Heimskringla


Heimskringla - 19.04.1906, Qupperneq 1

Heimskringla - 19.04.1906, Qupperneq 1
'Q. Johnson. Verzlar með “Dry Goods’\ Skótau og Karlmannafatnað. Suðv. horn. Ross os Isabel St WINNIPEG Q. Johnson. / Hvað sem ykkur vantar aö kaupa eða sojja þá komið eða skrifiö til mín. Suðv. horn. Ross og Isabel St. WINNIPEG XX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA 19. APRÍL 1906 Nr. 28 Emttn ✓ Land og Fasteignasali Útvegar peningalán og tryggir líf og eignir Skrifstofa: Room 210 Mclatyre Block. Telephone 3864 Heimili: 671 Ross Avenue Telephone 3033 Fregnsafn Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Úpphlanp mikiÖ geröu sósíalist- ar í San Francisco á sunnudaginn var, út af þvi, að tveir af leiötog- um þeirra höföu verið hneptir í fangelsi fyrir grun um að vera valdir að- morði ríkisstjóra Steu- enbergs. úppþotið stóð yfir eina klukkustund. Margir lögregluþjón- ar voru illa meiddir, en 14 sósíal- istar teknir til fanga. — Stjórnar lögsóknari Curry i Toronto hefir fengið því til leiðar komið, að eignir kizst píanó fé- lagsins verða seldar til hagsmuna fyrir þá, sem áttu fé í York Co. lánfélaginu. Peningar York félags- ins höfðu verið brúkaðir til þess að mynda og viðhalda pianó fé- laginu. Hr. Curry segir ennfremur, að hann hafi hug á, að ná í eignir eins lífsábyrgðarfélags í Toronto, og selja þær á sama hátt, því að það félag hafi einnig stofnað verið af fé York félagsins. Dómarinn, er rannsakað hefir alt þetta mál, segist aldrei hafa vitað til, að eins berlega hafi verið unnið að því, að svíkja fé af mönnum eins og York County lánsfélagið hefði gert. — Fjórir menn voru fyrir 7 ár- um dæmdir í fangavist i St.Paul,, Minn., fyrir að ræna vagnl^st G. iN.R. félagsins. þeir voru dæmdir'í 12 ára fangavist hver. En nú hefir það sannast, að menn þessir eru saklausir, og verður •þeim því að sjálfsögðu slept úr fangelsinu. En -um skaðabætur til þeirra er ekki talað að svo stöddu. Líklegt þó, að þeim verði sýndur sanngjarn sömi. — Yfir 500 manns hafa látið líf- ið, sem afleiðing af hinum miklu eldsumbrotum í fjallinu Vesúvíus, og sagt, að mörg þorp séu enn í svo mikilli hættu stödd, að ekki sé útlit fyrir, að íbiiar þeirra geti fórðað sér. Búist er við á hverri stundu, að þúsundir manna í þess- um þorpum tapi lífi og eignurn og að þorpin eyðileggist algerlega. — Paul Uhelenhuth, þýzkur efna- fræðingur, hefir uppgötvað aðferð til þess, að greina mannablóð frá -dýra, jafnvel þar sem blóðblett- irtíir voru orðnir gamlir og harð- ir. þýzka stjórnin hefir látið hann gera rannsóknir undir sinni um- sjón, og er þess fullviss, að að- ferð hans sé alveg óskeikul og á- reiðanleg. — Merkileg saga er sögð frá Tvundúnum. úng kona, sem býr með móður sinni skamt utan við bæinn, gerði sér fyrir nokkrum tíma ferð á hendur inn í London borg, til þess að láta taka mynd af sér. Eftir nokkurn tíma fékk 'hítn skeyti frá myndasmiðnum um •að myndin hefði ekki tekist og bað hana að koma og sitja fyrir í annað sinn. Hún gerði þaö, og •eftir nokkra daga fékk hún aftur bréf, þar sem henni var tilkynt, ;að enn á ný 'hefði myndin mis- bepnast, og var hún beðin að koma afttir til borgarinnar og sitja fyrir í þriðja sinn. Konan gerði 3>að, og ált gekk vél. 