Heimskringla - 03.05.1906, Blaðsíða 1

Heimskringla - 03.05.1906, Blaðsíða 1
'Q. Johnson. Verzlar meöt“Dry Goods”, Skótau og KarlmannafatnaO. Suðv. horn. Boss ok Isabel St WINNIPEG G. Johnson. Hva® sem ykkur vantar aB kaupa eða aelja þá komiB eda skrifíB til min. Suðv. horn. Ross or Isabel St. WINNIPEG XX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA 3. M A f 1906 Nr. 30 imi EggertssoB Land og Fasteignasali Útvegar peningalán og tryggir líf og eignir Skrifstofa: Room 210 Mclntyre Block. Teiephone 3364 Heimili: 671 Ross Avenue Telephone 3033 Fregnsafa Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. J)a5 er þegar byrjað á a5 reisa San Francisco borg úr rústnm aft- ur. Strætisvagnar hófu göngu sina og pósthúsiS tók til starfa strax og eldurinn varö viöráöanlcgur. — Yfir io millíón dollara vir&i í mat- ar og fatagjöfum náöist saman á fyrstu fjórum sólarhringunum eftir aÖ jaröskjálftinn kom. — Winnipeg gaf $io,ooo, Regina vagnhlass af hveiti, og mjög margir bæir í Can- ada hafa sýnt myndarlega hiut- tekningu í þessu voðaslysi. Nokk- ur hluti af vesturparti San- Fran- cisco borgar slapp óskemdur. Og þaÖ er markvert, að þau stórhýsi, sem bvgö voru úr stáii, skemdust ekki við jarðskjálftann að ööru en því, að veggjalím sprakk í þeim, en húsin sjálf stóðu, þar sem stein og múrstcins og thnbuf’ byggingar féilu til grunna. Alltir verzlunar og iðnaðarhluti borgarinnar og fullur helmingur allra íveruhúsa í borginni er algerlega' eyðiiggt. Og svo segja blööin, að Chicago eld- urinn mikli fyrir 35 árum siöan ha.fi verið smáræði eitt í saman- burði við þennan eld og það ógna- tjón, sem hann hefir 'gert. — Und- ir eins og nokkuri reglu varð við komið voru gefnar út skipanir, er bönnuðu nokkrum að kveykja ljós í húsum sínum eöa kveykja eld í matreiðslustóm, og engum var leyft að ganga milli húsa nema með sérstöku lögregluleyfi. þetta var gert af því, að sú skipun var út gefin strax og kviknaði í borg- inni, að ertgan skyldi handtaka, heldur umsvifa og miskunarlaust skyldi skjóta livern þann, er fttnd- inn væri að því að hreyfa við nokk uru því, er honum kætni ekki við, — að stela. Svo að fólki var skip- að að halda sig algerlega heima í hústim sínum. því var og lofað nægum matyælum og nægu vatni tif drykkjar skyldi útbýtt meðal þeirra nauðstöddu, og fólk beðið að vera eins rófegt og því væri unt. — Hjálparsamskotin eru þau langmestu, sem nokkurntíma hafa verið gerð við slík tilfelli: New York borg gefur 2 millíónir doll- ara, Massachusetts ríki 3 millíón- ir, Chicago borg 1 millíón, Phiia- delphia jú millión. Og vænta má að miklu meira komi frá öllum þessum stöðum tim það að sam- skotunum er lokið. — Peninga- sláttuhús st'jórnarinnar, pósthúsið og aðrar stofnanir hennar í San Francisco eru sagðar lítið skeml- ar, og er það þakkað því, að þa-r byggingar eru allar úr stáli og alt verk á þeim sérlega vandað, svo að þær stóðust hristin^nn, sem af jarðskjálftanum feiddi. þær skemd- ir, sem orðið hafa á þessum bygg- ingnm, , eru að mestu af völdum utan'aö komandi elds frá öðrum byggingum umhverfis, sem kvikn- að hafði í. — Nýkomnar fréttir frá Islandi, þaðan boroar með skipi, segja, að