Heimskringla - 03.05.1906, Síða 3
r
HEIMSKRINGLA
3. maí 1906.
svara, og vittn hvert þú færS þá
ekki ástæöu til að skammast þín
fyrir það, sem þú hefir sagt um
saklausan maiffl.
Hr. S.J.Austmann slengir sam-
an vopnfimi fornmanna, skeiðhlaup
um hesta og veðhlaupum manna,
íslenzkum glimum. En þetta á
ekkert skylt hvað við annað, þó
hr. S.J.A. haldi það. Fimleiki í
fornum vopnaburði var að höggva
títt og vera bæði fljótur og lag-
inn að bera af sér högg óvinarins.
Flýtir hesta og manna á veð og
skeiðhlaupum er ekki eingöngu
undir því kominn, að bera nógu
hratt til fæturnar, heldur að vera
nógu langstigur um leið. þetta
er alt annaS með glímurnar, þar
er hvorki verið að höggva eða
hlaupa, þar er verið að reyna að
láta mótstöðupartinn falla til jarð
ar án þess að vinna honum mein.
Er þar mestur fimleikur að vera
liðugur að greiöa sig úr brögSum
hins og eins og þegar íœri gefst,
að leggja þá mótpartinn með iim-
legum en skörpum brögðum. Held-
.urðu þú skillir þetta, litli óvit-
inn ?
Nú er ég búinn að fara gegn um
grein þína, Austmann minn, en
hvergi finn' ég neitt svar upp á
grein mína, svo ég er hræddur um,
að þú hafir reiðst sannleikanum
heldur mikið í þetta sinn. þú man-
ar mig að glíma við þig eSa þegja
að öðrum kosti. En ég er ekki
þræll þinn og þú hefir þess vegna
ekkert feyfi til, að skipa' mér hvor-
ugt, enda eru engar hólmgöngur
nú á dögum. þú segist vera fús að
eiga viö mig orðastað um glímur,
ef ég væri með fullri sjón og rænu;
ég hefi sagt þér það, að ég er með
hvoru tveggja. En helduröu mig
langi til að eiga orðastað við þig,
góði minn? Finst þér þú koma
svo háfleygur fram í þessari grein
þinni, að ég muni nokkuÖ græða á
því, að tala við hrokabelgi, sem
útblásnir eru af sjálfbyrgingsíullri
óivfjan ? En mér skal vera sönn á-
nægja í, að tala við þig, þegar ég
kem inn til Winnipeg; en ég veit
ekki hvar þú átt heima; blessaður
láttu mig vita það, því mig iang-
ar mikið til að sjá þig, því þar
býst ég við að sjá stóran mann á
velli, vel vaxinn og íagtiriegp litn-
aðan, bjartleitan og göfuglégau á-
sýndum, líkan engli þeim hinum
mikla,’ sem drottinn eitt sinn
steypti af himmim til undirdjtip-
anna fyrir óhlýSni við aimennar
reglur heimilisfriðariris i himna-
ríki, og sem verið hefir verndar-
engill presta alt fram untíir vo-.a
daga.
Um grein ritstjóra Lögbergs i
15. nr. blaösins hefi ég lítiö NiS
segja, nema hún er rituÖ með all-
miklum hroka og ónákværhni. það
stendur nvergi í grein minni, að
Lögberg hafi sagt, að það væru
allir glímumenn á 'íslandi þessir 7
til 8 menn, heldur stendur þar, að
það sé engin sönnun þess, -að menn
kunni ekki að glíma beima á Fróni
þótt þessir menn (7—8 í Rvík)
glímdu ekki vel. það stendur held-
ur hvergi í grein minni, að Lögb.
hafi sagt að þaS væri mestur fim-
leikur í íslenzkri glímu, að rífa ut-
an af mönnum fötin o.s.frv. Held-
ur spurSi ég Lögberg hvort það á-
liti það vera svo eða ekki. Vona
ég að ritstjóri Lögb. skilji mis-
muninn á oröunum að spyrja ein-
hvern einhvers eða aS staöhæfa að
þetta og hitt hafi veriö svona.