'Svo leið langur tími, að hún fékk ekkert skeyti frá myndasmiðnum. Hún skrifaði honum þá bréf og spurði um myndirnar. En hann svaraði með því, að biðja hana að koma í fjórða sinni til Lundúna og hafa einhvern vin sinn með sér. því næst fór konan með móður sinni á fund myndasmiðsins. Sýndi hann þeim mæðgum þá allar þrjár myndirnar, sem hann hafði tekið, og voru þær allar góðar af kon- unni, en á hverri þeirra kom í ljós dauf mynd af manni, sem stóð við hlið hennar með uppreiddan tigil- hnif í bendinni. Myndin var dauf, en þó svo skýr, að maðurinn var þekkjanlegur, og það var sami maðurinn á öllum myndunum. — Konan þekti, að þetta var mvnd- in af unnusta hennar, sem var undirherforingi í liði Breta á Ind- landi, og henni varð svo mikið um þetta, að hún sendi unnusta sín- um uppsagnarbréf. — Tvö þúsund manna sendinefnd frá öllum sveitafélögum í Óntario hefir farið á fund stjórnarráðsins í Ontario og krafist þess, að fylkis- stjórnin gerði að fylkiseign allar rafaflsstofnanir í fylkinu, svo að framleiðsla og sala þess afls væri ekki lengtir í höndum einstakra fé- laga eða manna, heldtir fylkisins sjálfs. Nefnditi krafðist og að sett væri sístarfandi stjórnarnefnd . til þess að annast þetta mál og að sjá um, að fvlkið bygði þær raf- afls stofnanir til framleiðslu, sem nauðsynlegar væru, en tæki með (valdi allar stofnanir, sem nú væru eign auðfélaga eða cinstaklinga.— Stjórnin lofaði, að taka þessa kröfu til íhugunar. — Edmonton bær er að koma upp hjá sér “automatic” talþráða kerfi. Almennur borgarafundur hef- ir verið haldinn til þess að ræða um þjóðeignarmálið, og var þjóð- eignarstefnan sámþykt með öllum atkvæðum, og bæjarráðinu falið á hendur, að sjá um, að sú stefna yrði ofan á þar í bænum. — Bandaríkja stjórn hefir fengið tilkynningu um, að stór hópur af anarkistum hafi lent í San Fran- cisco og Baltimore, og hún hefir því sett út hóp lögregluþjóna til þess að handtaka þá. Stjórnin á Ítalíu hefir sent nöfn þessara manna til Bandaríkja stjórnar, — með æfiágripi hvers eins, og tekið sérstaklega fram um þá, sem eru álitnir skaðlegastir mannfélaginu. Einn þeirra manna, sem lent hefir í Baltimore, er talinn leiðtogi þessa flokks og stfórninni er sér- lega umhugað um, að ná honum, sem allra fyrst. það hefir komist upp, að tilgangur þessara. náunga sé að ráða forsetann af dögum. — Einn anarkisti, sem nýlega var hneftur í fangelsi í San Francisco, játaði, að ef hann fengi að ráða gerðum sinum, þá hætti hann ekki starfi fyr en hann hefði ráðið for- setann af dögum. það er og sann- að, að þessir þokkapiltar hafa ver- ið gerðir útlægir á ítalíu. þess vegna^ hefir stjórnin ákveðið, að handsama alla þessa menn, sem fyrst að unt er, áður en þeir fái framkvæmt fyrirætlanir sínar. — Nýlega hefir verið slept úr fangelsi á Englandi, eftir 9 ára veru þar. J.S.BalfOur, sem dæmd- ur var í 14 ára fangavist fyrir að hafa svihið 30 millíón dollara virði af eignum og peningum út úr auð- trúa fólki þar i landi. — Sex menn létu nýléga lífið á Bandaríkja herskipinu “Kear- sarge”. við heræfingar, sem á því voru haldnar á föfetudaginn langa. Einhver sprenging hafði orðið í fremri skotturni skipsins .meðan verið var að fara þar með púður. — Ungur piltur í Montreal opn- aði kirkjudyr þar á páskadagskv., meðan