Hekla hafi gosið nú í vor, en taka um leið fram, að enginn skaði hafi orðið af gosinu. — Áætluð útgjöld Dominion stj. fyrir yfirstandandi fjárhagsár eru 89 millíónir dollara. — íbúar San Francisco borgar eru þegar farnir að taka út bygg- ingaleyfi og byrjaðir að byggja bæinn upp að nýju. Alt fer fram meó hinni mestu reglu,,'óg matvæl um og öðrum nauðsynjum er út- býtt meðal nauðstaddra, svo að allir fá nóg og enginn líður skort. Innan lítils tima er vonað að a'.ls- konar vinna verði svo almcnn í borginni, að flestir borgarbúar verði sjálfb'jarga. — Uppdræt'tir Midland Railway félagsins hafa verið “registeraðir" á landeigna skrifstofu fylkisins hér í bænum, og sýna að járnbraut þessi á að liggja inn í Winnipeg borg niður Kfgin avt. og yfir á Ross ave. nokkttð fyrir vestan Nena st., síðan niöur Ross ave. til Paulin st. Blööin segja, að aðal- fólkflutningastöð félagsins 'eigi að standa á svæðinu milli Ross og Pacific stræta og Iæonard og Pau- lin stræta. Enn er þess ekki getið, hvar vöruhús félags þessa verði sett, en vart verður þess langt að bíða, að það verði opinbert. — Síðari fregnir frá San 'Fran- cisco hafa getið þess, að miklu færri hafi dáið af völdum jarð- skjáiftuns þar en fyrst var talið, og að tala hinna látnu muni ekki fara fram úr 300 manns. Eígna- tjónið er metið 250 mill. dollara, og borga ábyrgðarfélögin 125 mill- íónir dollara af þeirri upphæð; og er búist við, að öll ábyrgðarfélög- in að undanteknu einu eða tveim- ur muni borga að fullu sarnkvæmt samningum, en að þessi félög, sem ekki borga alt sem 'þeim ber, verði gjaldþrota og hætti starfi. Bandaríkjastjórn hefir látið það boð ú't ganga, að landslýður allur hafi brugðist svo drengilega við á- skorun forsetans um að styrkja San Francisco búa í nauðum þeirra, að svo mikið fé sé þegar samankomið, að ekki sé þörf á að þiggja gjafir frá útlöndutn; Banda- ríkjaþjóðin sé einfær um að veita alla þá hjálp, sem þörf sé á og því engin ástæða til að þiggja fé frá ú'tlendum ríkjum, af hversu glóðum hug sem það sé boðið. — Frá Kaupmannahöfn kom sú fregn þ. 23. f.m.. að tvö fiskiskip hefðu nýlega farist við strendur Íslands', annað með 30 mönintm. það er og talið líklejft, að þriðja skipið hafi farist þar, því ekkert hefir frétzt af því í langan tíma. Ekki getur fréttin um hvort skip þessi voru íslenzk eða ekki. — Kaupmaður einn í Philadel- phia seldi nýlega einn smákassa af berjum til arðs fyrir þurfalinga í San Francisco. Hann seldi hvert ber sérstaklega og fckk yfir $: 00 fyrir fyrsta berið. Alls fékk hann fyrir kassann hálft þriðja þúgund dollara. — Nýlega er látinn maður á ír- landi 118 ára gamall, talinn elzti maður í brezka ríkinu. Hann var nýlega heiðraður af Edwurd kon- ungi með neftóbaksdósum úr gulli. — Belgiskt seglskip sökk nýlega á rúmsjó í ofsa veðri, og létu þar 32 menn líf sitt, en 26 manns varð bjargað. — Verkamenn strætisbrauta fé- lagsins í Toronto hafa neitað að halda áfram vinnu nema félagið reki úr þjónustu sinni alla þá, sem sendir voru hingað vestur til að vinna fyrir félagið hér meðan á síðasta verkfalli stóð. Félagið hef- ir svarað með því að segja sum- um Union mönnum upp a'tvinnu, og