Grund P.O., Man.
Ágúst Einársson.
Central
Bicycle
Shop...
566 Notre Damc W.
(íétt fyrir vestau Young St.)
Ný og brúkuð
hjól til sölu
Allskonar aðgerðir fliótt og vel
afgreiddar gegn sannpjörnu verði
— G-amlir skiftavinir beðnir að
muna eftir staðnum.
Bárður Sigurðsson
& Mathews.
Tvnrhpr For Diana S- ;D•
ICUUIICI No I355,i [female
lA/nnfcxrí Prefered], liolding
vr uiuuu second or third
class teachers’ certificate. Duties
to commence June lst, to Nov. lst.
Apply at once, stating expe-
rience and salary expected, to
Magnus Tait, Sec.-treas.,
Crescent, Man.
1-6
S. EYIYIUNDSON,
nýr landa og húsasali.
Office 15 Commonwealth Block
522 Main street.
Eg vtrzla með hús og lóðir og
skif'ti einnig á löndum fyrir fast-
eignir hér í bænum. Landar, sem
hafa í hyggju, að bygaja eða eign-
ast hús á þessu sumri, ættu að
tala við mig svo þeir geti komist
eftir með hvað þægilegum skilmál-
um þeir geta eignast gott og
skemtilegt heimili. Ennfremttr hefi
ég hús til leigu hvar sem þiö æsk-
ið eftir.
Komið t)g sjáið mig sem fyrst,
því nú sem stendur hefi ég mikið
úr gð velja. Takið þessu boði, því
ég mnn æfinlega reyna að gera
ykkur ánægða.
Telefón: 4689.
Heimili: 560 Beverly st.
Úti í Grunnavatns-nýlendu
þangað feröaðist ég í sl. febr. og
dvaldi þar á annan mánuð hjá hr.
Jóni bónda Hannessyni og konu
hans, Guðrúnu Magnúsdóttur, að
.Westfold P.O.
Hjá þessum góSu hjónum, sem
giftust hér i bæ á sl. hausti, leið
mér svo vel, sem í beztu foreldra
höndum. þatt hafa gott bú og ró-
legt heimili, , þó þar séu um 40
gripir að hirða-. Jón er nýlega bú-
inn að koma sér upp vönduðu
timburhúsi og mjög smeikklegu út-
lits, og yfir höfuð bar alt þeirra
heimili vott um þrifnað og regltt-
semi, og svo leist mér, sem þau
hjón muni geta átt þar rólega elli-
daga.
Ekki ferðaðist ég víða um bygö-
ina, en þar sem ég kom mætti ég
hinni hlýjustu alúð og beztu við-
tökum. Austan vatns kom ég og
gisti á 3 heimilum, hjá Guðmundi
Torfasyni, Ingibjörgu þorsteins-
dóttur og Birni þorsteinssyni, og
eru það alt góð og myndarleg
heimili. Sömuleiðis kom ég á heim-
ili þeirra Stefáns Björnssoriar og
Árna Frímanns, og virtist mér alt
ríkmannlegt hjá Árna, og mun
það vera mesta fyrirmyndar og
rausnar heimili.
Með þakklæti til allra, er ég kom
til, og sérstaklega til þeirra Jóns
Hannessonar og konu hans.
iWinnipeg, 15.' apríl 1906.
•Hjáfmur Árnason.
Hotel
Majestic
ÞAKKARÁVARP
Eg undirritaSur finn mér bæöi
ljúft og skylt, að votta mínum fé-
lagsbræSrttm og systrum í GóS-
templara stúkunni “Tilraun” í Ar-
gylebygS mitt innilegasta þakk-
læti fyrir þá höfðiriglegu gjöf, sem
þau afhentu mér aS kveldi þess 8.