stóð á guðsþjónustu, og hrópaði hástöfum: “Eldur”. Síð- an hljóp hann í burtu. En þeim 400 manns, sem voru í kirkjunni, varð svo bylt við þetta hróp, að það varð sem næst vitstola. Allir reyndu að komast sem fyrst út úr kirkjunni. Presturinn reyndi að sefa fólkið með því að seg'ja því, að engin hætta væri á ferðum og að verið væri að leika á það. En fólkið gengdi ekki presti eða trúði honum ekki. Hver barðist um sem bezt hann gat, til að komast út, ólætin enduðti með því, að fjögur stúlkubörn voru troðin undir og biðu bráðan bana af því, en yfir 20 tnanns meiddust hættulega. — það var enginn eldur. Pilturinn, sem orsakaði þetta uppþot og 4 baraa dauða, er enn ófundinn. — Fimm þúsundir rnanna réðust að 3 svertingjum i Springfield.Mo., á föstudaginn var, og tóku þá og hengdu, brendu og skutu. þeitn var kent um að hafa svívirt ungá konu þar í bænum. Eítit að búið var að lífláta þá kom það upp,að konan sýknaði þá af kærunni og kvað þá ranglega hafa verið tekna af lífi. —Nýlega var haldinn fundur i Lundúnttm á Englandi þar sem mættir voru þeir, setn eiga lífsá- byrgðir í Mutual lifsádvrgðarfé- laginu, sem hefir höfuðból sitt í New York borg. það var skoðun fundarmanna, að fjárhagur Mutnal félagsins stæði svo vel, að ekki væri ástæða til að óttast hann, en að nauðsynlegt væri að skifta um stjórnendur, svo að félagið gæti losnað við alla þá, setn hafa verið meðstjórnarmenn McCurdvs, sem áður var forseti félagsins, en nýlega var vikið frá því embætti sökum sviksemi og eyðslusemi úr sjóði félagsins. það var og ákveÖ- ið, að halda attnan fund þann 20. þ.tn. til þess að ræða þetta mál frekar. — Sú saga berst frá St. John, N.B., að 12 ára gamall skólapilt- ur hafi barið vngri skólabróður sinn til bana þ. 12. þ.m. — þeir Gaynor og Greene, stiit kærðir voru um íjárdrátt !rá Bandaríkjastjórn og teknir voru hér í Canada á sl. ári og fluttir stiður fyrir línu, hafa verið dæmd- ir í 4. ára fangavist hvor og til að borga stjórninni $574,749 hvor um sig. :---4-------- Fréttabréf. Sinclair Sta., Man., 4. apríl 1956. Herra ritstjóri! það er orðið all-langt síðah, að blað yðar flutti nokkrar fréttalin- ttr héðan úr bygð, og hlýtur það að vera af gáleysi okkar sjálfra hér; én komi ekki Heimskringla á réttu kveldi, þá virðist verða skarð fyrir skifdi, og skiljum vér þá, hvað vér höfum mist. þessar, línur eiga því að færa Heimskringlu og ritstjóra hennar innilegustu þakkir sérstaklega fyr- ir hinar mörgu og ágætu frum- sömdu ritstjórnargreinar. Vér skiljum þær vef, og einnig þær leiðbeiningar, sem þær í sér fela. Fréttir héðan eru margar og ým- islegar, ef alt yrði upptalið, en að eins það helzta birtum vér hér. Svo sem um uppskeru sl. sumar, sem hefði orðið ein hin allra bezta ef ekki hefði haglskúr lamið alt niður, og fyrir því tjóni urðu allir Islendingar hér, að ótöldum ein- um eða tveimur. þetta var eitt hið rnesta mótlæti, sem hér hefir kómið síðan bygðin byrjaði, og bendir margt til þess. Haustiðn var ágæt og plægingar urðu mikl- ar, svo voraði óvenjulega snemma og sáðu því margir í alt það iand sem þeir áttu til. Skaðinn við byl þenna skiítir þvi háum tölum, því margir munu hafa fengið að eins 10 bush. af ekrunni af hveiti, sum- ir dálítið meir, en aftur sumir