er því búist við verkfalli þar i' borginni nema félagið láti undan. — Borgin Montreal hefir samið um framlenging á einkaleyfi gasfé- lagsins þar í bænutn um 15 ára tímabil, með því skilyrði, að eftir árið 1910 skuli gas til ljósa og eidsneytis ekki kosta yfir 8oc hver 1000 fet og til framleiðslu á verk- stæðum 6oc hver 1000 fet. — Meiðyrðamál all mikilfenglegt hefir staðið yfir í London, Ont., um nokkurn tíma og kostað hlut- a'ðeigandi málsparta mikið fé. En dómur í því féll svo, að sækjand- anum var dæmt eitt cent í skaða- bœtur. — Betur farið en heima setið! 1 — þingið í Alberta hefir satn- þykt, að Edmonton bær skuli vera höfuðborg þess fylkis. Uppástung- ur um að gera Calgary, Red Déer og ifanff að höfuðstöðum féll við a'tkvæðagreiðsluna. — Um eitt þústtnd bændux frá Iowa í Bandarikjunum íluttn í sl. viku til norðvestur fylkjanna hér í Canada. Margir þeirra höfðtt áður fest sér búlönd þar, en aðrir fóru til að taka þau, með þeim ásetn- ingi, að gera þar framtíðarheimili sín og sinna. — Jarðskjálfti á Formosa eyj- unni þ. 14. f.m. drap yfir eitt þús- und manns og særði sjö hundruð. Tólf hundruð hús féllu í gruatít nið- ur og er eignatjónið metið 50 mill- íónir dollara, — Fellibylur æddi yfir bæinn Briggs í Texas þ. 12. f.m. og eyði- lagði hann að mestu leytf. Tveir menn létu þar lífið og 30 særðust. I'búatala þorpsins var 250. — Einn háttstandandi stjórnar- em'bæt'tismaður í París á Frakk- landi fór nýlega til tannlæknis til að láta draga úr sér tönn. þegar hann var sestur í stólinn, dró tann læknirinn upp skammbyssu og hót- aði að skjóta manninn til bana, ef hann hreyfði sig fyr en hann væri fullkomlega læknaður af tannpín- Svo dró hann úr honum 8 tennur, eina sjúka og sjö alheilar og lét hann svo fara eftir að hafa tekið 3 franka íyrir verk sit-t. Maðurinn vprð íeginn að fá að sleppa lifandi úr höndum hans og hraðaði sér -á næstu 'lögreglustöð og lagði þar inn klö'gun inóti taimlækninum. Lögregluþjónar voru sendir til að taka hann, en 2 þeirra létu lífið áður en læknirinn yrði handsam- aður. — Pólverjar, 150 að tölu, og aðr ir útlendingar, sem unnu á járn- btaut í Arkansas, keyptu sér vín- sopa þ. 16. f.m. til þess að halda páskahátíðina hátíðlega. En þeg- ar þeir voru orÖnir ölvaðir sló í bardaga með þeim og endaði með því, að 9 menn láu dauðir á vig- vellinum og margir hættulega særð ir. þeir börðust með hnífum, öx- um, skammbyssum og skófium. Hermenn voru að síðustu sendir til að koma á friði og handtaka morðingjana. — Eldur kom upp í hesthúsi i Baltimore fyrir skömmu. Bruunu þar inni 303 hestar og aðrar skepn ur. Gripirnir vóru mjög verðmætir og er skaðinn metinn 68 þús. doil- ara. Grunað að etnhver hafi lagt eld í húsið af ásettu ráði. — Timbursmiða verkfall var gert í Fort William þ. 1. þ.m. Timburmenn heimta kauphækkun af því lífsnguðsynjar hafi stigið í verði. Verkveitendur eru fúsir til að 'borga beztu mönnutn hæsta kaup, en vilja ekki gjalda jafnhátt kaup þeim, sem hvorki hafa fulla þekkingu á verkinu né eru sæmi- lega afkastamiklir. En timbur- menn heimta jafnt kaup fyrir alla sem vtftna, án tillits til hæfileika þeirra eða atorku. Aðrag hand- verksmanna