þ.tn., sem var aö upphæö J10.00 í
peningum. þar sem ég er svo fatl-
aðttr, að ég get hvorki klætt mig
né afklætt hjálparlaust og því síö-
ttr unniS nokkurt handtak, þá kom
þessi örláta hjálp mér i sérstak-
lega góSar þarfir. Og vil ég með
þessum fáu línum inna mitt inni-
legasta þakklæti hinum heiöruStt
félagssystkynum míniun í nefndri
stúku, og sérstaklega þeim, setn
gerSust hvatamenn aS söfnun gjaí-
ar þessarar. Og óska ég aS guö
blessi þeirra góöa og mannkær-
leiksríka félágsskap.
GuSm. Halldór Björnsson.
Brú P.O., 9j apríl 1906.
FEEDERICK A. BURNHAM,
forseti.
GEORGE D. ELDRIDGE,
varaforseti og tölfrœöingur.
Mutual Reserve Life InsuranceCo
OF NEW YORK.
Nrjar, borgaðar ábyrgðir veittar 1905 ........$ 14,420,325.00
Aukin tekju afgangur, 1905 ................... 33,204.29
Vextir og rentur (að frádregnum öllum skött-
um og “investment” kostnaði) 4.15 prósent -
Lækkun f tilkostnaði yfir 1904................. 84,300.00
Borgun til ábyrgðarhafa og erfingja á árinu 1905 3,388,707.00
Allar borganir til ábyrgðarhafa og erfingja.... 64,400,000.00
Síðan félagið myndaðist.
Hæír menn, vanir eða óvanir, greta fengið ureboðsstðður með beztu
kjðrum. Ritiðtil “ AGENCY DEPARTMENT”,
Mutual Reserve Bldg., 307—309 Broadway, New York
Alex Jamieson Ma™ufbafyrir 411 Mclntyre Blk. W’peg.
James Street, West
fast viS verslunarhús Gísla ólafs-
sonar, og beint á móti rakarabúS
Árna þórSarsonar. iþetta er nýtt
hús og ágætlega innréttað, hús og
húsbúnaðttr af bezttt tegund og alt
nýtt. Eigandinn er John McDonald
sem mörgum Islendmgum er aS
góSu kunnur, og aldrei hefir ann-
aö á boSstólum en beztu vörur
meS lægsta gangverSi. Gisting
meS fæSi kostar S1.50 um sólar-
hringinn. Slík gisting meS jafn-
góðu fæSi fæst hvergi annarstaöar
í bænum fyrir minna en J2.50 til
$3.00.
MARKET H0TEL
146 PRINCESS ST.
á móti markaöonm
P. O’CONNELL, eigandl, WINNIPEG
Beztu tegundir af vínfðngum og vindl
um, aðhlynning góð og húsið endur
bsett og uppbúið að nýju
Altaf eins gott
GOTT ðl hjálpar maganum
til að gera sitt ætlunarverk
og bætir meltinguna.
Það er mjög lítið alkahol í
GÓÐU öli. GOTT ö 1 —,
Drewry’s öl — drepur þorst-
ann og hressir undireins.
Reyniö Eina Flösku af
Redwood Lager
----OG-----
Extra Porter
og þér ranniö fljótt viöur-
kenna ágæti þess sem beim-
ilis meöal. BáiÖ til af
Edward L. Drewry
Manufactnrer & Importer
Winnipeg .... Canadi
Svefnleysi
Éf þú ert lúin og getur
ekki sofið, þA taktu
Dre wry’ s
Extra Porter
og þá sefur þú eins vært m
og ungbarn. Fæst hyar •
sem er í Canada. •
PALL M. CLEMENS- BY GGINGAMEISTARI. 470 main St. Winnipesr. |Phone 4881 BAKER BLOCK. Giftingaleyfisbrjef
selur Kr. Ásg. Benediktsson, 477 Beverly Street
Woodbine Restaurant
8tærsta Billiard Hall 1 NorÖvestnrlandin
Tlu Pool-borö,—Alskonar vin ogvindlar.
Lennon & Hebb,
Eieendur.
ÖXFORD
er á Notre Dame
Ave., fyrstu dyr
frá Portage Ave
að vestan. Þetta
er nýtt hótel og
eitt hið vandað-
“ asta f þessum bæ.