minna, og enn sumir, sem alls ekki slógu akra sína. Tíðin í vetur hefir verið góð, en heilsuíar með langversta möti, er ég man eftir hér í bygð. Strax í haust byrjaði kíghósti, sem var langur og strangur. þó urðu mjög íáir fyrir liftjóni utan þati hjónin ólína og Albert Guðmunds, sem mistu barn iir þessum hósta. Og að þessu tæplega loknu, tóku við mislingar, og eru þeir enn hér í algleymingi, en þó engin ljsuðsiöll enn sem komið er. Abraham Friðriksson, sem ['.r til Winnipeg í hatist héðan úr bygðinni til að vera þar ttm tíma, varð fyrir því slysi, að hrapa ofan af byggingu og liggur á sjúkra- htisinu í Winndpeg. þetta er mjög tilíinnanlegt fyrir aðstandendur hans, sem atiðsjáanlega máttu ekki missa aðstoðar hans heima fyrir. Féfagsskapur gengur hér ekki vel frekar en hjá sumttm öðrum. þó hefir kvenfélagið gert töluvert. það hefir nú í seinni tíð haft bæði kökuskurð og tombólu, og lukkast hvorttveggja allvel. Forseti þess er Mrs. þóra Finnbogason, féhirð- ir Fanny Bárdaf og ritari S. H. Johnson. Giftingar hafa orðið hér í sumar með fangmesta móti, eða regfu- legt veltiár í ástamálum, og alt hefir það gengið,. vel og friðsam- lega. F'jögur pör gfftu sig í sumar og svo í haust eitt par, hr. Jó- hannes Bárdal og ungfrú Gunn- laug Einarsson, frá Winnipeg, og að hann sé sá eini Jói, sem gifti sig hér í nálægri framtíð, er meir en ég vil segja. Öllum þessum ný- giftu hjónum óskum vér alls hins bezta. Og þá er farið að lifna yfir sum um hér með pólitík, og er Heims- kringla þar að draga að sér mjög marga góða og velhugsandi drengi ekki síst nú í seinni tíð. þó má þess géta frá hinni hfiðinni, að þeir segjast fylgja sfnum flokki og ekki kikna, þó þeir Ijúgi og steli, svona dálitið við og við. En yfir höfuð eru menn mjög á- nægðir hér yfir þeinr hagnaði, sem fylkisstjórnin hefir þegar veitt. --------<8>------ York County lán félaafið */ o NEW YORK LIFE Insuranee Co. Alex. E. Orr, PRESIDENT Árið 1905 kom beiðni um $400.000,OfiO af lífsábyrgð- um; þar af veitti fél. $296,640,854 og innheimti fyrsta ársgjald; $50,000,000 meira en nokkurt anuað lífsáb.- fólag hefir selt á einu ári.— $20,000,000 var borgað fyr- ir 6,800 dánarkröfur. — $20,000,000 borgað til lifandi skýrteinahafa fél. — $17,000,000 var lánað gegn 5 pró- sent rentu út á skýrteini þeirra. — Tekjur fél. hækk- 'uðu um $5,739,592, og sjóður þess um $45,160,099, svo sjóður þess er nú $435,820.359. — Lífsábyrgðir f gildi hækktiðu um $132,984,578; öll lífsábyrgð f gildi 1. janúar 1906 var $2,061,593,886. . CHR. OLAFSSON, AGENT. WlNNIPEG G. MORGAN, MANAGER Eins og áður hefir verið getið um í þessu blaði, hefir sakamál staðið yfir í Toronto borg um nokkrar nndanfarnar vikur móti lir. Phillips, ráðsmanni þessa ó- happa gjaldþrota félags. 1 þeirri rannsókn hefir það orð- ið ljóst, að Phillips notaði fé fé- lagsins á alt annan hátt, en ráð- vandur og hygginn ráðsmaður mundi hafa gert. Til dæmis er það sannað, að hann hafði mjög grun- samleg mök við Geo. A. Burt, for- mann Liszt píanó félagsins í Tor- onto. Hann leigði Burt t. d. 68 þús. dollara stórhýsi fyrir $1200 árlega leigu og lánaði honum þcss utan marga tugi þúsunda dollara, án þess að hafa nokkura trygg- ingu fyrir enclurborgun þessa fjár, aðra en loforð Burts