deildir biðja og utn kauphækkun. Bricklayers heimta 6oc, plasterers 55C, plumbers 55C og 'timburmenn 35C um tímann. — Talið er víst, að samið verði við plumbers og plasterers og þeim veitt kauphækkun. — Keisaradrotningin í Kína hef- ir sent hjálparsjóðs nefndinni í San Francisco $50,000, og þess ut- an $20.000 sérstaklega til hjálpar Kínverjum þar í borginni, sem biðu tjón við jarðskjálftann í f.m. Nýdáinn er í Steinbach, Man, Klós Reimer, kaupmaður, um 70 ára, talinn rikastur kaupmanna austan Rauðár í Manítoba. Hann var vinsæll af alþýðu. Hann lætur eftir sig ekkþt óg 15 börn, — 12 syni og 3 dætur. Dáfallegt athæíi lagsins, $40,000 í jæningum tili þess gð vot'ta að reik'ningarnir væru réttir og gefa félagintl tneð- mæli sín, svo það gæti haldið á- fram að fleka almen.ning, og að þessir peningar hefðu verið borg- aðir meðan vitnið var í Evrópu. En hversu mikið félag þetta borg- aði sama augnamiði áður eða sið- ar gat vitnið ekki sagt. Sjálfsagt má þó ætla að þetta sé að eins lítill hluti þeirrar upphæðar, sem varið var í þetta þokkastarf, cg alls óvíst einnig, að þetta sé eina félagið, sem þannig hefir breytt, þó ekki hafi enn orðið uppvist um fleiri. En svo er þetta ekkert tjón fvrir félagssjóðinn, því almenning- ur, landar vorir og aðrir, voru látnir borga brúsann. Atkvæðaskrár Manitoba \ærða endurskoðaðar þann 29. og 30: þ.m. (maí). I Gimli kjördæminu verða þess ir skrásetningarmenn fyrir hinar ýmsu deildir: No. 1. Joseph Hamelin, St. Laur- ent. 2. Wm. Isbister, Harpervilíe “■ 3- Cbas. de Simencourt, Rad- way, Pétur Bjarnason, Otto og Guðmundur Stef- ánsson, Otto. “ 4. James Clark, Jr., Clark- leigh. “ 5. Paul Reykdal, Lundar. u 6. Joseph Miller, Cold Springs ** 7- John Blue, Scofth Bay, og J.K.Jónasson, Siglunes. II 8. Paul Kjernested, Narrows. “ 9. Donald McDonald, Fairford “ 10. þorvaldur Sveinsson, Húsa vick. “ 11. Sig. Einarsson, Gimli, og A. B. Olson, Gimli. “ 18. Isleifur Helgason, Árnes, og A.C.Baker, Gimli. “ 13. O. ,G. Akranes, Hnausa. 14. S. G. Nordal, Geysir. “ 15: Jón Jónsson, Jr., Framnes. 11 16. Jón Sigvaldason, Icelandic River. “ 17. Haraldur Sigurgeirsson að Hecla, og Percy Wood, að Fisher River. I næsta blaði yerður frekar get- iö um þetta endurskoöunarmál. Bréf frá Blaine Wash. í sviksemis og fjárdráttarmáli því, sem fyrir nokkru síðan var höfðað móti stjórnendum Mutual Reserve Fund lífsábyrgðar félags- ins, sem Lögbergs klikkan fyrir 15 árutn síðan prentíiði heilan lof- gerðar bækling um til þess hægra yrði að táldraga og féfletta landa vora í þdssu fylki, með því aið tæla þá inn í þaö félag með lognum staðhæfingum og svika loforðutn, sem aldrei var tilgangur stjórnar- innar að haldin yrðu, —.hefir ertt vitni borið það, að hr. Frederick A. Burnham, fyrrum forseti félags- ins, hefði sagt sér, að hann hefði orðið að borga þeim embættis- manni New ,York ríkis, sem settur var til að yfirskoða reikninga fé- Kæri vinurll Eg sendi þér nú nokkrar linur, þú hefir svo oft beðið mig að rita þér fréttir héðan, en ég verð að biðja þig að lesa í málið, því að ég er óvanur skriftum. Mönnutn líður hér yfirleitt vel og tíðin er góð, frost svo sem engin í