu, ef það hafi ekkert verið annað en misskilning- ur og tál. En þeir halda því fram, að upprisan sjálf sé enn kynlegri og ótrúlegri. Hvort' sem það er nú sanngjarnt eða ekki, að taka hart á þessum ályktunum trúarveikra eða trú- lausra manna, þá er ekki til neins að gera það. Svona álykta menn, hvort sem það er lagt út vel eða illa. Og mér fyrir mitt leyti finst ekki sanngjarnt að lá þetta. Eg get ekki með nokkru móti séð, að kirkjan geti krafist þess af nokkr- um manni, að hann taki þessi sönnunargögn hennar gild. Hún samsinnir yfirleitt þeirri staðhæf- ing andstæðinga sinna, að upprisa Krists sé gersamlega einstæður viðburður. Hún verður þá líka við það að kannast, að fyrir henni þurfi ríkari sannanir en fyrir al- gengum viðburðum. Allra-sízt fæ eg skiliö það, að mótmælendakirkjan hafi nokkurn rétt til þess að krefjast þess, að menn taki gildar sannanirnar fyrir upprisu Krists. Yfirleitt tekur hún ekki trúanleg “kraftaverkin”, sem gerst hafa í katólskri kirkjuj' að svo miklu leyti, sem mótmælendur afneita þeim ekki afdráttarlaust, láta þeir þeirra að engu getið og nota þau á engan hátt til stuðn- iiigs lífsskoðun sinni. Nú er sann- leikurinn sá, að fyrir mörgum “kraftaverkum” í katólskri kirkju eru svo ríkar sannanir, að þeim verður alls ekki jafnað saman við sannanirnar fyrir upprisu Krists. Mörgum Íslendingum þykir þetta að líkindum furðulegt, og ef til vill ótrúlegt. Hér á landi eru menn alment gersamlega ófróðir um það, sem gerst hefir í kat- ólskri kirkju, og gera sér í hugar- lund, að það, sem hún hefir að bjóða umfram prótestantiskan rétt'trúnað, sé ekki annað en hé- giljur og hindurvitni. En því fer svo fjarri, að fyrir mörgum “kraftaverkum’’ hennar eru svo ramefldar sannanir, sem framast verður á kosið. Rétt til dæmis vil ég benda á “kraftaverk” þau, er sagt er að hafi gerst á Frakklandi á gröfPar- is ábóta, Jansenistans nafnfræga. Eg fer eftir frásögn skozka heim- spekingsins Davíös Hume í rit- gerð hans um kraítaverk (“Of Miracles”). Ekki er hætt við, aö

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.