Eígandinn; Frank T. Lindsay, er
mörgum íslendingum að góðu
kimnur. — Lítið þar inn!
HÖTEL
Ti«Doininion Bank
NOTRE DAME Ave. BRANCH Cor. Neaa St
Vér seljum peningaávísanir borg-
anlegar á íslandi og öðrum lönd.
Allskonar bankastörf af hendi leyst
SPARISJÓDS-DEILDIN
toknr $1.00 innlag og yflr og gefur hæztn
gildandi vexti, sem leggjast viö ínn-
stæöuféö tvisvar á Ári, í lok
júnl og desembor.
‘T. L,’ Cigar j
er langt á undan, menn ættu ekki að reykja
aðra vindla en þá beztu. Búnir til hjá :
í WESTERN CIGAR FACTORY
S Thos. E.ce, eigandi, 'WI2Sr3SrH3Ea-.
BNMS
B0YD‘S
Lunch Rooms
Þar fæst gott og hress-
andi kaffi með margskonar
brauði, og einnig te og
cocoa, ís-rjómi og margt
fleira.
Opið til kl. 12 á
hverju kveldi.
Boyd’s
422 Main St., ’Phone 177
Department of Agriculture and Tmmigration.
MiNITOBI
Land möguleikanna fyrir bændur og handverksmenn, verka
menn. Auðnuból landleitenda. þar sem kornrækt, griparækt,
smjör og ostagerð gera menn fljótlega auðuga.
Á R I Ð 1 9 0 5.
1. 2043,588 ekrur gáfu af sér 55,761,416 bushel hveitis, að
jafnaði yfir 21 bushel af ekrunni. 2. — Bændur bygðu hús og
aðrar byggingar fyrir yfir 4 millíónir dolllars. — 3. Hús voru
bfgð í Winnipeg fyrir meira en 10 millíón dollars. 4. — Bún-
aðarskóli fyrir Manitobafylki var bygður á þessu ri. 5. Lartd
ar að hækka t verði alstaðar f fyikinn, og selst nú fyrif- $6 til 50
hver ekra, eftir aft'iðu og gæðum. 6. — 4u j<úsn>:d veimegandi
bændur eru nú f Manitoba. 7. — Ennþá ern 20 millfón ekrnr
af landi í Manitoba sem má rækta, og fæst sein hei.miiisréttail.
TIL VÆNTANLEGRA LANDNEMA
komandi til Vestur-lHndsins: — bið ættnð að st nsa f Winni! eg
og fá fnllár upplýsiugar um heimilisréttarl'índ. og einnig utn
önnur lönd sem til sölu eru hjá fylkisstjóruinni, járnbrantafél':g-
um og landfélögum.
R' 3F* JFCOJE3H.T W.
Stjórnarformaður og Akuryrkjnmfda Rúðgjafi.
Eftir upplýsiiigum má leit« til:
T. ,T. Cíolden, Jhh, II >t«
6l7 Main st., 77 Fort. Btreet
Winnipeg, Afan. Toronto, Ont.
268 Hvammverjarnir
að, en að fylgja æskuvin mfnum á stöðv-
arnar þar sem hann steig á skipsfjöl til að
sækja eiguir sínar til Nýfundnalands, og
ég á ekki annað erindi hingað en að votta
þór, mín kæra vinkona, minn innilegasta
vinar hug”. Um leið og hann n|ælti þetta
þrýsti hann ko3si á euni frú Langford-
West.
“Minstu ekki á einlægni, Harry, hún
er aðeins til f hugum þeirra manna sem
búnir eru að fá næga lífsreynslu og hnygn-
ir eru á efri aldur”.
“Þór ber að vita um þetta”, svaraði
bann, um leið og hann settist niður í legu-
bekkinn hjá henni og hallaði sér aftur á
bak.
“Þú ert afleitur dóni, Harry, eða
hvað áttu við?”