vetur, bara kul á nóttum og stundum héla og rigningar með minsta móti. það hafa svo margir komið hing að fátækir, að það er ekki von á miklu; en þó eru flestir búnir að kaupa sér lóð og hús eða þá hús og blett úti á landi, og eru farnir að ryðja og rækta blettina. þó að lítið s^, er heldur að fær- ast áfram hjá okkur hérna í Blaine Nýlega kom hingað Islendingur frá Ballard, Magnús nokkur að nafni, og setti upp skóbúð í bænum, og er ‘ líklegt, að honum gangi vel; svo eru landar búnir að setja upp aðra verzlunina til rét-t tvýlega, er vonandi og óskandi, að þeim gangi vef. þeir eru líka því starfi vantr; það ertt þeir Andrés Daníelsson og Ófeigur Runólfsson. Hefir ann- ar þeirra verið fjögur ár við verzl- un hjá innlendum, en hinn 2l/i ár hjá íslenzka félaginu Blaine' Trad- ing Co., og áður stjórnað verzlun í Winnipeg. þeir eru báðir liðlegir og greindir menn. Svo höfum við fengið nýjan gest hingað á ströndina, séra ÍMagnús Skaptason. Hann er búinn að vera> hjá okkur 3 vikur og hefir messað tvisvar fyrir fullu húsi og ætlar að halda fyrirfcstur á laugat'dags kvöldið. Margir hafa haíl gaman af að sjá bann og hafa tekið hon- um vel, svo ég held að engum landa hafi verið jafuvel tekið, sjálf sagt ekki presti En hálfskrítið er efniö.~sem hann ætlar að tala um. Fyrirlesturinn heitir: ‘‘Frá öðrum heimi", eða svo segir auglýsingin. Svo er að minnast á samkom- urnar. þær eru hér einlæqt við og við og fara vel fratn og sýna, að við getum verið kátir eins og aðr- ir. Við þurfutn lika að létta okkur upp eftir vinnuna, því að flestir vinna á myllunum. Hér ertt lestr- arfélag og kvennfélag, Forestersfé- lag, söngfélag og lífsábyrgðarfélag NEW YORK LIFE InsuFancG Co* pkesident Árið 1905 kom beiðni um $400.000,060 af lífsábyrgð- um; þar af veitti fél. $296,640,854 og innheimti fyrsta ársgjald; $50,000,000 meira en nokkurt annað Iffsáb.- félag hefir selt á einu ári.— $20,000,000 var borgað fyr- ir 6,800 dánarkrðfur. — $20,000,000 borgað til lifandi sk/rteinahafa fél. — $17,000,000 var lánað gegn 5 pró- sent rentu út á skýrteini þeirra. — Tekjur fél. hækk- uðu um $5,739Ji92, og sjóður þess um $45,160,099, svo sjóður þess er nú $435,820.359. — Lífsábyrgðir í gildi hækkuðu um $132,984,578; öll lffsábyrgð í gildi 1. janúar 1906 var $2,061,593,886. CHR. ÓLAFSSON, AGENT. WlNNIPEG G. MORGAN, MANAGER en ekkert bindindisfélag og ekkert kirkjufélag, því enghm drekkur og enginn kærir sig ttaa: kirkjufélag. Svo er hér engitm íslenzkur læknir því allir erú heilsugóöir, og eng- inn blaðamaður, þvi attir geta rif- ist sjálfir, flestir beeði á ensku og ísfcnzku. Ja, ég hefi kannske of- sagt um heilsuna, því að menn eru einlægt að metða sig á myll- unumj Núna nýlega tveir landar, Ben Alexander og«Stone Stoneson, en báðir eru þeir á| bata\'egi. $En myllurnar gefa hverjum atvinnii, sem vill, og stúlkurnar fá atvinnu á “kanneríunum". Já, nú færðu ekki meira, þvi að ég er enginn pettftamaður og þarf annað að gera en að skrifa þér, og vertu nú sæll. Z. Dauðsfall þann 9. des. 1905 lézt í Lewis- tkn, Mich., Arnbjörn Arnbjörns- son, trésmiður, úr lungnatæringu, 36 ára gamall, fæddur 2. júlí 1860 að Krossé^ á