um að borga þessi peningaláns upphæð nam öll tun 58 þús. dollara, þegar félagið varð gjaldþrota. Og það var með- al annars fyrir drátt á borgun þess láns, að York County félagið varð að hætta starfi, þetta sam- band við York County félagið hef- ir staðið síðan árið 1903, og 'talið víst, að viðskiftin milli félaganna séu meiri, heldur en ennþá er upp komið. það hefir og komið upp, að Phillips, ráðsmaður fclagsins, hefir haft ýms grunsamleg viðskifti við önnur félög og persónur, og að hann hefir með tilhjálp þeirra komið undan stórum fjárupphæð- um, sem ennþá hafa ekki fundist. Svo er málið orðið útlitsljótt móti Phillips, að honum er nú haldið í fangelsi svo hann fær ekki að leika lausum hala, þar til mál hans er útkljáð, og það eru líkur til, að hann verði dæmdur í langa fangavist. það kom upp við réttarhaldið í Toronto þ. 1. þ.m., að Phillips hafði borgað til blaðsins “Nation- al Monthly" ýmsar stór upphæðir og þó sýndi bókhaldari hr. Phill- ips fram á, að blaðið vajji ekki s.jálfstæð eða borgandi stofnun, en ekki. vissi hann þvj Phillips hafði borgað blaðinu þessar upphæðir. Pikki heldtir gat bókhaldarinn gert neina grein fyrir því, hversvegna Phillips hafði borgað til systur sinnar ýmsar peninga upkhæðir, sem í alt nema meira en 22 þús.. doll. Ekki heldur vissi hún (bók, haldarinn er í pilsum), hvernig á því stóð, að Phillips hafði borgað vissu féfagi 10 þús. dollara ávísun til þess að kaupa fyrir 2 þúsund doll. virði af hlutum í C.N. járn- brautarféiaginu. Engin grein fæst heldur gerð fyr- ir því, hvers vegna 10 þús. doll. var varið til að borga fyrir 2 þús. doll. virðí í hlutabréfum. það hefir og vaknað sterkur grunur á, að Phillips hafi lagt stórar upphæðir af félagsins pen- ingtim á vöxtu undir sínu eigin nafni, en ennþá hefir það ekki al- gerlega sannast, en þó talið áreið- legt. Bækur félagsins hafa verið eyði- lagðar, brendar, svo að ekki er við annað að styðja sig, en bæk- ur, sem sannað hefir verrð að eru falsað eftirrit af hinum glötuðu bókum. Málið, sem verið hefir fyrir rétti svo mánuðum skiftir, má heita að sé enn í byrjun, og að líkind- ttm það minsta uppvíst orðið af því, sem vænta má að komi upp er stundir líða.. • f En það er þegar orðið deginum Ijósara, að Phillips er fantur af fyrstu skúffu, og að hajin hefir í vitorði með sér, enginn veit hve marga, máske verrí en ltann er sjálfur, en þó svo miklu vitrari, að þeir hafa ennþá komist hjá glæpa-ákærum og fangelsi. -------+-------- Þúngbær missir Á síðastliðnu hausti, snemma í októbermánuði, urðu þau hjónin, Jörundur Signrbjarnarson Evford, póstmeistari á Siglunesi, Man., og kona hans Anna Jónsdóttir, fyrir þeirri miklu sorg, að missa 4 börn sín á tæpum 5 dögum. Hið fyrsta kendi veikinnar á sunnudag og hið síðasta var andað á fimtudag. þau fóru öll í sömtt gröf og voru grafin heima á bújörðinni. það voru daprir dagar íyrir foreldrin, að bera út hvert líkið á fætur öðru, út í eyðihús, er stendur þar á hlaðinu, unz öll fjögur voru burtkölluð, og þá fyrir föðurinn, að taka gröfina að þeim og f«ggja þau sjálfttr til hvíldar. En það var enginn annars kostur. Er fyrsta barnið tók veikina, sem leiddi öll til dauða, hugðu menn enga hættu búna, en þar er hvergi læknir að fá, í allri þeirri bygð, og