“Ég á við f>að: að þú sért sú elskuleg-
asta ekkja í þessum heimi, og þessvegnn
óska ég að mega nú g e f a þér ofurlftin
minningargrip, sem ég fékk í ferðalagi
mfnu, og f þeim bæ, sem ég fyrst mætti
frú Aylesbury Norton”.
“Þú ert reglulega grimmur, Harry, eða
veiztu ekki að ég hata nafnið Norton, fram-
ar ölllu öðru, þó að ég yrði fyrir þvf áfalli
að tangjast þeirri fjölskyldu, og aldrei
Hvammverjarnir 269
hefði ég gffst Aylesbury Norton, ef ég
hefði áður mætt mínum kæra Longford-
West; og að hugsa til þess, að alt þetta
hefir drifið á daga vora á s. 1. 5 árum, og
þá var ég í broddi lffsins, þegar ég danzaði
fyrsta danzinn við j>ig”.
“Yertu ekki að tala um tfma; hann var
gerður fyrir menn sem ekki hafa skyn-
sem, og konur sem ekki hafa fegurð, er
gæti veitt honum mótstöðu. Þú hefir þó
bæði vitið og fegurðina, mfn kœra, en
hörna er menjagripur sem ég færi þér frá
Bristol. Það er orðlagður staður fyrir
Austurlamla gimsteiua. Ég keypti þetta
af indverskri prinsessu”; hann opnaði
fagran kassa sem í var brjóstnál
sett fegurstu gimsteinum, — “og
segðu ekki að þú sért ekki æfinlega í huga
mfnum”.
‘’Minn kæri Harry”, svaraði hún með
einkar mjúkum málróm, “þú ert ætlð sami
elskuverði, hugsunarsami og stöðuglyndi
pilturinn. Þetta er fagur og d/r gripur;
ég þakka þér kærlega fyrir hann; þú mátt
kissa mig — ef þú vilt”.
Harry gerði sem honum var boðið, og
kvaðst ekki vita hvað um sig yrði ef hann
ætti & bak að sjá svo elskulegri vinkonu.
272 Hvammverjarnir
»
33. KAPÍTULl.
Það var f seftember mánuði. Veður
var hið inndælasta og fegurð náttúrunnar
hafði tekið á sig hanstblæ. Skógarnir voru
marglitir, loftið hreint og bjart, og vind-
svalinn vakti n/tt líf í æðum ungra sem
gamalla.
Harry Barkstead var með öðru fólki
á veiðitúr og allir skemtu sér hið bezta.
Harry söng og hló og talaði dátt við sam-
ferðafólk sitt. Hann réð sér tæpast fyrir
gleði sem æskufjörinu fylgir jafnan, og
/msar af konum þeim sem í hópnum voru,
géfu honum hýrt auga.
Hann var nflega búinn að yfirgefa
Keith, æskuvin sinn, við skipsfjöl og hafði
lofað að bera unnustu hans ástarkveðju er
hann sæi hana næst. Hann kom við á
heimili Keiths samkvæmt gefnu loforði
því. Keith hafði sagt honum að fóstru
sinni og Mildred Hope mundu þykja vænt
Hvammverjarnir 265
Nokkru sfðar sigldu þeir feðgar frá
Venice áleiðis til Bretlands. Sú ferð gekk
þeim slysalaust, og hvorngan grunaði hver
eymdarkjör biðu Davfðs er hann kæmi til
áttliaga sinna, og væntanlegra vina,
f
32. KAPÍTULI
“Er Mrs. Longford-West heima?”
spurði Harry Barkstead, um leið og liann
steig af hestbaki við framdyr Filby hús-
sins. ,
“Já”, svaraði vinnuma”ðurinn.
“Láttu þá inn hestinn minn í kl.stund
og gefðu honum hafra”. Svo gekk hann
inn í húsið og mætti gæzlukonunni.
“Ég þarf að tala við þig”, mælti hún,
“komdu hérna afsfðis”.
“Hýað viltu mér”, spurði hann.
“Hættu komum þfnum í þetta hús, og
settu engin éstarkvæði f sprúnguna f
gamla trénu hjá skrautgarðiuum, heyrir þú
það ?”