Beruíjarðarströnd í Sttður Múlasýslu. Hann-var sonur Arnbjarnar Sigmundssonar ogGuð- nýjar Erlendsdóttur, óðalsbónda á þorvaldsstöðum í Breiðdal. Arn- björn sál. fluttist til Grayling, Mich., með þorgrími bróður sín- um ári'ð 1886, og þaðan 4 árum síðar til Bay City og giftist þar stúlku af svenskum ættum árið 1903. þau hjón fluttu síðar til Lewiston. — Biaöiö Austri er beð- ið að flytja fregn þessa. kemtanir ■-OG-- veitingar í samkomusal ÚNÍT ARASAFN- AÐARINS Gleðifregn r fimtidites- kveldid 3 maf. 1906, kl. 8 e. h. Þetta verður sfðasta kvöldskemt- anin á þessu vori sem Unftarar halda, og má fullyrða að það verð- ur með vönduðustu samkomum eem haldnar hafa verið á vetrinum. Prógram gott; vandað til Þess á allan hátt. Eftirfylgjandi verður til skemtana: 1. Forseti—Setur sarakomuna. 2. Sóló—Gísli Jónsson. b. Ónefnt. 4. Upplestur—Kristján S'ef&nsson. 5. /Sóló—Miss Á. Dinuson. 6. Ræða—Ótefán Thorsson. 7. Tableau—“MayQueen” (í 3 þátt- um). 8. “Essay”—séra Rðgnv. Pétursson. 9. Sóló—Gísli Jónsson. 10. Ræða—Skafti B. Brýnjólfsson. 11. óóló—J, A. Johns»n. 12. Lestur—Þorst. Þ, Þorsteinsson. 12. Kaffi veitingar. Islervdingar sem leggja leið slna um Pembina Stræti| 1 Fort Rouge, eru ámintir um að koma við í verzl un Jónasar Jónassonar, á suð aust- ur hoírai Pembina St. og Corrydou Aveaue. Þar fæst á öllum tfmum alskonar svaladrykkjir, Sætabrauð, Aldini, ísrjómi, Vindlar, Brjóstsykur og annað sælgæti. Alt af beztu teg- und og á lágu verði. Sérstök stofa fyrir karlmenn að reykja í og lesa dagblöðin. Einnig sérstakur “Ice Cream Parlor” fyrir konur, og frí Telefón —nr. 4326 — fyrir alla. \ Þessi böð er ómissandi hvíldar og hressingastöð ðllum þeim, sem f kveldkyrð vorra hlýju sumardaga, takajsér göngutúr suður á leið til River eða Elm lystigarðanna, eða þaðan að sunnan. Jónas Jónasson. 'PHONE 3668 s®á fljótt og ........ . vel af beadi levstar. Komið og skemtið yður vel. Samkoman byrja- kl. 8. e. h.. fimtu- dagskveldið 3. maf, 1906. f Únftara salnum. Inngangur 25c. Adams & Main PLUMBIHC AHD HEATINC 555 Sargent Ave. - - W’peg, Skínandi Veggja-Pappír Ég levfi mér aö tilkynna yöur aö ég hefi nú fengiö inn meiri byrgöir af veggja pappír, en nokkru sinni áöur, og sel ég hann á svo láu veröi, aö slíkt er ekki dœmi til ( sögunni. T. d. hefi ég ljómandi góöan, sterkan ag fallegan papplr, á 3V4c. rúlluna og af Ollum tegundam uppl 80c. rúlinna. Allir prísar hjá mér í ár eru 25 — 30 prósent lægri en nokkru sinni áönr. Enfremur hefi óg svo miklu úr aö velja, aö ekki er mér annar kunnnr 1 borginni er meira heflr. Komiö og skoö- iö pappírinn — jafnvel þó þiö kaupiö ekkert. Ég er sá eini íslendingnr 1 öUu land- inti sem verzla raeö þessa vörutegnnd. S. Aiiderson 651 Bannatyne Ave. 103 Nena St. Þetta er það Tuttugustu aldar fatnaður er svo vel þektur, að iýsing hans er ónauðsynleg. — Lag og efni það bezta í Cauada. Okkar vanaverð er rétt. — En meðan stendur á tilhreinsunar söl- unni er mikill afsláttur — og sama gildir um allar aðrar vörur f búð- inni. Komið og sjáið. Nú. f dag. Hyndman & Co. Fatasalar Þeirra Manna Sem Þekkja The Rialto. 480V2 Main St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.