var því ekki sent til Winnipeg eftir lækni fyrr en hið fyrsta var dáið, er natn að eins rúmu dægri, frá því það veiktist. Er læknirinn kom, var hið siðasta þá nýskeð andað. Hann sagði veik ina hafa verið barnaveiki (Dip- theria). Nöfn barnanna og í þeirri röð, sem þau dóu, voru þessi: Ráðhildur Snjólög, f. 10. nóv. 1898; d. 2. okt. 1905. Kristíana, f. 16. april 1902; d. 4. okt. 1905. Sigurður Mathews, f. 24. ágúst 1900; d. 5. október 1905. Jónasína Sigurbjörg, f. 14. okt. 1903; d- 5- okt. 1905. $ Voru þau tvö er létust síðasta daginn að fárra tíma millibili. Als hafa þau hjón mist 7 börn, eit-t á íslandi er Guðbjörg hét, og tvö síðar í Narrows bygð: Guð- björgu, f. 29. jan. 1896, d. 9. júní 1906, og Jóttas Sigurvin, f. 6. ág. 1894, d. 26. febr. 1901. þau Eyford hjón eru búin að vera hér 13 ár í landi, fluttust hingað frá Laxamýri í S.-þingevj- arsýslu 1893; voru þá fvrst eitt ár t N.-Dakota, en hafa dvalið síðan þar nyrðra. þau eiga blómlegan bæ við Sigl- unes víkina, og hafa unað vel hag sínum alt til þessa. En við þenna sorglega missir hefir stór hluti þeirrar ánægju, er þau áður nutu, horfið, — fallið til moldar með þeim hluta heimilisins, er nú hvíl- ir nár þar fram með víkinni. — En glaðværðin hverfur oft,- þótt minna sorgarefni sé. — það er fagurt að horfa þar suður með víkinni, — en fyrir þau sem mistu, bera við bárufald vatnsins leiðin lágu, ungu systkynanna dánu. þau hjón eiga eltir 3 börn á lífi, er komin eru að fullorðins ártim: Baldrúnu, Sigurbjörgu og Emeliu. Öll mannvænleg og vel gefin. Föstudaginn 9. marz sl. var hald in erfiminning systkynanna fjögra, og. talaði séra Rögnv. Pétursson nokkur skilnaðarorð þar í húsinu. Flest fólk úr býgðinni þar um- hverfis var viðstatt og virtust all- ir nágrannarnir sína hina dýpstu hluttekningu í þessari miklu sorg hjónanna, enda eru þau virt og vel látin af öllnm. Drottinn blessi þatt og hús þeirra og •veiti þeim von og styrk fyrir ókomið æfist'ríð. Vinur foreldranna. Central Bicycle Shop... 566 Notre Dame W. (rétt fyrir vestan l'ouiig St.) Ný og brúkuð hjól til sölu * Allskonar aðgerðir fliótt og vel afgreiddar gegn sanngjörnu verði — Gamlir skiftavinir beðnir að muna eftir staðnum. Bárður Sigurðsson & Mathews. Skínandi Vcggja-Pappír levfi mér aö tilkynna yéur aö ég hefi ná fengiö inn meiri byrgöir af veggja pappír, en nokkru sinni áöur, og sel ég hann á svo láu veröi, aö slíkt er ekki dœmi til í sögunui. T. d. hefi ég ljómandi góöan, sterkan ag fallegan pappir, á 3V4c. rúUuna og af öUum tegundum uppí 80c. rúUuna. Allir prísar hjá mér í ár eru 25 — 30 prósent lægri en nokkru sinni áöur. Enfremur hefi ég svo miklu úr aö velja, að ekki er mór annar kunnur í borginni er meira hefir. Komiö og skoð- iö pappíriun — jafnvel þó þiö kaupiö ekkert. Ég er sá eini íslendingur i öllu land- inu sem verzla meö þessa vörutegund. S. indersoii 651 Bannatyne Ave. 103 Nena St. Þetta er það 12 T ó 1 f daga sala áður en alt yerð- ur rifið ínnan úr búðinni.— Vörur allar verða að selast fyrir 30 april. — Vér sleppum ágóðanum — alt er selt með lægsta innkaupsverði. — Nú er tsekifærið — notið það. Hyndman & Co. Fatasalar Þeirra Manna Sem Þekkja The Rialto. 480V£ Main St.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.